Leiðbeiningar um frágang vöru

Page 1

Leiรฐbeiningar um frรกgang vรถru fyrir innanlandsflutning hjรก Samskipum


Frágangur og merkingar Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem ganga frá vörum til flutnings í innanlandskerfi Samskipa. Umbúnaður og merkingar skulu ávallt vera með þeim hætti sem hér er lýst til þess að lágmarka hættu á tjóni í flutningum og stuðla að eðlilegri vinnuvernd. Það er á ábyrgð sendanda að umbúnaður og merkingar séu samkvæmt þessum leiðbeiningum. Starfsfólk Samskipa á móttökustöð eða umboðsskrifstofu móttekur vöru til flutnings og yfirfer frágang og merkingar vörunnar. Ef umbúðum eða merkingum er ábótavant gerir starfsfólk athugasemd um ástand þeirra og takmarkar sú athugasemd ábyrgð Samskipa. Vara þyngri en 20 kg sem flutt er með bílum er almennt flutt á brettum eða í þar til gerðum safnkössum sem eru á stærð við bretti að ummáli. Þess vegna þurfa vörur sem teknar eru til flutnings að komast fyrir á bretti eða brettum. Þær þurfa einnig að vera færanlegar með léttitækjum.

Dæmi um ólæsileg og óskannanlegt merki.

Merkingar Allar vörur til flutnings skulu merktar með strikamerki úr kerfum Samskipa. Merkja þarf allar flutningseiningar. Flutningseining er hver eining sem afhent er Samskipum til flutnings, t.d. eitt bretti, einn kassi eða einn smápakki. Strikamerkinu skal þannig komið fyrir að það sé auðlesanlegt og að geisli frá strikamerkjalesara nemi alla hluta merkisins. Það er til fyrirmyndar að setja merkimiða á tvær hliðar. Strikamerki verða að vera læsileg og sjást vel til að hægt sé að skanna þau. Þau verða að vera heil, öll strik greinilega svört og allt númerið á heilum fleti, svo þau séu greinileg fyrir skanna.


Brothættur varningur Brothætta vöru skal merkja sérstaklega með þar til gerðum merkimiðum. Þegar sending er skráð þarf að taka fram í skráningunni að um brothætta vöru sé að ræða. Skal jafnframt búa þannig um brothættar vörur að þær séu sem best varðar fyrir mögulegu hnjaski. Þetta á líka við um smápakka.

Kæli- og frystivara Vöru sem flokkast undir hitastýrða flutninga, s.s. kæli- og frystivöru, þarf að merkja sérstaklega. Þegar sending er skráð þarf einnig að taka fram í skráningunni að um kæli- eða frystivöru sé að ræða. Límmiða sem auðkenna brothættan varning eða kæli- og frystivöru er að finna á öllum afgreiðslustöðum Samskipa. Kælivöru, frystivöru og þurrvöru á aldrei að setja í sömu pakkningu eða á sama bretti. Frystivara verður að vera varin á viðunandi hátt, t.d. með frauðkössum. Frystivara sem skilin er eftir á bretti án nokkurra leiðbeininga að um frystivöru sé að ræða, er fljót að þiðna og kemst ekki heil á áfangastað.

Frystivara

Kælivara

Efnavara – hættulegur varningur (ADR) Efnavöru og varning sem flokkast sem hættulegur þarf að merkja sérstaklega og þarf að fara í einu og öllu eftir reglugerðum þar um: https://www.reglugerd.is/ reglugerdir/allar/nr/1077-2010. Sérstaklega er bent á ábyrgð sendanda í 17. grein reglugerðarinnar.

Smápakkar Smápakkar eru stakar sendingar allt að 20 kg að þyngd. Þá þarf að merkja í samræmi við innihald eins og aðrar sendingar s.s. brothætt, kæli-, frysti- eða efnavara. Þessum sendingum er almennt komið fyrir í safnkössum og því afar mikilvægt að umbúnaður sé góður þannig að sendingin skemmist ekki eða valdi tjóni á öðrum sendingum.


Ætíð skal fylgja eftirfarandi:

Raðað á bretti Tryggið að engin vara standi út fyrir brettið eða brúnir þess. Neðri brún brettis þarf alltaf að vera sýnileg. Raðið þungum hlutum neðst á brettið og léttum vörum efst eftir því sem við á og einnig stórum kössum neðst og litlum ofan á. Ef vöru er staflað í mikla hæð eykst hættan á að hún færist til eða detti af brettinu.

• Vara má ekki standa út af brettinu • Þyngri hlutir neðst – léttari ofan á • Verja horn vöru ef þarf • Varist að stafla í of mikla hæð • Plasta til að halda vöru saman og stöðugri

Dæmi um frágang á brettum Vandaður frágangur

Blandið ekki saman mismunandi flokkum af vöru á sama bretti, þ.e. kælivöru, frystivöru, hættulegri efnavöru og almennri vöru. Ef eitt bretti er ekki nóg fyrir vöruna er hægt að raða tveimur brettum saman eða sérsmíða undirstöður undir vöru. Í flutningum er brettum raðað þétt hlið við hlið og þarf að passa vöru sem stendur hátt upp því hún má ekki skaga út fyrir brettisbrúnir. Sé flutningseining þyngri en 20 kg þarf að ganga frá henni á bretti þannig að flytja megi með léttitækjum í samræmi við vinnuverndarsjónarmið.

Bretti

Hlaðið bretti

Vara er vandlega varin á allar hliðar og plöstuð til að halda öllu á sínum stað.

Hálfpallar eru mjög varasamar undirstöður fyrir flutning þar sem ekki er hægt að koma léttitækjum undir með góðu móti og því mikil hætta á að illa fari.

Rúða er fest á grind og varin frá öllum hliðum.

Góður frágangur á bretti þar sem tæki var fest vel niður og grind sett til hliðanna til varnar.


Athugið!

Slakur frágangur Hér má sjá dæmi um að ekki hafi verið gætt nægjanlega vel að frágangi til að tryggja að varan detti ekki af brettum eða færist til. Þó að vara virðist vera stöðug þegar gengið er frá henni þarf oft ekki mikið til að allt fari af stað ef undirstöðurnar eru ekki í lagi.

Vakin er athygli á því að vara hreyfist í bíl á ferð á íslenskum vegum! Hafið það ætíð í huga þegar gengið er frá vöru til flutnings.

Stafli af dýnum hefur runnið af stað og út af bretti sem þær hafa verið lagðar ofan á.

Hér má sjá ofn á undirstöðum sem er algjörlega óvarinn. Hætta er á að horn og aðrir hlutar sem standa út, eins og takkar og handföng, verði fyrir hnjaski og þarf því að verja viðkvæma hluti með pappa og plasti.

Pökkum og pakkningum þarf að stafla með tilliti til þyngdar og jafnvægis á brettum

Nauðsynlegt er að passa að ekki sé sett meira á brettin en pakkningarnar þola en dæmi eru um að pakkningar losni og leggist saman í flutningi


>> Raðað á bretti Sumar vörur þurfa fleiri en eitt bretti og hér er dæmi um sófasett sem hefur verið plastað og komið fyrir á tveimur brettum. Hér hefur hins vegar gleymst að verja það með fullnægjandi hætti og mikil hætta er á að það sjái á leðri og trélistum þar sem plastið virkar ekki sem vörn. Það þarf að setja frauðplast eða pappa til að verja áklæði og þá hluta sem standa yst á brettunum.

Dæmi um borð og stóla sem búið er að plasta og festa niður á brettið en borðplatan stendur út fyrir og getur auðveldlega skemmst þar sem plastið er ekki vörn þótt það haldi vörunni á sínum stað.

Annað dæmi er um vöru sem ætti að vera á fleiri en einu bretti er sófasett sem nær langt út fyrir sjálft brettið og er því í mikilli hættu að verða fyrir tjóni. Auk þess vantar alla vörn á hliðar og horn. Hér er plastið engin vörn þótt það haldi öllum hlutum saman.


>> Raðað á bretti

Þó að plöstun sé góð til að tryggja að vörur færist ekki til er það ekki nægjanleg vörn gegn hnjaski. Til að koma í veg fyrir nudd og núning er nauðsynlegt að setja pappa eða frauðplast á horn og hluti sem geta auðveldlega skaddast. Grillið á myndinni er t.d. vel plastað en hliðarborð og takkar geta auðveldlega skemmst. Hér þarf að setja aukavörn, eins og pappa eða frauðplast.

Sófasett og stólar eru plastaðir saman og standa á einu bretti sem er of lítið. Varan er alveg óvarin fyrir því að aðrir hlutir rekist utan í hana og valdi skemmdum. Sama gegnir um plastaðan glerskáp þar sem horn og viðkvæmir hlutar eru sömuleiðis óvarðir. Stólar og borð er plastað en fætur óvarðir, bæði á borði og stólum.

Frágangur vöru í yfirstærð Í mörgum tilfellum koma vörur til flutnings sem ekki er hægt að flytja á brettum. Mikilvægt er að umbúnaður sé góður. Gæta þarf að því að slíkum vörum er oft komið fyrir ofan á öðrum farmi eða til hliðar við farm í bíl og því afar mikilvægt að gengið sé vel frá slíkum varningi.

Flygill með óvarða fætur sem hefði þurft að búa betur með því að verja fætur og ganga þannig frá að hann komist fyrir á bretti.

Plötur og bárujárn verða of oft fyrir skemmdum á hornum, auk þess sem hætta er á að þær brotni ef þær bogna. Verja þarf horn og ganga frá þannig að hægt sé að reisa upp við vegg eða leggja ofan á aðra vöru og stífa af svo að þær bogni ekki.



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.