Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 94

45%

22% 7%

8%

Dísilolía

95 oktana bensín

28% 19% 9%

98 oktana bensín

Flugbensín

Þotueldsneyti Skipadísilolía Skipagasolía

10% Svartolía

Mynd 11. Hlutfallslegar sveiflur í markaðshlutdeild miðað við fráviksstuðul eftir eldsneytistegundum árin 2005 – 2012.115

Nánar er fjallað um markaðshlutdeild einstakra fyrirtækja í smásölu eldsneytis í næstu köflum.

5.2.4.1 Sala á eldsneytisstöðvum Bifreiðaeldsneyti er fyrst og fremst afgreitt á eldsneytisstöðvum. Á það við um nær alla sölu 95 oktana bensíns, 74% af dísilolíu og 55% af 98 oktana eldsneyti ef horft er til ársins 2012. Aðrar tegundir sem seldar eru í smásölu eru nær eingöngu seldar af olíuflutningsbifreiðum, beint af birgðatanki eða skipi. Sjónrænt yfirlit yfir fjölda og staðsetningu eldsneytisstöðva getur gefið til kynna markaðsstyrk þeirra aðila sem starfa á markaðnum. Sjá má af mynd 12 að N1 var með víðfeðmasta sölunetið árið 2014 en þar á eftir koma Skeljungur og Olís með nokkuð mikla þekju. Þó er hvorugt félaganna með eldsneytisstöðvar á Norðaustur- og Suðausturlandinu. Atlantsolía er með fæstar stöðvar utan höfuðborgarsvæðisins eða alls átta.116

Mynd 12. Staðsetningar eldsneytisstöðva olíufélaganna (m.v. árið 2014).

115

Fráviksstuðull er reiknaður fyrir hvert og eitt félag yfir tímabilið og svo er tekið vegið meðaltal miðað við markaðshlutdeild. Heimild:

Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara og eigin útreikningar Samkeppniseftirlitsins. 116

94

Á Suðurnesjum, Selfossi, Hveragerði, Borgarnesi, Stykkishólmi, Akureyri (2) og Egilsstöðum.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.