Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 267

er að auki í samræmi við útgefna stefnu núverandi ríkisstjórnar um einfaldara regluverk fyrir atvinnulífið. Ótvírætt geta verið byggðasjónarmið fyrir flutningsjöfnun olíuvara sem miða að því að styrkja dreifbýli og svæði á Íslandi. Í skýrslu meirihluta starfshópsins um endurskoðun á tilvist Flutningsjöfnunarsjóðs árið 2008 var meðal annars vísað til þess að hár flutningskostnaður fyrirtækja á landsbyggðinni getur dregið úr samkeppnishæfni þeirra í samanburði við önnur fyrirtæki í þéttari byggðum.398 Þetta er rétt en aftur á móti þarf að horfa á starfsskilyrði fyrirtækja með heildstæðari hætti að mati Samkeppniseftirlitsins, t.d. eins gert er í áliti Gylfa varðandi skattlagningu, ytri áhrif, samfélagslegs jaðarkostnaðar o.s.frv. Þá geta aðstæður landsvæða, einstaklinga og fyrirtækja, í dreifðari byggðum verið mjög ólík. Þannig eru samkeppnis- og rekstrarskilyrði frábrugðin fyrir hvert svæði, jafnvel niður á fyrirtæki eftir starfsgreinum. Þetta ræðst því af heildarmati á mörgum þáttum, t.a.m. hvort á svæðinu sé um að ræða þjónustu- eða framleiðslufyrirtæki. Þá ræðst hagkvæmasta staðsetning fyrirtækis af því hversu mikilli framlegð hver fermetri húsnæðis skilar til fyrirtækisins og síðan hve mikið kostar að flytja afurðirnar á markað frá framleiðslustað. Fyrirtæki sem hafa mikla framlegð á hvern fermetra treysta sér þess vegna til að greiða hærra verð eða leigu fyrir land/húsnæði og spara í flutningskostnaði. Önnur fyrirtæki, með lága framlegð af landinu/húsnæðinu, kjósa aftur á móti að greiða lægra verð eða leigu fyrir landið og vera í meiri fjarlægð og þá með hærri flutningskostnaði.399 Í þessu sambandi ber að geta þess að áðurgreindur meirihluti starfshóps um Flutningsjöfnunarsjóð árið 2008, lagði til að lög um sjóðinn yrðu endurskoðuð m.a. með það í huga að afmarka á annan hátt þau landsvæði sem jöfnunin tekur til. 400 Var slík afmörkun upphaflega stefnan í frumvarpi sem varð að lögum nr. 103/1994 hvað landflutninga varðaði en frumvarpið breyttist í meðferð þingsins og náði flutningsjöfnun til alls

„[…] ýmsar aðrar leiðir færar til þess að ná byggðamarkmiðum heldur en með niðurgreiðslum á flutningskostnaði olíuvara.“

landsins óháð nauðsyn hvers svæðis.401

398 399

„Skýrsla starfhóps um fyrirkomulag flutningsjöfnunnar“ (júlí 2008, bls. 7-8). Sjá nánar: Axel Hall, Ásgeir Jónsson, Sveinn Agnarson: „Byggð og búseta. Þéttbýlismyndun á Íslandi“ (2002, bls. 70-76).

Hagfræðistofnun Íslands. Sjá einnig: „Skýrsla nefndar um flutningskostnað“ (2003, bls. 30-32). Innanríkisráðuneytið. 400

„Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag flutningsjöfnunar“ (júlí 2008, bls. 7). Atvinnuvegaráðuneyti.

Frumvarp til laga um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. 117. löggj.þing, þskj. 852, 544. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda. 2. málsl. 2. mgr.

401

1. gr. frumvarpsins var svohljóðandi: „Jafnframt nær jöfnun flutningskostnaðar til landflutninga með tankbifreið frá næstu innflutningshöfn eða höfn sem getur tekið við olíuvörum frá tankskipi úr olíuleiðslu til verslunarstaða þeirra er hér greinir: Hveragerði, Selfoss, Laugarvatn, Laugarás, Flúðir, Hella, Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustur, Fagurhólsmýri, Egilsstaðir, Ásbyrgi, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Suður-Þingeyjarsýslu, Brjánslækur, Króksfjarðarnes, Skriðuland, Búðardalur, Reykholt í Borgarfirði, Borgarnes.“ Breytingartillögur efnahags- og viðskiptanefndar voru samþykktar og þar með tók jöfnun flutningskostnaðar í landflutningum til allrar byggðar á landinu en ekki afmarkaðra staða. Þetta

267


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.