Frummatsskýrsla -Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum

Page 137

5.6.2 Stjórnunartengsl Á eldsneytismarkaðnum voru greind lítilsháttar stjórnunartengsl milli keppinauta, þ.e. þegar starfsmenn eða stjórnendur tiltekins fyrirtækis starfa eða sitja sjálfir í stjórn keppinauts á markaðnum.167 Mikilvægt er að á eldsneytismarkaðnum sé, eins og öðrum þjóðfélagslega mikilvægum fákeppnismörkuðum, dregið úr hættu á myndun óæskilegra stjórnunartengsla. Þannig sé leitast við að tryggja að fyrirtækin starfi sem sjálfstæðir keppinautar og komið í veg fyrir eða dregið úr hættu á hagsmunaárekstrum vegna þess háttar tengsla milli stjórnenda fyrirtækja. Í Bandaríkjunum hefur verið lögfest að sami einstaklingurinn megi ekki sitja í stjórnum tveggja eða fleiri keppinauta.

168

Ekki hafa verið lögfest slík

sérákvæði hér á landi en hér ber að hafa í huga 10. gr.

„Þannig sé leitast við að tryggja að fyrirtækin starfi sem sjálfstæðir keppinautar og komið í veg fyrir eða dregið úr hættu á hagsmunaárekstrum vegna þess háttar tengsla milli stjórnenda fyrirtækja.“

samkeppnislaga sem getur augljóslega tekið til þess þegar fyrirtæki á grundvelli minnihlutaeignar á stjórnarmann í keppinauti. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2008, Kaup Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í Hitaveitu Suðurnesja (sbr. og úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 7/2008) segir: „Túlka ber 10. gr. samkeppnislaga með hliðsjón af samsvarandi ákvæðum í EES/EB-samkeppnisrétti. Litið er svo á að gerningar sem leiða af sér eignarhald fyrirtækis á minnihluta hlutafjár í keppinaut sínum séu ólögmætir ef hluturinn leiðir til þess að þar með geti eigandi haft áhrif á háttsemi keppinautar síns, en með því mætti hamla gegn samkeppni á þeim mörkuðum sem þeir keppa á. Er þetta í ósamræmi við kröfur samkeppnisréttarins um sjálfstæði keppinauta. Er sérstaklega varhugavert í þessu sambandi ef eignarhluturinn leiðir til þess að fyrirtæki fær fulltrúa í stjórn keppinautarins. Jafnvel þótt hlutnum fylgi ekki réttur til að skipa fulltrúa í stjórn getur hann leitt af sér samkeppnishömlur ef staða hlutaðeigandi fyrirtækja á markaðnum styður slíka ályktun. Í tilvikum þar sem

167

168

Þau stjórnunartengsl sem borin voru kennsl á í rannsókn Samkeppniseftirlitsins eru eftirfarandi: •

Forstöðumaður dreifingarsviðs Olíudreifingar situr í stjórn Icelandic Tank Storage.

Framkvæmdastjóri Olíudreifingar er stjórnarformaður Icelandic Tank Storage.

Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs og situr einnig í stjórn Fjölvers.

Sjá nánar Clayton Act, 8. mgr. en þar segir:

„(a) (1) No person shall, at the same time, serve as a director or officer in any two corporations (other than banks, banking associations, and trust companies) that are— (A) engaged in whole or in part in commerce; and (B) by virtue of their business and location of operation, competitors, so that the elimination of competition by agreement between them would constitute a violation of any of the antitrust laws […]“

137


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.