Samhentir vörulisti

Page 2

Þjónustusími: 575 8000 • Netfang: sala@samhentir.is www.samhentir.is

Hverjir eru svona Samhentir ? Samhentir – Kassagerð er þjónustufyrirtæki heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum.

um

Fyrirtækið er leiðandi þegar kemur að umbúðum. Kassar, öskjur, arkir, pokar, pappi, plast, límbönd og allt sem þarf svo vel fari um vöruna þína er til á lagernum okkar. Erum með umboð fyrir hvers konar pökkunarvélar og vélar fyrir matvælaframleiðslu ýmis konar. Birgjar okkar eru fjölmargir, bæði innlendir og erlendir. Erum ráðgefandi um lausnir, efnisval, hönnun og tækjakost. Einnig bjóðum við upp á hvers kyns rekstrarvörur s.s. hreinlætisvörur og einnota vörur, vinnufatnað og skó, áhöld s.s. hnífa og matvinnsluáhöld, krydd og íblöndunarefni. Samhentir leggja sig fram um að viðskiptavinurinn fái allt á einum stað. Hið mikla vöruúrval auk umbúðanna léttir

verulega undir hjá framleiðslufyrirtækum þar sem hlutirnir þurfa að ganga hratt fyrir sig og hjá fiskiskipum sem stoppa stutt í landi. Umbúðir selja er staðreynd sem flestir okkar viðskiptavinir hafa fengið að reyna. Því reynir oft á umbúðahönnuðinn að finna rétta utanumhaldið um vöruna. Samhentir er bandamaður þegar þú leitar umbúða á sanngjörnu verði, sem fara vel með vöruna þína og freista neytandans. Viðskiptavinir okkar starfa í hvers kyns matvælaframleiðslu. Stórútgerðafyrirtæki, einyrkjar og allt þar á milli. Iðnfyrirtæki í margs konar framleiðslu og endursöluaðilar leita einnig til okkar þegar hanna þarf umbúðir fyrir stóra sem smáa vöru.

Sagan Samhentir Kassagerð ehf var stofnað árið 1996 og sinnti í upphafi framleiðslu á tröllakössum. Fljótlega hófst samhliða framleiðslunni innflutningur á pappaumbúðum, kössum, öskjum og blokkaröskjum. Þetta kom til vegna óska markaðarins sem vildi aukna þjónustu félagsins með fjölbreyttara vöruvali. Stofnendur voru Bjarni Hrafnsson og tveir félagar og starfar Bjarni enn hjá fyrirtækinu. Árið 2002 gengu fyrirtækin Innís ehf og G.S. Maríasson ehf til liðs við Samhenta. Með Innís kom aukin áhersla á plastvörur og með GSM bættust við pökkunarvélar og límbönd. Árið 2004 kaupa Samhentir hlut í Tri Pack Plastics ltd á Englandi sem er framleiðslufyrirtæki og sérhæfir sig í Polypropylene kössum og er með einkaleyfi á CoolSeal umbúðum. Samhentir eiga 50% hlutafjár í Tri-Pack plastics.

Árið 2007 kaupa Samhentir fyrirtækið VGÍ ehf. Við þau

2

kaup stækkar fyrirtækið umtalsvert og vörur eins og áhöld, krydd og íblöndur auk kjötvinnsluvéla bætast á lagerinn. Sama ár kaupa eigendur Samhentra 50% hlut í fyrirtækinu Vest Pack í Færeyjum. Tengsl Samhentra við bæði birgja og viðskiptavini á Norðurlöndum styrkjast verulega í kjölfarið. Í febrúar 2009 flytja Samhentir í nýtt húsnæði að Suðurhrauni 4 í Garðabæ og öll starfsemi er þar með á einum stað. Samhentir keyptu fyrirtækið Vörumerkingu árið 2012 og hefur rekstur þess verið fluttur í húsnæði Samhentra að Suðurhrauni. Á 18 árum hefur félagið vaxið frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í stærsta umbúðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Lykillinn að framgangi fyrirtækisins liggur í góðum tengslum við viðskipavini og birgja félagsins ásamt áherslu á gæði og nýjungar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.