Beneventum vol.2 2013-2014

Page 1


Útgagáfuupplýsingar Ritstjórn Beneventi 2013–2014: Andri Þór Arason Friðgeir Ingi Jónsson Gylfi Þorsteinn Gunnlaugsson Heba Lind Halldórsdóttir Margrét Unnur Guðmundsdóttir Salka Valsdóttir Sólveig Samon Gautadóttir Hönnun og umbrot: Salka Valsdóttir Sólveig Samon Gautadóttir Margrét Unnur Guðmundsdóttir Steinarr Ingólfsson Ljósmyndir: Margrét Unnur Guðmundsdóttir Sólveig Samon Gautadóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Prentráðgjafi: Hjörtur Guðnason




Hurgrekki kemur frá maganum, allt annað er örvænting. Blizzaður, á ég að maffa þig í smettið? Ég er bara í hádegismat með pabba að ræða um Breiðholtið. Ég skal segja þér legendary setningu, þú varst akkurat að hringja í mig þegar ég labbaði inn í próf sem ég er allt of sein í. Takk fyrir að vera til.


2 - 3 = Opnun 4 - 5 = Að bæta gráu + Ritstjórnarpistill 6 - 7 = Forsetaávarp + Efnisyfirlit 8 - 11 = Útskriftargreinar 12 - 13 = Annáll Mímisbrunns 14 - 17 = MH Hökk 18 - 21 = Óður til Marinu og Patti 22 - 23 = Reynir 24 - 25 = MH í hnotskurn 26 - 29 = Out of body 30 - 39 = Svört Sól 40 - 45 = Faldir staðir í Reykjavík 46 - 47 = Hlutir sem fólk segir i strætó 48 - 51 = Ljósmyndakeppni Myrkrahöfðingja 52 - 55 = Þyrnirós-i

56 58 62 64 66 70 72 74 78 80 84 86 90 92 96

6

-

57 61 63 65 69 71 73 77 79 83 85 89 91 93 97

= = = = = = = = = = = = = = =

Stundin Niðurfall Bless ófyrirgefanlega leiðinlega fólk Og þess vegna er allt svona ömurlegt Tilfinningarót Costa Baby Völuspá Spænsk Jól Fabjúlus myndskreytinga madness Tónlistahátíðir á Íslandi Bolluventum Ósýnileg börn Auglýsingaopna Þakkaropna ...Ofan á svart


Kæru MH-ingar. Nú líður brátt undir lok enn eitt skólaárið og við teljum niður dagana í sumarfrí. Þrátt fyrir að sólríkir dagar og sumarsælan tæli hugann megum við ekki gleyma því að njóta hvers dags og halda okkur við efnið. Krakkarnir í Benevento færa okkur fullkomnu lausnina: BENEVENTUM VOL 2 2013-2014. Þetta stórfenglega meistaraverk er hannað og brotið af töffurunum í Bene og mun vonandi lina kvalir ykkar í komandi prófatíð. Því Bene táknar gott og útgáfa Beneventi táknar alltaf eitthvað hryllilega gott. Þá eru annað hvort jólin í nánd eða sumarið, ball á næstu dögum og styttist í áhyggjulausa og sólríka tíma. Útgáfa Beneventi táknar líka lok annar og þessi önn hefur verið mögnuð á svo margan hátt að mig svimar við tilhugsunina. Vorönn skólaársins 2013-2014 er frekar söguleg önn því í fyrsta skipti í sögu lífsins bar bæði MH sigur úr bítum í Gettu Betur og Ellýardagurinn var haldinn hátíðarlegur í fyrsta skipti við mikinn fögnuð nemenda. Alls söfnuðust rúmlega 130.000 kr. – pjúra framlög frá MH-ingum – og Ellý flýgur alsæl til Parísar á 5 stjörnu hótel í lok maí. Svo splæstu MHingar í nokkrar bílferðir fyrir Jónu Kristínu

og Fyndnasti MH-ingurinn gróf sér öruggan sess í dagskrá NFMH næstu árin (plís). Ekki vantaði svo metnaðinn þegar Undirheimum var gjörbreytt í ævintýralegan frumskóg og Lífið – Notkunarreglur sýnt. Með þéttsetinn sal á nánast allar sýningarnar heilluðu leikararnir okkur allir upp úr skónum. Snilldin hélst ekki bara innan veggja MH þetta skólaárið heldur gerðist ýmislegt annað skemmtilegt í heiminum. Serena Williams vann fimmta sigurinn sinn í á US Open, Maclemore vann fullt af verðlaunum og fjórða serían af Game of Thrones kom út. Í heildina hefur þetta verið fáránlega skemmtilegt ár og ég trúi því varla að það sé að enda. Í hvert einasta skipti sem ég lít niður á ökklann mun ég minnast stórkostlega fólksins sem gerir MH að því sem hann er og þakka fyrir að fá að vera partur af þessari glæsilegu fylkingu. MH veitir þér nefnilega svo mörg tækifæri, opnar fyrir þér dyr sem þú vissir jafnvel ekki að væru til og leiðir þig í gegnum þær. En MH er eitthvað svo miklu meira. MH er Lífið og Lífið er MH og Beneventum er Notkunarreglurnar. 7


8


Nú styttist óðum í að ég útskrifist sem mun breyta lífi mínu talsvert. Síðustu fjögur ár hef ég nýtt í nám við MH en nú er ég farinn að hlakka til að losna og takast á við lífið eftir menntaskólann. Þessa fjögurra ára reynslu í MH mun ég taka með mér út í lífið, en hverju er ég ríkari eftir hana? Einkenni áfangakerfisins í Hamrahlíðinni er að nemandinn velur sér sína eigin leið og sérsvið og fær að stjórna ferðinni. Í bóknáminu kynnstist ég t.d. Helmut Müller, lærði um byggingu TNT og teflons, um virkni kjarnorkuvera, hlustaði á BAB rabba, setti mig inn í málefni Rómönsku Ameríku svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjölbreytni er eitthvað sem ég valdi sjálfur og hefur litað minn námsferil

Eitt af því sem hefur mikil áhrif á mig á skólaárunum er tónlistarlífið í MH. Það er einstakt. Hingað flykkjast hæfileikafólk í tónlist og úr verður einn grautur sem hefur getið af sér svo margar góðar hljómsveitir í gegnum tíðina. Eitt af því sem ég hef mest verið í kringum er húsband skólans. Húsbandið gefur tónlistarfólki vettvang til að koma fram á t.d. MORFÍS, böllum, söngkeppninni eða leikriti. Þetta er frábært batterí sem hefur gefið mér mörg tækifæri til þess að kynnast nýjum spilurum og vinna með þeim að ákveðnum verkefnum. Samvinna og tillitsemi er líka mjög mikilvægt í kórstarfinu sem ég hef einnig verið hluti af öll mín skólaár. Að vinna í hópi, oft þar sem allir hafa sterkar skoðanir er lífsnauðsynlegt, það eru aðstæður sem ég mun þurfa að takast á við síðar á lífsleiðinni. Til viðbótar má bæta við upplifunum í Norðurkjallara þegar það er gjörsamlega troðið og svitinn lekur niður rúðurnar. Þetta gerist einkum á Busadjömmum og er ég ánægður með að hafa mætt á þrjú slík á minni skólagöngu. Stemmningin var ógleymanleg. En er það eitthvað ákveðið sem gerir mig að MH-ingi, eitthvað sem allir eiga sammerkt þegar þeir kveðja sinn kæra skóla? Sumir segðu að MH-ingar ættu það sameiginlegt að vera hamp­ reykjandi, harðsvíraðir djammhundar. Kannski er eitthvað til í því hjá einhverjum hópi en það sem MH hefur er fjölbreytnin, hver og einn býr til sinn eigin MH-ing með því að velja sér það sem honum hentar. Ég valdi mér minn MH-ing og sá MH-ingur mun nýtast mér vel til þess að taka sjálfstæðar upplýstar ákvarðanir og til þess að njóta þess að vera til.

námsferil. Í skóla með áfangakerfi er líka félagslífið öðruvísi en í bekkjarkerfi. Ég fann mér sjálfur vini án hjálpar öryggisnetsins sem fylgir því að vera í bekk. Í þessu sambandi er mér hugsað til leikritsins sem sett var upp í MH þetta árið, Lífið, þar sem ýmsar hugleiðingar um lífið voru lagðar fram. Ein þeirra er sú að þú skalt ganga lengur með fólki sem þér líkar vel við á lífsins göngu og hrúga skemmtilegu fólki í kringum þig, með þeim sem þér líður vel með. Það finnst mér eiga vel við það sem ég hef gert í MH og er einnig grunnurinn að einni af lífsreglunum: Að njóta.

9


Útskriftin er í sjón­ máli. Eða hvað? Spurn­ ingar eins og: Er ekki skrýtið að vera að út­ skrifast? og hvað ætlarðu að gera í haust? eru dag­ legt brauð út­ skriftar­ efna en til þess að bæta aðeins í stressið og auka spennuna bara pínupons bætast í þokkabót við pælingar þeirra sjálfra: mun útskriftin frestast?, verður dimmisjon?, hvað ef ég fell nú í leikfimi?. Já krakkar, líf útskriftarefnisins er ekki eintómur dans á rósum á óvissutímum sem þessum (þegar greinin er rituð er enn verkfall) en einu verðum við þó að treysta; að þetta reddist allt á endanum. Er það ekki annars mottó okkar Íslendinga? Það var sem í gær, en þó raunverulega þann 23. ágúst 2010 að pabbi keyrði frumburðinn [það er,

mig] í Hamrahlíðina í fyrsta skipti. Ég vissi, mér til mikillar mæðu, að myndavélin væri með í farteskinu og biði þess að festa þennan merkilega dag í sögu fjölskyldunnar á filmu. Ég útskýrði fyrir pabba að hann yrði nú að skilja það að ég gæti ekki verið að láta taka mynd af mér fyrir framan skólann í allra augsýn, það væri ekki „vel séð“. Við keyrðum því Bogahlíðina þar sem ég hoppaði út úr bílnum, labbaði af stað, snéri mér við í augnablik til þess að gefa pabba færi á að smella af einni mynd útum bílgluggann áður en alvaran tæki við. Nú var bara að safna í sig kjarki og takast á við menntaskólaárin. Grandalaus og grunlaus um hvert busar skyldu snúa sér fékk ég eintak af Busabene – the survivors guide to MH. Enn þann dag í dag er ég

10


þakklát fyrir þann stuðning sem sá blöðungur veitti mér vikurnar sem það tók að aðlagast menntaskólalífinu. Til að byrja með var þrekraun að reyna að rata um ganga skólans og ég gæti ekki talið öll skiptin sem ég settist inn í rangan tíma. Meðan kennarinn las upp krossaði ég fingur og vonaði að nú væri ég á réttum stað því ekki vildi maður þurfa að fara að taka sig saman og mæta seint í sinn rétta tíma í þokkabót (einhverntímann heyrði ég af nemanda sem var þó það djarfur að sitja út allan tímann). Með Busabene við höndina einsetti ég mér að læra á hvern krók og kima skólans og í dag gæti ég labbað blindandi um alla ganga hans með þefskynið eitt að leiðarljósi. Í raun vissi ég ekki hverju ég átti von á þegar ég sótti um MH en hafði þó heyrt ýmislegt um lífið sem tæki við, en nú (næstum) fjórum árum seinna hafa eflaust allir þeir sem einu sinni voru stressaðir busar þroskast sem einstaklingar og öðlast lífsreynslu sem þeir myndu vonandi ekki vilja skipta út fyrir neitt annað. Því hvaða máli skiptir það núna þó þú hafir einu sinni á balli farið í sleik við stelpuna eða strákinn sem var með þér í jarðfræði og það var sjúklega vandræðalegt daginn eftir? Eða þegar röddin þín brast þegar þú varst að lesa upphátt í íslenskutíma á öðru ári? Gleymt og grafið! Óttinn við það að eignast enga vini og að missa sambandið við gömlu vinina er bara krúttuleg minning sem nú er auðvelt að brosa að. Allir þessir litlu hlutir sem eitt sinn ollu manni kvíða blikna í samanburði við allar góðu stundirnar og skemmtilegu sögurnar sem maður getur

deilt með vinum sínum í kjölfarið. Það eru þær sögur sem munu ekki gleymast. Menntaskólaárin eru dýrmæt ár þar sem nemendur uppgötva hvað í þá er spunnið og leita að og finna áhugasviðin sín. MH er frábær staður fyrir þá sem vita hvert þeir vilja stefna í náminu og geta þá haft námsefnið sitt afmarkaðara en hann er alveg jafngóður staður fyrir þá sem hafa enga hugmynd um það og vilja prófa allt. Sumir eiga auðvelt með að finna hvað þeim hentar best en þó kemur það fyrir að það sem þeir fái upp úr krafsinu sé einfaldlega að áhugi þeirra liggi á mjög breiðu bili sem ekki er mikil hjálp í fyrir (næstum) fullorðna einstaklinga með valkvíða á háu stigi. En í MH er „eitthvað fyrir alla, konur og karla, krakka með hár og kalla með skalla“ (því þar er líka öldungadeild). Námsframboðið er svo mikið og fjölbreytt að í bland við mis-áhugaverða kjarnaáfanga og stundum erfiða kjörsviðsáfanga getur maður hlakkað til valáfanganna sem brjóta upp daginn. Flestir standa því uppi ánægðir með sitt stúdentspróf og að hafa fengið að ráða jafn miklu og raun ber vitni um menntun sína. Það er í raun ótrúlegt hversu hratt tíminn hefur liðið þessi síðastliðnu (næstum) 4 ár, hversu margt hefur gerst og síðast en ekki síst hversu miklu maður hefur áorkað. Öll heimadæmin, allar ritgerðirnar, allir viðburðirnir og allt nemendafélagsstússið með sínum löngu dögum auk allra hinna góðu stundanna. Ég var svo heppin að fá að sitja í stjórn nemendafélagsins þetta síðasta ár mitt og því hefur fylgt skemmtileg vinna og heilmikil ábyrgð auk þess sem ég lærði hvað gott samstarf er gefandi og þroskandi. Maður verður meyr bara við það að hugsa um liðin ár – hvað ef ég er ekki tilbúin að útskrifast? Hvað ef mig langar bara að vera lengur í MH? Útskriftin hefur verið eins og fjarlægur draumur hingað til og það hefur verið ákveðin huggun í því fólgin að vita til þess að MH biði mín næsta haust því hér hefur mér liðið vel. En nú er komið að því – að útskrifast. Nú tekur nýr óvissukafli við og ég get aðeins vonað að framtíðin muni koma jafn skemmtilega á óvart og árin í Menntaskólanum við Hamrahlíð gerðu.


Eftir ágætis vetur í fyrra þar sem besti árangur MH í Gettu betur var jafnaður í enn eitt skiptið (þar sem við náðum ekki alveg að sigra MR) byrjuðum við undirbúninginn fyrir keppnina af krafti í september. Það var gert með vali á nýjum liðsmanni, Kristni Má Bjarnasyni, eftir útskrift ástkærs Sigurgeirs Inga Auðar- Þorkelssonar. Fyrir voru ég, Þórgnýr Albertsson, og Leifur Geir Stefánsson í liðinu. Nú átti svo sannarlega að hefna grimmt og loksins skila Hljóðnemanum í Hamrahlíð. Auðvitað var mikið æft undir harðstjóranum/ þjálfaranum okkar, Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur en hún var að þjálfa liðið í þriðja og síðasta skipti. Allavega í bili. Sjálf var hún í liðinu árin 2009-2011 og komst í úrslit fyrsta árið. En já. Mikið æft. Mikið. Trúlega að meðaltali fjóra daga í viku frá september til desember. Frá svona tveimur og upp í að því er virtust óteljandi klukkustundum í hvert skipti. Tapið frá árinu áður þýddi að við þurftum bara að

vinna enn harðar og leggja enn meira á okkur. Tugir eða hundruð hraðaspurningapakka flugu hjá á hverri viku og einn daginn settum við meira að segja það sem trúlega er heimsmet. Heila HUNDRAÐ hraðapakka á einum degi. Annað met settum við svo uppi í bústað milli jóla og nýárs þegar við tókum klukkutíma langan hraðaspurningapakka. Ætli það sé svo sem ekki mestur galdurinn við þetta. Þrotlaus vinna og hraðaspurningar. Svo voru auðvitað gerðar mörg hundruð glærur og mörg hundruð blaðsíður af glósum. Án djóks. Leifur Geir gerði t.d. Íslandssöguglósur sem næðu vafalaust frá jörðinni og að Satúrnus ef þær væru prentaðar í 12 punkta letri. Svo má ekki gleyma liðsstjórunum sem voru frábærir við að semja spurningar og þess lags. Eftir áramót fór þetta úr böndunum og við æfðum að mig minnir alla daga ársins fram að úrslitum nema tvo. Nýársdag og daginn eftir fyrstu keppni vetrarins. Æfingar féllu niður 12


báða daga af sömu ástæðu. Hver svo sem hún var. Ég er ekkert að grínast þegar ég segi alla daga. Lestur og glósugerð fóru sömuleiðis úr böndunum. Eða svona hér um bil. Útvarpskeppnirnar tvær komu svo og fóru með glæstum sigrum. Annars vegar á Framhalds­ skólanum á Húsavík og hins vegar á Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég er ekki frá því að við höfum sett stigamet í hraðaspurningum gegn Húsavík síðan þær voru styttar í 90sek, 25 stig. Að venju mættum við svo Kvennó, í þetta sinn í 8-liða úrslitum og unnum frekar glæsilega. Síðan liðu tvær vikur fram að drætti í undan­ úrs­­ lit og það var enginn smá dráttur. Blikkkall. MR í undanúrslitum. Erki-fokking-fjendurnir. Beint eftir dráttinn var auðvitað farið upp í bústað í einangrunarvist. Sú einangrunarvist skilaði sér og sömuleiðis öll skrópin sem hrönnuðust upp. Fyrir framan gjörvalla þjóðina (sem virtist vilja að við ynnum þessa MRinga sem höfðu unnið allt of oft) unnum við Lærða skólann í fyrsta skipti á sögulegum tíma (þ.e. síðan 1992). Og það í Pollapönksgöllum. Sigur í undanúrslitum þýðir vanalega úrslit og það í sjöunda skipti. Allt er þegar sjö er er það ekki?

Úrslit gegn Borgó og sigur þýddi að Hljóðneminn væri kominn í Hamrahlíð. Þá var auðvitað stigið enn fastar á bensíngjöfina sem fór eiginlega bara gegnum gólfið og með miklum æfingum og jafnmiklu skrópi unnum við loksins þessa blessuðu keppni. Í fyrsta skipti. Alfyrsta skipti. Núna stendur meira að segja eftirfarandi neðst, aftan á Hljóðnemanum: „2014 – Menntaskólinn við Hamrahlíð“. Vonandi er þessi glæsti sigur aðeins upphafið á langri sigurgöngu MH en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kærar og innilegar þakkir fá svo liðsstjórar (Þórbergur, Jóhann Gísli, Guðrún, Ásmundur og Sólborg), B-liðsstjórar, þjálfari, Gauti sem sá um pabbahelgi í fjarveru þjálfara, fyrrverandi keppendur MH, aðstandendur og fjölskyldur fyrir alla þolinmæðina, stjórn NFMH og bara allir sem lögðu okkur lið. Eftirfarandi voru svo úrslit vetrarins. Fyrir hönd Mímisbrunns – Öldungaráðs NFMH 2013-2014, Þórgnýr Albertsson.

13


Þið teljið ykkur eflaust þekkja hvern krók og kima í skólanum þegar hér er komið við sögu. Hinsvegar leynist margt innan veggja MH sem langflestum hefði ekki órað fyrir þar til nú! Við lögðumst undir feld og höfum tekið saman lista yfir topp 10 MH hökk sem munu gera menntaskólaárin mun auðveldari.

Gangan

Fá ÍSL503 metna úr Versló

Hver kannast ekki við það að nenna ekki í leik­ fimi­ gönguna í staðinn fyrir að taka aukatíma? Þú hefur verið bænheyrður kæri MH-ingur því við erum með fullkomna lausn fyrir þig. Það er öllum kunnugt að gangan endar alltaf á Ægis­ síðunni þar sem allir fá miða og að á baka­ leiðinni eru allir látnir staðfesta viðveru sína í Nauthólsvík. Lausnin er ekki flóknari en það að þú kaupir súkkulaðistykki fyrir þann út­ valda sem er í göngunni, hittir hópinn við Ægissíðuna, færð miða, sá útvaldi tekur miðann fyrir þig og þú launar honum fyrir með súkkulaðistykkinu. EAZY-NAIZ!

Versló býður uppá fjarnám í öllum helstu áföngum en einn áfanga er sniðugra að taka en aðra – ÍSL503. Í íslensku 403 í MH er Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness á námsskránni en það vill svo skemmtilega til að hún er einnig lesin í íslensku 503 í Verzló. Ef þú ert skarpur einstaklingur ertu búinn að fatta núna hversu brilljant það er að taka þessa tvo áfanga samtíma og þurfa þá ekki að taka íslensku 503 í MH. Fuck the system.

14


Smokkar í Sómalíu

Leigja mynd á bókasafninu

Já, þú last rétt. Í Sómalíu eru til sölu smokkar á besta verði í bænum. 12 bad boys í pakka á aðeins 1050, þ.e.a.s 87,5 kr. stykkið! Hvort sem það er einn stuttur í hádeginu eða fjörug helgi framundan er um að gera að eiga einn pakka í töskunni, maður veit aldrei hvort að það hitni í kolunum.

Schindlers’s list, Forrest Gump, The Breakfast Club, fjöldinn allur af Hitchcock myndum og Shakespear safnið! Aragrúi kvikmynda eru til útláns á bókasafninu.Í löngum götum getur verið hyggeligt að detta í bíómynd með fellunum eða alene. Þú getur meirað segja tekið myndina með þér heim þér að kostnaðarlausu og skilað henni daginn eftir. May the force be with you.

Stund milli stríða

Vatnsfonturinn

Á góðviðrisdegi eru fáir staðir jafn sólríkir og skjólsamir og portið fyrir utan Norðurkjallara. Þar er kjörið að sleikja sólina á þessum fáséðu dögum með tónlist í eyrunum og kaldan drykk í hendi. Brúnaðu skjannahvítu húðina eftir veturinn og finndu innri ró í friði frá áreiti og amstri hversdagsins. Yndislegt með eindæmum.

Ertu orðin/n þreytt/ur á því að þurfa að halda takkanum niðri þegar þú ert að fylla vatns­ flöskuna þína góðu? Þú getur sparað þér puttann og ýtt takkanum upp í staðinn fyrir niður. Við þetta rennur vatnið óheflað í flöskuna og þú ýtir takkanum einfaldlega niður aftur þegar þú hefur fengið nægju þína. Við þetta spararðu þér gríðarlega orku sem þú getur nýtt út daginn! 15


Svefnstaðir

Kaffikort

Þú ert í gati. Þú ert þreyttur. Bekkirnir á Matgarði eru ekki næs. Þá er mál að fara og kúra sig í bláu stólunum sem eru við tölvustofuna. Þar er lítil sem engin umferð, hlýtt og mjúkt. Tilvalið í þynkunni eftir ball. Einnig er hægt að taka þykku úlpuna sína með sér og koma sér fyrir undir stiganum sem liggur að kennarastofunni eða stiganum sem kemur upp hjá hússtjórnarstofunni. Warm ‘n’ cozy.

Ó þú, dimmi og dularfulli lögur sem veitir oss líf á myrkum morgnum. Djúpt í viðjum Sómalíu leynist fjársjóður sem einungis reyndustu MH-ingar vita af. Kaffikort. Fyrir 1100 kr. Fyrir 10 bolla. Veitir kaffikortið þér frelsi frá hræðslunni við það að þú eigir ekki nóg klink fyrir lífsbjörginni. Fyrsti bollinn er meiraðsegja ekki talinn með. Amen.

Herma eftir verkefnum

Húð og kyn

Við höfum öll öðrum hnöppum að hneppa en að skila verkefnum og heimadæmum sí og æ. Stundum kemur fyrir að við erum einfaldlega ekki búin með verkefnið en við megum ekki við því að annar einkunin lækki meira. Þá vill svo til að kerfið er ekki betur hannað en svo að fingralangir einstaklingar eiga auðvelt með að teygja sig í efsta verkefnið sem skilað hefur verið í hólf kennarans og geta notað það “til samanburðar” við sitt eigið. ATH NOTIST EINUNGIS Í NEYÐ.

Nú ef þú gleymdir að koma við í Sómalíu og kaupa smokka eða þú hefur látið tjékkið sitja á hakanum gengur strætó nr. 13 beinustu leið frá MH að Húð og kyn. Þú einfaldlega hringir í síma 543-6050 og færð tíma von bráðar. 13 kemur á 27. mínútu og 57. mínútu allan daginn. Til­ valið að nýta gatið sitt í smáferðlag og glasa­ pisserí. Allur er varinn góður.

16




Það eru sennilega ekki nema tvö eða þrjú ár síðan að ég byrjaði að kalla mig femínista. Fyrir þann tíma var ég, eins og svo margir aðrir, hrædd við þann stimpil. Trúlega eru margar ástæður fyrir því: margir sem ég þekkti töluðu niðrandi um femínista, ímyndin sem var dregin upp af þeim útlitslega var frá­ hrind­ andi og orðið vakti beinlínis hjá mér hræðslu. Fyrst og fremst átti ég þó ekki neinar feminískar fyrirmyndir. Þá meina ég ekkert endi­ lega fyrir­ mynd sem bendlar sig eitthvað sér­ stak­ lega við femínisma, en engu að síður aðila sem birtist manni samkvæmt þeim gildum sem femínismi boðar. Ég var í tíunda bekk þegar ég byrjaði að hlusta á listakonuna Patti Smith. Tíundi bekkur og maður var svona aðeins farinn að finna sjálfan sig. Allavega man ég eftir því að vera farin að klæðast fötum sem mér þóttu flott, en ekki bara fötum sem öðrum þóttu flott. Líf mitt var hætt að snúast í kringum mótlæti og í

fyrsta sinn var áhugasvið mitt eitthvað sem ég gat nokkurn veginn sett puttann minn á. En það sem ég man sérstaklega vel eftir úr tíunda bekk er tónlistin sem ég uppgötvaði. Fram að þeim tíma hafð tónlist verið eitthvað sem pirraði mig virkilega mikið. Ég þoldi ekki margt sem vinkonur mínar hlustuðu á en vissi samt ekki hvernig ég gæti nálgast einhverja aðra tónlist.

Til þess að gera langa sögu stutta þá hlustaði ég mjög lengi bara á tónlist sem mér þótti leiðinleg. Ég hafði mikla þörf fyrir tónlist en kunni hreinlega ekki að nálgast hana. Fyrsta stóra uppgötvunin sem ég gerði í tónlist var þegar ég fékk lánaðan ipodinn hans pabba í langri bílferð. Þar sem ég þekkti engan tónlistarmann á ipodinum þá ákvað ég að ýta bara á eitthvað án þess að horfa á skjáinn.


kærasta sem sýndi mér hinar og þessar hljómsveitir og byrjaði smátt og smátt að þekkja alla tónlistarmennina á ipodinum hans pabba. En svo var það ekki fyrr en í tíunda bekk sem ég rakst á Patti Smith. Ég hlustaði á þeim tíma nánast eingöngu á rokk og því ekki nema von að ég rækist á hana einn daginn. Ég hafði aldrei hlustað á neitt líkt henni: krafturinn, performansinn, einfaldleikinn og fegurðin og og og. En hún var líka kona og konur voru sjaldséður gripur í rokktónlist. Vegna þessa varð hún mér mjög dýrmæt. Ég lærði skyndilega að konur ættu stað í tónlistarheiminum og að engin gæti sagt þeim neitt annað. Þetta hljómar kannski heimskulega

Lagið sem kom upp var “The man who couldn’t cry” með Johnny Cash. Þessi bílferð markaði í kjölfarið ást mína á Johnny Cash sem var þá í heilt ár nánast eini tónlistarmaðurinn sem ég hlustaði á. Þessi uppgötvun hjálpaði mér smám saman að fikra mig áfram í tónlist og finna fleiri hljómsveitir og tónlistarmenn sem ég hlustaði á af kappi. Ég uppgötvaði Youtube, eignaðist


en ég hafði ekki einu sinni pælt í því að tónlist, og þá sérstaklega rokktónlist, gæti verið einhvers konar vettvangur fyrir konur. Ég hafði bara hreinlega aldrei séð konu á slíkum vettvangi.

Marina Abramovic hafði ég þekkt frá fæðingu, ólíkt Patti. Ég bara hafði hreinlega ekki gert mér grein fyrir hennar tilveru og mikilvægi hennar. Marina er gjörningalistakona og oft kölluð “amma gjörningalistarinnar”. Mamma mín

hafði oft minnst á hana í samræðum og öðru en ég hafði aldrei tileinkað mér hennar vinnu eða nokkuð annað. Það var ekki fyrr en á Riff 2011 þegar hún dróg mig með sér á heimildarmynd um listakonuna sem ég áttaði mig á snildinni. Eftir mikla heimavinnu, prufukeyrslur á mínum eigin gjörningum og öðru hafði ég fundið einhverjar stoðir í því sem mig langaði að gera: mig langaði að vinna að tónlist, myndlist og performans. Mig langaði að sameina kraftanna sem ég upplifði í gegnum þessar tvær konur. Ég varð háð þeirri hugmynd að allt sem væri rautt væri styrkjandi, sem var hugmyndafræði Marinu. Ég man eftir að fara í pílagrímsferðir til staða á Íslandi þar sem Patti hafði upplifað yfirnáttúrulega fegurð. Ég man eftir því að hafa lært að kalla mig femínista í kjölfar þess að trúa á konur og trúa að þær geti gert allt! Það er svo mikilvægt að eiga fyrirmyndir. ég lærði það með því að eignast slíkar og ég lærði það seinna með því að vera fyrirmynd. Minn óður til þessara kvenna er fyrst og fremst skrifaður til þess að vekja athygli á því. Vekja athygli á þeirri leiðu staðreynd að án kvenfyrirmynda verða ekki til kvenfyrirmyndir. Ég vil vera fyrirmynd og ætla mér að halda áfram að vera það svo að einhvern daginn geti kannski einhver hugsað “Ég má þetta því að hún má þetta! Ég get þetta því að hún getur þetta”.


óheppin hann var. Hann settist niður á kaldan járn­ bekkinn í strætóskýlinu, nuddaði saman hönd­ unum og velti fyrir sér af hverju hann hafði ákveðið að gefast upp á þessu fjandans bílprófi. Þegar Reynir kom í vinnuna hálftíma of seint fór allt eins og hann hafði búist við. Þeir hefðu kannski verið ögn skilningsríkari ef hann hefði ekki líka komið of seint alla hina daganna sem hann hafði unnið þarna. Reynir hughreysti sjálfan sig með því að það hentaði honum hvort sem er ekkert að vinna þarna. Hvað vissi hann svo sem um íþróttaföt? Honum hafði aldrei tekist að ná neinum íþróttum al­ mennilega. Í strætó á leiðinni heim heltist þó ömurleikinn sem lífs hans var yfir hann. Af hverju var hann dæmdur til að vera þessi gangandi vonbrigði? AF HVERJU gat hann ekki drullast til að halda vinnu einu sinni.. eða halda áfram þennan helvítis menntaveg. Afhverju var það hann sem gat ekki neitt á meðan allir aðrir virtust fljóta í gegnum lífið áreynslulaust. Sama hvað hann reynir að ná þessu bílprófi gengur ekkert og eftir þrjú ár af að reyna, gafst hann upp. Sama hvað hann reynir að halda sambandi við gömlu vinina eða jafnvel eignast nýja er alltaf sama sagan, hann endar bara einn. Alla tíð hafði þetta verið svona. Hann reynir og Reynir og Reynir og REYNIR og REYNIR og REYNIR!! Þá rann það upp fyrir honum og það var sem þungu fargi var af honum lyft, loksins vissi hann hvað hafði haldið honum aftur öll þessi ár. Reynir fór í háköstum heim til sín úr strætó. Þegar hann kom í kjallara íbúðina sem hann deildi með mömmu sinni, vissi hann ná­ kvæmlega hvað hann þurfti að gera. Hann fór rak­ leiðis inn í eldhús og greip stærsta og beittasta hnífinn sem hann fann. Síðan stefndi hann á svefnherbergið hjá mömmu sinni. Það var eftir allt saman hún sem hafði gefið honum þetta nafn. Hún sem hafði dæmt hann til að lifa bundinn í fjötrum þess að vera reynir. Hann opnaði dyrnar að herberginu þar sem mamma hans lá ennþá sofandi. Reynir hóf hnífinn á loft og í fyrsta skipti á vesælli ævi sinni tókst honum það sem hann reyndi.

Reynir Smásaga eftir

Þórhildi Hlín Oddgeirsdóttur Reynir hljóp upp Stigahlíðina, hann var að verða of seinn í strætó. Hann hljóp framhjá Suður­­ veri en áður en Reynir vissi af skall hnakk­ inn á honum á ísi­ lagða gang­ stéttina og hann lá kylli­ flatur við hliðina á Bakara­ meistar­ anum. Á meðan hann var að koma sér á fætur keyrði fjarkinn í burtu. Reynir leit örstutt til hægri þegar hann fór yfir gangbrautina í átt að Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hafði reynt að vera í mennta­ skóla en gefist upp á annarri önninni sinni. Hann vissi að hann yrði seinn í vinnuna úr þessu. Núna yrði hann rekinn, aftur. Reynir átti í erfiðleikum með að halda vinnu, þá aðallega vegna þess hversu

22



24



Fyrir nokkrum árum, sennilega fimm eða sex, eyddi ég sumri í Dan­ mörku hjá ömmu minni og afa. Afi minn er mjög jarð­ tengdur og oft yfir­ náttúrulegur í tali og hegðun. Maður hefur það alltaf á tilfinningunni að hann viti eitthvað meira en allir aðrir. Á hverjum morgni vaknaði ég við einhvers konar flautu-tónlist frá Indlandi og kom að afa sötrandi svart te í stólnum sínum að hugleiða. Morgunhugleiðingin. Ég varð fljótt hluti af þessum morgun­ æfingum, ekki jafn reglu­ lega og af jafn heilum hug og afi en tók þó þátt. Eftir um það bil tveggja vikna þátttöku gaf afi mér bók. Eins undarlega og það gæti hljómað þá man ég ómögulega hvað hún heitir

né eftir hvern hún er en hún hefur kennt mér einstaklega mikið. Hún fjallaði um “Out of body” upplifanir og var skrifuð eins og sjálfshjálparbók auk frá­ sagna sögumanns um eigin upp­ lifanir á “The astral plane”. Ég las fyrsta kaflann sama dag og afi gaf mér hana. Hann fjallaði um fyrstu upplifun sögumanns út úr eigin líkama auk grunn skrefa þess að komast úr líkama sínum. Það er kannski gáfulegt að tala um hvað það þýðir að fara út úr líkamanum sínum áður en ég held frásögninni áfram. Þegar það er talað um að fara út úr líkamanum sínum er átt við að sálin fari út úr hulstrinu sínu. Sumir ganga svo langt 26

að segja að þetta komi fyrir alla á hverri einustu nóttu en sumir geti stjórnað meðvitund sinni og minni utan líkamans en aðrir ekki. Ég er ekki alfara sammála þessari seinni kenningu. Það getur vel verið að maður fari út úr líkama sínum á hverri nóttu en ég held hins vegar að allir geti, með þrotlausri æfingu, lært að stjórna meðvitund og minni sínu utan líkamans. Eftir lestur á þessum kafla prufaði ég um hæl að fara út úr líkamanum mínum. Ég lagðist niður, kom mér þannig fyrir að ekkert við líkams­ stöðuna mína truflaði mig og hóf svo að fara eftir þremur skrefum þess að komast út sem hafði verið fjallað um í bókinni.


Liggðu grafkyrr í um það bil 20 mínútur. Ekki hugsa um neitt nema líkamann þinn. Segðu við sjálfan þig “Ég ætla að komast út” endurtekið. Hugaðu um spennuna sem fylgir því að ná þessu mark­ miði. Reyndu að loka spennuna af og leyfa henni að flæða um líkamann þinn. Þú munt að öllum líkindum hætta að finna fyrir líkamanum þínum. Á endanum mun líkaminn þinn fara í mjög furðulegt ástand. Þér gæti liðið eins og þú sért rosalega léttur, þungur, hringsnúandi, titrandi, jafnvel svífandi um í kollhnísum. Þetta eru allt upplifanir sem ég hef fundið á þessum fimm eða sex árum. Þegar þú hefur náð að halda þér í þessu líkamlega skrítna ástandi þá hefur fyrsta skrefinu verið náð. Þetta tekur allt að 40 mínútur en styttist venjulega eftir því hversu oft þú ferð út úr líkamanum. Það er mjög mikilvægt að hafa augun lokuð á þessum tímapunkti.

Að mínu mati er þetta erfiðasta skrefið af þessum þremur og það skref sem ég var lengst að ná. Það hefur með ákveðna sjálsmeðvitund að gera. Þegar líkaminn þinn er beinlínis á flugi um herbergið, titrandi og hvað annað er næsta skref að hætta fullkomlega að hugsa um hann. Reyna að gleyma því að hann sé til. Þetta er mjög erfitt. Spennan sem ég talaði um að geti hjálpað þér við að ná fyrsta skrefinu getur gjörsamlega eyðilagt allt í skrefi númer tvö. Reyndu að anda rólega. Hugsaðu um texta, jafnvel sögu sem þú þekkir vel. Segðu hana við sjálfan ig. Reyndu að slaka á augnlokunum. Segðu söguna áfram og sjáðu fyrir þér orðin. Þegar þú gerir þér grein fyrir því að líkaminn þinn er ekki lengur að trufla þig og sagan er hætt að birtast þér í orðum og farin að birtast þér í myndum þá ert þú tilbúin fyrir næsta skref. Á þessum tímapunkti hefurðu minni tíma til þess að ráðast í næsta verkefni, auk þess sem þú ert nánast sofnaður og undirmeðvitundin búin að taka yfir. Stærsta hindrunin í skrefi tvö er sem sagt að gleyma líkamanum sínum og að sofna ekki áður en þarft er að takast á við skref 3.

27

Núna þarft þú að reyna að stjórna undirmeðvitundinni þinni af bestu getu. Notaðu viljann til þess að breyta mynd­ unum sem farnar eru að birtast þér. Það eru ýmsar leiðir til þess að koma sér út í þriðja skrefið. Þú getur séð þig fyrir þér að toga þig upp úr líkamanum þínum með kaðli, rúlla þér út, hoppa út, jafnvel sigla út. Hvað sem hentar þér eða virðist nátt­ úrulegast fyrir þér á þessum tímapunkti. Mér finnst á­ hrifa­ ríkast að rúlla mér en þá kemur það oft upp að ég rúlla mér út á gólf. Það er að segja sálin mín rúllar úr rúminu. Þetta getur verið sárs­ aukafult og þar af leiðandi slæm byrjun á ferðinni út úr líkamanum. Ég mæli þess vegna ekki með því að rúlla sér fyrr en eftir lengri reynslutíma.


Eins og ég sagði áðan þá er ég búin að stunda “out-of body” upplifanir/tilraunir til sex ára. Á þessum árum hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfsmeðvitund og víkkað

sýn mína á heiminn til muna. Ég mæli þess vegna með því að fólk prufi að fara út úr líkamanum sínum en þó ekki án þess að undirbúa sig andlega, lesa sér til og annað áður en

Þegar ég komst í fyrsta skipti út sá ég ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég sveif hreinlega um í myrkri. Ég rétt náði sjónum á annarri hendi áður en ég vaknaði svo aftur. Þetta er mjög algengt. Þú verður í raun að hugsa um heiminn sem þú ferð inn í eins og glænýjan. Þú ert í einhverjum skilningi að fæðast í nýjan heim og þarft þess vegna að læra allt í honum upp á nýtt. Þar á meðal að sjá. Gott ráð til þess að ná sjón er hreinlega að öskra (í hljóði eða upphátt) “sjón, sjón, sjón” endurtekið. Að lokum ætti þokan að þynnast og sjónin að skána með tímanum. Með þessum köllum ertu að flytja upplýsingar frá meðvitundinni þinni yfir í undirmeðvitundina og þar af leiðandi að kenna undirmeðvitundinni ,sem er ríkjandi í þessum heimi, aðferðir sem meðvitundin kann.

Sennilega muntu gera lítið annað en að svífa fyrstu tíu skiptin sem þú kemst út úr líkamanum þínum. Maður hefur einstaklega litla stjórn á eigin hreyfigetu i þessum heimi til að byrja með ekki ósvipað og með sjónina. Til þess að stuðla að skarpari hreyfigetu er vissulega hægt að nota sömu aðferð og með sjónina en hún þarf samt að einskorðast við líkamsparta. Þú getur til dæmis hrópað “Handleggur, handleggur” og hugsað um hægri handlegginn á þér. Mér finnst persónulega ekkert verra að einbeita mér að ákveðnum líkamshluta: horfa lengi á fótinn á mér og ákveða að ég ætli að hreyfa hann (svolítið eins og Kill Bill senan).

28

það hefst handa. Ég ætla þess að vegna að gefa nokkur góð ráð til þeirra sem halda að þeir geti nýtt sér þessa grein til þess að prufa sig áfram:

Eitt það skemmtilegasta við að fara út úr líkamanum sínum er flugið. Að fljúga í þessum heimi er svolítið eins og að gráta í okkar heimi við fæðingu. Það kemur mjög náttúrulega. Að læra að stjórna fluginu er svo önnur saga. Það tekur langar og þrot­ lausar æfingar sem krefjast ein­ beitni og vilja­ styrks. En flug opnar þó aðra umræðu í sam­ bandi við “out of body” upp­ lifanir. Það er mjög þunn lína á milli með­ vitundar þinnar í þessum heimi og okkar eigin. Þar sem þú veist eflaust að þú getur ekki flogið í okkar heimi þá þarft þú að vera mjög viss um að þú sért út úr líkamanum þínum en ekki vakandi þegar þú prufar að hoppa fram af svöl­­ unum þínum, steypa þér af kletti eða hvað annað sem hægt er að gera út úr eigin líkama. Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur stuðst við til þess að vita hvort þú ert ekki örugg­ lega sofandi (ekki vera hissa ef þetta minnir þig á Inception).


Hvort sem þú ert í “lucid” draumi (meðvituðum draumi) eða út úr líkamanum þínum getur maður byrjað upp­ lifunina sína á nánast hvaða stað­ setningu sem er, sérstaklega þeir sem eru reyndir í “out of body” upplifunum. Ég nota oftast dæmi­ sögu af sjálfri mér til þess að út­ skýra þessa upplifun fyrir fólki. Þegar ég var búin að vera í hálft ár að stunda “out of body” fann ég mig einu sinni standandi í Krónunni úti á granda. Ég horfði á Doritos poka og velti

Prufaðu að lesa: Ef þú ert ekki ennþá sannfærð/ur um að þú sért sofandi er mjög sniðugt að prufa að lesa. Lestur er nánast ómögulegur í “the astral plane” og þess vegna gott að athuga hversu auðvelt þú átt með hann. Ef þú getur ómögulega einbeitt þér að texta eða myndað setningar ert þú að öllum líkindum sofandi eða óvænt orðinn lesblindur.

lengi fyrir mér hvort ég ætti að fá mér rauðan eða bláan Doritos poka. Þegar eg tók ákvörðun um að fá mér bláan poka tók ég hann upp og gek í átt að afgreiðslumanninum. Í röðinni áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað ég var að gera í Krónunni, hvernig ég hafði komist þangað eða hvers vegna ég væri að kaupa Doritos poka. Þetta er vegna þess að ég var ekki vakandi en með fullkomna meðvitund. Oftast þegar maður gerir sér grein fyrir þessu ástandi

Þetta ráð er ekki jafn áreið­ an­ legt og hin tvö. Þegar maður horfir í spegil er mjög mis­ munandi hvað maður sér. Sumir sjá ekki eigin spegilmynd. Aðrir mjög bjagaða mynd af sjálfum sér, sumir sjá annað herbergi eða annan heim í spegli­ num. Ef eitthvað af þessu kemur fyrir sjónir þegar þú lítur í spegil ert þú að öllum líkindum sofandi.

29

verður til spenna eða hræðsla í líkamanum sem getur raskað umhverfi manns gífurlega. Allar sterkar til­ finningar í milkum mæli í þessum heimi hafa þau áhrif að maður er líklegri til þess að vakna. Þess vegna er mikilægt að reyna að hafa hemil á tilfinningunum sínum eftir að maður gerir sér grein fyrir því að maður sé sofandi. Til dæmis er hægt að einbeita sér að einhverju einu: horfa lengi á einn punkt eða fara með stutta möntru endurtekið.

Endlaust af möguleikum opnast manni eftir nægilga æfingu í sálar­ heiminum (the astral plane). Hægt er að fljúga í gegnum veggi, mæla sér mót við aðra, fara til annarra landa, nota hugar­ aflið til þess að láta hluti birtast þér, sofa hjá hverjum sem þú vilt, borða enda­ laust án þess að fitna og svona væri hægt að telja lengi. Þetta er sannar­­legur ævin­týra­­ heimur ef rétt er farið að og þolin­­ mæðin er fyrir hendi. Vonandi getur þú notað þessar upp­ lýsingar til þess að prufa þig áfram í þínu ævintýri!




INDLAND

Uppúr dagbók 17. janúar - dagur 3 / 20. janúar - dagur 6 / 31. janúar – dagur 17 / 3. febrúar - dagur 19 Ef það er hægt að verða ástfangin af landi þá held ég að ég sé það. Langar ekki heim, ekki séns. Við Særún loksins komnar til Jolarpet á fyrsta áfangastaðinn fyrir verkefnin. Lestin var snilld, vá. Ég horfði út um gluggann allan tímann, mikil fátækrahverfi, skógarfólk og ríkra manna hverfi til skiptis. Sólin var eldrauð í dag. Villtir apar og kýr á lestarstoppustöðvunum. Mig langar aldrei heim. Að pissa í lestinni var líka mega lífsreynsla útaf fyrir sig, fótspor úr stáli til að stíga á og svo hola beint í gegnum lestina sem maður pissaði í og lestin á milljón. Balance - hugtak lífsins. Ramu sótti okkur á lestarstöðina með vini sínum sem ég náði ekki nafninu á en hann lítur út alveg eins og Morgan Freeman. Lífið hérna er eins og indversk bíómynd án texta. Allir tala tamil við okkur og eitt og eitt orð á ensku og við skiljum ekkert. Settar upp í rútur og svo er einhver hópur að bíða eftir okkur og við vitum ekkert hvað þessi hópur gerir og svo eru allir heavy spenntir að

sjá hvítt fólk. Svo eigum við að halda ræðu eða syngja eða dansa en skiljum samt ekki af hverju við eru þarna eða hvar við erum. Gaman og fyndið. Indverjar minna mig á litla jólaálfa. Mig dreymir svo mikið rugl. Dreymir bland af öllu sem gerist hér og á Íslandi. Í nótt dreymdi mig að ég væri í sarí, föst í skafli fyrir utan hjá Tönju á leiðinni á þjóðhátíð og mér var svo kalt á tásunum því ég var í flip-flops. Mér finnst svo gaman hvað Indverjar eru alltaf á táslunum, kósý og næs. Ég elska að borða með höndunum og mig langar í öklaband. Nóg í bili. Djöfull eru Indverjar góðir í því að troða fullt af fólki í lítil pláss. 46 manns í 15 sæta rútu. 15 í 8 manna bíl og 13 manns í einum auto ásamt tveimur 25 kg grjónapokum. Hér vex cannabis villt og í dag var ég böðuð af tveimur stelpum á mínum aldri, sápuð upp og niður. Jesús Kristur hvað það var steikt. Mama Mary kroppaði sjö lýs úr hárinu á mér áðan. Næs. Just in time for ma burthday tumorro. Tíminn líður alltof hratt. Vá, hvað ég sakna strákanna minna á Leela home barnaheimilinu. xxx M





KENYA / TANZANIA

Uppúr dagbók 7. febrúar - dagur 24 / 16. febrúar - dagur 33 / 9. mars - dagur 54 / 11. mars - dagur 56 Var böstuð með hníf í tollinum í gær á Ind­ landi, gleymdi að ég væri með vasahníf á mér og tollgæinn var í kasti og þeir tóku hann. Jæja. Er svo bitin að ég held ég muni deyja úr lórótín óverdós. Drekka meira tónik. Fyrsta sem við sáum í Nairobi voru tveir gaurar sem rændu tösku af öðrum gaur í umferð. Fólkið hérna er svo fallegt ég á ekki orð yfir það. Heimilisfræði Afríka part I – ef þú sýður banana breytist hann í kartöflu. Vá, hvað það er sorglegt að sjá alla götustrákana sem sniffa lím allan daginn, alla daga og vita ekkert í sinn haus lengur. Ferðast til Tanzaníu. Sebrahestahjarðir, buffaloar og stórir fuglar. Löbbuðum yfir landa­ mærin. Frumbyggjar alls staðar. Gjaldmiðillinn hér er alger steik, tók út 260000 sírlinga sem er 20000 ikr. Mount Ebenezer er skólinn sem við verðum í Tanza­ níu. Tókum ferju yfir Viktoríu­ vatnið frá Mwanza til Sengerema, hér er ótrú­ lega fall­ egt. Fékk um það bil sólsting áðan þegar ég stóð á miðjum maísakri að rífa blöðin utan af í afrísku pilsi, ein önnur spóluminning. Yndislegt. Vakna alltaf hálf útúr flugnanetinu og dreymir skrýtnustu drauma ever, malaríulyfin farin að segja til sín.

Heimilisfræði Afríka part II – hér borðar fólk síli. Fékk sílakássu áðan í hádegismat (beint eftir að hafa verið á maísakri að vinna þar sem ég fékk sólsting) hélt ég myndi æla. Minnti mig á mig og Mörtu fyrir svona tólf árum að veiða síli í skítalæknum og Marta stappaði þau með priki. Oj. Ég sagðist vera veik og smakkaði ekki sílin. Ég hef núna ekkert haft rafmagn í öllum verkefnunum, en himininn í gærkvöldi er eitt­ hvað sem ég hef aldrei séð áður. Ein fall­ egasta sjón sem ég hef á ævinni séð. Stjörnur fylltu allan himininn. Lá í grasinu í korter og sá 13 stjörnuhröp. Syntum aftur í Viktoríuvatni í dag og föttuðum að Jacob var ekkert að grínast með krókódílana, en við sluppum. Nettasti sunnudagur lífs míns. Vöknuðum 6 til að ná sólarupprás í Masaimara, horfðum á ljónin labba yfir slétturnar og stóðum inní miðri fílahjörð. Gíraffarnir ferðast líka saman og sebrahestarnir. Að sjá dýrin í sínu náttúrulega umhverfi er fullkomið. Ég ætla aldrei aftur í dýragarð. Aldrei. Trúi ekki að ég sé á heimleið. Núna sit ég í flugvél frá Saudi-Arabíu til London. Ævintýrið er á enda. Þessari ferð mun ég aldrei gleyma og sakna strax allra þeirra sem ég kynntist. Mamma sagði einu sinni við mig að maður sakni bara góðs fólks. Ég held það sé rétt. xxx M





40


Fiðluverkstæðið heitir ekki neitt nema fiðluverkstæðið. Því komumst við að þennan viðburðaríka dag. Það var rosalega fallega skipulögð óreiða inni á verkstæðinu. Það mætti halda að maður væri kominn í einhvern annan heim, inn á verkstæðið hjá pabba Gosa. Það var vanillulykt inni á verkstæðinu og allt lyktaði í raun af einhverju skipulagi og vellíðan. Verkstæðiskallinn var fágaður í hreyfingum og greinilega mikið fagurfræðiséní. Það geislaði af honum ástríða. Okkur vantar fleiri svoleiðis. Svona ástríðufólk sem opnar sér verkstæði fyrir fiðlur, eða fólk sem opnar regnhlífaverkstæði, eða undirskriftanámskeið. Við ákveðum að stofna úrklippu verkstæði með ástríðu verkstæðiskarlsins í huga.

41


Ég myndi lýsa þúfunni eins og góðkynja ofskynjunartrippi. Þú byrjar neðst, gerir lítinn greinamun á hæðum og lægðum og byrjar að sjá jörðina snúast undir þér, ekki ólíkt því að horfa lengi á færiband á flugvelli og hætta að greina hvort að þú sért á hreyfingu eða færibandið. Og þú labbar upp upp upp. Að lokum kemst maður á toppinn á Þúfunni þar sem lítill spítukofi bíður manns ásamt þurrum jafnt og hressum fiskum sem dást að nýju sjónarhorni af Reykjavík með þér. Salka fékk uppljómun á toppnum og baðaði höndum í allar áttir með nýkeyptan teketil í annarri hendi. Sólveg féll í trans og hefði rifið sig úr fötunum ef ekki væri fyrir vinumennina á planinu fyrir neðan Þúfuna. Við settumst í grasið og horfðum yfir fiskibala, höfnina, Hörpuna og vinnumenn. Rosalega fallegt. Við snérum svo rössum í Reykjavík og héldum aftur niður ofskynjunartrippið í góðum trans- og uppljómunargír.

42


Það er svo rosalega dýrt að fara á svona súludans­ nám­ skeið. Svo ég tali ekki um kampavínsstaðina þar sem engin kona fær að stinga svo mikið sem tá inn í án þess að fækka flíkum. Það var þess vegna algjört æði þegar við uppgötvuðum strippstað í göngum í vesturbænum. Þar er hin fínasta upplýsta súla, frítt inn og nóg æfingapláss. Maður gæti hreinlega æft sig þegar manni hentar. Ef einhver er með markaðsvit gæti hann náttúrulega líka einkavætt göngin og stofnað súlubúllu eða fitnessklúbb. Við mælum samt ekki með því þar sem að við erum áhugasamar um að sækja strippstaðinn frítt áfram. Við hvetjum hvaða konu og mann sem er að koma við á leið í vinnu, skóla eða Mjölni að taka eitt spin á súlunni og gera sér grein fyrir snilldinni. Ef einhverjar hugmyndir berast varðandi viðburði á staðnum má senda mail á salkavals@gmail.com og við getum rætt málin.

43


“Veit einhver hvernig maður stafar trulls, trolls.. eitthvað svoleiðis? Það er færeyskt plötufyrirtæki”. Það var mikið um að vera þegar við loksins fundum Hjálpræðishersbúðina sem er falin út á Granda: viðskiptavinirnir virtust eingöngu vera viðstaddir vegna ókeypis fríðinda á borð við vanillukex og kaffi ásamt því að vera félagsskapur fyrir eina starfsmanninn sem stóð nánast aldrei við afgreiðsluborðið. Kona kemur inn. “Komstu með pönsur? Búnað baka eitthvað fyrir mig vina?” spyr afgreiðslukallinn. “Nei, nennti ekki að baka í dag, ég kom bara með vanillukex”. Við grennsluðumst um, fundum nóg af óverðmerktum fötum, pönnum, borðum, plötum, spólum og öðru skemmtilegu. Af­ greiðslu­ kallinn var lítið að pæla í verð­ setningu: “Er þetta verðmerkt? nei ok, þá eru það bara 200 kall eða eitthvað”. Við fengum leyfi til að taka nokkrar myndir, fengum með okkur nokkra kaffi­ brúsakalla sem stóðu með vanillu­ kex í hönd við hlið afgreiðsluborðsins. “Vissuði að ég er ólympíu­ meistari?” segir einn þeirra þá í miðri myndatöku. “Trúiði mér ekki eða?” segir hann og dregur upp gull­­ pening frá ‘72. “Sko” segir hann hreyk­ inn. Afgreiðslukallinn bætir við að hann sé einnig stór­ stjarna: hafi verið í Guiness World Records sem ljótasti maður í heimi. Það er bara svona. Við göngum út eftir mikil fagnaðar­ læti og hlátur­ sköst. Þá kallar einn kaffi­ brúsakall eftir okkur “Fyrir hvaða blað er þetta?”. Áður en við náum að svara segir ólympíumeistarinn “Bleikt og blátt? Nei úff, ég má ekki segja svona”. Við förum bara að hlæja og höldum áfram í leit að földum fjarsjóðum í Reykjavík.

44


Á Brekkustígnum er almenningsgarður sem enginn veit af. Hann er vissulega á milli íbúðahúsa og því kannski ekki ídealiskur fyrir partístand en engu að síður mjög nothæfur fyrir hverslags sumar og vetrar viðburði. Þarna er til dæmis tjörn sem getur komið að notum fyrir hitt og þetta. Það væri til dæmis hægt að rækta gullfiska þar ef vilji er fyrir hendi. Einnig er hægt að breyta honum tímabundið í heita laug fyri áhugasama. Hægt er að halda ágætis lautarferðir þar sem það er bekkur í garðinum og nóg af gráu íslensku grasi. Við minnumst þess þegar Jóhanna Rakel kom heim frá Rússlandi. Þá héldum við óvænt heimkomu teboð í garðinum að nóttu til. Við komum með kerti og köku svo að Jóhanna var alveg í skýjunum. Þetta var þvílíkt óvænt boð þar sem að Jóhanna fékk bæði óvænt að frétta af leynigarði og frétti af heimkomuveislu samtímis. Garðurinn er líka gott æfingasvæði fyrir danshöfunda og fimleikakúnstnara. Nóg er af opnu svæði og þar af leiðandi nóg af dansplássi. Svo er bara hægt að fara í sturtu í lauginni eftir æfingu. Fullkomið í sumarsælunni! Garðurinn er snilld fyrir alla stónera sem þurfa góðan stað til að reykja á því að þarna kemur enginn að trufla þig. Þetta er sannkallaður leynigarður sem er opin öllum!

Og nú er það ykkar að finna þessa eða aðra falda staði í Reykjavík. Gangi ykkur vel í fjarsjóðsleit og góða skemmtun. Við skemmtum okkar allavega konunglega!

45


46


47



1. Sæti: Heiðrún Fivelstad með „Call me maybe“

49


2. Sæti: Steinn Helgi með „Enginn veit hvað misst hefur fyrr en átt hefur“

50


3. Sæti: Álfgrímur Aðalsteinsson með „Todos usamos Máscaras“

51



Þyrnirós-i eftir Sólveigu Láru

Í litlu kóngsríki ríkti eitt sinn drottning að nafni Fúría ásamt drottningu sinni Evgeníu. Þær áttu næstum allt sem hægt var að óska sér en samt voru þær óhamingjusamar. Því að þær höfðu ekki eignast nein börn. En dag nokkurn rættist sú ósk þeirra. Drottningin ól son og gleðifréttin barst fljótt um allt kóngsríkið. Litli sonurinn átti að fá nafnið Rósant. Strax var ákveðið að halda mikla hátíð í höllinni. Evgenía drottning og Húbert kóngur vonuðust til þess að einhvern tíma myndu Filipus og Rósant giftast og þannig sameina konungsríkin. Allir komu með gjafir handa nýfædda prins­ inum og þar á meðal þrír góðir töframenn. Ég gef þér fegurð, þú munt vera fegursti prins­ inn í öllum heimi, sagði Iðni. Ég gef þér dýrlega rödd, sagði Gunnsi. Ég gef þér... byrjaði Eddi en svo snarþagnaði hann, því skyndi­ lega heyrðist ógnarhátt hljóð eins og þruma. Það var gömul og ljót kona sem allt í einu var komin að vöggunni. Á öxl hennar sat svört mús og öllum gestunum brá við þessa sjón. Þú gleymdir að bjóða mér Fúría drottning. Þú skalt fá að borga fyrir það því ég ætla að færa syni þínum mjög sérstaka gjöf. Hún sveiflaði töfrasprota sínum yfir vöggunni og sagði: Rósant minn kær, ég heiti því að áður en þú verður sextán ára skaltu stinga þig á snælduteini og við það deyrðu. Allir supu hveljur af skelfingu, drottningarnar brustu í grát - og gamla ljóta konan hvarf með hlátri

sem hljómaði eins og þrumuveður. Bíðið við sagði Eddi. Ég get ekki aflétt hinum illu álögum en ég get mildað þau. Elsku barn, sagði hann. Ef þú verður svo óheppinn að stinga þig á snældu muntu ekki deyja. Þess í stað fellurðu í djúpan svefn sem varir þar til unnusti þinn kyssir þig. Drottningin gaf þegar í stað skipun um að brenna öll vöfflujárn í landinu. Ef engir eru rokkarnir og snældurnar í landinu, kemur ekkert fyrir son okkar, sagði hún við konu sína. En töframennirnir góðu efuðust um þetta. Þær vissu að gamla ljóta konan myndi ekki gefast upp. Hvað er til ráða? spurði Eddi. Ég veit svaraði Iðni. Við gefum prinsinum nánar gætur alveg þar til hann verður sextán ára. Við flytjum með hann í lítið hús úti í skógi og sjáum til þess að hann alist upp eins og venjulegur strákur. En þá þurfum við að breyta okkur í venjulegt fólk, sagði Gunnsi. Já, svaraði Iðni, vængirnir og töfrarnir verða að víkja. Drottningarnar tvær tóku undir þetta með töframönnunum. Það væri betra ef prinsinn kæmist burt frá höllinni. Og seinna um kvöldið héldu þrír litlir töframenn út í skóg, einn þeirra hélt á litlum böggli. Þetta er nú enginn staður fyrir prins, sagði Eddi. Suss, sagði Iðni, þú mátt ekki nefna orðið prins. Mundu að við erum að fela hann Rósant og ef einhver spyr hver hann sé segjum við að hann sé frændi okkar. Svo liðu árin í kyrrð og ró og Rósant

53


var hamingjusamur. Hann lék sér við dýrin í skóginum og tíndi ber og ávexti. Hann vissi ekki að hann væri prins og þekkti ekki heldur söguna um nornina vondu... En gamla og ljóta konan hafði ekki gleymt Rósant. Brátt leið að því að sextán ár væru liðin frá skírnarveislunni. Þá sneri gamla ljóta konan sér til músarinnar. Þú fagra, svarta mús. Þú ert jafnill og ég. Nú vil ég að þú finnir Rósant prins. Notaðu hyggjuvitið og þína skörpu sjón. Fljúgðu af stað og finndu prinsinn fyrir mig. Heima í kofanum langaði töframennina að koma Rósant á óvart á sextán ára afmælisdaginn. Þeir sendu hann út í skóg til að tína ber - á meðan ætluðu þeir að sauma fallegan kjól og baka gómsæta afmælisköku. Um leið og Rósant var farin tók Eddi til við saumaskapinn og Gunnsi byrjaði að baka... en það gekk heldur illa. Nú vantaði þá töfrasprotana sína. Á meðan söng Rósant fallegt lag fyrir vini sína í skóginum, bláu spörfuglana, rauðbrystinginn, íkornana og liltu kanínuna. Í fjarska var ungur riddari á ferð og heyrði sönginn. Mikið er þetta fallegt lag, hugsaði hann og falleg rödd. Röddin getur ekki verið langt undan. Þegar hann færðist nær sté hann af baki hestinum og gekk hljóðlega í átt til Rósants. Þú hefur einstaklega fallega rödd, sagði hann. Hver ert þú? Spurði Rósant hissa. Ég er vinur þinn, ef þú vilt leyfa mér það, svaraði riddarinn. Hann bauð honum að dansa við sig. Ég verð að fara núna, sagði Rósant allt í einu, drífa mig heim að finna frændur mína. En

þú mátt til að segja mér hvar þú átt heima, svar­ aði prinsinn. Ég bý í litlu húsi hérna rétt hjá. Komdu í heimsókn til okkar á morgun, sagði Rósant, um leið og hann veifaði að skilnaði. Mús nornarinnar flaug framhjá kofanum þar sem töframennirnir voru í óða önn að undirbúa glaðninginn fyrir Rósant, og tók þá eftir göldrunum og Rósanti. Þegar Rósant sneri aftur var kakan tilbúin og kjóllinn líka. Til hamingju! hrópuðu töfra­ mennirnir. Hvað er á seyði? spurði Rósant. Það er dálítið sem þú þarft að vita svöruðu þeir. Á morgun verður þú sextán ára og þá áttu að hitta mæður þínar, drottningarnar tvær. Já, sagði Eddi ákvafur, og þú ert prins, Rósant minn. Mig langar að vera hér kyrr, svaraði Rósant. Ég hitti ungan og myndarlegan karlmann - og hann er væntanlegur hingað á morgun. Það gengur ekki sagði Gunnsi. Snemma í fyrramálið höldum við til hallarinnar. Því við vorum búnir að lofa mæðrum þínum. Og við þetta stóðu þeir. Í höllinni var þegar hafin veisla. Allir biðu þess að Rósant prins sneri aftur. Töframennirnir þrír fóru með prinsinn í herbergi í höllinni þar sem þeir gátu hvílst eftir ferðalagið. Síðan fóru þær og sóttu drottningarnar. Þegar þeir voru farnir birtist skyndilega svífandi eldský. Hvað er nú þetta, sagði Rósant. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Hann elti skýið upp stiga sem lá upp á háa­ loftið. Þar uppi fann hann hávaxna konu í svörtum klæðum. Gakktu inn prins, sagði konan, sem var mjög dularfull. Ég er með gjöf handa þér. Líttu á þennan indæla spunarokk. Hefurðu

54


nokkurn tíma séð nokkuð þessu líkt? Um leið og Rósant snerti snælduteininn á rokknum féll hún á gólfið. Þegar töframennrirnir komu aftur og sáu Rósant hvergi vissu þeir að eitthvað væri að. Rósant, hrópaði Iðni. Rósant, æpti Eddi. Prins! kölluðu þeir allir saman. En það var um seinan. Þeir sáu nú hvar ljóta, gamla konan hvarf í ljótu, svörtu rykskýji. Töframennirnir lögðu prinsinn í rúm. Hvað eigum við nú að gera spurði Gunnsi áhyggjufullur. Hlustið á mig, sagði Eddi. Hann sefur þar til hann verður kysstur af þeim sem hann elskar, sem er ungi karlmaðurinn sem hann hitti í skóginum. En þá megum við engann tíma missa, sagði Gunnsi. Rósant sagði okkur að hann kæmi í heimsókn til okkar í dag. Já, bætti Iðni við, en það má enginn vita hvað við ætlumst fyrir. Við verðum að svæfa allt kóngsríkið. Töframennirnir sveifluðu nú töfrasprotunum sínum og allt fólkið féll í fastasvefn. Drottningin og drottningin og allir gestir þeirra, herstarnir, hermennirnir, hundarnir og dúfurnar. Allir sofnuðu. En það var of seint. Prinsinn var kominn í skógarkofann. Hann hafði hlakkað til að hitta fallega drenginn með sérstæðu röddina. hann var viss um að hann yrði maðurinn sinn, en ekki Rósant prins sem hafði ekki sést í sextán ár. Ljóta, gamla konan hafði frétt allt frá músinni sinni, svo þegar prinsinn kom að kofanum sátu hermenn hennar fyrir honum og yfirbuguðu hann á augabragði. Hermennirnir fóru með hann til nornarinnar sem skipaði að hann yrði bundinn í hlekki og fleygt í djúpa dýflissu.

Til allrar hamingju fundu töframennirnir þrír prinsinn í dýflissunni. Kæri Filipus prins, sagði Eddi. Drengurinn sem þú hittir í skóginum er Rósant prins. Gamla, ljóta konan hneppti hann í álög en þú einn getur aflétt þeim, með kossi. Taktu þetta töfrasverð og skjöld, með þau að vopni nýturðu verndar. Þegar gamla, ljóta konan komst að því að prinsinn var flúinn lét hún vaxa gríðarstórt þyrnigerði utan um höllina. Prinsinn lét það þó ekki stöðva sig. Þá breytti gamla, ljóta konan sér í dreka sem réðst á prinsinn með ægilegri eldspýju. En töfraskjöldurinn bjargaði prinsinum frá logunum. Filipus skundaði inn í hallargarðinn þar sem allir voru steinsofandi. Hann hentist upp stigann í turninum og fann að lokum herbergið þar sem Rósant lá sofandi. En hvað hann er fagur, hugsaði hann. Þetta var rétt hjá dísunum, hann er drengurinn í skóginum. Hann beygði sig niður, kyssti hann um leið og hann opnaði augun. Fuglarnir fóru að syngja. Rósant og prinsinn gengu síðan hönd í hönd að hitta foreldra sína og sögðust vilja eiga hvorn annan að. Húbert kóngur var að vonum ákaflega glaður. Fjúhh, andvarpaði Iðni. Okkur tókst það! Jahá, tók Eddi undir, eru þeir ekki fallegt par? Jú, sagði Eddi, nú óskum við þess eins að þeir verði hamingjusamir alla sína daga. Og það gerðu þeir, eignuðust mörg börn og lifðu hamingjusamir til æviloka. Og þetta lesum við fyrir börnin okkar.

55


56


Í sama vetfangi og hún lauk upp hurðinni í ofsakasti. Hratt hann frá sér því sem hann vissi að var rangt, því sem var búið að vara hann svo ótal sinnum við að væri bannað. Hún hinsvegar hélt rígföstu taki um lyklana. Þetta var gamall ávani að kremja hluti í lófanum þegar óttinn var annars vegar. Þó hún hafi vitað þetta í undirmeðvitundinni vildi hún samt aldrei horfast í augu við þennan vanda. En nú var komið nóg hrukkurnar í andlitinu voru orðnar lémagna á því að þykjast vera hissa þegar einhver talaði um þennan viðbjóð sem var í gangi á heimili hennar. Jú þetta hafði kastað ómagandi skugga á fjölskylduna, en ástin spyr ekki aðra álits og það gerði hún heldur aldrei. Svo kom þessi stund. Stundin þar sem öll ást var vikin og vonbrigði tekin við. Með sverðin í augunum sleppti hún snögglega lyklunum. Þar með sló hún smiðshöggiðá sam­­ bandið og allt sem varð eftir voru lykla­ förin í lófanum sem með tímanum myndu hverfa.

57


58


Einu sinni týndist fólk í þögninni. Það voru kannski til tvær bækur á heimili og báðar sundur lesnar og fólk sá ekki alla hræðilegu hlutina sem gerðust í heiminum og hafði ekki forsendur til þess að axla ábyrgð á þeim. En þrátt fyrir allt þetta skildi fólk þá, eins og nú sorgina. En þetta var fyrir löngu síðan. Þetta var þegar fólk óttaðist Biblíuna og hélt upp á Felsenborgarsögurnar í laumi. Þegar fötluð börn áttu ekki mikla lífsvon og þegar fólk varð enn úti á milli bæja. En núna. Núna þegar fólk verður bara inni á milli veggja og ef fatlað barn lifir af fósturskimun og hræðslu foreldra sinna nær það líkast til háum aldri. Núna þegar við höfum aðstöðu til þess að kynna okkur allt og fáfræði er ekki gild afsökun. Núna þegar Biblían er aðhlátursefni og Felsenborgarsögurnar bölvað torf. Núna herjar þögnin á okkur aftur. Ég og flestir þeir sem ég umgengst týnumst algerlega í þögninni. Þögninni sem felst í þessum stöðuga snarklikkaða nið sem við eigum heima í. Allar upplýsingar heimsins ekki nema fjórtán sekúndur og nokkrar hnitmiðaðar handahreyfingar í burtu. Auglýsingar. Fréttir. Vefmiðlar. Upplýsingar. UPPLÝSINGAR. Upplýsingar. Upp lýsingar. Við sitjum í flóðinu stjörf og heyrum ekki neitt. Fyrir hverja frétt af siðlausu þjóðarmorði stórfyrirtækja í okkar

þágu fáum við tíu af nýjasta ástarævintýri Natalí Portmann, tólf fáránlega hluti sem Vig­ dís Hauksdóttir sagði á æðstu stofnun ís­ lendinga og sex um saltkringluna sem festist í hálsinum á einhverjum karli sem er líka svo af­ skaplega merkilegur fyrir það eitt að hafa hátt sett embætti og vera lélegur í því. Og jafnvel þó við, fyrir einhvern undraverðan styrk, náum að sikta út eitthvað sem raunverulega skipt­ ir máli gerist eitthvað annað svo hratt að ég alla­ vega næ ekki að halda athygli á neinu al­ heimsvandamáli lengur en tvær vikur og nokkrar æsi­ ræður á pöbbum í senn. Og þannig týn­ umst við í kliðnum og verðum að þögn. Alger þögn. Ekkert stendur í vegi fyrir hverju barni íslands nema þess eigin metnaður á braut þess sem uppljómuð vera og séní í lífinu listinni og öllu hinu. Það eru til skrilljón myndbönd bara um jójó. Heimspeki og vísindaþekking fimm heimsálfna og mörgþúsund ára er öll aðgengileg úr svefnherberginu. En samt. Samt gera svo fáir svo lítið og þögnin grípur okkur. Þótt við höfum forsendur til þess að sjá lygar samfélagsins þá kjósum við að elta gildi og metnað sem við vitum að eru fölsk. Ég get ekki allar þessar upplýsingar. Ég get ekki hvað heimurinn er vondur. Hjálp. Ég get ekki hvað ég er -er -er. Hvað er að? Eru auglýsingarnar svona öflugar? Er ég svona veikur eða vondur? Hver djöfullinn er að koma fyrir mig og afhverju er lífið svona skítt?

59


Sá sem húkir í þögninni er aðgerðarlaus. Og trúiði mér ég er ekki að dissa ykkar síðdegisbjóra og millitíma jónur -ég skal vera síðastur til þess. Það er bara svo margt annað að gera líka. Kannist þið við þessa tilfinningu þegar þögnin er rofin og brautin að snilldinni og heiminum opnast. Þegar þið náið einbeitngu og fókus og þið sjáið loksins LOKSINS með óskýjuðum augum í þetta fullkomna augnablik þegar heimurinn bara VIRKAR. Þetta ÞAÐ. Þetta Jájájá! Það er rof þagnarinnar. Án þess þá lifum við í aðgerðarleysinu og samþykki dauðans og vonskunnar. Ég ætla ekki að fara að skilgreina vonsku hér. Það verður hver að eiga við sig. En ég vona að flestir séu sammála mér um þjóðflokkamorð og þrælahald séu allaveganna á frekar svona durtý svæði. Samt erum við öll þáttakendur í því, við sem stundum aðgerðarleysið. Á meðan Ríó -SatanTintó mengar vötn og drepur heilu þjóðflokkana sem lifa við þau og gera hýbíli tugþúsunda óbyggileg og lífvana verslum við vörurnar þeirra og borgum glaðir ákveðna prósentu af laununum okkar til þess að reisa virkjun svo við fáum að vera þess heiðurs aðnjótandi að anda að okkur eitrinu þeirra í ofanálag. Á meðan réttlætir hersveit lögfróðra manna aðgerðir sem þurrkuðu út heilt þorp þar til allir fá leið á málinu og það fyrnist og er lagt niður. Allt í nafnleysu stórfyrirtækisins. Og -og -og þetta er bara allt í lagi? Neinei auðvitað er vont að fólkið deyi og svöngu börnin í afríku ogalltþað en hvað get ég gert? Ég er bara smánarlegur Íslendingur í rithöfundaleik í menntaskólablaði og... Nei. Halltu nú kjafti Almar. Þú hefur alla þekkinguna, tækifærin og menntunina til breytinga á skjánum sem þú skrifar á. Ég er með ÖLL verkfærin í höndunum en samt ætla ég á pöbbinn á eftir að ræða eðli fegurðarinnar og birtingarmynd hennar bæði í bíómyndum og sætum stelpum langt fram eftir

nóttu. Ég ætla líka að fá mér djúsí burger og sofa svo út. Næs. Eina ástæðan fyrir því að ég á tölvu er þrælahald. Eina ástæðan fyrir því að ég get valið um þúsund mismunandi hluti til þess að borða yfir mig af á hverjum degi er sú að milljónirnar svelta. og samt miðað við nútíma tækni vinn ég fáránlega langa vinnuviku og á að heita “láglaunastarfsmaður”. En hvaðan koma allir þessir peningar? Hvað er ég að gera sem framleiðir alla þessa vöru? Afgreiðsla á kaffihúsi? Og mannanafnanefnd? og Þjóðskrá? Og -og -og.. Hvaða lífsgæðum stuðla þeir að?. Hvar verða peningarnir til? Verða þeir til á Höfðaborg í Borgartúni hjá LÍN? Og þessi ótrúlegi peningur sem fer í hernað um allan heim. Hernað sem þú og ég stiðjum á meðan lúsí­ fer býr ennþá hér á landi. “Alcoa, make our troops lighter faster stronger”. En sama hvað. Staðreyndin er eftir. Ég, þú og mamma þín líka. Við drepum öll lítil börn. Við kvörtum svo undan kreppum og kröggum. Staðreyndin er eftir. Munurinn á ríkum og fátækum er meiri í dag en nokkurn tíma í sögu heimsins. Staðreyndin er eftir. Fleiri svelta núna heldur en á nýlendutímunum. Staðreyndin er eftir. Harðstjórn vesturblokkarbjúrókrasíunnar er illkvittnari, sálarlausari og grimmari en nokkru sinni rómarveldi, breska heimsveldið eða márarnir. ALDREI hefur neyðin verið stærri eða heimurinn verri og núna eru ég og þú aðalsmennirnir með hárkollurnar og fínu drykkina og bjánalega skrautlega klæðnaðinn. En hér sit ég. Það er ekkert gaman að gera byltingu þegar það er enginn illur keisari. Engin vondikastali. Bara lyftur, skrifstofublokkir, reglugerðir, biðraðir, beiðnistillögubreytingar og tölva sem segir nei. Engin til að rísa gegn. Nema nafnlausa kerfið og veggirnir sem drepa okkur smá og smá á hverjum degi. Og ég. Hér sit ég aðgerðarlaus og bíð eftir dauðanum. 60


En tvennt eigum við vondu vesturlandabúarnir eftir. Tvennt er það sem leyfir okkur að rísa upp og rjúfa þögnina. Tveir óaðskiljanlegir titrandi hlutir sem óma í gegnum niðinn. Fegurðin og sorgin. Við sjáum ennþá fegurð sem snertir okkur og sorgin hún nístir okkur enn. Fegurðina sem knýr okkur til þess að vernda sjálfa sig, okkur, náttúruna og náungann. Sorgina sem fyllir okkur af samúð. Sorgina sem knýr byltinguna og sameinar mennina í tárum. En fegurðin einsog sorgin riðar til falls. Einmanaleikinn og samkenndin hverfa inn í stöðuga skemmtinettengingu og óyfirstíganlegan straum þróunar og afþreyingar. Það stendur ekkert á móti þróun. En kannski. Bara kannski er hægt að breyta henni. En útlitið er ekki gott. Enginn er einn þar sem allir eru símtól í burtu og enginn er sorgmæddur þar sem hláturinn og gleðin og frestun alls eru það eina sem er raunverulegt í heimi sem hálfur er rafrænn og restin skiptir ekki máli. Fegurðin hverfur í þrælahaldið og aðgerðarleysið og skórnir mínir eru ljótir í samanburði við tárið sem rann niður vanga barnsins sem saumaði þá. Alltof sjaldan man ég eftir handverksmanninum og fegurðinni í honum. Alltof sjaldan man ég það sem skiptir máli og sjaldnar og sjaldnar finn ég fegurðarþrána og sorgina yfir vonsku heimsins knýja mig til þess að hreinsa reykinn úr augunum á mér og rjúfa aðgerðarleysið og þögnina. Fegurðin titrar týnd í sjálfri sér og ekki nema síðasta högg böðulsins eftir til þess að aflífa hana. Sorgin sefur í dvala og birtist varla nema í sínu eigingjarnasta formi og hefur

nær algerlega verið skipt út fyrir stjórnlausa frekju þess sem fær ekki ALLT sem hann vill og það strax. Leyfum okkur að finna sorg. Leyfum okkur að titra af þjáningu þeirra sem eiga bágt. Leyfum okkur að gráta saman yfir því að það er okkur að kenna. Leyfum fegurðinni og sorginni að kenna okkur að sama hvar og hvenær, við erum öll eins og við skiljum öll hvort annað. Leyfum sorginni að kenna kúgaranum hvað þrællinn á skilið og þrælnum að skilja hvað kúgarinn á skilið. Leyfum þeim að fyrirgefa sér og hvorum öðrum svo þeir megi sjá með tærum augum. Þá verður kanski betra, ég veit það ekki. Allavega eitt­ hvað annað svo en þessi viðbjóður sem við erum að smíða. Kæfum þessa ógeðslegu þögn áður en hún drepur fegurðina alveg. En raddir­ nar sem hljóma eru fáar. Og mín eigin er varla með neitt heil­ steypt eða neina alvöru á bak­ við sig. Margar eru líka góðar raddir­ nar sem týnast í niðnum. En þegar síðasta röddin þagnar þá er þetta búið. Þegar allt er endanlega orðið inni­ halds­ laust. Þegar einmanaleikanum hefur verið útrýmt. Þegar hausinn á mér verður bein­ tengdur við streymi afþreyingar og geð­ jöfnunar. Þegar gleðin og sorgin verða eitt og gera fegurð­ ina óþarfa. Þegar tárin hverfa og í­ kornin nennir ekki að safna hnetum og úlfur­ inn er of latur til þess að veiða. Þá deyr fegurðin.

61


62


Algjörlega, eflaust, mögulega var þetta ekkert fyndið. Ég er heldur ekkert sérstaklega þekkt fyrir það að vera fyndin. Allavega ekki í samhenginu MH. En það er mjög fyndin tilfinning að snappa, tryllast, reiðast svona fyrir alvöru. Ég hef oft þóst vera reið: kastað eggjum í lögreglumenn í Búsáhaldabyltingunni án þess að þekkja málstaðinn betur en slagorðin. “vanhæf ríkissókn…” En ég varð mjög reið og þetta er held ég reiði sem sprettur upp hjá 1/10 í MH, sérstaklega á síðari árum manns í skólanum. Reiðin þegar þú fattar að þú varðst fyrir vonbrigðum með skólann og ert ennþá að bíða eftir því að hann verði eins og útópísku sögusagnirnar sem þú heyrðir frá frænku þinni. Þið vitið: hóporgíur í stórfélagsferðum, allir í leikfélaginu semí kærustupar, allir fullir alltaf á öllum viðburðum (þar með talið skólafundir), sukk sukk sukk, pönk pönk pönk, ofskynjunarsveppasúpur í hádeginu og gott kaffi á kóræfingunni sem þú mætir bara á til þess að halda trylltustu partýin. Kímni. Þegar ég hafði ennþá trú á því að skólinn væri fyndinn. Að fólk innan skólans væri fyndið. Og töff. Og með svip á andlitinu sem gerði það að verkum að þú héldir alltaf að það vissi eitthvað sem þú vissir ekki. Því lengri tíma sem ég fékk til þess að átta mig á því að þessi mynd sem ég hafði af skóla­ num væri langt frá því að vera sönn því meira dróg ég mig í hlé varðandi allt extróvert. Allt sem ég gerði extróvert innan veggja skólans fannst mér vera svik við ímynd­ ina sem ég sætti mig ekki við að væri ekki sönn. Þið skiljið. En svo getur bara ekki liðið nema X langur tími sem maður getur bælt niður athyglissýkina sína og sýndarmennskuna. Og þá skyndilega var ég búin að búa til kröfur um að ef ég skyldi gera eitthvað sem gæti vakið athygli innan skólans þá þyrfti það að vera samkvæmt þeim skóla sem ég vildi vera í. Fleira? Það var rosalega mikið fleira sem gerði mig reiða. Þegar það var allt í einu “illa séð” að vera fullur á busakynningunni. Búmm, kímnin dauð þar. Þegar öll fyndnu lögin voru ekki lengur nógu góð fyrir fína fína fyrir­ tækið okkar. “Hver mun taka okkur

alvarlega ef við erum með svona lög?” Alvarlega? Mikið værum við komin á hræðilegan stað ef einhver myndi taka nemendafélagið alvarlega. Þegar Pési var geldur. Þegar Gettu Betur liðið varð kúl.Þegar hlutverk nemendafélagsins hætti að vera skemmti­ legt. Hætti að snúast um að gera allt sem má ekki, allt sem er skemmtilegt, allt sukk­ ið og pönkið án þess að skólastjórnina grun­ aði neitt. Í staðinn varð hlutverk þess að sleikja skólastjórnina upp, gera allt eftir þeirra haus og aga nemendur. Þetta var að verða eins og geldar sumarbúðir fyrir húmorslaust fólk. Djöfull er ég reið. Djöfull er ég reið. Djöfull er ég reið. Allavega. Bless MH. Þegar ég kem aftur til þín verður það í þeim eina tilgangi að hlæja að þér og beygja mig undir samfélagsstaðla. Ég er ekki einu sinni lengur með vonbrigði í hjartanu gagnvart þér. Ég bara þoli þig ekki. Nú er forsetinn okkar með gleraugu og extróverð réttsýni skiptir meira máli heldur en skemmtun. Ferilskráin hennar Karenar Bjarkar skiptir meira máli heldur en húmor. Geðræn heilsa Sibbu kon skiptir meira máli en “bestu” fjögur ár lífs 1300 nemenda. Forræðishyggja þeirra sem mæta á skólafund þó að það sé verkfall skiptir meira máli en uppátækjasemi þeirra sem vita að skólafundir eru bara börn með fansí embætti að leika lýðræðisleik. Formlegheit og forræðishyggja ættu að vera mottó nemendafélagsins. Vá hvað ég er reið. En ég veit ekki. Kannski er ég bara bitur og leiðinleg og ætti bara að hætta að skipta mér a því sem kemur mér ekki við. Ég er hvort sem er hætt í þessum skóla. En ég veit samt að ég hefði aldrei geta fyrirgefið mér ef ég hefði ekki farið í þessa litlu herferð. Og ég var skíthrædd og mjög aumkunarverð í eigin sannfæringu en ég get samt allavega hætt í skólanum með hreinni samvisku. Tilfinningu. Upplifun. Þá upplifun að ég hafi gert eitthvað til þess að vera ekki þátttakandi í forræðishyggju nemendafélgsins. Og djöfull var það gott og djöfull er ég reið.

63


Eftir áralanga reynslu af því að deyja hægt og rólega og líða bara svona heilt yfir illa með lífið, hlutskipti mitt og samfélagið hef ég ákveðið að öllum líði illa og lífið sé skítt. Það er ekkert hægt að gera nema að fresta því að sjá það sem þú veist. Að þú gegnir engu hlut­­ verki og mest allt sem þú gerir gerirðu bara til að þóknast einhverju fíbli sem skilur hvort­ eðer ekki hvað þú ert frábær. Þú ert nefninlega moðer fokkíng magnifisent -magni­ fisentí er einmitt gamla gelíska orðið fyrir móður­ riðill sem var mjög eftir­ sóknarverð staða í evrópu til forna. Eða þú veist -ég er alveg specta­ kjúlar eintak. Ég hef bara ekki þörfina til þess að troða því í andlitið á öllum og sleppi því þessvegna að gera nokkuð sem gæti komið upp um snilld mína. Ég veit samt ekki alveg hvað það er sem aðgreinir mig frá hinum meðalgreinda brokkólístöngli. Hann er ef til vill einu númeri uppljómaðari en ég. Jú. Ég get hugsað upp snilldina sem ég gæti gert. Brokkólí eru hins­ vegar oftast í mikið betri and­ legri tengingu.

Jóhannesarguðspjall var jú síðasta tilraun Brokkólí Akademíunnar í Jerúsalem til þess að uppfræða mennina. Áhrifamesta Brokkólí okkar tíma er samt tvímælalaust Haraldur Stolt­ emeyer Mosfellspergill. Nýjasta bókin hans: “Eftir­ lífið og Guð, Hvað er handan Vok pönnunnar” alveg hreint rokseldist og var stærsti inn­ blástur grænu­ korna­ kúrsins, vinsælasta megrunar­ kúrs síðari tíma. Eina bók íss­ káps­ út­ gáfunnar Hrafnkels sem seldist betur var sakamálasagan “Brotin skurn” sem kom út á omelettu árum world class aldarinnar miklu hjá “Höndinni Vokinu veldur”. Vokið er einsog kunnugt er samheiti yfir orðin örlög og dauði. Mennirnir hafa enn ekki áttað sig á samheitagildi þessara orða en þræla sér enn út tímunum saman yfir latte bollum að velta fyrir sér tilgangi lífsins og örlögum og genum þegar í eldhúsinu á Thai matstofunni bara hinum megin við götuna hafa vitsmunaverur löngu sætt sig við það að tilgangur alls er að deyja, og það sem fyrst. Raunar er útdauði risaeðlanna alfarið tengdur þessari uppgötvun og í gömglum annálum skriðdýra kallaður 64


sjálfsfórnardagurinn 13. maí. Krókódílar heims­ ins hafa allar götur síðan lifað í skömm og eru litnir hornauga af flestum viti bornum verum sem “þeir sem þorðu ekki að stökkva”. Meira að segja núna þúsundum ára síðar er þeim ennþá ekki boðið í nein almennileg partý segir Al the Gator fjölmiðladíll og heigull með meiru. Þið verðið að afsaka hvað ég fer af sporinu. Ég er bara með greindarvísitölu af svo smánarlegri stærð að ég hef enn ekki fundið þá teskeið sem hefur svo litla sjálfsvirðingu að hún leggist svo lágt að einu sinni svara mér í rökræðu. En við hverju er að búast. Aldrei var ég í morfís. Reyndar ná fáir menn þeim miklu hæðum að geta átt djúpar jafningjasamræður við borðbúnað en þeir sem það gera eru heiðraðir með hvítum treyjum sér til þess búnar að tryggja að þeir þurfi aldrei að lítillækka sig með nokkurskonar handavinnu. Auk þess er sérmenntað fagfólk í læknis og hjúkrunarfræðum sem sér um að mata og baða þessa miklu spekinga svo þeir fái alfarið næði til fræðistarfa sinna. En allt um það. Þú ert bara ung eingispretta sem átt enn eftir margt ólært -og biddu til Voksins mikla á hverju kvöldi að þú fáir einhvern annan og betri kennara en mig. Því það eina sem ég hef nokkurntíma verið raunverulega góður í er eltingaleikur og það er bara afþví hinir krakkarnir gátu ómögulega fengið það af sér að snerta mig. Ég er reyndar enn að velta því fyrir mér hverskonar langvarandi sturlunarástandi kærastan mín hlýtur að vera haldin fyrst hún getur tekið upp á því að kyssa mig í tíma og ótíma en ég vona að þeir finni aldrei lækningu. Peningar eru heldur ekki vandamál meðan þeir strauja plastið og ég fæ bjórog verð svo vitlaus að ég gleymi því sjálfur og þá er allt fínt. Svo sit ég hér um miðja nótt í bílskúr frænda míns á rauðvínsfylleríi og skrifa kjarnyrta grein og sannleika heimsins og kraftbirtíngarhljóm héraðsdóms fyrir eitthverja þá alheppnustu menntaskólanemendur sem um getur. Og þeir gætu meira að segja orðið svo yfir sig hrifnir að þeir barasta mundu vilja giftast mér. Allavega þangað til þeir fatta hvað ég hef ógeðfellda nærveru. Það er gæfa að giftast. Ef eitthvað er að marka orðsifjafræði sem er nú sá grunnur sem ég reisi mitt líf

á. Á sandi byggði heimskur maður hús en á orðsifjafræði byggði sá hinn sami kastala. Það hef ég alltaf sagt. Og ef fræðin bregðast verð ég að fara að reiða mig á matreiðslubækur og það veit aldrei á gott. Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vil hvorki móðga eða dæma neinn mann né nokkurn þann rétt sem eldaður hefur verið uppúr matreiðslubók. Já, Þrátt fyrir allar heimsins matræðslubækur þá bíður dauðinn enn í hverju horni ,einsog uppáhalds frændinn þinn, tilbúin að taka á móti þér í allri sinni dýrð ef bara þú ert tilbúinn að taka á móti honum sem lausnara þínum og sannleik. Leggðu þína trú á hann og þá hlotnast þú hans þúsundára ríki. Já, og sama hvað það er mikið nauðgað og trúboðað verða sumir bara verða aldrei gamlir og þannig er það og kanski eru þeir bara allrabest settir. Það er meiraðsegja sumir svo áræðnir að þeir nauðga börnunum sínum svo árum skipti og svo aðrir sem drepa fólk svoleiðis hægri vinstri í útlöndum til þess að vernda föðurlandið fyrir sjálfum sér og samt fer allt til helvítis. Já, og svo eru aðrir sem segja að þetta sé í góðu lagi svo lengi sem menn endurfæðist í jesús sínum kristi. Kanski er eitthvað til í því. Nema að ég vil miklu frekar endurfæðast í Kristínu. Það heillar mig eitthvað alveg óseiganlega við tilhugsunina um að koma útum píkuna á henni inní nýtt líf. Reyndar væri best ef þetta líf væri í einhverju öðru formi. Til dæmis sem sturtuhaus. Kristín. Hvar sem þú ert. Villtu vera svo væn að troða sturtuhaus upp í leg þitt svo ég megi verða þess heiðurs aðnjótandi að endurfæðast í hans mynd þann 14. febrúar 2015. Afsakaðu hvað það er langt í dagsetninguna en ég á ennþá eftir að búa til gestalista og hanna boðskort. Og já. Það væri frábært ef þú gætir séð um veitingarnar. Ég geri ráð fyrir þessu um svona þrjúleitið. Ekki segja ástkonu minni neitt. Þetta á að koma skemmtilega á óvart. Einskonar bónorð. Ég treysti því að þér skiljið. Þinn einlægi vinur Égervístað Einsbetren Hemmingway. Æi fokkitt. Nú fer ég til Mexíkó.

65


„Ég sat á sófanum og hugsaði með mér hvort ég væri nú ekki bara orðin geðveik fyrir fullt og allt. Síðan mundi ég að ég hafði drukkið fjór­ faldan expresso úr nýju kaffivélinni minni og áttaði mig á því að þetta væri líklega bara kaffið. Mikið rosalega var ég ör, hugsanir mínar voru í allar áttir og ég gat ekki setið kyrr. Svo fór ég að finna fyrir þessum mikla hnút í maganum. Helvítis hnúturinn sem hverfur aldrei, hann er þarna alla daga. Maður finnur ekki alltaf fyrir honum vegna þess að hann er í dvala þangað til að hann ákveður að nú ætli hann að gera mér lífið leitt. Svona eins og Herpes, undir­ liggjandi. Nei hann fengi ekki að hafa áhrif á mig. Nú er ég í yoga og telst þar með vera í andlegu jafn­ vægi. Er það ekki annars það sem fólk hugsar þegar maður segist vera í yoga?” „Já flott hjá henni, hún hlýtur að vera í miklu andlegu jafnvægi þessi.“ „Jú, það er það sem það hugsar, einfeldningar.” Ég hlustaði á þennan bókalestur, þar sem ung kona stóð uppi í pontu og las brot af sjálfsævisögu sinni. Ævisögu, ja hérna. Konan

var ekki nema um tuttugu og níu ára og var strax byrjuð að semja ævisögu. Ég er ekki einu sinni komin með háskólagráðu. Konan stóð þarna í pontunni bein í baki, hún bar sig tignarlega og hélt á sjálfsævisögunni í hægri hendi, sleikti svo á sér vinstri vísifingur og fletti blaðsíðunum hratt. Orðin frussuðust út úr henni og hún var orðin mjög æst, greinilega með mikinn áhuga á eigin lífi. Hún var klædd í víðan kjól sem náði henni niður á ökkla, með svona afrísku mynstri. Hún hafði málað sig um augun með bláum augnblýanti og var ekki búin að greiða á sér hárið. Ætli þetta hafi ekki átt að sýna hversu frjálsleg hún er, hugsaði ég með mér. Ég leit niður á fæturnar hennar, berfætt. Þetta staðfesti hugdettuna. Ég hélt áfram að hlusta á bókalesturinn, enda hafði ég ekki neitt annað að gera. Ég hafði ætl­ að að mæta á meðv­ irknisfund á Héðinsgötu klukk­ an tvö í dag en mikið sem mig langaði ekki til þess að hlusta á væl núna. Konan hélt áfram að lesa: „Allt í einu dinglaði dyrabjallan, það var dvergur með sendingu frá pósthúsinu. Ég æpti af öllum mínum sálarkröftum og lokaði hurðinni.”


Hvað er ég eiginlega að hlusta á? Þarna fékk ég nóg og sneri mér að útganginum. Ég staðnæmdist og það fór um mig hrollur, ég spenntist öll upp og trúði ekki mínum eigin augum. Ég fékk sting í magann og hugsaði um hnútinn sem konan upp í pontu sagði frá. Það helltust yfir mig minningar, minningar frá því að ég var unglingur, ég var aðeins 17 ára þegar ég varð ólétt. Þetta voru erfiðir tímar, ég var í neyslu og bjó í einhverju greni með strák sem var 8 árum eldri en ég. Ég hélt að hann væri ástin í lífi mínu, hann var að selja eiturlyf en við ösnuðumst alltaf til þess að fá okkur við og við, það voru alltaf handrukkarar að banka upp á. Þegar ég komst að því að ég væri ólétt þá grét ég í heilu vikurnar, hvernig ætti ég að sjá um barn? En fóstureyðing kom aldrei til greina vegna þess að ég var komin of langt á leið þegar ég áttaði mig á þunguninni. Ég vissi strax að ég þyrfti að rífa mig upp úr öllu kjaftæðinu sem ég var búin að koma mér í ef ég ætlaði að fæða heilbrigt barn. Við, ég og faðirinn, tókum ákvörðun í sameiningu um ættleiðingu. Hann var að vísu ekki mikið að kippa sér upp við þetta og hætti sjálfur ekki í neyslu. Ég flutti til foreldra minna og reyndi að koma mér á strik. Mamma mín sagði mér frá fólki sem var búið að reyna að eignast barn í mörg ár en það hafði ekki gengið hjá þeim. Þau væru núna að hugsa um þann valkost að ættleiða. Ég, og mamma mér til stuðnings, fórum á fund með fólkinu í sambandi við ættleiðingu. Konan var með góðleg augu, þessa

gerð af augum sem vísa örlítið skáleitt niður að kinnbeinum. Hún var bæði brosmild og kurteis við mig, unglingsstelpuna með óléttubumbuna. Hún hafði ekki gagnrýninn svip sem svo margir voru með þegar þeir litu á mig. Maðurinn hennar var einnig mjög kurteis en alveg óskaplega stressaður, hann bauð mér hitt og þetta, spurði mig hvort ég drykki nokkuð kaffi og talaði um mataræði kvenna sem áttu von á barni. Hann hafði greinilega verið búinn að lesa sér eitthvað til um það. Þau voru bæði menntafólk, hún var prófessor í háskólanum og hann verkfræðingur. En það sem mér þótti mikilvægast var þessi góði straumur sem ég fékk frá þeim, þetta var gott fólk og hugsaði með mér að ef einhverjir foreldrar væru réttir fyrir barnið mitt þá væru það þau. Mamma var kletturinn minn á þessu tímabili og gerði allt fyrir mig. Ég fæ sting í hjartað við að rifja upp hversu geðvond ég gat verið, ég var ekki aðeins óléttur unglingur, ég var óléttur unglingur sem var nýhættur í neyslu. Ég hótaði öllu illu, sagðist ætla fara fá mér bjór ef hún gerði ekki hitt eða þetta. Hún, greyið, þorði ekki að gera annað en ég bað um og lét mig gjörsamlega valta yfir sig. Þegar stóra stundin rann upp og ég var komin gargandi upp á spítala þá var eins og raunveruleikinn slegi mig í andlitið. Ég grét og grét og vildi ekki að barnið mitt færi úr líkamanum mínum því þá myndi ég missa það, ég vildi ekki rembast, ég vildi hafa það hjá mér. Ljósmæðurnar hugguðu mig og hvöttu mig áfram


og að lokum var hún komin í heiminn, fallega stelpan mín. Það er ekkert eins erfitt og að gefa upp barnið sitt. Ég bað ætt­ leiðingar­ foreldrana að lofa mér því að senda mér myndir af henni öðru hverju. Þau gerðu það fyrstu árin, síðar fór ég að leita að henni á Netinu til að finna myndir af henni þar. En þarna stóð hún, dóttir mín. Hún vissi að ég væri til, móðir sem gat ekki séð um barn sitt, en hún vissi ekkert meir. Ég vissi hvernig hún leit út en hún vissi ekki hvernig ég leit út. Einkennilegt að geta haft svona mikil áhrif á aðra manneskju, hún stóð þarna að glugga í bækur og hafði enga hugmynd um hvers konar til­ finningu konan, sem stóð rétt hjá henni, væri með við það eitt að sjá hana. Ég varð svo for­ vitin um hana, ég lét lítið fyrir mér fara en fylgdist með henni, hvernig svip­ brigði hún setti fram, hvernig hún hreyfði sig. Ég þráði að vita meira um hana. Þegar hún gekk í áttina að út­ ganginum þá tók ég að elta hana, ó­ með­­ vitað. Ég gekk á eftir henni upp Lauga­ veginn. Ég vissi ekki hvað ég var að gera eða hvernig mér átti að líða, einhvern veginn átt­ aði ég mig nú samt á því að þetta væri út í hött, ég trítlandi þarna á eftir stelpu sem var orðin jafn gömul og ég var þegar ég eignaðist hana. Kannski voru það mistök hjá mér að hafa byrjað að fylgjast með henni frá unga aldri. Á maður ekki að leggja svona hluti frá sér og

halda áfram með lífið? Eða er það hægt? Ég held ekki. Að minnsta kosti var ég alls ekki nógu sterk til þess. Ég elti hana án þess að hafa nokkra hugmynd um hvert hún væri að fara. Ég sá ekki betur en að hún væri nokkuð lík mér, hávaxin og grönn með brúnt liðað hár, nefið var lítið en augun stór. Hún labbaði upp á Grettis­ götuna og inn í lítið blátt hús þar. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri heimilið hennar. Þegar hún fór inn þá vissi ég ekki alveg hvernig mér átti að líða, á ég bara að fara heim og gleyma þessu eða á ég að halda þessum asnalegu njósnum áfram? Freistingin vinnur alltaf. Ég hafði það aldrei í huga að ég myndi gera eitthvað svona heimskulegt en það voru tilfinningarnar sem tóku öll völd á þessum tímapunkti. Ég byrjaði á því að taka einn hring í kringum húsið, fékk síðan þráhyggju sem sagði mér að ef ég tæki ekki annan þá myndi eitthvað slæmt gerast, svo ég tók annan. Ég á mjög erfitt með að þagga niður í þráhyggjunum, þær koma með stressinu. Ég stóð fyrir utan í smástund, kveikti mér í nokkrum sígarettum og hugsaði í hringi. Það var eitthvað sem sagði mér að bíða, bíða þangað til hún kæmi út, ég þurfti að sjá hana aftur. Þegar ég hafði beðið í dágóða stund heyri ég hurðina opnast, ég er fljót að reisa mig upp og byrja að labba fram og til baka eins og ég sé að bíða eftir einhverjum öðrum. „Er eitthvað að þér?”


Ég hrekk upp og horfi stjörf á hana, litlu útgáfuna af mér. Ég kem ekki upp úr mér orði og stend grafkyrr. „Get ég eitthvað hjálpað þér? Ég veit að þú eltir mig og ég get séð þig í gegnum gluggann. Þú gengur í hringi í kring um húsið mitt og ég heyrði ekki betur en þú værir að tala við sjálfa þig.” Hugurinn minn tæmdist. Ég umlaði eitthvað um að ég væri að skoða húsin þarna í götunni en var tvístígandi hvort ég ætti að koma mér burt eða búa til samræðu. Seinni valkosturinn var reyndar vonlaus því hún byrjaði að hækka róm sinn og var orðin æst. „Ég kæri mig alls ekkert um fólk sem eltir mig, hvað viltu?” Ég horfði í augun hennar, augasteinarnir risa­ stórir. Hún átti erfitt með að standa kyrr og klóraði sér í sífellu í hálsinum. Þessi ein­­ kenni þekkti ég, hún var á eiturlyfjum. Ég spurði hana hvað hún væri að nota en hún varð ennþá reiðari og sagði mér að hypja mig burt. Ég ætlaði að koma mér burt en fann svo fyrir móður­ til­ finningu, mér fannst mér bera skylda til að hjálpa henni. Ég hleyp inn í í­ búð­ ina, stað­ föst að ég muni finna einhver efni, sprautur, eitthvað. Ég heyri dóttur mína kalla að hún muni hringja á lög­ regluna, hún er mjög reið. Ég róta í skúffum og skápum en finn ekkert. Ég staðnæmist, er ég orðin veruleikafirrt?

Hún er ekki dóttir mín, hún veit ekkert hver ég er! Ég er ekki mamma hennar. Ég er ókunnug kona að róta eftir eiturlyfjum í húsi sem ég veit ekki einu sinni hvort sé hennar hús. Ég heyri að hún hefur hringt í lögregluna, hún tilkynnir innbrot. Að einhver geðveik kona hefur ráðist inn í hús kærasta hennar og rótar í öllu. Ég fyllist af skömm og hleyp út, ég hleyp og hleyp. Ég vil aldrei stansa. Ég hugga mig við það að hún viti a.m.k ekki að ég sé konan sem fæddi hana í þennan heim, það væri ekki gaman að komast að því að líffræðilega móðir manns væri í raun snarklikkuð. Ég hugsaði til baka til bókalestursins og fannst ég eiga margt sameiginlegt með rithöfundi ævisögunnar. Ég horfði upp til himins og sá að hann var alveg eins og í gær. Mikið er lífið skrítið, það stendur allt í stað, allt er alveg eins en samt er allt svo ólíkt því sem var.


Eftir rúmlega 5 tíma kvöldflug voru um 100 spenntir útskriftarnemendur úr Menntaskólanum við Hamrahlíð lentir á Costa del sol. Flestir hentu töskunum sínum í herbergið og röltu beint út á næturlífið, sumir stálust í sundsprett í lauginni á meðan aðrir steinrotuðust inná hótelherbergi eftir langt ferðalag. Morguninn eftir var treo vinsælasti morgunmaturinn ásamt Burger King (Long chicken burgerinn þá

aðallega), þá var mál að njóta sólarinnar eftir að hafa sloppið frá íslenska rigningarveðrinu og okkur var ljóst að þetta var aðeins byrjunin á bestu 2 vikum lífs okkar. Hótelið var frábært og hentaði stórum hópi af stjórnlausum ungmennum einstaklega vel, þrátt fyrir mótmælin við næsta hótel sem vöktu nýsofnaða djammhunda alla morgna klukkan 10. Í herbergjunum var eldhúsaðstaða sem við 70


fylltum af matvörum úr Mercadona, uppáhalds súpermarkaði allra. Það eru líka allir kátir yfir því að hafa ekki borgað hálft fæði, því flestir voru í annarlegu ástandi á morgunverðar tímanum og á kvöldin var alltaf stemning fyrir að prófa nýja veitingastaði . Við vorum fljót að læra á svæðið og fyrir 15 evrur var hægt að komast á „24 hour square“ sem var torg fullt af skemmtistöðum, opnir allan sólar­hringinn. Íslendingar voru velkomnir frítt inná alla staði og oft voru gerð sérstök tilboð á barnum bara fyrir okkur. Torg­ ið var strax orðið helsti djamm­­ staður okkar Ís­ lendinga og eitt kvöldið var haldið froðu­ partý þar. Hollie‘s er staður í gamla bænum sem elskar íslendinga og þau voru ekki lengi að draga heilan útskriftarhópinn inná súra, írska og allt of of neon-skreytta stað­ inn þeirra. Dj-­ inn elsk­ aði að spila Pál Óskar og í karíókí tækinu ómaði annað hvort Destiny‘s

Child eða “Livin‘ La Vida Loca“ á meðan flestir löptu á víðfræga drykknum „Hollie‘s Fuck-up“. Flest kvöld byrjuðu á herbergis­ partýum og oftar en einu sinni vorum við rekin útaf herberginu fyrir hávaða og læti. Þá var ekkert annað í stöðunni en að grípa nóg af bjór og boomboxið, halda partýinu áfram á ströndinni og kæla bert holdið í sjónum. Hópstjórarnir okkar frá Heimsferðum voru yndisleg en með þeim fórum við í verslunar­ ferð til Malaga, Tívólí í Fuengirola og Vatnsrenni­ brautagarðinn Agualand. Sumir fóru jafnvel til bresku nýlendunnar Gibraltar að skoða apana og aðrir til Tanger í Marokkó að upplifa annan menning­ ar­ heim sem meðal annars bauð uppá snáka­ temjara, gómsæta matargerð og litadýrð. Flestir gistu ekki nema 2 nætur í sínu eigin herbergi og ónefndur aðili, eða öðru nafni Costa King, vaknaði í fjarlægum bæ eftir of margar samlokur á meðan aðrir gistu í snekkjum. Það voru nokkrir sem komu jafnvel skjannahvítir heim til Íslands (meðal annars Costa King sem sá ekki sólina alla ferðina). Þær ógleymandi minningar eru dyravörðurinn og íslandsvinurinn Big Papa á 24 hour square, Kanínan er mögulega besti einkahúmor ferðarinnar og Kebab staðurinn við ströndina var gjörsamlega ómótstæðilegur. Djöfull er ég ánægð að við hættum við að fara til Krítar.

71


72


73


SPÆ NSK JÓL Eftir Sölku Valsdóttur

Ég keypti afmælisgjöf handa Almari í frí­ höfn­ inni á Heathrow, London. Hann átti af­ mæli 14.nóvember (sama dag og bróðir minn og skilríkið mitt). Nú var 10.desember. Ég keypti “Just Kids” eftir Patti Smith af því að Almar hafði gefið mér “Radio Ethiopia” eftir hana í ágúst, hlaut að fíla hana. Við ætluðum að hittast í Barcelona á flugvellinum. “Ég ætla ekki að kyssa þig, en ég ætla að bíta í eyrnasnepilinn á þér og knúsa þig fast”. En við gátum ekki einu sinni komið upp orði þegar við hittumst aftur eftir 3 mánuði. Við lágum bara á kaffihúsi við flugvöllinn í hláturskasti og skyldum ekki neitt í neinu. Og það var

ótrúlega falleg byrjun á fyrstu flökkuferðinni minni. Bakpokaferðalag í desember með tveimur hressum strákum sem voru búnir að ferðast yfir hálfan hnöttinn áður en þeir tóku stuttan rúnt i gegnum Spán með mér. Alveg magnað.

Barcelona vol. 1

Tókum rútu yfir á La rambla og gengum að hostelinu okkar: stór pallur, heitar sturtur, sameiginlegt eldhús og ógeðslega ljótt málaðir veggir. Við vorum með sér svalir þar sem við reyktum Cohiba sígarettur og fundum lyktina af útlöndum. Þetta var örugglega í fyrsta skipti 74


í svona 5 ár sem mér leið ekki eins og ég bæri ábyrgð á neinu nema sjálfri mér. Vaknaði klukkan sjö. Galopin augu og fiðrildi í maganum. Passa að vekja ekki Almar. Út í búð. Ostur, sulta, tvær bagettur fyrir evru (heitar), rauðvín. Borða við höfnina, leiðast, skrifa dagbækur og rambla, sígarettur sígarettur, kaffi. “Una grande serveza, por farvor!” hratt og mikið. Við urðum líka skotin í hvort öðru aftur í Barcelona. Kannski var það mesta undrið við þá borg. Það var spenna og fiðringur og feimni og þrá sem engin ástríða seðjaði. Og það sprakk bros á andlitið á mér þegar ég hugsaði til þess með rauðvín undir hendinni og að bráðna í munninum: í þykjustu fátæklinga bóhem leik með fulla vasa af peningum og hamingju sem kristallaðist í neyslu og endurfundnum litlum falleg fiðrildum. Og það stígum, var rosalega marglituðum, gott. mósaík Og mig fór húsum að aftur og klæja fallegum í fingurna plöntum. mig Andalúsía. langaði svo Viðað gistum og skrifa í arabahverfinu skapa og lesa. en tókum langa göngutúra í genum Við fórum sígaunaeftirogþrjá gyðingahverfin frábæra daga á daginn. í fallegri Við skrifuðum borg í fimm klukkutíma líka mest rútuferð. í Granada Við ogáttum lásum og drukkum rauðvín tortillur sem við ogborðuðum átum ódýrt meðbrauð smjöri með ogdýrum sultu osti. á leiðinni. Eitt kvöldið flúðum við óþolandi stelpu á hostelinu okkar og gengum í átt að hellunum í Granada. Einn Madrid vol.1 hostel starfsmannanna hafði búið í helli áður með nokkrum strákum og benti okkur á að þeir héldu Ógeðslegasti cappuchino tónleikasem á þriðjudagskvöldum. ég hef fengið mér Við tvímælalaust var fundum stiga á sem lestarstöðinni lá upp að hellunum í Madrid. og gengumþurftum Þaðan hann frekar við að lengi takaáður hinaen ogvið þessa komum auga á mann strætóa með fjölda fyrir utan farþega helli. áður „Welcome“ en við komum sagði hann út á torgi og leiddi réttokkur hjá gistiplássinu til félaga sinna okkar. innVið í hellinn vorum aðsem fara þeir heim bjuggu til Gógó, í. Égeða veit Hallveigar, ekki hvers vegna sem ervið skátavinkona efuðumst ekki Sigurgeirs, um ágætiferðafélaga þessara manna í eina sem okkar, sekúndu hafði enverið ég erhjá líka henni mjögáfegin meðanað Almar við gerðum og ég gistum það ekki. í Barcelona. Treystum Hún á góðmennsku á heima fyrir þeirra og leyfðum ofan bar í lítilli okkur aðog fara fallegri í heimsókn íbúð með í hellinn. fullt Viðmálverkum af spiluðum út á trommur um allt. klukkutímum Þessi íbúðsaman. var líka Þeir rúlluðu eins og heimili eina jónuna okkar á á fætur Spáni annarri í ferðalaginu. og réttu okkur.við Þegar Þetta komum varheim stórkostlega knúsaði Sigurgeir gaman. Þeir mig og töluðu mig kynnti engafyrir ensku, tveimur bara frönsku spænskum ogvinkonum spænsku. Ég gat aðeins talað við þá á frönsku (fyrsta skipti sem ég hef verið þakklát fyrir að hafa lært hana). „Je jour de la batterie un pou monsiour“ . Þeir leyfðu mér að spila með sér á trommur það sem eftir var af kvöldinu. Við villtumst á leiðinni heim og römbluðum um litlu göturnar í Grandada í einn og hálfan tíma áður

Gógó. Við komum okkur öll fyrir á stofugólfinu og okkur Almari var samstundis réttur gin og tónik. Drykkjuleikir og hamagangur þar til að við héldum beinsutu leið niður í bæ. Kareókí, glamúr og ógeðsleg klósett. Sumstaðar kostaði inn á skemmtistaði. Í fyrstu spánarþynnkunni minni vaknaði ég tiltölulega snemma og baðaði mig í morgunsólinni á svölunum hennar Gógó. 20 stiga hiti í desember. Ég man eftir því að standa á þessum svölum með sígarettu í munnvikinu á handklæði með hvítt blautt hár lekandi eftir öxlunum og Almar við hliðina á mér: ber að ofan með gyllt bringuhár, rauðgyllt skegg og hvítt hár í snúð. Abba að spilast inni. “Fólkið þarna úti heldur að við séum sænskasta liðið”. Madrid var yndisleg við okkur. Gott veður og skárra en við fólk enfundum á mörgum hostelið, öðrum stöðum. bólu freðin Það var og reyndar búin á því.furðulega alveg Daginn eftir leiðinlegt fórum á við rútustöðinni aftur upp áá rútustöð.frá borginni en það er annað mál. leiðinni Næturrúta = Frí gisting, eða svona. Sevilla Granada Höfuðborg Andalúsíu. Risastór og allt öðruvísi en við höfðum vanist í Granada. Við nýttum tímann Klukkan var allt líka ofilla lítið í þegar Sevilla. viðVorum komummikið inniGranada til (það var eftir rigning), rútuferðina. borðuðum Égáhafði ódýrum sofið pöbbum á rútugólfinu og sögðum og var fátt, að drepast gerðum bara í bakinu fátt.með Það var ekki fyrr bakpokann. Þaðen var á fyrir ferðadegi mikla sem heppni við gíruðum að okkur aðeins hostelið okkar í var gang. opið „Where og við is fengum the cheapest að henda place to get bakpokunum okkar a tattoo?“. inn í herbergi: Við fórum 6 kojur, á litlaeinn húflúrstofu spegill og litlar þar semsvalir. ég gaf Ótrúlega Almari jólagjöfina fallegt sína: uppáhalds hostel. Það vorutarrot stórarspilið tré svalir hans fyrir húðflúrað alla á bakið með fullt á af honum. púðum Égog fékk glingri mér Línu á. Þar Langsokk sat fulllt á öklann af liðieftir í hring smáeldsnemma umhugsun.á„Passaðu morgnanna þig ogað hafa mynd af á kastaði henni milli úrsín gömlu jónu bókunum“ á meðansagði það spilaði mamma í símann, á flauturalveg og munnhörpur. upp með sér„Just að égtrying ætlaðito aðwake fá mér sagði up“ Línu. einn Okkurafsakandi var illt á í svipinn húðflúrinu með þegar jónuvið í lögðum af stað munnvikinu þegar frá við Sevilla. gengum framhjá. Næsti áfangastaður Granada var alveg sá eini ótrúleg. sem viðNæstum höfðumþví ekki óþægilega enn keypt rútumiðaHverfin falleg. til. Þess voruvegna þrískipt: ákváðum gyðingahverfi, við að húkka. Það er samtog arabahverfi hægara sígaunahverfi. sagt en gert Hvert aðog húkka eittámeð Spáni. Það þykir eiginlega bara móðgandi, betlandi viðbjóður að gera það. Ég og Almar héldum af stað á undan Sigurgeiri. Á veginum fundum við plastskilti sem við skrifuðum á stórum stöfum „Zafra“ með eyeliner. Við löbbuðum örugglega í tvo klukkutíma eða meira. Sungum hástöfum í umferðinni. Hlógum, settumst


niður við hraðbrautina og borðuðum nesti. Bíbb!. Endalaust bíbað á okkur fyrir að vera húkkandi fávitar. Að lokum gáfumst við upp og fórum aftur á rútustöðina. Seinna komumst við að því að Sigurgeir hafði gefist upp frá byrjun og farið með rútu til Zafra.

Zafra

Í 10.bekk hafði ég komið til Zafra. Þetta var einskonar verkefni þar sem 30 krakkar frá Zafra komu til Íslands og öfugt. Ég átti þess vegna nokkra góða vini í Zafra sem ég var spennt að hitta. Í Granada hafði ég samband við vin minn: Marabih. Hjá honum áttum við að fá gistingu. Hann var að vinna í Strativarius í Zafra þegar við komum. Hann labbaði með okkur heim til sín þegar hann var búinn að knúsa mig að sér. Við bjuggumst við sófaplássi og tjalddýnum. Við fengum íbúð með risavöxnum uppblásnum hjónarúmum, bar, sturtu og sér eldhúsi. Alveg fáránlegt. Marabih fór mikið með okkur út á lífið, kynnti strákanna fyrir vinum mínum í Zafra og gaf okkur að borða. Í eitt skipti fórum við í mat til mömmu hans þar sem hún eldaði kjúkling sem hún ræktaði sjálf. Í annað skipti fórum við í mat í sumarbústaðnum hans með allri fjölskyldunni. Marabih átti líka risa hund sem heitir Mambo. Risa stór. Ef hann hoppaði á mig hafði ég ekki mótvægi til þess að standa í lappirnar. Það var næs. Fyrsta skipti sem vorum svolítið upp á aðra komin: alltaf í fylgd með einhverjum, alltaf í mat hjá einhverjum. Við fengum líka fylgd og fallegar kveðjur á rútustöðina. Næturrúta til Madrid. Nú var 22.desember.

Madrid vol.2 Nú var Gógó farin til London að hitta fjölskylduna sína yfir jólin og íbúðin auð. „Endilega veriði bara hérna yfir jólin!“ var það sem hún sagði þegar við kvöddum hana fyrr í mánuðinum. Við vorum með auka lykla að íbúðinni. Það var ótrúlega gott að vera komin heim. Ekki upp á neinn komin og gjörsamlega frjáls til að haga okkur eins og dúskar. Ég og Almar elduðum saman ofan í Sigurgeir (við elduðum mikið í ferðinni og höfðum alltaf gert risa máltíðir fyrir Gógó á morgnana fyrst í Madrid). Carrefour jólabúðarferðin ætlaði engan endi að taka: við ætluðum að halda góð jól. Ég eldaði jólamatinn okkar: ótrúlega góð hnetusteik, rjómaostafylltir jalapeno, salat með fetaosti og jarðaberjum, sveppasósa (sem var meira eins og sveppasúpa það var svo mikið af sveppum í henni). Við borðuðum og borðuðum og borðuðum. Gógó hafði búið til jólatré úr trönunni sinni sem við settum gjafirnar til hvors annars undir. Almar bjó til ís í eftirmat og bragðbætti hann með smákökupakka og tveimur grömmum af hassi. Við gáfum hvort öðru bara bækur í jólagjöf. Eftir mat sátum við með fulla maga - sæl með jólaplaylista í gangi og lásum nýju bækurnar okkar. Frábær jól.

Barcelona vol.2

Fimm klukkutímar í rútu. Fimm klukkutímar í flugvél. London. Síðasti bjórinn og síðustu skrifin. Sigurgeir týndi ferðatöskunni sinni í London: alltaf jafn óheppinn. Og allt var frekar skrítið fyrir alla. En líka rosalega gott.


77




LungA, oft kölluð hátíð unga fóksins, er listahátíð sem er miðuð að ungu skapandi fólki. Hátíðin byrjaði árið 2000 og hefur verið haldin árlega síðan. Á hátíðinni eru allar þær listir sem hægt er að ímynda sér í brennidepli: fólk teiknar, málar, skrifar, hannar, sýnir, leikur, býr til gjörninga, býr til skúlptúra, býr til hljóðfæri, spilar á hljóðfæri og allt annað sem hægt er að detta í hug. Há­ tíð­ in fer þannig fram að násmskeið, fyrirlestrar og vinnusmiðjur eru starfrækar með sýningahelgi sem óumflýjanlegum fylgifisk. Þar fá sem sagt listamennirnir að sýna verk sín á sýningum og tónleikum. Hátíðin hefur vakið mikla athygli og ekkert fengið nema klapp á bakið síðan hún hófst. Í kjölfar velgengni hennar hefur hugmynda­ fræði hátíðarinnar fengið nýja mynd sem verður starfrækt í fyrsta skipti núna í haust. Þá á ég auðvitað við LungA lýðháskólann sem flest skapandi ungmenni á Íslandi bíða óþreyjufull eftir að sækja um. Það er vægast sagt synd að missa af LungA hátíðinni.

80


Eistnaflug er stærsta rokkhátíð á Íslandi. Það er þó kannski aðeins orðrómurinn því á Eistnaflugi koma fram indy-bönd, black metal-bönd og allt þar á milli. Sögur af trylltum tónleikum, head-bangum, crowd-surfum og breng­ luðum tjald partýum hafa farið framhjá fæstum. Á hátíðinni í ár koma fram hljómsveitir á borð við At The Gates (SE), Havok (US), Mammút, Grísalappalísa, Skelkur í Bringu, HAM, Agent Fresco, Reykjavíkurdætur og margir fleiri. Ef þig langar til þess að rokka á landsbyggðinni þá er Eistnafug klárlega staðurinn og stundin fyrir þig.

Secret Solstice, eða leynilegar sólstöður, er glæný tónlistarhátíð sem haldin verður í fyrsta skipti í sumar. Á henni eiga íslendingar jafnt og útlendingar að geta notið þess að hlusta á tónlist í 24 klukkutíma sólarljósi undir berum himni í tjaldi: hljómar það ekki bara vel? Hátíðin hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega vegna Massive Attack sem er stærsta númer hátíðarinnar. Aðrir tónlistarmenn sem stíga á stokk eru meðal annars MÚM, Hjaltalín, WoodKid, Kerri Chandler, Carl Craig, Samaris, Sísí Ey, Ojbarasta, Alvia Islandia og margir fleiri.

81


ATP sem er skammstöfunin á All Tomorrows Parties er tónlistarhátíð nefnd eftir lagi með Velvet Underground. Hátíðin var mjög vel sótt í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta skipti. Þá steig sjálfur Nick Cave ásamt The Bad Seeds á stokk með frábærum viðtökum. Ef þú hefur ekki efni á því að fara til útlanda þá er allavega ATP eins nálægt því og þú mögulega kemst. Þú verður þá í það minnsta í Keflavík. Á hátíðinni í ár spila meðal annars Interpol, Portishead, For a Minor Reflection, Sóley, Forset Swords, Fuck Buttons og að sjálfsögðu margir fleiri.

Bræðslan á að vera ein skemmtilegasta útihátíð á Ís­ landi. Þar hafa margir tónlistamenn spreytt sig og talað um það sem heiður að fá að spila á há­ tíð­ inni. Á þessu ári eru hljómsveitir á borð við Polla­ pönk, Emílíanna Torrini, Súellen og Drangar. Há­ tíðinn hefur vakið mikla athygliu síðast liðin ár og aðsóknin orðin mjög góð, eiginlega of góð. Lítill fugl kvíslaði að okkur í beneventum að fleiri kæmust víst ekki á Bræðsluna í ár þó að þeir vildu það.

82


Gæran er lítil hátíð sem leggur áherslu á að bjóða upp á vandaða og fjölbreytta tónlist, ný og upprennandi bönd í bland við reyndari tónlistarmenn. Undanfarin ár hefur mikill fjöldi tónlistarfólks spilað fyrir gesti Gærunnar. Í fyrra voru 56 hljómsveitir sem sóttu um og af þeim voru 20 valdar til að stíga á stokk. Í ár sóttu 62 hljómsveitir um og af þeim hafa 22 verið valdar til að spila fyrir gesti Gærunnar í ágúst. Dæmi um hljómsveitir sem koma til með að spila á Gærunni í ár eru Baggabandið, Bellstop, Funk That Shit, Hymnalaya, Sometime, The Royal Slaves, The Vintage Caravan, Tilbury, Úlfur Úlfur, Ultra Mega Technobandið Stefán, Valdimar og XXX Rottweiler Hundar.

83


Álpaðist inn í Sandholt bakarí á sunnu­ degi og tók miða. Ég kom inn í von um að feit rjómabolla myndi slá á vanlíðan mína og var alveg til í að standa í smástund í röð. Þegar röðin kemur að mér bendi ég varfærnislega á hefðbundna vatnsdeigsbollu með sultu og rjóma. Í stað hennar tekur afgreiðslu­ stúlkan bolluna við hliðina sem inniheldur súkkulaðirjóma og spyr hvort ég vilji eitthvað fleira. Ég er of lítill í mér til að koma með athugasemd og segi “nei takk”, greiði fyrir bolluna og tek hana með mér út í horn. Þar sit ég, leiður og sár, og borða bolluna mína. Bollan var ekkert spes og rjóminn vondur. Ein stjarna

Ég skellti mér í bolluleiðangur í Ikea á þriðjudegi, þetta var vikan fyrir bolluvikuna sjálfa. Það var nóg af bílastæðum en leitin að matsölustaðnum tók smá tíma. Verðið var fínt (279 kr.) en bollan ekki. Ein og hálf stjarna

Ég var mjög ánægður þegar ég frétti að boðið væri upp á bollur á bolludeginum sjálfum í Sómalíunni. Þegar ég kem rétt fyrir hádegi er hinsvegar bara ein bolla eftir og hún var frekar ógirnileg þannig ég fékk mér hrísstykki í staðinn og kaffi með. ógeðslega góð blanda. Fjórar stjörnur

84


Þegar ég kom heim úr skólanum á bolludeginum voru fjórar frumlegar bollur úr Björnsbakarí í ísskápnum. Ég fékk mér þrjár og þær voru fínar. Þrjár stjörnur

Annan í bollu (þriðjudagurinn) kom ég við í bakarameistaranum í Suðurveri og fjárfesti í bollupari á leiðinni í skólann á góðu verði. Þær voru mjög fínar, sérstaklega önnur þeirra. Fjórar stjörnur

Þriðja í bollu (miðvikudagurinn) kom Arnar Már með par af heimagerðum bollum í skólann, eina handa sér og eina handa mér. Daginn áður hafði ég sagt honum frá þessari grein sem ég var að hugsa um og hann bauðst til þess að leggja sitt af mörkum.

85 Ég fékk að velja sultu og valdi bláberjasultu. Án efa


Þann 5. mars árið 2012 settu samtökin Invisible Children Inc. stuttmyndina Kony 2012 á veraldarvefinn. Myndin, sem fjallaði um stríðsglæpamanninn Joseph Kony og baráttu samtakanna til að stöðva hann, naut gríðarlegrar athygli og aðeins örfáum dögum eftir að hún var sett á vefinn höfðu milljónir manna hvarvetna úr heiminum horft á hana. Tilgangur myndarinnar var að sögn framleiðenda hennar að gera Kony frægan svo heimurinn mundi skilja hve slæmir glæpir hans gagnvart mannkyninu væru. Þetta átti síðan að skila sér í aukinni pressu á stjórnmálamenn að koma Kony í hendur réttvísinnar. Samkvæmt myndinni átti þetta að skila sér í því að honum yrði náð fyrir lok ársins 2012. Í dag, rúmum tveimur árum síðar er Kony ennþá frjáls.

háð þar frá 1981-86. Norðurhluti landsins hafði farið sérstaklega illa út úr átökunum þar sem hundruð þúsunda manna voru myrt í þjóðernishreinsunum. Fljótlega fækkaði þessum hópum þó og að lokum stóð LRA eftir sem langstærsti uppreisnarhópurinn í Úganda. LRA naut framan af töluverðs stuðnings meðal íbúa svæðisins vegna andstöðu sinnar við stjórnvöld en fljótlega minnkuðu vinsældirnar eftir að aðgerðir LRA urðu harkalegri og ógeðfelldari. LRA fluttu síðar starfsemi sína til Súdan en hópurinn naut lengi vel stuðnings stjórnvalda þar. Eftir að súdönsk stjórnvöld hættu stuðningi við LRA hefur hópurinn verið á hálfgerðum flótta og eftir misheppnaðar friðarviðræður á árunum 2006-2008 hætti LRA að mestu starfsemi sinni í Úganda og fluttu sig til Austur-Kongó. Aðferðirnar sem LRA beita í hernaði eru einkar ógeðfelldar. Þeir eru þekktir fyrir að ráðast á þorp og flóttamannabúðir til þess að ræna þaðan börnum. Börnin eru síðan ýmist gerð að barnahermönnum eða kynlífsþrælum. Eldra fólkið í þorpunum er síðan pyntað og myrt. Oft eru börnin sjálf þvinguð til að drepa foreldra sína. Oft ræðst LRA líka á saklaust fólk eingöngu í þeim tilgangi að sýna fram á getuleysi stjórnvalda til að vernda þegna sína. Friðarviðræður milli LRA og stjórnvalda í Úganda hafa aldrei gengið upp. Hugmyndir LRA í þeim viðræðum sem hafa átt sér stað eru óljósar og þeir hafa aldrei sýnt neinn vilja til að viðurkenna brot sín eða láta undan kröfum um að sleppa börnum úr haldi.

Joseph Kony og LRA Joseph Kony er leiðtogi uppreisnarhópsins Lord’s Resistance Army (LRA) sem hefur átt í vopnaðri baráttu við stjórnvöld í Úganda síðan um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Hugmyndafræði LRA er fremur furðulegur kokteill trúarhugmynda en hún er einhvers konar blanda af kristnum hugmyndum, andatrú og fornri dulhyggju Akólífólksins, þjóðflokks í norðurhluta Úganda. Kony sjálfur segist tala við anda og hann telur sig vera spámann Guðs. Fjölmargir lýsa LRA sem sértrúarsöfnuði byggðan í kringum persónudýrkun á Kony. LRA var upphaflega einn þeirra fjölmörgu uppreisnarhópa sem störfuðu í norðurhluta Úganda í kjölfar borgarastríðsins sem var 86


87


Kony var kærður fyrir stríðglæpi og glæpi gegn mannkyninu af Alþjóða glæpadómstólnum í Haag árið 2005. Fyrstu alþjóðlegu handtökuskipanirnar sem dómstóllinn gaf út voru einmitt handtökuskipanirnar á hendur Kony og samstarfsmanna hans. Hann er einnig á lista Forbes yfir tíu eftirsóttustu glæpamenn veraldar og bandarísk stjórnvöld hafa heitið hverjum þeim sem veita upplýsingar sem gætu leitt til handtöku hans 5 milljónum Bandaríkjadala.

#StopKony2012

Í kjölfar ferðar sinnar til Súdan og Úganda árið 2003 stofnaði Bandaríkjamaðurinn Jason Russel samtökin Invisible Children Inc. Samtökin hafa síðan þá barist gegn LRA og Joseph Kony auk þess að styðja við uppbyggingu í Norður-Úganda. Samtökin hafa framleitt nokkrar stuttmyndir um LRA og ástandið í Norður-Úganda. Þau hafa einnig staðið fyrir fjölmörgum viðburðum og átökum til að vekja athygli á málstaðnum. Þau beittu sér sérstaklega fyrir því að bandaríska þingið samþykkti löggjöf sem heimilaði bandaríska hernum að senda hermenn til Úganda til þess að aðstoða við leitina að Kony. Í mars 2012 urðu samtökin síðan heimsfræg í kjölfar þess að þau settu stuttmyndina Kony 2012 á vefinn. Með myndinni hófst átakið Stop Kony sem miðaði að því að gera hann frægan. Átakið hitti heldur betur í mark og myndin fékk 100 milljónir áhorfa á Youtube á aðeins sex sólarhringum. Nafnið Joseph Kony var á allra vörum og fólk var varla samræðuhæft nema það hefði séð Kony 2012. Átakið var strax gagnrýnt harðlega. Invisble Children voru gagnrýnd fyrir að gefa einfalda mynd af flókinni stöðu mála og fyrir að standa með stjórnvöldum í Úganda og Suður-Súdan, sem sjálf hafa gerst sek um stríðsglæpi. Sumir gengu jafnvel svo langt að segja að átakið væri gert í gróðaskyni. Aðeins tíu dögum eftir að myndin var sett á netið var Jason Russell, leikstjóri myndarinnar, handtekinn í San Diego. Hann fannst hlaupandi á miðri götu á nærfötunum.

Hann var fluttur á spítala þar sem hann læknar greindu hann með geðrof af völdum of mikils álags, ofþreytu og ofþornunar. Myndinni var fylgt eftir með annarri mynd, Kony 2012 Part II - Beyond Famous. Myndin þótti mál­ efnalegari en sú fyrri og hún þótti ekki spila eins mikið á til­ finningar fólks. Hún vakti þó ekki nærri því eins mikla athygli og fyrri myndin. Kony 2012 átti að fylgja eftir með næturátakinu Cover the Night þann 20. apríl 2012. Þá hvöttu forsvarsmenn Invisible Children fólk til að vaka alla nóttina og hengja upp plaköt með merkjum átaksins til að vekja enn meiri athygli á málstaðnum. Átakið misheppnaðist algerlega og það tóku afskaplega fáir þátt í því.

Í kjölfar kassamerkjanna Í dag, aðeins tveimur árum eftir að átakið til að stöðva Kony hófst, er heimurinn búinn að gleyma átakinu og Kony, sem átti að vera kominn bak við lás og slá eða undir græna torfu fyrir lok ársins 2012 er ennþá á flótta undan réttvísinni. LRA, sem hefur að vísu hægt rólega verið að missa dampinn síðan hópurin neyddist til að flýja Úganda og Suður-Súdan, stunda ennþá fjöldamorð og hryðjuverk og þvinga ennþá börn til að taka þátt í hernaði. Þegar tvö ár eru liðin hljótum við að spyrja okkur hvað


fór úrskeiðis hjá Jason Russel og félögum. Myndin Kony 2012 var lítið meira en tilfinn­ inga­ klám. Nærri því helmingur myndarinnar var notaður til að sýna Jason Russel segja syni sínum hvað hann ynni við og háskólanema standa saman á kröfufundum. Svo var því haldið fram að við, íbúar hins vestræna heims, gætum hjálpað til við að ná stríðsglæpamanni sem hefur verið á flótta síðan 1986 með því að þrýsta á bandarísk stjórnvöld að taka þátt í leitinni. Án þess að ég vilji gera neitt sérstaklega lítið úr hæfileikum Bandaríkjamanna til að leita uppi hryðjuverkamenn þá vil ég samt minna á að það tók bandarísk stjórnvöld þrettán ár að finna Osama Bin Laden auk þess sem það kostaði þau milljónir dollara og þúsundir mannslífa. Þó má ekki gleyma því að áður en átakið hófst þá var Kony nánast óþekktur. Invisible Children tókst vissulega að gera Kony frægan eins og þeir ætluðu sér. Í dag kannast nánast allir við nafnið Kony og tengja það strax við hræðilega hluti á borð

við stríð og barnarán. Það er því ekki hægt að segja annað en að þeim hafi tekist markmið sitt þó Kony sé enn þá frjáls. Síðast fréttist af Kony í Mið-Afríku lýðveldinu þar sem forseti landsins sagðist eiga í viðræðum við hann um uppgjöf. Kony er að sögn við slæma heilsu. Fæstir trúa því að hann vilji í raun gefast upp. Núna munum við þó allavega geta búist við því að sjá fréttir um það ef það gerist.

89


90


Hugsa sér!

a a m l g r e o s Gj – ! d a l i l r g

91

Classic Rock borgari



Hjörtur Guðnason hjá Ísafoldarprentsmiðju Stjórn NFMH 2013-2014 fyrir allan stuðninginn Markaðsnefnd fyrir auglýsingar og styrki Almar Steinn Atlason Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir Steinarr Ingólfsson Verkfallið Allir sem sendu inn greinar Háskóla Prent fyrir ódýran skurð á blöðum Bókasafnið fyrir auglýsingaprentanir Límstifti og skæri Dazed and confused David Bowie Style – Danny Lewis Vice Magazine I-D Magazine 50‘s -, 60‘s - og 70‘s Fashion – Taschen Fullt af fleiri tímaritum og bókum Ferðaplötuspilarinn okkar og kaffivélin Foreldrar okkar fyrir stuðning Elskendur, vinir og aðdáendur

93







Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.