Árbæjarkirkja 30 ára 1987-2017

Page 1

Árbæjarkirkja 30ára 1987-2017


Ávarp sóknarprests

Á

30 ára vígsluafmæli Árbæjarkirkju er mér hugsað til þeirra karla og kvenna sem í byrjun áttunda áratugarins lögðu grunn að kirkjunni hér í hverfinu. Fyrir mig var mikill lærdómur að fletta rituðum heimildum og heyra í ýmsum sem muna þá tíma og voru persónur og leikendur við stofnun safnaðarins og uppbyggingu hans. Lærdómurinn fólst aðallega í því að taka engu sem gefnu og sitja ekki heima með hendur í Þór Hauksson skauti. Frá stofnun safnaðarins og þar til hann fór að huga að aðstöðu til helgihalds var umhverfið og samfélagið allt annað en nú. Aðgangur að fjármagni var lítill sem enginn frá opinberum aðilum. Hverfið var rétt byrjað að byggjast upp til þess að verða að því sem nú er. Í rituðum heimildum safnaðarins má glöggt sjá þá samheldni og áræðni sem bjó í huga fólksins á þeim tíma. Lagt var af stað í kirkjubyggingarferðalag bókstaflega með tvær hendur tómar. Allra mögulegra leiða og ómögulegra var leitað til þess að söfnuðurinn fengi varanlegt húsnæði til helgi- og menningarstarfs. Það tók heil sautján ár að reisa safnaðarheimili og kirkju. Safnaðarheimilið vígt 1978 og kirkjan 1987. Það hefur sannarlega verið stór stund fyrir söfnuðinn þegar kirkjuskipið var vígt 29. mars 1987 eftir sautján ár í byggingu. Að baki voru margir fundir, ótal hamarshögg og sjálfboðin vinna svo margra. Á þeim degi var hægt að draga andann léttar og njóta afraksturs erfiðisins um stund. Þegar komið var fram á tíunda áratug síðustu aldar var starfið í kirkjunni með börnum, unglingum og eldri borgurum búið að fylla hvern krók og kima kirkjunnar. Söfnuðurinn hafði stækkað og ný hverfi risið, sem ekki var fyrirsjáanlegt þegar hafist var handa við að reisa kirkjuna í upphafi áttunda áratugarins. Blessunarlega hefur ætíð verið góð samvinna milli stofnana, félagssamtaka og einstaklinga innan hverfisins. Kirkjan hefur að mestu átt greiða leið með sitt starf í rými þeirra og félagssamtök og einstaklingar átt sömuleiðis greiðan aðgang að rými kirkjunnar. Á árunum fyrir hrun var lögð vinna í að teikna upp safnaðar-/menningarheimili Árbæjar og hugur stóð til þess að ráðast í framkvæmdir en af því varð ekki. Óhætt er að segja að nú sé eitthvað að rofa til í þeim efnum. Samfélagið hefur tekið örum breytingum á örfáum árum og þarfir safnaðarins breyst. Hugur okkar í kirkjunni er sá sami og hjá því ágæta fólki sem hóf kirkjuvegferðina í byrjun áttunda áratugarins, að efla það starf sem fyrir er og helst bæta við. Það verður aðeins gert með því að skrifa nýjan kafla í byggingarsöguna og reisa Árbæjarheimilið við Árbæjartorg. Safnaðarheimili sem svarar kröfum nútímans um þarfir fólks á sínum stærstu, erfiðustu og sætustu stundum lífsins. Árbæjarkirkja 30 ára

2

Breytum draumi í veruleika Frá framkvæmdaráði sóknarnefndar

M

eð fórnfúsu sjálfboðastarfi, litlum efnum en óbilandi bjartsýni tók sautján ár að byggja Árbæjarkirkju. Í sjö ár hafa legið fyrir teikningar og útboðsgögn að nýju safnaðarheimili, Árbæjarheimilinu. Í nafninu felst áhersla á mikilvægi þess fyrir alla íbúa hverfisins. Í Árbæjarheimilinu verður fjölnota salur auk skrifstofuaðstöðu, sem aldrei var gert ráð fyrir í núverandi byggingu, og lítil kapella. Fullbúið verður Árbæjarheimilið lyftistöng fyrir safnaðar- og félagsstarf í hverfinu með góðri aðstöðu til að efla tónlistarlíf. Mannvirkið verður glæsilegur vitnisburður um það hvernig hægt er að taka tillit til hins dýrmæta umhverfis sem Elliðaárdalurinn er. Sóknarnefnd og framkvæmdaráð hennar hafa ekki viljað hefja framkvæmdir fyrr en fullnægt væri skilyrðum um trygga fjármögnun og að almennt safnaðarstarf muni ekki bíða hnekki vegna bágs fjárhags. Framkvæmdahraði verði líka að vera það mikill að viðkvæmt umhverfi kirkjunnar skaðist ekki. Fjárhagsstaða Árbæjarsóknar hefur alltaf verið traust. Í anda ábyrgrar fjármálastjórnar hefur verið leitað eftir stuðningi úr ýmsum sjóðum og úr ýmsum áttum. Framkvæmdanefnd sóknarnefndar hefur lagt sig alla fram um að kynna framkvæmdina og tryggja framgang hennar en lengstum ekki haft erindi sem erfiði. Nú finnst okkur vera komin staða til að breyta draumi í veruleika. Á merkum tímamótum í sögu Árbæjarsafnaðar sé við hæfi að skriður komist á byggingu Árbæjarheimilisins. Að tíu árum liðnum, á 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar, verða sautján ár liðin síðan hönnun Árbæjarheimilisins hófst eða jafnmörg ár og tók að byggja kirkjuna. Við erum ekki tilbúin að bíða svo lengi. Draumar geta ræst, vinnum að því saman!


Brýn þörf á

stækkun safnaðarheimilis U

m aldamótin síðustu var ljóst að starfið var fyrir löngu búið að sprengja utan af sér rýmið í kirkjunni. Við því þurfti að bregðast og fljótlega var farið að huga að stækkun. Einkum var litið til þess að bæta félagsaðstöðuna; safnaðarheimili, safnaðarsal og vinnuaðstöðu starfsfólks. Bygging kirkjunnar tók mið af þeim veruleika sem var í byrjun áttunda áratugar síðustu aldar. Prestar voru þá almennt með skrifstofuaðstöðu heima hjá sér. Starfsmaður kirkjunnar var presturinn, organisti í hlutastarfi/sjálfboðaliði og kirkjuvörður. Safnaðarfólk var á þriðja þúsundið. Síðan hafa heilu hverfin risið og safnaðarfólki fjölgað sem því nemur. Að sama skapi hafa með breyttri samfélagsmynd verið gerðar meiri kröfur til kirkjunnar um þjónustu. Nú eru í Árbæjarkirkju tveir prestar, tveir djáknar sem starfa við hlið presta að barna-, unglinga- og öldrunarstarfi, tveir kirkjuverðir, organisti og starfsmaður á skrifstofu að ótöldum þeim sem eru í hlutastarfi.

Sóknarpresturinn í eldhúsinu Sóknarpresturinn er með skrifstofu sem teiknuð var sem eldhús, presturinn í rými sem teiknað var sem geymsla, æskulýðsdjákninn í fatahenginu, öldrunardjákninn ekki með

Árbæjarkirkja 30ára 1987-2017

starfsaðstöðu sem neinu nemur og organistinn með eins fermetra rými ef það nær því þá. Gárungarnir segja að organistinn hafi verið ráðinn á þverveginn, sá eða sú sem passaði í rýmið. Kirkjuverðir hafa ekkert afdrep til að leggja frá sér persónulega muni, yfirhafnir eða annað.

Hvað rekst á annars horn Safnaðarsalurinn er eini salur kirkjunnar og annar engan veginn eftirspurn. Mest allt safnaðarstarf, barna- og unglingastarf og starf með öldruðum, fer fram í safnaðarsalnum sem þýðir að mjög oft þarf að hafna beiðni um að vera þar til dæmis með erfisdrykkju í kjölfar útfarar eða fermingarveislur. Um helgar rekst starfsemi sunnudagaskólans sífellt á skírnar-, afmælis-, fermingar- eða brúðkaupsveislur sem beðið er um að fá að hafa í safnaðarheimilinu.

Líflegt félagsstarf þarf rými Alla daga vikunnar og flest kvöld er eitthvað starf í kirkjunni, félags- eða safnaðarstarf. Hin ýmsu félagssamtök og klúbbar hafa þar aðstöðu eins og AA, Alanon, Kvenfélag Árbæjarsafnaðar, Soroptimistaklúbbur Árbæjar og Rótaryklúbbur Árbæjar, allt félög og samtök sem vinna í anda mannúðar og hjálpa náunganum. Ekki má gleyma kórastarfinu. Þarfir þessara

samtaka eru ólíkar varðandi rými og starfsemi. Nauðsynlegt væri að hvert starf hefði vísan aðgang að sínu. Því var Basalt arkitektastofa fengin af nauðsyn til að teikna safnaðar- og fjölnotasal vestan megin við núverandi kirkju eftir að hugmyndir höfðu verið mátaðar allt í kringum húsið.

Húsnæði fyrir þarfir framtíðar Þrátt fyrir nægjusemi og aðhald í fjármálum kirkjunnar verður ekki undan því vikist að horfa til framtíðar og þeirrar myndar sem við blasir til þess að geta boðið upp á starf fyrir alla aldurshópa þar sem nútíma tækni og fyrirkomulag er haft að leiðarljósi. Ef ekkert verður gert slokknar á því ljósi sem kirkjan er kölluð til að bera. Svo vel fari þarf húsnæði sem hentar hinum ýmsu störfum í kirkjunni án þess að rekast á hvers annars síðu og það sem meira er, ólíkir aldurshópar verða að geta á sama tíma sótt starf við sitt hæfi. Í sinni einföldustu mynd þá er núverandi húsnæði óhentugt bæði fyrir starfsfólk og þá fjölmörgu sem sækja kirkjuna hversdags eða á sorgar- og hátíðarstundum. Stundum reynist heldur alls ekki hægt að svara kalli um starf með ungmennum og öldruðum eða um leigu á sal fyrir dýrmætar stundir.

Útgefandi: Árbæjarkirkja 2017. Umsjón: Jón Baldvin Halldórsson ritstjóri, Heiðar Þ. Hallgrímsson, Ingunn Björk Jónsdóttir, Katrín Jónína Björgvinsdóttir, Krisztina Kalló Szklenár, Þór Hauksson. Aðstoð: Kristín Br. Kristinsdóttir, skrifstofustjóri kirkjunnar. Ljósmyndir: Katrín Jónína Björgvinsdóttir, Krissy, Einar Ásgeirsson, Jón Baldvin Halldórsson og fleiri. Hönnun: Sæmundur Freyr Árnason. Prentun: Prenttækni ehf.

3

Árbæjarkirkja 30 ára


Prósessía úr safnaðarheimilinu í nýja kirkjuskipið á vígsludegi Árbæjarkirkju 29. mars 1987 með kirkjumuni. Á róðukrossinum heldur Jóhann Björnsson. Breiðholt í baksýn Á forsíðumyndinni sést komið til kirkju. Myndir á vígsludegi: Ljósmyndasafn Reykjavíkur/ Sveinn Þormóðsson.

Árbæjarkirkja vígð 1987 Á

rbæjarkirkja var vígð 29. mars 1987. Biskup Íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígði, prestur var sr. Guðmundur Þorsteinsson og vígslubiskup, sr. Ólafur Skúlason, annaðist altarisgöngu. Meðhjálpari var Guðmundur Sigurjónsson. Lesarar voru Jóhann Björnsson, formaður sóknarnefndar, María Guðmundsdóttir sóknarnefndarmaður, Heiðar Þ. Hallgrímsson, formaður kirkjubyggingarnefndar, Rannveig Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Árbæjarsóknar og Sigmar Eyjólfsson, formaður Bræðrafélagsins. Kór Árbæjarsóknar söng, stjórnandi og orgelleikarar voru Jón Mýrdal og Pavel Smith. Við altarisgönguna flutti kórinn F-dúr messu Schuberts. Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lék utandyra fyrir vígsluathöfnina undir stjórn Ólafs L. Kristjánssonar. Árbæjarkirkja 30 ára

Við altarið: Jóhann Björnsson sóknarnefndarformaður, herra Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands, sr. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur.

H

austið 1982 var hafist handa við byggingu kirkjuskipsins ofan á safnaðarheimilið og það varð fokhelt tveimur árum síðar. Frágangi utanhúss lauk að mestu haustið 1985. Byggingarnefndina skipuðu Heiðar Þ.

4

Hallgrímsson formaður, Björgvin Halldórsson, Gylfi Konráðsson, Haraldur Haraldsson (kenndur við fyrirtækið Andra) og Sigurlaug Kristjánsdóttir. Fjölmargir fleiri komu svo að framkvæmdinni sjálfri.


Ljósstafir

G

lerlistaverkið á norðurvegg Árbæjarkirkju fyrir ofan altarið heitir Ljósstafir og er eftir listakonuna Rúrí. Herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, helgaði listaverkið í hátíðarmessu 11. október 1998. Verkið er tæpra 10 metra hátt og með 52 glereiningum, hver þeirra er 7 sentimetra þykk og 15 kíló að þyngd. Það er fest upp með ryðfrýjum stálnöglum. Kristalsgler er tærara og ljósbrotið skýrara en í venjulegu gleri. Glerið er fölgrænt og var liturinn valinn með hliðsjón af grænum tóni í steinflísunum á kirkjugólfinu. Það var steypt í Lindshammer í Svíþjóð og mótað þannig að í einingunum myndast ljósbrot. Haft var eftir Rúrí að hún hefði ósjálfrátt leitað til Biblíunnar við gerð Ljósstafa, tærleiki og ljós hafi táknræna merkingu og sé með því vísað til bæði náttúrunnar og kristinnar trúar. Hún tileinki verkið samferðamönnum sínum, lífs og liðnum. Upphafið að því að Ljós-

S

stafir voru gerðir má rekja til þess að ung stúlka í Árbæjarhverfi, Ásdís Kolbeinsdóttir, lést árið 1990 á 22. aldursári úr bráðasjúkdómi. Hún hafði verið áhugasamur nemandi í sunnudagaskólanum og gjarnan haft yngri bróður sinn með. Honum kenndi hún bænir og að tilbiðja Drottinn. Foreldrar Ásdísar, Bryndís Jóhannesdóttir og Kolbeinn Finnsson, og aðrir vandamenn stofnuðu minningarsjóð við kirkjuna til að standa undir kaupum á altarislistaverki á kórgaflinn sem í rötuðu margar stórgjafir. Í hátíðarmessunni lýsti sr. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur listaverkinu þannig: „Þrír ljósstafir falla sem af himnum ofan yfir altari kirkjunnar. Með þeim er túlkuð sú von, sem í honum felst, er sagði Ég er ljós heimsins og þess Guðs, er í öndverðu og við upphaf vega lét ljós verða í heimi. Hér er sýnd tenging við almættið, tenging tveggja heima tjáð og minna ljósstafirnir þrír jafnframt á heilaga þrenningu.“

unnudaginn 27. október 1985, á þakkargjörðardegi, var í fyrsta skipti haldin guðsþjónusta í ófullgerðu kirkjuskipi Árbæjarkirkju. Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts lék ættjarðarlög og sígild lög á undan athöfninni. Sr. Guðmundur Þorsteinsson þjónaði fyrir altari, Kirkjukór Árbæjarsóknar söng og Ingibjörg Marteinsdóttir var einsöngvari. Kirkjuorganistinn Jón Mýrdal lék undir. Í lok guðsþjónustunnar flutti dómprófastur, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup, ávarp og Heiðar Þ. Hallgrímsson, formaður kirkjubyggingarnefndar, skýrði frá gangi byggingarstarfsins. Að lokinni athöfn var kirkjugestum boðið upp á kaffi og meðlæti í kirkjuskipinu.

S

kírnarfonturinn er úr íslensku grágrýti úr Seláshæð. Steinsmíðina önnuðust Sveinbjörn Runólfsson og S. Helgason hf. steinsmiðja. Steinninn var látinn halda náttúrlegum útlínum sínum. Ofan í hann er felld skírnarskál úr messing eftir Dóru Jónsdóttur gullsmið sem var gjöf prestshjónanna, sr. Guðmundar og frú Ástu, til minningar um son sinn sem lést 9 daga gamall. Þau höfðu áður gefið róðukrossinn sem var í safnaðarheimilinu en fékk nú varanlegan sess á altari kirkjunnar. Stjakana tvo á altarið gaf Jón Ásgeirsson, rafstöðvarstjóri og safnaðarfull-

5

trúi. Bænastjakarnir, þar sem fólk kveikir á kerti fyrir ástvini sína, komu hins vegar löngu seinna og voru gerðir fyrir fé úr sjóði Bræðrafélagsins þegar það var lagt niður. Þessir komu að verki: Innanhússhönnun: Manfreð Vilhjálmsson. Rafkerfi og lýsing: Rafhönnun hf. Meistari trésmíða að fokheldisstigi: Haraldur Haraldsson. Trésmíði að utan við lokaáfanga að fokheldisstigi: Emil Gíslason trésmíðameistari. Byggingarstjórn: Konráð Ingi Torfason. Múrverk og flísalögn: Björgvin Halldórsson. Pípulagnir: Sverrir Sigurðsson. Raflagnir, ljósa- og hljóðtæknibúnaður: Hannes Vigfússon. Málun: Ingvar Þorvaldsson. Árbæjarkirkja 30 ára


Við byggjum

Árbæjarheimilið við Árbæjartorg

Á

rbæjarsöfnuður hefur stækkað mikið á þeim rúmu 40 árum sem liðin eru síðan ákveðið var að reisa safnaðarheimili og kirkju fyrir bæði kirkjulega og félagslega starfsemi í söfnuðinum. Nú búa yfir 11 þúsund manns í Árbæjarsókn og safnaðarheimilið er fyrir löngu orðið alltof lítið. Því voru arkitektar kirkjunnar fengnir til þess að teikna nýtt og stærra safnaðarheimili. Þörfin er mikil og vonir bundnar við það að hægt verði að ráðast í framkvæmdir hið fyrsta. Framvindan ræðst af fjármagni. Ráðdeild hefur einkennt byggingarsögu Árbæjarkirkju en líka þor og dugur hjá velunnurum hennar og af þeirri braut stendur ekki til að víkja til að reisa Árbæjar­heimilið, sem svo hefur verið nefnt. Nýbyggingin verður á þremur hæðum með aðalinngangi frá núverÁrbæjarkirkja 30 ára

6


andi bílastæðum norðan kirkjunnar. Stórt stigarými að­skilur kirkju frá nýbyggingu. Í því verður hægt að hafa samkomur og viðburði, jafnvel messur. Á fyrstu hæð nýbyggingar, í góðum tengslum við kirkjuna, verða skrif­stofur. Núverandi skrifstofurými prests, geymslu og stiga í kirkjunni verður breytt í kapellu. Félagsstarfsemi í Árbæjarheimilinu verður á hæðinni fyrir neðan, bæði í nýbyggingu og núverandi byggingu. Á neðstu hæðinni verður aðal sam­komusalur safnaðar­ heimilisins fyrir mannfagnaði og menningarstarfsemi. Þetta verður 240 fermetra fjölnotasalur, í góðum tengslum við Elliðaár­dalinn. Stigar og lyfta tengja hæðirnar saman og snyrtingar og fatahengi verða á öllum hæðum.

Söfnunarreikningur 0113-15-630348 kt. 420169-4429

7

Árbæjarkirkja 30 ára


Fólkið mitt nefndi mig stundum

„Kortes“

Sr. Guðmundur Þorsteinsson er Húnvetningur að ætt, fæddur í Steinnesi í Þingi árið 1930. Hann varð stúdent 1952 og lauk guðfræðiprófi 1956. Sama ár var hann vígður að Hvanneyri í Borgarfirði. Þar var Guðmundur þangað til hann var kosinn prestur í nýju Árbæjarprestakalli. Hann tók við starfi sínu þar 1. janúar 1971 og gegndi því til aldamótanna 2000. Eiginkona sr. Guðmundar var Ásta Bjarnadóttir sjúkraliði.

Þ

að er glettni í augum, röddin styrk, hugurinn kvikur og líkaminn hraustlegur. Hann ber aldurinn vel. Það er fagurt að líta út um stofugluggann hjá honum í Sjálandshverfinu í Garðabæ, sjórinn leikur við ströndina rétt fyrir framan og Álftanesið blasir við. Forsetasetrið á Bessastöðum er fyrir miðri þessari náttúrumynd stofugluggans. Hann er sveitamaður að norðan sem hafði áhuga á grísku og latínu og langaði að verða kennari en varð prestur. Ævistarfið gaf honum mikið og hann gaf öðrum mikið. Sérstaklega íbúum Árbæjarhverfis sem hann þjónaði sem prestur í þrjá áratugi og naut virðingar og vinsælda. Hann sóttist eftir að þjóna söfnuði sem var að stíga sín fyrstu skref og átti ekki einu sinni kirkju, nema litla torfkirkju í safni. Allt það breyttist í hans tíð.

Í kirkjulausa sókn Af hverju að sækja um að verða prestur í kirkjulausri sókn? „Ég hafði nú lofað konunni minni því að sækja síðar um í Reykjavík ef hún kæmi með mér upp á Hvanneyri. Það varð úr. Svo kom annað líka til, börnin okkar voru að vaxa úr grasi og þurftu að afla sér menntunar og það var ekki svo þægilegt fyrir prest að reka tvö heimili, annað í Reykjavík og hitt á Hvanneyri. Þetta var því líka af praktískum ástæðum.“ Prestkosning? „Já, maður var alveg tilbúinn í það og þetta var dálítið heit Árbæjarkirkja 30 ára

Sr. Guðmundur Þorsteinsson í ræðustól í Árbæjarkirkju.

kosning, mjótt á mununum. En svo urðu þetta allt bestu vinir mínir. En fólk sagði reyndar í gríni „ja, við kjósum alla vega Guðmund“.“ Hinn frambjóðandinn var sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Léleg aðstaða? „Já, já. Ég var alveg tilbúinn í það en auðvitað bjargaði miklu að maður fékk aðstöðu í barnaskólanum. Skólastjórinn var mjög lipur með að útvega aðstöðu fyrir barna- og æskulýðsstarf og guðsþjónustur. Og svo var Árbæjarsafnskirkjan líka, góð og notaleg fyrir aukaverk eins og giftingar og skírnir. Þetta bjargaði miklu

8

og líka Framfarafélagshúsið, ég var með barnaspurningar þar um tíma. En það var ljóst að við þyrftum nýtt húsnæði og fyrir nokkru komin kirkjubyggingarnefnd með kraftmiklu fólki. Margt þetta fólk sem starfaði með mér var afskaplega duglegt og áhugasamt.“ Það varð ekkert úr því að byggja kirkju á Seláshæðinni, eins konar sjómannakirkju, innsiglingarmerki fyrir sjómenn eins og talað var um. Kirkjunni var hins vegar valinn staður í miðju hverfi og mikið lagt upp úr félagslegu hlutverki hennar. „Það var lögð áhersla á að


kirkjan yrði ekki minnismerki heldur umgjörð um lifandi starf og því var þessi staðsetning ákveðin.“

Lítið frá hinu opinbera Sóknarpresturinn nýi var stundum ómyrkur í máli út í hið opinbera vegna slælegs stuðnings við uppbyggingu kirkna og safnaðarheimila. „Það voru engir styrkir frá ríkinu til kirkjubygginga, borgin var hins vegar með sérstakan sjóð sem hét „Kirkjubyggingarsjóður Reykjavíkur“ sem úthlutað var úr árlega til þeirra safnaða sem stóðu í kirkjubyggingu. Það var mikið þras og stapp að fá borgina til að hækka framlög í þennan sjóð vegna þess að lítið kom í hlut hvers ef margar kirkjur voru í byggingu samtímis. Við lentum einmitt í því að það voru fleiri um hituna. Í annan stað var svo sjóður Strandarkirkju sem hægt var að sækja um lán í. Að öðru leyti voru þetta aðeins sóknargjöldin og fjáröflun safnaðarins. Sóknargjöldin voru bara svo lág að þau hrukku varla fyrir brýnustu þjónustu eins og að borga organista, meðhjálpara og kirkjuverði.“ En var þá ekki nánast óðs manns æði að fara í svona stóra framkvæmd? „Ja, þetta gerðu menn á svipuðum tíma, eins og söfnuðurnir þrír í Breiðholti. Þar komu menn að tómum kofanum í byrjun og urðu að byggja allt upp frá grunni.“

Fullt safnaðarheimili af söfnunarglerjum Erfið kirkjubygging reyndi á marga, ekki síst sóknarprestinn sem hafði safnaðarstarfið á herðunum en varð líka að vera í forystu fyrir fjármögnun framkvæmdanna. „Þetta hélt manni vakandi og gangandi í starfinu en það var náttúrlega númer eitt, tvö og þrjú að eignast viðunandi starfsaðstöðu, vera ekki upp á aðra kominn með það. Við til dæmis fermdum lengi vel í Dómkirkjunni og höfðum sumardaginn fyrsta til afnota því þá var kirkjan ekki notuð. Þar fermdust flest börn fyrstu árin.“

Þú sérð ekki árangurinn af sáðmannsstarfinu á augna­blikinu en maður vonar að það beri ávöxt hjá þeim sem voru jarðvegur fyrir sáðkorn guðs­ríkisins.“

Það voru stofnuð félög; Kvenfélag, Æskulýðsfélag og Bræðrafélag. Tilgangur þeirra allra var að einhverju marki tengdur kirkjubyggingu. „Menn sáu að það varð að koma upp viðunandi starfsaðstöðu fyrir söfnuðinn, það var óhjákvæmilegt. Í Bræðrafélaginu voru til dæmis þó nokkrir öflugir menn, sumir með fyrirtæki og voru rausnarlegir, létu fé af hendi rakna.“ Það var samstaða í sókninni um kirkjubygginguna. Engum duldist að í Árbæjarhverfið bráðvantaði kirkju en hins vegar varð samkeppni um fjármagnið. Þetta voru ár uppbyggingar. „Fylkir var til dæmis í sömu stöðu og við og þurfti að byggja upp aðstöðu fyrir sína nauðsynlegu starfsemi fyrir æskulýðinn. Það var því eðlilegt að á vissan hátt yrði samkeppni við kirkjuna, þarna var verið að fara í sömu vasana hjá fólkinu en gekk þó árekstralaust að mestu.“ En í hverju var fjáröflunin fólgin? „Hún var fólgin í því að selja hluti, undir lokin vorum við meira að segja með bílhappdrætti. Það voru spilakvöld, kaffiveitingar, kökubasarar, mál­ verkauppboð, bingó og allt mögulegt annað gert til að afla fjár. Allt niður í það að safna glerjum og selja. Ég man eftir því einu sinni að gangurinn í safnaðarheimilinu var svo þakinn af glerjum að það var ekki hægt að fara þar um.“ En kannast þú við nafnið Kortes? „Já, ég kannast við það. Bræðrafélagið var með jólakortasölu og þar vorum við meðhjálparinn fremstir í flokki í

9

sölunni, hann seldi meðal fólksins og ég meðal atvinnurekendanna. Við vorum til skiptis söluhæstir. Fólkið mitt grínaðist með þetta og nefndi mig stundum Kortes í þessu sambandi!“

Sáðmaður Hvernig leið svo presti á vígsludegi nýju kirkjunnar? „Ja, bara strax á vígsludegi safnaðarheimilisins þá var það óumræðilegur léttir að vera ráðandi yfir eigin húsnæði. Hugsa sér bara muninn, loftið í hátíðarsal Árbæjarskóla var til dæmis þannig hljóðeinangrað að það voru alveg vandræði að tóna þar. Meira að segja þegar Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson komu og voru fengnir til að syngja þar við guðsþjónustu þá þótti þeim það bara erfitt. Svo þegar maður kom í safnaðarheimilið, þar sem voru allar athafnir nema jarðarfarir sem voru í kirkjum hér og þar, þá fannst manni maður bara vera orðinn einsöngvari, það var svo góður hljómburður. Þetta var sannarlega stór áfangi og ég tala nú ekki um þegar kirkjan sjálf kom. Hún reyndist okkur vel, sumum líkaði að vísu ekki útlitið í byrjun en sannleikurinn var nú samt sá að þegar þeir komu inn og sáu allan hreinleikann og birtuna þá voru menn fljótir að skipta um skoðun. Þetta væri nú bara býsna falleg kirkja. En hún er hins vegar kannski ekki nógu stór núna miðað við þennan stóra söfnuð sem orðinn er. Þess vegna er eðlilegt að það sé á döfinni að stækka.“ Sr. Guðmundur Þorsteinsson er ánægður með ævistarfið og sér ekki eftir því að hafa fylgt í fótspor föður síns sem í sínum prestskap þjónaði meðal annars á Þingeyrum. „Ég hef aldrei efast um að hafa valið rétt En svo er alltaf spurning um uppskeru starfsins. Ef þú ert málari þá sérðu vel þegar búið er að mála og getur dáðst að því að fallega sé gert. En þú sérð ekki árangurinn af sáðmannsstarfinu á augnablikinu en maður vonar að það beri ávöxt hjá þeim sem voru jarðvegur fyrir sáðkorn guðsríkisins.“ Árbæjarkirkja 30 ára



Safnaðarheimilið rislága Í fyrstu var safnaðarstarfið í Árbæjarskóla en auk þess hafði söfnuðurinn afnot af gömlu safnkirkjunni í Árbæ. Fljótt var þó hafinn undirbúningur að byggingu safnaðarheimilis og kirkju, meðal annars með skipan byggingarnefndar til að starfa með sóknarnefndinni. Formaður hennar var Guðjón Petersen. Sr. Guðmundur Þorsteinsson sóknarprestur tók fyrstu skóflustungu að nýju 370 fermetra safnaðarheimili 26. ágúst 1973 að viðstöddum biskupi Íslands, herra Sigurbirni Einarssyni. Húsið varð hins vegar um 600 fermetrar. Hátíðarhöld hófust kl. 11:00 um morguninn þar sem voru sungnir sálmar, flutt ávörp og afhentar gjafir í byggingarsjóð. Eftir hádegi var skrúðganga í Árbæjarsafn þar sem var hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni, að viðstöddum biskupshjónum og prófasti, og síðan skemmtidagskrá á Árbæjartúni. Í tilefni dagsins voru seld merki sem giltu sem aðgöngumiði að hátíðarhöldunum. Ágóðinn nam tæpum 80 þúsund krónum. Framkvæmdir hófust við safnaðarheimilið vorið 1974 og heildarkostnaður varð um 45 milljónir króna. Safnaðarheimilið er jarðhæð sjálfs kirkjuskipsins. Þar er sam-

Þegar grunnur var tekinn að safnaðarheimilinu var ákveðið, að tillögu Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts kirkjulóðarinnar, að flytja ekki jarðveginn burtu en moka honum þess í stað fram fyrir nýbygginguna og nýta seinna til jarðvegsmótunar. Þetta er núna hóllinn sem börn í Árbæjarhverfi hafa í þrjá áratugi notað til þess að renna sér niður þegar snjór hylur jörð.

komusalur, tvö lítil herbergi fyrir sóknarfélög, eldhús, skrifstofa sóknarprests, snyrtiherbergi, fatageymslur og anddyri. Heldur þótt safnaðarheimilið rislágt meðan sjálft kirkjuskipið var ekki komið ofan á það. Eitt dagblaðanna sló upp fyrirsögn þess efnis að þarna væri lægsta þak í heimi. Bráðabirgðaþakið yfir safnaðarheimilinu var klætt bárujárni og hafði haldið vel vatni. Þegar framkvæmdir við kirkjuskipið hófust þurfti hins vegar að rjúfa það á jöðrunum og því var þakið nánast opið nokkra mánuði í mikilli vætutíð. Það þurfti þess vegna oft að kalla á sjálfboðaliða í vatnsaustur í stórrigningum til að safnaðarheimilið sjálft yrði ekki fyrir skemmdum. Biskup Íslands, herra Sigurbjörn

Einarsson, vígði safnaðarheimilið rislága á pálmasunnudegi 19. mars 1978 en fyrsti fundur sóknarnefndar hafði verið haldinn í því 1. febrúar. Farin var skrúðganga úr hátíðarsal Árbæjarskóla í nýja safnaðarheimilið en söfnuðurinn hafði í rúm 7 ár haft afnot af húsnæði skólans fyrir starfsemi sína, auk safnkirkjunnar í Árbæ. Safnaðarheimilið var svo hin eiginlega kirkja Árbæjarsafnaðar þangað til Árbæjarkirkja var vígð. Við undirbúning byggingar safnaðarheimilis og kirkju var alltaf lögð rík áhersla á það að í húsinu yrði athvarf fjölbreytts félagsstarfs í ört vaxandi hverfi. Um tíma stóð jafnvel til að starfsemi Æskulýðsráðs fengi þar inni. Úr því varð þó ekki því borgaryfirvöld ákváðu um sama leyti að byggja Ársel og þótti sumum vel í lagt að hafa tvö félagsheimili nánast við sömu götu og skólann auki. Þessir komu að verkinu: Byggingarmeistari: Haraldur Haraldsson. Múrari: Björgvin Halldórsson, Marías Þ. Guðmundsson. Rafvirkjameistari: Hjörleifur Þórlindsson. Pípulagningameistari: Oddur Möller. Málarameistari: Ingvar Þorvaldsson. Dúklagningameistari: Gunnlaugur Jónsson

Kirkjunni var breytt

Á

rbæjarkirkja tók upphaflega um 150 manns í sæti í kirkjusal en með því að bæta við lausum stólum þar og renna frá léttu þili og opna inn í samkomusalinn var rými í kirkjunni fyrir rúmlega 300 manns. Í fyrstu var búið til söngloft sem var hengt upp í loftsperrurnar á milli salanna tveggja. Þar var komið fyrir rafmagnsorgeli. Söngloftið var notað þangað til pípuorgelið kom í kirkjuna árið 2000. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni í aðdraganda þess sem fólust í því að taka söngloftið niður og breyta

Það þurfti að opna austurhliðina og bæta við orgelhvelfingu til að koma pípuorgelinu fyrir.

kirkjuskipinu til að færa orgelið og kórinn niður á gólfið. Þar hafði upphaflega staðið til að hafa orgel og kór. Hins vegar var ekki nóg rými fyrir stórt pípu-

11

orgel og því var gert op á austurvegg kirkjunnar og búin til hvelfing fyrir pípurnar. Skilrúmið í kirkjunni var um leið fært aftar og kirkjubekkjum fjölgað. Altarið var líka hækkað og settur gluggi á vesturvegginn til að hleypa inn meiri birtu. Jafnframt var sett upp altarisverkið Ljósstafir eftir listakonuna Rúrí. Eftir breytingarnar tók kirkjan tæplega 400 manns í sæti þegar þil skipti ekki sölunum tveimur og þannig hefur verið síðan. Þessum endurbótum á kirkjunni lauk á 30 ára afmæli safnaðarins árið 1998. Árbæjarkirkja 30 ára


Fjáröflunarleiðir voru margar Á

Safnaðarfélög, Kvenfélag Árbæjarsóknar, Bræðafélagið og Kirkjukór Árbæjarsóknar lögðu til verulegt fé og sérstök fjáröflunarnefnd, skipuð félögum úr hinum ýmsu starfsfélögum safnaðarins, var mjög atorkusöm. Hún stóð annað slagið fyrir bingókvöldi, hlutaveltu, basar og fjölskylduskemmtun, böggla- og kökuuppboði og efndi til almennrar fjársöfnunar í prestakallinu. Einnig voru seld minningarkort til styrktar kirkjubyggingunni og gefinn út auglýsingabæklingur. Margir lögðu mikið af mörkum til byggingarinnar með sjálfboðaliðastarfi.

rbæjarsöfnuður þurfti, eins og svo margir aðrir söfnuðir landsins, að leggja mikið á sig til að fjármagna byggingu safnaðarheimilis og kirkju vegna takmarkaðra styrkja frá ríkinu og sveitarfélaginu, þ.e. frá kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkurborgar og kirkjubyggingarsjóði ríkis­ ins. Kirkjubyggingarnefnd var stofnuð á almennum safnaðarfundi í mars 1970 sem starfaði við hlið sóknarnefndar. Aðalþungi af framkvæmdum við byggingu safnaðarheimilisins hvíldi á söfnuðinum sjálfum, fégjöfum fólks í honum og fórnfýsi.

Sjö ára bekkjarsystur í Árbæjarskóla efndu til fjársöfnunar til kirkjubyggingarinnar haustið 1974. Þær söfnuðu 15.480 krónum og afhentu sóknarprestinum.

Formenn kirkjubyggingarnefndar voru í byrjun Magðalena S. Elíasdóttir, Geirlaugur Árnason og Guðjón Petersen og frá 1974 og fram að vígslu Árbæjarkirkju Heiðar Þ. Hallgrímsson verkfræðingur.

Kosið var til sveitarstjórna á Íslandi 22. maí 1982. Fjáröflunarnefnd og kirkjubyggingarnefnd stóðu þann dag fyrir söfnun á kjörstað við Árbæjarskóla fyrir kirkjubyggingu í Árbæ. Það söfnuðust 24.375 krónur.

Fjáröflunarnefnd Árbæjarsafnaðar stóð fyrir stórbingói í Súlnasal Hótels Sögu 1. nóvember 1973 og aftur 14. maí 1974. Allur ágóði rann í byggingarsjóð safnaðarheimilisins. Í boði voru stórglæsilegir vinningar, þar á meðal utanlandsferðir. Í fjáröflunarnefndinni var einn fulltrúi frá safnaðarstjórn, kirkjubyggingarnefnd, Bræðrafélaginu, Æskulýðsfélaginu, Íþróttafélaginu Fylki, Framfarafélagi Seláss og Árbæjarhverfis og Kvenfélagi Árbæjarsóknar.

Fyrsti kirkjudagur Árbæjarsafnaðar var með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 5. desember 1971. Ákveðið hafði verið að helga framvegis einn dag árlega til styrktar kirkju- og safnaðarheimilisbyggingu og öðru safnaðarstarfi. Fyrir kirkjudeginum stóðu kirkjubyggingarnefndin, Kvenfélagið og Bræðrafélagið.

Árbæjarkirkja 30 ára

12


Upphaf æskulýðsstarfs í Árbæjarkirkju Æ

skulýðsfélag Árbæjarsafnaðar var stofnað þann 14. nóvember 1971 og var fyrsti formaður þess Oddur Albertsson. Um 60-70 ungmenni komu á fyrsta fundinn. Á fundinum voru félagslög kynnt. Samkvæmt félagslögum var félagið opið öllum unglingum 18 ára og yngri. Markmið félagsins er að benda ungu fólki á Jesú Krist auk þess að gefa unglingum kost

á uppbyggilegum og heilbrigðum samverustundum og uppfylla félagslega þörf þeirra. Í upphafi voru fundir haldnir mánaðarlega þar sem skiptist á gaman og alvara. Æskulýðsfélagið hefur starfað nær óslitið síðan. Félagið fékk síðar nafnið Lúkas og gekk undir því nafni fram til ársins 2012 þegar æskulýðsfélagið tók upp gælunafnið saKÚL sem er Lúkas lesið aftur á bak.

Fræðsla og fjör í Æskulýðsfélaginu saKÚL Æskulýðfélagið saKÚL er stórt og kraftmikið og eflir samskipti ungmenna í hverfinu. Á hverjum fundi eru um 30 manns og allir verða vinir. Fólk sem talar ekkert saman í skólanum fer að gera það á æskulýðsfundum.

É

g byrjaði að mæta í Æskulýðsfélagið árið 2013 og hef alltaf haft gaman af því, eins og flestir vinir mínir”, segir Úlfhildur Elín Guðmundsdóttir, formaður saKÚL. „Þetta eykur vinskap alveg svakalega mikið og ég get sagt það sjálf að mínum bestu vinkonum kynntist ég í æskulýðsstarfinu. Það sem fólk misskilur mest við starfið er að það heldur að þetta sé eins og messa. Krakkar halda að við séum allan tímann að lesa Biblíuna eða biðja, sem er svo rangt. Við reynum okkar besta að gera dagskrána fjölbreytta og skemmtilega, eitthvað sem öllum finnst gaman. Til að nefna eitthvað þá eru spilafundir, pálínuboð, bíókvöld og fræðslufundir. Við reynum að hafa einn fræðslufund á önn og breyta fræðslunni þannig að fólk sem er búið að vera lengi fái ekki sömu

febrúarmót Æskulýðsfræðsluna mörg ár í sambands kirkjunnar röð. Við förum þó alltaf í Reykjavíkurprófastmeð bænir í byrjun og dæmum (ÆSKR) í enda hvers fundar og Vatnaskóg. En þetta eru syngjum saman nokkur ekki einu ferðirnar. Við lög. Starfið er í heild förum líka til útlanda, sinni eins konar samí maí 2017 fer saKÚL blanda af félagslífi og til dæmis til Ungverjatrúarlífi. lands í ungmennaskipti. Við erum með ungVið fengum Erasmus+ mennaráð í saKÚL. Það styrk frá Evrópu unga samanstendur af átta Úlfhildur Elín fólksins. Krakkarnir í ungmennum sem aðrir Guðmundsdóttir, í starfinu kjósa. Helsta formaður æskulýðs- saKÚL tóku þátt í umfélagsins saKÚL sóknarferlinu og voru verkefni ráðsins er að með í að skrifa umsóknhalda uppi stemningu ina. Þarna fáum við að kynnast hópsins, auka áhuga krakkana í nýju fólki og menningu þess, starfinu og svo búa til dagskrá viðhorfum og væntingum til fyrir hverja önn. Ungmennaráðframtíðarinnar. Kynnast hvernig ið er eins konar millivegur frá líf þess er og hvaða möguleika krökkunum og til starfsmanna það hefur til menntunar og að fá um það hvernig má bæta starfið. vinnu við sitt hæfi síðar á ævinni. Á hverju ári förum við tvisvar Þetta verður reynsla sem mun í ferð með öðrum kirkjum, á fylgja okkur alla ævi.” Landsmót æskulýðsfélaga og á

13

Árbæjarkirkja 30 ára


Pípuorgelið O

rgelið í Árbæjarkirkju var smíðað á orgelverkstæði Björgvins Tómassonar á Blikastöðum í Mosfellsveit og var 20. verkið þaðan (Opus 20). Það hefur 22 raddir sem skipast á tvö hljómborð og pedal. Pípurnar eru 1.454, þar af 144 trépípur smíðaðar úr eik og furu. Málmpípurnar eru úr tin- og blýblöndum. Pípur­ nar í framhlið eru úr 75% tini. Þær voru burstaðar með stálull til að ná mattri áferð. Orgelhúsið er úr amerískri furu sem var hvítbæsuð áður en hún var lökkuð. Orgelið hefur mekanískan áslátt en raddtengsl eru raddknúin og tengd svokölluðum „Setzer“. Biskup Íslands, hr. Karl Sigurbjörnsson, helgaði nýja pípu­ orgelið sunnudaginn 26. mars 2000, í fyrstu fermingarmessunni það vor og nýja orgelinu var

Árbæjarkirkja 30 ára

fagnað með tónleikum 30. mars. Kirkjukór Árbæjarsafnaðar hafði forgöngu um kaup á pípuorgelinu, undir forystu Marisar Guðmundssonar múrarameistara, formanns kórsins, og Geirlaugs Árnasonar, organista kirkjunnar. Kórfélagarnir stofnuðu „Orgelsjóð“ á þann hátt að þeir greiddu tvær krónur í hvert skipti sem þeir mættu á æfingar. Í sjóðinn safnaðist svo með öðrum hætti, til dæmis var fyrsta peningagjöfin í hann frá brúðhjónum sem gefin voru saman í Árbæjarkirkju. Kórinn söng við hjónavígsluna. Árbæjarsöfnuður eignaðist lítið einnar raddar pípuorgel árið 1975. Orgelið var keypt af Fíladelfíusöfnuðinum og því fyrst komið fyrir í sal Árbæjarskóla og síðar í nýja safnaðarheimilinu. Þegar nýja kirkjan var tekin í notkun

14

Jón Mýrdal organisti og kirkjukórinn á söngloftinu.

stóð valið um að kaupa fyrir tvær milljónir rafmagnsorgel með tölvuheila sem gæti hermt eftir stórum pípuorgelum eða ráðast í kaup á stóru orgeli fyrir á annan tug milljóna. Vegna bágrar fjárhagsstöðu safnaðarins var fyrri kosturinn valinn. Keypt var Allan rafmagnsorgel sem var á söngloftinu þar til stóra pípuorgelið var tekið í notkun.


Tónverkið Píslargrátur í tilefni af kirkjuafmælinu Í tilefni af 30 ára afmæli Árbæjarkirkju hefur Sigurður Bragason, söngvari og tónskáld, samið tónverkið „Píslargrát” til flutnings í maí 2017 í Árbæjarkirkju og Skálholti. „Fyrir nokkrum árum var ég að leita að trúarlegum ljóðum vegna laga er ég hugðist semja fyrir Kammerkór Reykjavíkur, kór sem ég stofnaði fyrir 14 árum. Ég hreifst mjög af ljóðum Jóns Arasonar biskups á Hólum (14841550) og samdi við þau nokkur lög,” segir Sigurður Bragason „Þegar Krisztina Kalló, organisti Árbæjarkirkju, hafði samband við mig og spurði mig hvort ég vildi semja lagrænt verk fyrir kór, einsöngvara og orgel í tilefni af afmæli Árbæjarkirkju þá kom mér í hug eitt af hinum frábæru ljóðum Jóns sem heitir „Píslargrátur”. Verk mitt við þetta ljóð hef ég reynt að semja á sem fjölbreyttastan hátt. Í verkinu er kór sem syngur upp við altarið og

Sigurður Bragason

einnig bergmálskór sem er staðsettur í hinum enda kirkjunnar. Ég ákvað að hafa einsöngvara sem syngja í kross og bergmála hvern annan ásamt því að syngja sín einsöngsatriði. Þeir verða m.a. staðsettir í öllum fjórum

Kór Árbæjarkirkju K irkjukór í Árbæjar- og Selásbyggðum var stofnaður 9. febrúar 1958 og honum sett lög og kosin stjórn. Frumkvæði að því hafði Aðalbjörn Sigfússon söngstjóri. Kórinn var að stofni til myndaður upp úr tvöföldum kvartett sem Aðalbjörn stjórnaði. Síðan bættust kvenraddir inn í sem voru konur kórfélaganna og konur forystumanna í Framfarafélaginu. Kórinn mun fyrst hafa sungið við guðsþjónustu árið 1960 hjá séra Bjarna Sigurðssyni á Mosfelli í ófullgerðu húsi Framfarafélagsins. Þar æfði kirkjukórinn og söng svo við messur og fleiri athafnir hjá frumbyggjunum. Kolbeinn Steingrímsson var formaður kórsins fyrsta árið, Aðalbjörn Sigfússon síðan til

Barnakór Árbæjarsafnaðar var stofnaður í organistatíð Sigrúnar Steingrímsdóttir, í samvinnu við skólana í sókninni. Stjórnendur voru Sigrún og Guðlaugur Viktorsson tónmenntakennari. Þessi kór starfar ekki lengur. Í organistatíð Pavel Smid var stofnaður gospelkór sem nú kallast Gospelkór Árbæjar- og Bústaðakirkna.

ársins 1967 og Marís Guðmundsson til 1975. Núverandi formaður er Ingunn Sigurðardóttir. Aðalbjörn var söngstjóri fyrstu 10 árin og síðar Hjalti Þórðarson organleikari við Lágafellskirkju.

15

höfuðáttum kirkjunnar. Ljóð Jóns er frábært verk um pínu Krists á krossinum en hann var síðasti biskup á Íslandi í kaþólskum sið. Hann var hálshöggvinn ásamt tveimur sonum sínum árið 1550 í Skálholti.”

Geirlaugur Árnason organleikari var söngstjóri frá 1970 til dauðadags 1981. Núverandi kórstjóri og organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Þegar Árbæjarsókn varð formlega til árið 1968 var nafni kórsins breytt í Kirkjukór Árbæjarsóknar sem síðar varð Kór Árbæjarkirkju. Kórinn hefur sungið við messur og kirkjulegar athafnir, haldið sjálfstæða tónleika og tekið þátt í sameiginlegum söngverkefnum svo sem með Kór Grafarvogskirkju og Kór Guðríðarkirkju. Kórinn hefur farið í utanlandsferðir, til dæmis Bandaríkjanna, Grænlands, Ungverjalands, Kanaríeyja, Svíþjóðar, Tékklands, Danmerkur, Póllands og síðast til Rómar á Ítalíu. Árbæjarkirkja 30 ára


Bræðrafélagið

B Fremri röð: Guðbjörg Guðmundsdóttir, Alda M. Magnúsdóttir, María H. Kristinsdóttir. Miðröð: Magnhildur Sigurbjörnsdóttir, Ólafía S. Hansdóttir, Anna S. Helgadóttir, María Jónsdóttir. Aftast: Guðbjörg K. Pálsdóttir.

Kvenfélagið K venfélag Árbæjarsóknar var stofnað í anddyri Árbæjarskóla 3. desember 1968 af 96 konum og er því jafn gamalt sókninni. Fyrsti formaður þess var Margrét S. Einarsdóttir. Það lét strax mikið til sín taka í kirkju- og líknarmálum, fræðslu og menningarmálum og setti á fót hinar ýmsu nefndir svo sem kirkjunefnd, basarnefnd og skemmtinefnd. Kvenfélagið var mjög öflugt í fjármögnun allrar kirkjubyggingarinnar frá upphafi, lagði til dæmis verulegt fé til safnaðarheimilisins, klukkuturnsins og síðan kirkjuskipsins. Aðalfjáröflunardagur þess var 3. desember ár hvert og þá var aflað fjár með merkjasölu. Kvenfélagið seldi líka oft kaffi í fjáröflunarskyni, var með basar, hélt verðlaunasamkeppni um kökuog mataruppskriftir og gaf út fermingarkort. Ágóði af sölu kortanna rann til kirkjubyggingarinnar. Kvenfélag Árbæjarsóknar starfar enn í þeim sama anda og verið hefur í tæp 50 ár. Núverandi formaður er Magnhildur Sigurbjörnsdóttir. Árbæjarkirkja 30 ára

Konur í Kvenfélagi Árbæjarsóknar á samkomu í safnaðarheimilinu árið 1983.

16

ræðrafélag Árbæjarkirkju var stofnað 10. október 1971 í Árbæjarskóla. Stofnfélagar voru 47 talsins og fyrsti formaður þess var Gunnar Snorrason. Meginstefna félagsins var að efla kirkju- og safnaðarlíf í sókninni og vinna að framgangi kirkju- og safnaðarheimilisbyggingar, virkja sem flesta til þátttöku í því máli. Einnig að efla menningarlíf í söfnuðinum, listir og íþróttir. Þrjár nefndir störfuðu í félaginu, fjáröflunarnefnd, æskulýðsnefnd og kirkjunefnd. Helstu fjáröflunarleiðir voru hlutaveltur, happdrætti og jólakortasala. Bræðrafélagsmenn gengu til dæmis jafnan í hús í sókninni á jólaföstu og seldu jólakort. Auk þess stóð Bræðrafélagið fyrir spilakvöldum og var með sölusýningu á listaverkum. Bræðrafélagið starfaði í 20 ár. Um það leyti sem félagið hætti störfum var stærstur hluti af sjóði þess lagður til kaupa á glerlistaverkinu Ljósstöfum ofan við altarið í Árbæjarkirkju. Það ríkti keppnisandi í Bræðafélaginu. Menn höfðu til dæmis úti allar klær til þess að selja jólakortin. Kaupendur voru einstaklingar, félög og fyrirtæki. Sr. Guðmundur sóknarprestur var oftar en ekki söluhæstur. Hann sótti á fyrirtækjamiðin og var fengsæll og var stundum af þeim ástæðum í gríni nefndur „Kortes“!


Gleði með ungum & öldnum

Í

Árbæjarkirkju er boðið upp á fjölbreytt barnastarf fyrir alla aldurshópa. Það hefur löngum verið mikill metnaður að halda úti öflugu barna- og unglingastarfi í söfnuðinum. Foreldramorgnar eru fyrir allra yngstu börnin. Þeir eru notaleg upplifun fyrir foreldra og börn, þar sem nýbökuðum foreldrum gefst kostur á að hittast, spjalla og deila reynslu sinni. Einu sinni í mánuði er boðið upp á fyrirlestra sem snúa að umönnum ungbarna. Foreldamorgnar eru á tveimur stöðum í sókninni; safnaðarheimili Árbæjarkirkju og félagsmiðstöðinni Holtinu í Norðlingaholti. Sunnudagaskólinn er alla sunnudaga í safnaðarheimili kirkjunnar og alltaf jafn vinsæll

hjá börnunum. Í sunnudagskólanum er mikið sungið en auk þess koma brúðurnar Rebbi refur og vinkona hans skjaldbakan Vaka oft í heimsókn. Annan sunnudag hvers mánaðar er fjölskyldumessa þar sem brúað er bilið á milli sunnudagaskóla og hefðbundinnar guðsþjónustu. Á virkum dögum er boðið upp á sérstakt starf fyrir börn á aldrinum sex til níu ára (STN-starf ) og tíu til tólf ára (TTT- starf). Um er að ræða fjölbreytt tómstundastarf þar sem kristileg gildi eins og náungakærleiki, umburðarlyndi, leikur og gleði fara saman. Starfið er á tveimur stöðum í sókninni, safnaðarheimili Árbæjarkirkju og í Norðlingaholti. Allt barna- og unglingastarf á

vegum Árbæjarkirkju er foreldrum að kostnaðarlausu en skrá þarf börnin í starfið. Skráning fer fram á vef Árbæjarkirkju. Á fimmtudagskvöldum hittast unglingarnir í æskulýðsfélaginu saKÚL. Unnið hefur verið eftir ungmennalýðræði í æskulýðsfélaginu en mikil uppgangur hefur verið í því síðustu ár. Ungmennaráð og formaður saKÚL funda reglulega með starfsfólki. Unglingarnir koma fram með tillögur að viðfangsefnum og taka þátt í öllum meiri háttar ákvörðunum. Dagskrá vetrarins er unnin í samvinnu við ungmennaráð og auglýst á vef Árbæjarkirkju og á samfélagsmiðlum. Umsjón með barna- og unglingastarfi hefur Ingunn Björk Jónsdóttir djákni.

Opið hús fyrir aldraða

A

gripið í spil. Í lokin er boðið upp á kaffi og meðlæti. Allir eldri borgarar eru velkomir á þessar stundir sem eru góður vettvangur fyrir fólk til að hittast og borða saman, spjalla og hafa það skemmtilegt. Einnig bíður Árbæjarkirkja upp á þá þjónustu í sókninni fyrir þá sem ekki hafa tök á að komast ferða sinna eða eru mikið einir heima vegna veikinda eða annars að fá vinaheimsóknir heim til sín. Umsjón með starfinu með öldruðum hefur Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni, ásamt prestum og kirkjuvörðunum Arngerði Jónsdóttur og Öldu Maríu Magnúsdóttir.

lla miðvikudaga yfir vetrarmánuðina frá september til júníloka hefst opið hús fyrir aldraða í kirkjunni kl. 12:30. Félagsstarfið gengur mjög vel og þeim fjölgar jafnt og þétt sem það sækja. Klukkan 12:00 hefst kyrrðarstund þar sem allir eru velkomnir. Krisztina Kalló Szklenár organisti leikur á orgelið, því næst er stutt helgistund sem prestar kirkjunnar sjá um með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbæn. Boðið er upp á léttan hádegisverð að kyrrðarstundinni lokinni gegn vægu gjaldi. Leikfimi í umsjón Öldu Maríu er líka fastur liður í dagskránni. Síðan er fjölbreytt dagskrá eins og söngur, leikir, upplestur, heimsóknir, föndur eða

17

Árbæjarkirkja 30 ára


Vaxandi hverfi þurfti k Á

rbæjarsókn var mynduð út úr Lágafellssókn í Mosfellsprestakalli með bréfi kirkjumálaráðherra 15. desember 1967 og skömmu síðar kjörin sóknarnefnd. Sóknin var svo gerð að prestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi 1. janúar 1971 og skipaður sóknarprestur frá þeim tíma. Um þetta leyti voru um 3.700 manns í Árbæjarsókn. Strax við myndun Árbæjarsóknar var farið að ræða um kirkjubyggingu og tilboð kom frá Jens Eyjólfssyni sem átti lóðir í Selásnum um að sóknin fengi þar lóð með því skilyrði að reist yrði guðshús sem væri öðru fremur sjómannakirkja, nokkurs konar viti sem gnæfði yfir og sjómenn á leið til hafnar gætu siglt eftir. Af því varð ekki, skipulagsyfirvöld í Reykjavíkurborg vildu ekki kirkju þar og í framhaldi af því ekki sóknarnefndin heldur. Réttara þótti að byggja kirkjuna frekar miðsvæðis í ört vaxandi hverfi. Þetta ætti ekki að vera viti eða innsiglingarmerki heldur hús fyrir lifandi safnaðarstarf. Söfnuðurinn bjó í fyrstu við nokkurt aðstöðuleysi en fékk fljótlega starfsaðstöðu í barnaskólanum í Árbæ fyrir guðsþjónustur, sunnudagaskóla og æskulýðsstarf. Á vegum sóknarnefndarinnar var líka safnaðarstarf i litlu húsi við Hlaðbæ í Árbæ sem framfarafélag hverfisins átti upphaflega.

Árbæjarkirkja í byggingu. Fyrst kom safnaðarheimilið, svo klukkuturninn og loks kirkjuskipið.

Afnot fengust af Dómkirkjunni fyrir fermingar. Fram að því höfðu helstu athafnir í sókninni verið í safnkirkjunni í Árbæ eða frá 1960. Kirkjubyggingarnefnd var kosin á almennum safnaðarfundi í mars 1970 og var Magdalena S. Elíasdóttir formaður hennar. Árið 1971 var sótt um lóð undir kirkju. Á aðalsafnaðarfundi í Árbæjarsókn 12. mars 1972 var svo ákveðið að byggja yfir starfsemina með því að reisa kirkju og safnaðar­heimili nálægt barnaskólanum, alls tæplega 850 fermetra hús að grunnfleti. Arkitektar úr hverfinu höfðu verið fengnir til að teikna, þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson­. Teikningar þeirra tóku samt allmiklum breytingum frá fyrstu

Í teikningunni höfðu arkitektarnir sveigjanleika í notkun að leiðarljósi og ljósið sjálft skipti miklu.

„Hús fjölskyldunnar. Guðshús til bænagjörða og fagnaðar. Menningarmiðstöð ungra og gamalla. Tómstundahús og skóli. ... Smárými fyrir spjall og fundi. Sal til að flytja í leikverk og tónlist. Rými til að kynna í myndlist og aðra fagra muni. Kirkju, sem veitir ró og frið til bænagjörða og fjölskylduathafna.“ Þorvaldur S. Þorvaldsson, arkitekt „Ljósið, sólarljósið, hefur ráðið mestu um form kirkjunnar. Inn um háreistan glugga yfir altari fellur ljósið niður sem foss. Ljósið seytlar einnig niður með langveggjum kirkjunnar.“ Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt Árbæjarkirkja 30 ára

18

hugmyndum. Til dæmis átti þakið upphaflega vera í stöllum og með gleri en vegna ótta við að snjór myndi setjast á það með tilheyrandi hættu á leka var ákveðið að hafa hallandi þak. Eins stóð til að byggja klukknaportið úr staurum. Það átti líka að vera stórt svið í samkomusalnum í suðurenda kirkjuskipsins, gegnt altarinu, fyrir félagsstarfsemi en það var aldrei sett upp. Smærri rými beggja vegna kirkjuskipsins fengu einnig mörg hver annað hlutverk en í upphafi stóð til. Eitt það veigamesta var þó að í stað þess að koma orgeli og kirkjukór fyrir við austurvegg var fest upp söngloft fyrir miðju kirkjuskipsins. Einnig varð safnaðarheimilið heldur stærra en til stóð. Ástæðan var sú


i kirkju að þegar grunnurinn var tekinn reyndist klöppin þar minni en menn óttuðust og því einfaldara að stækka frekar safnaðarheimilið en fylla upp með möl. Haustið 1982 var hafist handa við að reisa sjálft kirkjuskipið ofan á safnaðarheimilið og var það fokhelt síðla árs 1984. Frágangi að utan var að mestu lokið haustið 1985 og eftir það var unnið nær óslitið við bygginguna fram að vígsludegi. Þegar skóflustunga að safnaðar­ heimilinu var tekin árið 1973 bjuggu 4.500 manns í Árbæjarhverfi og áætlað var að mannfjöldinn yrði allt að 7 þúsund í

því fullbúnu. Mikið hefur fjölgað umfram það því í árslok 2016 voru íbúar hverfisins orðnir rösklega 11 þúsund. Hjá Almannavörnum hafði komið til umræðu árið 1968 að í Árbæjarhverfi væri ekki loftvarnabyrgi. Þegar kirkjubygging hafði verið ákveðin kom til skoðunar hjá borgarstjóra að fara í samstarf um að slíkt byrgi yrði undir safnaðarheimilinu. Þá þyrfti að sprengja út fyrir kjallara og steypa tvöfalt loft. Heimamenn þóttust sjá að í þessu gæti orðið fjárhagslegur styrkur en framkvæmdir hins vegar tafist. Ekkert var svo úr.

Klukkuturninn

Á

Söngloft var hengt upp í kirkjuloftið. Sumum var ekki sama að vera þar undir því söngloftið með rafmagnsorgelinu var ekki alveg stöðugt!

Hús Framfarafélagsins

F

ramfarafélag Árbæjar og Seláss gaf húseign sína, Hlaðbæ, til Árbæjarkirkju árið 1973, sem kirkjan hafði notað talsvert, meðal annars fyrir fermingarfræðslu, bíósýningar og kóræfingar. Í staðinn fékk félagið loforð um félagsaðstöðu í safnaðarheimilinu, sem varð. Það var í herberginu þar sem nú er skrifstofa prests á neðri hæð kirkjunnar. KFUM var lengi með bíósýningar í Framfarafélagshúsinu sem stóð efst í Hlaðbænum. Húsið var miðpunktur félags- og

menningarstarfs í hverfinu árum saman og í því var Íþróttafélagið Fylkir stofnað 1967, þá Knattspyrnufélag Seláss og Árbæjar. Fyrir Hlaðbæ átti eftir að liggja að verða vinnuskúr við Elliðavatn hjá verktaka sem var að reisa þar einbýlishús.

19

rbæjarsöfnuður var skuldum vafinn eftir byggingu safnaðarheimilisins og allt fé fór árið eftir vígslu þess í það að greiða niður skuldir. Ekki var til nóg fé til að halda kirkjubyggingunni áfram en fljótlega var hafist handa við að reisa klukkuturn við safnaðarheimilið. Upphaflega stóð til að hann yrðu úr staurum en af því varð ekki. Framkvæmdum við kirkjuturninn lauk í desember 1980 og kirkjuklukkurnar voru vígðar við jólamessu það ár. Sú stærsta þagði að vísu þá, hringingarverkið var ekki í fullkomnu lagi í byrjun. Það þoldi illa bleytu og rafmagnið sló út. Þetta komst þó í lag fyrir fermingar- og páskamessur um vorið. Kostnaður við klukkuturninn varð meiri en áætlaður hafði verið eða tæpar 15 milljónir og fjárhagsstaða safnaðarins harla bágborin. Myndarlegur fjárstuðningur kvenfélagsins til klukkuturnsins kom sér því vel og sérstakt fjárframlag Maríu Guðmundsdóttur sóknarnefndarformanns til að kaupa kirkjuklukkurnar. Kirkjuklukkurnar eru þrjár og sveiflast ekki heldur slær hamar í þær. Enginn kólfur er í þeim. Klukkurnar voru framleiddar af Portilla y Linares í Santander á Spáni árið 1979. Árbæjarkirkja 30 ára


Tónlistardagskrá

á 30 ára vígsluafmæli Árbæjarkirkju 2017 18. febrúar, kl. 16:00

26. febrúar, kl. 11:00

Kór Árbæjarkirkju, stjórnandi Krisztina K. Szklenár. Kór Grafarvogskirkju, stjórnandi Hákon Leifsson. Kór Grafarholtskirkju, stjórnandi Hrönn Helgadóttir. Vox Populi, stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Ókeypis aðgangur!

Barnakór Seljakirkju, stjórnandi Rósalind Gísladóttir.

Tónleikar í Árbæjarkirkju

15. mars, kl. 20:00

Messa

19. mars, kl. 11:00

Tónleikar með hljómsveitum (létt tónlist)

22. mars, kl. 12:00

Gospelmessa

Hátíðarbænastund

Gospelkór Árbæjar- og Bústaðakirkna.

Kornettleikari: Sverrir Sveinsson.

Lame Dudes, Spaðar, Anna Sigríður Helgadóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Ókeypis aðgangur!

26. mars, kl. 11:00

Hátíðarmessa (útvarpsmessa á Rás 1)

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar. Prestar kirkjunnar, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og sr. Þór Hauksson, þjóna fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju frumflytur kafla úr passíunni Píslargráti sem var samin fyrir Árbæjarkirkju 30 ára, stjórnandi Krisztina Kalló Szklenár organisti. Einsöngur: Margrét Einarsdóttir og Hlynur Ingason. Einleikur á óbó: Matthías Birgir Nardeau. Eftir hátíðarmessuna tekur biskup Íslands skóflustungu að nýja Árbæjarheimilinu.

29. mars, kl. 20:00

Afmælistónleikar Skúli Sverrisson. Vox Populi, Nemendur úr Árbæjarskóla, Regína Ósk. Ókeypis aðgangur.

18. maí, kl. 20:00

14. apríl, kl. 13:00 (föstudagurinn langi),

Stabat Mater eftir Pergolesi Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Rósalind Gísladóttir einsöngvarar. Ókeypis aðgangur.

20. maí, kl. 16:00

Tónleikar Kórs Árbæjarkirkju í kirkjunni

Tónleikar Kórs Árbæjarkirkju í Skálholtskirkju

Frumflutningur á tónverkinu Píslargráti eftir Sigurð Bragason. Ókeypis aðgangur.

Flutningur á tónverkinu Píslargráti eftir Sigurð Bragason.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.