Rótarýblaðið - þingblað 2022

Page 1

Dear Rotary Family in Iceland

After almost a month of visiting Rotary in Africa, our wonderful journey ended with an exclamation point when we attended the Rotary Action Summit in Reykjavík. Rotary International Vice President, Nicki Scott and Director Lena Mjerskaug, and the team that created the Institute, Soffia Gisladottir, Mike Thorn, and Knútur Óskarsson wove a masterpiece of fellowship, Rotary stories, and thoughtful content.

From the moment of our arrival when we saw the Northern Lights from our hotel window, to meeting the brilliant President of Iceland, Guðni Th Jóhannesson, to the extraordinarily fun Northern Lights dinner, our time in Reykjavik was filled with joy and purpose.

The intention of the “action“ summit was just that – to create opportunities for dialogue, challenging ourselves to think differently, and then declaring our action steps on what we each can do to strengthen the member experience for those in our clubs and districts.

During President Jóhannesson’s address to the Institute, he spoke to the friendly nature of the Icelandic people. He was absolutely correct. After spending several days together, we could understand why. Beyond the beauty of the landscape and the Northern Lights, we admired your sense of the environment, and your efforts to leverage your natural resources. It was also wonderful to visit the Rótarýklúbburinn Borgir to see how Rotary is expressed in your country.

Nick and I are so deeply appreciated for your hospitality and kindness during our time in Iceland. Thank you for making our visit special. We encourage you to continue your work to Imagine Rotary.

Warmest

Rotary

Aníta Þula Cummings Benediktsdóttir

hlaut viðurkenningu Rótarýklúbbs Grafarvogs

Við brautskráningu Borgarholts skóla 25. maí sl. veitti Rótarýklúbbur Grafarvogs 100.000 króna viður kenningu til nemanda sem hafði staðið sig frábærlega. Þetta var Aníta Þula Cummings Benediktsdóttir sem kom aftur til skólans eftir brottgengt nám. Aníta ákvað að koma aftur og ljúka vð tvær brautir, rennismíði og vélvirkjun og gerði það með sóma á aðeins 5 önnum, sem þar sem flestum reynist erfitt að klára eina braut á 6 önnum. Námsárangur hennar var einnig mjög góður

„Er í rennismíði hjá Marel og stefni að því að ljúka sveinsprófi innan tíðar. Þetta er fag sem ég hef mikinn áhuga á. Það er svo mikið sem ég gert með þekkingu í rennismíði, fagið er mjög heillandi og og atvinnumöguleikar mjög miklir. Hér er verið að smíða heilmikið úr áli og plasti, vélarnar sem hér eru smíðaðar eru spennandi verkefni og fara út um allan heim og gaman að taka þátt í að framleiða þær,“ segir Aníta Þula hefur þegar lokið vélvikjanamnámi.

Jennifer

2
regards,
Jones President,
International 2022-23
Jennifer Jones, RI president
-gg
-
Aníta Þula við útskriftina sl. vor.

Góður gestur verður á Umdæmis þinginu í Grafarvogi 2022.

Það er Odd Henry Hommedal, umdæmisstjóri í umdæmi 2250 sem er á vesturströnd Noregs en Odd Henry er í Rótarýklúbbi í Voss. Hann kom til Íslands árið 2009 sem starfsmaður norsks banka og ferðaðist þá talsvert um landið.

Odd Henry Hommedal sótti Rotary Action Summit í Reykjavík

Heiðursgestur umdæmisþingsins - Odd Henry Hommedal, Governor of district 2250 í Noregi

dagana 13.-18. September sl. en verður hér aftur 7. Október á 77. Umdæmisþinginu í Grafarvogi.

„Ég hef mjög gaman að koma hingað aftur nú, en í þetta skipti sem Rótarýmaður. Ég hef svolítið ferðast um landið en í þetta sinn á svæði sem eru nær Reykjavík. Þegar ég kem nú til Íslands á umdæmisþingið verður konan mín með mér. Ég er einn af sex umdæmisstjórum í Noregi en mitt

Bjarni Kr. Grímsson umdæmisstjóri 2022-2023

Umdæmisstjóraskipti fóru fram á fundi Rótarýklúbbi Grafarvogs 22. júní sl. á veitingastaðnum Gullhömrum í Grafarholti. Bjarni Kr. Grímsson Rótarýklúbbi Grafarvogs tók þá við starfi umdæmisstjóra af Ásdísi Helgu Bjarnadóttur Rótarýklúbbi Heraðsbúa.

Félagar í Rótarýklúbbi Grafarvogs ásamt umdæmisráði og öðrum rótarýfélögum og gestum, komu saman af þessu tilefni. Þetta var jafnframt starfsskilafundur hjá Rótarýklúbbi Grafarvogs. Jóhanna María Einarsdóttir, forseti klúbbsins bauð félaga og gesti velkomna, fjallaði um starfið í klúbbnum og veitti nokkrum félögum Paul Harris- viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Samkvæmt venju fóru einnig fram forsetaskipti í Rótarýklúbbi Grafarvogs þegar Jóhanna María afhenti verðandi forseta Helga S. Helgasyni embætistáknin en hann flutti ávarp síðar á fundinum.

Fram var borinn kvöldverður og tveir hljómlistarmenn komu fram og léku á gítar og bassa. Það voru þeir Leifur Gunnarsson, kontrabassaleikari og Gunnar Hilmarsson, gítarleikari. Þeir starfa m.a. við tónlistarkennslu í Grafarvogi og Mosfellsbæ.

Við umdæmisstjóraskiptin gerði Ásdís Helga Bjarna dóttir gerði grein fyrir viðfangsefnum og stöðu Rótarý

umdæmi er vestast í Noregi. Í mínum Rótaarýklúbb eru 44 félagar en í mínu umdæmi eru 1.450 en um 9.400 Rótarýfélagar í öllu Noregi. Það er talsvert samstarf og heimsóknir milli klúbbana í Noregi og á næstunni mun ég heimsækja umdæmi 2290 þar sem eru starfandi 41 Rótarýklúbbar. Í mínu umdæmi var umdæmisþing fyrir tveimur vikum, og ykkar umdæmisstjóri, Bjarni Kr. Grímsson verður gestur okkar þar.“

Odd Henry segir að eiginkonan komi með honum til Íslands og þau verði hér nokkra daga umfram þingð og hann vilji sýna eiginkonunni eitthvað af landinu en það hefur ekki enn verið ákveðið. Hér var hann á Rotary Action Summit, og þar hafi verið mjög góð dagskrá og en jafnframt hvetjandi og hann hafi í hvívetna mætt mikilli gestrisni þar og einnig þar sem hann kom annars staðar. Hann segir að næst verði Rotary Action Summit haldið í Manchester 2023 en óvíst sé hvort hann sæki það þing. -gg

á Íslandi á starfsárinu, sem formlega lauk 30. júní sl. Covid-faraldurinn hefur sett mark sitt á félagslíf rótarýfólks en fjölmörg verkefni hafa engu að síður skilað blómlegum árangri og í vaxandi mæli hafa klúbbar og umdæmið tileinkað sér fjarfundatækni þegar ekki hefur verið tækifæri til að hittast persónulega á fundum. Af hálfu umdæmisins var efnt til athyglisverðra viðburða i netheimum, m.a. með streymi frá tónleikum Rótarý á Eskifirði sl. vor.

Við umdæmisstjóraskiptin. Bjarni Kr. Grímsson tekur við umdæmisstjóra embættinu af Ásdísi Helgu Bjarnadóttur.

Bjarni Kr. Grímsson gerði grein fyrir þeim viðfangs efnum sem áformuð eru á næsta starfsári. Rótarý er hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu. Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur sem er starfandi í meira en 200 löndum í öllum heimsálfum. -gg

3

„Umhverfismál hafa ávallt verið okkur í Rótarýklúbbi Grafarvogs hugleikin“

„Á umdæmisþinginu munum við huga að umhverfismálum sem hafa ávallt verið okkur í Rótarýklúbb Grafarvogs hugleikin. Nálægðin við náttúruna í Grafarvogi er mikil og víða góð útivistarsvæði og göngustígar. Nokkrir góðir fyrirlesarar munu leggja okkur lið. Þá munum við leggja áherslu á að þingið verði fræðandi og skemmtilegt og munu frábærir tónlistarmenn skemmta okkur á milli atriða.

Stofnfundur Rótarýklúbbs Reykjavík-Grafarvogur var haldinn 19. Júní 2001 í safnaðarsal Grafarvogskirkju. Stofnfélagar voru 26, 5 konur og 21 karl. Fundartími hefur ávalt verið á miðvikudögum kl 18:15 og fundarstaður var fyrstu 17 árin í Grafarvogskirkju en frá 2018 hefur fundurstaður verið í félagsheimilinu Borgir í Grafarvogi. Fyrsti forseti klúbbsins var Arnór Pálsson. Karl og kona hafa verið forsetar til skiptis. Nú er kynjahlutfallið orðið nokkuð jafnt í klúbbnum.

Leiðin inn í Grafarvog liggur um Gullinbrú og lengi vel var engin önnur leið inn í hverfið. Þegar farið var af stað með að hanna fána og finna einkenni hverfisins og þar með tákn fyrir Rótarýklúbb Grafarvogs, var ljóst að “Gullin brú“ hlaut að eiga þar stað. Því er yfirskrift þingsins núna „Brúin við voginn.“

Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes.. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði. Í hverfinu má finna sundlaug, golfvöll, bókasafn, Egilshöllina sem bæði er íþrótta og bíóhöll, Hallsteinsgarð, skemmtigarð og fleira. Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum er í Grafarvogi og einnig

Grafarvogsklúbburinn hefur lagt mikila áherslu

á að gefa reglulega til Rótarýsjóðsins. Framlaginu hefur verið skipt milli Annual fund og Polio plus og undarfarin ár hefur verið miðað við að framlag til sjóðsins sé ákveðin upphæð á hvern félaga. Það hefur gengið vel upp.

hluti af starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri rannsóknarstofnanir.

Þá er Gufunes að verða miðstöð kvikmyndaiðnarins á Íslandi. Þá eru stór óbyggð svæði í Grafarvogi sem eru framtíðar byggingarsvæði

Reykjavíkur eins og Keldnalandið og svæðið umhverfis Keldnaholt.

Gróska í Grafarvogi

Við stofnun klúbbsins var samþykkt að taka þátt í fimm ára samfélagsverkefni „Gróska í Grafarvogi“ og styrkja það. Þetta var merkileg uppbyggingar- og forvarnarleið frá fæðingu barna til 18 ára aldurs. Skólar hverfisins, leikskólar, heilsugæsla, lögregla, íþróttafélög og fjölmörg önnur frjáls félagasamtök stóðu að verkefninu undir stjórn Miðgarðs, fjölskylduþjónustu Grafarvogs. Klúbburinn reið á vaðið með að verðlauna hugmyndasamkeppni sem fram fór meðal nemanda í margmiðlunarhönnun í Borgarholts skóla um gerð merkis fyrir verkefnið.

Önnur verkefni

Rótarýklúbbur Grafarvogs hefur nánast frá upphafi verið í samstarfi við Borgarminjavörð og íbúasamtök Grafarvogs ásamt fleiri aðilum um merkingu minjastaða í Grafarvogi. Í tengslum við það var merktur steinn sem er í Gufunesi, nálægt Ævintýragarðinum, á svæði sem klúbburinn ætlar sér að gróðursetja í.

Annað sem klúbburinn hefur frá upphafi gert er að veita nemendum í hverfinu verðlaun vegna góðs árangurs. Þar á meðal lokaverðlaun í Rimaskóla fyrir námsárangur á sviði

4

umhverfis- og samfélagsmála og nemenda í Borgarholtsskóla. Margir góðir skákmenn og konur hafa kynnst skákíþróttinni í skólanum, ekki síst Rimaskóla þar sem sérstök áhersla hefur verið á að kenna börnum þessa góðu íþrótt. Þau sem skarað hafa fram úr og unnið, hafa gjarnan fengið verðlaun frá klúbbnum.

Um nokkurra ára tímabil fóru nokkrir herramenn úr klúbbnum og lásu upphátt fyrir íbúa á hjúkrunarheimili Eir. Það var þakklátt verkefni og verður ef til vill tekið upp aftur síðar.

Rótarýsjóðurinn

Grafarvogsklúbburinn hefur lagt mikila áherslu á að gefa reglulega til Rótarýsjóðsins. Framlaginu hefur

Rótarýklúbburinn

Reykjavík-Grafarvogur býður ykkur velkomin til umdæmisþings Rótarý í Íslandi.

Fyrstu íbúarnir í nýskipulögðu Grafarvogshverfi

Arnar Sigurbjörnsson og kona hans, Sigrún Sverrisdóttir ásamt börnunun voru fyrstu íbúarnir sem fluttu inn í nýskipulagt Grafarvogshverfi þegar það tók síðan að byggjast því mikill hörgull var á byggingarlóðum í Reykjavík þá eins og svo oft síðar hefur orðið raunin. Arnar ólst upp í Skeiðarvogi en Sigrún í Hlíðunum.

verið skipt milli Annual fund og Polio plus og undarfarin ár hefur verið miðað við að framlag til sjóðsins sé ákveðin upphæð á hvern félaga. Það hefur gengið vel upp.

Velkomin á umdæmisþing

Félagar í Rótarýklúbbi Grafarvogs hafa undanfarna mánuði undirbúið umdæmisþingið og fá þeir bestu þakkir fyrir það. Við vonum að Rótarýfélagar á öllu landinu fjöl menni á þingið og njóti vel.

Þau keyptu sér einingarhús úr tímbri frá Stykkishólmi og byggðu að Logafold 126 og fluttu inn 11. júní 1984 og hafa búið þar síðar, eða í 38 ár, og segja yndislegt að hafa búið hér, góðir og skemmtilegir nágrannarar sem margir hverjir hafa verið hér árum saman.

Var sátt við þessi ár í Grafarvoginum.

Sigrún er leikskólakennari en Arnar er útvarpsvirki en þekktastur sem poppari, stofnaði hljómsveitina Brimkló árið 1973 sem var afar vinsæl á síðustu öld og spilaði víðar á böllum og gerir stundum enn þó í minna mæli

sé, en aðallega fyrir eldri kynslóðina.

„Grafarvogur byggðist hratt á þessum fyrstu árum en þjónustan við íbúana var alls ekki í takt. Engin brú var komin yfir voginn, Gullna voginn, og kom þó nokkru síðar, svo keyra þurfti inn fyrir hann til að komast heim úr bænum, fara þurfti út á horn í í símaklefa, banki kom á fyrstu árunum en er nú enginn í Grafarvogi og og bensínstöð fylgdi í kjölfarið nokkru síðar. Gunnlaugsbúð var hérna árum saman en Gunnlaugur kapmaður flutti af Freyjugötunni hóf að veita okkur fyrstu íbúunum þjónustu,“ segja þau Arnar og Sigrún, og telja það slæma þróun að þessi persónulega þróun sem veitt var í Gunnlaugsbúð hætti en við tóku stórmarkaðir.

Þau hjón segja að mikið fuglalíf hafi verið við voginn á fyrstu árunum en með vaxandi íbúafjölda hefur fuglalífið meira og minna horfið. Í Grafarvoginum var starfrækt fyrsta silungaeldi á landinu og síðar eldi á regnbogalaxi.

5 Útgefandi: Rótarýklúbbur Grafarvogs 2022 Ritstjórn: Geir A. Guðsteinsson Vigdís Stefánsdóttir
-gg
Frumbyggjarnir, Arnar Sigurbjörnsson og Sigrún Sverrisdóttir.
RÓTARÝKLÚBBUR GRAFARVOGS RÓTARÝBLAÐIÐ UMDÆMISÞING Í GULLHÖMRUM GRAFARHOLTI 7.-8. OKTÓBER 2022 Umbrot: Ráðandi-auglýsingstofa ehf. Auglýsingar: Bragi Michaelsson Ljósmynd á forsíðu: Odd Stefan Prentun: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Vagnhöfða 9 | 110 Reykjavík | www.gastec.is

Átta hverfa sýn á málverkasýningu

Grafarvogsbúinn María Loftsdóttir hélt málverka sýningu haustið 2021 sem bar nafnið „Átta hverfa sýn“ enda voru þar myndir úr öllum hverfum Grafarvogs. Myndirnar á sýningunni voru akrýl– og vatnslita myndir, ffullar af litum og orku sem drógu fram einkenni hverfanna átta sem mynda Grafarvoginn.

María er alþýðulistakona og heimshornaflakkari, á ferðum sínum er hún gjarnan með pappír og liti í farteskinu og fangar það sem fyrir augu ber. Á Covidtímum tóku innanlandsferðir og göngutúrar við, heima slóðirnar í Grafarvogi urðu innblástur þessarar sýningar. Akrýlmyndirnar eru átta og í hverri þeirra leyndist vís bending um hvaða hverfi er um að ræða. María fangaði einnig sjávarsýn úr hverju hverfi í vatnslitamyndum og strandgróðurinn í Grafarvogi fékk einnig að njóta sín í enn einni átta mynda röð.

María hefur haft brennandi áhuga á myndlist frá barnæsku. Hún hefur stundað nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlistarskólanum í Kópavogi og sótt námskeið hjá myndlistarmönnum hérendis og erlendis. Hún er meðlimur í Litku, Litagleði, Norrænu vatnslitasamtökunum og Vatnslitafélagi Íslands. María hefur sýnt á samsýningum og einkasýningum hér á landi og styrk til að sýna í Hokkaido í Japan. -gg

línur

Tek nís er umboðsaðili PSG Dover á Íslandi H reinar
Einhellu 8 221 Hafnar rði Sími 565 7390 teknis@tekn.is
Borgarbókasafnið í Grafarvogi:
María Loftsdóttir. Sýning Maríu var afar falleg og grípandi.

yfir voginn“

Bjarni Kr. Grímsson er umdæmisstjóri Rótarýhreyfingar innar á Íslandi 2022-2023. Bjarni er alinn upp í Ólafsfirði og hleyptu heimdraganum þegar hann hélt suður til náms. Bjarni hefur komið víða við á starfsferlinum. Hann hefur m.a. unnið á fasteignasviði Biskupsstofu. Hann hefur einnig verið bæjarstjóri í Ólafsfirði og og kaupfélagsstjóri á Þingeyri við Dýrafjörð og ýmislegt fleira.

Bjarni segist ekki hafa hugleitt á þeim tíma þegar hann gekk í Rótarýklúbbinn í Ólafsfirði að hann ætti eftir að standa í þeim sporum að taka við starfi umdæmisstjóra allnokkrum árum seinna. „Ég reyni hins vegar að gera mitt besta en allt frá því að ég var smágutti er ég alinn upp í Rótarý, því pabbi minn var Rótarýfélagi og þá var mætingarskyldan 100%, sem þýdddi að þegar fjölskyldan fór í ferðalag þá þurfti að leita uppi rótarýfund einu sinni í viku, jafnt sumar sem vetur því það voru fundir allt árið. Móðir mín sá að mestu um rótaryfundinina, það voru bakaðar kleinur ofan í karlana og hitað kaffi. Þetta var því hluti af lífi okkar bræðra auk þess sem mikið var um skiptinemaskipti. Enginn framhaldsskóli var í Ólafsfirði á þeim tíma þannig að skiptinemarnir sóttu framhaldsskóla til Akureyrar,“ segir Bjarni.

- Þegar það lá fyrir að þú yrðir umdæmisstjóri innan okkurra ár, fórstu þá þegar að hugleiða hvað

þú ætlaðir að leggja áherslu á eða hvaða þema yrði áberandi á þínu starfsári 2022-2023?

„Forsetar klúbbana hafa talsvert um það að segja hvað klúbbarnir gera og það sama er með umdæmið, það er ekkert ef það hefur ekki stefnu og það parast saman við stefnu klúbbana og einnig alþjóðahreyfinguna. Tvö ár líða frá því að þú ert tilefndur þar til þú verður umdæmisstjóri. Þetta er því góður skóli, bæði hérlendis og erlendis, ég fór t.d. til Prag.“

Planta trjám

„Þetta er auðvitað talsverð kvöð. Þú þarft að ferðast um landið og heimsækja alla rótarýklúbbana. Ég er reyndar byrjaður á þessum heim sóknum. Á Akureyri gróðusetti ég

plöntur eða tré fram á Hrafnagili í sérstökum umdæmisstjórareit. Við vitum að tré breyta koltvísýringi í súr efni og þar með er verið að vinna á loftlagsvánni sem á okkur hvílir og þetta gera fleiri rótarýklúbbar. Sumir gætu verið að hreinsa fjörur t.d. með því að vera með sérstakan tiltektar dag, og búa til úr því viðburð. Ef þetta er ekki gaman ásamt fleiru dettur áhuginn um sjálft sig. Það verður að stuðla að fjölbreytileika í starfinu. Rótarý er starfsgreinafélag og það er hluti af fjölbreytileikanum, tengir fólk saman. Rótarýstarfið er því mikilvægt og þar er unnið þarft verk.“

- Hefurðu það markmið að fjölga í Rótarýhreyfingunni?

„Við stefnum ótrauð að því að fjölga Rótarý félögum í 1.200 manns til að nálgast það markmið að vera löglegt umdæmi, en nú eru íslenskir Rótarýfélagar 1.173 í umdæmi 1360. Hugsanlega verður stefnt að því að stofna nýjan klúbb. Alþjóða hreyfingin hefur lagt áherslu á það sem kallast Rótaract þar sem höfðað er til yngra fólksins. Hugsanlegt er að upp úr þeirri starfsemi spretta framtíðarleiðtogar. Ég vona að fjöl beytileiki starfsins og umhverfismál verði áberandi á komandi starfsári.“

„Í fyrsta skipti er kona forseti Alþjóðahreyfingarinnar, Jennifer Jones, og Ísland stendur mjög framarlega að því leiti að konur í Rótarýhreyfingunni hérlendis eru yfir 30% og hafa margar verið forsetar.“

7
-gg Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri 2022–2023. „Brúin
- er einkenni okkar segir Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri 2022–2023

„Ég er hreykinn af því að vera rótarýmaður,“ segir George Lewis sem þekktur er sem Vatnsmaðurinn. Hann er fyrrum verðbréfasali og körfuboltamaður en hefur nú hætt störfum.

Þá er það spurningin – af hverju er hann kallaður Vatnsmaðurinn?

„Það var þannig að ég fór árið 2006 til Guatemala með RI, í mitt fyrsta verkefni erlendis. Verkefnið var að hjálpa innfæddum með eldstæði. Ég hitti þarna fjölda rótarýfélaga og þar á meðal þann sem fór fyrir rótarý á Guatemala,“ segir George. „Ég sagði honum að ég yrði forseti klúbbsins míns á næsta ári og langaði til að vita hvort við gætum aðstoðað á einhvern hátt þá sem væru fátækir í Guatemala.“

Ekki stóð á svörum. Vatn var það sem helst vantaði, fjöldi fólks hafði ekki aðgengi að hreinu vatni og börn og fullorðnir veiktust og dóu vegna þess.

„Ég hikaði við. Klúbburinn minn hafði aldrei sótt um framlag til Rótarý og ég hafði ekki hugmynd um hvernig átti að standa að því. Þar að auki átti klúbburinn enga peninga í sjóði og til að bæta um betur var ég orðinn sjötugur og það var kannski spurning um hvort ég væri orðinn of gamall til að byrja á einhverju svona stóru. En, ég sá stöðugt fyrir mér andlit veiku barnanna og gat ekki gleymt þeim“.

Það fór þannig að Georg sótti til Rótarý ásamt klúbbi í Guatemala.

Vatnsmaðurinn George Lewis

Maður segir oft að ef maður lifi nógu lengi ætli maður að gera þetta eða hitt.

En maður á að gera það núna, ekki bíða.

Mynd af einu af verkum George Lewis.

Hann kynntist rótarýfélaga sem seldi vatnshreinsa og taldi sig þá hafa allt sem til þurfti.

„Ég ákvað að sækja um 25.000 dollara jafnað framlag, sem þýddi að ég þurfti að finna 7.000 dollara sjálfur. Umdæmið ætlaði að jafna okkar framlag þannig að ef þetta tækist, myndi Rotary Inernational jafna heildarframlag okkar. Ég hafði samband við alla forseta klúbba í umdæminu og bað um aðstoð. Það tókst að lokum og ég gat keypt nógu marga vatnshreinsa til að hjálpa 4500 manneskjum.“

Nú varð ekki aftur snúið og Georg ákvað að sækja um 50.000 dollara. Hann fékk með sér fleiri klúbba í umdæminu, fór til Guatemala til að fá þar fleiri klúbba með sér og svo áfram í USA og Kanada.

„Þetta gekk vel um tíma en svo fór að Rótarý var með önnur verkefni og ég varð að hætta þessu. Ég var algerlega miður mín og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þá kom póstur frá einhverjum sem ég ekki þekkti og bað mig um að verða vinur sinn. Ég taldi þetta ruslpóst og eyddi póstinum en viðkomandi hélt áfram að senda mér póst svo ég ákvað að skoða betur hver þetta var og sá að viðkomandi var á Facebook. Um leið sá ég hvernig ég gæti haldið áfram og hef síðan eignast ótal vini á Facebook sem hafa komið með mér í þessa vegferð“.

Georg hefur sótt ótal fundi, haldið hundruð erinda á rótarýfundum,

umdæmisþingum og á forsetafundum. „Ég segi þeim að gera hlutina, gera það sem þá dreymir um og hætta að vera neikvæðir. Finna sér leið til að vinna verkefni sem breyta bæði þeirra lífi og annarra.“

Hann talar ekki bara á fundum heldur selur hann líka eigin málverk og hver króna fer í sjóð til að gefa fleirum kost á hreinu vatni.

Georg Lewis.

Aðgangur að hreinu vatni

„Ég fór á námskeið í olíumálun 2002 og ekki varð aftur snúið“, segir hann. „Ég sel verkin mín, þau kosta 500 dollara sem fara beint í vatnsverkefnið mitt og til að hjálpa börnum með klofinn góm. Nú hafa yfir 2.000.000 manna fengið aðgang að hreinu vatni. Allir sem kaupa málverk af mér styrkja þetta verkefni og mega vita að hver einasta króna (dollari) fer í verkefnið.“

8
-vs

Sr. Guðrún Karls

Helgudóttir, núverandi sóknarprestur við hið vígslu hins nýja orgels kirkjunnar sem kemur frá Ungverjalandi. Það var vígt við hátíðlega athöfn 18. september sl.

Á vígsludegi nýs orgels

- sr. Vigfús Þór Árnason tekinn tali

„Þegar ég var í framhaldsnámi út í Bretlandi 1989 var ég að hugsa um að fara heim aftur, en ég hafði þá verið sóknarprestur á Siglufirði í 13 ár. Vinir mínir fyrir sunnan höfðu þá ámálgað við mig hvort ég ætlaði ekki að fara að sækja um prestembætti í Reykjavík. Það var ekki sjálfsagt að sækja um Grafarvogsprestakall því mér hafði verið tekið vel á Siglufirði og mér liðið vel þar. Eiginkonan, Elín Pálsdóttir, benti mér á að börnin okkar væru að flytja suður til náms, og af hverju ættum við ekki að gera slíkt hið sama? Það sóttu 6 um embætti sóknarprests í Grafarvogi og ég var valinn af valnefndinni og biskupi Íslands. Fyrsti formaður sóknarnefndar va Ágúst Ísfeld. Ég byrjaði hér 1989, en þá var engin kirkja,“ segir sr. Vigfús Þór Árnason sem jafnframt varð fyrsti prestur sóknarinnar. Hann telur það forréttindi að hafa fengið að taka þátt í að byggja um Grafarvogssöfnuð.

Einhversstaðar varð sóknin að fá húsaskjól og fyrst um sinn var það í félagsmiðstöðinni Fjörgin í Foldaskóla fyrir messurnar og skrifstofuaðstöðu í skólanum seinni hluta dagsins þegar kennslu fór að ljúka og kennarar að fara heim en eina skrifstofuaðstaðan var í ræstigeymslunni. Þrátt fyrir það fékk presturinn strax mikið af heimsóknum og verkefnum til að leysa úr.

Sr. Vigfús Þór hóf þegar að reisa íbúðarhús við Logafold í Grafarvogi, sem var á þáverandi vegi í Grafarvog en Gullna brúin var þá ekki komin. Þegar byggingu íbúðarhúss sóknarprestsins lauk leigði sóknarnefndin aðstöðu fyrir skrifstofu í bíkskúrnum, og var þar hartnær allan tímann þar til kirkjan var vígð árið 2000.

„Biskupinn í Grafarvogi“

„Ég var um tíma formaður Prestafélags Íslands en það kom

Rótarýtöskurnar

Rótarýhreyfingin er ekki mjög sýnileg og eitt af því sem við getum gert er að bera einhver merki hennar, vera gangandi auglýsing. Með það í huga og vaxandi hreyfingu gegn óþarfa plastpokanotkun var farið í að kanna hvort ekki mætti gera burðarpoka með merki Rótarý.

Jú, í því stóra landi Kína fannst framleiðandi sem treysti sér í það og eftir nokkrar umræður fram og til baka þar sem hönnunin var samþykkt, komu pokarnir.

Eins og sjá má á myndunum eru þetta fínir pokar með rótarýmerkinu í gulum lit og texti um íslenska umdæmið í hvítu. Þeir koma í litlum poka sem hægt er að geyma þá í.

Þessar töskur er hægt að kaupa hjá Rótarýklúbbi Grafarvogs.

aldrei til greina að ég gegndi hærra embætti eins og prófastembætti og stundum var ég í gríni kallaður „biskupinn í Grafarvogi“ en það kom aldrei til greina að gegna embætti biskups eða vígslubiskups, og ég sótti sannarlega ekki eftir því. Þegar sr. Sigurður Arnarson var ráðinn hingað í Grafarvog var það alveg nóg. Það sýndi að sóknin var ört vaxandi og næg verkefni hér enda vildi ég búa hér. Á mínum prestferli á Siglufirði og Grafarvogi hef ég fermt 6.600 börn svo eitthvað þarft verk hefur maður unnið fyrir kirkjuna.“

Töskurnar

Sr. Vigfús Þór Árnason, fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.

Á vígsludegi orgelsins

Í dag leikur geisli um Grafarvog

Um götur og nes og sund. Hann sendur er hæstum himni frá Á heilagri náðarstund. -gg

9
-vs
eru bæði eigulegar og nytsamar.

Blikastaðakró friðlýst

Blikastaðakró er ríflega 2 km strandlengja sem liggur við ósa Úlfarsár að odda Geldinganess þar sem skiptast á grunn vík eða víkur með sand og/eða malarfjöru og 2 - 4 m há klettanef sem ganga í sjó fram. Dýpsta víkin er Gorvík.

Klettnefin eru vaxin mólendisgróðri og fléttugróðri, en inn af víkunum er graslendi og stundum mólendi og votlendisblettir. Mikið fuglalíf er í Blikastaðakró á öllum árstímum og þar eru mikill fjöldi margæsa á fartíma og sendlinga að vetrarlagi.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags ráðherra, undirritaði fyrir skemmstu, á degi íslenskrar náttúru, friðlýsingu Blikastaðakróar -Leiruvogs í Grafarvogi. Friðlýsingin er unnin í samstarfi ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar.

Blikastaðakró-Leiruvogur liggur á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og er hið friðlýsta svæði 5,26 km að stærð. Það hefur hátt verndargildi sem felst einkum í grunnsævi, víðáttumiklum leirum og miklum sjávarfitjum. Svæðið er mikilvægur viðkomustaður farfugla.

Fjörusvæðin einkennast af fjölbreyttum vistgerðum, leirum, þangfjörum, kræklingaáreyrum og sandfjörum sem eru lífauðugar og laða að fjölbreytt fuglalíf. Leirurnar eru meðal fárra óraskaðra leira á höfuðborgarsvæðinu, en í leirusetinu er ríkulegt samfélag sjávarhryggleysingja m.a. ýmis skeldýr og burstaormar, þ.m.t. hinn sjaldgæfi risaskeri. Þá er þar að finna sjávarfitjar sem eru með hátt verndargildi og sjaldgæfar plöntutegundir. Einnig eru landselir tíðir gestir á svæðinu, sem er mikilvægt og vinsælt útivistarsvæði með tilkomumikið útsýni. -gg

Steinninn í Gufunesi

Árið sem Grafarvogsklúbbur inn var stofnaður, stóð móður klúbburnn í Árbæ á tímamótum. Af því tilefni voru útbúnar „vörður“ sem gerðar voru úr stuðlabergi og merktir svæðum sem klúbburinn hafði á ein hvern hátt komið að í starfinu. Einn steinninn var merktur Grafarvogsklúbbnum. Á 10 ára afmæli klúbbsins var ákveðið í samráði við Reykjavíkurborg að koma honum fyrir í Gufunesi, á svæði sem Grafar vogsklúbburinn hafði ætlað að skipuleggja og nota og fengið til þess leyfi borgarinnar. Svæðið er skemmtilegt og talsvert notað bæði af klúbbnum og íbúum en hefur ekki verið skipulagt frekar. -vs

Þarna er þessi flotti steinn og hægt er að skoða hann og njóta náttúrunnar í leiðinni.

10 STERK Í STÁLINU Í 50 ÁR VIÐ BYGGJUM Á TRAUSTUM GRUNNI 50 ÁRA » STÁLBITAR » PLÖTUJÁRN » PRÓFÍLAR » ÁL » RYÐFRÍTT STÁL » BLIKKPLÖTUR » PVC PLÖTUR » POM ÖXLAR GUÐMUNDUR ARASON EHF. Íshella 10, 221 Hafnarfirði Sími 568 6844 - ga@ga.is www.ga.is
Steinninn góði. Hér stóð kirkja til ársins 1886. Viðstödd undirskriftina voru, auk ráðherra og ráðuneytisstjóra, fulltrúar sveitastjórna Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar, auk starfsmanna ráðuneytis, Umhverfisstofunar og borgarinnar.

DAGSKRÁ 77. UMDÆMISÞINGS RÓTARÝ Á ÍSLANDI - UMDÆMI 1360 Brúin við voginn

Föstudagur 7. október 2022

18.00: Afhending þinggagna

18.30: Móttaka í boði Rótarýklúbbs Grafarvogs

19.00: Setning Umdæmisþingsins 2022 - Bjarni Kr. Grímsson umdæmisstjóri

19.10: Rótarýfundur Rótarýklúbbs Grafarvogs

• Minjar og saga Grafarvogs - Stefán Pálsson, sagnfræðingur

• Tónlistarflutningur á milli atriða

21.30: Fundarslit

Laugardagur 8. október 2022

8.30: Afhending þinggagna

9.00: Morgunkaffi

9:30: Fundarstjóri setur fund

9.30: UMDÆMISÞING RÓTARÝ

• Rótarýsjóðurinn – Garðar Eiriksson formaður rótarýsjóðsnefndar og umdæmisstjóri

• Polio Plus – Anna Stefánsdóttir formaður Poliu Plus nefndar og fyrrverandi umdæmisstóri

• Polaris - Guðni Gíslason vefstjóri Rotary á Íslandi

10:00: Kaffihlé

10:30: Aðalfundur

RÓTARÝUMDÆMIS 1360 - ÍSLAND

• Rótarýumdæmið 1360. Ásdís Helga Bjarnadóttir, fráfarandi umdæmisstjóri kynnir ársskýrslu og reikninga starfsársins 2021-2022

• Bjarni Kr. Grímsson umdæmisstjóri kynnir fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2022 - 2023 11.00: Fræðsla um Rotar.org í umsjón fræðslunefndar umdæmisins. 12.00: Hádegishlé

Dagskrá opin almenningi helguð þema þingsins „Brúin yfir voginn“ 13.00: Umhverfismál - Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra 13.30: Landvernd - Tryggvi Felixson, formaður Landverndar 14.00: Tónlist - Elmar Gilbertsson, tenórsöngvari 14.20: Jarðsaga Grafarvogs - Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur 14.45: KAFFIHLÉ 15.00: Borgarholtsskóli í Grafarvogi - Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla 15.30: Lóðréttur landbúnaður - Andri Björn Gunnarsson, stofnandi VAXA 16.00: Tónlistaratriði milli erinda 16.00: Boðið til umdæmisþings 2023 - Ómar Bragi Stefánsson Rótarýklúbbi Sauðárkróks, verðandi umdæmistjóri 16.00: Þingslit

19.00: Hátíðarsamkoma í Gullhömrum

• Hátíðardagskrá fram eftir kvöldi

Maka- og gestadagskrá 9.00: Morgunkaffi 10.00: Farið frá Gullhömrum

• Heimsókn í KUKL í Gufunesi

• Hallsteinn Sigurðsson kynnir útilistaverk sín í Gufunesi

• Rútuferð um merka staði Grafarvogs

Í Rótarý svífur sálin og sjaldan drykkjarskálin allt er rætt aldrei hætt af áhuga kryfjum málin.

Mínútur þrjár eru þjóðráð þáskálduð orð eða skráð hljómfögur sál hjartans mál hug sinn fá margir tjáð.

VIÐLAG Í magnaða kirkju við mætum margir í föstum sætum mimneskur friður og hárfínn niður, já hugstórir líf vort bætum, Í kirkjunni er alæmættis andi ekkert hér byggt á sandi himnesk súr rödd hóflega södd heimsins er leystur vandi.

VIÐLAG

Söngur Rótarýfélaga

Fréttir er frábær siður frekast nú bundin liður af tjáðri vild og tærri snild títt verður mikill kliður.

Erindi starfsins skal efna að öðru ber ekki að stefna engin deila Ekki rella allsekkert léttvægt má nefna.

VIÐLAG

Við nælskulist mikið þeir kljást og margir félagar þjást hérna, sko, jæja hí, já og hlægja en hafa á íslensku ást.

Góðmál á fundunum fæðast og fyrirheit að okkur læðast hugsum hátt hlæjum dátt sjá hugmyndir skína og glæðast.

Ekkert er á hann að klaga eldar hann miðvikudaga kankvís hann mætir/ klúbbinn hann bætir kokkurinn seður vorn maga.

Erindi af ýmsu tagi allflest í góðu lagi fagleg tala og félagarnir malaf fullur er haus og magi.

VIÐLAG

Af svefni værum er vakin til vinnu nú erum hrakin vægðar er laus valnefndarhaus vísnasmíð birtist hér nakin.

En jákvæður hugsunarháttur og hungraður maginn loks sáttur markmið við setjum og matsveininn hvetjum því matur er mannsins máttur.

VIÐLAG

Skemmtinefnd skipar þá snáða hún skapandi hvetur til dáða athyglisverð er óvissuferð og allir fá einhverju að ráða. Látum nú leiðirnar mætast í lífsins skál munum kætast karlar og konur í kjarnorku Rótarý kátt er þá vonirnar rætast.

VIÐLAG

Í vitund er vinsemd og friður gott viðmót er Rótarýsiður pestir skal drepa og Pólí út reka með peningum berjum þær niður. Við mætum af áhuga miklum, því mannvitin loga og toga í góðmeti borðum und geðprýðis orðum já, glatt er í Rótarý.

11

Rótarýklúbbur

Grafarvogs - sagan

Stofnfundur Rotarýklúbbs Reykja vík-Grafarvogs var haldinn þann 19. júní 2001 í safnaðarsal Gafarvogskirkju við hátíðlega athöfn.

Móðurklúbburinn var Rótarý klúbburinn Reykjavík-Árbær. Klúbburinn var nr. 29 frá upphafi en 28 klúbbar voru starfandi því klúbburinn í Stykkishólmi var lagður niður árið 2001 eftir 50 ára starf.

Fyrsti formaður klúbbsins var kosinn Arnar Pálsson, varaforseti Bjarni Kr. Grímsson, viðtakandi forseti Vigdís Stefánsdóttir, ritari Elísabet Gísladóttir og gjaldkeri Gylfi Magnússon. Stofnfélagar voru 26, fimm konur og 21 karl.

Aðdragandi

Undirbúningur að stofnun kúbbsins hófst þann 28. maí 2001 þegar haldinn var kynningarfundur á vegum Rótarýumdæmisins í Grafarvogskirkju. Á þennan fyrsta fund mættu 13 manns en fundarstjóri

var Jón Hákon Magnússon, formaður útbreiðslunefndar. Með honum voru Steinar Friðgeirsson umdæmisstjóri og félagar úr ýmsum klúbbum. Á þessum fundi voru sjö manns skip aðir í sérstaka undirbúningsnefnd. Sú nefnd hélt fjóra fundi áður en stofn fundur var haldinn fjórum vikum síðar. Þá var ákveðið að fundartími nýstofnaðs klúbbs yrði kl. 18.15 á miðvikudögum og fundarstaður Grafarvogskirkja. Alls hóf klúbb starfið 19 manns og af þeim höfðu þrír starfað áður í rótarý, þeir Gylfi Magnússon, Bjarni Kr. Grímsson og Arnar Pálsson.

Stofnfélagar:

Arnar Pálsson markaðsfræðingur, Atli Þór Ólason bæklunarlæknir, Bjarni Kr. Grímsson viðskipta fræðingur, Björn Jakob Tryggvason viðskiptafræðingur, Elísabet Gísla dóttir rekstrarfræðingur, Gylfi Magnússon verkstjóri, Hallgrímur

Sigurðsson, aðstoðarmaður flug umferðarstjóra, Jóhann Hauksson trésmiður, Jón Þór Sigurðsson vél smiður, Kjartan Eggertsson tónlistar skólastjóri, Magnús Jónasson fram kvæmdastói, Pálín Ósk Einarsdóttir deildarstjóri, Sigfús Þór Elíasson prófessor, Vigdís Stefánsdóttir blaða maður, Þórir Örn Ólafsson fram kvæmdastjóri, Þröstur Magnússon starfsmannastjóri, Björn Viggós son framkvæmdastjói, Guðrún Birgisdóttir verkefnisstjóri, Sigríður Konráðsdóttir fulltrúi, Bjarni Þór Bjarnason prestur, Finnur Ingólfs son seðlabankastjóri, Friðbert Traustason framkvæmdastjóri SÍB. Fljótlega bættust við Konráð Gylfason framkvæmdastjóri, Eiríkur Arnarson tæknifræðingur, Jón Rafn Valdimarsson kaupmaður og Arnór Valdimarsson flugvélsstjóri.

Í klúbbnum nú eru nokkrir stofnfélagar.

Margt hefur á dagana drifið og félagar komið og farið eins og gengur. Fjöldinn hefur þó verið nokkuð stöðugur, eða um 25. Upphaflega voru fundir í safnaðar heimili Grafarvogskirkju en eru nú í Borgum í Spönginni. Fundartími hefur alltaf verið sá sami, kl. 18.15 á miðvikudögum og stíft haldið um fundarstjórn þannig að félagar vita hvenær fundi lýkur hverju sinni.

Í blaðinu má sjá nokkrar myndir frá liðnum árum, ferðir í Búrfellsvirkjun, haustferðir sem gjarnan eru undir stjórn Ástu Þorleifsdóttur en hún er afbragðs fararstjóri og kynnir. Einnig frá klúbbfundum, umdæmisþingi á Húsavík og í Vestmannaeyjum, 100 ára afmæli Rótarý og meira og fleira.

-vs

Stofnun Korpúlfsstaðabúsins var bylting í búskaparháttum

Korpúlfsstaðir er jörð í Reykjavík kenndir við Korpúlf bónda sem getið er í Kjalnesinga sögu. Korp er fornt nafn á hrafni. Jörðin varð eign Viðeyjarklausturs á miðöldum og varð síðan konungseign. Thor Jensen keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni en Einar hafði eignast jörðina í arfskiptum eftir föður sinn, Benedikt. Thor reisti þar núverandi hús og fullkomið mjólkurbú sem lagðist af vegna mjólkursölulaganna 1934, en þó nokkuð seinna. Reykjavíkurborg keypti eignina af Thor árið 1942 og reyndi mjólkurbúskap. Húsnæðið var notað sem geymsla, meðal annars fyrir málverk í eigu borgarinnar. Mikið skemmdist þar í bruna 18. janúar 1969. Korpuskóli var á Korpúlfsstöðum frá 1999 – 2005. Þá tók til starfa Kelduskóli í nýju húsnæði og starfsemi Korpuskóla lagðist niður, eða flutti. Í þeim hluta sem Korpuskólinn var starfræktur eru nú vinnustofur listamanna ásamt aðstöðu til myndlistarkennslu. Þar er nú aðsetur fyrir listamenn.

stóð. Í bók Birgis Sigurðssonar um Korpúlfsstaði segir m.a. að Thor hafi borið allar miklar fyrirætlanir sínar undir eiginkonu sína, Margréti Þorbjörgu. Hvað sagði hún? Hvernig varð henni við þegar hann sagði að sig langaði til að koma á fót stærsta og fullkomnasta búi á Íslandi? Vitað er að hún gaf samþykki sitt. Annars hefði ekkert orðið úr framkvæmdum á Korpúlfsstöðum. Hann breytti aldrei gegn vilja hennar. Hann gat aldrei án stuðnings hennar verið.

Gamli Korpúlfsstaðabærinn

Ein helsta smitleið taugaveiki á fyrri hluta 20. aldarinnar var neysla sýktrar mjólkur. Fram til þessa höfðu engar skipulegar tilraunir verið gerðar til þess að bæta fram leiðsluna, hreinlætis kröfur voru litlar sem engar og opinbert eftirlit með mjólk ekkert.

Athafnamaðurinn Thor Jensen reisti býlið en hann var einnig einn af frumkvöðlum síldarútvegsins og stofnaði Kveldúlf sem talinn var eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í heimi þegar hæst

Gamli bærinn á Korpúlfsstöðum stóð á dálitlu leiti vestur af núverandi byggingu, lítill og ekki reisulegur torfbær en þó ekki lélegri en gerðist víða um land. Í bænum var þiljuð stofa og tvö herbergi. Dyrnar sneru til suðurs í átt að þjóðveginum. Fagurt útsýni til þriggja átta eða svo en þó fegurst til Esjunnar og út á hafið. Til vesturs voru auðnarfull og stórgrýtt holt. Handan þeirra Reykjavík. Þangað lá mjór og hlykkjóttur forfaðir þess þjóðvegar sem bifreiðar nútímans æða nú hvað hraðast um. Heimreiðin að Korpúlfsstöðum lá frá gamla Gufunesveginum. Trúlega þrettán til fjórtán kílómetrar frá bænum að hjarta Reykjavíkur.

fyrst og fremst af læknisfræðilegum ástæðum. Á þessum árum var taugaveiki landlæg og illviðráðanleg. Ein helsta smitleið þessa skæða sjúkdóms var neysla sýktrar mjólkur. Fram til þessa höfðu engar skipulegar tilraunir verið gerðar til þess að bæta framleiðsluna, hreinlætiskröfur voru litlar sem engar og opinbert eftirlit með mjólk ekkert.

Bestu og framsæknustu bændurnir reyndu að gæta hreinlætis eftir föngum en aðrir kærðu sig kollótta. Mjólkurframleiðslan galt þess að hreinlæti var almennt mjög ábótavant þótt farið væri að þokast í rétta átt á ýmsum sviðum. Það var undarlegt að Thor skyldi vera sá maður sem bændastéttin síst máttii missa ef efla átti þrif og þar með heilbrigði við mjólkurfraleiðslu. Konur höfðu miklu lægri laun en karlmenn á búinu og þótti ekki tiltökumál. Störf þjónustustúlknanna voru með þeim erfiðustu á búinu, einkum á sumrin þegar fólkið var flest. En almennt hafa störfin verið erfið og vinnudaguinn langur. -gg

13
Korpúlfsstaðir, glæsilegasta stórbýlis á Íslandi. Um landið rennur Úlfarsá, stundum nefnd Korpa. Í dag er m.a. golfvöllur á Korpúlfsstöðum.

Áburðarverksmiðjan í Gufunesi var fyrsta stóriðja Íslendinga

Hjálmar Finnsson varð fyrsti starfsmaður Áburðarverksmiðjunnar í ársbyrjun 1952 en bygging verksmiðjunnar var þá að hefjast í Gufunesi. Var þá í mörgu að snúast og kom reynsla hans og þekking að góðum notum en ekki síst einstakir hæfileikar hans í mannlegum samskiptum. Skipuleggja þurfti starfsemi fyrirtækisins frá grunni og eiga samskipti við marga aðila bæði innanlands og utan. Einn þáttur var t.d. gerð kjarasamninga fyrir verksmiðju sem starfaði alla daga ársins allan sólarhringinn en slíkt var þá nýlunda hérlendis.

Áburðarverksmiðjan var þá ekki í samtökum vinnuveitenda og gerði sína samninga sjálf. Náði Hjálmar góðu sambandi við Eðvarð Sigurðs son hjá Dagsbrún og luku þeir samningsgerð svo báðir máttu vel við una. Var það farsælt braut ryðjendastarf og mikilsvert fyrir þá stóriðju sem á eftir kom. Áður en Hjálmar kom til starfa hjá Áburðarverksmiðjunni stofnaði hann viðskiptafyrirtæki í New York árið1942, var umboðsmaður íslenskra verslunar- og iðnfyrirtækja við inn kaup í Bandaríkjunum 1942-48, var framkvæmdastjóri fyrirtækis í New York 1945-48 og umboðsmaður Loftleiða hf. í Bandaríkjunum, m.a. við öflun varanlegs lendingarleyfis 1947-48.

Hjálmar var framkvæmdastjóri Loftleiða hf. í Reykjavík 194952. Þá kom mjög til álita að sameina Loftleiðir og Flugfélag Íslands og að Hjálmar yrði forstjóri hins nýja flugfélags. Hann var forstjóri Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi 1952-85, sat í Flugráði, í samninganefnd um flugleyfi til Evrópulanda og var m.a. formaður Félags viðskiptafræðinga.

Hjálmar var í eðli sínu bóndi. Fékk hann aðstöðu fyrir þetta tómstundaáhugamál sitt í Gufunesi fyrir tilstilli Þorgeirs bónda þar, en með þeim Hjálmari tókst mikil og góð vinátta. Gat Hjálmar þar sinnt bæði kindum og hestum og stundað heyskap í fríum sínum. Hjálmar var mjög fjárglöggur maður og gat nafngreint kindur sínar úti á túni úrhundraða metra fjarlægð út um skrifstofuglugga sinn.

Marshall aðstoðin

Marshall-aðstoðin er kennd við þáverandi utanríkisráðherra Banda ríkjanna, George C. Marshall. Í ræðu

sem hann hélt 5. júní 1947 bauð hann öllum Evrópuríkjum upp á aðstoð Bandaríkjanna við enduruppbyggingu eftir seinni heimsstyrjöldina. Um var að ræða umtalsverða fjárhagsaðstoð sem að einhverju leyti yrði í lánsformi; en langmest í formi styrkja sem næðu yfir fjögur ár.

Evrópu, árið 1947. Fjárhagsaðstoðin hófst ári síðar og stóð til 1953.

Í hlut Íslands komu 29,3 milljónir Bandaríkjadala, þar af 24 milljónir í beinan styrk. Heildarfjárhæð aðstoðarinnar var 13.325,8 milljónir dala. Hlutur Íslendinga var því rúm 0,2%. Danir fengu í sinn hlut um

Á fyrstu árum verksmiðjunnar voru starfsmenn keyrðir í rútu á vaktirnar en þá var Gullinbrú ekki til og keyra þurfti fyrir Grafarvoginn. Verksmiðjan er í dag ekki nema svipur hjá sjón, svo segja má að nú sé verksmiðjusvæðið líkt og „Snorrabúð stekkur“ eins og segir í ljóði Jónasar Hallgrímssonar.

Bandaríkjamenn sáu hag sinn í því að styrkja lýðræði og markaðs kerfi Evrópuríkja, auk þess sem stjórnmálaleg áhrif þeirra yrðu tryggð. Sovétmönnum var illa við hina stjórnmálalegu hlið Marshallaðstoðarinnar og þeir afþökkuðu tilboðið. Í kjölfarið fylgdu þjóðir á áhrifasvæði þeirra í Austur-Evrópu sem seinna mynduðu Austantjalds blokkina. Eftir stóðu 16 lönd sem tóku tilboði Marshalls, í Vestur- og Suður-Evrópu, og gerðu með sér áætlun, svonefnda Viðreisnaráætlun

nífalda upphæð á við Íslendinga, eða 273 milljónir dala. Umdeilanlegt er hvort hlutur Íslendinga hafi verið of rausnarlegur í ljósi þess að herseta Breta og Bandaríkjamanna hafði fremur góð áhrif á efnahagslífið en slæm.

Framkvæmdaáætlun Íslands sem það lögð var fyrir OEEC hljóðaði svo: Kaup á tólf togurum, bygging lýsisherslustöðvar, bygging fimm hraðfrystihúsa og endurbætur á gömlum frystihúsum, bygging þrettán fiskimjölsverksmiðja,

14

aukning kaupskipaflotans fyrir áætlað kostnaðarverð sjötíu milljónir króna, tveir dráttarbátar, dráttarvélar og aðrar landbúnaðarvélar fyrir fimmtíu og tvær milljónir króna, stækkun og endurbætur á klæðaverksmiðjum, aukin raforkuframleiðsla úr 50.000

Í hlut Íslands komu 29,3 milljónir Bandaríkjadala, þar af 24 milljónir í beinan styrk vegna Marshallaðstoðarinnar sem gerði Íslendingum kleyft að reisa áburðar verksmiðju, sements verksmiðju, kaupa togara, reisa frystihús og ýmislegt fleira.

KW í 107.500 KW, þar með taldar virkjanir Sogs og Laxár, bygging áburðarverksmiðju, bygging sementsverksmiðju og bygging kornmyllu.

Framkvæmdaráætlunin var víðtæk og bar hún meiri svip óskalista en ákveðinna áforma. Helstu framkvæmdarhugmyndir voru teknar með og voru þær taldar gagnlegar og æskilegar og vænta mátti að þær gætu notið góðs af áætluninni. Áform eins og skipakaup frá Evrópu var ekki ætlast til að gæti notið góðs af áætluninni. En virkjanir Sogs og Laxár og bygging áburðarverksmiðju var látið ganga fyrir öllu öðru. Áætlanir um aðstoðarþörf voru einnig samdar af öllum ríkjum OEEC. Þær voru síðan athugaðar gaumgæfilega áður en lagt var til hvernig skipting aðstoðarinnar yrði. Þetta var mikilvægasta hlutverkið fyrstu tvö árin. Einnig var unnið að því að efla samvinnu ríkjanna á viðskiptasviðinu. Efnahagsaðstoðin skiptist í þrennt: óafturkræf framlög, lán og skilyrðisbundin framlög. Þau skiptust þannig: Óafturkræf framlög 29.850.000 dollarar, eða 13,3 milljarðar króna. Lán 5.300.000 dollarar Skilyrðisbundin framlög 3.500.000 dollarar

Þannig var 77,2% framlaganna óafturkræf framlög eða gjöf, 13,7% var lán og 9,1% var raunverulega yfirfærsla á Evrópugjaldeyri í dollara.

Flýtti byggingu Írafossvirkjunar

Rafmagnsskortur var hérlendis árin 1953 og 1954 og nam orkuþörf væntanlegrar áburðarverksmiðju nær helmingi af orkuframleiðslu væntanlegrar Írafossvikjunnar sem tekin í notkun 1953. Áður var var Ljósafossvirkjun tekin í notkun við Sogið 1937 en það bætti verulega úr orkuskorti í Reykjavík. -gg

EIR er eitt stærsta hjúkrunarheimili landsins

Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993, en undirbúningur hafði staðið frá árinu 1990. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir, sambýli, heimilisdeildir auk mikilvægrar starfsemi á endurhæfingardeild Eirar þar sem einstaklingar koma til brotaendurhæfingar og skammtímavistunar.

Í tengslum við Eir eru reknar tæplega 200 öryggisíbúðir á tveimur stöðum í Grafarvogi, Eirarhúsum og Eirborgum og einum stað í Mosfellsbæ á Eirhömrum. Ein staklingar sem sækjast eftir að komast í öryggisíbúð eiga það sameiginlegt að vilja tryggja öryggi sitt í góðu umhverfi, þar sem, til staðar er fag þjónusta og úrræði sem þeir eru í þörf fyrir og eiga rétt á hverju sinni. Með þessu er leitast við að gera aðilum kleift að búa á sínu heimili sem allra lengst.

Í norrænni goðafræði segir frá gyðju sem sat á fjallinu Lyfjabergi þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Þessi gyðja hét Eir. -gg

15

Áhugahópar – fellowships

Hefurðu áhuga á einhverju? Þá er líklega til hópur fólks sem þú hefðir gaman af því að kynnast.

Rótarý er nefnilega ekki bara klúbbstarfið – heldur miklu meira. Innan rotary starfa alþjóðlegir hópar fólks sem deila áhugamáli eða ástríðu á einhverju. Þetta eru áhugahópar eða fellowship. Nú eru um 40.000 einstaklingar í einhverjum af fjölmörgum áhugahópa rotary sem telja um 90, í 150 löndum. Í ár bættust fimm nýir áhugahópar við.

Á síðunni https://www.rotary.org/en/our-programs/ more-fellowships má lesa um hópana, smella á hvern þann sem vekur áhuga og skoða betur. Þar eru líka leiðbeiningar um það hvernig búa á til nýjan hóp og tengja hann rotary.

Áhugahópur norrænna vélhjólamanna er sterkur og félagar hika ekki

fara milli landa með hjólin.

Höfundur tilheyrir nokkrum þessara hópa, m.a. Quilters and Fiber Artists en það er hópur sem hefur sérstakan áhuga á handverki eins og bútasaumi, prjóni, hekli og öðru sem tilheyri textíl. Þessi hópur gefur út fréttabréf á 8 vikna fresti eða svo og má lesa þau hér: https:// rotariansquilt.com/newsletters/ Árlega standa félagar hópsins vaktina á alheimsþingi og setja upp sölubás með því sem félagar hafa unnið yfir árið. Peningarnir fara beint í rótarýsjóðinn og gera þar gagn.

Nú er lag að skoða þessa ágætu kynningarsíðu, finna sér áhugahóp eða stofna nýjan!

-vs

Fálkarækt og geldsauðir í Geldinganesi

Geldinganes er tengt landi með eiði sem nú er ökufært, en var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Vinsældir þess sem útivistarsvæði fara vaxandi. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan. Er nafnið þannig tilkomið. Seinna áttu menn lengi hagagöngu hrossa á Geldingarnesi og átti t.d. Hestamannafélagið Fákur slíka hagagöngu þar á þriðja áratug 20. aldar. Síðar var þar lengi skotæfinga svæði og seinna grjótnáma en úr henni

hafa verið teknar þúsundir tonna af grjóti. Stefnt var að því að á nesinu yrði byggt íbúðahverfi fyrir yfir 15.000 manns á 2,20 km² svæði en frá þeim áætlunum er horfið í bili. Stefnt er að því að kirkjugarður verði í Geldinganesi.

Ekki er mikið vitað um sjóslys við Geldinganes en þar hafa einhverjir bátar strandað sem hafa sótt á miðin frá Geldinganesi út á Faxaflóa. Árið 2002 var bátur á siglingu norðan við Engey en fékk taug í skrúfuna sem maraði þar út af, og standaði. Leyfar af strönduðum bátum sem ekki tókst að bjarga má enn finna við Geldinganes. -gg

16
við að
Dýfingar, hjól reiðar, ættfræði, handavinna, ljósmyndun, fjallaklif… listinn er langur.
Skannaðu kóðann til að lesa meira um áhugahópana. Skannaðu kóðann til að lesa Quilters fréttabréfin. Leyfar af báti sem hefur strandað við Geldinganes en hluti braksins hefur borist inn að eiðinu.

Karlakórinn er stolt Grafarvogs

Karlakór Grafarvogs, eini karla kórinn í þessu fjölmennasta hverfi Reykjavíkur, var stofnaður í septem ber árið 2011 og fagnaði þeim tíma mótum með tónleikum í Grafarvogs kirkju vorið 2022, enda var lagt bann við slíkum samkomum á afmælisárinu vegna Covid faraldursins. Tónleikar kórsins eru jafnan vel sóttir af Grafarvogsbúum sem og öðrum aðdáendum og má með sanni segja að kórinn sé stolt Grafarvogs.

Karlakórinn er skipaður 30 körlum á öllum aldri og á æfingum, sam komum og á tónleikum kórsins er gleðin við völd. Eiginkonur kórbræðr anna taka jafnan þátt í samkomum og skemmtunum kórsins, enda mikilvægt að makarnir fái líka að njóta hins skemmtilega félagslífs kórsins eins og kostur er. Þannig fer kórinn árlega í vorferð út á land þar sem gjarnan er tekið lagið, heldur haustfagnað og jólagleði, allt með það í huga að

þétta raðirnar og auka eindrægni og samhug í bræðralaginu.

Karlakór Grafarvogs hóf vetrar starfið á kóræfingu 12. september sl. en æft er í Grafarvogskirkju á mánudagskvöldum. Kórinn heldur minnst tvenna tónleika á ári, að hausti og vori en einnig syngur kór inn a.m.k. í einni messu árlega í Grafarvogskirkju, ásamt því að syngja nokkur lög aukreitis að messu lokinni. Hausttónleikar kórins verða haldnir fimmtudaginn 24. nóvember, en auk Karlakórs Grafarvogs kemur kvennakórinn Söngspírurnar fram á tónleikunum og munu kórarnir syngja saman nokkur lög. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda, tónlist við allra hæfi og léttleikinn er í fyrirrúmi í lagavali.

Stofnandi og stjórnandi Karlakórs Grafarvogs er Íris Erlingsdóttir sem einnig er stofnandi og stjórnandi Söngspíranna, en píanóleikari er Einar Bjartur Egilsson. Á tónleikum sínum fær kórinn jafnan liðsauka úr hópi fremstu hljóðfæraleikara landsins, eftir því sem verkefnin krefjast.

Áhugasamir karlar eru velkomnir á æfingu til þess að kynna sér kór starfið og máta sig við kórinn. -gg

17
Karlakór Grafarvogs.

Borgarholtsskóli er eini skóli landsins sem kennir allar bílgreinar

Borgarholtsskóli er framhaldsskóli er 25 ára gamall, staðsettur við Mosaveg í Grafarvogi. Hann er framsækinn og tæknivæddur nútímaskóli með um 1.400 nemendur og fjölbreytt námsframboð. Boðið er upp á dagskóla og dreifnám.

Mikil birta og gott rými einkenna skólahúsið. Það skapar hlýlega og jákvæða umgjörð um skólastarfið. Borgarholtsskóli hefur frá upphafi haft þá stefnu að stuðla að bókmennt, handmennt og siðmennt nemenda sinna. Við skólann starfar samstilltur hópur starfsfólks sem sinnir kennslu, þjónustu við nemendur, stjórnun skólastarfsins ásamt eftirliti og þrifum á skólahúsnæðinu. Leiðarljós í starfinu og samskiptum í skólanum eru agi, virðing, væntingar og við lögð er áherslu á jákvætt og hlýtt viðmót gagnvart nemendum.

Við stofnun Borgarholtsskóla var Grafarholtshverfið í hraðri uppbyggingu en hann var stofnaður í samstarfi við Mosfellsbæ og á fulltrúi frá Mosfellsbæ sæti í skóla nefndinni. Nemendur koma af öllu landinu og þjónar Borgarholtsskóli öllum nemendum hvaðanæva af landinu, ekki bara frá Grafarvogi og Grafarholti. Í skólanum eru einnig nemendur sem ekki er hægt að séu slakir, heldur þurfa þeir hafa meira fyrir náminu. Við skólann eru 24 námsleiðir, ekki bara bóknámsdeild sem endar á stúdentsprófi, heldur eru einnig nemendur sem hafa farið gegnum menntaskóla og háskóla enda má benda á að á landinu eru um 80 námsleiðir, þar af aðeins þrjár námsleiðir til studentsprófs. Það skýrir vel fjölbreytileika framhaldsskólans. Við Borgarholtsskóla eru t.d. bifvéla virkjun og bílamálun griðarlega vinsælar námsgreinar. Mikil aðsókn er í nemendur sem eru að ljúka prófi í málmgreinum, raunar beðið eftir þeim út í atvinnulífið.

Jafnréttishugsjóninni haldið á lofti

Skólameistari Borgarholtsskóla, Ársæll Guðmundsson hluta nemenda vera í kvöldskóla og skólinn þjóni vissu lega mjög víðan hóp nemenda. Þar blómstri náunga kærleikur og og allir séu í sátt og samlyndi, kennarar sem

og nemendur. Haldið er á lofti jafnréttishugsjóninni og að skólinn fræði um fjölbreytilega mannlífsins, mennti fyrir mannlífið.

„Skólinn er eini skóli landsins sem kennir allar þrjár bílgreinarnar og hefur því gríðarlega sérstöðu. Norðan við skólann var í upphafi tekið frá svæði fyrir íþróttahús. Íþróttirnar eru allar farnar í Egilshöll sem er frábær aðstaða en við höfum verið að ræða við borgaryfirvöld um hvernig eigi að hlú sem best að starfsþjálfun í landinu. Við viljum ekki

rísi „meðborgarhús“ þar sem samfélagið, skólinn og nánast allir geti notið. Þarna er nánast verið að útiloka að í Grafarvogi skapist miðborgarlíf,“ segir skólameistari.

Vantar heilstæða menntaþjónustu

„Það þarf að ræða heilstæða menntaþjónustu fyrir landsmenn, hvar á að

ráða því hvað verður byggt þarna, en svo heyrum við að þarna eigi að byggja hjúkrunarheimili fyrir mjög langt leidda sjúklinga að ráði heilbrigðisráðherra. Hjúkrunheimili á alls ekki heima á þessu svæði. Okkur vantar hins vegar listaskóla og skemmur og fleira og því teljum við að þarna sé í uppsiglingu stórslys ef af verður. Ég tel mikilvægara að þarna

vera hvaða námsframboð til að gæta jafnvægis. Pólitíska valdið er að ákveða að það eigi að byggja við Tækniskólann eða að hann verði fluttur í Hafnarfjörð og sameinist skólanum þar. Það er allt of algengt að það sé hver fyrir sig að búa í sínu horni, lítið sem ekkert samstarf eða samvinna höfð,“ segir Ársæll Guðmundssson skólameistari.

Nemandi stendur faglega að málmsuðu.

-gg
Ársæll Guðmundsson skólameistari. Myndlistarsýning útskritarnema á listabraut

Rótarýfélaginn Jón Þór stýrir öflugri málmsmiðju

Teknís er málmsmiðja á Völlunum í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í smíða úr stáli, smíðar m.a. tanka, rör, stálvirki af ýmsum stærðum og býður einnig upp á sérsmíði af ýmsu tagi. Fyirtækið er í eigu Jóns Þórs Sigurðssonar sem er félagi í Rótarýklúbbi Grafarvogs. Rótarýhreyfingin er starfsgreinafélag, þ.e. félagar eru fulltrúar einhverrar starfsgreinar hver fyrir sig. Rótarý klúbburinn gefur út þetta blað í

tilefni af umdæmisþingi en ekki síður skal á það bent að félagar koma úr fjölmörgum atvinnugreinum. Fyrir tækið er byggt á traustum grunni. Að jafnaði starfa um 10 manns hjá Teknís en þeim getur fjölgað mjög þegar tekið er að sér mannfrek verk.

Jón Þór segir fyrirtækið hafa tekið þátt í ýmsum verkefnum, smáum sem stórum, hérlendis sem erlendis, m.a. hafi fyrirtækið tekið þátt að framleiða og setja upp fallpípu við Búðarhálsvirkjun 2011 til 2012 sem var með heildarstálþyngd um 480 tonn. Pípan var 5,8 metrar í þvermál. Einnig hefur Teknís séð um smíði tanka og flutning þeirra milli staða fyrir olíufélögin, m.a. í Þorlákshöfn, Ísafirði, austur á Eskifirði og víðar.

Jón Þór umvafinn teikningum, verkbeiðnum og fleiru.

Lífleg starfsemi hjá Korpúlfum

Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, er með starfsemi á hverjum virkum degi í Borgum í Spönginni. Borgir eru félagsog menningarmiðstöð á vegum Reykjavíkurborgar. Þar hefur menningarnefnd Korpúlfa staðið í ströngu að bjóða upp á fjöbreytta starfsemi nú á haustönn og var sú starfsemi kynnt fyrir skömmu. Alla fimmtudaga til 15. desember er eitthvað menningarlegt í boði, bókmenntaklúbbur starfar af kappi, Íslendingasögurnar eru kynntar af Baldri Hafstað á mánaðarlegu námskeiði, skák og bridge og dans eru í boði, gönguhópar eru starfandi

Erlendis hefur Teknís tekið þátt í verkefnum fyrir danska herinn á Grænlandi og og 2013 var Teknís verktaki að endurnýjun eldneytiskerfa í herstöð danska hersins í Danmörku, og tók þátt í vandasömu verki við St. Giles dómkirkjuna og aðstoðaði glerlistamanninn Leif Breiðfjörð við uppsetningu á stállistaverki sem var afar vandasamt verk. -gg

allan ársins hring það er ferðast innanlands sem og erlendis, Yoga er á veturna sem og hugleiðsla og helgistund, félagsvist, prjónaskapur, tréskurður, postulímsmálun, kórsöngur, hannyrðir af ýmsu tagi. Ekki má gleyma að minnast á ýmsa hreyfingu, s.s. leikfimi og sundleikfimi.

Starfseminni stjórnar Birna Róbertsdóttir, og nýtur mikilla vinsælda við það. -gg

Við Búðarháls. Allt svo stórt í sniðum. Sungið með gleði í hjarta á afmælisdegi Reykjavíkurborgar. Skákin nýtur vinsælda.

Að Keldum fer fram mikilvæg rannsóknastarfsemi

Tilraunastöðin að Keldum Í Grafarvogi tók til starfa árið 1948.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskólastofnun sem tengist læknadeild Háskóla Íslands en hefur sérstaka stjórn og sjálfstæðan fjárhag. Starfsemin er mjög fjölþætt og aðferðum margra fræðigreina er beitt í grunn- og þjónusturannsóknum, þ.e. líffærameinafræði, örverufræði, ónæmisfræði, sníkjudýrafræði, lífefnafræði og sameindalíffræði.

Hlutverk tilraunastöðvarinnar er m.a. rannsóknir á fisksjúkdómum og heyrir undir mennta- og menningar málaráðuneyti en hefur sérstaka stjórn og fjárhag. Keldur eiga í miklu rannsóknasamstarfi við innlenda og erlenda aðila en rannsóknaverkefni eru fjármögnuð með innlendum og erlendum styrkjum. -gg

Rótarýfáninn

Elísabet Gísladóttir, félagi í Rótarýklúbbi Grafarvogs, hannaði fána klúbbsins og lýsti honum og hugmyndinni að gerð hans svona: Þegar farið var af stað með að hanna fánann og finna einkenni hverfisins og þar með tákn fyrir klúbbinn okkar var engum blöðum um það að fletta að “Gullin brú“ er okkar helsta einkenni hér í Grafarvogi. Annað sem einkennir hverfið er einstök útsýnisfegurð, sérstaklega á sumarkvöldum þegar sólin sveipar fjallasalinn kringum fjörðinn og umvefur hverfið geislum sínum.

Samkenndin í hverfinu eitt þeirra einkenna sem við íbúarnir erum hvað stoltust af og viljum að sjáist á fánanum. Síðast en ekki síst er það tilgangur félagsskapar okkar, Rótary merkið og tákn þess og einkenni sem við stöndum fyrir.

Heitið á Gullinbrú er sótt í „Veturinn“ kvæði Bjarna Thorarensen sem bjó í Grafarvogi og við teljum til hinna fyrstu hverfisskálda Grafarvogs. Eins og í mörgum kvæðum sínum notar Bjarni hugmyndir goðafræðanna mikið í túlkun sinni. Brúin er aðaltengingin við önnur hverfi borgarinnar og þar með er hún tenging okkar við umheiminn. Þess má geta að einnig hefur verið vígð eystri brú hverfisins þannig að til að komast inn og út úr hverfinu verður oftast að fara yfir brýr.

Svo mikilvægt er brúarminnið í hugum okkar, að þegar hverfaskáldin gáfu út ljóðabók sína kölluðu þeir hana „Brúna út í Viðey.“

Brú milli himins og jarðar

Á fánanum er brúin teiknuð bogardregin og er stílfærð sem brú milli himins og jarðar. Húsin eru tákn íbúabyggðarinnar, byggðar á klettum sem formaðir eru eins og skýjaborg. Síðast en ekki síst er brúin sem regnboginn tákn sáttmála Guðs við menn. Hann speglar gullna geisla sólarinnar við hafsbrún í gluggum húsanna sem tákn um vernd og umhyggju almættisins fyrir börnum sínum hér í leik og starfi.

20
-vs

Fjölnisnafnið má tengjabaráttusjálfstæðisÍslendinga

Ungmennafélagið Fjölnir í Grafarvogi er fjölgreina íþróttafélag með 11 íþróttagreinum, þ.e. knattspyrnu, handbolta, tennis, sund, íshokkí, skák, frjálsar íþróttir, karate, fimleika, körfubolta og fimleika. Félagið vill tryggja að bön og unglingar hafi aðgang að að góðri þjálfun, í góðum félagsskap og hjá félagi, sem þau geta verið stolt af. Það er besta forvarnarstarf sem til er. Þann 11. febrúar 1988 komu um 100 manns saman og stofnuðu Ungmennafélag Grafarvogs. Bar félagið það nafn fyrst um sinn. Einn tillagan bar nafnið Fjölnir en fljótlega kom upp sú tillaga um að heppilegra væri að félag fengi annað nafn þar sem erfiðlega gæti verð að hvetja Ungmennafélag Grafarvogs því skammstöfun félagsins væri þá UMFG sem þegar væri í notkun hjá Ungmennafélagi Grindavíkur. Samþykkt var að félagið fengi nafnið Fjölnir en það nafn á sér bæði langa og merkilega sögu. Bent var á að Fjölnir væri eitt nafna Óðins, en hann var æðstur ása, var goð skáldskapar og

dauðra. Hann var auk þess elstur ásanna.

Tengja má einnig Fjölnisnafnið sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Blaðið Fjölnir kom út í Kaupmannahöfn 1835 til 1847 og voru útgefendur nefndir Fjölnismenn. Fjölnir boðaði rómantíska stefnu í bókmenntum og var það einnig vakningarrit í hreintungustefnu, sem og þjóðfrelsis- og framfaramálum. Fjölnismenn voru þeir Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson. Mörg helstu kvæða Jónasar Hallgrímssonar birtust fyrst í Fjölni.

Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður meistaraflokks Fjölnis í körfubolta kvenna var valin af KKÍ sem leikmaður ársins.

21
-gg
Núverandi formaður er Jón Karl Ólafsson.
Fyrsti formaður Fjölnis var Guðmundur G. Kristinsson.
Knattspyrnumenn og konur Fjölnis í leik.

Hin agnarsmáa 0,3% breyting í meðalhita jarðar á 150 árum

„En annar hlutur er forvitni, því að það er mannsins náttúra að forvitna og sjá þá hluti, er honum eru sagðir, og vita, hvort svo er, sem honum var sagt, eða eigi“. (Tilvitnun í Konungs skuggsjá, handrit frá um 1275).

Síðastliðin 160 ár, eða frá um 1860, hefur meðalhiti jarðar hækkað um því sem næst 1,0°C. Ef við drögum frá skammvinnar hitasveiflur sem m.a. stafa af El-Niño fyrirbærinu í Kyrrahafinu, þá er hækkunin sem um ræðir ef til vill nær 0,8°C. Hvað sem því líður, þá er verið að miða við hækkun frá síðustu áratugum Litlu ísaldarinnar svokölluðu þegar loftslag var mun kaldara en í dag. Svo kalt að fjölmargir Íslendingar flúðu land og settust að vestanhafs.

Hin ógnvekjandi hamfarahlýnun

Mynd 1: Lóðrétti ásinn á líuritinu er þaninn gríðarlega mikið út. Um það bil einn millímetri á hitamælinum er stækkaður næstum 100 falt í 100 mm eða 10 cm. Allur lóðrétti skalinn kæmist á milli tveggja 1° strika á venjulegum útihitamæli.

Meðalhiti jarðar er um 15°C. Á Mynd 1 er reyndar sýnt frávik frá þessum meðalhita. Þess vegna er lóðrétti ásinn kvarðaður frá -0,4° upp í +0,6°C. Lóðrétti ásinn nær yfir aðeins 1 gráðu, þ.e. sama og bilið milli tveggja strika á venjulegum hitamæli. Þetta er gríðarleg stækkun, ef til vill um 100-föld!

Þessi mikla útþensla á lóðrétta skalanum gerir það að verkum, að almennt áttar fólk sig ekki á hver hitabreytingin er í raun. Hitabreytingin virðist gríðarleg og ógnvænleg. Sannkölluð “hamfarahlýnun“. Þetta er ekki ósvipað því þegar horft er á höfuðið á lítilli húsflugu með smásjá sem er með 100-faldri stækkun. Litla meinlausa flugan hefur breyst í skaðræðis ófreskju!

Hitabreytingin á 160 árum sem hitaferillinn sýnir er í raun lítil breyting. Hún er svo lítil að við yrðum hennar ekki vör í daglegu amstri. Á venjulegum degi er algengt að lofthitinn breytist 10 sinnum meira, og yfir árið miklu miklu meira. Þetta er minna en munur á hita í herbergjum heima hjá okkur.

Hitasveiflur undanfarin árþúsund

Mynd 2: Niðurstöður mælinga á ískjörnum fengnum úr rúmlega 3000 metra djúpri holu sem boruð var í Grænlandsjökul. Skammvinn hlýskeið á sögulegum tíma eru sýnd með grænu. Takið eftir að lóðrétti skalinn vinstra meginn sýnir lofthitann á Grænlandsjökli, en lóðrétti skalinn hægra meginn sýnir áætluð frávik í hnattrænum meðal lofthita, sem er talinn helmingur af hitabreytingunni á jöklinum.

Álíka hlýtt var fyrir 1000 árum og í dag. Blái ferillinn á Mynd 2 nær til ársins 1854, en hefur verið framlengdur lauslega til dagsins í dag með rauðum lit. Ferillinn er samkvæmt mælingum í borholu á Grænlandsjökli. Sjá www.climate4you.com , kafla “Global Temperature“. Þetta er sem sagt á Grænlandi, en ekki meðalhiti jarðar, en gefur samt væntanlega í stórum dráttum hugmynd um þróunina.

Hafa verður í huga þegar borin eru saman áætlaður lofthiti fyrr á tímum samvæmt rannsóknum á ískjörnum, og hefðbundnum daglegum hitamælingum, að upplausn ískjarna-hitamælinganna er nærri því að vera 10 ára meðaltal. Skammvinnar sveiflur sem kunna að hafa verið til hlýnuna eða kólnunar fyrr á tímum sjást því ekki eða illa.

22

Við vitum samkvæmt þessum rannsóknum og fjölmörgum öðrum, að það var ámóta hlýtt í dag og fyrir 1000 árum (Medieval Warm Period), allnokkuð hlýrra fyrir 2000 árum (Roman Warm Period) og töluvert hlýrra fyrir um 3000 árum (Minoan Warm Period). Samt erum við að hræðast hlýindin sem við njótum í dag og ásaka okkur um að hafa valdið þeim. Reyndar er þessum hlýindum aðeins misskipt. Hér á landi höfum við verið lánsöm og notið meiri hlýnunar en 0,8°, en það er önnur saga.

Hin ofurlitla hlýnun

Mynd 3: Sé teiknaður hitaferill sem sýnir hlýnun jarðar frá alkuli í Kelvín gráðum, þá sést ekki nein breyting. Svo lítil er hún. Maður hlýtur að dást að því hve stöðugur lofthiti jarðar er.

Í vísindum er vaninn að mæla hitann í Kelvin gráðum, en þar byrjar skalinn við alkul. Sólin hitar jörðina okkar frá alkuli í lífvænlegan hita, eða frá -273°C í +15°C að jafnaði. Það er jafngilt hitun frá 0°K til 288°K á Kelvin skalanum.

Á Kelvin skalanum á Mynd 3 er meðalhitinn 288°K (um 15°C). Hitabreytingin gæti því verið frá 288,0°K í 288,8°K, eða frá 288°K til 289°K ef við teljum hækun lofthita frá Litlu isöldinni vera 1°. Þetta er ekki nema um 0,3% breyting sem verður að teljast lítið. Merkilega lítið.

Einhver kann að malda í móinn og segja hækkunina vera mun meiri, eða frá meðalhita lofthjúps jarðar 15,0°C í 15,8°C sem er við fyrstu sýn um 5% hækkun. Það er þó markleysa að miða við Celcíus gráður. Celcíus skalinn er skilgreindur miðað vð frostmark og suðumark vatns, sem kemur málinu ekkert við. Við gætum alveg eins miðað við Farenheit og sagt hækkunina vera frá 59,0°F í 60,5°F og fengið út 2,5% hækkun. Nei, rétta aðferðin er að miða við Kelvin gráður og þá fæst 0,3% hækkun á síðastliðnum 150 árum.

Hin síkviku kerfi

Mynd 4: Hin síbreytilegu, síkviku, ólgukenndu og kaótísku kerfi hafs og lofts.

Loftslagskerfin samanstanda af ólgukenndu (turbulent) hafinu sem er í snertingu við ólgukenndan lofthjúpinn. Þessi kerfi eru á reikistjörnu sem snýst í sífellu og er böðuð í sólarljósi sem skín ójafnt á yfirborð jarðar, mest nærri miðbaug en minnst næri pólunum. Vetur og sumur skiptast á. Sífelldur flutningur á varma og raka á sér stað milli þessara síkviku kaótísku kerfa. Drifkrafturinn in inngeislun sólar.

Í hafinu eru straumar og sveiflur sem ná yfir tímabil sem mælast frá dögum til árþúsunda. Hafið hefur áhrif á lofthjúpinn og öfugt. Yfirborð jarðar er mjög óreglulegt og mótar það vindakerfin. Sama má segja um hafsbotninn sem mótar hafstrauma. Rakinn í lofthjúpnum hefur gríðarlega mikil áhrif, og er aðal áhrifavaldurinn sé litið til hlýnunar af völdum svokallaðra gróðurhúsaáhrifa. Jafnvel inngeislun sólar er sveiflukennd.

Stundum leggjast áhrif þessara tilviljunarkenndu kerfa saman; heildaráhrif þeirra geta orðið tiltölulega mikil um tíma, en á öðrum tímum vinna þau á móti hverju öðru og verða þá áhrifin lítil. Aðeins þarf örlitla breytingu í meðal skýjafari, fáein prósentstig, þarf til að valda verulegum, jafnvel langvarandi, breytingum í hitafari jarðar.

Þetta kaótíska kerfi á yfirborði jarðar gerir það að verkum að hitafarið getur orðið ólgukennt, án þess að ytra áreiti, svo sem breytileg sólgeislun eða breytilegur styrkur koltvísýrings þurfi að koma til.

Svona hegðun sjávar, lofts og skýja hefur alltaf verið frá örófi alda. Þessi kaótíska hegðun er nægileg til að útskýra hitasveiflurnar undanfarna áratugi, aldir og þúsaldir, sem sjást á Mynd 2. Ekki þarf aðstoð frá breytilegum styrk koltvísýrings eða breytilegri sólvirkni, en þau áhrif geta lagt sitt lóð á vogarskálarnar.

Við getum sem dæmi um nokkuð langtíma sveiflur í hafinu nefnt El-Niño / La-Niña fyrirbærið í Kyrrahafinu (El Niño–Southern Oscillation ENSO), 30 ára sveifluna í Kyrrahhafinu (Pacific Decadal Oscillation PDO) og 70 ára sveiflur í Atlantshafinu (Atlantic Multidecadal Oscillation AMO). Þekktar sveiflur í hafinu eru mun fleiri.

23

Þessar innri sveiflur eru nægjanlegar til að valda einar sér áratugalöngum sveiflum í hitafari, en til viðbótar er svo ytra áreiti frá breytilegri heildarinngeislun sólar, mjög breytilegum styrk í útfjólubláa þætti sólgeislunar og breytilegum styrk sólvindsins. Öflug eldgos valda stundum skammvinnri kólnun. Aukning koltvísýrings í andrúmsloftiu veldur svo stíganda sem nemur rúmlega 1°C hlýnun fyrir hverja tvöföldun styrks CO2, t.d. úr 0,023% í 0.056%, og svo sömu hlýnun um rúmlega 1° frá 0,056% til 0,112%, því hlýnun af völdum koltvísýrings fylgir logarithmiskum reglum.

Mynd 5: Hnattrænar breytingar í meðalhita lofthjúps jarðar síðastliðin 2000 ár.

Hver er raunveruleikinn?

Í fréttum undanfarið hefur iðulega verið farið rangt með raunverulega þróun veðurtengdra fyrirbæra. Hér verður drepið á nokkur þeirra, fyrst og fremst með skýringum við myndir og tilvísun í vísindagreinar:

Mynd 6: Að undanskilinni Litlu ísöldinnni hefur hafís yfirleitt verið minni en í dag undanfarin 3000 ár hið minnsta. (Moffa Sánchez & Ian R. Hall í Nature Communications 2017).

Mynd 7: Snjóþekja á norðurhveli jarðar hefur verið nánast óbreytt síðastliðna hálfa öld. (Rutgers University Global Snow Laboratory).

Mynd 8: Sólvirkni var í hámarki á síðustu áratugum nýliðinnar aldar miðað við síðastliðin 400 ár, en fer nú aftur minnkandi (Dr Judith Lean, Geophysical Research Letters, 2000. Mynd frá climate4you.com).

Mynd 9: Tíðni öflugustu fellibylja fer minnkandi miðað við síðastliðin 40 ár a.m.k. (Dr. Ryan Maue veðurfræðingur).

Mynd 10: 101 spálíkan af 102 sýnir verulega meiri hlýnun en mælst hefur. Aðeins eitt, rússneskt, er í samræmi við raunveruleikann. (Dr. John Christy loftslagsfræðingur og prófessor).

Mynd 11: Skógareldum í Norður Ameríku fer verulega fækkandi. (Swetnam 2016, Philosophical Transactions of the Royal Society).

Mynd 12: Breytingar á sjávarstöðu frá 1993 samkvæmt mælingu frá gervihnöttum. Hækkunin nemur 3,1 millímetrum á ári og hefur hækunin verið með jöfnum hraða allan tímann, að frátöldum árlegum sveiflum.

Mynd 13: Hin öfluga 60 til 70 ára sveifla í Atlantshafinu, Atlantic Multi decadal Oscillation (AMO), hefur veruleg áhrif á hitafarið. Á miðri siðustu öld var loftslag hlýtt, svo kom kuldatímabil sem við nefnum stundum „hafísárin“, og svo fór að hlýna aftur up úr 1990. Nú er AMO indexinn farinn að falla hratt eins og hann gerði rétt áður en „hafísárin“ skullu á. Ef að líkum lætur mun lofthjúpurinn svara þessu áreiti.

Mynd 6: Útbreiðsla hafíss norðan Íslands síðastliðin 3000 ár. Grein Paola Moffa Sánchez & Ian R. Hall í Nature Communications 2017. Við erum stödd á ferlinum lengst til vinstri. Hafísinn hefur lengst af undanfarin 3000 ár verið mun minni en undanfarið. Litla ísöldin svokallaða sker sig þó úr.

Mynd 7: Snjóþekja á norðurhveli frá 1972 til 2019. Granna línan er vikumeðaltal og þykka línan ársmeðaltal. Rauða línan er leitnin yfir allt tímabilið, en engin breyting hefur orðið á útbreiðslunni. Mæligögn frá Rutgers University Global Snow Laboratory.

Mynd 8: Heildarútgeislun sólar frá 1610 til 2014 samkvæmt rannsóknum Dr. Judith Lean o.fl. Það er ef til vill tilviljun að kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar var frá um 1650 til 1710 þegar Maunder lágmarkið í sólvirkni stóð yfir.

24

Mynd 9: Tíðni öflugustu fellibylja á jörðinni fer lækkandi.

Mynd 10: Rauði ferillinn er meðaltal 102 spálikana. Blái ferillinn er lofthiti mældur frá gervihnöttum og sá græni lofthiti mældur frá loftbelgjum. Spálíkönin sýna 3 sinnum meiri hlýnun en raunveruleikinn. Allar spár um þróun htastigs og dýrar mótvægisaðgerðir byggja á þessum ófullkomnu líkönum. Aðeins 1 loftslagslíkan (rússneskt) af 102 kemst nálægt raunveruleikanum.

Mynd 12: Breytingar á sjávarstöðu frá 1993 samkvæmt mælingu frá gervihnöttum. Hækkunin nemur 3,1 millímetrum á ári og hefur hækunin verið með jöfnum hraða allan tímann, að frátöldum árlegum sveiflum.

Mynd 11: Skógareldum í Norður Ameríku fer verulega fækkandi. Ferillinn nær yfir tímabilið 1600 til 2000.

Mynd 13: Hin öfluga 60 til 80 ára sveifla í Atlantshafinu, Atlantic Multi decadal Oscillation (AMO), hefur veruleg áhrif á hitafarið. Á miðri siðustu öld var loftslag hlýtt, svo kom kuldatímabil sem við nefnum stundum „hafísárin“, og svo fór að hlýna aftur up úr 1990. Nú er AMO indexinn farinn að falla hratt eins og hann gerði rétt áður en „hafísárin“ skullu á.

„Svo gengur það til í heiminum að sumir hjálpa erroribus á gang og aðrir leitast við að útryðja aftur þeim hinum sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggju nokkuð að iðja.“

25
Fossaleyni 8 | 112 Reykjavík | Sími: 577 4100

Grafarvogur – skipulagsmál

Grafarvogur er hverfi í Reykjavík, sem afmarkast af ósum Elliðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Hverfið er fjölbýlt og er það enn í uppbyggingu. Í hverfinu er ein kirkja, Grafarvogskirkja. Íbúar Grafarvogs eru liðlega 20.000.

Til Grafarvogs teljast hverfin Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borgir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, auk þess Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Hverfið byggðist fyrst upp eftir miðjan 9. áratug 20. aldar. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur.

Grafarvogurinn skiptist í nokkur gróin íbúðar hverfi og atvinnusvæði, framtíðar byggingar svæði og þróunarsvæði. Í Höfðahverfi eru mikilvæg atvinnusvæði með mikla þróunarmöguleika. Einkum er að vænta breytinga í vesturhluta Höfðahverfis og við Elliðaárvog. Þar er í ramtíðinni gert ráð fyrir blandaðri byggð og allt að tveimur nýjum skóla hverfum. Land Keldna og Keldnaholts eru framtíðaruppbyggingarsvæði, einkum fyrir atvinnuhúsnæði en einnig íbúðir.

Hugmyndum um blandaða byggð í Gufunesi er slegið á frest, en síðan er gert ráð fyrir athafnastarfsemi í Gufunesi. Þróunarásinn Örfirisey-Keldur liggur syðst í borgarhlutanum en þétting byggðar meðfram honum er eitt af meginmarkmiðum aðalskipulagsins. Aðal skipulagið gerir ráð fyrir því að íbúðum innan núverandi skólahverfa geti fjölgað um 550 og í borgarhlutanum í heild um 3.350. Frekari uppbygging atvinnuhúsnæðis er möguleg.

Elliðaárvogur-Ártúnshöfði

Svæðið í heild er um 115 ha svæði, þar af 5 ha ný landfylling. Í Bryggjuhverfinu eru fastmótuð byggð en aðrir hlutar svæðisins verða í þróun og uppbyggingu. Einkum er gert ráð fyrir íbúðarbyggð næst Elliðaárvoginum og Grafarvogi, en blöndu íbúða og skrifstofa, verslana, þjónustu og létts iðnaðar á syðri hluta svæðisins og næst aðalgötum. Alls er gert

ráð fyrir um 2.800 nýjum íbúðum og 100 þúsund m2 atvinnuhúsnæðis.

Gufunes

Gert ráð fyrir starfsemi sem almennt fellur undir skilgreiningu athafnaog iðnaðarsvæða. Iðnaðarstarfsemi á svæðinu er víkjandi en gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þrifalegri atvinnustarfsemi á svæðinu í framtíðinni.

Höfðar-Vogur

Fyrst og fremst er gert ráð fyrir rýmisfrekum verslunum, heildsölum og skrifstofum. Léttur iðnaður og verkstæði eru leyfð. Að öllu jöfnu er ekki gert ráð fyrir gistiheimilum eða hótelum nema það sé sérstaklega tilgreint í deiliskipulagi. Gera skal grein fyrir nýjum matvöruverslunum í deiliskipulagi.

Keldur

Fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum á miðsvæðinu.

Rimaskóli Grafarvogur áætlaður árið 2030
Víkurskóli
Kelduskóli
Hamraskóli Húsaskóli Foldaskóli Engjaskóli Borgaskóli Átta grunnskólar eru í Grafarvogi auk Borgarholts skóla sem er framhaldsskóli.

Á efri hluta svæðisins er gert ráð fyrir íbúðarbyggð, allt að 400 íbúðum.

Keldnaholt

Fyrst og fremst gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum á miðsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði, hótelum eða matvöruverslunum.

Gylfaflöt

Fyrst og fremst verður léttur iðnaður sem ekki hefur í för með sér mengun, verkstæði, umboðs- og heildverslanir, skrifstofur, þjónusta og rýmisfrek verslun, svo sem bílasölur. Matvöruverslun er ekki heimil á svæðinu.

Fossaleynir-Egilshöll

Á nyrðri hluta svæðisins er fyrst og fremst gert ráð fyrir starfsemi sem tengist íþróttaiðkun svo og ráðstefnum, sýningum og tónleikum. Einnig ig má gera ráð fyrir kvikmyndahúsi, gistiaðstöðu, skrifstofum og þjónustu, heilsu rækt, sjúkraþjálfun, veitingahúsum, og kaffihús sem beinlínis eru í tengslum við starfsemi sem tengist íþróttaiðkun á svæðinu. Á syðri hluta svæðisins er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi, einkum umboðs- og heildverslunum, rýmisfrekum verslunum, skrifstofum og þjónustu. Matvöruverslanir og bensínstöðvar eru ekki heimilar.

Spöngin

Þar er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og annari starfsemi sem þjónar hverfinu og borgarhlutanum með vörum til daglegrar notkunar, þjónustu, afþreyingu og menningu. Íbúðir eru heimilar á svæðinu og er gert ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í jaðri svæðisins.

Korputorg

Einkum gert ráð fyrir rýmisfrekum verslunum, þjónustu, en einnig vörugeymalum og jafnvel gagnaveri. Við uppbyggingu og þróun svæðisins verður lögð áhersla á að skapa gönguvænt umhverfi og gæði í opnum rýmum. -gg

Að breyta hugsunarhætti í heiminum

- Changing Minds Around the World

Rótarýfélaginn og bútasaumarinn Ann Hill hefur með bútasaumi vakið athygli á Alzheimer og skyldum sjúk dómum. Hún hefur verið heiðruð af drottingunni og vakið verðskuldaða athygli um allan heim.

Það var í ágúst 2020, sem ég heyrði fyrst af Ann Hill. Konunni sem hefur með bútasaumi tekist að vekja athygli á Alzheimer. Mér fannst þetta áhugavert en svo gleymdist það í dagsins önn. Svo gerðist það að ég hitti bútavinkonu og við fórum m.a. að tala um Ann Hill og hennar verkefni. Við þetta endurvaknaði áhuginn og hann minnkaði ekkert þegar nokkrum dögum seinna, á Teams fundi hjá ,,Rotarian Fellowship of Quilters and Fiber Artists“, að ég hitti umrædda Ann Hill. Hún var þá nýkomin í RFQFA þó hún hafi verið rótarý félagi lengi. Hún sagði okkur hinum frá verkefninu og ýmsu sem hún hefur verið að gera til að styrkja Alzheimersamtök Skotlands og fleiri aðila sem vinna að því að hjálpa fólki með minnisglöp.

Og hvernig hefur hún farið að því? Jú, sjálf hefur hún saumað teppi og allskonar verk, selt þau, sýnt þau og safnað þannig peningum (hún hefur gefið yfir 100.000 pund til Alzheimersamtakanna í Skotlandi). Þekktust er hún fyrir „memory quilts“ eða verk sem tákna minningar þeirra sem eru með minnisglöp. Fyrir þessi verk hefur hún verið heiðruð af drottningunni og hefur vakið verð skuldaða athygli víða um heim.

Ann er fædd á Shetlandseyjum og ólst þar við talsverða fátækt. Ull og efni voru af skornum skammti og segist hún ásamt ættingjum sínum

hafa safnað bútum af hveitisekjum, gardínum, gömlum fötum, lökum og yfirhöfuð hverju því sem að gagni mátti koma, og saumað úr þessu það sem þurfti til heimilisins. Úr smá afgöngum gerði hún bútasaumsteppi handa dúkkunni sinni. Ann hefur semsagt saumað mestalla ævina.

Það var svo árið 2017 að hún kynnti nýtt verkefni fyrir vinum sínum, ,,Quilting Wispers“. Nafnið kom þannig til að þegar orð eða setningar fara milli manna, breyta þær gjarnan aðeins, sbr. þekktan hvíslleik. Nema hvað nú var ekki hvíslað heldur saumað. Nafnið vísar í að hugurinn breytist þegar Alzheimer tekur völdin.

Fyrstu teppin komu frá fimm löndum, 12 teppi frá hverju landi. Sú sýning sem heitir „The World Wide Wispers Collection“ fer nú um USA eftir að hafa verið sýnd í nokkrum Evrópulöndum.

Í framhaldi af þessu verkefni hófst annað, byggt á því fyrra. Það er verk efnið „Changing Minds Around the World“. Verkið er unnið þannig að Ann bauð 40 bútasaumurum frá jafnmörgum löndum að taka þátt. Hún saumaði fyrst eina mynd og skrifaði smá texta um myndina, hugmyndina að baki henni og merkinguna. Síðan send hún myndina (ekki verkið) til næstu manneskju á listanum og sú átti að horfa á myndina og gera verk sem byggði á þeim hughrifum sem myndin kallaði fram. Þannig gekk þetta þar til öll 40 verkin voru tilbúin.

Að sjálfsögu á Ísland sitt verk og er höfundurinn Dagbjört Guðmundsdóttir. Verkið hennar sýnir norðurljósin fallegu sem eru svo stór þáttur af lífi okkar Íslendinga og mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.

27
-vs

Gufunes var eign Viðeyjarklausturs til forna

Í Gufunesi var kirkja til forna og þar var einnig spítali og sennilega líka kaupstaður. Gufunes er kennt

við Ketil gufu landnámsmann. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorlák Þórhallsson biskup og

Árið 2013 tók Listasafn Reykjavíkur við gjöf Hallsteins Sigurðssonar myndlistarmanns til Reykvíkinga. Um var að ræða 16 höggmyndir úr áli sem Hallsteinn kom fyrir í landi Gufuness á árunum 1989 til 2012 og standa á hæð austan við gömlu áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Í dag er þar skemmtilegur gróinn höggmyndagarður, þar sem skúlptúrarnir hafa notið sín og veitt gestum og gangandi ánægju eftir að byggð þéttist og eitt stærsta úthverfi í Reykjavík, Grafarvogur, byggðist upp. Garðurinn er vinsæll til útivistar og Hallsteinsgarður er einnig tilvalinn vettvangur fyrir skóla í Grafarvogi til að nýta í námi og leik.

gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi sem á 20 hundruð í landi og tvær kýr, kross og klukku, silfurkaleik og messuföt, tjöld umhverfis, þrjú altarisklæði, vatnsker, glóðarker og eldbera, slopp og tvær munnlaugar, lás og tvær kertastikur og hefur Maríukirkjan tíund heima og af níu bæjum og gröft.

Prestur í Gufunesi á þeim tíma var Ásgeir Guðmundarson en hann lést kringum 1180. Á hans tíma var veiddur æðarfugl þarna við sjóinn en Viðeyingum þótti það eyðileggja æðarvarp þar og munu samingar hafa tekist að prestur hætti æðarkolludrápi en fengi í staðinn hagagöngu í Viðey. Gufunes er orðin eign Viðeyjarklausturs árið 1395. Gufuneskirkju er getið í máldaga Gísla biskups árið 1575 og á kirkjan þá einn silfurkaleik lítinn, eina klukku, eina koparpípu og sjö kúgildi. Gufunesjörðin er þá orðin leigujörð frá Skálholti en varð seinna konungsjörð. Í máldaga frá 1632 er torfkirkju í Gufunesi lýst þannig að það séu 3 bitar á lofti, þiljað í kórnum og eitt stafgólf báðum megin í forkirkju, alþiljuð fyrir altar nema það vanti nokkrar fjaðrir utan í bjórþilið. Í héraðslýsingum Skúla Magnússonar er lýst timburkirkju og árið 1857 er kirkjan í Gufunesi sögð vera nýlegt timburhús. Með landshöfðingjabréfi 1886 er kirkjan í Gufunesi aflögð og sóknin lögð til Lágafells. Kirkjan stóð um nokkra hríð og var notuð sem skemma en var svo rifin og kirkjugarðurinn sléttaður. Garðurinn fannst við byggingu skemmu við Áburðarverksmiðjuna, beinin voru grafin upp og jarðsett annars staðar.

28
-gg

Geiri í Gufunesi

Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi fæddist á Varmadal á Kjalarnesi. Á yngri árum var hann meðal fremstu íþróttamanna landsins, mikill glímu maður, vann Grettisbeltið sem glímu kóngur Íslands. Þá fékk hann fegurðar verðlaun í glímu á Alþingishátíðinni 1930. Hann lauk prófi sem íþrótta kennari frá íþróttaháskóla í Danmörku. Bóndi var hann alla sína starfstíð. Lengst af bjó hann í Gufunesi, eða frá 1937 þar til yfir lauk. Var hann því jafnan kenndur við Gufunes, meðal kunningja oftast nefndur Geiri í Gufunesi.

Hann átti marga afbragðs góða hlaupa- og skeiðkappreiðahesta og var mikilhæfur hrossaræktarbóndi. Hann átti m.a. hlaupahryssuna Drottn ingu en sérgrein Geira var skeiðið. Guðný, dóttir Þorgeirs, sat m.a Þór, 17 vetra, í 250 metra skeiði á Arnarhamri, Kjalarnesi, í vonsku veðri, rigningu og roki, en völlurinn hálfgert forað. Þar lá hann báða sprettina undir öruggri stjórn hennar. Henni kippti í kynið. Í hrossaræktinni var Geiri athugull, farsæll og náði góðum árangri. Af

stóðhestum hlaut t.d. Kolbakur frá Gufunesi fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi 1981. Geiri lét sig ekki muna um að gera skeiðvöll í Gufunesi og efndi þar til kappreiða.

Fjárbóndi

Við Tjörnina í Reykjavík. Gufunesbóndinn situr Flugu, 20 vetra kostagrip.

Þorgeir átti einnig margt fé, líklega um 450 fjár þegar mest var var á árunum 1960 til 1970 og var fjárhúsið í Hamarshverfinu í Grafarvog sem nú er að mestu fullbyggt en réttin var á Salthömrum. Skammt frá Áburðarverk smiðjunni átti forstjóri verksmiðjunar um hundrað fjár en þeim var vel til vina. Úr því fór sauðfé fækkandi en sauðfé var á Engi, Úlfarsfelli og Reynisvatni eitthvað lengur. Árið 1960 voru um 5000 veturfóðrar ær í Reykja vík, Kópavogi og Mosfellssveit. Sagt var að eins og Geiri þótti glöggur á hross átti hann að sama skapi erfitt að þekkja sundur sauðfé. -gg

Starfsmaður umkringdur ýmsum fullkomnum tæknibúnaði og skjám til þess að fylgjast með flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið og veita þjónustu. Árlega fara liðlega 20.000 flugvélar um svæðið sem sem nær langt út fyrir landsteinanna.

Loftskeytastöðin í Gufunesi

Loftskeytastöðin TFA, Reykjavik radíó, er 104 ára gömul á þessu ári, hóf starfsemi 17. júní 1918, fyrst á Melunum. Þegar stöðinni var komið á fót hófst nýr þáttur í fjarskiptum hér á landi, til ómetanlegs gagns fyrir öryggi sjófarenda. Þau eru ófá mannslífin sem bjargað hefur verið fyrir hennar tilstuðlan. Um aldamótin 1900 var

farið að reisa loftskeytastöðvar og setja loftskeytatæki í skip erlendis. Loftskeytin sönnuðu fljótt ágæti sitt ekki síst hvað varðar öryggi og áttu t.a.m. þátt í björgun fjölda manna þegar farþegaskipið “Titanic“ fórst í jómfrúrferð sinni árið 1912.

Bygging loftskeytastöðvar í Reykjavík hófst 1916 með samningi við Marconifélagið í London um uppsetningu slíkrar stöðvar. Lóð fékkst hjá Reykjavíkurbæ vestur á Melum sem þá var talsvert utan við bæinn. Stöðin var búin bestu tækjum sem völ var á þá, 5 kw neistasendi sem fékk orku frá olíumótor og varasendi sem gekk fyrir rafhlöðum. Viðtæki voru tvö, krystalsviðtæki, annað með lampamagnara. Loftnetsmöstur voru tvö, 77 metra há og langdrægi 750 km að degi til en allt að helmingi lengri vegalengd að nóttu. Stöðin sá um öll fjarskipti við skip og einnig skeytaviðskipti við útlönd þegar sæsími slitnaði. Öll þjónusta fór fram á morse. Með tilkomu Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1921 var stöðin tengd henni og olíumótorinn lagður niður

Flutt að Gufunesi 1963

Þegar starfsemin var flutt í Gufunes jókst þjónustan til muna. Gífurleg tæknibylting hefur átt sér stað í fjarskiptum frá því að stöðin flutti. Í dag sinnir stöðin í Gufunesi nær eingöngu samskiptum við flugvélar og geta má þess að árlega fara liðlega 20.00 flugvélar um íslenska flugstjórnarsvæðið.

29
-gg

Forsetar Rótarýklúbba

30
Björn Guðmundsson Rótarýklúbbur Akraness Jóhanna Ásmundsdóttir Rótarýklúbbur Akureyrar Ragnar Frank Kristjánsson Rótarýklúbbur Borgarness Kolbrún Benediktsdóttir Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Eyjólfur Jóhannsson Rótarýklúbbur Héraðsbúa Vigfús Sigurðsson Rótarýklúbbur Húsavíkur Hörður Högnason Rótarýklúbbur Ísafjarðar Ólafur Helgi Kjartansson Rótarýklúbbur Keflavíkur Bergþór Halldórsson Rótarýklúbbur Kópavogs Margrét Guðjónsdóttir Rótarýklúbbur Mosfellssveitar Guðmundur Höskuldsson Rótarýklúbbur Neskaupstaðar Haukur Sigurðsson Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar Sigurlín Sveinbjarnardóttir Rótarýklúbbur Rangæinga Tryggvi Þór Haraldsson Rótarýklúbbur Reykjavíkur Jón Þór Jósepsson Rótarýklúbbur Sauðárkróks Petra Sigurðardóttir Rótarýklúbbur Selfoss Gunnar Guðmundsson Rótarýklúbbur Seltjarnarness Lára Skæringsdóttir Rótarýklúbbur Vestmannaeyja Jón Pétursson Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur Stella
Stefánsdóttir Rótarýklúbburinn Görðum Elín Gränz Rótarýklúbburinn Hof-Garðabær
Raymond
Snider Rotary Reykjavík International
Kristinn
Jóhannesson Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir
Helgi
S. Helgason Rótarýklúbburinn Rvík- Grafarvogur
Birna Bragadóttir
Rótarýklúbburinn Rvík-Austurbær Rannveig Andrésdóttir Rótarýklúbburinn Rvík-Árbær Grímur Þ. Valdimarsson Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt Davíð Stefán Guðmundss. Rótarýklúbburinn Rvík-Miðborg Rósa Kristjánsdóttir Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður Hafsteinn Reykjalín Rótarýklúbburinn Þinghóll - Kópavogur
Pétur
Bauer E-Club of Iceland
2022-2023

Ritarar Rótarýklúbba

31
Helga Þórunn Erlingsdóttir Rótarýklúbbur Akureyrar Einar Sigurbjörn Sveinsson E-Club of Iceland Andreas Roth Rotary Reykjavík International Eiríkur Karlsson Rótarýklúbbur Akraness Soffía Dagmar Þorleifsd. Rótarýklúbbur Borgarness Þórdís Bjarnadóttir Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar Skúli Björnsson Rótarýklúbbur Héraðsbúa Reinhard Reynisson Rótarýklúbbur Húsavíkur Hætti af persónulegum ástæðum. Rótarýklúbbur Ísafjarðar Erla Guðmundsdóttir Rótarýklúbbur Keflavíkur Guðmundur Björn Lýðsson Rótarýklúbbur Kópavogs Eva Magnúsdóttir Rótarýklúbbur Mosfellssveitar Bjarnheiður Stefanía Helgadóttir Rótarýklúbbur Neskaupstaðar Sunna Eir Haraldsdóttir Rótarýklúbbur Ólafsfjarðar Finnbogi Óskar Ómarsson Rótarýklúbbur Rangæinga Páll Matthíasson Rótarýklúbbur Reykjavíkur Ingimundur Kr. Guðjónsson Rótarýklúbbur Sauðárkróks Sigurjón Viðarsson Rótarýklúbbur Selfoss Guðrún Brynja Vilhjálms dóttir Rótarýklúbbur Seltjarnarness
Bragi Ingiberg Ólafsson Rótarýklúbbur Vestmannaeyja
Ágúst
Guðmundsson Rótarýklúbburinn Borgir-Kópavogur
Aðalheiður
Karlsdóttir Rótarýklúbburinn Görðum
Þorkell
Magnússon Rótarýklúbburinn Hof-Garðabær
Einar Hjálmar Jónsson
Rótarýklúbburinn Rvík- Grafarvogur Una Eyþórsdóttir Rótarýklúbburinn Rvík-Austurbær Sif Sigfúsdóttir Rótarýklúbburinn Rvík-Breiðholt
Karítas
Kvaran Rótarýklúbburinn Rvík-Miðborg
Anna
Rós Jóhannesdóttir Rótarýklúbburinn Straumur-Hafnarfjörður
Gunnar
Finnsson Rótarýklúbburinn Þinghóll - Kópavogur
2022-2023
Lexus Ísland — Kauptúni 6, Garðabæ — lexus.is TOLUM UM LEXUS UX Lexus UX 300e er hreinræktaður rafmagnsbíll frá Lexus –magnaður persónuleiki sem þú verður að kynnast af eigin raun. Algjört augnayndi og aksturinn er draumi líkastur, hvort heldur sem er í erli borgarinnar eða á hlykkjóttum sveitavegum. Komdu í Kauptúnið og kynntu þér Lexus UX 300e
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.