2 | SÓKNARFÆRI
Þrátt fyrir allt! Árið 2021 er senn á enda, árið sem landsmenn hófu svo bjartsýnir á sigur í baráttunni við Covid-faraldurinn og árið sem við nú endum án þess að sjá fyrir lok þeirrar baráttu. En því þarf samt að halda til haga að ástandið sem við bjuggum við um síðustu jól er allt annað en sú staða sem nú er uppi í þjóðfélaginu. Hið margnefnda orð óvissa er hvergi nærri horfið úr daglegri umræðu en við teljum okkur samt sem áður öruggari um framhaldið, reynslunni ríkari og höfum líka lært mikið af reynslunni.
Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri skrifar.
Þó við getum engan veginn talað um sigur í baráttunni við faraldurinn þá getum við talið það sigur hversu vel hefur tekist að halda atvinnulífinu gangnandi, opinberri þjónustu, þjónustu við börn og aldraða og ýmsu öðru í þjóðfélaginu. Þrátt fyrir allt. Heilbrigðiskerfið okkar er þanið í botn, engum ætti að blandast hugur um það sem fylgist með umræðunni. Það er eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar að snúa óheillavænlegri þróun heilbrigðiskerfisins við með þeim hætti að landsmenn finni sem allra fyrst á eigin skinni. Við getum ekki barið
okkur á brjóst og talið okkur þjóð í fremstu röð með slíkar brotalamir í t.d. heilbrigðisog öldrunarþjónustu að það sé stórum hópum í samfélaginu hreint og klárt áhyggjuefni að fara á næstu árum og áratugum af vinnumarkaði til að njóta efri áranna. Þetta er eitt af stærstu verkefnunum og verkefni sem við getum ekki verið þekkt fyrir annað en leysa. Þrátt fyrir allt birti meira til í atvinnumálum á árinu en flestir höfðu þorað að vona. Það að tekist hafi svo farsællega að halda úti skipaflota til veiða, að fiskvinnslur hafi nánast gengið á fullum afköstum sem og önnur framleiðslu- og iðnfyrirtæki landsins er afrek. Hvort allar væntingar gangi eftir í ferðaþjónustunni fyrir næsta ár er engan veginn hægt að fullyrða um en samt erum við á uppleið á svo margan hátt. Á réttri leið - þrátt fyrir allt. Okkur hefur ekki alltaf verið lagið Íslendingum að sýna þolinmæði en kannski er það ein besta kennslustund sem faraldurinn hefur fært okkur að við þurfum að byggja á
Útgefandi: Ritform ehf. Ritstjóri: Jóhann Ólafur Halldórsson (ábm). Umsjón, og textavinnsla: Ritform ehf. Hönnun og umbrot: Guðmundur Þorsteinsson - Guddli. Auglýsingar: Inga Ágústsdóttir inga@ritform.is
Gleðilega hátíð Við þökkum viðskiptavinum og samstarfsaðilum samfylgdina og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Marel.com
Prentun: Landsprent Dreifing: Íslandspóstur
eigin samtakamætti, dugnaði, útsjónarsemi og þolinmæði til að takast á við ástandið. Ástand sem við héldum í fyrstu að myndi vara í fáeina mánuði en hefur smátt og smátt orðið líklegra til að verða okkar förunautur um nokkurra ára skeið. Við getum og eigum, þrátt fyrir allt, að horfa bjartsýn fram á veginn. Þjóðin á duglega, hugmyndaríka og skapandi unga kynslóð sem hugsar á margan hátt öðruvísi. Krefst umbóta í umhverfismálum og minnir okkur sem eldri erum á að við höfum á svo mörgum sviðum verið í blindgötu neysluhyggjunnar. Sú áminning er þörf. „Fólkið í dag hugsar bara um fötin sem það er í en ekki um það sem skiptir máli,“ sagði elsti núlifandi Íslendingurinn í viðtali fyrir nokkrum árum. Nokkuð til í því. Nýtt ár heilsar senn og því eigum við að fagna með bjartsýni í huga. Ritform ehf., útgefandi Sóknarfæris, þakkar lesendum og viðskiptavinum árið sem er að líða og óskar þeim velfarnaðar á því herrans ári 2022.
Rafræn útgáfa á blaðinu er á ritform.is og visir.is Við erum líka á Facebook!