Sóknarfæri 3 tbl 2020

Page 24

24  | SÓKNARFÆRI

 Anton Örn Brynjarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri AVH og Fanney Hauksdóttir, arkitekt, bera saman bækur sínar í einu af fjölmörgum verkefnum stofunnar.

AVH ehf. á Akureyri

Áratuga reynsla í hönnun mannvirkja „Við höfum þá sérstöðu að vera líkast til eina stofan af þessari stærð á landinu þar sem arkitektúr, hönnun og verkfræðivinna eru á einum stað. Við erum með menntað fólk á öllum þessum sviðum og búum að langri og farsælli sögu fyrirtækisins. Vissulega eru sveiflur í verkefnum en á þeim 35 árum sem ég hef starfað hér þá hef ég aldrei upplifað skort á verkefnum. Það er alltaf nóg að gera,“ segir Anton Örn Brynjarsson, verkfræðingur og fram-

kvæmdastjóri AVH ehf. á Akureyri. Teiknistofan annast arkitektaog skipulagsvinnu, burðarþols- og lagnateikningar og hönnun fyrir allar stærðir af mannvirkjum og byggir á langri sögu en grunnur hennar var Teiknistofa Hauks Haraldssonar sf. sem stofnuð var árið 1974. Aðaleigendur AVH í dag eru, auk Antons, systurnar og arkitektarnir Fanney og Anna Margrét Hauksdætur, dætur Hauks Haraldssonar. Nýverið bættust Björgvin Smári Jónsson og Kári Magnússon í hóp eiganda.

Starfsmenn eru í heild 11 og er Fanney arkitekt stofunnar á Akureyri og Anna Margrét í Reykjavík en þar eru4 starfsmenn.

Byggingarlistaverðlaun Akureyrar í þrígang Mikil fjölbreytni er í verkefnum AVH ehf. og hefur alla tíð verið. Af verðlaunaverkefnum stofunnar má nefna hönnun Fanneyjar á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri sem fékk Byggingarlistaverðlaun Akureyrar árið 2017, hún fékk sömu verðlaun fyrir Giljaskóla á Akureyri árið 2000 og  Menningarhúsið Berg á Dalvík er eitt verka Fanneyjar Hauksdóttur.

Raftákn óskar Samherja til hamingju með nýju landsvinnsluna á Dalvík Raftákn hannaði allar raflagnir hússins auk þess að hanna og forrita miðlægt stjórnkerfi vinnslunnar

Verkfræðistofa | Glerárgata 34 - 600 Akureyri - Sími 464 6400 - www.raftakn.is

 Útfærsla Önnu Margrétar Hauksdóttur á fjölbýlishúsinu við Halldóruhaga á Akureyri hlaut Byggingarlistaverðlaun Akureyrar 2020.

nú í ár fékk Anna Margrét Byggingarlistaverðlaun Akureyrar 2020 fyrir útfærslu fjölbýlishúsa við Halldóruhaga á Akureyri. Af öðrum viðurkenningum stofunnar og sigrum í samkeppnum í gegnum árin má nefna hús Toyota á Akureyri, félagslegar íbúðir við Snægil á Akureyri, viðurkenningu fyrir áhugaverða tillögu í hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Selfossi og þannig mætti áfram telja. Eitt af nýjustu húsunum frá AVH ehf. er fiskvinnsluhús Samherja á Dalvík, 9000 fermetra

bygging þar sem verkfræðikunnáttan innan stofunnar nýttist einnig vel. Fyrir utan stærðina vekur strax athygli stór og bogadreginn glerveggur skrifstofu- og starfsmannahluta hússins en Fanney segir þetta vera eitt af einkennum í hönnun AVH. „Hugmyndin með þessu er líka sú að kallast á við fjöllin og þá stórbrotnu náttúru sem er í umhverfinu. Því fannst mér þetta hæfa bæði þessu stóra húsi og umhverfinu,“ segir Fanney.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sóknarfæri 3 tbl 2020 by Ritform ehf - Issuu