Sóknarfæri

Page 22

22 | SÓKNARFÆRI

Cortec tæringarvarnir lengja líftíma búnaðarins

Allir þekkja að ryð og tæring ógna mannvirkjum og tækjabúnaði úr stáli, á landi sem á sjó. Þegar tæring er á annað borð komin af stað er erfitt að grípa inn í ferlið og ef geyma þarf tæki eða vélar um lengri tíma skiptir miklu máli hvernig að því er staðið ef ætlunin er að búnaðurinn verði nothæfur eftir geymslu. Cortækni ehf. er nýtt fyrirtæki á íslenskum markaði sem býður lausnir á þessu vandamáli sem tryggja að hægt er að verja búnað, vélar og rafbúnað fyrir ryði og tæringu. Þannig er raunverulega hægt að lengja líftímann til muna.

Tæringu og ryði haldið frá „Upphafið að þessu er að ég komst fyrir nokkrum árum í kynni við bandarísku Cortec vörurnar í gegnum vinnu á olíuborpöllum í Norðursjó. Þar hafa tæringarvarnir frá Cortec verið notaðar með góðum árangri frá árinu 1996 og eftir að hafa séð kosti Cortec efna í olíuiðnaði þar sem öflug viðhaldskerfi eru notuð til að lengja líftíma véla og mannvirkja sem mest ákvað ég að hefja innflutning og markaðssetningu hér á landi,“ segir Jón Rúnar Sigurðsson, eigandi Cortækni ehf. sem hóf starfsemi árið 2019. „Cortækni býður heildarlausnir frá Cortec í tæringarvörnum fyrir iðnað, t.d. stóriðju, iðnfyrirtæki, sjávarútveg og allan iðnað þar sem máli skiptir að meðhöndla stál og tæki með tæringarvörnum. Sem dæmi er þekkt í olíuiðnaðum í Noregi að það þarf að geyma tækjabúnað í talsverðan tíma utandyra milli verkefna og þá skiptir miklu máli að geta gengið að honum í sama ástandi

Mjög mikilvægt er að verja viðkvæma vélarhluti vel í flutningi og geymslu.

Veðrun og umhverfi hefur mikil áhrif á stál. Hægt er að verja búnað sem er í notkun til að koma í veg fyrir að ryð og tæring nái fótfestu í stálinu.

og þegar hann var notaður síðast. Þar koma vörurnar frá Cortec til sögunnar,“ segir Jón en auk þess að varðveita stál með þessum hætti eru efnin einnig notuð til að vernda rafbúnað. Efnin eru ekki eingöngu notuð utan á vélar og

búnað heldur eru efni frá Cortec einnig framleidd til að vernda vélar að innanverðu og segir Jón að VpCi tækni Cortec sé einstök þar sem hún verndi bæði í snertingu við málminn og í gufufasa. Verndunareiginleikar efnanna hafi samt

Vélbúnaður tilbúinn til geymslu í lengri tíma. Hér er búið að verja búnaðinn með þar til gerðum efnum frá Cortec og pakka inn í plast.

Jón Rúnar Sigurðsson, eigandi Cortækni ehf.

ekki áhrif á smureiginlega olíunnar í vélunum.

Umhverfisvænar lausnir Í þeim tilfellum þegar geyma á tæki til lengri tíma er efni frá Cortec úðað yfir þau, tækjunum

Hágæða vörur fyrir sjávarútveginn og iðnaðinn í yfir 30 ár

HNÍFALOKAR · RENNILOKAR · SPJALDLOKAR · KEILULOKAR · SÍÐULOKAR BOTNLOKAR · EINSTEFNULOKAR · KÚLULOKAR · SÍUR · RENNSLISMÆLAR

Metnaður og þjónusta í þína þágu LAMBHAGAVEGI 5 · 113 REYKJAVÍK · SÍMI 516-2600 · vorukaup@vorukaup.is · www.vorukaup.is

KVIKA

..................................................

pakkað inn í Cortec VpCi plast ef þau eiga að standa lengi og þau á þann hátt fullkomlega einangruð frá andrúmsloftinu og tæring útilokuð. Möguleikarnir í því sem Cortækni býður á markaðnum eru afar fjölbreyttir. „Okkar lausnir eiga víða við í iðnaði á Íslandi og ekki síst í sjávarútvegi. Ég get nefnt sem dæmi krana á skipum og ýmsan vélbúnað, sem og tæringarvarnir á tönkum. Við bjóðum til dæmis efni sem má blanda saman við vatn við þrýstiprófun og líka spreyja sem þurrefni í tanka og rör skipa og ryðverja þannig. Sum af þessum efnum má síðan skola út í sjó því þau eru vistvæn. Í sumum iðnaði er þekkt að nota sýrur til að hreinsa út efni sem vilja setjast inn í rör og tanka (scale). t.d. í orkuiðnaði, en lausnirnar frá Cortec fyrir slík verkefni eru umhverfisvænar,“ segir Jón.

Líftími búnaðar lengist Almennt segir Jón að sú hugsun mætti vera ríkari í íslenskum iðnaði að verja tækjabúnað betur og lengja þannig líftímann. „Mér finnst hugsunin oftar þannig að það sé reiknað með að skipta um þegar tæki eru orðin illa farin en ekki að verja búnaðinn svo að hann geti enst sem allra lengst. Sá valkostur er hins vegar alltaf sá hagstæðasti. Það eru í boði lausnir í okkar vörum fyrir bæði tækjabúnað sem er í notkun og búnað sem ætlunin er að geyma eða til flutninga,“ segir Jón Rúnar. „Á Íslandi búum við víða við mikið tæringarálag, veður og seltu og því ætti að huga meira að því að verja búnað fyrir tæringu til að lengja líftíma hans. Yfirborðsryð og tæring getur farið hratt af stað við réttar aðstæður og sem dæmi hafa varahlutir verið verndaðir með Cortec áður en þeir eru sendir út á land til að tryggja að upprunalegt ástand haldist óbreytt í flutningum. Hugsunin að baki er sú að tryggja að hluturinn sé í fullkomnu ástandi þegar hann kemur á leiðarenda og markmiðið er að sjálfstöðu að tryggja langa endingu,“ segir Jón Rúnar.

cortaekni.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Sóknarfæri by Ritform ehf - Issuu