GO RED 2024 - vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna

Page 1

d e R Go r á 5 1 í


15 ára afmæli GoRed 2. febrúar 2024 Kæru lesendur, frá árinu 2009 hefur verið haldið upp á GoRed daginn á Íslandi með ýmsum hætti. Í upphafi með viðburðum ýmisskonar og síðar ráðstefnu, með útgáfu þáttar þar sem rætt var við lærða og leika ásamt útgáfu á blaðinu “Hjartað þitt” sem kom út með Fréttablaðinu um 7 ára skeið og var liður í almenningsfræðslu um átakið. Þessi möguleiki opnaði málefnið betur og upplýsingar voru aðgengilegri fleirum og almenningsfræðsla varð að veruleika. Á 15 ára afmælinu breytum við um takt og gefum út okkar eigin veftímarit, fyrir alla og án landamæra. Í þessu fyrsta vefriti förum við í endurlit yfir liðin ár, tókum saman myndir frá viðburðum og frá fólki sem hefur tekið þátt í átakinu með því að klæðast rauðu og hjálpa okkur að breiða út vitneskjuna um að við eigum aðeins eitt hjarta og þurfum að passa það vel. Hér gefur einnig að líta öll útgefnu blöðin okkar frá árinu 2017 með greinum og viðtölum við sérfræðinga en ekki síst er hér að finna viðtöl við konur sem var kippt út úr daglegu amstri og hafa þurft að glíma við afleiðingar hjarta- og æðasjúkdóma. Við þökkum öllum viðmælendum okkar í gegnum tíðina fyrir að leggjast á árarnar með okkur - við megum aldrei gleyma því að forvarnir og það að vera meðvitaður um eigin heilsu á hverjum tíma skiptir höfuðmáli. Hlustum á hjartað !


d e R o G m u n g e g í a n i tíð





#hjartaðþitt



facebook GoRedIsland




Harpan 2019





Hjartað þitt 25. febrúar 2017

Hjartamánuður 2017

Lúmsk

kransæðastífla Anna Rós Bergsdóttir fékk kransæðastíflu þegar hún var aðeins 49 ára að aldri. Hún fékk ekki dæmigerð einkenni á borð við brjóstverk eða verk í handlegg og þakkar snöggum viðbrögðum lækna að ekki fór verr.

Anna Rós var aðeins 49 ára þegar hún fékk kransæðastíflu. MYND/STEFÁN KARLSSON


2

Hjartamánuður - GO RED Kynningarblað 25. febrúar 2017

Þekkið tölur hjartans Kæru lesendur. að þessum þáttum. Það Febrúar er hjartagetur orðið okkur til mánuðurinn okkar. Það lífs að vera meðvituð er ekki bara vegna þess um innra ástand æðakerfis okkar snemma að Valentínusardagá lífsleiðinni og vera inn og konudaginn ber upp í febrúar, heldur virk í að fylgjast með finnst okkur það góður því alla ævi og leita aðmánuður til að minna stoðar ef við þörfnumst hennar. landsmenn á að hlúa að líffærinu sem dælir GoRed átakið hefur næringu til allra kerfa verið starfrækt hér á líkamans. Hvað er Þórdís Jóna landi frá árinu 2009 og betra en að grípa tæki- Hrafnkelsdóttir, rauði dagurinn hefur færið, líta í eigin barm formaður öðlast fastan sess, en og hlúa að hjartanu – GoREd Ísland hann er jafnan í byrjun febrúarmánaðar og var græjunni sem heldur svo einnig þetta árið. okkur gangandi, en er Upphaflega var stofnað á sama tíma svo viðtil átaksins til þess að kvæm fyrir áföllum? vekja athygli á konum Margir halda að þegar rætt er um hjarta- og og hjartasjúkdómum, æðasjúkdóma þá eigi sú en það hefur sýnt sig umræða eingöngu við að einkenni t.d. hjartaum gamalt fólk eða fólk áfalla hjá konum geta sem hefur á einhvern verið ólík þeim einkennum sem við venjuhátt farið illa með sig. lega teljum að komi frá Þannig er því þó ekki Rannveig háttað, þessi sjúkdóma- Ásgeirsdóttir, hjarta. Nú höfum við flokkur er mjög breið- verkefnastjóri breytt örlítið um stefnu ur og getur spannað allt GoRed Ísland hér á landi í þá átt að frá því að vera saklausátakinu er beint til allra ar takttruflanir á gangi óháð aldri og kyni. hjartans yfir í alvarlega hjartaÁtakið er samstarfsverkefni bilun, skyndidauða, kransæðaHjartaverndar, Hjartaheilla, stíflu og heilaáföll. Það má heldHeilaheilla, hjartadeilda Landspítalans og Neistans. Á öllum ur ekki gleyma því að árlega fæðast mörg börn með mis alvarlega þessum stöðum starfar fólk sem hefur að atvinnu að sinna og leiðhjartagalla. Það er því mikilvægt að allir beina fólki sem á við minni- eða séu meðvitaðir um hvað sé þessmeiriháttar veikindi að stríða um mikilvægasta vöðva líkamans eða sem er í reglubundnu eftirliti fyrir bestu. Þá er átt við þætti vegna áhættuþátta, t.d. hækkaðs sem við sjálf getum haft áhrif á; blóðþrýstings. Til þess að minna góður svefn, fjölbreytt og nærsjónrænt á átakið hafa nokkringarríkt mataræði, reglubundar byggingar verið lýstar upp in hreyfing, þyngdar- og streitumeð rauðum lit; Háskóli Íslands, stjórnun. Að sjálfsögðu eigum við Landspítali, Rafstöðvarhúsið í að þekkja tölur hjartans; blóðElliðaárdal og Harpa. Við þökkum öllum samstarfsaðilum okkar þrýsting, blóðfitu og blóðsykur, ekki síður en símanúmer og pin­ fyrir að leggja hönd á plóg. númer sem allir eru með á hreinu. En munum að hjartað slær Þessar lykiltölur gefa okkur víslíka alla hina mánuði ársins, við bendingar um ástand í líkamanerum einungis að minna ykkur á um sem við getum haft áhrif á það núna og vonum að þið njótið bæði með lífsstíl og ef þarf, með fræðslunnar í blaðinu okkar og lyfjagjöf. Þeir sem eru með fjölfylgist með okkur á Facebookskyldusögu um kransæðasjúksíðu okkar GoRed Ísland. dóm þurfa sérstaklega að huga Með hjartans kveðju.

Hjartaheill – landssamtök hjartasjúklinga Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk. Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill.

Hlutverk Hjartaheilla er: l að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta l að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma l að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga

Framtíðarsýn Hjartaheilla: lH jartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma l Hjartaheill verði öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. Samtökin hafa frá árinu 2000

Sveinn Guðmundsson, formaður Hjartaheilla.

staðið fyrir fræðslu, blóðfitu-, blóðsykurs- blóðþrýstingsmælingum og súrefnismettunarmælingum. Hefur þetta framtak mælst afar vel fyrir en mælingar hafa verið gerðar á 112 stöðum um land allt og um 13.200 einstaklingar notið slíkrar þjónustu. Árlega deyja um 2.200 Íslendingar, þar af um 800 úr hjarta- og æðasjúkdómum eða 36% allra sem látast á hverju ári. Hjarta- og æðasjúkdómar eru langalgengasta dánarorsök Íslendinga. Sjá nánar á hjartaheill.is

Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@365.is

Við Anna Rós mælum okkur mót á skrifstofu hennar í Hvaleyrarskóla þar sem hún er deildarstjóri. Skólinn iðar af lífi og nemendur þjóta um gangana á leið í kennslustund. Anna Rós er hreystin uppmáluð og ekki á henni að sjá að fyrir sjö árum hafi hún fengið alvarlega kransæðastíflu. „Þetta gerðst vorið 2010. Sama ár og Eyjafjallajökull gaus,“ segir hún kankvíslega. „Ég var búin að vera frekar óánægð með mig, fannst ég vera í lélegu formi þótt ég væri búin að vera dugleg að hreyfa mig. Ég var í líkamsrækt og fór oft út að ganga með hundinn okkar en mér fannst ég alltaf finna fyrir einhverjum óþægindum. Þegar ég lá út af fannst mér eins og það væri þungt loft í herberginu og mig vantaði súrefni. Ef ég gekk brekkur fannst mér betra að bakka upp, það var léttara,“ rifjar Anna Rós upp. Hún sótti einnig tíma í jóga og sumar æfingarnar ollu henni sársauka. „Ég fann til í viðbeininu þegar ég sneri mér í ákveðna átt. Það voru því ýmis teikn á lofti sem ég áttaði mig ekki á og grunaði alls ekki að eitthvað alvarlegt væri að mér,“ segir hún, enda ekki saga um hjartveiki í hennar fjölskyldu.

Send á Hjartagáttina „Ég var stödd í vinnunni þegar ég ákvað að hringja í lækni og láta athuga mig. Það var búið að vera ofboðslega mikið álag á mér. Við erum fá í stjórnendateymi hér við skólann og það hafði verið mikið um forföll svo það var enn meira að gera en vanalega. Daginn áður hafði ég verið uppi í hesthúsi að sópa fóðurganginn og fann þá fyrir skrýtnum verkjum sem mér fannst vera í lungunum. Ég settist niður og jafnaði mig, stóð síðan aftur upp að sópa. Þá kom þessi verkur aftur. Hann leiddi ekki út í handlegg og það var ekkert sérstakt sem benti til hvað þetta gæti verið,“ segir Anna Rós sem fannst vissara að láta skoða sig. „Ég var svo heppin að það hafði einmitt losnað tími hjá Gunnari Þór Jónssyni, sem er heimilislæknirinn minn, en ég á honum líf mitt að launa.“ Anna Rós sagði ritara skólans að hún yrði í burtu í mesta lagi hálftíma. Annað kom þó á daginn. „Ég tók ekki einu sinni kápuna mína með mér. Mér fannst ég varla hafa tíma til að staldra við hjá lækninum en hann vildi athuga mig betur og setti mig í línurit. Hann fór yfir niðurstöðurnar, kom til baka og spurði hvort ég væri á bíl. Ég sagði svo vera og hélt að hann vantaði far og var alveg til í að skutla honum. Gunnar læknir sagði þá að ég yrði að skilja bílinn eftir, hann ætlaði að hringja á sjúkrabíl, hann væri búinn að hringja niður á Hjartagátt og þar yrði tekið á móti mér. Mér fannst þetta ægilega mikil fyrirhöfn og vildi alls ekki fara í sjúkrabíl,“ segir Anna Rós sem hringdi í eiginmann sinn og bað hann um að skutla sér á Hjartagáttina. Henni fannst þó betra að koma bílnum heim, sem hún og gerði og þaðan fór hún á sjúkrahúsið.

Tók lækninn ekki alvarlega „Ég tók þetta ekki alvarlega. En ég var rosalega heppin því ég lenti í góðum höndum og það var strax brugðist hárrétt við. Á Hjartagáttinni var byrjað á að senda mig í rannsóknir sem ég man reyndar óljóst eftir. Ég steinsofnaði því ég var svo þreytt,“ segir Anna Rós sem var ung, reyklaus, í kjörþyngd og góðu formi og því ekki dæmigerður hjartasjúklingur. „Það var ekkert sem benti til þess að ég væri að fá hjartaáfall en Þór-

„Ef ég gekk brekkur fannst mér betra að bakka upp, það var léttara,“ segir Anna Rós sem í dag gengur á fjöll eins og ekkert sé.

Anna Rós lítur alls ekki á sig sem sjúkling og segir fjölskylduna ekki heldur gera það.

Anna Rós er mikil hestakona.

dís Jóna Hrafnkelsdóttir, sem er hjartalæknirinn minn í dag, ákvað að setja mig í hjartaþræðingu. Ég man að í aðgerðinni sagði einn læknirinn að hér væri greinilega korter í hjartaáfall.“ Aðspurð segist hún ekki hafa verið hrædd en þetta hafi allt verið mjög óraunverulegt. „Ég var eins og við hliðina á sjálfri mér,“ segir hún. Ein æð reyndist alveg stífluð og tvær með þrengingar. Stoðnet var sett í stífluðu æðina en það

víkkar hana út. Anna Rós var á sjúkrahúsi í viku og þaðan lá leiðin á Reykjalund. „Ég fékk rosalega góða þjónustu í öllu þessu ferli. Ég fór í endurhæfingu á Reykjalund í sex vikur, sem var yndislegt. Alls var ég frá vinnu í um þrjá mánuði,“ segir Anna Rós. Hún segir mesta áfallið hafa verið þegar hún áttaði sig á að hún þyrfti að taka sex tegundir af hjartalyfjum daglega það sem eftir væri ævinnar. „Þá kom smá blús yfir mig. Hins vegar lít ég aldrei á mig sem sjúkling og finnst furðulegt að fá póst þar sem ég er ávörpuð sem „kæri hjartasjúklingur“. Mér finnst það ekki eiga við mig.“ Að endurhæfingu lokinni fór Anna Rós að vinna á ný og hefur auk þess lokið námi í stjórnun og sérkennslufræðum. Hún hefur ekki látið þessi veikindi stoppa sig í daglegu lífi en skyldi hún hafa breytt einhverju varðandi lífsstíl? „Ég hugsa öðruvísi um mataræðið en áður. Ég er alin upp við íslenskan mat en núna forðast ég reyktan og saltaðan mat. Auk þess hreyfi ég mig mikið en ég hef svo sem alltaf gert það.“ Engin skýring fannst á því að hún fékk kransæðastíflu svona ung. „Ég veit ekki hvort það er vísindalega sannað en sjálf held ég að stress og mikill erill hafi slæm áhrif á heilsuna og geti komið undirliggjandi veikindum af stað.“

Útgefandi

Veffang

Ritstjórn

Ábyrgðarmaður

365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301

visir.is

Rannveig H. Ásgeirsdóttir, skrifstofustjóri, skrifstofa hjartalækninga Lsh | ransa@landspitali.is | s. 543-6109

Svanur Valgeirsson


Kynningarblað Hjartamánuður - Go red 25. febrúar 2017

3

Rannsókn og möguleg meðferð í senn

Kransæðaþræðing er rannsókn þar sem skuggaefni og röntgengeislun er beitt til að mynda æðarnar umhverfis hjartað. Kransæðaþræðing er ein besta rannsókn sem völ er á til að greina kransæðasjúkdóm og gefur möguleika á meðferð eins og kransæðavíkkun eða -aðgerð. Kransæðavíkkun

Kransæðaþræðing (einnig kölluð hjartaþræðing eða kransæðamyndataka) er í senn rannsókn og möguleg meðferð. Berglind Gerða Libungan er hjartalæknir með kransæðaþræðingar og -víkkanir sem undirgrein. Hún fer yfir framkvæmdina.

Kransæðavíkkun er að jafnaði árangursrík fyrir fólk með kransæðaþrengsli. Þá er þröng kransæð víkkuð út og við það eykst blóðflæðið til hjartans. Þá geta einkenni minnkað eða horfið sem fólk hafði vegna þrengslanna. Aðgerðin fer þannig fram að mjór vír er þræddur fram hjá þrengslasvæðinu. Síðan er belgur blásinn upp á þrengslasvæðinu. Oftast er sett stoðnet á svæðinu til að minnka líkurnar á endurþrengslum.

Hvernig fer rannsóknin fram? Sjúklingar eru vakandi meðan á rannsókninni stendur, en boðið er upp á róandi lyf fyrir rannsókn. Eftir sótthreinsun og dúkun er­ ástunga gerð á slagæð á úlnlið eða í sumum tilfellum nára. Þunnur, um 2 mm æðaleggur, er þræddur að hjartanu. Litlu magni af skuggaefni er sprautað í gegnum æðalegginn og röntgenmyndir teknar samtímis. Myndir eru teknar frá mismunandi sjónarhornum. Skipta þarf um æðalegg að minnsta kosti einu sinni til að geta myndað bæði hægri og vinstri kransæð. Þá er fyrst hægt að sjá hvort kransæðar séu með þrengsli.

Kransæðaþræðingar á Íslandi

Í hvaða tilfellum er rannsóknin gerð? Fyrst og fremst er rannsóknin gerð á sjúklingum sem hafa einkenni og lækni grunar að einkennin útskýrist af kransæðasjúkdómi. Einkenni eru fyrst og fremst brjóstverkir (stundum kallað hjartaöng) eða verkur í kjálka, hálsi, baki eða handlegg sem oftast tengist áreynslu.

Að sögn Berglindar Libungan hjartasérfræðings eru gerðar fimm til tíu þræðingar á dag á virkum dögum.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

Aðrar ábendingar geta verið: l Ný eða versnandi einkenni um

brjóstverk (hvikul hjartaöng eða kransæðastífla). l Vegna hjartagalla (meðfæddur hjartasjúkdómur). lH jartabilun. lH jartalokusjúkdómar sem gætu þurft meðferð með skurðaðgerð. lA lvarlegar takt­truflanir

Fylgikvillar Vegna þess að það er hætta á fylgikvillum eru kransæðaþræðingar gerðar eftir að aðrar hjartarannsóknir hafa verið gerðar, svo sem hjartalínurit, áreynslupróf og/eða kransæðasneiðmyndataka. Algengasti fylgikvillinn er blæðing frá stungustað, en tíðnin er þó undir 5%. Alvarlegir fylgikvillar eru sjaldgæfir (<1%) en helst má nefna: heilablóðfall, æðavandamál og ofnæmisviðbrögð.

Ingibjörg Guðmundsdóttir yfirlæknir myndar kransæðar.

Séð inn á þræðingarstofu frá stjórnstöð.

Hvað gerist eftir kransæðamyndatöku?

eða lyfjameðferð. Venjulega er þá um að ræða engan/vægan kransæðasjúkdóm eða sjúkdóm sem erfitt er að meðhöndla með víkkun eða hjáveituaðgerð. 2. S júklingur fer frá þræðingarstofu, en myndirnar eru sýndar á svokölluðum hjartafundi. Venjulega eru þetta sjúkling-

Eftir að búið er að mynda kransæðarnar er rætt við sjúklinginn um niðurstöðurnar. Eftir þetta samtal, sem oftast fer fram á meðan sjúklingurinn liggur enn á borðinu, getur þrennt gerst: 1. S júklingur fær enga meðferð

Neistinn – styrktarfélag hjartveikra barna Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995. Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru rúmlega 400 fjölskyldur í félaginu en árlega greinast um 70 íslensk börn með hjartagalla. Gallarnir eru misflóknir og þurfa sum börn að fara í nokkrar hjartaaðgerðir. Neistinn leggur mikla áherslu á að styðja við bakið á fjölskyldum hjartveikra barna, félagslega jafnt sem fjárhagslega svo að þau geti tekist á við þetta mikla verkefni sem er fyrir höndum þar sem mörg hver þurfa að ferðast til útlanda til að gangast undir flóknar aðgerðir. Einnig miðlar Neistinn fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjarta-

Fyrsta kransæðavíkkunin var gerð á Íslandi árið 1987. Hröð þróun hefur átt sér stað frá því að fyrsta þræðingin var gerð og aðferðin verður stöðugt öruggari. Tvær hjartaþræðingarstofur eru starfandi hérlendis og gerðar eru um 5-10 þræðingar á virkum dögum. Árið 2014 kom nýtt hjartaþræðingartæki á Landspítalann sem var að mestu fjármagnað með gjafafé. Í dag er hægt að meðhöndla fleiri og fleiri með flókinn kransæðasjúkdóm með víkkun á kransæð/um. Vakt er á hjartaþræðingarstofunni allan sólarhringinn alla daga ársins. Tafarlaus kransæðavíkkun er kjörmeðferð við bráðri kransæðastíflu og þarf því að vera í boði hvenær sem er sólarhringsins.

Elín Eiríksdóttir, formaður Neistans

göllum og meðferð þeirra, til dæmis með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum, Hjartagáttinni, sem hefur komið sér vel fyrir foreldra í undirbúningi sínum. Neistinn er með öflugt félagsstarf, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings. Má þar nefna reglulegan hitting mæðra hjartabarna, sumarhátíð, árshátíð, spilakvöld foreldra og bingó. Unglingastarfið, sem þéttir hóp hjartveikra unglinga, þykir líka einkar líflegt með alls kyns uppákomum svo sem norrænum sumarbúðum, bíókvöldum, keilu og mörgu fleira. Neistinn stendur líka að baki

og vinnur náið í samstarfi með styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega.

Húfuverkefni Neistans Vikuna 7. til 14. febrúar stóð yfir alþjóðleg vitundarvika um meðfædda hjartagalla. Þá var vakin athygli á fræðslu til almennings um meðfædda hjartagalla og um leið á starfi Neistans. Stjórn Neistans ákvað að hefja vinnu á húfuverkefni að amerískri fyrirmynd, eftir hugmynd bandarísku hjartasamtakanna og félagi hjartveikra barna í Ameríku sem kallast „Little hats, big hearts“. Þá prjónaði Neistinn og gaf, með aðstoð sjálfboðaliða og hjartavina, öllum nýburum sem fæddust þessa viku rauða húfu til að heiðra baráttu hjartveikra barna og minnast um leið þeirra barna sem látist hafa. Sjá nánar á neistinn.is

ar með flókinn kransæðasjúkdóm eða sjúklingar sem eru með lokusjúkdóm. Á slíkum fundum er tekin ákvörðun um hvort eigi að bjóða upp á hjáveituaðgerð. 3. Sjúklingur fer í kransæðavíkkun sem er gerð í beinu framhaldi af kransæðaþræðingunni.

Það besta sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir kransæðasjúkdóm er fyrirbyggjandi meðferð, helst má nefna: l H ætta að reykja, mjög mikilvægt! lH uga vel að mataræðinu. Borða hollan mat sem ekki inniheldur of mikið af kolvetnum og fitu. l Hreyfa sig reglulega. l Halda kjörþyngd. l F ylgjast með blóðþrýstingi, efri mörk blóðþrýstings eiga að jafnaði að liggja <140mmHg en strangara <135mmHg hjá þeim sem eru með sykursýki. l F ylgjast með blóðfitu (kólesteról í blóði). Sumir þurfa kólesteróllækkandi lyf til að lækka blóðfitu. Það er mismunandi eftir einstaklingum hvað telst vera of hátt kólesteról, og er miðað við undirliggjandi áhættu fyrir æðasjúkdómi.

Heilaheill – félag heilablóðfallssjúklinga Samtök slagþolenda, aðstandenda og fagaðila, voru stofnuð 1. desember 1994 og hétu þá Félag heilablóðfallssjúklinga og stofnfélagar voru um 65, flestir slagsjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar. Fagaðilar bættust við á síðari árum. Árið 2006 var nafni samtakanna breytt í Heilaheill.

Hlutverk Heilaheilla er: l að sameina heilablóðfallssjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigðan heila og gæta hagsmuna þeirra. l að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð heila- og æðasjúkdóma. l að standa vörð um hagsmuni og réttindi þeirra er hafa fengið heilablóðfall.

Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla

Framtíðarsýn Heilaheilla: l Heilaheill hafa verið leiðandi með öðrum félögum við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um heilablóðfall. l Heilaheill verði öflugri hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. Samtökin hafa staðið fyrir fræðslu á áhættuþáttum er leiða til slags s.s. gáttatifi, blóðþrýstingsmælingum o.fl. og almennri lýðheilsu.

Árlega fá 343 Íslendinga heilablóðfall í fyrsta sinn og er það talið þriðja algengasta dánarorsök í heiminum. Sjá nánar á heilaheill.is


4

Hjartamánuður - GO RED Kynningarblað 25. febrúar 2017

Þegar hjartað brestur úr sorg „Ég hef skilið eftir brostið hjarta – ég hef skilið eftir opið sár …“ syngur Stefán Hilmarsson í laginu Brostið hjarta, enda dramatíkin gjarnan í hávegum höfð í dægurlögum. Í flestum almennilegum ástarsögum eru hjörtun ýmist við að springa eða bresta þegar ástin svíkur. Japanar lýstu fyrstir manna sjúkdómi sem stundum hefur verið kallaður „broken heart syndrome“ árið 1990. En skyldu Japanar vera eitthvað sérstaklega tilfinninganæmir,“ spyr Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir. „Þeir töldu sjúkdóminn oftast koma fram í kjölfarið á skyndilegu andlegu áfalli eins og við fráfall maka, náttúruhamfarir eða eitthvað sambærilegt en nú er raunar vitað að einnig góðar fréttir, til dæmis að hljóta stóra lottóvinninginn, mikið líkamlegt álag eða jafnvel krefjandi lyfjameðferð getur komið þessu af stað. Eins sést þetta all oft í tengslum við önnur alvarleg veikindi. Japönsku læknarnir nefndu þetta fyrirbæri „takotsubo“ eftir gildrunni sem kolkrabbar eru veiddir í, en hún er einhvers konar sekkur. Hjartað verður nefnilega oft eins og poki í laginu þegar þetta gerist því hjartabroddurinn dregst illa eða ekki saman og efri hluti hjartahólfsins (vi. slegils) dregst mjög mikið saman. Þá verður hjartað næstum eins og uppblásin blaðra og hefur sjúkdómurinn líka verið kallaður „broddþensluheilkenni“ á íslensku. Í nýlegri umfjöllun í Speglinum á Rás 2 var stungið upp á því að þetta fyrirbæri yrði kallað „harmslegill“ með vísan í að þetta gerist oft í tengslum við mikla sorg.“ Meirihluti þeirra sem greinast með broddþensluheilkenni eru að sögn Þórdísar miðaldra eða eldri konur, þótt sjúkdómurinn sé vissulega þekktur hjá öðrum hópum. Af hverju þetta virðist hlutfallslega algengast hjá eldri konum er ekki vitað.

Að sögn Þórdísar geta áföll og sorg leitt til broddþensluheilkennis eða harmslegils. Sömuleiðis góðar fréttir og líkamlegt álag. Meirihluti þeirra sem greinast eru miðaldra eða eldri konur. MYND/ANTON BRINK

Þeim einkennum sem sjúklingarnir fá svipar á margan hátt til einkenna við bráða kransæðastíflu. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir

„Þeim einkennum sem sjúklingarnir fá svipar á margan hátt til einkenna við bráða kransæðastíflu; sár eða þungur verkur fyrir brjósti, mæði, hjartsláttartruflanir. Einnig getur hjartalínuritið bent til kransæðastíflu. Kransæðamyndataka hjá sjúklingum með takotsubo leiðir hins vegar í ljós að kransæðarnar eru allar opnar, sem ekki er tilfellið við kransæðastífluna. Hér

er því miklu frekar um skyndilega hjartabilun að ræða. Talið er að 1-2% þeirra sem eru grunaðir um bráða kransæðastíflu séu með broddþensluheilkenni en ekki hjartadrep,“ upplýsir Þórdís. Hún segir ekki almennilega ljóst hvað veldur þessari skyndilegu hjartabilun. Læknar eru þó sammála um að stresshormón eigi hér stóran hlut að máli. „Svo virð-

ist sem hluti hjartavöðvans bregðist við skyndilegri ofgnótt stresshormóna með því að hreinlega lamast. Þetta veldur því að hjartað pumpar ekki sem skyldi, sjúklingurinn verður móður, fær jafnvel vatn í lungun og hjartsláttartruflanir.“ Til að greina sjúkdóminn er nauðsynlegt að gera kransæðamyndatöku og útiloka að kransæðarnar séu stíflaðar, en grunurinn vaknar oftast vegna sérkennilegs útlits hjartans við ómskoðun (sónar). „Í sumum tilfellum velja menn einnig að gera segulómun af hjartanu, en slík rannsókn getur greint á milli broddþensluheilkennis og t.d. bólgusjúkdóms eða örmyndunar í hjartavöðvanum af öðrum orsökum. Ekki er til nein sérhæfð meðferð við broddþensluheilkenni, en mikilvægt er að fylgjast vel með sjúklingunum og beita viðeigandi hjartabilunarmeðferð.“ Að sögn Þórdísar jafna flestir sjúklinganna sig fljótt. Í vægustu tilfellunum jafnvel á nokkrum dögum. Í alvarlegri tilfellum er hjartabilunin þó meira langdregin og það geta jafnvel komið upp fylgikvillar eins og heilaslag og alvarlegar hjartsláttartruflanir hjá þeim eru mest veikir. Lítill hluti þeirra sem hafa fengið takotsubo veikist aftur síðar á lífsleiðinni, en ekki er til nein ákveðin fyrirbyggjandi meðferð við sjúkdómnum. Þórdís segir því ákveðin sannmæli að hjartað geti brostið úr sorg. „Við getum þó flest tekið undir með Stebba Hilmars og félögum í söngnum þeirra um brostna hjartað, brosað út í annað og kannski stigið nokkur létt dansspor, svona til að létta okkur lundina.“

Skyndihjálp getur skipt sköpum Árangur endurlífgunar utan sjúkrahúss á Íslandi er góður í samanburði við önnur lönd. Hægt er að bjarga mannslífi með kunnáttu í skyndihjálp og endurlífgun. Brjóstverkur er helsta einkenni á bráðum kransæðaheilkennum en birtingarmynd hans getur verið breytileg. Í hjartastoppi hættir hjartað að dæla blóði til líkamans og heilans annað hvort af því að það slær of hratt og óreglulega eða af því að það hefur stoppað. Ef einstaklingar fá enga meðferð eftir hjartastopp verður heilinn fyrir skaða eftir 4-6 mínútur. Einstaklingurinn deyr nema viðstaddir hefji endurlífgun. Hjartahnoð getur viðhaldið blóðflæði þar til sérhæfð aðstoð berst. Rétt fyrstu viðbrögð geta skipt sköpum fyrir horfur einstaklinga sem fara í hjartastopp en þau eru að kalla strax eftir aðstoð í Neyðarlínu (112) og hefja tafarlaust hjartahnoð. Ekki er lögð áhersla á munn við munn blástur fyrstu mínútur eftir hjartastopp og ekki þarf lengur að staðfesta púlsleysi með þreifingu enda hefur komið í ljós að slíkt er ekki áreiðanlegt og getur tafið fyrir að endurlífgun sé hafin. Hjartahnoð er framkvæmt með því að krjúpa við hlið einstaklingsins, leggja þykkhönd hinnar handarinnar ofan á þá fyrri og læsa fingrunum saman. Gæta þarf þess að axlirnar séu beint yfir hnoðstað og hendur séu á miðju bringubeini. Ýta á bringubeini 4-5 cm niður í hverju hnoði og ekki minna en 100 sinnum á mínútu. Halda skal áfram að hnoða þar til sérhæfð aðstoð berst. Sá sem veitir hjartahnoð finnur að hann þreytist fljótt. Ef möguleiki er á, er mælt með að skiptast á að hnoða, á um tveggja mínútna fresti og með sem minnstum töfum, til þess að tryggja að

hjartahnoðið verði sem áhrifaríkast. Í mörgum opinberum byggingum, líkamsræktarstöðvum, íþróttahúsum og verslunarmiðstöðvum eru sjálfvirk hjartastuðtæki. Gott að er að kynna sér hvar slík tæki eru til staðar og hvar þau eru geymd. Ef sjálfvirkt hjartastuðstæki er nálægt á að sækja það eins fljótt og hægt er. Sjálfvirk hjartastuðtæki eru einföld í notkun og getur nánast hver sem er notað tækið með því að fylgja leiðbeiningum þess. Hjartastuðtæki gefur ekki rafstuð nema ástæða sé til. Rafstuð er heldur ekki trygging fyrir því að hjartað byrji aftur að slá. Nokkrir staðir, eins og Rauði krossinn, bjóða upp á námskeið í skyndihjálp og grunn endurlífgun fyrir almenning. Þú gætir bjargað mannslífi með kunnáttu í skyndihjálp og endurlífgun. Auðvelt er að muna rétt viðbrögð, með því að hafa í huga orðin hringja og hnoða.

Einkenni kransæðastíflu Stigun bráðra kransæðaheilkenna fer eftir alvarleika þeirra en vægasta formið er kallað hvikul hjartaöng. Þá verður ekki drep í hjartavöðvanum þrátt fyrir alvarleg einkenni eins og brjóstverk. Næst er svokallað brátt hjartadrep en þá koma fram breytingar á hjartalínuriti og ensím úr hjartanu losna út í blóðið. Alvarlegasta formið af bráða kransæðaheilkenni er síðan skyndidauði en

urinn upp í axlirnar og handleggi og upp í háls, kjálka eða tungu. Verkurinn stendur yfir í 15 mínútur eða lengur. Fyrirvari bráðs kransæðaheilkennis getur komið fram klukkustundum, dögum eða vikum fyrir áfallið. Snemmkomin einkenni áfalls eru endurteknir verkir sem koma fram við líkamlega áreynslu en láta undan í hvíld.

Brátt kransæðaheilkenni, byrjar skyndilega og getur falið í sér öll eða nokkur af eftirfarandi einkennum: l Brjóstverkur eða óþægindi, oft

lýst sem þrýstingur, herpingur eða sviði. l L eiðni frá brjóstkassa og út í axlir, hendur, efra kviðarhol, bak, háls eða kjálka. l Ógleði eða uppköst. l Meltingartruflanir. l A ndþyngsli. l Svitakóf. l Svimi eða yfirlið. l Óeðlileg eða óútskýrð þreyta. l Eirðarleysi eða kvíði. Hjartahnoð er framkvæmt með því að krjúpa við hlið einstaklingsins, leggja þykkhönd hinnar handarinnar ofan á þá fyrri og læsa fingrunum saman. þá hættir hjartað að slá. Í öllum þessum tilvikum er um að ræða skerðingu á blóðflæði til hjartans. Brjóstverkur er helsta einkenni á bráðum kransæðaheilkennum en birtingarmynd hans getur verið mjög breytileg og sumir fá jafnvel engan verk en aðrir fá afar slæman verk og oftast yfir miðjan brjóstkassann.

Sjúklingar með bráða kransæðaheilkenni leita í flestum tilfellum á heilsugæslustöð eða sjúkrahús vegna brjóstverkja enda er brjóstverkur helsta einkenni kransæðastíflu. Verkurinn er oftast mjög óþægilegur og er gjarnan lýst sem herpingi í bringunni, seyðings- eða þyngslaverk yfir brjóstkassann og oft leiðir verk-

Viðbrögð við brjóstverk: l H ringja eftir hjálp, í 112. l L áttu aðra í kringum þig vita

af einkennum þínum og líðan.

l Ekki fara afsíðis eða vera ein/

einn, vertu innan um aðra.

l Ekki keyra bíl á bráðamóttöku,

það setur þig og aðra í hættu ef ástand þitt breytist skyndilega.

Hildur Rut Albertsdóttir og Bylgja Kærnested, hjúkrunarfræðingar


Kynningarblað Hjartamánuður - Go red

Hvernig á að grennast?

25. febrúar 2017

5

Svarið virðist einfalt: Með því að borða minna. En hvers vegna grennast þá svona fáir? Í rannsókn Hjartaverndar, þar sem fólk á miðjum aldri kom í tvær heimsóknir á árunum 2006-2013 kom í ljós að aðeins 8% karla grenntust um meira en 5 kg milli heimsókna á meðan 92% stóðu í stað eða þyngdust. Þó voru 80% karla yfir kjörþyngd og 30% glímdu við offitu. Svipað gilti um konur. Vafalítið hefur sú hugsun hvarflað að mörgum þeirra sem tóku þátt í rannsókn Hjartaverndar á árunum 2006-2013 að rétt væri að grenna sig Stór ástæða þess að fólk á erfitt með að grennast liggur í stjórn heilans á líkamanum. Allar lífverur kappkosta að halda umhverfi sínu í jafnvægi (homeostasis). Þannig stýrir heilinn líkamsstarfseminni til að ná sem mestu jafnvægi. Dæmi um þetta er stjórnun á þéttni súrefnis, koltvísýrings og salt-jóna í blóði sem er haldið hárnákvæmri með ýmsum leiðum. Halda má fram að hægt sé að hafa áhrif á slíkt jafnvægi í líkamanum með viljastýrðum hætti. Það gildir til dæmis um öndun. Börn reyna gjarnan að athuga hvað þau geta haldið lengi niðri í sér andanum en komast fljótt að raun um það gengur aðeins mjög stutta stund. Líkamsþyngd þ.e. orkuefnaskiptunum, er stjórnað með viðlíka hætti. Þetta sést glöggt ef magn þeirrar fæðu sem neytt er á ákveðnu tímabili, t.d. yfir eitt ár, er skoðað í samhengi við líkamsþyngdina. Þyngdin helst oftast tiltölulega jöfn frá ári til árs þrátt fyrir mikla „veltu“ í þeirri fæðu sem neytt er. Þarna eru að verki mikilvæg stjórntæki líkamans sem vernda okkur gegn orkuskorti, en orkuskortur er bein hótun við líf viðkomandi. Mikill orkuforði á formi líkamsfitu er ekki viðlíka hótun. Heilinn kappkostar að halda þyngdarjafnvægi, fyrst og fremst til að koma í veg fyrir orkuskort. Þessi stýring heilans á orkubúskapnum hefur mikið verið rannsökuð. Fjölmörg boðefni og hormón hafa verið uppgötvuð sem eru hluti af þessu kerfi. Það hefur hvatt lyfjaframleiðendur til að reyna að þróa lyf sem hafa áhrif á líkamsþyngdina. Það hefur þó ekki borið mikinn árangur. Aðeins eitt

Lærdómur sem draga má af þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentugleika. Að berjast gegn viðleitni heilans til að viðhalda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur reynst erfitt. Bolli Þórsson

Bolli segir stóra ástæðu þess að fólk eigi erfitt með að grennast liggja í stjórn heilans á líkamanum. MYND/EYÞÓR

lyf við offitu er skráð hér á landi. Það lyf dregur úr frásogi fitu í görn en hefur ekki bein áhrif á sjálfa líkamsþyngdarstjórnunina. Önnur lyf sem sem fást við sjálfa þyngdarstjórnunina hafa verið reynd á tilraunadýrum en hafa flest aðeins skammvinn áhrif til megrunar. Þetta hafa menn talið

að geti skýrst af því, að sé ein boðleið í þyngdarstjórnuninni trufluð taki önnur við. Þannig hafi í gegnum þróun mannslíkamans komið fram fjölmörg stjórnkerfi sem geti tekið við hvert af öðru ef eitt bregst. Því sé ekki einfalt að hafa áhrif á þessi kerfi með lyfjum. Lærdómur sem draga má af

þessari vitneskju er að það er mikilvægt að allir, einkum ungt fólk, átti sig á því að líkamsþyngd er erfitt að stilla af eftir hentugleika. Þótt megrunarkúrar séu flestir árangursríkir til skamms tíma litið, þekkja flestir að þyngdin leitar aftur í sama farið eftir einhverja mánuði eða ár. Að berj-

ast gegn viðleitni heilans til að viðhalda jafnvægi með viljastýrðum ákvörðunum getur þannig reynst erfitt. Of algengt er að ungt fólk láti eftir sér að fitna t.d. þegar fólk hættir að reykja, vinnur að erfiðu verkefni eða fer í erfið próf. Einnig hættir ungum mæðrum til að fitna of mikið á meðgöngu. Megrun sem fólk ætlar í „einhvern tíma seinna“ er ólíkleg til að hafa langtíma áhrif. Vörumst því að „kynna“ fyrir heilanum í okkur það ástand að hafa mikið orkuforðabúr því líklega mun hann líta á það sem eðlilegt ástand. Vörumst fitugildruna! Bolli Þórsson, innkirtlasérfræðingur

Fimm áratuga forvarnarstarf Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð árið 1967. Sama ár var hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokkunum en með því var lagður grunnur að starfsemi Hjartaverndar í dag sem hverfist um að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma.

Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar

Karl Andersen, stjórnarformaður Hjartaverndar

Á árunum upp úr 1950 urðu læknar á lyflækningadeild Landspítala þess varir að innlögnum vegna bráðrar kransæðastíflu fjölgaði verulega. Á þessum árum var lítið vitað um það hvað olli sjúkdómnum og engin sérhæfð meðferð var til. Um það bil þriðjungur þeirra sem veiktust létust af sjúkdómnum áður en þeir náðu að útskrifast af sjúkrahúsinu og oft var þetta fólk á besta aldri. Þrír læknar sem störfuðu á lyflækningadeildinni á þessum árum, þeir Sigurður Samúelsson, Theodór Skúlason og Snorri Páll Snorrason sáu að við svo varð ekki búið. Þeir kölluðu til fundar í turnherbergi Hótel Borgar miðvikudaginn 15. apríl 1964 þar sem Hjartaverndarfélag Reykjavíkur var stofn-

að. Litlu síðar voru landssamtök hjartaverndarfélaga: Hjartavernd stofnuð. Tilgangur félagsins var strax í upphafi, eins og segir í fyrstu lögum samtakanna: „barátta við hjarta- og æðasjúkdóma, útbreiðslu þeirra og afleiðingar“ og til þess að ná þeim markmiðum hugðust menn stuðla að auknum rannsóknum á þeim hérlendis. Það var svo árið 1967 sem Rannsóknarstöð Hjartaverndar var stofnuð og Hóprannsókn Hjartaverndar hleypt af stokkunum. Þetta var ein stærsta faraldsfræðilega rannsókn á hjartaog æðasjúkdómum sem framkvæmd hafði verið á þeim tíma. Með því var lagður grunnurinn að því starfi Hjartaverndar sem haldið hefur verið uppi æ síðan, að fylgjast með áhættuþáttum og faraldsfræði kransæðasjúkdóma hjá íslensku þjóðinni. Hjá Hjartavernd hefur einnig verið lögð áhersla á rannsóknir á öðrum langvinnum sjúkdómum. Helst er þar að nefna Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Þar hefur safnast gífurleg þekking á þróun sjúkdóma í öldrun og möguleika á því að hafa áhrif á þá þróun. Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöð-

Frá upphafi hefur Hjartavernd lagt áherslu á að koma niðurstöðum rannsókna sinna til almennings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjartaverndar og áhættureiknir Hjartaverndar hluti af því. um rannsókna sinna til almennings og heilbrigðisstarfsfólks og er Handbók Hjartaverndar og áhættureiknir Hjartaverndar hluti af því starfi. Hver og einn getur reiknað út líkur á því að hann fái kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum með áhættureikni Hjartaverndar sem er opinn almenningi og fagfólki á netinu. Hjartavernd hefur einnig staðið að útgáfu ritraðar fræðslubæklinga um áhættu hjarta- og æðasjúkdóma og gaf út Tímarit Hjartaverndar samfellt í 38 ár. Hjartavernd er mjög virkt í því að koma vísindalegum niðurstöðum sínum á framfæri til annarra vísindamanna og birtir árlega rannsóknarniðurstöður í mörgum tugum alþjóðlegra læknisfræði og vísindatímarita í fremstu röð. Hjartavernd er einnig í náinni samvinnu við Háskóla Íslands og eru nokkrir starfsmenn Hjartaverndar einnig starfsmenn háskólans.

Á þeim fimm áratugum sem nú eru liðnir frá því að brautryðjendastarf Sigurðar Samúelssonar og félaga hófst hefur mikið áunnist. Við vitum nú að dauðsföllum vegna kransæðasjúkdóma hefur fækkað jafnt og þétt frá því um 1980 en eru samt sem áður helsta orsök ótímabærra dauðsfalla á Íslandi. Við þekkjum allar helstu orsakir þessara sjúkdóma og vitum að um 80-90% þeirra er hægt að koma í veg fyrir vegna þess að þeir ráðast af lífsstíl okkar og venjum. Við vitum sömuleiðis að með markvissum aðgerðum má hafa áhrif á þessa þætti og draga úr sjúkdómsbyrði. Þættir eins og reykingar, óhollt mataræði og hreyfingarleysi hafa legið til grundvallar stórum hluta kransæðasjúkdóma og eru sem betur fer á undanhaldi. Þetta má að miklu leyti þakka markvissum lýðheilsuinngripum sem allar þjóðir geta ekki státað af. Við

höfum líka skyggnst inn í framtíðina og sjáum að á næstu árum og áratugum eru það vaxandi offita og sykursýki sem koma til með að valda auknum ótímabærum dauðsföllum ef ekki verður gripið í taumana. Við þekkjum verkfærin sem þarf að nota til að draga úr þessum áhrifum og vitum að til þess þarf að beita lýðgrunduðum forvarnaraðgerðum sem ná til alls almennings. Dæmi um þetta eru reglugerðir um innihald matvæla og auknir möguleikar til að ferðast bíllaust í og úr vinnu. Hér þurfa allir að leggjast á eitt til þess að ná árangri, stjórnvöld, sveitarfélög, íþróttafélög, skólar, vinnuveitendur, fagfélög og heimili. Sá árangur sem náðst hefur í forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi er engin tilviljun heldur byggir hann á markvissum aðgerðum í lýðheilsu. Þessar aðgerðir eiga stoð í þeirri þekkingu sem hefur meðal annars skapast með margra ára vísindastarfi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Hjá Hjartavernd verður áfram unnið að forvörnum hjarta- og æðasjúkdóma byggt á faraldsfræðilegum gögnum og vísindarannsóknum. Þar er mikið starf óunnið. Sjá nánar á hjartavernd.is


6

Hjartamánuður - GO RED Kynningarblað 25. febrúar 2017

Ör framþróun í ósæðarlokuaðgerðum Ósæðarlokan er sú hjartaloka sem algengast er að þarfnist viðgerðar vegna lokuþrengsla og/eða lokuleka. Ósæðarlokuaðgerðir með þræðingatækni hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þróast mikið og til hins betra. Algengast hefur verið að skipt sé um ósæðarlokuna í opinni hjartaaðgerð þar sem gamla lokan er tekin burt og nýrri komið fyrir í staðinn. Við opna hjartaaðgerð þarf að kljúfa bringubeinið, opna inn á hjartað, tengja sjúkling við hjartaog lungnavél, stoppa hjartað og skipta svo um lokuna. Í lok aðgerðar er hjartað stuðað aftur í gang og bringubeini og sárum lokað. Aðgerðin krefst svæfingar, gjörgæslulegu í 1-2 sólarhringa og 7-10 daga legu á sjúkrahúsinu. Bringubeinið er um sex vikur að gróa og endurhæfingin tekur tvo til þrjá mánuði. Nýja lokan er ýmist úr lífrænu efni (lífræn loka) eða úr ólífrænu efni t.d. málmi eða öðru hörðu efni (mekanisk loka). Ókostur við mekanisku lokurnar er að sjúklingar þurfa ævilanga blóðþynningu með warfarini, en kostur við slíkar lokur er að þær endast lengur en lífrænu lokurnar. Ending lífrænnar loku er þó talin um 10-15 ár.

Fyrir um tíu árum var farið að skipta um ósæðarlokur með þræðingatækni. Þessar lokur eru byggðar upp þannig að á grind úr málmblöndu eru saumuð lokublöð úr lífrænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færður upp að ósæðarlokunni gegnum slagæð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg. Ísetning ósæðarloku í þræðingu.

Þræðingalokur Fyrir um tíu árum var farið að skipta um ósæðarlokur með þræðingatækni. Þessar lokur, sem kalla má þræðingalokur, eru byggðar upp þannig að á grind úr málmblöndu eru saumuð lokublöð úr lífrænu efni. Grindina er hægt að krumpa á æðalegg sem er færður upp að ósæðarlokunni gegnum slagæð og henni sleppt þar eða hún blásin upp með belg. Þessar lokur eru úr svipuðu efni og lífrænar lokur sem settar eru í opnu hjartaaðgerðunum. Lokublöðin eru oft gerð úr gollurshúsi svína eða nautgripa. Algengast er að færa þessa nýju loku upp í hjartað frá náraslagæðinni enda hefur sú leið reynst gefa bestan árangur og minnsta fylgikvilla. Þó er hægt að fara aðrar leiðir að hjartanu t.d. milli rifja í vinstri síðu og beint í gegnum hjartabroddinn, um slagæð undir viðbeini eða slagæð á hálsi. Einnig er hægt að fara beint gegnum ósæðina en þá þarf að opna brjóstholið svipað og við opna hjartaaðgerð. Þræðingalokurnar endast að líkindum eins og aðrar lífrænar lokur en það á eftir að staðfesta það þegar lengri reynsla fæst af þeim. Í upphafi stóðu þræðingalokur einungis til boða sjúklingum sem ekki var treyst í opna aðgerð. Þeir voru oftast aldraðir, með marga sjúkdóma og höfðu margir áður farið í opna hjartaaðgerð. Síðan hafa rannsóknir sýnt gagnsemi þræðingatækninnar einnig hjá eldri sjúklingum með minni sjúkdómsbyrði. Nú fara fram rannsókn-

Lokan sjálf.

Hér sést hvernig nýja lokan þenst út.

ir á enn yngri sjúklingum með litla áhættu við opnar aðgerðir. Í framtíðinni má því jafnvel búast við að yngri og hraustari sjúklingar geti fengið þræðingaloku ef þær koma vel út. Lokuaðgerðir með þræðingatækni eru mikilvægt framfaraskref og góð viðbót við opnu aðgerðirnar. Opin aðgerð verður samt áfram betri kostur fyrir suma sjúklinga t.d. þá sem eru aðeins með lokuleka, þá sem þurfa kransæðahjáveituaðgerð samtímis lokuskiptum, eða ef þrengingar eru í náraæðum svo lokunni verði ekki komið upp þá leið. Heildarkostnaðurinn er svipaður við þræðingaloku og við opna aðgerð. Verð þræðingalokanna er að lækka og sennilegt að þessi meðferð verði fljótlega ódýrari en opin aðgerð. Eftir þræðingalokuaðgerð er að jafnaði ekki er þörf á gjörgæslumeðferð, legutíminn er styttri, og hægt er að hefja endurhæfingu fyrr en eftir opna aðgerð. Kostnaður sparast við heimilisað-

stoð, hjúkrun og umönnun. Eftir báðar gerðir aðgerða fækkar svo spítalalegum og bráðamóttökuheimsóknum, auk þess sem lífsgæði batna.

Þræðingalokur á Íslandi Ósæðarlokuaðgerðir með þræðingatækninni hafa verið framkvæmdar á Landspítalanum síðan í janúar 2012 eða í fimm ár. Á þeim tíma hafa aðgerðirnar þróast mikið. Bæði hefur tækninni fleygt fram og aðgerðirnar hafa verið einfaldaðar, þær taka styttri tíma og reyna minna á sjúklingana. Þannig hefur verið hætt að svæfa sjúklingana og aðeins sumir þurfa æðalegg í háls og tímabundinn gangráð sem þurfti hjá öllum sjúklingunum áður. Ekki er lengur þörf á þvaglegg, öndunarvél eða hjartaómskoðun um vélinda. Áður þurfti að forvíkka allar gömlu lokurnar með belg áður en nýju lokunni var komið fyrir en nú er það aðeins gert í völdum tilvikum t.d. ef mikið kalk er til staðar. Síðast

en ekki síst er slíðrið sem notast er við í náraslagæðina orðið grennra en áður sem minnkar hættu á blæðingum. Vegna þessa alls er ekki lengur þörf á gjörgæslulegu eftir aðgerðina. Stórt teymi bæði lækna og starfsfólks frá ýmsum deildum spítalans kemur að aðgerðunum, eða milli 15-20 manns. Nú hafa sjötíu sjúklingar fengið þræðingaloku á Landspítala. Meðalaldur þeirra er 84 ár. Aðgerðirnar hafa gengið vel og flestir sjúklinganna hafa bætt áreynslugetu sína og hafa minni sjúkdómseinkenni. Fylgikvillar hafa verið fátíðari en búist var við á grundvelli erlendra rannsókna. Enginn sjúklingur hefur andast í aðgerð og aðeins einn sjúklingur hefur látist í sjúkrahúslegunni eftir aðgerð. Aðrir hafa útskrifast af sjúkrahúsinu og flestir eru enn á lífi þrátt fyrir háan meðalaldur við aðgerð.

Frekari þróun og framtíðin Þræðingalokurnar eru taldar endast í að minnsta kosti 10 ár og

sennilega lengur. Ef lokan bilar t.d. eftir 10 ár er hægt að setja nýja þræðingaloku inn í þá gömlu á ný. Það á einnig við um þær lífrænu lokur sem settar eru í opnu aðgerðunum í dag, í þær er hægt að setja þræðingaloku síðar ef þörf er á. Þær lokur sem notaðar hafa verið hér á Íslandi kallast CoreValve og Evolute-R. Á þessu ári er vonast til að framkvæmdar verði 20-30 þræðingalokuaðgerðir á Landspítala með slíkum lokum. Einnig er stefnt að þátttöku í fjölþjóðlegri vísindarannsókn, þar sem sjúklingar sem eru yngri en 70 ára gangast annað hvort undir opna aðgerð eða fá þræðingaloku og hóparnir verða svo bornir saman. Síðasta nýjungin, stærri loka að þvermáli en áður hefur þekkst eða 34 mm, kom á markað nú í janúar 2017. Með henni er hægt að bjóða sjúklingum með mjög stórar lokur aðgerð með þræðingu, sem áður urðu að fara í opna aðgerð eða vera án aðgerðar. Nú þegar hafa tvær slíkar lokur verið settar í á Landspítalanum með góðum árangri. Því voru tveir íslenskir sjúklingar með þeim fyrstu í heiminum að fá svo stóra loku. Áfram verður fylgst náið með framförum og rannsóknum á lokuaðgerðum erlendis og Landspítalinn stefnir að því að bjóða sjúklingum bestu meðferð og nýjustu úrræðin. Framtíðin verður því að teljast björt varðandi meðferð sjúklinga með sjúkdóma í ósæðarloku. Þórarinn Guðnason, hjartasérfræðingur

Allir í rauðu Rauði dagurinn var að þessu sinni haldinn hátíðlegur 3. febrúar sl. Hér eru örfáar myndir frá deginum. Fylgist með á facebook á GoRed Ísland. Starfsmenn Hjartaverndar rauðklæddir.

Starfsmenn Hjartaheilla klæddust rauðu.

Starfsfólk hjartadeildar tekur alltaf þátt í rauða deginum.

Starfsmenn Ráðhúss Hafnarfjarðar eru til fyrirmyndar.


2 Hjartað þitt

1 6 . f e b rúa r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R

Hlúum að hjartaheilsunni Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri GoRed

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, formaður GoRed

N

íunda GoRed árið er gengið í garð með öllu litrófi veðursins. Febrúar hefur verið þekktur sem hjartamánuðurinn um jafnlangt skeið. Litróf er býsna gott orð fyrir áminningu okkar þetta árið, því staðreynd er að hjartasjúkdómar eru ekki aldurstengdir, eru ekki eingöngu

sjúkdómur gamla fólksins eins og menn vilja gjarnan halda heldur ná þeir yfir allt litróf mannlífsins. Og þó að tilurð átaksins sé hjartasjúkdómar kvenna og þetta árið sérstaklega gefinn gaumur að ungu fólki og hjartasjúkdómum, þá er áminning okkar ávallt til allra landsmanna að vera vakandi fyrir hjartaheilsu sinni – þekkja tölur líkamans og fylgjast með þeim reglulega; blóðþrýstingi, blóðfitum, blóðsykri og síðast en ekki síst að þekkja ættarsögu sína. Í vaxandi hraða og kröfuhörðu nútímasamfélagi viljum við sérstaklega vekja ungar konur til vitundar um hjartaheilsu sína þar sem næring, hvíld, hreyfing og streita leika stórt hlutverk og enn fremur hvetja þær til að hlusta á líkamann og bregðast við verði þær varar við einkenni sem þær ekki þekkja. Það er staðreynd að konur geta fengið einkenni með hjartasjúkdómum sem eru ódæmigerðari en hjá körlum og því full ástæða til að vera meðvitaður um skilaboðin sem líkaminn gefur frá sér. Heilbrigt hjarta er ein af forsendum góðs lífs – hlúum að hjartaheilsunni allan ársins hring.

Hjartað þitt hjartamánuður 2018

F Ö S T U DAG U R

1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8

hjartamánuður 2018

Hjartað í fyrsta sæti a kvenna vekja rvakningu um hjartasjúkdóm enn alla til Gored – samtök um vitunda i í febrúar ár hvert og hvetja landsm júkdómar eru athygli á þessu brýna málefn hugsa vel um heilsuna. Hjartas og sæti fyrsta í hjartað okkar. setja að fólks eins og sjá má í blaðinu eldra mar sjúkdó bara ekki nefnilega

Hjarta ljósalistaverk á Hörpu

Þ

etta árið var GoRed í samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík, Hörpu, N1 og Stafla. Blásið var til fyrstu hjartagöngunnar og boðið upp á gagnvirkt ljósalistaverk á ljósahjúp Hörpu sem fékk einfaldlega nafnið Hjarta. Höfundar þess eru Þórður Hans Baldursson og Halldór Eldjárn. Enn fremur eru nokkrar lykilbyggingar á höfuðborgarsvæðinu lýstar rauðu ljósi í tilefni mánaðarins.

Þekktu tölurnar 1. Blóðþrýstingur 2. Blóðfita 3. Blóðsykur 4. Þyngdarstuðull

GoRed 2018

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hjartalæknir

Sænsk rannsókn leiddi í ljós að konur fá síður meðferð við hjartaáfalli í samræmi við meðferðarleiðbeiningar og horfur kvenna með hjartasjúkdóm eru lakari en karla.

V

ið erum sífellt að læra meira um það hvernig kransæðasjúkdómur hagar sér hjá konum og reyndar líka körlum ef út í það er farið. Það er til dæmis vitað að konur eru hlutfallslega eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall og að þær lýsa oftar óljósum einkennum sem við síður tengjum kransæðasjúkdómi, jafnvel þótt algengasta einkennið við hjartaáfall hjá báðum kynjum sé brjóstverkur af einhverju tagi. Samtök hjartalækna beggja vegna Atlantshafsins hafa sett fram meðferðarleiðbeiningar við bráðum kransæðasjúkdómi og er ráðlögð meðferð sú sama fyrir konur og karla. Á það bæði við um fyrirbyggjandi meðferð, meðferð í bráðafasanum sem og endurhæfingu og eftirmeðferð.

Það er til dæmis vitað að konur eru hlutfallslega eldri en karlar þegar þær fá hjartaáfall og að þær lýsa oftar óljósum einkennum sem við síður tengjum kransæðasjúkdómi. jafnvel þótt algengasta einkennið við hjartaáfall hjá báðum kynjum sé brjóstverkur af einhverju tagi.

Horfur kvenna mun lakari

ljós að líf kvennanna styttist mun meira en karlanna. Við þennan útreikning var tekið tillit til þess að konurnar voru almennt eldri og með fleiri sjúkdóma fyrir en karlarnir.

Það vakti því nokkra athygli hér á dögunum þegar niðurstöður stórrar sænskrar rannsóknar á afdrifum þeirra sem fá hjartadrep voru birtar. Rannsóknin náði til allra þeirra 180 þúsund sjúklinga (u.þ.b. 35% konur), sem vistuðust á sjúkrahúsi í Svíþjóð vegna bráðrar kransæðastíflu á árunum 20032013. Það kom sem sagt í ljós að horfur kvenna sem fengu hjartadrep voru mun lakari en karla sem lentu í því sama. Konurnar lifðu vissulega jafn lengi og karlarnir eftir hjartadrepið, en vísindamennirnir reiknuðu út hversu lengi konurnar og karlarnir hefðu átt að lifa ef þau hefðu ekki fengið hjartaáfall. Þar sem konur lifa almennt lengur en karlar þá leiddi sá samanburður í Útgefandi: 365 miðlar

Ábyrgðarmaður: GoRed 2018

Fá síður meðferð í samræmi við leiðbeiningar

Til að leita skýringa á hvernig þessi munur var tilkominn var skoðað hvort konur og karlar hefðu fengið sambærilega meðferð í tengslum við hjartaáfallið. Þá var sérstaklega horft til þess hvort lyfjameðferð og kransæðamyndatöku (þræðingu) hefði verið beitt til jafns í hópunum. Kom þá í ljós að konurnar fengu síður en karlarnir meðferð í samræmi við meðferðarleiðbeiningar og enn fremur að þeim konum sem fengu bestu meðferð-

ina vegnaði til jafns við karlana. Því miður getur þessi rannsókn ekki svarað því hvernig stendur á því að leiðbeiningum um meðferð við hjartadrepi var ekki beitt til jafns hjá konum og körlum, heldur er einungis hægt að spekúlera í því. Það er hins vegar vitað að líkurnar á aukaverkunum af t.d. hjartalyfjum (eins og t.d. hjartamagnyl) og fylgikvillar við aðgerðir eins og kransæðavíkkun eru heldur algengari hjá konum en körlum sem gæti náttúrulega ýtt undir ákveðna varkárni og tilhneigingu til að beita henni síður.

Minnka þarf líkur á kynbundnum mun meðferðar

Nú er rétt að taka fram að við höfum ekki áreiðanlegar tölur hér á Íslandi til að styðjast við þannig að við getum ekki dregið ályktanir um það hvort þessar niðurstöður myndu eiga við hér. Lærdómurinn sem ég held að við getum dregið af þessu er að það er alveg nauðsynlegt að halda áfram að skoða sérstaklega tilurð og meðferð hjartasjúkdóms hjá konum og beita skilvirkum aðferðum til að minnka líkurnar á kynbundnum mun í meðferð hjartasjúkdóms. Þannig getum við bætt horfur kvenna með hjartasjúkdóm. Tilvísun: Alabas OA o.fl. Sex Differences in Treatments, Relative Survival, and Excess Mortality Following Acute Myocardial Infarction: National Cohort Study Using the SWEDEHEART Registry. J Am Heart Assoc. 2017;6: e007123. DOI: 10.1161/JAHA.117.007123. Veffang: frettabladid.is


F Ö S T U DAG U R

Hjartað þitt 3

1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8

Hélt ég myndi deyja úr sorg

Þórunn Erna Clausen var hætt komin þegar hún fékk blóðtappa við heila 17. júní 2009. Átján mánuðum síðar lést eiginmaður hennar snögglega þegar æðagúlpur við heila sprakk. Þessi átakanlega lífsreynsla hefur kennt Þórunni að lífið er ekki sjálfgefið. Í dag er hún heilbrigð og nýtur lífsins. Elín Albertsdóttir

börnin mín hefðu misst báða foreldra sína á svona stuttum tíma. Á hinn bóginn hugsa ég líka um upplifun mína af því að vera fangi í lömuðum líkama án þess að geta tjáð mig og myndi ekki vilja neinum að lifa þannig lífi og held að hann hefði ekki viljað það. Í dag snýst hugsun mín um að njóta þess að lifa því lífið er ekki sjálfgefið. Ég nýt þess að taka að mér skapandi verkefni og taka þátt í lífsins störfum. Auk þess hef ég reynt að brýna fyrir öðrum að gera það líka. Ég hugsa oft þegar ég leggst upp í rúm á kvöldin með sonum mínum hversu heppin ég er að fá að vera hjá þeim. Þegar svona alvarleg áföll verða hjá fólki, þá reynist jafnvel erfitt að draga andann.“

elin@365.is

Þ

órunn Erna segir að hún hafi allt í einu fengið ógurlegan svima, líkt og hún væri í hringekju. „Ég lagðist upp í rúm, hringdi í móður mína og sagði henni frá líðan minni. Á meðan ég talaði við hana missti ég málið og tungan fór að vefjast fyrir mér. Um leið fannst mér eins og ég næði ekki andanum, að kokið væri að stíflast, og líkaminn varð máttlaus. Móðir mín og systir komu brunandi til mín og hringdu á sjúkrabíl. Eiginmaður minn, Sigurjón Brink, eða Sjonni, var staddur í öðru herbergi en ég hafði ekki mátt eða getu til að kalla til hans,“ útskýrir Þórunn Erna en blóðtappinn olli bæði lömun og málleysi. Þegar Þórunn er spurð hvort hún hafi verið undir miklu álagi á þessum tíma, svarar hún því neitandi. „Það var auðvitað nóg að gera en þetta tengdist ekki álagi heldur kom síðar í ljós að ég var með leyndan hjartagalla. Vissulega var búið að vera álag þar sem sonur minn lá á sjúkrahúsi vikuna áður. Streita var þó ekki ástæðan,“ útskýrir hún. „Læknar voru samt lengi að finna út hvað hefði valdið veikindunum enda er það sjaldgæft að ungar konur fái heilablóðfall,“ bætir Þórunn við en hún var einungis 32 ára þegar þetta var.

Tónlistin gefur kraft

Þórunn Erna hefur heldur betur haft í nógu að snúast undanfarið. Hún á þrjú lög í Söngvakeppni Sjónvarpsins og tvö þeirra eru komin í úrslit. „Í öðru laginu samdi ég bæði lag og texta. Meðal annars segir í textanum að við höfum val um að koma vel fram hvert við annað þar sem við vitum aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum í lífinu. Flestir kljást við einhvers konar erfiðleika eða áföll í lífinu. Lagið heitir Heim eða Our Choice á ensku og það er Ari Ólafsson sem syngur. Ég samdi auk þess texta og sviðsetti lagið Aldrei gefast upp með Fókus hópnum,“ segir Þórunn sem hefur samið mikið af lögum og textum eftir að eiginmaður hennar lést. Þetta er þriðja árið í röð sem hún á lög í keppninni en alls hefur hún átt texta í ellefu lögum sem flutt hafa verið í keppninni á undanförnum árum. Þórunn Erna er alin upp á tónlistarheimili og lærði á píanó frá fimm ára aldri. Frænka hennar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, hefur átt glæstan feril á leiksviði og í söng. Þórunn er líka leikaramenntuð og hefur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum á sviði, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. „Tónlistin hefur alltaf átt stóran sess í lífi mínu og ég samdi mitt fyrsta lag 16 ára,“ segir hún.

Ein af þessum heppnu

„Þegar ég var að tala við móður mína í símann byrjuðu vöðvar í kokinu að lamast þannig að ég fékk mikla köfnunartilfinningu. Ég var við það að kafna en var engu að síður með skýra hugsun. Ég reyndi að muna hvað ég hefði getað haldið andanum lengi niðri í sundi og hvort ég mér tækist það þangað til sjúkrabíllinn kæmi. Ég var komin með krampa vegna súrefnisleysis um það leyti sem sjúkraflutningamenn komu, beið eiginlega bara eftir að allt yrði svart og lífið búið. Þeir gáfu mér strax súrefni, svo losnaði um krampann og fljótlega fór blóðtappinn af stað. Blóðflæði varð aftur upp í heila og ég var ein af þessum heppnu sem bjargast úr svona aðstæðum. Blóðtappinn var á vondum stað og hefði getað valdið miklum skaða en sem betur fer skildi hann ekkert eftir sig. Ég hafði tvisvar áður fengið viðvörunarblóðtappa án þess að vita það. Þá var líðanin eins og ég hefði mjög slæmt mígrenikast, varð þvoglumælt og jafnvægislaus. Ég hafði hins vegar ekki hugmynd um að það væru viðvörunarblóðföll. Þetta kom fram í sjúkraskýrslunni minni en mér var ekkert sagt frá því. Oft eru viðvörunarheilablóðföll undanfari alvarlegri blóðtappa og ég var ótrúlega heppin að ekki fór verr. Ég tel reyndar að frá því að ég veiktist hafi orðið mikil viðhorfsbreyting hjá heilbrigðisstarfsfólki til ungra kvenna sem veikjast alvarlega.“

Falinn hjartagalli

Þórunn segir að rannsóknir sem gerðar hafi verið þegar hún kom á sjúkrahúsið hafi fyrst og fremst snúið að heilanum þannig að hjartagallinn uppgötvaðist ekki fyrr en síðar. „Þetta gerðist 17. júní sem er óheppilegur dagur til að fá heilablóðfall,“ segir hún. „Nokkrum árum áður en þetta

Lífið heldur áfram

Þórunn Erna Clausen tónlistarmaður hefur gengið í gegnum alvarleg áföll í lífinu en er ákveðin í að halda áfram að njóta lífsins enda sé það ekki sjálfgefið.

gerðist var ég í læknisskoðun og lækninum fannst eitthvað óeðlilegt við hjartsláttinn og sendi mig í hjartaskanna. Þar kom hins vegar ekkert í ljós. Eftir að ég lenti í heilablóðfallinu fór ég að leita mér ýmissa upplýsinga um heilablóðfall og í framhaldinu fór ég til Hróðmars Helgasonar hjartalæknis sem sendi mig í ómskoðun á hjarta og vélinda til Sigurpáls Scheving hjartalæknis sem fann út að ég var með gat á milli gátta auk totu við hjartað sem olli aukinni blóðtappamyndun og ég var send í hvelli í hjartaþræðingu þar sem gatinu var lokað. Ég sem hafði talið mig hrausta og heilbrigða,“ segir Þórunn. „Ég hef náð mér að fullu og er nýkomin úr rannsókn sem sýnir að ég er mjög vel á mig komin í dag. Í rauninni er ég meira en 100% heilbrigð og með ótrúlega gott þol til dæmis í hlaupum og öðrum íþróttum,“ bætir hún

við. „Ég reyki hvorki né drekk áfengi og var því ekki í neins konar áhættuhópi,“ segir Þórunn en faðir hennar, Haukur Clausen, lést úr alvarlegu hjartaáfalli.

Sorgin knýr dyra

„Eiginmaður minn lést skyndilega vegna æðagúlps í heila sem er önnur tegund af heilablóðfalli. Það var engin viðvörun hjá honum. Æðagúlpur er eins og hjartagalli, eitthvað sem maður fæðist með. Hann hafði verið í góðu formi og frískur maður. Hann varð bráðkvaddur 17. janúar 2011, átján mánuðum upp á dag eftir að ég fékk heilablóðfallið. Við vorum bæði í nokkurs konar afneitun yfir veikindum mínum og það var ekki fyrr en eftir að hann var farinn að ég áttaði mig á hvað ég hafði verið nálægt því að hafa farið líka. Ég hugsa til þess með hryllingi ef

Sársaukinn getur verið það sterkur að maður nær ekki andanum og það slokknar á manni.

„Mér þykir mikilvægt að koma því til skila til fólks að jafnvel þótt maður lendi í áfalli, missi náinn ástvin, eða erfiðleikar steðji að, þá heldur lífið áfram. Það er von þó að á einhverju augnabliki sjái maður hana ekki. Ég lifi fyrir syni mína sem eru 9 og 12 ára og eru algjörar hetjur. Það er ótrúlegt hvað börn hafa mikla aðlögunarhæfni. Þeir eru yndislegir strákar. Eitt af því sem ég geri er að ræða við fólk sem nýlega hefur misst maka og fæ margar spurningar. Einnig ræði ég sorgina í hópum, til dæmis í kirkjum. Mér finnst gott að miðla reynslu minni til annarra ef það getur hjálpað fólki í sorginni. Það voru stundir sem komu upp þar sem ég hélt að ég myndi deyja úr sorg. Sársaukinn getur verið það sterkur að maður nær ekki andanum og það slokknar á manni. Maður kemst kannski aldrei yfir sorgina en lærir að lifa með henni og það er satt. Það er himinn og haf milli þess hvernig tilveran blasti við mér þá og hvernig ég lít á lífið í dag. Ég er hamingjusöm og finnst lífið dásamlegt, nýt hverrar stundar og nota tíma minn sem allra best,“ segir Þórunn Erna Clausen.


4 Hjartað þitt

1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R

Skyndidauði hjá ungu fólki Skyndidauði er gjarnan skilgreindur sem óvænt andlát sem á sér stað innan klukkustundar frá upphafi einkenna. Hérlendis er áætlað að allt að 200 einstaklingar látist með þessum hætti á ári hverju. Mikið er í húfi við að greina hvaða vandamál leiða til andláts með þessum hætti. Davíð O. Arnar,

yfirlæknir hjartalækninga Landspítala

S

kyndilegt ófyrirséð andlát hjá ungum einstaklingum vekur alltaf mikinn óhug enda oftast um að ræða fólk sem hefur borið með sér að vera hraust og í blóma lífsins. Auk þeirrar sorgar sem aðstandendur þurfa að takast á við glíma þeir gjarnan við ótta um að þeirra kunni mögulega að bíða sömu örlög. Það er því mikið í húfi við að reyna að greina hvaða vandamál leiddi til skyndidauða, vegna þess að það getur í ákveðnum tilvikum leitt til markvissra fyrirbyggjandi aðgerða hjá ættingjum. Skyndidauði er nokkuð algengur á Vesturlöndum og hérlendis er áætlað að allt að 200 einstaklingar látist með þessum hætti á ári hverju. Skyndidauði er gjarnan skilgreindur sem óvænt andlát sem á sér stað innan klukkustundar frá upphafi einkenna. Langoftast verður skyndidauði vegna hjartastopps í kjölfar hraðtakts frá sleglum eða neðri hólfum hjartans. Þó flest tilfelli skyndidauða verði hjá einstaklingum yfir fimmtugu, eru hjartastopp hjá þeim sem yngri eru alls ekki sjaldgæf. Um fimmtungur þeirra sem látast á aldrinum 1-13 ára deyr skyndilega og um þriðjungur þeirra sem láta lífið á aldrinum 14-21 árs.

Fyrstu viðbrögð skipta höfuðmáli

Ef vitni verða að hjartastoppi leiðir það yfirleitt til endurlífgunartilraunar. Af þeim sem fara í hjartastopp utan sjúkrahúss á Reykjavíkursvæðinu nær um það bil fjórðungur að útskrifast eftir árangursríka endurlífgun. Við hjartastopp skipta fyrstu viðbrögð vitna að atburðinum höfuðmáli. Líkur einstaklings á að lifa af hjartstopp minnka um 10% með hverri mínútu sem frá líður. Fyrstu viðbrögðin eiga að vera sú að hringja í Neyðarlínuna (112) og fá faglega aðstoð á staðinn sem fyrst. Meðan beðið er eftir sjúkrabíl skal framkvæma kröftugt hjartahnoð á mitt brjóstholið með hraðanum 100 hnoð á mínútu. Hjartahnoðið eykur líkur á að hægt sé að bjarga einstaklingnum með rafstuðsgjöf á brjósthol þegar sjúkrabíll kemur á staðinn og sömuleiðis getur það dregið úr líkum á varanlegum heilaskemmdum, lifi einstaklingurinn af. Endurlífgunarráð Íslands var með herferð um viðbrögð almennings við hjartastoppi fyrir nokkrum árum undir kjörorðunum „Hringja – hnoða“ sem er auðveld leið til að muna þessi afar mikilvægu skilaboð. Undanfarin ár hafa víða hérlendis verið tekin í notkun sjálfvirk hjartarafstuðtæki. Þessum tækjum hefur verið komið fyrir meðal annars á flugvöllum, líkamsræktarstöðvum, sundstöðum og víðar þar sem margir koma gjarnan saman.

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala.

Hjartastopp hjá ungu fólki eru ekki sjaldgæf og orsakirnar aðrar en hjá þeim sem eru komnir fram yfir miðjan aldur.

Þau eru einföld í notkun og handhæg, jafnvel þeim sem ekki hafa hlotið neina sérstaka þjálfun í að beita þeim. Það skiptir höfuðmáli að gefa rafstuð á brjóstkassa sem allra fyrst eftir hjartastopp og því mikilvægt við svoleiðis kringumstæður að beita sjálfvirku hjartarafstuðtæki sé það til staðar.

Aðrir þættir orsaka hjartastopp yngra fólks

Hjá eldri einstaklingum tengist hjartastopp yfirleitt kransæðasjúkdómi, ýmist bráðri kransæðastíflu eða afleiðingum hennar, en það eru oftast aðrar orsakir en kransæðasjúkdómur sem leiða til skyndidauða hjá yngra fólki.

Grunnorsökum hjartastopps hjá ungu fólki má gróft séð skipta í tvo meginhópa, hjartavöðvasjúkdóma og svo það sem kallast frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir. Þetta er flókið samheiti yfir nokkra sjúkdóma sem valda göllum í rafkerfi hjartans og geta leitt til hjartsláttartruflana í sleglum og skyndidauða. Í báðum tilvikum hafa þessi vandamál sterka tilhneigingu til ættlægni og það eru allmargar þekktar stökkbreytingar í erfðamenginu sem valda þeim. Það er rétt að taka fram að í tæplega þriðjungi tilvika hjartastopps hjá yngri einstaklingum getur ástæðan verið óútskýrð þrátt fyrir ítarlega skoðun, þar á meðal krufningu.

Ofþykktarhjartavöðvakvilli

Ofþykktarhjartavöðvakvilli (þykknun á vinstri slegli án viðhlítandi skýringa) er algengasti hjartavöðvasjúkdómurinn hjá ungu fólki og er tíðni hans á Vesturlöndum einn af hverjum 500. Helstu einkenni hans geta verið mæði og hjartsláttaróþægindi. Ef alvarlegar takttruflanir frá sleglum sjást geta þær leitt til yfirliðs eða jafnvel hjartastopps. Merki um hjartavöðvaþykknun sjást stundum á hefðbundnu hjartalínuriti en það þarf þó ómskoðun af hjarta til staðfestingar á greiningunni. Eftir

þekktu þÍna

Ættarsögu

því sem hjartavöðvinn er þykkari þeim mun meiri áhætta er á alvarlegum hjartsláttartruflunum og hjartastoppi. Ofþykktarhjartavöðvakvilli liggur, sem fyrr segir, gjarnan í fjölskyldum og því mikilvægt að skoða nákomna ættingja þeirra sem hafa þennan vanda. Stundum getur erfðarannsókn hjálpað við greiningu.

Heilkenni lengingar á QT bili

Til frumkominna raflífeðlisfræðilegra raskana teljast sjúkdómar eins og heilkenni lengingar á QT bili. Stökkbreytingar í ákveðnum þekktum genum geta valdið þessum sjúkdómi og leiða gjarnan til einkennandi lengingar á svokölluðu QT bili hjartalínurits. Það er hins vegar ekki að finna neina sýnilega galla á hjartanu sjálfu og þar af leiðandi sést þetta vandamál ekki beint við krufningu. Nokkrir aðrir sjúkdómar eru í þessum flokki frumkominna raflífeðlisfræðilegra raskana en þeir eru mjög sjaldgæfir hérlendis. Tíðni heilkennis lengingar á QT bili hefur verið talið um það bil einn af hverjum 2.000 á Vesturlöndum. Ef einstaklingur greinist með þennan sjúkdóm þarf því að skoða nána ættingja með hjartalínuriti og oftast er gerð erfðarannsókn til að kortleggja betur hvaða stökkbreyting á í hlut. Alla jafna fylgja engin sérstök einkenni lengingu á QT bili nema ef fram koma alvarlegar hjartsláttartruflanir sem geta leitt til yfirliðs eða skyndidauða. Því lengra sem QT bilið er því meiri er áhættan á hjartastoppi alla jafna. Ef ofþykktarhjartavöðvakvilli eða heilkenni lengingar á QT bili greinast hjá einstaklingum er oftast mælt með fyrirbyggjandi meðferð gegn hjartsláttartruflunum. Algengast er að nota lyf úr

flokki svokallaðra beta blokka. Þessi lyf gagnast vel til að draga úr áhættu á alvarlegum hjartsláttartruflunum. Í völdum erfiðum tilvikum þarf að íhuga ísetningu á bjargráði (ígrætt hjartarafstuðtæki) í fyrirbyggjandi tilgangi. Ef einstaklingur lifir af hjartastopp er skilyrðislaus ábending fyrir bjargráð til að koma í veg fyrir að slíkur atburður endurtaki sig.

Hjartastopp hjá ungu fólki ekki sjaldgæft

Sem fyrr segir er mikilvægt að reyna að komast að orsökum hjartastopps. Hjá þeim sem eru endurlífgaðir og lifa af er margvíslegum rannsóknum beitt til að komast að orsökinni. Hjá þeim sem látast skyndilega án augljósrar skýringar er langoftast framkvæmd krufning. Þrátt fyrir mjög ítarlegar rannsóknir finnst orsök fyrir hjartastoppi ekki í um þriðjungi þeirra sem látast undir fertugu. Í slíkum tilvikum er stundum beitt erfðarannsóknum en sennilega ætti að gera það enn oftar en nú er gert. Heilraðgreining erfðamengis er nýr og afar áhugaverður kostur í tilvikum sem þessum. Í mörgum tilvikum getur einnig verið nauðsynlegt að skoða nákomna ættingja. Hjartastopp hjá ungu fólki er ekki sjaldgæft og orsakirnar aðrar en hjá þeim sem eru komnir fram yfir miðjan aldur. Mikilvægt er að rannsaka þessa sjúklinga ítarlega til að reyna að komast að undirliggjandi vanda. Það eykur líkur á markvissri meðferð til að fyrirbyggja annað hjartastopp hjá þeim sem eru endurlífgaðir og sömuleiðis hjá ættingjum þeirra sem greinast með arfgengar orsakir. Grein þessi er rituð vegna Hjartamánaðar GoRed.


F Ö S T U DAG U R

Hjartað þitt 5

1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8

Hjartabilun – hvað er það?

Versnun á starfsemi hjartans og minnkaður samdráttur er það sem kallast hjartabilun. Ástæður hjartabilunar hjá ungu fólki geta verið margvíslegar svo sem erfðir og inntaka lyfja eða vímuefna. Mamma, ég er með hjartabilun. Elsku barn, hjartabilun? Hvað er það? Það er víst sjúkdómur sem veldur versnun á pumpunni ef ég skil það rétt. Þú ert með astma, er ekki einhver misskilningur í gangi? Svo hefurðu verið með þráláta pest síðustu vikur ... Nei, þau einkenni eru einmitt merki um hjartabilunina svona eftir á að hyggja. En, bíddu, hvað er þá til ráða og hvers vegna færð þú hjartabilun, hvað svo …?

E

itthvað á þessa leið gæti samtal ungrar manneskju við móður sína hljómað rétt eftir að viðkomandi greinist með hjarta­ bilun. Versnun á starfsemi hjartans og minnkaður samdráttur er það sem kallast hjartabilun og byggir greiningin á einkennamyndinni ásamt staðfestingu með hjarta­ ómun. Ástæðurnar geta verið marg­ víslegar, en þær algengustu eru háþrýstingur, kransæðasjúkdómur og gáttatif þótt aðrir sjúkdómar eins og sykursýki, skjaldkirtilssjúk­ dómar og fleiri geti einnig valdið hjartabilun. En hvaða skýringar eru á því að ungur einstaklingur fær hjarta­ bilun? Af fyrrnefndri upptalningu mætti ætla að þeir sem eldri eru og hafa haft annars konar hjarta­ sjúkdóm í einhvern tíma, væru líklegastir til að fá hjartabilun. Það er alveg rétt en ónefndar eru aðrar ástæður hjartabilunar sem einna helst valda hjartabilun þegar hún kemur upp í yngra fólki. Þar er um að ræða erfðir sem til dæmis valda þykknun á hjartavöðvanum og hjartabilun, inntaka lyfja/efna í tengslum við líkamsrækt og mis­ notkun vímuefna sem hafa óhag­ stæð áhrif á vöðvann. Einnig ber að nefna fyrri krabbameinslyfja­ meðferð og eru því sumir sem hafa fengið slíka meðferð á barnsaldri í áhættu á að fá hjartabilun á sínum fyrstu fullorðinsárum. Auk þess er auðvitað nokkur hópur einstakl­ inga þar sem ekki finnst skýring á tilkomu hjartabilunar. Þegar ungir einstaklingar greinast með hjartabilun er þeim gjarnan vísað til okkar á sérstaka göngudeild á Landspítalanum; göngudeild hjartabilunar sem til­ heyrir hjartadeildinni. Ítarlegt mat er gert á almennri heilsu einstakl­ inganna, metið hvaða orsakir liggja að baki hjartabiluninni og að því loknu er metið hvaða meðferð er viðeigandi. Í fyrstu er skoðað hvort hægt er að fjarlægja undirliggjandi orsök, t.d. hætta töku hættulegra efna. Auk þess er hafin lyfjameð­ ferð með lyfjum sem ætlað er að styðja við samdrátt hjartans og minnka mótstöðu í æðakerfinu svo vinnan verði sem léttust og krefjist sem minnstrar orku. Við líkjum því gjarnan saman við að vera á sparneytnum bíl, hjartað nýtir hag­ stæðari orku til að vinna vinnuna í hverjum hjartslætti en kemst samt á áfangastað á hægan en öruggan hátt. Árangur lyfjagjafar er oftast

Frá vinstri, Guðbjörg Guðlaugsdóttir greinarhöfundur, Hildur Rut Albertsdóttir, göngudeild kransæða, og Sigríður Guðmundsdóttir, göngudeild hjartabilunar. Á myndina vantar Ingu S. Þráinsdóttur greinarhöfund. MYND/STEFÁN

Meðferð hjartabilunar

Endurhæfing

Við líkjum því gjarnan saman við að vera á sparneytnum bíl, hjartað nýtir hagstæðari orku til að vinna vinnuna í hverjum hjartslætti en kemst samt á áfangastað á hægan en öruggan hátt. góður og viðkomandi einstaklingi líður mun betur. Afar mikilvægur þáttur til bættrar meðferðar og bættrar starf­ semi hjartans er endurhæfing. Hún hefst strax hér hjá sjúkraþjálfur­

Lífsstíll

Lyfjameðferð

unum okkar á Landspítalanum og í framhaldi af því vísum við mörgum til endurhæfingar á Reykjalundi þar sem a.m.k. fjögurra vikna dagskrá hefst með þjálfun, fræðslu o.fl. því heilbrigður lífsstíll bætir horfur. Þannig er hægt að hátta málum í mörg ár og stundum næst frábær árangur sem skilar bættri hjarta­ starfsemi. Í öðrum tilvikum þurfum við að nota sérstakan gangráð til að bæta starfsemina og í einstöku tilvikum þurfum við að nota hjarta­ pumpur – sett er pumpa sem er eins konar tappi á brodd hjartans og hjálpar hún hjartanu að pumpa blóðinu til líkamans. Þegar ungt fólk er hvað veikast og ekki hefur náðst viðunandi árangur til meðferðar á hjarta­ bilun er fólk sett í hjartaígræðslu til Gautaborgar. Þá er fyrst gert mat

Láttu mæla

blóðfitu, blóðsykur og blóðþrýsting

Stækkað hjarta

Gangráður

Skurðaðgerðir

Eðlilegt hjarta

Skertur samdráttur

á sjúkrahúsinu í Gautaborg m.t.t. hvort viðkomandi aðili uppfylli skilyrði fyrir því að fá nýtt hjarta. Ef svo er þá er viðkomandi settur á biðlista fyrir nýju hjarta. Ein­ staklingurinn þarf þá ætíð að vera viðbúinn kallinu, með síma á sér og með ferðatöskuna tilbúna. Þegar símtalið berst þarf einstaklingurinn að vera mættur út á flugvöll innan klukkustundar þar sem sjúkra­ flugvél bíður. Eftir ígræðslu tekur við langt endurhæfingarferli en heildarárangur þess er yfirleitt mjög góður. Við starfsmenn göngudeildar hjartabilunar tökum á móti öllum

Stíft/þykknað hjarta

Skert blóðfylling hjartans yngri einstaklingum sem greinast með alvarlega hjartabilun. Árangur meðferðar hefur í heildina verið góður og mikil ánægja er með starf­ semina sem er stöðugt að eflast. Við viljum þakka sjúklingum okkar fyrir frábært samstarf í gegnum tíð­ ina, en lykillinn að árangri er gott samstarf okkar á göngudeildinni við sjúklinginn sjálfan sem verður mikilvægur hlekkur þess að keðjan virki. Aðrir mikilvægir hlekkir þeirrar keðju eru sjúkraþjálfarar, aðrir læknar, félagsráðgjafi, sál­ fræðingur, næringarfræðingur og fleiri. Þannig myndum við sterkt teymi gegn þessum erfiða sjúkdómi.


8 Hjartað þitt

1 6 . f ebr úar 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R

Röng viðbrögð við heilaslagi geta valdið óþarfa skaða Alltof algengt er að einstaklingar verði af árangursríkri meðferð vegna slags því ranglega er brugðist við einkennum eða einkennin vanmetin. Við minnsta grun um slag á tafarlaust að hringja í 112.

Kæru lesendur. Lærum að þekkja einkenni heilaslags og hringjum tafarlaust í 112 ef okkur grunar slíkt.

F

lestum er ljóst að heilaslag er alvarlegur atburður sem getur gjörbreytt lífinu til hins verra. Á hverjum degi fær að meðaltali einn Íslendingur slag – einstaklingar á öllum aldri og af báðum kynjum. Alvarlegt heilaslag getur hæglega leitt til dauða eða alvarlegrar fötlunar. Heilaslög eru í grunninn tvenns konar. Annars vegar blæðandi slag (sk. heilablæðing) en þá brestur æð og blóðið ryður sér leið inn í og um heilavefinn með tilheyrandi skaða. Hins vegar er það blóðþurrðarslag (sk. heilablóðfall) en þá stíflast slagæð sem nærir heila-

Björn Logi Þórarinsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum og taugalækningum á taugadeild Landspítala.

vef vegna blóðsega. Blóðþurrðin veldur fljótt drepi í vefnum sem æðin nærir. Við blóðþurrðarslag er hægt að grípa inn í með því að leysa upp eða fjarlægja blóðsegann svo hann stífli ekki æðina. Þannig má aftur koma á eðlilegu blóðflæði og stöðva blóðþurrðina sem skemmir heilann. Þetta má gera með tvennu móti, annaðhvort með því að gefa segaleysandi lyf í æð og leysa upp blóðsegann eða með því að framkvæma æðaþræðingu þar sem blóðseginn er fjarlægður úr æðinni. Árangur beggja meðferða verður betri eftir því sem þær eru veittar fyrr og þá eru góðar líkur á að sjúklingur nái sér að fullu eða þurfi aðeins að glíma við vægar

Ég lifði af

Kæru lesendur. Lærum að þekkja einkenni heilaslags og hringjum tafarlaust í 112 ef okkur grunar slíkt.

Grunar þig slag?

Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu

Bregstu SKJÓTT við og hringdu í 112

SLAG Sjóntruflun Skyntap

Lömun útlömun

Er munnvik annarrar hliðar sigið? Dregst annað munnvikið minna upp á við og út á við þegar reynt er að brosa? Er skynminnkun í öðrum andlitshluta?

Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

afleiðirnar heilaslagsins. Allar tafir leiða hins vegar til stærra dreps í heilavefnum sem þýðir meiri skaði og meiri fötlun – eitthvað sem sjúklingur þarf að lifa við það sem eftir er. Alltof algengt er að einstaklingar verði af árangursríkri meðferð vegna þess að fólk þekkir ekki eða bregst ranglega við einkennum slags. Við minnsta grun um slag (sjá mynd) á tafarlaust að hringja í 112. Það á ekki að bíða! Öll móttaka og meðferð verður hraðari og öruggari ef sjúklingar koma með sjúkrabíl til meðferðar.

Sími 555 3100 www.donna.is

Andlits lömun

Er erfitt að lyfta annarri hendi upp? Erfiðleikar við að halda annarri hendi uppréttri, sígur hún niður? Er önnur höndin með minnkað skyn?

GoRed 2018 þakkar af öllu hjarta stuðningsaðilum, samstarfsaðilum og þátttakendum öllum.

Glatað mál

Er þvoglumælgi? Á einstaklingurinn erfitt með að tala eða er erfitt að skilja hann? Getur hann endurtekið setningu eins og: „himininn er blár“ án þess að gera það rangt?


Hjartað þitt hjartamánuður 2019

M Á N U DAG U R

2 8 . J A N ÚA R 2 0 1 9

Hjarta - Hugur - Heilsa Ráðstefna í Hörpu 1. febrúar. - Sjá dagskrá inni í blaðinu.


2 KYNNINGARBLAÐ HJARTAÐ ÞITT

2 8 . J A N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R

Megum ekki sofna á verðinum Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður 1.6 fyrir heilbrigði kvenna

Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed Ísland

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, fráfarandi formaður GoRed Ísland

„… og síðan eru liðin mörg ár“ segir í textanum. Þau voru býsna fljót að líða árin 10 sem GoRed hefur verið við lýði og ef við lítum yfir farinn veg þá hefur ótrúlega margt breyst á þeim tíma. GoRed var stofnað af baráttufólki fyrir betri heilsu og líðan kvenna með hjartasjúkdóma, örlítið lóð á vogarskál umræðu og til að opna augu bæði almennings og fagfólks á því hvernig konur, ólíkt körlum, upplifðu sín sjúkdómseinkenni hvort sem þau voru vegna sjúkdóms sem var skammt á veg kominn eða skyndileg og alvarleg veikindi á borð við hjartaáfall. Þekkingin var oft gloppótt þegar kom að hjartasjúkdómum hjá konum. Á þessum 10 árum hefur umræða um heilbrigði kvenna náð nýjum hæðum. Nú hefur hver rannsóknin af annarri litið dagsins ljós þar sem skoðuð er hjartaheilsa kvenna í ýmsu tilliti og þekkingunni fleygir fram. Þetta varðar algenga sjúkdóma sem tengjast bæði erfðum og lífsstíl líkt og sykursýki, sem er afar mikilvægur áhættuþáttur fyrir einmitt konur hvað varðar kransæðastíflu, og í auknum mæli áhrif áfalla og álags

Útgefandi: Torg ehf

á hjarta og æðakerfi og hvernig streita og hraði í nútímasamfélagi knésetur áður hrausta og dugmikla einstaklinga. Það er í sjálfu sér ekki GoRed einu og sér að þakka að umræða um þessa hluti hefur tekið stakkaskiptum, en það er sannarlega hluti af byltingunni í umræðu um heilsu kvenna. Það hefur verið tekið eftir rauða deginum, fyrirlestraröðum, greinaskrifum í blöðin, fyrirtækjaheimsóknum og ljósaverkunum – allt þetta sem við höfum gert til þess að ná athygli landans og fræða hann. Við megum aldrei sofna á verðinum og þurfum að gera eftirfylgni við hjartaheilsu okkar og heilbrigði að sjálfsögðum hlut. Við eigum að hlusta á líkamann og þekkja tölur hans; blóðþrýsting, blóðfitur og blóðsykur. Þær eru okkar leiðarvísir um ástand okkar og við þurfum að geta brugðist við ef þær tölur verða okkur óhagstæðar. Við þurfum að hlusta á líkamleg einkenni álags og streitu. Við erum ekki þess umkomnar að sinna vinum og mökum, öldruðum ættingjum eða skutla börnum, elda, vinna og komast í gegnum allt sem á daga manns drífur ef við erum ekki heilbrigðar. Við getum ekki slegið heilsu okkar á frest og verðum að gera okkar innri heilsuskoðun að föstum lið í lífi okkar – allra vegna. Á afmælisárinu tökumst við í hendur, GoRed vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna og ungur félagsskapur á Íslandi 1.6 fyrir heilbrigði kvenna, sjálfboðaliðasamtök og systurfélag 1.6 milljonerklubben í Svíþjóð. Markmið þeirra samtaka er að styðja við fræðslu um hvaðeina er varðar heilbrigði kvenna og fjölskyldna. Sterkur samhljómur er því með þessum tveimur félögum og vegna samstarfsins hefur yfirbragð fyrirlestra á ráðstefnu GoRed í Hörpu 1. febrúar nk. fengið víðtækari skírskotun, en auk þess sem fjallað er um hjartaheilsu fáum við innsýn í áfallasögu kvenna, frásögn konu í kulnun og að heyra um magnaða lífsbreytandi áskorun. Við hlökkum til að sjá sem flesta á ráðstefnunni í Hörpu á GoRed deginum föstudaginn 1. febrúar nk. og óskum ykkur öllum heilbrigðis og hamingju.

Ábyrgðarmaður: GoRed2019

Hjarta- og æðasjúkdómar herja ekki síður á konur en karla. NORDICPHOTOS/GETTY

Afmælishátíð Tíu ár eru síðan áhugasamir heibrigðisstarfsmenn tóku þá ákvörðun að stuðla að vitundarvakningu á Íslandi um varnir kvenna varðandi æða og hjartasjúkdóma.

F

yrirmyndin var fengin frá alþjóðlegum samtökum sem kenna sig við GoRed. Hjarta- og æðasjúkdómar herja ekki síður á konur en karla. Einkenni sjúkdómsins koma ekki endilega eins fram hjá báðum kynjum, en oftar en ekki höfðu rannsóknir á hjartasjúkdómum miklu fremur beinst að körlum en konum. Það að vitneskjan var minni þegar kom að konum og hvernig sjúkdómurinn getur birst bitnaði oft á þjónustu við þær. Þessi staðreynd hefur verið mörgum konum til baga og nokkrum dýrkeypt. Því var stofnun samtakanna fyrst og fremst hugsuð í því skyni að stofna sjóð. Hann yrði nýttur til að auka rannsóknir, varðandi hjartaog æðasjúkdóma hjá konum, um leið og fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum væri beitt. Þessi fámenni hópur sem kom saman í upphafi hafði ekkert fjármagn á bak við sig – bara brennandi áhuga fyrir framgangi málsins. Síðastliðin ár hafa verið haldnar samkomur, oftast í kringum konudaginn, og þá einnig skrif-

Ingibjörg Pálmadótir, verndari GoRed samtakanna á Íslandi

aðar greinar í blöð – þar sem það nýjasta úr heimi vísindanna á þessu sviði var kynnt – um leið og margt annað áhugavert hefur verið í boði. Konur hafa einnig komið fram og miðlað af reynslu sinni af sjúkdómnum og sagt sögur sínar sem margt er hægt að læra af. Í tímans rás hefur bæst við fjölbreytt flóra samtaka sem hafa sömu markmið – sama áhuga á auknu heilbrigði kvenna og betri þjónustu þeim til handa.

Nú í ár er boðið upp á einstaklega fróðlega og uppbyggilega dagskrá. Þar fáum við að heyra áhugaverðar sögur – um baráttu og stóra sigra. Þetta er samkoma sem ég vona að áhugasamir láti ekki fram hjá sér fara. Hvað varðar stóra sjóðinn, sem við erum enn að safna í , þá hefur hann aldrei orðið digur af fjármunum. En við eigum mörgum góðum sjálfboðaliðum mikið að þakka. Það sem áunnist hefur er fyrst og fremst vitundarvakning, aukinn skilningur og samstaða þeirra sem málið varðar. Í ár er áranna tíu minnst með miklum glæsibrag með fjölbreyttri dagskrá. Ég treysti því og trúi, að það verði margir sem láti þetta mál sig varða, nú sem fyrr, því enn getum við stefnt að enn betri árangri í forvörnum, fræðslu og þjónustu. Ég trúi því að Íslendingar geti verið í fararbroddi í þessu verkefni. Sjáumst heil og hress í Hörpu föstudaginn 1. febrúar. Samtökin eru komin til að vera og gera. Ingibjörg Pálmadóttir, verndari GoRed samtakanna á Íslandi

Veffang: frettabladid.is


4 KYNNINGARBLAÐ HJARTAÐ ÞITT

2 8 . J A N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R

Vandi bæði kvenna og karla Þórir Steingrímsson, formaður Hjartaheilla, með Heilaappið.

Heilaapp sem bjargar lífi

H

jartagalli getur leitt til heilablóðfalls, jafnvel dauða. Enginn er undanþeginn þeirri áhættu er fylgir hjartasjúkdómum, hverju nafni sem þeir nefnast. „Hjartagalli og heilablóðfall eru tvær stærstu dánarorsakirnar í heiminum, eftir krabbameini. Þessir sjúkdómar gera engan mun á aldri eða kyni og konur eru nú sérstaklega tilkallaðar í þessu átaki, sem á þó við alla. Í 10 ár hafa Hjartaheill, Hjartavernd, Neistinn og Heilaheill verið með framsækna samvinnu í að vekja athygli almennings til umhugsunar um sína heilsu, því það er kærkomið tækifæri að vera svolítið hjartanlegur þessa dagana. Allir eru hvattir til heilbrigðara lífs, öðrum til eftirbreytni,“ segir Þórir Steingrímsson, formaður Hjartaheilla. Hann segir um 40% af þeim er fái heilaslag á Evrópusvæðinu hafi hjartagalla – gáttatif. Nauðsynlegt sé því að hver og einn fylgist vel með sínum púlsi og geri sér grein fyrir heilsu sinni. „Ef heilinn fær ekki nægjanlegt súrefni, sem blóðinu er ætlað að flytja með aðstoð hjartans, til hans, geta afleiðingarnar verið skelfilegar og jafnvel banvænar. Því hefur Heilaheill gefið út sérstakt app sem er persónulegur öryggishnappur og ætlað öllum til fræðslu um fyrstu einkenni slagsins og eru allir hvattir til að nota það,“ upplýsir hann. Með appinu getur Neyðarlínan staðsett notandann samstundis, hvar sem hann er staddur á landinu, uppi á Vatnajökli eða í miðjum Hallormsstaðarskógi og með því er inngrip heilbrigðiskerf-

Konur á öllum aldri þurfa að hugsa um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma segir Bolli Þórsson innkirtlasérfræðingur í Hjartavernd.

Hjarta- og æðasjúkdómar koma fram hjá konum síðar á ævinni en hjá körlum.

Í

tífalda mun á áhættu á kransæðasjúkdómi sem lýst var hér að ofan.

ár fögnum við 10 ára afmæli GoRed átaksins á Íslandi sem hófst árið 2009. Markmið þess er að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Til Hjartaverndar leita bæði konur og karlar á öllum aldri til að kanna áhættu sína á hjarta- og æðasjúkdómum.

En hvernig ber að skilja þessar tölur?

Ungar konur og áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma

Appið er beintengt við Neyðarlínuna.

isins stytt undir alþjóðahugtakinu „Door-to-needle“, eða frá áfalli til umönnunar. Þórir talar sérstaklega til kvenna; „Konur, hjartað sefur aldrei og það verðskuldar góða umönnun! Klæðist rauðu, liturinn minnir á hjartað og munið að sá fjólublái er ekki langt undan, litur heilablóðfallsins! Því er lífsnauðsynlegt að hver og einn hugi vel að sínu hjarta og noti einfaldlega snjallsímann sinn með ótal öppum til þess að fylgjast vel með heilsufari sínu.“ Nánari upplýsingar á heilaheill.is

Áhætta ungs fólks á að fá hjarta- og æðasjúkdóma er lítil ef litið er til næstu 10 ára í lífi þeirra, eins og vaninn er að gera í áhættumati. Gagnsemi þess að meta áhættuþætti hjá ungu fólki liggur því oft í að bera saman áhættuþætti við jafnaldra af sama kyni. Tökum dæmi af blóðþrýstingi. Blóðþrýstingur sem mælist 130 mmHg, telst vera eðlilegt gildi fyrir efri mörk blóðþrýstings í þeim skilningi að hann kallar ekki á lyfjameðferð. Ung kona sem væri með þennan blóðþrýsting væri þó mun hærri en jafnöldrur hennar, þar sem meðal blóðþrýstingur 35 ára kvenna á Íslandi er aðeins 106 mmHg. Meðal blóðþrýstingur 75 ára kvenna er hins vegar 138 mmHg. Blóðþrýstingur hækkar með aldri og því gæti verið ástæða fyrir þessa ungu konu að vera meðvituð um að meiri líkur séu á háþrýstingi hjá henni síðar á ævinni en öðrum. Ef þörf verður á lyfjameðferð síðar á ævinni er ákjósanlegt að meðferðin hefjist sem fyrst eftir að háþrýstingur kemur fram. Meðvitund um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma getur því verið mikilvæg fólki á öllum aldri.

Bolli Þórsson, innkirtlasérfræðingur í Hjartavernd.

Áhætta kvenna vex með hækkandi aldri (meira en hjá körlum) Aldur er veigamesti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Áhætta 45 ára kvenna er til að mynda aðeins 0,2% að meðaltali. Hvað þýðir það? Jú, það þýðir að það eru 99,8% líkur á því að meðal 45 ára kona sem reykir ekki, hreyfir sig reglulega og hefur ekki ættarsögu um kransæðasjúkdóm muni ekki fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum ævinnar. Líkur meðal karls á sama aldri eru 10 sinnum meiri eða 2%. Sé hins vegar litið á algengustu dánarorsakir kvenna almennt þá eru sjúkdómar í blóðrásarkerfi (þ.e. vegna hjarta- og æðasjúkdóma) algengasta dánarorsök kvenna eða 33%. Dánarmein karla eru svipuð eða 35% vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi. Dánarmein kynjanna eru sem sagt svipuð þegar á heildina er litið og ekkert í líkingu við þann

Þær fela í sér að hjarta- og æðasjúkdómar eru sambærileg vandamál hjá báðum kynjunum en koma fram hjá konum síðar á ævinni en hjá körlum. Reynslan úr Áhættumati Hjartaverndar sýnir að konur eru ekki síður meðvitaðar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en karlar. Ásókn í áhættumatið minnkar hins vegar upp úr sextugu hjá báðum kynjum. Það er hins vegar sá tími þar sem áhætta kvenna fer að aukast. Forvarnir hjá sextugri konu gætu komið í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma hjá henni um áttrætt. Mikilvægt er að brýna fyrir fólki á öllum aldri að vera meðvitað um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en líklega ættum við að gefa áhættuþáttum kvenna á aldrinum 60-70 ára meiri gaum en gert hefur verið. Árangursríkast er ef konur leita sjálfar eftir því við lækninn sinn að kanna þekkta áhættuþætti og bregðast við þeim á viðeigandi hátt. Með því að forða fólki frá heilaáfalli eða hjartaáfalli aukum við lífsgæði fólks verulega. Einnig er gríðarlegur efnahagslegur ávinningur fyrir samfélagið af því að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Á það hefur verið bent að einungis með forvörnum munum við hafa efni á góðu heilbrigðiskerfi þegar meðalaldur þjóðarinnar hækkar á komandi árum. Bolli Þórsson innkirtlasérfræðingur í Hjartavernd


6 KYNNINGARBLAÐ HJARTAÐ ÞITT

2 8 . J A N ÚA R 2 0 1 9 M Á N U DAG U R

Verðlaun fyrir framúrskarandi námsumhverfi Hjartadeild 14EG hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi fyrir hjúkrunar- og sjúkraliðanema.

H

jartadeild Landspítala er eina sérhæfða hjartadeild landsins og á ári hverju kemur fjöldi nemenda í heilbrigðisgreinum til starfsnáms þar. Kennsla nema í heilbrigðisgreinum og vísindarannsóknir eru snar þáttur í starfi deildarinnar og hún verið mjög vinsæl meðal nema, enda yfirleitt líf og fjör og fjölbreytt námstækifæri í boði. Deildin fékk á dögunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsumhverfi fyrir hjúkrunarog sjúkraliðanema. Öll móttaka nema er vel skipulögð og vandlega farið yfir hvers er að vænta á meðan á námsdvöl stendur, átta deildarkennarar eru á deildinni en auk þeirra taka aðrir starfsmenn virkan þátt í kennslu og leiðsögn nemanna. Þess má geta

Hjartadeildin er stoltur faglegur aðili að GoRed og hefur tekið virkan þátt í að efla vitund almennings á hjartasjúkdómum hjá konum.

að viðurkenningin var veitt í kjölfar þess að menntadeild Landspítala gerði hefðbundna könnun meðal hjúkrunar- og sjúkraliðanema til að meta ánægju nemenda með námstækifæri, aðstöðu, móttöku og fleira. Hjartadeildin fékk mikið hrós fyrir framúrskarandi umhverfi, góðan starfsanda, fjölbreytt námstækifæri og áhugasamt starfsfólk. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar og hjartadeildin hefur verið vinsæll vinnustaður hjá þessum stéttum enda góður starfsandi á deildinni, fjölbreyttur starfsvettvangur og mikil tækifæri til faglegrar þróunar. Deildin leggur mikinn metnað í alla faglega þróun fyrir hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og hafa margir

Bylgja Kærnested, deildarstjóri hjartadeildar, og Olga Bjarnadóttir taka við verðlaunum menntadeildar.

þeirra stundað öfluga símenntun samhliða starfi á deildinni. Slíkt eykur ánægju starfsmanna og eflir faglega vitund þeirra. Margir hjúkrunarfræðingar á deildinni hafa stundað eða stunda nú diplóma- eða meistaranám sem nýtist vel fyrir frekari faglega þróun og aukna sérþekkingu á hjúkrun hjartasjúklinga. Við kappkostum að sinna hvers kyns forvörnum og fræðslumálum og liður í því er að efla þverfaglega göngudeild fyrir hjartasjúklinga og auka aðgengi sjúklinga að rafrænu fræðsluefni um forvarnir. Mikil gróska og áhugi er meðal hjúkrunarfræðinga á hjartadeildinni á svokölluðum annars stigs forvörnum, en það eru þau inngrip og meðferðir sem notuð eru til að draga úr frekari fram-

göngu sjúkdóms eftir að hann hefur verið greindur. Mikilvægt er að öll meðferð sé markviss og byggð á sannreyndum vísindalegum grunni. Það hefur sýnt sig að verulegur ávinningur er af því að beita annars stigs forvörnum til að fyrirbyggja fyrsta hjartaáfall eða frekari áföll hjá einstaklingum sem hafa greinst með hjartasjúkdóm. Þetta felur m.a. í sér hvatningu til reykleysis, aukinnar hreyfingar, bætts mataræðis og streitustjórnunar. Hjartadeildin er stoltur faglegur aðili að GoRed og hefur tekið virkan þátt í að efla vitund almennings á hjartasjúkdómum hjá konum. Við óskum okkur öllum til hamingju með árin tíu og höldum ótrauð áfram veginn í okkar starfi öllum til hagsbóta.

GoRed á Íslandi 10 ára Hjartaheill senda árnaðaróskir með von um áframhaldandi baráttu í að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum. Félög sem standa að GoRed kynna starfsemi sína frá klukkan 14:00 Hjartavernd býður upp á útreikning úr áhættureikni sínum um kransæðasjúkdóma.

Dagskrártími 15.00-17.00 Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir Áhrif krabbameinsmeðferðar á hjartað Helga Margrét Skúladótir, hjartalæknir "Hlustaðu á hjartað" um hjartsláttartruflanir og hjartsláttartilfinningu Unnur Valdimarsdótir, prófessor í lýðheilsuvísindum Áfallasaga og heilsufar kvenna Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir Sykursýki á meðgöngu - áhrif á heilsu til framtíðar Sigrún Þ. Geirsdóttir - Saga um áskorun og viðhorf Sigrún segir sögu sína af Ermasundinu 2015 Stefanía Sigurðardóttir - Saga um kulnun og sjálfsvinnu Saga Garðarsdóttir lýkur ráðstefnunni með uppistandi. Kynnir er Helga Arnardóttir dagskrárgerðarmaður

T

íminn er stundum ótrúlega fljótur að líða. Okkur hjá Hjartaheill finnst örstutt síðan rauðklæddu konurnar voru að stíga sín fyrstu skref hér á Íslandi, m.a. með stuðningi og í samstarfi við Hjartaheill, og hefja störf að hjartavernd meðal kvenna. Á sama tíma virðist það býsna langur tími þegar haft er í huga hver áhrif þeirra hafa verið á umræðu um hjarta- og æðasjúkdóma. Vegna starfa GoRed og áhrifaríkra herferða þeirra eru konur nú meðvitaðri en áður um áhættuþætti sem að þeim snúa. Mikilvægi þess að upplýsa konur um fyrstu einkenni hjarta- og æðasjúkdóma verður seint ofmetið og þar hefur GoRed lagt sitt af mörkum svo eftir hefur verið tekið. Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Með forvörnum og fræðslu má draga verulega úr líkunum á þessum sjúkdómum. Hjartaheill lítur til baka með stolti fyrir hönd kvennanna sem starfa innan GoRed og við sem vinnum að málefnum Hjartaheilla erum þakklát fyrir samvinnuna við samtökin, enda falla markmið þeirra í einu og öllu að starfi Hjartaheilla og hafa gert frá upphafi. GoRed fyrir konur á Íslandi er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Hjarta-

Hjartaheill lítur til baka með stolti fyrir hönd kvennanna sem starfa innan GoRed og við sem vinnum að málefnum Hjartaheilla erum þakklát fyrir samvinnuna við samtökin.

heilla, Heilaheilla, hjartadeildar Landspítalans og fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga. Fyrir okkar leyti hefur það verið heiður að taka þátt í þessu öfluga samstarfi sem vonandi á eftir að blómstra áfram á komandi árum. Á þessum tímamótum sendum við GoRed okkar innilegustu kveðjur með óskum um áframhaldandi samstarf og baráttu fyrir því að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum á Íslandi. Með samstöðu höfum við náð miklum árangri og viljum gera enn betur. – Saman. Stjórn og starfsfólk Hjartaheilla.


Hjartað þitt hjartamánuður 2020

F Ö S T U DAG U R

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0

Eins og hvirflbylur færi um líkamann Þegar Addý Ólafsdóttir gekk með sitt fjórða barn árið 2013 var hún greind með of háan blóðþrýsting. Eftir fæðingu tóku við sex ár af vangreindum háþrýstingi og Addý lenti í bráðri lífshættu. ➛2

Klæðumst rauðu í dag.


2 HJARTAÐ ÞITT 2 HJaRTað ÞiTT

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R 1 6 . F e b R Úa R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R

Áhætta meðgöngu Hlúumáað og eftirfylgni hjartaheilsunni Rannveig ÁsgeirsRannveig dóttir, verkefnaÁsgeirsdóttir stjóri GoRed verkefnastjóri GoRed

Helga Margrét Skúladóttir Þórdís Jóna formaður. Hrafnkelsdóttir, formaður GoRed

E N

llefti rauði dagurinn runnin upp á Íslandi og enn á ný minnir íundaGoRed GoRedvitundarvaknárið er gengið í ing umgarð hjartasjúkdóma kvenna á með öllu litrófi veðurssig. Árið 2020 hefst í móðurkviði. ins. Febrúar hefur verið Umfjöllunarefni blaðsins að þessu þekktur sem hjartamánuðurinn sinni er áhættumeðgöngur um jafnlangt skeið. Litróf erog eftirfylgni og börn býsna gott við orðmæður fyrir áminningu þeirra framtíðar. okkar til þetta árið, því staðreynd eitt að vera konaeru gefur erÞað að hjartasjúkdómar ekki okkur forskot þegar kemur að aldurstengdir, eru ekki eingöngu áhættu við að fá hjarta-og æðasjúkdóma, það er nokkuð sem við getum verið mjög ánægðar með og þurfum þá að lágmarka að utanaðkomandi áhættuþættir eyðileggi ekki það forskot sem við fengum. Þar erum við við stýrið með því að vanda fæðuval, stunda hreyfingu, hjartamánuður 2018 reykja ekki, þekkja blóðþrýstinginn okkar og vera meðvitaðar um ættarsögu, sér í lagi hvað varðar hjarta- og æðasjúkdóma.

sjúkdómur fólksins eins og Núgamla er ekki einmenn vilja gjarnan halda heldur göngu talið að ná þeir yfir allt litróf mannlífsins. Og þó að sem tilurð lenda átaksins ísé hjartakonur sjúkdómar kvenna og þetta árið áhættumeðgöngu á sérstaklega gefinn gaumurþurfi að ungu fólki og hjartasjúkdómum, eftirfylgd að halda þá er áminning okkar ávallt til allra heldur einnig landsmanna að verabarnið. vakandi fyrir hjartaheilsu sinni – þekkja tölur líkamans og fylgjast með þeim Meðgöngusykursýki , háþrýstreglulega; blóðþrýstingi, blóðfitum, ingur á meðgöngu og meðgöngublóðsykri og síðast en ekki síst að eitrun eru vandamál sem geta þekkja ættarsögu sína. Í vaxandi verið þess valdandi að við missum hraða og kröfuhörðu nútímasamokkar meðfædda forskot og félagi viljum við sérstaklega vekja þurfum að búa við þá staðreynd að ungar konur til vitundar um hjartasjúkleiki geti komið upp í hjartaheilsu sína þar sem næring, hvíld, eða æðakerfi okkar síðar á lífshreyfing og streita leika stórt hlutleiðinni og þurfum hugsa enn verk og enn fremur að hvetja þær til betur um áokkur og láta að hlusta líkamann ogfylgjast bregðast með okkur reglubundið. við verði þær varar við einkenni Núþær er ekki talið sem ekkieingöngu þekkja. Það er að konur semað lenda í áhættumeðstaðreynd konur geta fengið eingöngu þurfihjartasjúkdómum á eftirfylgd að halda kenni með sem heldur mögulega einnig eru ódæmigerðari en hjábarnið körlum og sem fæðist eftir slíka meðgöngu því full ástæða til að vera meðvit-og því mikilvægt að vitneskjan gangi aður um skilaboðin sem líkaminn áfram til sér. þessHeilbrigt þegar það kemst gefur frá hjarta er til ein vits og ára. Það er forvörn falin að í af forsendum góðs lífs – hlúum því að geyma ogallan miðlaársins ættarsögu. hjartaheilsunni hring. En markmiðið ætti án nokkurs vafa að vera að lágmarka tíðni áhættu á meðgöngu og er öllum til hagsbóta og þá skiptir máli að við sjálfar séum vakandi fyrir heilsunni , líkamlegu ástandi okkar og mögulega undirliggjandi vandamálum sem hægt er að fylgjast með og meðhöndla. Munum að börnin leggja traust sitt á okkur. Verum til staðar fyrir í etta árið var GoRed þau, ábyrgar,heilar og hraustar. samstarfi við Vetrarhátíð í Reykjavík, Hörpu, N1 og Stafla. Blásið var til fyrstu hjartagöngunnar og boðið upp á gagnvirkt ljósalistaÍ dag verður árlega átakinuHörpu GoRed verk á ljósahjúp hleypt af stokkunum. Aðstandsem fékk einfaldlega endur þess hvetjaHjarta. landsmenn til nafnið Höfundar að klæðastþess einhverju rauðu í dag eru Þórður Hans af því tilefni. GoRed-átakið miðar Baldursson og Halldór að því að fræða konur áhættuEldjárn. Ennum fremur eru þætti og einkenni og æðanokkrar hjartalykilbyggingar sjúkdóma áoghöfuðborgarsvæðinu hvernig draga megi úr líkum álýstar slíkum sjúkdómum. rauðu ljósi í tilefni Um alheimsátak er að ræða sem mánaðarins. á upptök sín í Bandaríkjunum og víða um Evrópu.

Hjartað þitt F Ö S T U DAG U R

1 6 . f e b r úa r 2 0 1 8

Hjarta ljósalistaverk á Hörpu

Þ Klæðist rauðu í dag. hjartamánuður 2018

Hjartað í fyrsta sæti a kvenna vekja rvakningu um hjartasjúkdóm enn alla til Gored – samtök um vitunda i í febrúar ár hvert og hvetja landsm júkdómar eru athygli á þessu brýna málefn hugsa vel um heilsuna. Hjartas okkar. að setja hjartað í fyrsta sæti og blaðinu í má sjá og eins fólks eldra nefnilega ekki bara sjúkdómar

Rannveig Ásgeirsdóttir og Alma Möller landlæknir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Þekktu tölurnar 1. Blóðþrýstingur 2. Blóðfita 3. Blóðsykur 4. Þyngdarstuðull

Útgefandi: 365 Útgefandi: Torgmiðlar ehf

Ábyrgðarmaður: GoRed Ábyrgðarmaður: Go Red2018

Framhald af forsíðu ➛

É

g var kyrrsett heima á áttunda mánuði meðgöngunnar vegna of hás blóðþrýstings. Ég var þó ekki komin með meðgöngueitrun heldur átti að taka því rólega heima við og fylgjast vel með blóðþrýstingnum,“ segir Addý sem fann ekki fyrir neinu og eignaðist yndislega og heilbrigða stúlku. „Eftir fæðinguna beindist auðvitað öll athygli að barninu og ég spáði ekkert meira í blóðþrýstinginn. Vitaskuld hefði ég átt að fylgjast með honum sjálf og þótt ég álasi engum finnst mér umhugsunarvert hvort ekki ætti að fylgjast áfram með blóðþrýstingi mæðra í ungbarnaeftirlitinu því það er svo auðvelt að halda grunlaus áfram með lífið þegar barnið er komið í heiminn og alls ekki sjálfgefið að meðgönguþrýstingur eða meðgöngusykursýki gangi til baka eftir fæðingu,“ segir Addý.

Blóðþrýstingur var 180/260

Addý lét óáreitt að fylgjast með blóðþrýstingnum fyrstu sex árin Addý Ólafsdóttir var á réttum stað á réttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON í lífi yngstu dóttur sinnar enda einkennalaus með öllu og vissi Á heilsugæslunni að vinna upp þrek og starfsorku,“ ekki betur en að hún væri hreystin segir Addý sem er nýlega byrjuð að uppmáluð. var blóðþrýstingvinna aftur, hálfan daginn. „Á þessum sex árum lifði ég urinn mældur fimm „Mér líður almennt vel og er ekki lífinu og fann ekki fyrir neinum einkennum fyrr en í fyrra að ég sinnum í röð til að ganga þjáð en finn fyrir þróttleysi af og til og þarf að gæta þess að hafa ekki of fór að fá mikinn hausverk sem úr skugga um að tölurnmikið álag í lífinu. Ég reyni að lifa lýsti sér í öllum meginatriðum lífinu með ró því enn koma þrýsteins ogJóna mígrenihausverkur. Ég ar reyndust hreinlega Þórdís Hrafnkelsdóttir hjartalæknir ingstoppar sem ég finn í þreytu og velti því svo ekkert frekar fyrir réttar því blóðþrýstingkraftleysi. Ég er heldur ekki enn mér, tók inn verkjatöflur og gekk út frá því að ég væri líklegast að urinn mældist í hvínandi komin á réttu lyfin fyrir hjartað því nýrun eru ekki enn búin að fá mígreni á gamals aldri. Eftir á botni, eða 180/260! jafna sig og geta ekki höndlað það hef ég stundum hugsað að hefðu tiltekna hjartalyf. Ég er nú á sex börnin mín þjáðst af álíka höfuðmismunandi lyfjum fyrir hjartakvölum hefði ég umsvifalaust farið hjartaáfalls. Of hár blóðþrýstingur og æðakerfið en þótt lyfin þjóni með þau til læknis en mér fannst er stundum kallaður „silent killer“ frábærum tilgangi fylgja þeim hausverkurinn ekki koma nógu því hann er svo lúmskur og einýmsar aukaverkanir. Þannig hefur reglulega til þess og lét mig hafa kennin misvísandi; maður er í kuldinn slæm áhrif á mig og fingþað,“ segir Addý. bullandi lífshættu en hefur ekki urnir verða náhvítir sökum þess Eftir því sem leið á árið 2019 fór hugmynd um það.“ að háræðarnar dragast of mikið Addý að finna fyrir aukinni mæði. Addý kveðst ekki hafa haft tíma saman og blóðflæði nær ekki fram „Ég varð æ meira mæðin við til að verða hrædd þennan örlagaí fingurgómana,“ útskýrir Addý. gang og gat á endanum ekki lagst ríka dag á bráðamóttökunni. Hún hvetur allar mæður sem út af því náði ég ekki andanum. ið þá erum sífellt að læra meira ina vegnaði til jafns við karlana. Það erstóð til dæmis „Þetta kvöld allt tæpt og fengið hafa háþrýsting á meðSíðustu tvær áður en ég um þaðnæturnar hvernig kransæðaÞví miður getur þessi rannsókn þegar hjartalæknir var farinn að göngu að láta honum veiktist síðastliðiðhagar haustsér svaf vitað að konur eru sjúkdómur hjáég ekki svarað þvífylgjast hvernigmeð stendur á undirbúa hjartaaðgerð leit ég á eftir upprétt í hægindastól hugsaði konum og reyndar líkaog körlum ef því aðfæðingu. leiðbeiningum um meðferð hlutfallslega eldri en manninn minn og sagði: „Bíddu, ég við„Þegar ég fór var að finna fyrir til með mérerað það Það værierekki boðlegt. út í það farið. til dæmis hjartadrepi ekki beitt karlar þegar fá labbaði hérna innþær af sjálfsdáðum lúmskum einkennum blóðþrýstÉg fórað þvíkonur á heilsugæsluna þar sem vitað eru hlutfallsjafns hjá konum og körlum, heldur og þremur tímum seinna er ég á ingsins hugsaði ég er bara blóðþrýstingurinn var mældur lega eldri en karlar þegar þær fá er einungis hægtég: að „Æ, spekúlera í því. hjartaáfall og að þær lýsa leið í hjartaaðgerð!“ Þá skildi ég farin eldast“, yfir ára. fimm sinnum í röð tillýsa að ganga hjartaáfall og að þær oftar úr Það erað hins vegarrétt vitað að45 líkurnar oftar óljósum einkennum að ástandið var dauðans alvara. leiddi aldrei hugann að því að skugga að tölurnar reyndust óljósumum einkennum sem við síður áÉg aukaverkunum af t.d. hjartaÖnnurvið hjartalokan var farin að ég væri(eins meðog of t.d. háan blóðþrýsting hreinlega réttar því blóðþrýsttengjum kransæðasjúkdómi, lyfjum hjartamagnyl) sem síður tengjum leka en ákveðið var að bíða með néfylgikvillar hversu víðtækar skemmdir ingurinn mældist í hvínandi botni, jafnvel þótt algengasta einkennið og við aðgerðir eins kransæðasjúkdómi. aðgerðina til næsta dags til að hann hefði á líffæri eru mín.heldur Þetta eða 180/260!,“ hjá upplýsir Addý sem við hjartaáfall báðum kynjum og kransæðavíkkun meta hvort lekinn stöðvaðist og ágerðist hratt og aðeins viku áður var send rakleiðis af heilsugæslsé brjóstverkur af einhverju algengari hjá konum en körlum jafnvel þótt algengasta það gerðist sem betur fer. Ég var en éggæti veiktist fór ég í gönguferð unni á bráðamóttökuna. tagi. Samtök hjartalækna beggja sem náttúrulega ýtt undir einkennið við og hjartaáfall sannarlega heppin að vera á með vinkonu semog undraðist mjög vegna Atlantshafsins hafa sett ákveðna varkárni tilhneigingu Fór andnauð á biðstofunni réttum stað þegar þetta alltsé gerðist til hversu fljótt ég varð móð og þurfti hjá báðum kynjum framímeðferðarleiðbeiningar við að beita henni síður. með frábæra lækna í kringum oft að stoppa á göngunni. Á meðAddý gekk sjálf inn um dyrnar bráðum kransæðasjúkdómi og á brjóstverkur af einhverju Minnka líkur kyn- að mig,“ segir Addý, þakklætið uppgöngunniþarf var ég ekkiáheldur bráðamóttöku Landspítala fylgd er ráðlögð meðferð sú sama ífyrir bundnum mun meðferðar málað. gera neitt átakamikið eða sérstakt eiginmanns síns. tagi. konur og karla. Á það bæði við um Í framhaldinu var Addý lögð inn þegar blóðþrýstingurinn fór upp „Eftir tímanameðferð, tvo á biðstofunni fyrirbyggjandi meðferð Nú er rétt að taka fram að við á gjörgæsludeild þar sem hún var úr öllu ekki valdiáreiðanlegar og engin áreynsla í var ég komin innsem fyrir nánari í bráðafasanum ogí endurhöfum tölur hér undir eftirliti í þrjá sólarhringa. önnur að lifa lífinu með skoðun þar í andnauð. Þá hæfinguog ogfór eftirmeðferð. ágangi Íslandi til aðen styðjast við þannig „Þegar búið er að keyra á hjartafjölskyldunni,“ segir Addý sem var allt sett í fullan gang og þurfti að við getum ekki dregið ályktanir Horfur kvenna mungass lakari og æðakerfinu af svo styttist miklummun á fjögur börn þessar á aldrinum sjö til að nota þrjár tegundir til að ljós að líf kvennanna um það hvort niðurstöður þrýstingi í langan tíma þarf að fimmtán ára. hjálpa mérþví aðnokkra ná andanum ný. meira en karlanna. Við þennan myndu eiga við hér. Lærdómurinn Það vakti athygliáhér trappa hann á gjör„Það er vissulega staðreynd Ég var komin í hjartabilunarfasa útreikning varrólega tekiðniður tillit til þess sem ég held að við getum dregið af á dögunum þegar niðurstöður gæslu. Þar var ég með allskyns að hefði ég það verið reglubundnu og mín sænskrar upplifun af því var eins að konurnar voru almennt eldrilyf þessu er að erí alveg nauðsynstórrar rannsóknar á í æð og fylgst var náið með eftirliti eftir meðgönguna hefði og hvirfilbylur líkamann og með fleiri sjúkdóma fyrirmér en en legt að halda áfram að skoða sérafdrifum þeirrafæri semum fá hjartadrep við tók innlögn á hjartadeild þar verið hægt að koma í veg fyrir með skemmdum lífkarlarnir. staklega tilurð og meðferð hjartavoru víðtækum birtar. Rannsóknin náðiátil sem tók heila viku að finna rétta þessa þróun. færum. Við 180 þaðþúsund stækkaði hjartasjúkdóms hjá Hjartalæknirinn konum og beita allra þeirra sjúklinga Fá síður meðferð lyfjaskammtinn til aðí samræmi stilla blóðsegir vandamálið ná sjö ár minnka aftur vöðvinn, ogkonur), það gengur ekki til á skilvirkum aðferðum til að (u.þ.b. 35% sem vistuðust við leiðbeiningar þrýstinginn rétt,“ upplýsir Addý í tímann,á eða síðan ég gekk með baka, við tók nýrnabilun, fór líkurnar kynbundnum mun í sjúkrahúsi í Svíþjóð vegnavatn bráðrar sem þurfa að veraþessi í dóttur mína. Því er ekki nóg að inn á lungun ogábjúgur og2003bólga meðferð hjartasjúkdóms. Þannig kransæðastíflu árunum Til aðmun leitaáfram skýringa á hvernig reglubundnu eftirliti til hafa útskrifa hvítvoðung sænginni varð sjóntaug. Þaðsagt gekk til baka getum við bætt horfurfrá kvenna með 2013.áÞað kom sem í ljós að á munur var tilkominn varað skoðað hemilkonur á óstýrilátum ef mamman hefur átt við kvilla og fjórum mánuðum sjónin verður hvort hjartasjúkdóm. horfur kvenna semen fengu hjartaog karlarblóðþrýstingi. hefðu fengið gott heilræði út í lífið eftir meðaldrei einsmun góð og allt er drep voru lakari enþetta karla af sem sambærilega meðferð í tengslum Brýnt að mælaÞáþrýstinginn göngu og fæðingu að láta fylgjast völdum háþrýstings,“ útskýrir lentu í því sama. við hjartaáfallið. var sérstaklega með blóðþrýstingnum áfram og Addý sem var hætt komin en Addýtil starfar hjá Icelandair og segir Tilvísun: Alabas OA o.fl. Sex DiffeKonurnar lifðu vissulega jafn horft þess hvort lyfjameðferð og kaupa in sérTreatments, blóðþrýstingsmæli. heppin vera á réttum stað þegar vinnuveitendur sína einstaklega rences Relative lengi ogað karlarnir eftir hjartakransæðamyndatöku (þræðingu) Númer eitt að mæla blóðþrýstósköpin gengu yfir. skilningsríka. Survival, anderExcess Mortality drepið, en vísindamennirnir hefði verið beitt til jafns í hópinginn reglulega, heima, í apóteki „Sem betur fer stóðst „Ég var fráþá vinnu 2019 Following Acute Myocardial Infarcreiknuðu út hversu lengiæðakerfið konurnar unum. Kom í ljósút aðárið konurnar eða heilsugæslunni númer tvö mitt af sér þetta próf og þurfti aðen fara í endurhæfingu tion: National Cohortog Study Using og karlarnir hefðu átten aðoft lifaleiðir ef þau fengu síður karlarnir meðferð að fara til læknis ef eitthvað amar langvinnur háþrýstingur til þess the SWEDEHEART Registry. J Am Reykjalundi. Læknirinn minn hefðu ekki fengið hjartaáfall. Þar íásamræmi við meðferðarleiðað, alveg sama hvaðe007123. það er,“ segir að gúlpur sig í æðum semen Heart Assoc. 2017;6: DOI: sem konurgefur lifa almennt lengur beiningar og enn fremur aðen þeim segir batann gerast hraðar hún Addý. 10.1161/JAHA.117.007123. karlar þá leiddi samanburðureða í konum sem fengu bestu meðferðsvo getur leitt tilsáheilablóðfalls bjóst við en það tekur sinn tíma

GoRed 2018

Sænsk rannsókn leiddi í ljós að konur fá síður meðferð við hjartaáfalli í samræmi við meðferðarleiðbeiningar og horfur kvenna með hjartasjúkdóm eru lakari en karla.

V

Veffang:frettabladid.is frettabladid.is Veffang:


4

HJARTAÐ ÞITT

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

Meðgöngusagan mikilvæg

Konur sem fá meðgöngusykursýki eða háþrýsting á meðgöngu eiga á hættu á að fá sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni. Skoða þarf meðgöngusögu við sjúkdómsgreiningar.

K

onur sem greinst hafa með meðgöngusykursýki eða háþrýsting á meðgöngu eru allt að þrisvar sinnum líklegri en aðrar konur til að fá sykursýki eða hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni og rannsóknir benda til að þær lifi skemur. Það er ljóst að þessir sjúkdómar hafa áhrif á heilsufar kvenna til lengri tíma litið og þær ættu því að láta fylgjast með sér með reglulegu millibili, alla ævi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir á Heilsugæslunni Efstaleiti, en hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna hérlendis. Hún segir mikilvægt að læknar hafi í huga að spyrja konur út í meðgöngusögu þeirra og taki hana með inn í myndina við greiningu sjúkdóma en einkenni hjarta- og æðasjúkdóma geta verið ólík á milli kvenna og karla. Meðgöngusykursýki uppgötvast á meðgöngu og hverfur yfirleitt við fæðingu. Rannsóknir frá árinu 2018 sýna að nær fimmta hver íslensk kona sem ber barn undir belti fær meðgöngusykursýki, eða 19 prósent. „Óléttar konur koma reglulega í mæðraeftirlit á heilsugæslunni þar sem fylgst er með almennu heilsufari þeirra. Undanfarin ár hafa fleiri konur en áður greinst með meðgöngusykursýki. Flestar konur ná að hafa stjórn á henni með því að passa vel upp á mataræðið og mæla blóðsykurinn nokkrum sinnum á dag. Þær sem eru með meiri einkenni eða

Margrét Ólafía segir að háþrýstingur geti verið mjög lúmskur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

þurfa frekari inngrip, t.d. insúlínmeðferð, fara í frekara eftirlit og skoðun á kvennadeild Landspítalans,“ segir Margrét. Meðgöngusykursýki hefur áhrif á vaxtarhraða fóstursins. „Það hefur þau áhrif að börnin eru stærri við fæðingu og langtímaáhrifin geta verið að með tíð og tíma þrói þau sjálf með sér sykursýki,“ upplýsir Margrét. Þegar hún er spurð hvers vegna meðgöngusykursýki sé að aukast segir Margrét að það spili inn í að konur eru eldri nú en áður þegar þær hefja barneignir og fleiri

glíma við ofþyngd. „Einn af stóru þáttunum er að greiningarskilmerkin eru strangari en þau voru áður. Konur sem hafa ættarsögu um sykursýki 1 eða 2 eru í sérstökum áhættuhópi og fylgjast þarf sérstaklega með barnshafandi konum sem hafa áður eignast stór börn, sem eru yfir 4,5 kg. Þær gætu hafa verið með ógreinda meðgöngusykursýki.“

Háþrýstingur og hjartasjúkdómar Háþrýstingur á meðgöngu getur bent til að um undirliggjandi

hjartasjúkdóma sé að ræða en er einnig eitt merki um meðgöngueitrun. „Segja má að meðganga sé próf fyrir líkamann og segi til um hvernig hann þolir mikið álag,“ segir Margrét og bætir við að háþrýstingur sé mun óalgengari en meðgöngusykursýki. Hann beri þó að taka mjög alvarlega og eftirfylgni eftir fæðingu sé nauðsynleg. „Konur sem hafa strítt við meðgöngusykursýki eða háþrýsting ættu að fara reglulega í eftirlit hjá sínum heimilislækni, strax fyrstu vikurnar eftir fæðingu og síðan reglulega í samráði við

Hár blóðþrýstingur getur endurspeglað of mikið álag, streitu, ónógan svefn og fleira en hann getur líka verið merki um hjartaeða æðasjúkdóma.

hann. Stundum nægir að koma í eftirlit á fjögurra til sex ára fresti en sumar konur þurfa að koma þéttar og þá er hægt að grípa strax inn í ef konur eru með einkenni um hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Margrét en háþrýstingur getur verið nokkuð lúmskur. „Stundum er hár blóðþrýstingur einkennalaus og þess vegna er hann oft mældur þegar fólk kemur til læknis. Þreyta, slappleiki eða þrálátur höfuðverkur getur þó verið merki um hann. Hár blóðþrýstingur getur endurspeglað of mikið álag, streitu, ónógan svefn og fleira en hann getur líka verið merki um hjarta- eða æðasjúkdóma.“ Spurð hvað konur geti gert sjálfar til að minnka líkur á að fá hjarta- og æðasjúkdóma segir Margrét að regluleg hreyfing og að halda sér í kjörþyngd vegi þar þungt. „Þessi sígildu ráð detta aldrei úr gildi. Hreyfa sig, passa upp á mataræðið og hafa það fjölbreytt, borða kolvetnaríkan mat í hófi og láta fylgjast vel með sér.“

Bæta þarf eftirlit eftir meðgöngu

Konur sem fá meðgöngusjúkdóma sem tengjast háþrýstingi eru mun líklegri til að fá aðra hjartaog æðasjúkdóma síðar meir. Bæta þarf eftirlit með þessum áhættuþætti eftir meðgöngu.

G

oRed átakið er alheimsátak á vegum World Heart Federation sem hófst árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á þeim, en hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna um allan heim. Nokkuð algengt er að konur fái háþrýsting á meðgöngu eða meðgöngueitrun. „Ef kona greinist með háþrýsting á meðgöngu eða meðgöngueitrun er hún í aukinni áhættu á að fá aðra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir,“ segir Hilma Hólm, hjartasérfræðingur. „Þar á meðal háþrýsting, sykursýki, hjartabilun, heilablóðfall og kransæðastíflu og jafnframt er meiri hætta á að hún deyi úr hjartasjúkdómi. Það er ekki ljóst hvort fylgnin á milli þessarra meðgöngusjúkdóma og seinni tíma hjarta- og æðasjúkdóma sé vegna þess að sömu þættir valdi báðum, eða hvort meðgönguháþrýstingur og meðgöngueitrun stuðli að myndun annarra hjartaog æðasjúkdóma síðar meir,“ segir Hilma. „Þessari spurningu hefur ekki enn tekist að svara, en vitað er að þessir sjúkdómar deila mörgum áhættuþáttum, meðal annars sykursýki, fjölskyldusögu um hjarta- og æðasjúkdóma, háu kólesteróli, ofþyngd, reykingum og háþrýstingi. Það bendir líka ýmislegt til þess að háþrýstingur

Það bendir líka ýmislegt til þess að háþrýstingur á meðgöngu sé sami sjúkdómur og háþrýstingur almennt, en að hann sýni sig stundum fyrst á meðgöngu sem er mikið álag á líkama konunnar.

Hilma Hólm, hjartasérfræðingur, segir að ef kona greinist með háþrýsting á meðgöngu eða meðgöngueitrun sé hún í aukinni áhættu á að fá aðra hjarta- og æðasjúkdóma síðar meir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURARI

á meðgöngu sé sami sjúkdómur og háþrýstingur almennt, en að hann sýni sig stundum fyrst á meðgöngu sem er mikið álag á líkama konunnar,“ segir Hilma.

„Rannsóknir sýna að meðgönguháþrýstingur og meðgöngueitrun tengjast sexföldum líkum á háþrýstingi síðar meir, fjórföldum líkum á hjartabilun og tvöfaldi

hættuna á kransæðastíflum og heilablóðfalli,“ segir Hilma. „Við heilbrigðisstarfsfólk erum því miður ekki nógu vakandi fyrir þessum áhættuþætti fyrir hjarta-

og æðasjúkdómum og þurfum að gefa meðgöngusögunni betur gaum þegar konur leita til okkar í áhættumat,“ segir Hilma. „Einnig þarf að bæta eftirlit eftir meðgöngu til að fylgjast með áhættuþáttum hjá þessum konum. Þetta er nefnilega kjörið tækifæri til að grípa snemma inn í ferlið hjá konum í áhættuhópi og veita þeim ráðgjöf. Um er að ræða ráðgjöf varðandi áhættuþættina sem allir þekkja, þar með talið mataræði, reykingar, ofþyngd, háþrýsting, svefn og streitu, en viðeigandi lífsstílsbreytingar geta minnkað líkurnar á flestum hjarta- og æðasjúkdómum,“ segir Hilma. „Á sama tíma gæfist tækifæri til að hefja meðferð eftir þörfum.“


F Ö S T U DAG U R

HJARTAÐ ÞITT 5

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0

Meðgöngusykursýki getur haft alvarlegar afleiðingar Sykursýki er vaxandi sjúkdómur í heiminum og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) lýst yfir heimsfaraldri. Sykursýki er samheiti yfir sjúkdóma þar sem blóðsykur hækkar ef ekki er brugðist við.

U

m er að ræða innkirtlasjúk­ dóm sem orsakast af skorti á insúlíni í líkamanum eða að líkaminn getur ekki nýtt sér insúlín sem skyldi. Insúlín er hormón sem er framleitt í brisinu og er losað út í blóðrásina þegar blóðsykur hækkar. Gróflega má skipta sykursýki í sjálfsofnæmis­ sjúkdóma og efnaskiptasjúkdóma. Sykursýki týpa 1 er sjálfsof­ næmissjúkdómur sem er ótengdur lífsstíl og greinist oftar en ekki hjá börnum en týpa 2 og meðgöngu­ sykursýki er aftur á móti dæmi um sjúkdóma sem flokkast sem efna­ skiptasjúkdómar og eru oft tengdir lífsstíl. Lífsstílssjúkdómar eru eitt aðalviðfangsefni heilbrigðisþjón­ ustu samtímans en hugtakið á við sjúkdóma sem koma fram í kjölfar lífsstíls sem hægt er að hafa áhrif á t.d. með mataræði og hreyfingu.

Mat á fæðuvenjum á fyrsta þriðjungi meðgöngu gefur upplýsingar sem hægt er að nýta til íhlutunar og stuðnings á meðgöngu samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Slæmar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu getur haft alvarlegar afleiðingar. Fæðuvenjur hafa mikið að segja á meðgöngu. MYND/GETTYIMAGES

Algengur sjúkdómur

Meðgöngusykursýki er sjúkdómur sem er skilgreindur sem hvers konar sykuróþol sem gerir fyrst vart við sig á meðgöngu. Með­ göngusykursýki er einn algengasti sjúkdómur sem greinist hjá barns­ hafandi konum í dag og hefur tíðni sjúkdómsins aukist gríðarlega á síðasta áratug. Hér á landi fengu 613 konur sem voru í meðgöngu­ vernd á Heilsugæslu höfuðborgar­ svæðisins árið 2018 greininguna meðgöngusykursýki eða um 16% barnshafandi kvenna. Til saman­ burðar voru um 6% kvenna sem fæddu á Landspítala árið 2009 með meðgöngusykursýki. Helsta skýr­ ingin á vaxandi tíðni sjúkdómsins er aukin ofþyngd, breytt mataræði og minni hreyfing. Má þar nefna einhæft fæðuval og aukna neyslu á skyndiorku svo sem gosi, sælgæti, kexi og snakki. Aukin kyrrseta er stór áhættuþáttur fyrir meðgöngu­ sykursýki en aðrir áhættuþættir eru hár aldur móður, fyrri saga um meðgöngusykursýki, ættarsaga í fyrsta ættlið og ákveðnir kyn­ þættir.

Þarf að fylgjast vel með

Skimað er fyrir meðgöngu­ sykursýki hér á landi út frá áhættuþáttum. Fastandi blóðsykur er mældur snemma á meðgöngu eða gert sykurþolpróf þegar líða fer á meðgönguna þar sem kona drekkur sykurlausn og blóðsykur er mældur á þremur tímapunktum. Þegar greining liggur fyrir mælir kona blóðsykurgildi með heima­

Ingibjörg Hreiðarsdóttir Thomsen, yfirljósmóðir á LSH.

Forvarnir varðandi mataræði og hreyfingu er mikilvægt lýðheilsumál í íslensku samfélagi. Vaxandi tíðni meðgöngusykursýki þarf að taka alvarlega.

mælingum til að leggja mat á þörf fyrir meðferð. Fyrsta meðferð er aukin hreyfing og breyting á mat­ aræði. Mikilvægt er að veita nær­ ingarráðgjöf og aðstoða við að gera áætlun sem nær til hreyfingar við hæfi konunnar. Dugi það ekki er lyfjameðferð ráðlögð. Mikilvægt er að fylgjast með blóðsykurstjórnun og bregðast við blóðsykurgildum sem eru yfir viðmiðunarmörkum í þeirri viðleitni að fá betri útkomu fyrir móður og barn. Minni líkur eru á að kona fái háþrýsting á með­ göngu ef blóðsykurstjórnun er góð en hár blóðþrýstingur hefur áhrif á heilsu verðandi móður til lengri tíma og velferð ófædds barns. Góð blóðsykurstjórnun dregur einnig úr líkum á meðgöngueitrun en þekkt tengsl eru á milli meðgöngu­ sykursýki og meðgöngueitrunar. Konur sem þróa með sér með­ göngusykursýki eru líklegar til að fá meðgöngusykursýki aftur á síðari meðgöngum og eru í marg­ falt meiri áhættu að greinast með týpu 2 sykursýki síðar á ævinni. Tengsl meðgöngusykursýki við hjartasjúkdóma og/eða háþrýsting síðar á ævinni hafa verið að koma betur í ljós á undanförnum árum. Fyrstu ár eftir meðgöngu eru konur sem hafa verið greindar með meðgöngusykursýki í tvöfaldri áhættu á að fá hjartasjúkdóm og háþrýsting borið saman við konur sem hafa ekki fengið meðgöngu­ sykursýki. Börn mæðra sem fá meðgöngusykursýki eru líklegri til að greinast með sykursýki síðar á ævinni sérstaklega ef blóðsykur­ stjórnun móður hefur ekki verið nógu góð á meðgöngu.

Góð næring nauðsynleg

Mat á fæðuvenjum á fyrsta þriðj­ ungi meðgöngu gefur upplýsingar sem hægt er að nýta til íhlutunar og stuðnings á meðgöngu sam­ kvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Slæmar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu geta haft alvar­ legar af leiðingar. Sýnt hefur verið fram á að bein tengsl eru á milli drykkju sætra gosdrykkja (5x á viku eða oftar) við meðgöngu­ sykursýki. Vísbendingar eru um að persónulegur stuðningur í formi næringarráðgjafar í gegnum veraldarvefinn getur minnkað gosneyslu verulega. Offita er vaxandi vandamál og getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla. Það hefur þó komið í ljós að konur í yfirþyngd sem borða hollt og fjölbreytt fæði eru ekki endilega í meiri hættu að fá meðgöngusykursýki en kona í kjörþyngd. Fæðuvenjur hafa því meira að segja en holdafar varðandi líkur á að fá meðgöngu­ sykursýki. Óhollar fæðuvenjur, gosdrykkir og matur sem er með mikinn viðbættan sykur er líklegri tenging við meðgöngu­ sykursýki en holdafar eitt og sér. Nýlegar rannsóknir sýna að skortur á D vítamíni er tengt við hækkaðan blóðsykur.

Hreyfing er lykilatriði

Hreyfing er einnig lykilatriði. Þverfaglegur hópur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins bauð konum með meðgöngusykur­ sýki á ákveðnu tímabili árin 2016-2017 upp á íhlutun í formi hreyfiseðils. Þeirra niðurstaða

var að stuðningurinn jók mark­ tækt virkni kvennanna. Eftir fæðingu getur brjóstagjöf haft möguleg áhrif til lækkunar á insúlíni og dregur þá úr fitusöfn­ um eftir fæðingu. Leiðbeiningar um eftirfylgni eftir fæðingu eru til en þrátt fyrir það virðist sem aðeins lítill hluti kvenna fái eftir­ fylgni í formi árlegrar blóðsykur­ mælingar. Íslenskt heilbrigðiskerfi býr yfir tækifærum til að hlúa vel að verð­ andi fjölskyldum framtíðarinnar. Góð þekking, fagfólk og verkfæri eru til staðar til að byggja grunn að framtíð unga fólksins okkar. Ef verðandi foreldrar eru vel upp­ lýstir og fá stuðning fylgja þeir frekar ráðleggingum og ná góðum tökum á lífsstíl sínum og geta þannig átt góða upplifun af með­ göngunni. Mikilvægt er að afla upplýsinga um næringarinntekt og auka íhlutun í formi næringar­ ráðgjafar.

Forvarnir er lýðheilsumál

Forvarnir varðandi mataræði og hreyfingu er mikilvægt lýðheilsu­ mál í íslensku samfélagi. Vaxandi tíðni meðgöngusykursýki þarf að taka alvarlega. Fyrir utan mikið auknar líkur á sykursýki týpu 2 síðar á ævinni þá getur afleiðing sjúkdómsins á hjarta og æða­ kerfi gert vart við sig í allt að 25 ár frá meðgöngu. Mikilvægt er að fylgjast með blóðsykurgildum, fá blóðþrýstingseftirlit og eftirlit og skoðun á hjarta og æðakerfi. Umræða og íhlutunar er þörf fyrir yngstu kynslóðir landsins til fyrirbyggingar til framtíðar.


6

HJARTAÐ ÞITT

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

Styttir meðgöngueitrun ævi kvenna? Meðgöngueitrun einkennist af háþrýstingi og truflun á starfsemi ýmissa líffæra á meðgöngu. Sjúkdómsástandið birtist á seinni helmingi meðgöngu hjá um þremur til fimm prósent kvenna.

Á

stæða þess að þetta gerist hjá þremur til fimm prósent kvenna skýrist sennilega af ýmsum efnum sem losna út í blóðrás móðurinnar frá fylgjunni. Hins vegar er ekki að öllu leyti vitað hvers vegna þetta gerist. Meðgöngueitrun getur orðið lífshættuleg móðurinni og er ein algengasta orsök mæðradauða í heiminum. Í löndum þar sem konur búa við mæðravernd er meðgöngueitrun yfirleitt greind áður en ástandið verður lífshættulegt og dauðsföll því afar fátíð. Meðgöngueitrun greinist oftast við reglubundna mæðraskoðun hjá einkennalausum konum en sumar geta fundið fyrir slappleika, höfuðverk, sjóntruflunum

eða ógleði. Þekkt er að líkamleg einkenni meðgöngueitrunar ganga yfir skömmu eftir fæðingu og er eina þekkta lækningin að ljúka meðgöngunni, til dæmis með framköllun fæðingar eða í einstaka tilfellum keisaraskurði. Þar sem alvarlegir fylgikvillar geta hlotist af illvígum háþrýstingi er blóðþrýstingsmeðferð í sumum tilfellum nauðsynleg fyrir móðurina, en slík meðferð læknar hins vegar ekki meðgöngueitrun. Eftir fæðingu er áfram haft eftirlit með blóðþrýstingi, en flestar konur geta hætt á blóðþrýstingslyfjum innan nokkurra vikna frá fæðingu. Hins vegar er líklegra að konur sem fengu meðgöngueitrun fái háþrýsting síðar á ævinni og

Jóhanna Gunnarsdóttir fæðingalæknir fjallar um meðgöngueitrun.

því er heilbrigður lífsstíll einkar mikilvægur fyrir þennan hóp og ævilangt blóðþrýstingseftirlit er ráðlagt. Ef miðað er við konur með eðlilegan blóðþrýsting á meðgöngu, þá eru konur sem veikjast af meðgöngueitrun líklegri til að fá hjartasjúkdóma síðar á ævinni. Í ljósi fréttaflutnings síðastliðið ár er vert að geta þess að sambandið milli meðgöngueitrunar og hjartasjúkdóma hefur þekkst í yfir hálfa öld og eru þetta því alls ekki nýjar fréttir. Í meirihluta tilfella greinast konurnar fyrst með háþrýsting og síðar á lífsleiðinni með hjartasjúkdóm og því er mögulegt að samband meðgöngueitrunar og hjartasjúkdóma skýrist aðallega af undirliggjandi

tilhneigingu til háþrýstings sem birtist fyrst á meðgöngu. Einnig er mögulegt að aðrir heilsufarsþættir sem auka líkur á meðgöngueitrun og einnig hjartasjúkdómi skýri sambandið, t.d. sykursýki, offita eða nýrnavandamál. Það er vel þekkt að konur með sykursýki fyrir meðgöngu eru líklegri en aðrar að fá meðgöngueitrun og að æðakerfi þeirra getur orðið fyrir skemmdum á lífsleiðinni sem eykur líkur á hjartasjúkdómum. Enn er ekki hægt að svara því hvort meðgöngueitrun hefur bein áhrif til styttingar á ævilengd kvenna þar sem enn er óljóst hvort meðgöngueitrun veldur varanlegum skemmdum í hjarta- eða æðakerfi kvenna.


8 HJARTAÐ ÞITT

7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

Betra að eignast barn ung

Meðgöngusykursýki er sykursýki sem greinist á meðgöngu en tíðni hennar hefur aukist undanfarið. Áhættuþættir hennar eru meðal annars aldur móður, offita og ættarsaga um sykursýki.

I

nsúlín er hormón sem er framleitt í brisi. Eitt helsta verkefni þess er að nýta orkuna úr fæðunni sem við borðum. Insúlín hvetur frumur til að taka upp sykur (glúkósa) þar sem honum er breytt í orku. Insúlínþörf eykst til muna á meðgöngunni. Þegar kona er með meðgöngusykursýki framleiðir líkaminn ekki nóg af insúlíni til að mæta aukinni insúlínþörf á meðgöngu eða líkaminn nýtir ekki það insúlín sem er til staðar. Orkan/sykurinn kemst þá ekki inn í frumurnar og blóðsykur hækkar. Ástandinu svipar um margt til sykursýki af tegund 2 og eru áhættuþættir svipaðir. „Meðgöngusykursýki er greind með fastandi blóðsykursmælingu. Skilyrðin eru mjög ströng því það hefur sýnt sig í rannsóknum að þeim mun hærri sem blóðsykurinn er, þeim mun verri horfur eru fyrir móður og barn,“ segi Arna Guðmundsdóttir innkirtlasérfræðingur. Áhættuþættir fyrir meðgöngusykursýki eru móðir eldri en 40 ára, offita, ef konan hefur áður greinst með meðgöngusykursýki, hefur áður fætt þungbura, var með skert sykurþol fyrir þungun, ættarsaga um sykursýki í fyrsta ættlið og ef kynþáttur er annar en hvítur. Arna segir mjög mikilvægt fyrir konur sem huga seint að barneignum, jafnvel eftir fertugt, að gera það í samráði við lækni. „Það skiptir svo miklu máli að konur

Þegar konur greinast með meðgöngusykursýki fá þær blóðsykursmæli til að nota heima. NORDICPHOTOS/GETTY

Arna hvetur konur til að huga snemma að barneignum því áhættan eykst með hækkandi aldri.

sem eru orðnar þetta fullorðnar séu hraustar ef þær ætla að fara inn í meðgöngu. Tíðni meðgöngusykursýki hefur farið vaxandi. Við erum hannaðar til að eignast börn ungar, áður en heilsan fer að segja til sín. Ég segi því fyrr því betra.“

Skimað eftir áhættuþáttum

„Hér á Íslandi skimum við eftir áhættuþáttum svo örfáar konur sleppa við skimun. Grönn kona innan við 25 ára er til dæmis í mjög lítilli áhættu svo hún er ekki skimuð,“ segir Arna. Þegar kona greinist með meðgöngusykursýki fær hún ráð-

leggingar varðandi mataræði og hreyfingu og fær með sér blóðsykurmæli til að mæla sig heima. „Dagleg hreyfing skiptir miklu máli og líka að borða ekki fínunnin kolvetni eins og sætindi. Ef ekki gengur að ráða við sykursýkina með breyttu mataræði og hreyfingu þá þurfa konurnar að fara á lyf. Stundum duga töflur en oft þurfa þær að fara á insúlín af því mikið af þeim sykursýkilyfjum sem eru á markaði er ekki hægt að nota á meðgöngu,“ útskýrir Arna. Ef sykursýki er ekki meðhöndluð í upphafi meðgöngu aukast líkur á fósturgöllum. Þar af eru hjartagallar algengastir. En

Það hefur sýnt sig í rannsóknum að þeim mun hærri sem blóðsykurinn er, þeim mun verri horfur eru fyrir móður og barn.

ef sykursýkin kemur fram seint á meðgöngu eru aðallega auknar líkur á að barnið verði of stórt. Þá verður fæðingin erfiðari, móðirin á í meiru hættu á að rifna og

barnið getur lent í axlarklemmu. Eftir fæðinguna getur blóðsykur barnsins lækkað hratt. Slök blóðsykurstjórnun getur auk þess leitt til ýmissa sjúkdóma í nýburum. Lungnaþroski barna verður verri og börnin verða í aukinni hættu á að fá sýkingar. „Það þarf að passa upp á að barnið verði ekki oft stórt og þess vegna pössum við upp á að konur með meðgöngusykursýki gangi ekki fram yfir settan tíma,“ segir Arna. „Þær eru því oftar gangsettar eða framkvæmdur keisaraskurður. Breytt mataræði eða insúlín hefur allt að segja því það hægir á vextinum á barninu.“

Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár, og Sveinn Guðmundsson.

Hjartastopp er lífshættulegt! N

GRÆNT ALLA LEIÐ

ýlokið er söfnunarátakinu Hjartastopp, þar sem lögð var áhersla á fyrstu hjálp og endurlífgun við hjartastopp. Hjartaheill naut þar aðstoðar fjölmargra og sérstaklega ber að nefna tryggingafélagið Sjóvá, sem lagði verkefninu svo öflugt lið að það skipti sköpum um farsæla framkvæmd þess. Hjartaheill vill sérstaklega þakka Sjóvá fyrir þennan mikilvæga stuðning. Það er staðreynd að árlega fá um 200 manns hjartastopp hér á landi. Langmestur hluti þeirra á sér stað utan spítala, fjarri þeim og jafnvel órafjarri spítölum eða heilbrigðisþjónustu. Þá er mikil hætta á ferðum, því það getur tekið 3 – 5 mínútur að verða fyrir alvarlegum heilaskaða af völdum hjartastopps. Rétt viðbrögð og réttar ráðstafanir á réttum tíma skipta því sköpum. Helstu ráð til endurlífgunar í viðlögum er samstundis beiting hjartahnoðs og hjartastuðtækis. Hjartaheill studdi samhliða

verkefnið „Börnin bjarga“, sem var liður í þessu verkefni. Þetta átak er ekki einangrað verkefni í starfi Hjartaheilla, heldur hafa forvarnir og endurlífgun átt stóran sess í því um árabil. Á komandi árum verður haldið áfram á þeirri braut sem Hjartaheill hafa markað sér. Eftir því sem betri árangur hefur náðst í glímunni við hjartasjúkdóma hefur verið lögð vaxandi áhersla á forvarnir og kunnáttu almennings í endurlífgun. Hjartaheill eru landssamtök áhugafólks um heilbrigði hjartans og lífsgæði í íslensku samfélagi. Félagið leggur áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma auk þess að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga. Í samtökunum eru fagfólk, hjartasjúklingar, aðstandendur og annað áhugafólk um málefnið. Félagið rekur víðtækt stuðningsnet fyrir félagsmenn sína, m.a. forvarnarstarf, félagsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf.


Hjartað þitt hjartamánuður 2021

F Ö S T U DAG U R

5 . F E B R ÚA R 2 0 2 1

Hjartað var komið á síðasta snúning Félagsfræðingurinn Ragna Arinbjarnardóttir var orðin mikið veik þegar gáttatif uppgötvaðist fyrir tilviljun eftir tuttugu ára hjartaóreglu. Í dag hefur hún endurheimt líf sitt og hjartað slær í takt. ➛2

Það tók Rögnu tuttugu ár að fá greiningu á gáttatifi sem skert hafði lífsgæði hennar verulega. Fram að því hafði hún meðal annars verið ranglega greind með astma og vefjagigt. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Klæðumst rauðu í dag.


2

HJARTAÐ ÞITT

5 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F Ö S T U DAG U R

Gleðilegt GoRed 2021 Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri GoRed Ísland.

Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed Ísland.

N

ýtt ár – ný tækifæri og áskoranir. Á liðnu ár, sem var mjög krefjandi á margan hátt, gáfust tækifæri til að huga að heilsu líkama og sálar og fjölmarg­ ir sem gripu tækifærið til lífsstíls­ breytingar, en aðrir kannast við að hafa átt stefnumót við það sem margir kjósa að kalla Covid-kílóin. Mest áberandi var þó það hæg­ læti sem skapaðist eftir að við átt­ uðum okkur á því hvernig bæri að haga sér gagnvart óútreiknanleg­ um vágesti. Það má með nokkurri vissu segja að streitustig þjóðar hafi lækkað umtalsvert og margt breyttist, meira að segja brá svo við að innlögnum vegna bráðra hjartatengdra vandamála fækkaði, hvað svo sem í það má ráða. Enn á ný er kominn febrúar og GoRed vitundarvakning um hjartasjúkdóma kvenna minnir á mikilvægi þess að við séum með­ vituð um hjarta- og æðaheilsuna okkar, hvaða þætti við ráðum við og hvaða þætti síður eða alls ekki. Efni blaðsins að þessu sinni er tvíþætt. Í fyrsta lagi höldum við áfram með efni fyrra árs; um kvilla sem geta komið upp á meðgöngu

og valdið usla síðar á lífsleiðinni ef ómeðhöndlað; meðgönguháþrýst­ ing og meðgöngusykursýki. Eftirlit með móður og barni á meðgöngu er gott og þá sérstaklega hugað að konum sem greinast með háþrýsting eða sykursýki á með­ göngu. Það er staðreynd að konur sem greinast með háþrýsting á meðgöngu þurfa að vera á varð­ bergi alla ævi og fylgjast vel með blóðþrýstingi sínum. Konur sem greinast með meðgöngusykursýki þurfa að fá skoðun og mælingar eftir meðgöngu og ef sykurgildi reynast enn há nokkru eftir að meðgöngu lýkur eru þær í aukinni hættu á að greinast með æðasjúk­ dóma. Eftirfylgni eftir meðgöngu hefur ekki verið með formlegum hætti, en þeir einu sem hafa valdið í höndum sér eruð þið – konurnar sjálfar. Við blásum ykkur í brjóst að vera forvitnar, meðvitaðar og biðja um eftirlit. Annað efni blaðsins að þessu sinni er gáttatif; takttruflun sem getur verið væg eða verulega ein­ kennagefandi og leitt til skertra lífsgæða þeirra sem af henni þjást. Fyrir svörum í blaðinu sitja sérfræðingar sem leiða okkur í sannleikann um gáttatif; orsakir, greiningu, meðferð og svo mögu­ leg inngrip. Að vera meðvitaður um hjarta­ heilsu sína og taka ábyrgð á henni er ekki átak sem þú ferð í einu sinni á ári eða þegar í nauðirnar rekur – það er lífstíðarverkefni og því lýkur aldrei. Sýnið lit í dag – sýnið árvekni í verki. Klæðist rauðu fyrir hjartað sjálft og munið að við eigum aðeins eitt hjarta. Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed Ísland Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri GoRed Ísland

Þekktu tölurnar 1. Blóðþrýstingur 2. Blóðfita 3. Blóðsykur 4. Þyngdarstuðull

ÞEKKTU ÞÍNA

ÆTTARSÖGU

Útgefandi: Torg ehf

Ábyrgðarmaður: Go Red

Ragna segir einkenni gáttatifs lúmsk og falin. Því sé mikilvægt að láta rannsaka sig og skoða einkenni sjúkdómsins ofan í kjölinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

E

f gáttatif í hjarta mínu hefði ekki uppgötvast fyrir tilviljun væri ég sennilega ekki á lífi í dag. Hjartað var komið á síðasta snúning,“ segir félagsfræðingurinn Ragna Arinbjarnardóttir. Ragna hafði gengið lækna á milli í tuttugu ár þegar raun­ veruleg veikindi hennar komu í ljós 2018. „Þá tók ég þátt í rannsókn á heilsufari kvenna hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem tekið var af mér hjartalínurit. Ég hafði margoft áður farið í hjartalínurit til að sjá hvort hjartsláttartrufl­ anir kæmu þar fram en alltaf reyndist hjartalínuritið í lagi og hjartað til friðs á meðan hálfrar mínútu línurit var tekið. Hjá Íslenskri erfðagreiningu kom hins vegar í ljós að eitthvað mikið væri að og tilkynnti læknir mér að ég væri mjög alvarlega veik og yrði að taka það alvarlega, annars ætti ég skammt eftir ólifað,“ segir Ragna sem pantaði þegar í stað tíma hjá Ingu Þráinsdóttur hjartalækni. „Inga, sem bjargaði lífi mínu. Það reyndist ekki vera mikið eftir af því, ég var farin að lenda í hjartastoppi og hjartslátturinn var kominn niður í þrjátíu slög á mínútu. Ástand mitt var því miklum mun alvarlegra en ég gerði mér grein fyrir.“

Tók mikið af líkama og sál

Það var árið 2000 sem Ragna fann fyrst fyrir óreglulegum hjartslætti og óþægindum fyrir hjarta. „Ég leitaði þá til læknis sem greindi mig með astma og setti mig á astmalyf. Hjartslátturinn hélt þó áfram að vera óreglulegur en ég vandist því og treysti grein­ ingu læknisins. Einkennin voru alls konar, stundum var eins og verið væri að kýla mig upp í háls og stundum fannst mér lungun titra. Þau komu og fóru en sýndu sig aldrei þegar ég fór í hjartalínu­ rit,“ upplýsir Ragna. Eftir fyrirlestur hjá sjúkraþjálf­ ara árið 2010 fór hún til læknis því henni fannst allt sem sjúkra­ þjálfarinn sagði passa við sig. „Ég spurði lækninn hvort það væri kannski súrefnisskortur sem hrjáði mig því ég væri alltaf verkjalaus á hreyfingu en þjáð þegar ég stoppaði. Í framhaldinu var ég send til gigtarlæknis sem greindi mig með vefjagigt og setti mig á gigtarlyf sem ég þoldi ekki. Það var því alltaf eitthvað annað en hjartað sem amaði að og eitt sinn bauð læknir mér þunglyndis­ lyf sem hann sagði að væru oft notuð við verkjum! Þá leið mér

Fyrstu þrjár, fjórar næturnar eftir aðgerðina gat ég ekki sofnað fyrir hjartslætti því það var eins og að vera á rokktónleikum að hlusta á hjartað slá 60 slög á mínútu, alveg í takt við vekjaraklukkuna. Það hélt fyrir mér vöku af einskærri gleði.

eins og það væri verið að afskrifa mig,“ segir Ragna. Hún hafði varið miklu fé í lyf, lausnir og læknaviðtöl þegar gáttatifið kom loks í ljós. „Þetta var búið að taka rosalega á. Ég tók fullt af lyfjum sem ég átti ekki að taka og gerðu ekkert gagn, auk þess að berjast við þunglyndi síðustu árin því mér leið hörmu­ lega illa í vinnunni en þjösnaðist áfram af miklum vanmætti. Það sást ekki utan á mér að ég væri alvarlega hjartveik en undir lokin var ég farin að detta út og í stöðugri hættu á blóðtöppum. Í höfði mér eru nú blóðþurrðar­ blettir sem koma vanalega bara hjá gömlu fólki en ég sit uppi með vegna vangreiningar á sjúk­ dómnum.“

Var hún kannski dáin?

Ragna hefur alltaf verið virk og notaði hreyfingu til að halda aftur af einkennum hjartaóreglunnar. „Ég þurfti að vera á fullu í hreyfingu til að líða þokkalega og fá hjartað til að hamast, en um leið og ég settist niður stífnaði ég upp og leið yfirmáta illa og allt reyndi þetta mikið á mig andlega líka. Ég var farin að loka mig af og þurfti að harka af mér að hitta fólk, ég var orðin svo magnþrota,“ segir Ragna sem var að niðurlotum komin eftir hefðbundinn vinnu­ dag. „Þegar ég kom heim úr vinnunni lá við að ég bæði um að mér yrði réttur kvöldmaturinn; ég gat ekki meira og svo svaf ég afskaplega illa því ég var svo verkjuð í hvíld. Verkirnir voru ekki endilega bundnir við hjartastað heldur læstu þeir sig um allan líkamann

eins og verið væri að kremja mig, en þannig lýsir vefjagigt sér líka,“ útskýrir Ragna sem fór líka tví­ vegis á Heilsustofnunina í Hvera­ gerði í leit að heilsubót. „Ég var endalaust að labba til að líða betur, en þetta kom alltaf aftur og hvarf aldrei. Eina nóttina í Hveragerði vaknaði ég verkja­ laus og varð svo undrandi að ég hreyfði mig til að athuga hvort ég væri dáin.“

Einkenni hurfu samstundis

Ragna gekkst loks undir aðgerð í ágúst síðastliðnum þar sem lungnaæðar voru brenndar til að stöðva óreglulegan hjartsláttinn sem skertu lífsgæði hennar svo mjög. „Ég kveið aðgerðinni mikið. Ég var svæfð klukkan níu að morgni og vaknaði um tvö. Þá strax fann ég að eitthvað mikið hafði gerst. Þegar ég labbaði svo yfir á sjúkra­ hótelið undir kvöldið voru öll einkenni horfin eins og dögg fyrir sólu, astminn og vefjagigtin. Ég hafði verið með frjókornaofnæmi síðan á barnsaldri, en öll lyfin höfðu bælt niður einkenni þess. Þegar ég gekk út af spítalanum hnerraði ég og hnerraði og guð, hvað var gott að finna ofnæmið komið aftur,“ segir Ragna sem öðl­ ast hefur nýtt líf eftir aðgerðina. „Í dag er ég laus við öll lyf nema blóðþynningarlyf til að fyrirbyggja blóðtappamyndun. Ég endurheimti líf mitt á ný og hef verið frábær síðan. Einkenni geta komið aftur eftir tvö ár en þá er ekkert mál að fara í aðra aðgerð. Gáttatif virðist geta verið rosalega falið og lúmskt, og því þarf alltaf að hlusta á innsæi sitt og ganga hart á eftir því að láta skoða það ofan í kjölinn.“ Ragna segist aldrei hafa verið lífhrædd á meðan hún treysti læknunum sem sögðu ekkert alvarlegt að. „En ég fylltist kvíða þegar ég vissi hvers kyns var og fékk á tíma­ bili magalyf út af kvíðanum. Þá hugsaði ég stundum þegar ég fór að sofa hvort ég fengi hjartastopp fyrir fullt og allt í svefni. Í dag er ég full vellíðunar og mér líður eins og nýrri manneskju. Fyrstu þrjár, fjórar næturnar eftir aðgerðina gat ég ekki sofnað fyrir hjartslætti því það var eins og að vera á rokk­ tónleikum að hlusta á hjartað slá 60 slög á mínútu, alveg í takt við vekjaraklukkuna, og ég vissi að það var ekki lengur að slá 30 slög eða minna. Hjartað var orðið eins og það á að sér vera og það hélt fyrir mér vöku af einskærri gleði.“ Veffang: frettabladid.is


4

HJARTAÐ ÞITT

5 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F Ö S T U DAG U R

Höfuðverkur getur verið fyrirboði heilablóðfalls. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY

Tíðni heilablóðfalla tengd aldri Heilablóðfall eða heilaslag er afleiðing skyndilegrar og varanlegrar truflunar á blóðflæði til heilasvæða af völdum æðasjúkdóma. Forvarnir eru besta lausnin til að forðast slíka sjúkdóma.

B

lóðflæðitruflunin getur orsakast af stíflu í heilaslagæð af völdum blóðtappa (heiladrep) eða því að æð brestur og blæðir í heilavefinn (heilablæðing). Í báðum tilvikum líða heilafrumur, sem æðin nærir súrefnisskort, auk skorts á öðrum nauðsynlegum næringarefnum. Hluti heilafrumanna deyr, en starfsemi annarra raskast. Stundum koma einkenni um heilablóðfall einungis fram í stuttan tíma og er þá talað um skammvinna blóðþurrð í heila. Ýmsir sjúkdómar geta stuðlað að heilablóðfalli. Einkennin sem koma fram eru háð staðsetningu og stærð skemmdarinnar í heilanum.

Tíðni hækkar með hækkandi aldri

Rannsóknir Hjartaverndar benda til að árleg tíðni um 50 ára aldur sé um 3 af hverju þúsundi en um áttrætt er tíðnin komin upp í 12 af þúsund. Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á Íslandi. Það veldur dauða hjá um 8% karla og kvenna.

MISMUNANDI FLOKKAR HEILABLÓÐFALLS

rásin nær að opnast aftur í tíma svo að engin varanleg skemmd verður á heilafrumunum. Slík einkenni eru viðvörun og þarf að rannsaka nánar til þess að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegt heilablóðfall síðar.

Heilablæðing

Við heilablæðingu brestur æð í heila svo að blæðir í heilavefinn. Stundum getur blætt á svæði þar sem æðastífla varð í upphafi. Blóðið þrýstir á heilbrigðan heilavef og flutningur um æðina skerðist. Djúpt í heila eru vökvafyllt hólf. Sé blæðingin stór getur hún brotist inn í þetta vökvakerfi. Í sjaldgæfum tilvikum getur blætt frá æðapokum á botni höfuðkúpunnar.

Áhættuþættir sem ekki er hægt að breyta:

n Aldur Líkurnar aukast með hækkandi aldri. Meðalaldur þeirra sem fá heilablóðfall hérlendis er tæplega 70 ár. n Kyn Fjórðungi algengara hjá körlum en konum. n Fjölskyldusaga Láta fylgjast með blóðþrýstingi og öðrum þekktum áhættuþáttum bæði ef er fjölskyldusaga um heilablóðfall og/eða hjarta- og æðasjúkdóma. n Fyrri saga um heilablóðfall/ skammvinna heilablóðþurrð.

Heiladrep

Heiladrepi er skipt í þrjár gerðir eftir orsök. Í fyrsta lagi getur kölkuð heilaslagæð lokast vegna staðbundinnar æðakölkunar. Í öðru lagi getur segarek (blóðtappi) sem myndast í öðrum hluta blóðrásar svo sem í stóru hálsslagæðunum, ósæðarboganum eða í hjartanu, lokað slagæðinni. Blóðsegar geta til dæmis myndast í hjarta sem slær óreglulega, í skemmdu hjarta eftir

Áhættuþættir heilablóðsfalls eru margir en þeim er hægt að breyta.

kransæðastíflu eða í nálægð við skemmdar hjartalokur. Í þriðja lagi geta kalkaðar smáæðar djúpt í heila lokast vegna þrengingar og valdið starfstruflun einungis á litlu svæði. Þetta nefnist ördrep. Í kaflanum hér á eftir verður heilablóðfall flokkað eftir orsökum, einkennum lýst, sagt frá greiningu, meðferð og áhættuþáttum.

Skammvinn blóðþurrð í heila

Þegar menn fá einkenni heilablóðfalls sem vara skemur en 24 klukkustundir er talað um skammvinna blóðþurrð í heila. Ástæður skammvinnrar blóðþurrðar eru hinar sömu og heiladreps, en blóð-

Áhættuþættir sem hægt er að breyta:

n Háþrýstingur n Reykingar n Kyrrseta n Offita n Sumir hjartasjúkdómar (t.d. óreglulegur hjartsláttur/gáttaflökt) n Sykursýki n Hækkað kólesteról n Áfengismisnotkun n Getnaðarvarnapilla (á það einkum við ef konan reykir og er eldri en 35 ára) n Streita Með því að hugsa vel um hjarta og æðakerfi minnka líkurnar á heilablóðfalli. Verið meðvituð um þá áhættuþætti. Fengið af vef Hjartaheilla.


FÖSTUDAGUR

HJARTAÐ ÞITT

5. FEBRÚAR 2021

5

Hjartalæknarnir Kristján Guðmundsson og Sigfús Gizurarson segja að það séu ýmsar árangursríkar meðferðir í boði fyrir þá sem hafa gáttatif og að það sé líka hægt að vinna gegn því með heilbrigðum lífsstíl. FRÉTTABLAÐIÐ/­

SIGTRYGGUR ARI

Brennsluaðgerðum fjölgar hratt Gáttatif er algengasta hjartsláttartruflunin. Ýmsir nýir meðferðarmöguleikar eru í boði. Brennsluaðgerðum vegna gáttatifs hefur fjölgað mikið. Gáttatif getur valdið heilablóðfalli eða hjartabilun.

H

jartalæknarnir Sigfús Gizurarson og Kristján Guðmundsson hafa mikla reynslu af því að framkvæma brennsluaðgerðir vegna gáttatifs. Gáttatif er hjartsláttartruflun sem verður sífellt algengari og getur verið erfitt að greina. En það er hægt að vinna gegn því með heilbrigðum lífsstíl og ýmsar árangursríkar meðferðir eru í boði. „Gáttatif er algengasta hjartsláttartruflunin og tíðni þess fer vaxandi, en hún er yfirleitt meiri þegar fólk eldist. Það má segja að um 10% fólks yfir sjötugt sé með gáttatif og um 2-3% allra landsmanna,“ segir Kristján. „Við erum ekki með nákvæmar tölur um þetta hér á landi en gert er ráð fyrir að við séum á pari við aðrar Evrópuþjóðir og því séu um 5-10 þúsund manns á Íslandi með gáttatif. Gáttatif er hjartsláttaróregla sem á upptök sín í vinstri gátt hjartans og er afleiðing af hröðum og óreglulegum rafboðum í gáttunum. Þetta veldur oft einkennum eins og óreglulegum hjartslætti, þreytu, mæði, svima, þrek- og úthaldsleysi og brjóstverkjum,“ segir Kristján. „Búist er við að á næstu einum eða tveimur áratugum muni tíðnin tvöfaldast vegna hækkandi aldurs og lífsstíls­ tengdra sjúkdóma.“

Þetta hjartalínurit sýnir óreglulegan hjartslátt vegna gáttatifs. MYND/AÐSEND

Þetta hjartalínurit sýnir hjartslátt sem er í venjulegum takti. MYND/AÐSEND

nokkrum árum var biðin þrjú ár, en nú er biðin átta mánuðir.“ „Gáttatif getur valdið heilablóðfalli og þá er það oft stórt. Það getur líka valdið hjartabilun. Þetta eru tveir alvarlegustu fylgifiskar gáttatifs,“ segir Sigfús. „Þeir sem hafa gáttatif hafa líka tvöfalt meiri dánarlíkur en þeir sem eru ekki með gáttatif,“ segir Kristján. „Helstu áhættuþættirnir eru aldur, hár blóðþrýstingur, sykursýki, ofþyngd, hreyfingarleysi, kæfisvefn og áfengisneysla,“ útskýrir Kristján. „Þessi vegna er lífsstíll gríðarlega mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja og draga úr einkennum gáttatifs. Það er mikilvægt að fólk reyni að halda sér í kjörþyngd, dragi úr áfengisneyslu og hreyfi sig reglulega. Með því að meðhöndla undirliggjandi áhættuþætti eins og blóðþrýsting og kæfisvefn má líka draga verulega úr einkennum.“ „Allir hjartasjúkdómar auka líka tíðni gáttatifs, sem og lungna- og skjaldkirtilssjúkdómar,“ segir Sigfús.

„Ef sjúklingur hefur einkenni frá gáttatifi þarf stundum að koma fólki í réttan takt, bæði með lyfjum og svokallaðri rafvendingu og þá eru taktstillandi lyf stundum notuð í framhaldinu til að fyrirbyggja endurkomu gáttatifs,“ segir Kristján. „Það eru samt ekki allir sem þarf að setja í réttan takt, oft sættum við okkur við langvarandi gáttatif hjá eldra fólki eða fólki með mjög langvinnt og einkennalítið gáttatif,“ útskýrir Sigfús. „Sjúklingar með gáttatif þjást líka oft af mjög hægum púlsi og þá þarf stundum að setja gangráð í þá.“

Hröð aukning í aðgerðum

Erfitt að skima fyrir gáttatifi

„Í fyrra fóru um 200 manns í brennsluaðgerð vegna gáttatifs, sem er svipað og árið áður, en síðustu ár hefur orðið veruleg aukning á þessu og áður voru þetta 30-40 aðgerðir á ári,“ segir Sigfús. „Nú gerum við flestar gáttatifsbrennsluaðgerðir í Evrópu, sé miðað við höfðatölu.“ „Hluti af skýringunni á því er uppsafnaður vandi,“ segir Kristján. „Það voru langir biðlistar og fyrir

„Það finna ekki allir einkenni gáttatifs,“ segir Kristján. „Því getur þetta verið hættulegt og kemur stundum ekki í ljós fyrr en fólk fær heilablóðfall eða hjartabilun. Gáttatif er greint með því að taka hjartalínurit af fólki. En einstaklingurinn þarf að vera úr takti þegar rannsóknin er gerð til að það komi í ljós og hjá mörgum kemur þetta og fer, svo hjartalínurit getur misst af gáttatifi,“

segir Kristján. „Þess vegna hefur það aukist í seinni tíð að skima fyrir gáttatifi, en það hefur ekki verið gert með skipulögðum hætti á Íslandi. En snjallúr hafa verið notuð til að skima fyrir þessu erlendis og það hefur gefið ágætis raun.“ „Mörg óleyst vandamál geta fylgt því að skima fyrir sjúkdómi sem er hægt að missa af. Þá heldur fólk kannski að það sé öruggt þrátt fyrir að vera með gáttatif. Það þurfa heldur ekki allir með gáttatif á meðferð að halda, þó að meirihlutinn þurfi blóðþynningarlyf,“ segir Sigfús. „En þetta ætti að vera hluti af heilsufarsskoðun allra sem eru 60 ára og eldri. Með aukinni snjallúravæðingu fara líka sjúklingar að dúkka upp því að úrið segir að eitthvað sé að.“

Ýmis meðferð í boði

„Grunnmeðferðin við gáttatifi felst í að finna áhættuþætti og meta hvort fólki þurfi blóðþynningarmeðferð. Það er algengara að konur þurfi blóðþynnandi meðferðir en karlar, þar sem þær eru í meiri áhættuhópi fyrir heilablóðfalli,“ segir Kristján. „Áður var hjartamagnýl og warfarin (kóvar) notað, en hjartamagnýl er ekki lengur notað sem blóðþynning við gáttatifi og notkun warfarin er að minnka því ný og betri lyf eru komin.“ „Margir sem greinast eru tregir við að fara á blóðþynningarlyf,“ segir Sigfús. „En lyfin hafa batnað mikið og þessi nýju lyf eru ein af stóru framförunum í hjartalæknisfræði síðustu árin.“

Mikill árangur af brennsluaðgerðum

„Ef fólk er áfram með einkenni þrátt fyrir lyfjameðferð er hægt að gera svokallaðar brennsluaðgerðir, en mikill minnihluti þarf á þeim að halda,“ segir Kristján. „En séu sjúklingar einkenna­ miklir eða með hjartabilun er vænsti kosturinn að undirgangast brennsluaðgerð. Það er líka mikilvægt að hefja lyfjameðferð eða íhuga brennsluaðgerð snemma í ferlinu, nýleg rannsókn sýndi að þeim sjúklingum farnast betur,“ bætir Kristján við. „Brennsluaðgerð er gerð með hjartaþræðingartæki, en farið er inn um stóra bláæð í nára og upp í hjarta,“ segir Kristján. „Gáttatif á sér upptök í vinstri gátt, í lungnabláæðum sem flytja súrefnisríkt blóð frá lungum til vinstri gáttar hjartans og þetta

svæði er rafeinangrað frá gáttinni. Annaðhvort er hjartavefur hitaður til að mynda ör eða frystur og ör myndað þannig. Þetta er gert á hjartaþræðingarstofu á Landspítalanum í svæfingu. Aðgerðin tekur 1-3 klukkustundir og fólk getur ýmist útskrifast að kvöldi eða daginn eftir,“ segir Kristján. „Langtímaárangur brennsluaðgerða er 70-80%, en með lyfjum er hann 30-40%, þannig að það er tvöfalt betri árangur af brennslu.“

Engin auðveld lausn

„Öllum aðgerðum geta fylgt kvillar, en áhættan af svona aðgerð er tiltölulega lág. Þrátt fyrir að allir alvarlegu fylgikvillarnir séu teknir saman koma þeim samt bara fram í innan við 1% af aðgerðum,“ segir Sigfús. „Meðferðin verður líka sífellt öruggari og árangursríkari þökk sé tækniframförum. En það fá samt ekki allir sjúklingar nægilega góðan bata og sumir þurfa að fara oftar en einu sinni og ná samt ekki fullnægjandi árangri. Þetta eru oft sjúklingar með langvinnt gáttatif og aðra erfiða undirliggjandi sjúkdóma.“ „Lyfjameðferðin er heldur ekki fylgikvillalaus og getur valdið alvarlegum og hættulegum aukaverkunum,“ segir Kristján. „Fyrir sjúklinga sem greinast og eru einkennamiklir er því miður ekki til nein auðveld og hættulaus meðferð,“ segir Sigfús. „En brennsluaðgerð er sennilega það besta fyrir vel valda sjúklinga upp á langtímaárangur og áhættu.“


6

HJARTAÐ ÞITT

5 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F Ö S T U DAG U R

Meðgöngusykursýki eða meðgönguháþrýstingur? Konum með meðgöngusykursýki hefur fjölgað töluvert en samkvæmt tölum Landspítala hefur tíðnin þrefaldast síðastliðinn áratug. Sykursýki hefur skaðleg áhrif á hjarta- og æðakerfið sé hún ekki meðhöndluð og því er reglulegt eftirlit hjá þeim sem eru í áhættuhópum mikilvægt.

B

ryndís Ásta Bragadóttir, sérfræðiljósmóðir í meðgönguvernd með áherslu á sykursýki á meðgöngu, segir að hægt sé að fá hækkaðan blóðþrýsting og/eða blóðsykur án þess að það tengist slæmum lifnaðarháttum, en með því að halda líkamsþyngd sem næst kjörþyngd, forðast mikið unnin matvæli og hreyfa sig daglega er hægt að draga verulega úr líkunum á að þróa þessi vandamál. „Einnig ætti að forðast streitu, tóbak og áfengi. Þótt blóðþrýstings- og blóðsykurvandamálum fylgi mikið álag á æðakerfið eru þau oft einkennalaus og því mikilvægt að komast að vandanum áður en hann hefur valdið skaða á æðakerfi einstaklingsins,“ upplýsir Bryndís Ásta.

Meðganga

„Segja má að meðgangan sé eins konar áreynslupróf fyrir líkamann. Meðgöngutengdir kvillar líkt og hækkaður blóðþrýstingur og meðgöngusykursýki hafa forspárgildi, en konur sem hafa fengið slíka greiningu á meðgöngu eru líklegri til að fá háþrýsting og/ eða sykursýki af tegund 2 síðar á ævinni. Aukin tíðni meðgöngusykursýki á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að við hreyfum okkur minna, en einnig er hlutfall einfaldra kolvetna hærra í fæðuvalinu, aldur mæðra í meðgöngu fer hækkandi og tíðni yfirþyngdar eða offitu er að aukast.“

Aldur mæðra í meðgöngu fer hækkandi og tíðni yfirþyngdar eða offitu er að aukast sem skapar ýmsa meðgöngukvilla. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY

Offita

„Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins frá 2019 fer tíðni yfirþyngdar og offitu hratt vaxandi hér á landi og er hærri á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mataræði Íslendinga er verra en hjá öðrum Evrópuþjóðum. Enn nýrri samantekt OECD sýnir að við erum komin í fyrsta sæti hvað varðar yfirþyngd og offitu. Áhyggjuefni er hve ört vaxandi vandamál þetta er hér á landi og að börnin okkar eru þar alls ekki undanskilin. Offita er þekktur áhættuþáttur meðal annars fyrir sykursýki og háþrýstingi sem eru meðal helstu ástæðna fyrir því að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma sem aftur eru ein algengasta dánarorsök kvenna og karla á Íslandi,“ segir Bryndís Ásta.

Lífsstíll

„Heilbrigður lífsstíll með bættu mataræði og aukinni hreyfingu skiptir miklu máli til að sporna gegn háþrýstingi og sykursýki af tegund 2. Einnig er nauðsynlegt að vera í reglulegu eftirliti læknis sem felur í sér meðal annars blóðþrýstingsmælingu og blóðsykureftirlit. En af hverju gengur okkur ekki betur að ráða við þessi lífsstílstengdu vandamál? Ég held að svarið við þeirri spurningu sé jafn margþætt og ástæður vandans. Margir gera sér ekki grein fyrir þeim alvarleika sem getur fylgt háþrýstingi og sykursýki. Mín reynsla er sú að yfirleitt vanti ekki upp á þekkinguna, konur vita hvað þarf að gera en gengur illa að breyta venjum sínum. Þó stundum sé ekki áhugi fyrir því að breyta

Samkvæmt skýrslu Evrópusambandsins frá 2019 fer tíðni yfirþyngdar og offitu hratt vaxandi hér á landi og er hærri á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum.

Bryndís Ásta Bragadóttir er sérfræðiljósmóðir í meðgönguvernd með áherslu á sykursýki á meðgöngu.

venjum sínum til batnaðar þá tel ég oftar að viljinn og þekkingin sé til staðar, konur séu fastar í vítahring offitunnar. Það er erfitt að hreyfa sig þegar aukakílóin fylgja með og einnig spilar andleg vanlíðan stórt hlutverk í vandamálinu og konur finna oft fyrir fituskömm.

Forvarnir

Forvarnir eru aðgerðir sem meðal annars miða að því að greina frávik snemma og koma þannig í veg fyrir frekari þróun sjúkdóms og fylgikvilla. Mikill ávinningur yrði af því að byggja upp öflugar forvarnir frekar en að takast á við vandann þegar hann er orðinn alvarlegur og búinn að valda skemmdum á líkamanum. Einnig yrði það mun ódýrara fyrir heilbrigðiskerfið. Samkvæmt lögum um landlækni og lýðheilsu á að halda skrá um heilsufar, t.d. um sykursýki, enda nauðsynlegt til að átta sig á umfangi vandans. Slík

skrá hefur ekki verið til, en unnið er að skráningu. Enn fremur vantar betri leiðbeiningar um eftirlit eftir áhættumeðgöngu þar sem móðir hefur greinst annaðhvort með sykursýki eða háþrýsting, það er lykilatriði í góðri heilsu mæðra fram í árin þar sem þessir kvillar geta látið á sér kræla síðar á ævinni og hreinlega læðst að konum og valdið miklum skaða á hjarta- og æðakerfi þeirra. Hækkaður blóðþrýstingur líkt og hækkaður blóðsykur geta valdið æðaskemmdum í líkamanum. Bæði þessi vandamál eru oft einkennalaus og því afar mikilvægt að vera í reglubundnu eftirliti þó ekki sé breyting á líðan.

Það er stórt verkefni að ætla að skima alla á Íslandi fyrir þessum kvillum og kannski ekki raunhæft. Einfaldara væri að skima konur með þekkta áhættuþætti sem hafa uppgötvast á meðgöngu og kalla þær inn í eftirlit t.d. hjá heilsugæslunni. Einhverjar heilsugæslur eru þegar byrjaðar að sinna þessum konum vel en því miður ekki allar. Enn berast frásagnir af konum sem greinst hafa með meðgöngusykursýki og er neitað um blóðsykureftirlit á þeim forsendum að þær séu einkennalausar. Það á ekki að vera bundið við vilja einstakra heilsugæslustöðva að sinna jafnmikilvægu lýðheilsumáli heldur samtakamáttur allra. Það er nauðsynlegt að halda

betur utan um skráningu þessa hóps og nýta betur það „áreynslupróf“ sem meðgangan er til að draga fram konur sem hafa þessa áhættuþætti. Það er ljóst að við getum gert mun betur í eftirliti og eftirfylgni við mæður sem greinast með sykursýki og/eða háþrýsting á meðgöngu, sama af hvaða rót vandinn er. Heilsa og líf þeirra getur legið við eftir því sem árin líða með þögula og ómeðhöndlaða kvilla. Það er nauðsynlegt að styðja við bakið á þeim með forvörnum og síðan meðferð ef þess gerist þörf. Barnið þarf á heilbrigðri móður að halda og heilbrigðir foreldrar eru grunnstoð góðrar fjölskylduheilsu,“ segir Bryndís Ásta.


8

HJARTAÐ ÞITT

5 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 F Ö S T U DAG U R

Háþrýstingur eða sykursýki? Ef þú hefur greinst með háþrýsting eða sykursýki á meðgöngu er mikilvægt að láta áfram fylgjast með hjartaheilsunni. Ómeðhöndlaður háþrýstingur getur leitt til alvarlegra hjartasjúkdóma.

F

yrir allar konur sem hafa greinst með meðgöngusykursýki er mælt með eftirliti á tveggja ára fresti eftir fæðingu vegna aukinnar hættu á að þróa með sér sykursýki af tegund 2 og þar með hættu á að þróa með sér kransæðasjúkdóma, því sykursýki getur skemmt æðaveggina okkar. Þar með stóreykst áhættan á hjartaáföllum og heilablóðfalli. Fyrir konur sem eignast barn eftir 45 ára aldur er mælt með eftirliti á hverju ári og sama gildir um þær konur sem greinast með hækkaðan blóðsykur í fyrstu skoðun eftir fæðingu. Allar konur sem hafa greinst með háþrýsting á meðgöngu þurfa að fylgjast með

blóðþrýstingi sínum alla ævi og fá ráðleggingar hjá lækni. Ómeðhöndlaður hár blóðþrýstingur getur leitt til alvarlegra hjartasjúkdóma. GoRed gefur út fyrir konur til vitundarvakningar um hjartasjúkdóma. Texti fenginn úr UpToDate 2021 Patient Education: Gestational diabetes (Beyond the Basics) og ráðleggingum ADA (American Diabetes Association).

Konur sem eignast barn eftir 45 ára þurfa sérstaklega að láta fylgjast með heilsu sinni. MYND/AÐSEND


Hjartað þitt 2022

FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2022

FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI


2

HJARTAÐ ÞITT 2022

4. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

Gleðilegt GoRed 2022 GoRed Ísland er orðið táningur, hvorki meira né minna. Það er því nokkuð skrýtið, en táknrænt fyrir málefni ársins, að á fyrsta táningsárinu skulum við fjalla um lok frjósemisskeiðs kvenna, breytingaskeiðið og ólíklegt að ungar konur hugsi mikið til þeirra tímamóta. En eins og kemur fram í máli þeirra sem rætt er við í blaðinu okkar, byrjar þetta skeið fyrr en konur grunar. Það hefur ekki verið fjallað mikið um efnið frá sjónarhóli hjartalæknisfræði og vonandi heldur sú umræða áfram eftir að GoRed deginum lýkur, því að mögulega munu rannsóknir, er varða hjartaheilsu eftir að breytingaskeið er hafið, breyta útreikningum áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum fyrir þennan hóp. Nýjar rannsóknir og síbreytileg vitneskja hvetur auðvitað til nýrrar hugsunar og breytinga, og oft og tíðum kollvarpast gamlar hugmyndir og aðferðir á svipstundu. Við þurfum að vera víðsýn og viðbúin. Að þessu sinni bjóðum við upp á viðtöl við tvo hjartasérfræðinga og kvensjúkdómalækni, kannski er hér um að ræða fyrstu tengingu tveggja heima, til þess að búa betur að heildrænni heilsu kvenna, en samfélagið allt þarf á því að halda að við opnum umræðuna og höldum henni á lofti, því að um óumflýjanlegan þátt í lífi allra kvenna er að ræða og stórt lýðheilsumál. Við konur þurfum sjálfar að vera meðvitaðar um okkar heilsu, taka ábyrgð, spyrja spurninga og leita svara og aðstoðar ef þörf þykir. Tökum stjórnina og látum okkur líða sem best. Gleðilegan rauðan dag! ■ Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri GoRed, og Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed

Helga Margrét Skúladóttir, formaður GoRed, og Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri GoRed. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Það sem skiptir máli þegar við förum inn í seinni hálfleik Lífið getur verið alls konar og tekur sífelldum breytingum á mismunandi skeiðum ævi okkar. Við förum í gegnum kynþroska, menntum okkur, förum að vinna, eignumst fjölskyldu, missum ættingja, komum okkur upp þaki yfir höfuðið og svona mætti lengi telja. Á leiðinni missum við oft sjónar á daglegum heilsumarkmiðum sem við viljum gjarnan hafa og hugsum stundum í átökum til þess að koma okkur á „beinu brautina“. Og við þolum merkilega vel það sem á okkur er lagt þegar við erum ung og hraust en það er tímabundið. Í hálfleik þurfum við að eiga samtal við okkur sjálf. Hvernig viljum við eldast, hvað getum við gert sjálf til þess að auka líkurnar á góðri heilsu? Hér eru nokkur ráð sem við þekkjum vel – já, sama gamla tuggan, en þetta virkar!

Útgefandi: Torg ehf

Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson

Í hálfleik þurfum við að eiga samtal við okkur sjálf. Hvernig viljum við eldast, hvað getum við gert sjálf til þess að auka líkurnar á góðri heilsu?

Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir , ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.

n Hreyfing er auðvitað ofarlega á blaði, finndu þér hreyfingu sem þér finnst skemmtileg, gjarnan utandyra. n Gott mataræði – það mikilvæga hér er að velja fjölbreytta fæðu, trefjaríka og forðast unnin matvæli. n Reykingar? Ef þú reykir – hættu því, þetta er stærsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Það er aldrei of seint að hætta. n Streita? Stór áhrifaþáttur í vellíðan okkar er að við stjórnum streitunni í okkar lífi – ekki láta streitu stjórna þér. Reglubundin hreyfing er besta ráðið til að vinna bug á streitu. n Svefn. Það er lykilatriði að sofa vel og endurnýja orkubirgðirnar. Ef þú af einhverjum orsökum sefur ekki vel á nóttunni skaltu leita ráðlegginga því þær eru einstaklingsbundnar. Forðastu koffíndrykkju eftir kl. 14 á daginn. n

Veffang: frettabladid.is


4

HJARTAÐ ÞITT 2022

4. febrúar 2022 FÖSTUDAGUR

Hanna Lilja segir að ýmis óljós sállíkamleg einkenni geti komið fram á breytingaskeiðinu sem eru oft vangreind, ekki tekin alvarlega og ekki meðhöndluð sem skyldi.

Hið margbrotna breytingaskeið Breytingaskeiðið er margbrotið tímabil sem erfitt er að alhæfa um hvernig lítur út og því enn flóknara að átta sig á því þegar það á sér stað. Aukin fræðsla og vitundarvakning eru til þess fallin að valdefla konur á þessu viðkvæma lífsskeiði. Tíðahvörf eru náttúrulegt ferli sem allir einstaklingar er fæðast með eggjastokka ganga í gegnum á einhverjum tímapunkti. „Tíðahvörf gerast af náttúrulegum orsökum þegar eggjastokkarnir hætta að framleiða egg, framleiðsla hormóna í eggjastokkum stöðvast og blæðingar stöðvast. Tíðahvörf geta einnig orðið þegar eggjastokkarnir eru fjarlægðir eða eyðileggjast, til dæmis við lyfja- eða geislameðferð vegna krabbameins,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, læknir hjá Gynamedica. Meðalaldur við tíðahvörf er um 51 ár og tíminn fram að því kallast breytingaskeið. „Breytingaskeiði fylgja flöktandi hormónagildi sem geta staðið yfir í mörg ár. Það þýðir að konur geta fundið fyrir fyrstu einkennum á fertugsaldri. Það er algengur misskilningur að blæðingastopp sé fyrsta einkenni breytingaskeiðs. Oftast er blæðingastoppið sjálft eitt það síðasta sem gerist. Einkenni breytingaskeiðs geta komið fram allt að áratugi áður en blæðingar hætta. Tíðahvörf eru því í raun afturvirk greining sem fylgir í kjölfar tímabils sem hefur staðið yfir í lengri tíma. Samkvæmt skilgreiningu er kona komin í tíðahvörf þegar ár er liðið frá síðustu blæðingum,“ segir Hanna. Ólík einkenni kalla á fræðslu Að sögn Hönnu eru fyrstu einkenni breytingaskeiðs oft smávægileg breyting á tíðahringnum. „Hann styttist um nokkra daga eða blæðingar aukast eða minnka.

Kona getur verið með einkenni breytingaskeiðs þótt hún sé ennþá með reglulegar blæðingar. Stundum finna konur fyrir versnandi fyrirtíðaspennu, mígreni og jafnvel nætursvita, sérstaklega rétt fyrir blæðingar.“ Ýmis sállíkamleg einkenni geta einnig komið fram á þessum tíma en þau geta verið óljós og því oft vangreind, ekki tekin alvarlega og því ekki meðhöndluð sem skyldi. „Einkenni eins og þreyta og orkuleysi, heilaþoka, hita- og svitakóf geta haft áhrif á líf kvenna bæði innan og utan heimilis, samskipti og atvinnuþátttöku. Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir konurnar sjálfar, aðstandendur, vinnuveitendur og samfélagið allt að auka fræðslu og þekkingu um breytingaskeið kvenna og gera viðeigandi ráðstafanir til þess að konur geti farið í gegnum þetta tímabil á sem bestan máta.“ Hormónaþrenningin Þau hormón sem spila stærstu hlutverkin í breytingaskeiðinu eru estrógen, prógesterón og testósterón. „Estrógen og prógesterón vinna saman við stjórnun tíðahringsins. Í öllum okkar líffærakerfum finnast frumur sem hafa viðtaka fyrir þessum hormónum. Þau hafa því víðtæk áhrif um allan líkama. Estrógen hefur meðal annars áhrif á bein, andlega líðan, minni, húð, hár og fleira. Líkaminn er vanur vissu magni af þessum hormónum og þegar magn þeirra flöktir og þau minnka geta komið fram ýmis sállíkamleg einkenni. Almennt er talað um að um 80 prósent kvenna finni einhver einkenni. Sumar af þeim finna mikið fyrir þessu tímabili en aðrar lítið,“ segir Hanna. Einkenni eru ólík eftir einstaklingum en geta verið eitthvað af eftirtöldu: Andleg vanlíðan, áður óþekktur kvíði eða depurð, svefn-

MYND/ARNAR HALLDÓRSSON

Það er ekki neitt eitt sem hentar öllum þegar kemur að því að bæta líðan á breytingaskeiði. Hanna Lilja

eru í boði og aðstoðað við að taka upplýsta ákvörðun um hvað hentar best.“

Það er gríðarlega mikilvægt að auka fræðslu og þekkingu um breytingaskeið kvenna til þess að konur geti gert viðeigandi ráðstafanir og gengið í gegnum þetta tímabil á sem bestan máta.

truflanir, orkuleysi, einbeitingarskortur, heilaþoka, augnþurrkur, eyrnasuð, hjartsláttartruflanir, hita- og svitakóf, skapsveiflur, óreglulegar blæðingar, hármissir, húðþurrkur, húðkláði, versnandi höfuðverkur, aukin fyrirtíðaspenna, liðverkir, vöðvaverkir, þrálátar þvagfærasýkingar, leggangaþurrkur, minnkuð kynhvöt, sársauki við samfarir og margt fleira. Áhrif estrógens á líkamann eru víðfeðm: n Heili Stýrir líkamshita, minni, kynhvöt. n Hjarta Stýrir hjartslætti, lækkar kólesteról, heldur æðaveggjum heilbrigðum. n Lifur Hefur áhrif á kólesterólgildi. n Bein Viðheldur styrk beina. n Húð Stýrir framleiðslu kollagens, viðheldur teygjanleika og raka. n Liðir og vöðvar Minnkar bólgur, viðheldur vöðvastyrk, teygjanleika og smurningu liða. n Meltingarkerfi Viðheldur starfsemi, hefur áhrif á þarmaflóruna. n Taugakerfi Hefur áhrif á leiðni taugaboða. n Þvagfærakerfi Minnkar líkur á sýkingum, viðheldur starfsemi. n Kynfæri/leggöng Kemur í veg fyrir ofvöxt baktería (bacterial vaginosis), viðheldur raka og teygjanleika slímhúða.

Hvernig greinum við breytingaskeiðið? „Þó svo meðalaldur við tíðahvörf sé um 51 ár hætta margar konur mun fyrr á blæðingum. „Ef þú ert 45 ára eða eldri með óreglulegar blæðingar og dæmigerð einkenni breytingaskeiðsins ætti ekki að þurfa rannsóknir til að greina breytingaskeiðið. Ef tíðahvörf verða fyrir 45 ára er talað um snemmkomin tíðahvörf. Ef þau verða fyrir 40 ára aldur er talað um ótímabæra vanstarfsemi eggjastokka. Kona gengur einnig í gegnum tíðahvörf í kjölfarið á því að eggjastokkar séu fjarlægðir eða eyðileggist. Mikilvægt er að greina þessi tilfelli sem fyrst svo hægt sé að ræða meðferðarmöguleika. Ef þú ert undir 45 ára og sérstaklega ef þú ert yngri en 40 ára og með blæðinga­ óreglu og breytingaskeiðseinkenni er mælt með að taka blóðprufur til að útiloka aðra kvilla. Hormónamælingar á þessu tímabili eru mjög óáreiðanlegar þar sem hormónagildi sveiflast mikið og geta gefið falskt eðlilegt gildi og því ekki mælt með að gera þær nema í sérstökum tilfellum.“ Til eru ýmsir meðferðarmöguleikar til að draga úr íþyngjandi einkennum breytingaskeiðs. Fyrsta skrefið er að skrá vel einkennin og leita til heilbrigðisstarfsmanns sem er vel að sér í einkennum á breytingaskeiði. Hann getur veitt ráðgjöf og fræðslu um hvaða möguleikar

Hormónauppbótarmeðferð Ein leið til að slá á einkenni breytingaskeiðs er með hormónauppbótarmeðferð. Þá eru gefin hormón til að jafna út hormónasveiflur og bæta upp hormónaskort sem verður á breytingaskeiðinu og eftir tíðahvörf. „Ávinningurinn af þessari meðferð er hvað mestur ef byrjað er á hormónum áður en blæðingarnar hætta alveg, eða minnst innan 10 ára frá tíðahvörfum. Þekking er að aukast um virkni hormónauppbótarmeðferðar og jákvæð áhrif hennar á heilsu kvenna til framtíðar. Þrátt fyrir að vitað sé að hormónin virki vel og séu örugg meðferð fyrir flestar konur, nota aðeins 10-20 prósent kvenna hana vegna einkenna breytingaskeiðs. Hormónin má taka inn í töfluformi eða sem gel eða plástur í gegnum húð. Þau eru lyfseðilsskyld og þarf að fá í gegnum lækni,“ segir Hanna. Hormónin sem um ræðir eru: Estrógen gegnir mikilvægu hlutverki í nær öllum líffærakerfum líkamans, eins og heila, hjarta, beinum, húð, hári og leggöngum. Öruggasta leiðin til að fá estrógen er í gegnum húðina í gelformi eða sem plástur. Þannig fer estrógenið beint í gegnum húðina út í blóðið. Einnig fæst estrógen í töfluformi. Þá er það tekið upp í gegnum meltingarveginn, gegnum lifrina þar sem það getur virkjað storkukerfið okkar. Þar með eykst aðeins hætta á blóðtappa. Prógesterón stýrir tíðahringnum. Það er notað sem hluti af hormónauppbótarmeðferð hjá konum sem eru með leg. Estrógen örvar slímhúð í legholi og veldur því að hún þykknar. Í sumum tilfellum getur estrógen eitt og sér valdið ofvexti slímhúðar í legi sem


HJARTAÐ ÞITT 2022

FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2022

Til eru ýmsir meðferðarmöguleikar til að draga úr íþyngjandi einkennum breytingaskeiðs. Fyrsta skrefið er að skrá vel einkennin og leita til heilbrigðisstarfsmanns sem er vel að sér í einkennum á breytingaskeiði.

getur leitt til frumubreytinga og í sjaldgæfum tilfellum til krabbameins í legi. Því er mikilvægt fyrir konur með leg að taka prógesterón líka til að koma í veg fyrir ofvöxt slímhúðar. Mikroniserað prógesterón er hvað líkast því prógesteróni sem myndast í líkama okkar. Það er því öruggasta tegund prógesteróns, hefur minni aukaverkanir og er öruggara hvað varðar hættu á brjóstakrabbameini. Hér á Íslandi heitir það utrogest/utrogestan. Það eru töflur sem eru teknar með glasi af vatni að kvöldi. Annar möguleiki er Mirena hormónalykkja. Hún dugar í 5 ár og virkar líka sem getnaðarvörn. Prógesterón fæst einnig sem framleidd prógestógen í töfluformi. Rannsóknir sýna að notkun þeirra fylgi aðeins aukin hætta á brjóstakrabbameini, sem samsvarar þeirri auknu hættu á brjóstakrabbameini sem fylgir því að drekka tvö vínglös á dag eða vera í yfirþyngd. Sumar konur kjósa samt sem áður að nota hormóna í töfluformi eða samsetta plástra sem innihalda tilbúin prógestógen því það er ekkert eitt sem hentar öllum. Mikilvægt er að eiga samtal um hættur og ávinning af meðferð og að kona sé upplýst um aðeins aukna áhættu tengda þessari tegund af hormónameðferð, til að geta valið meðferð sem hentar best hverju sinni. Testósterón er ekki bara karlhormón heldur framleiða eggjastokkar kvenna talsvert magn af testósteróni líka. Testósterón gegnir ýmsum hlutverkum í líkama kvenna og í sumum tilfellum getur kona haft gagn af testosterón-viðbót ef ekki næst ásættanlegur bati með estrógeni og prógesteróni. Leggangaþurrkur og þvagfæraeinkenni Hormónið estrógen viðheldur heilbrigðri slímhúð í leggöngum og þvagfærakerfi. Það viðheldur raka og teygjanleika, stuðlar að eðlilegri leggangaflóru og verndar gegn ýmsum sýkingum. „Þegar estrógengildin lækka á breytingaskeiði og eftir tíðahvörf geta komið fram ýmis óþægindi frá leggöngum og þvagrás. Einkennin geta versnað með tímanum og valdið konum miklum óþægindum.

Staðbundin estrógenmeðferð virkar best gegn einkennum frá kynfærum og þvagfærum. Þessi meðferð er mjög örugg, eykur ekki hættu á krabbameini eða blóðtappa. Óhætt er að halda meðferð áfram svo lengi sem hver kona vill og hefur ávinning af henni. Meðferðina má nota samhliða hormónauppbótarmeðferð eða eina og sér. Þessi meðferð er lyfseðilsskyld og fæst til dæmis í gegnum heimilislækni og kvensjúkdómalækni. Einnig fást töflur, vagifem, sem settar eru upp í leggöng dag hvern fyrstu 14 dagana og eftir það 2-3 sinnum í viku. Einnig er hægt að fá mjúkan silíkonhring, sem hér nefnist estring, sem settur er upp í leggöng og gefur þar frá sér estrógen í 90 daga. Hringnum þarf að skipta út á þriggja mánaða fresti. Ef kona treystir sér ekki til að skipta sjálf getur læknir eða hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu fjarlægt þann gamla og sett nýjan hring upp. Auk þessa eru til estrógenkrem sem hægt er að bera á sig, eins og ovestin. Ýmis rakagefandi krem og sleipiefni sem fást án lyfseðils geta líka komið sér vel og duga mörgum konum.“ Aðrir meðferðarmöguleikar „Það er ekki neitt eitt sem hentar öllum þegar kemur að því að bæta líðan á breytingaskeiði. Á þessu tímabili er mikilvægt að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og huga að mataræði, en ákveðnar fæðutegundir og drykkir geta haft áhrif á einkenni. Regluleg hreyfing er góð fyrir andlega og líkamlega heilsu, léttir lund, eykur orku og hefur jákvæð áhrif á heilbrigði beina og hjarta- og æðakerfis. Hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi getur hjálpað sumum. Aðrar leita í óhefðbundnar aðferðir eða náttúrulyf. Til eru ýmis bætiefni og náttúrulyf sem hafa verið markaðssett með það í huga að bæta einkenni kvenna á breytingaskeiði. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum efnum og eru áhrifin yfirleitt sambærileg við lyfleysu. Athugið að þótt bætiefni séu náttúruleg eru þau ekki endilega án aukaverkana. Önnur lyfseðilsskyld lyf eru stundum notuð til að slá á einkenni

Líkaminn er vanur vissu magni af hormónum. Þegar magn þeirra flöktir geta komið fram ýmis sállíkamleg einkenni. Hanna Lilja

ef frábending er fyrir hormóna­ meðferð. Þá er átt við þunglyndislyf, gabapentin, clonidine eða betablokkera. Heimilislæknir eða kvensjúkdómalæknir geta veitt frekari upplýsingar um meðferðarmöguleika.“ Svefninn skiptir máli Svefntruflanir eru algengt vandamál hjá konum á breytingaskeiði. „Ástæðurnar geta meðal annars verið hitakóf, svitakóf, tíð þvaglát, liðverkir, hjartsláttartruflanir og kvíði. Flest þessara einkenna má tengja flöktandi hormónaframleiðslu, en hormónin estrógen, prógesteron og testósterón hafa jákvæð áhrif á bæði gæði og lengd svefns. Góðar svefnvenjur skipta líka miklu máli fyrir góðan svefn. Mikilvægt er að byggja upp svefnþrýsting frá því að við vöknum á morgnana uns við förum að sofa á kvöldin. Þættir sem hjálpa til við það eru til dæmis að fara út í dagsljósið fljótlega eftir að þú ferð á fætur, regluleg hreyfing og að hafa vökutímann sem lengstan. Þættir sem geta haft neikvæð áhrif á svefnþrýsting eru meðal annars að leggja sig á daginn, að sofa út um helgar, fara í rúmið fyrr en venjulega, of mikið koffín og streita.“ Áhrif á heilsu til framtíðar Skortur á kynhormónum veldur ekki bara þrálátum einkennum sem nefnd hafa verið hér að ofan og margar konur upplifa. Kynhormónin, sérstaklega estrógen, eru mikilvæg fyrir líkamsstarfsemi okkar. Eftir tíðahvörf, þegar hormónagildi lækka, eykst hætta á að konur þrói með sér ýmsa sjúkdóma eins og beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdóma og fleira. „Estrógen styrkir beinin en með lækkandi estrógengildum á breytingaskeiðinu verða konur útsettari fyrir beinþynningu en karlar. Beinþynning er ástand sem veikir beinin og eykur líkurnar á því að þau brotni. Konur missa allt að 10 prósent af beinþéttni á fyrstu 5 árunum eftir tíðahvörf. Aðrir þættir sem hafa áhrif á beinþéttnina eru fjölskyldusaga, reykingar og mikil áfengisdrykkja. Estrógen tekur þátt í að halda

5

æðum líkamans heilbrigðum og teygjanlegum og hefur jákvæð áhrif á kólesterólgildi. Flöktandi gildi estrógens í líkamanum eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Þar má telja kransæðasjúkdóma, heilablóðföll og elliglöp. Aðrir þættir sem hafa áhrif eru háþrýstingur, reykingar, offita og fjölskyldusaga. Estrógen gegnir einnig mikilvægu hlutverki í starfsemi heilans. Konur eru misnæmar fyrir lækkandi estrógengildi. Margar upplifa áberandi einkenni sem hafa áhrif á lífsgæði þeirra. Þetta getur verið minnisleysi, einbeitingarskortur og erfiðleikar við að taka við upplýsingum. Þetta getur haft áhrif á starfsgetu kvenna og einfaldar athafnir daglegs lífs eins og að lesa bók eða hlusta á útvarp. Sumar konur upplifa minnkað sjálfstraust í tengslum við þetta og hætta til dæmis að treysta sér til að keyra sjálfar og annað sem þær hafa gert áður. Hjá sumum konum verða þessi einkenni það hamlandi að konur geta ekki hugsað sér að lifa við þessar aðstæður og fá jafnvel sjálfsvígshugsanir,“ segir Hanna. Breyting til framtíðar Það er mikilvægt að auka þekkingu og fræðslu og opna umræðuna um þetta stóra breytingatímabil. „Mikil valdefling er falin í því að konur skilji hvað er að gerast á þessu tímabili, af hverju það gerist og viti að það er hægt að fá samtal og hjálp. Þetta er ekki bara hjálplegt fyrir konurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra heldur einnig fyrir samfélagið og atvinnulífið. Konur sem fá tíð og flókin einkenni, sem þær jafnvel skilja ekki til fulls, virðast í mörgum tilfellum detta út af vinnumarkaði í styttri eða lengri tíma, vegna vangreiningar eða mismunagreininga og rangrar meðferðar. Kona sem skilur hvað er að gerast og af hverju, þekkir einkennin og veit hvaða meðferð er í boði, er betur í stakk búin til að taka ábyrgð á eigin lífi, leita sér aðstoðar og meðferðar við hæfi og gera lífsstílsbreytingar sem geta skipt sköpum fyrir andlega líðan og heilsu til framtíðar,“ segir Hanna að lokum. n


HJARTAÐ ÞITT 2022

FÖSTUDAGUR 4. febrúar 2022

Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir segir að hættan á hjarta-og æðasjúkdómum aukist hjá konum eftir tíðahvörf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Breytingaskeiðið er mörgum konum þungbært, enda tekur lífið oft stakkaskipt­ um á þessum tíma. Hita­ kófin alræmdu sýna oft litla miskunn og margar konur upplifa hjartsláttaróþægindi, svefntruflanir, einbeitingar­ örðugleika og einkenni þunglyndis. Bandaríski rithöfundurinn Sandru Tsing Loh, hefur sagt að umfjöllun fræðimanna um breytingaskeið kvenna sé oft og tíðum dapurleg og þar gæti lítils skilnings: „Þú ert svefnlaus, þú ert kvíðin, þú ert feit, þú ert þunglynd og ráðin sem þú færð eru alltaf þau sömu – farðu í fleiri göngutúra, borðaðu meira kál og drekktu meira vatn. Það hjálpaði mér ekki,“ skrifar hún. Mörg þeirra einkenna sem konur glíma við á breytingaskeiði tengjast hjarta- og æðakerfi. Þetta skýrir kannski hvað hjartalæknar eru að vilja upp á dekk, að fjalla um þetta vandasama efni. „Upphaf breytingaskeiðsins má rekja til minnkandi framleiðslu eggjastokkanna á hormónunum estrógeni og prógesteróni. Þegar dregur úr framleiðslu þessara hormóna hætta konur smám saman að hafa blæðingar og frjósemissskeiðinu svokallaða lýkur,“ segir Helga Margrét Skúladóttir hjartalæknir. Undanfari tíðahvarfa Helga Margrét segir undanfara tíðahvarfa geta staðið mánuðum saman og jafnvel í nokkur ár. „Á þessum tíma er hormónaframleiðsla eggjastokkanna sveiflukennd og blæðingar eru því oft óreglulegar. Á þessu tímaskeiði upplifa konur oft vanlíðan af ýmsu tagi, enda má segja að breytingaskeiðið umtalaða sé hafið,“ segir Helga Margrét. „Hitakóf eru algengasta einkennið í undanfara tíðahvarfa. Þá eru svefntruflanir algengar og margar konur upplifa hjartsláttartruflanir. Einnig er algengt að breyting verði á blóðfitu og kólesteról í blóði hækkar oft.“ Hitakófin Langflestar konur fá að kynnast svokölluðum hitakófum á breytingaskeiðinu, að sögn Axels F. Sigurðssonar hjartalæknis. Sumar fá þau bara af og til, á meðan aðrar fá hitakóf með stuttu millibili, bæði að degi og nóttu til. Í sumum tilvikum vara þessi einkenni árum

Axel F. Sigurðsson hjartalæknir segir að að blóðfitugildi kvenna breytist oft í kringum tíðahvörf. MYND/AÐSEND

Breytingaskeið kvenna – sjónarhorn hjartalæknisins

Reykingar eru sem betur fer almennt á undanhaldi, enda sterkasti áhættuþátturinn hjá bæði konum og körlum. Helga Margrét Skúladóttir

saman, bæði fyrir og eftir eiginleg tíðahvörf. „Hitakófin eru talin stafa af truflun í samspili taugakerfis og æðakerfis. Þau tengjast víkkun á útlægum slagæðum til húðar, sem leiðir til aukins blóðstreymis sem veldur skyndilegri hitatilfinningu. Hitakófin lýsa sér oftast sem skyndileg hitatilfinning á hálssvæði, í andliti, höfði og brjósti, sem hjá mörgum konum breiðist síðan út um allan líkamann. Hitakófin standa oft í tvær til fjórar mínútur og þeim fylgja gjarnan mikil svitamyndun, skjálfti og jafnvel kvíðatilfinning sem og hjartsláttarónot,“ útskýrir Axel. „Hjá mörgum konum eru hitakóf algengust að nóttu til og því er líklegt að þau trufli svefn, en svefntruflanir eru líka algengar á breytingaskeiði kvenna án þess að hitakófunum sé um að kenna.“ Hjarta-og æðasjúkdómar Helga Margrét segir að hættan á hjarta- og æðasjúkdómum aukist hjá konum eftir tíðahvörf. „Þetta er talið tengjast minnkaðri framleiðslu eggjastokkanna á estrógeni. Konur eru þó almennt í minni hættu á að fá kransæðasjúkdóm en karlar og alla jafna gerir sá sjúkdómur vart við sig um 10 árum síðar en hjá körlunum. Þó er vert að nefna að konur með sykursýki af týpu 2, sem áður var nefnd áunnin sykursýki, en tengist bæði erfðum og lífsstíl, virðast glata þessari kynbundnu vernd

7

og því sérstaklega mikilvægt að fylgjast vel með til dæmis konum sem greinst hafa með sykursýki á meðgöngu, líkt og fjallað var um hjá GoRed á liðnu ári“ segir Helga Margrét. Axel segir einnig að blóðfitugildi kvenna breytist oft í kringum tíðahvörf. Hann segir algengt að heildargildi kólesteróls í blóði hækki, auk þess sem hækkun verður á LDL kólesteróli sem oft er nefnt „vonda kólesterólið“. Þegar kólesterólgildi eru metin er þó einnig horft á HDL eða „góða kólesterólið“ og hlutföll þessara tveggja skoðuð. „Almennt gildir að það er nokkur fylgni á milli LDL-kólesteróls í blóði og hættunnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta samband er þó mun meira áberandi fyrir miðjan aldur en eftir tíðahvörf og oft má sjá há kólesterólgildi hjá afar hraustum konum eftir tíðahvörf,“ útskýrir Axel. „Þótt mataræði geti í mörgum tilvikum bætt blóðfitugildin, er ekki þar með sagt að strangt mataræði dragi úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Mataræði og hreyfing lykilatriði Helga Margrét tekur undir þetta og segir að heilbrigt mataræði og reglubundin hreyfing séu vissulega lykillinn að góðri heilsu hjá konum á breytingaskeiðinu, eins og öðrum. „Rétt er að geta þess að hollt mataræði þarf ekki alltaf að miða að lækkun kólesteróls í blóði, enda að mörgum öðrum þáttum að huga. Almennt er ekki mælt með mjög fituskertu fæði, en rétt að vanda val á fitu og forðast óhóflega neyslu sykurs og einfaldra kolvetna, sem og unninna matvæla. Hér má benda á „Ráðleggingar um mataræði“ sem Embætti landlæknis gefur út og er aðgengilegt á netinu. Svokölluð phytoestrogen má finna í sumum matvælum eins og grænmeti, ávöxtum, sojabaunum, linsubaunum, kjúklingabaunum, hörfræjum og einhverjar rannsóknir benda til að phytoestrogen geti dregið úr hitakófum,“ segir hún. „Margar eldri konur hafa hátt

Hitakófin eru talin stafa af truflun í samspili taugakerfis og æðakerfis. Þau tengjast víkkun á útlægum slagæðum til húðar. Axel F. Sigurðsson

kólesteról en engin merki um hjarta- og æðasjúkdóma – og rétt að ígrunda vel notkun blóðfitulækkandi lyfja, sé ekki um aðra áhættuþætti að ræða. Þar ber til dæmis að líta til ættarsögu og þá einkum sögu um hjartaáföll hjá nánum ættingjum fyrir aldur fram, reykinga og svo sykursýki líkt og rætt var um. Reykingar eru sem betur fer almennt á undanhaldi, enda sterkasti áhættuþátturinn hjá bæði konum og körlum – og aldrei of seint að hætta í því markmiði að minnka verulega hættuna á hjartaáfalli hjá báðum kynjum.“ Axel segir rétt að árétta að oftast er rík ástæða til að mæla með notkun blóðfitulækkandi lyfja hjá konum, rétt eins og körlum, sem greinst hafa með æðasjúkdóm eða falla í ofangreinda áhættuhópa. Helga bendir einnig á að algeng kvörtun á breytingaskeiði varði hjartsláttar­óþægindi, en þetta samband hefur þó verið lítið rannsakað enda oftast um að ræða saklaust fyrirbæri. „Það að finna fyrir hjartslætti þarf ekki endilega að þýða að hjartslátturinn sé óeðlilegur og stundum er einungis um saklaus aukaslög að ræða, en þetta þarf að meta í hverju tilfelli fyrir sig og getur verið vert að kortleggja með hjartalínuriti heima í sólarhring eða svo, svokallaðri Holterrannsókn,“ bætir hún við. Hormónameðferð Axel upplýsir að rannsóknir hafi

sýnt að hormónameðferð er hjálpleg til að draga úr hitakófum. Þá getur slík meðferð líka dregið úr beinþynningu og þar með hættunni á beinbrotum eftir tíðahvörf. „Hormónameðferð er þó ekki hættulaus. Áhættan er þó einstaklingsbundin og fer eftir ástandi konunnar og fyrri heilsufarssögu, auk þess sem hún tengist tímalengd meðferðar og samsetningu þess lyfs sem notað er,“ segir hann. „Lengi vel var talið að gjöf estrógena drægi úr hættunni á hjartaog æðasjúkdómum. Því var um árabil mælt með gjöf estrógens hjá konum á breytingaskeiði, í því skyni að draga úr þessari áhættu. Gjörbreyting varð á þessum ráðleggingum í kjölfar tveggja stórra rannsókna sem birtar voru árin 1998 og 2002.“ Axel segir að rannsóknirnar hafi leitt í ljós að gjöf estrógena í blöndu með progesteroni virtist ekki minnka áhættu á æðaáföllum hjá konum með þekkta hjarta-og æðasjúkdóma. Jafnframt kom í ljós að gjöf slíkra lyfja virtist auka tíðni á brjóstakrabbameini og hjarta-og æðaáföllum hjá konum sem ekki höfðu fyrri sögu um hjarta-og æðasjúkdóma. „Í kjölfarið var alfarið mælt gegn notkun hormónalyfja til að draga úr hættunni á hjarta- og æðasjúkdómum og í dag er eingöngu mælt með notkun lyfjanna til að draga úr hvimleiðum einkennum breytingaskeiðsins og þá aðallega hitakófunum,“ segir Axel. „Í dag er talið að hormónameðferð feli í sér aukna hættu á brjóstakrabbameini, krabbameini í legi, heilablóðföllum og blóðsega í bláæðum. Hættan á þessum vandamálum eykst með hækkandi aldri og virðist mun meiri eftir sextugt en fyrir sextugt. Ekki er mælt með gjöf hormónalyfja hjá konum með sögu um brjóstakrabbamein, kransæðasjúkdóm, bláæðablóðsega eða heilablóðföll,“ útskýrir hann. „Skammtímameðferð með hormónalyfjum er þó talin hættulítil hjá konum sem ekki hafa sögu um ofangreind vandamál og mælt er með að hormónalyf séu ekki gefin lengur en í fimm ár og ekki eftir að sextugsaldri hefur verið náð. Ef einkenni kvenna og vanlíðan er mikil getur þó verið réttlætanlegt að halda meðferð áfram í lengri tíma ef ávinningur meðferðar er talinn meiri en áhættan sem af henni stafar.“ ■


Hjartað þitt 2023

FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

Konurnar sem standa hjarta þínu næst


2

HJARTAÐ ÞITT 2023

3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

Hjartalækningar fjölbreytt sérgrein Vilborg Jónsdóttir lýkur sérnámi í hjartalækningum frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg nú í febrúar. Undanfarna mánuði hefur hún unnið á Sjúkrahúsinu á Akureyri og sér framtíðina fyrir sér þar.

Helga Margrét Skúladóttir formaður og Rannveig Ásgeirsdóttir verkefnastjóri.

Konurnar sem standa hjarta okkar næst Árið 2023 er fermingarár GoRed á Íslandi, fjórtánda árið runnið upp. Megináhersla okkar nú er konurnar sem sinna sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma; sinna eftirliti og forvörnum og standa að greiningu og meðferð bæði innan og utan spítala. Lesa úr rannsóknum og sinna andlegu hliðinni sem er órjúfanlegur hluti ferilsins hjá öllum þeim sem greinast með hjartasjúkdóm. Við fáum innsýn í daglegt líf fagaðila á hjartadeildum og á læknastofum utan spítala sem og á landsbyggðinni. Sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, lífeindafræðingar og hjartasérfræðingar, að ógleymdu viðtali við sálfræðing sem sinnir handleiðslu og eftirfylgni við hjartasjúklinga. Ferlið sem hefst þegar maður greinist með sjúkdóm getur verið nokkuð flókið og í reynd er ekki útilokað að þær aðstæður skapist að allir sem rætt er við í blaði ársins eigi snertiflöt við einn og sama sjúklinginn í gegnum hans feril í heilbrigðiskerfinu. Samvinna allra

Útgefandi: Torg ehf

sem hér er rætt við er einstök enda hafa allar sama markmiðið. Með sjúklinginn í öndvegi vinna þær að bata og stuðningi við sjúklinginn sjálfan og hans nánustu aðstandendur. Þetta eru konurnar sem standa hjarta okkar næst. Helga Margrét Skúladóttir formaður Rannveig Ásgeirsdóttir verkefnastjóri

Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson

Vilborg segir að ástæða þess að hún valdi að sérhæfa sig í hjartalækningum sé að þær eru fjölbreytt sérgrein. „Sjúklingahópurinn er breiður, þetta eru bæði ungir og gamlir sjúklingar en hjartasjúkdómar eru gríðarlega algengir,“ útskýrir Vilborg. „Í starfinu sinni ég bæði langvinnum og bráðum hjartasjúkdómum. Mér finnst skipta máli að hafa þessa fjölbreytni í starfinu.“ Vilborg nefnir einnig að henni þyki áhugavert hve mikið af rannsóknum hafi verið gerðar á meingerð og orsökum hjartasjúkdóma. „Rannsóknirnar gera það að verkum að mikið er um framfarir í hjartalækningum. Hjartalækningar eru líka fjölbreyttar að því leyti að þær eru ekki bara tölvuvinna, starfið er líka verklegt. Það er margt gert með höndunum, við setjum inn gangráða og lesum af gangráðum, ómskoðum og skoðum myndir,“ segir hún. Síðustu ár hefur Vilborg unnið á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg þaðan sem hún lýkur sérnámi sínu nú í febrúar. Undanfarna mánuði hefur hún þó verið heima á Íslandi þar sem hún starfar við hjartalækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. „Mér finnst líklegt að ég verði áfram hér á Akureyri eftir útskrift. Ég kom hingað norður til að prófa mig áfram og sjá hvort börnin yrðu glöð og það virðist allt ganga,“ segir hún en Vilborg kemur frá Siglufirði og hefur starfað á Sjúkrahúsinu á Akureyri áður. „Sérnámið sem ég er að klára núna úti í Svíþjóð tekur 7,5 ár. Ég tók part af því á Íslandi áður en ég fór út. Eftir fimm ár varð ég sérfræðingur í lyflækningum en svo tekur tvö og hálft ár til viðbótar að verða sérfræðingur í hjartalækningum,“ útskýrir hún. Nánari samskipti Það er alltaf nóg að gera á hjartadeild, hvort sem það er á Akureyri eða úti í Svíþjóð að sögn Vilborgar. Hún segir þó margt ólíkt við að vinna á stóru sjúkrahúsi eins og Sahlgrenska og litlu sjúkrahúsi eins og á Akureyri „Námið úti í Svíþjóð var vinna á hjartadeild þar sem ég vann vaktavinnu. Það var alltaf brjálað að gera og hérna heima er það þannig líka. Þegar maður velur þessa starfsgrein verður maður að sætta sig við það, en maður þrífst kannski pínulítið á því líka,“ segir hún og hlær. „Helsti munurinn á að vinna hér á Akureyri og úti í Svíþjóð er að hérna er allt persónulegra. Mér þykir mjög vænt um það. Hér fylgi ég sjúklingnum eftir í gegnum allt ferlið, en í Svíþjóð eru alltaf aðrir læknar sem taka við sjúklingnum þegar maður lýkur vaktinni og maður fylgir sjúklingnum því ekki alla leið. Það sem mér finnst gott við að fylgja sjúklingnum svona alveg eftir er að ég fæ betri heildarsýn yfir hans mál. Ég næ góðu sambandi við sjúklingana og fjölskyldur þeirra og samskiptin verða nánari,“ heldur hún áfram. „Á stærra sjúkrahúsi nær maður ekki þessum sjúklingakontakt. Hérna fær maður virkilega að sjá að maður er að hafa áhrif á lífsgæði sjúklinganna og vonandi eftir

Vilborg hefur starfað á sjúkrahúsinu á Akureyri undanfarna mánuði en hún er að ljúka sérnámi í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN

Helsti munurinn á að vinna hér á Akureyri og úti í Svíþjóð er að hér er allt persónulegra. Mér þykir mjög vænt um það. Hér fylgi ég sjúklingnum eftir í gegnum allt ferlið. Vilborg Jónsdóttir

Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652,

lengri tíma í greininni fer maður að sjá að maður hefur líka áhrif á lífshorfur þeirra.“ Fyrirbyggjandi ráð Vilborg segir að sem læknir á hjartadeild sé hún oft beðin um ráð frá fólki um hvað það geti sjálft gert til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma. Hún segir að ráð númer eitt, tvö og þrjú sé að reykja ekki. „Ég bið fólk líka að kynna sér fjölskyldusögu sína til að það átti sig á hvort það er í áhættu vegna hjartasjúkdóma. Svo er aðalmálið að hreyfa sig, að komast út í náttúru og birtu og fylgjast með blóðsykrinum. Fólk þarf líka að reyna að forðast að fá sykursýki og láta kanna hvort það sé mögulega með undirliggjandi sykursýki eða háþrýsting. Þessir sjúkdómar geta verið svo lúmskir og fólk veit því oft ekki af þeim hjá sér,“ segir hún. „Það eru líka margir sem spyrja mig út í mataræði. Það getur verið erfitt að gefa einfaldar ráðleggingar um það, en ef það er eitthvað þá hef ég bent fólki á að auka trefjarnar eins og hægt er. Svo er gott að fólk lesi sér svolítið til um mataræði og finni hvað hentar því.“ n Veffang: frettabladid.is


HJARTAÐ ÞITT 2023

FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

3

Konur senda maka í skoðun frekar en að fara sjálfar Við tókum hús á Hjartamiðstöðinni í Kópavogi og ræddum meðal annars starfsemi stöðvarinnar, áhættu hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum og ferli greininga og eftirfylgni. Þar tóku á móti okkur þrjár konur sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu hver í sínu fagi. Þær Katrín Ragna Kemp Guðmundsdóttir, lyf-og hjartalæknir á Landspítala og Hjartamiðstöðinni, Jóhanna S. Gunnlaugsdóttir lífeindafræðingur og Stefanía Guðborg Snorradóttir hjúkrunarfræðingur starfa á Hjartamiðstöðinni. Þær voru teknar tali og voru fyrst spurðar hvers konar þjónustu Hjartamiðstöðin bjóði upp á. Stefanía: „Til okkar koma einstaklingar sem eru með tilvísun frá heimilislæknum, hvort sem er af höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Á stöðina koma einnig sjúklingar til eftirlits eða eftirfylgni sem hafa legið inni á spítala vegna bráðrar kransæðastíflu, þurft að gangast undir ýmsar aðgerðir eins og kransæðavíkkun, gangráðsísetningu og hjáveituaðgerðir svo dæmi séu tekin. Ýmsar rannsóknir eru gerðar á stöðinni svo sem ómskoðanir af hjarta, áreynslupróf, Holter-rannsóknir og svefnrannsókn.“ Jóhanna: „Í Hjartamiðstöðinni fer ég yfir 24 og 48 klst. hjartalínurit eða Holter. Í þessum rannsóknum er lítið tæki sem tekur upp hjartsláttinn og breytir honum í mynd, sett á einstakling sem fer með það heim í 24–48 klst. Ég les svo úr þessum upptökum og sendi til hjartasérfræðinga Hjartamiðstöðvarinnar. Við erum með þessari rannsókn að athuga hvort einstaklingur sé í réttum takti eða hvort hann sé í of hægum takti eða jafnvel hraðtakti. Einnig leitum við eftir aukaslögum og hléum í hjartslætti. Þeir sem koma í þessa rannsókn hafa oft fundið fyrir auknum hjartslætti, svima eða hafa jafnvel fallið í yfirlið.“ Hættan eykst við tíðahvörf Leita fleiri konur en karlar til ykkar? Katrín: „Mér finnst nokkuð jafnt hlutfall kvenna og karla sem leita til okkar en ég upplifi það að konur séu ekki alltaf meðvitaðar um það að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna hér á Íslandi alveg eins og annars staðar í heiminum. Þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á þessum sjúkdómi og ræða um áhættuþætti og forvarnir, alveg eins og gert er varðandi krabbamein hjá konum með bleiku slaufunni.“ Stefanía: „Hættan á hjarta- og æðasjúkdómum eykst hjá konum eftir tíðahvörf en það tengist meðal annars minnkaðri framleiðslu á estrógeni og hækkun á kólesteróli. Ef konur eru með áhættuþætti eins og áunna sykursýki sem stundum er einnig nefnd sykursýki 2, sterka ættarsögu um hjarta- og eða heilaáföll og reykja, þá eykst áhættan.“ Jóhanna: „Mín tilfinning er að það séu fleiri konur en karlmenn sem fara heim með Holter.“ Stefanía: „Konur eru mun duglegri að senda maka sinn í skoðun frekar en að fara sjálfar í skoðun.“ Hver eru einkenni hjartaáfalls hjá konum? Katrín: „Dæmigerð einkenni alvarlegs kransæðasjúkdóms eða hjartaáfalls hjá öllum kynjum eru þyngsli eða verkur fyrir brjósti sem oft leiðir upp í háls, aftur í bak eða niður í maga. Samfara getur maður fundið fyrir ógleði og kaldsvitnað. Konur fá hins vegar ekki alltaf dæmigerð einkenni og geta allt

Þær Jóhanna Sigríður Gunnlaugsdóttir lífeindafræðingur, Stefanía G. Snorradóttir hjúkrunarfræðingur og Katrín Ragna Kemp Guðmundsdóttir hjartalæknir standa vaktina hjá Hjartamiðstöðinni ásamt öðru öflugu starfsfólki. MYND/AÐSEND

eins fundið fyrir almennum slappleika, þreytu, mæði, meltingartruflunum og svo framvegis en við hjartaáfall þarf tafarlausa meðferð. Verkur sem kemur við áreynslu og hverfur í hvíld er týpískt einkenni kransæðasjúkdóms og þá þarf að skoða það nánar því kransæðasjúkdómur eykur líkur á hjartaáfalli.“ Mikilvægt að minnka líkurnar Hver er besta forvörnin gegn hjartasjúkdómum kvenna? Stefanía: „Helstu áhættuþættir hjartasjúkdóma hjá konum eru ættarsaga, blóðfituröskun, háþrýstingur, reykingar, sykursýki, yfirþyngd, aldur, streita og kyrrseta. Því er besta forvörnin að ástunda heilsusamlegt líferni, sem felur meðal annars í sér að sinna reglubundinni hreyfingu og huga vel að mataræði. Rétt er að vanda val á fitu og forðast óhóflega neyslu sykurs og einfaldra kolvetna, sem og mikils af unnum matvælum.“ Katrín: „Í raun er best að skoða þessa áhættuþætti og vinna með þá alla til að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Aldri og ættarsögu getum við ekki breytt en það er hægt að skoða hina áhættuþættina sem við getum breytt: hætta að reykja, ná blóðfitum og blóðþrýstingi niður með hreyfingu og mataræði. Ef ekki gengur að bæta þessa áhættuþætti með lífsstílsátaki þá má íhuga lyfjameðferð. Við getum aldrei alveg komið í veg fyrir hjartaog æðasjúkdóma en við getum minnkað líkurnar á að veikjast.“ Læknir meti einkenni Hversu reglulega ættu konur að koma í rannsókn? Stefanía: „Það fer eftir heilsufari hjá viðkomandi, einkennum, aldri og áhættuþáttum. Ef engin einkenni eru frá hjarta en ættarsagan er sterk þá er mælt með skoðun á 3–5 ára fresti.“ Katrín: „Þegar einstaklingur er

með þekktan hjartasjúkdóm fer það eftir alvarleika sjúkdóms og einkennum hversu oft þarf að hitta hjartalækni. Hjá einstaklingum yfir fertugt sem ekki eru með þekktan hjartasjúkdóm og eru ekki með einkenni vinnum við eftir leiðbeiningum frá Evrópsku hjartalæknasamtökunum. Þar eru reiknaðar tíu ára líkur á því að fá hjartaáfall út frá aldri, blóðfitum, blóðþrýstingi og reykingum. Það fer svo eftir þeim niðurstöðum hvort þörf er fyrir meðferð eða frekara mat. Ef þörf þykir á frekari meðferð þarf að ræða málið vel því öll meðferð sem við gefum getur haft í för með sér aukaverkanir. Hjartavernd hefur einnig búið að áhættureikni miðað við íslenskar forsendur, þar sem hægt er að reikna sína áhættu frá 35 ára aldri og bera saman við aðrar konur á sama aldri. Þá er einnig hægt að bóka tíma í áhættumat og flestar af þessum mælingum sem þarf til að fylla í matið er hægt að ræða við heimilislækni um. Ef einstaklingur reynist vera í mikilli áhættu og þarf að stilla af marga áhættuþætti væri líklega réttast að vísa áfram til hjartalæknis. Rétt er að leggja áherslu á það að ef einstaklingur er með einkenni sem gætu verið vegna hjartasjúkdóms, þarf alltaf að meta það hjá lækni.“ Eftirfylgni mjög mikilvæg Hversu mikilvægt er að sinna eftirfylgni við sjúklinga? Katrín: „Hjartasjúkdómar eru flest allt krónískir sjúkdómar sem fara yfirleitt hægt versnandi og meiri líkur eru á að veikjast aftur ef einstaklingur hefur þegar veikst. Það er því mjög mikilvægt að fylgja eftir þeim sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. Sjúklingar sem ekki eru með þekktan hjartasjúkdóm þurfa ekki reglulegt eftirlit hjartalæknis.“ Stefanía: „Eftirlit er mjög mikilvægt og eykur líkur á að sjúkl-

Við getum aldrei alveg komið í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma en við getum minnkað líkurnar á að veikjast. Katrín Ragna Kemp Guðmundsdóttir, hjartalæknir

ingum takist að viðhalda og auka sín lífsgæði með betri heilsu og markvissri lyfjameðferð. Það gefur einnig færi á að grípa tímanlega inn í ef einkenni fara að gera vart við sig.“ Mikilvægt að styðja ­aðstandendur í þessu ferli Hvert er hlutverk sérfræðinga utan sjúkrahúsa í sambandi við hjartasjúkdóma og hjartalækningar? Katrín: „Á stofu hittir læknir sjúklinga sem heimilislæknar hafa vísað áfram til að meta hvort viðkomandi sé með hjartasjúkdóm eða ekki. Við fáum fólk í viðtal og skoðun og gerum áhættumat og metum hvort þurfi að gera frekari rannsóknir til að staðfesta eða útiloka sjúkdóm. Ég hitti til dæmis talsvert af einstaklingum sem finna fyrir hjartsláttartruflunum og til að rannsaka það geri ég langtíma hjartalínurit, hjartaómun og blóðprufur. Ég hitti einnig marga sjúklinga sem hafa fundið fyrir brjóstverk eða mæði og þá þarf ég að meta viðkomandi með tilliti til hvort það sé undirliggjandi kransæðasjúkdómur eða hjartabilun sem gæti valdið þessum einkennum. Þá sendi ég fólk í sneiðmynd af kransæðum, geri ómun eða áreynslupróf.“ Stefanía: „Ég hef umsjón með hjúkrunarmóttöku stöðvarinnar

en hér starfa fjórir hjúkrunarfræðingar sem taka á móti skjólstæðingum. Við skráum helstu heilsufarsupplýsingar, áhættuþætti eins og ættarsögu, hreyfingu, reykingasögu og mataræði og förum yfir lyfjanotkun. Þannig reynum við að fá heildræna mynd af einkennum og líðan viðkomandi. Mikilvægur þáttur starfsins er síðan stuðningur og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda. Sú fræðsla getur snúist um einkenni og líðan sem tengjast ýmsum hjartasjúkdómum en einnig er mikilvægt að veita góða fræðslu um lyf og lyfjameðferð hverju sinni. Einnig sinnum við símaþjónustu og fylgjum eftir ýmsum málum. Hjartamiðstöðin býður einnig upp á lífsstílsráðgjöf sem hjúkrunarfræðingur sinnir.“ Katrín: „Að auki fylgjum við mjög mörgum sjúklingum eftir sem hafa legið á spítala og eru með þekktan hjartasjúkdóm. Fæstir þurfa að liggja á spítala nema í stutta stund vegna síns hjartasjúkdóms en það þarf hins vegar að fylgjast með þeim flestum reglulega, sjá til þess að meðferðin sé rétt með það markmið að bæta einkenni, koma í veg fyrir sjúkrahúsinnlagnir og að lokum til að bæta horfur og lengja líf.“ Menntun og reynsla Jóhanna útskrifaðist 1991 með sérhæfingu í lífeðlisfræðilegum hjarta- og lungnarannsóknum og hef unnið við það allar götur síðan. „Ég starfa bæði á Landspítalanum og Læknasetrinu í Mjódd auk starfa minna á Hjartastöðinni.“ Katrín varð sérfræðingur í hjartalækningum 2016, varði doktorsritgerð árið 2020 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og hefur starfað á Íslandi síðan 2021. Stefanía fór að loknu námi í hjúkrun árið 1985 í starf á Hjartadeild Landspítalans og starfaði þar í tæp 20 ár. Frá árinu 2011 hefur hún starfað á Hjartamiðstöðinni. n


4

HJARTAÐ ÞITT 2023

3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

Finna á hverjum degi að störf þeirra skipta máli Hjúkrun er mjög fjölbreytt og erfitt að koma því í orð hvað felst í starfinu. Andlegur stuðningur, áfallahjálp, fræðsla, eftirlit með einkennum og lífsmörkum sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna eru fremur ósýnileg eða dulin störf.

Liðsheild og samvinna allra stétta skiptir miklu máli á hjartadeild Landspítalans. Þar starfa um 140 manns við að stuðla að bættri heilsu og líðan sjúklinga og aðstandenda þeirra. Á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík starfa um 140 manns sem allir sinna hjúkrun hjartasjúklinga. Deildin er eina sérhæfða hjartadeildin hér á landi og um leið stærsta legudeild spítalans, með 34 pláss sem alltaf eru fullnýtt. Meðal fjölmargra reyndra starfsmanna hjartadeildarinnar eru þær Bylgja Kærnested hjúkrunardeildarstjóri, Auður Ketilsdóttir, sem er sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga, Guðríður Kristín Þórðardóttir, einnig sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga, og Svandís Bára Karlsdóttir sem er sjúkraliði. Saman búa þær yfir áratuga starfsreynslu af umönnun hjartasjúklinga af legudeildinni. Svandís átti einmitt 40 ára starfsafmæli á deildinni fyrir nokkrum dögum en hinar þrjá hafa allar starfað þar í rúmlega 20 ár. „Á okkar langa og farsæla starfsferli hefur starfið okkar breyst töluvert, bæði þjónustan, sjúklingahópurinn og ekki síst starfsumhverfið,“ segir Bylgja. „Sjúklingahópurinn hefur elst og sjúklingum með langvinna sjúkdóma hefur fjölgað þar sem læknisfræðinni hefur fleygt fram í greiningu og meðferð og fleiri lifa af alvarlega sjúkdóma og kvilla.“ Samvinna skiptir miklu máli Guðríður segir deildina vera afar annasama enda sé hjúkrun sjúklinga oft flókin og krefjandi en um leið afar fjölbreytt. „Þá skiptir liðsheildin og samvinna allra stétta miklu máli, sem er svo sannarlega til fyrirmyndar á okkar vinnustað. Traust og virðing er okkur mikilvæg og við reynum eftir fremsta megni að skapa það, bæði meðal samstarfsfólks og sjúklinga og aðstandenda þeirra.“ „Við finnum það á hverjum degi að störf okkar skipta máli,“ segir Svandís . „Eðli starfsins okkar er þannig að það er oft ansi krefjandi, ekki síður andlega en líkamlega. Við erum að sinna sjúklingum okkar og aðstandendum þeirra á mjög erfiðum tímum í lífi þeirra, jafnvel fram yfir andlát,“ bætir Guðríður við. En þó starfið taki oft á eru þær sammála um að það séu mikil forréttindi að fá tækifæri til að gera erfiðar aðstæður eins bærilegar

Bylgja Kærnested

Frá vinstri eru Auður Ketilsdóttir, Bylgja Kærnested, Guðríður Kristín Þórðardóttir og Svandís Bára Karlsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Hjartadeild Landspítalans er staðsett við Hringbraut í Reykjavík. Deildin er eina sérhæfða hjartadeildin hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

og mögulegt er. „Það gerum við meðal annars með því að bregðast við bráðu ástandi hjá sjúklingi og veita meðferðir sem eru lífsbjargandi. Við linum þjáningar eða leiðbeinum um leiðir til að lifa með langvinna sjúkdóma og eigum samskipti við sjúklingana og aðstandendur,“ segir Auður. Vinna náið saman Sjúklingar á hjartadeildinni eru á öllum aldri að þeirra sögn, eða frá 18 ára og upp úr. „Meðalaldur sjúklinganna er 70 ár og konur eru

töluvert færri en karlar, eða aðeins 36 prósent af sjúklingum deildarinnar,“ segir Bylgja sem hefur stýrt hjartadeildinni í 13 ár. Sjúklingarnir sem leggjast inn koma ýmist frá Bráðamóttökunni, Hjartagáttinni, spítölum úti á landi eða beint frá göngudeildum, segja þær Auður og Guðríður. Þær eru sérfræðingar í hjúkrun hjartasjúklinga og koma bæði að hjúkrun á deildinni auk þess að vinna að margvíslegum verkefnum tengdum þjónustu við hjartasjúklinga, svo sem fræðslu, kennslu

og rannsóknum. „Hjartakvillarnir og sjúkdómarnir eru ýmiss konar, til dæmis kransæðasjúkdómur, hjartabilun, hjartsláttartruflanir, sjúkdómar í hjartalokum, sýkingar og margt fleira,“ segir Auður. „Sjúklingar sem gangast undir opnar skurðaðgerðir fara á Hjarta- og lungnaskurðdeild sem er á 2. hæð spítalans. Samvinnan við aðrar einingar innan hjartaþjónustunnar er náin, eins og Hjartagátt, hjartaþræðingastofu, hjartarannsókn og göngudeildir hjartasjúklinga,“ bætir Guðríður við. Í starfi sínu sem sjúkraliði sinnir Svandís fyrst og fremst umönnun sjúklinga og þjálfun sjúkraliðanema á deildinni. „Þó daglegu störfin okkar séu að mörgu leyti ólík vinnum við náið saman og að sama markmiði, sem er að stuðla að bættri heilsu og/eða líðan sjúklinga og aðstandenda þeirra, með áherslu á að virða þarfir fólks og bæta líðan.“ Enginn dagur eins Störf starfsfólks á hjartadeildinni eru afar fjölbreytt og enginn dagur eins. „Það er margt í starfi okkar sem er þeim sem ekki starfa í heilbrigðisgeiranum hulið,“ segir Bylgja. „Hjúkrun er mjög fjölbreytt og erfitt að koma því í orð hvað felst í starfinu. Andlegur stuðningur, áfallahjálp,

fræðsla, eftirlit með einkennum og lífsmörkum sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna eru fremur ósýnileg eða dulin störf, að minnsta kosti ef maður ber það saman við til dæmis sáraskiptingar eða lyfjagjafir,“ bæta þær Auður og Guðríður við. Alltaf þarf að hafa í huga að virða þarfir fólks, sýna hlýju, alúð og umhyggju, bætir Svandís við. „Við aðstoðum sjúklinga við athafnir daglegs lífs, beitum markvissri hlustun og nærveru. Við höfum það markmið að skapa gott og gagnkvæmt meðferðarsamband sem byggir á trausti og virðingu.“ Huga vel að sál og líkama Þær eru sammála um að nauðsynlegt sé að huga vel að líkama og sál utan vinnunnar. „Maður býr sér til gæðastundir,“ segir Svandís. „Hvort sem það er á formi samveru með fjölskyldunni, að prjóna, fara út að ganga, rækta garðinn og stunda ýmiss konar félagslíf.“ Gæðastundir með fjölskyldunni eru Guðríði nauðsynlegar. „Kósíkvöld yfir sjónvarpinu er vinsælt eða að púsla saman. Síðan reyni ég að stunda einhverja útihreyfingu á hverjum degi, þó ekki sé nema að hjóla í vinnuna. Sjósund virkar fáránlega vel til að vinda ofan af mér eftir erfiða daga eða vikur.“ Ýmiss konar hreyfing og útivist hjálpar Auði við að hlaða batteríin. „Svo má ekki gleyma gæðastundum með fjölskyldu og vinum sem eru nauðsynlegar.“ Bylgja hefur einnig gaman af allri útivist og að ferðast um landið. „Ég elska að hjóla og fara á gönguskíði. Einnig stunda ég hlaup á morgnana með vinkonum sem er mjög nærandi og skemmtilegt.“ n


HJARTAÐ ÞITT 2023

FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

5

Vilja koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll Berglind Aðalsteinsdóttir hjartalæknir rannsakar nú ofvaxtarhjartavöðvakvilla í íslenskum fjölskyldum.

1.200 manns hér á landi eru með stökkbreytinguna sem getur valdið ofvaxtarhjartavöðva­ kvilla. Þar af eru kannski 200 með greindan sjúkdóm en um þúsund manns með stökkbreytingu sem við vitum ekki hvort eru með sjúkdóm eða ekki. Út á það gengur rannsóknin, að rannsaka þá sem eru með stökkbreytingu en hafa ekki greinst með sjúkdóm, en þá skoðum við einnig viðmiðunarhóp til samanburðar sem ekki er með stökkbreytinguna.“

„Það var röð tilviljana sem varð til þess að ég ákvað að verða hjartalæknir. Þegar ég var í sérnámi í lyflækningum prófaði ég að vinna á mismunandi lyflækningadeildum og fann að vinnan á hjartadeildinni heillaði mig mjög. Bæði fannst mér starfið fjölbreytt og áhugavert, og svo er sjúklingahópurinn fjölbreyttur. Mér fannst augljóst að maður getur gert mikið gagn og það drífur mann áfram hversu markviss meðferðarúrræði eru í boði fyrir marga hjartasjúkdóma. Þá jókst áhugi minn á að verða hjartalæknir enn frekar þegar ég hóf vinnu við rannsóknarverkefni í samstarfi við Gunnar Þór Gunnarsson, hjartalækni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hugmyndin að rannsóknarverkefninu kviknaði þegar ég starfaði sem deildarlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri en verkefnið endaði með að verða doktorsverkefni mitt um arfgengan ofvaxtarhjartavöðvakvilla.“ Þetta segir Berglind Aðalsteinsdóttir, hjartalæknir á Landspítalanum. Hún er fædd og uppalin í Keflavík og fór í læknisfræði eftir stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Eftir sérnám í lyflækningum hélt hún utan til Noregs í sérnám í hjartalækningum. Byltingarkenndar framfarir Berglind er með sérhæfingu í myndgreiningu hjarta og starfar meðal annars við greiningu hjartasjúkdóma með tölvusneiðmyndum og hjartaómskoðunum. „Tölvusneiðmyndir af hjarta hafa tekið byltingarkenndum framförum á síðustu árum við greiningu hjartasjúkdóma. Fyrir ekki svo löngu var gagnsemi þeirra takmörkuð en hefur nú batnað gríðarlega og verður æ betri. Vandamálið við hjartamyndir er að hjartað er líffæri á hreyfingu og því getur reynst erfitt að ná góðri skerpu og óhreyfðum myndum,“ útskýrir Berglind. Með betri tækni og þjálfun sé nú auðveldara að greina hjartakvilla með tölvusneiðmyndum. „Í tilviki kransæðasjúkdóma sjáum við gjarnan kalk inni á æðaveggjum sem getur valdið myndtruflunum sem gerir það að verkum að við sjáum æðaholrúmið ekki nógu vel. Með nýjustu tækni er mögulegt að skilja kalkið betur frá þannig að það trufli minna sem leiðir til bættrar greiningar. Í greiningartækninni eru stöðugar framfarir og nú sjáum við nýjungar sem sannarlega hjálpa mikið. Því miður erum við ekki komin með allra nýjustu og bestu tækin til Íslands, en það verður vonandi á næstu árum og mun valda framförum í greiningu hjartasjúkdóma hér á landi og líklega fækka hjartaþræðingum til muna,“ greinir Berglind frá. Spurð hvort fram undan sé að fólk fari í fyrirbyggjandi tölvusneiðmynd af hjarta í leit að hjartasjúkdómum, sambærilegt við ristilskimun í leit að krabbameini, svarar Berglind: „Ekki eru enn komnar leiðbeiningar um slíkt heldur er almennt mælt með notkun áhættureiknilíkana til að meta áhættu einstaklinga með til dæmis mikla ættarsögu um kransæðasjúkdóma eða aðra áhættuþætti eins og háan blóðþrýsting, sykursýki, blóðfituröskun, reykingar eða offitu. Í vissum tilfellum getur verið viðeigandi að bæta myndatöku við áhættumatið. Myndgreining er afar gagnleg til að meta áhættu og hafa ótal rannsóknir sýnt fram á

Berglind segir nú orðið auðveldara að greina hjartakvilla með tölvusneiðmyndum af hjarta.

Við sjáum af og til ungt fólk sem er ekki með þekktan hjartasjúkdóm en fær hjartastopp sem má rekja til þessa sjúdóms. Berglind Aðalsteinsdóttir

samband á milli þess hversu mikið kalk er í kransæðum og áhættunni á að fá kransæðastíflu á næstu tíu árum. Í gegnum tíðina hefur verið notast við áreynslupróf sem gefa okkur enn miklar upplýsingar um hjartaheilsu en gagnsemi þeirra við að útiloka kransæðasjúkdóm er takmörkuð og þar er myndgreining að taka við í að greina fólk sem er hugsanlega með einkenni kransæðasjúkdóma.“ Mikilvægt að þekkja líkama sinn Á Landspítala sinnir Berglind jafnframt sérhæfðri móttöku fyrir fólk úr fjölskyldum með arfgenga hjartavöðvasjúkdóma. „Myndgreining spilar til dæmis stórt hlutverk í forvörnum hjá fjölskyldunum sem ég fylgist með og bera þekktan arfgenga sjúkdóm. Þá notum við myndgreiningu við skimun einstaklinga sem eru í hættu á að þróa með sér ákveðinn sjúkdóm til að greina þá snemma og grípa inn í ef þurfa þykir,“ segir Berglind. „Við nýtum okkur einnig erfðaupplýsingar í sambandi við fjölskylduskimun til að greina eða útiloka einstaklinga í áhættu. Ef það er þekkt meinvaldandi stökkbreyting í fjölskyldu sem veldur ákveðnum sjúkdómi þá er með blóðprufu hægt að fá úr því skorið hverjir þurfa að vera í eftirliti og hverjir ekki. Í samhengi við forvarnir í fjölskyldum með alvarlega arfgenga kvilla er einnig möguleiki að bjóða fólki í barneignarhug-

leiðingum að gangast undir tæknifrjóvgun og velja þá fósturvísi sem er ekki með stökkbreytinguna sem veldur sjúkdómnum.“ Berglind segir dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma fara lækkandi vegna bættrar meðferðar. Margir þættir komi að því, svo sem greiningar- og meðferðarmöguleikar sem spili saman. „Hjartaheilsa er að miklu leyti í okkar eigin höndum, en svo eru þættir sem við getum ekki breytt sem spila einnig stórt hlutverk, eins og erfðir, aldur og kyn. Hjartaog æðasjúkdómar geta hent alla og það á ekki bara við eldra fólk. Hluti af þeim sjúkdómum sem við fáumst við á hjartadeildinni er lífsstíls­tengdur og augljóslega hægt að fyrirbyggja með betri lífsháttum. Aðrir sjúkdómar eru af völdum erfða sem við getum lítið haft áhrif á. Hjá yngra fólki með hjartasjúkdóma spila erfðir yfirleitt hlutfallslega sterkara hlutverk en þegar líður á ævina sjáum við meiri áhrif þess hvernig lífi fólk hefur lifað í gegnum tíðina, sérstaklega þegar kemur að kransæðasjúkdómum þar sem margir áhættuþættir eru í höndum einstaklingsins, svo sem reykingar, mataræði og hreyfing. Það er sambland erfða og umhverfisþátta sem hefur áhrif á áhættu einstaklinga á að þróa með sér hjartasjúkdóm og er það breytilegt hvort erfðir eða umhverfisþættir eru sterkari,“ segir Berglind. Hún segir mikilvægt að þekkja líkama sinn og halda sér í góðu líkamsformi. „Þá getum við brugðist betur við breytingum og áttað okkur á þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Þegar um kransæðasjúkdóma er að ræða er dæmigert að finna fyrir brjóstverkjum sem versna við áreynslu, en mæði getur einnig verið einkenni kransæðasjúkdóms eða hjartabilunar. Einkennin geta geta ýmist þróast á löngum tíma og komið mjög brátt upp og svo er alltaf ákveðinn hluti einstaklinga

FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

sem fær ekki þessi dæmigerðu einkenni og þar eru konur í meirihluta.“ Stökkbreyting frá því um 1500 Berglind fékk nýverið styrk frá Rannís ásamt hjartalæknunum Davíð O. Arnar á Landspítala og Gunnari Þór Gunnarssyni á Sjúkrahúsi Akureyrar. Styrkurinn er til þriggja ára og verður nýttur til að rannsaka ofvaxtarhjartavöðvakvilla (e. hypertrophic cardiomyopathy). Rannsóknin verður unnin í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og ber nafnið „Íslenska ofurvaxtarhjartavöðvakvillaverkefnið: Rannsókn á arfberum MYBPC3 landnemastökkbreytingarinnar“. „Rannsóknin er framhaldsrannsókn af doktorsverkefninu mínu sem fjallaði um ofvaxtar­ hjartavöðva­k villa á Íslandi. Markmiðið er að kortleggja sjúkdóminn og bæta meðferð sjúklinga til að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Við viljum geta greint þá sem eru í áhættu áður en þeir fá alvarleg einkenni,“ upplýsir Berglind. Heitið landnemastökkbreyting vísar til óvenju algengra stökkbreytinga sem rekja má til einangrunar þjóðarinnar og fámennis. „Stökkbreytinguna sem við rannsökum er hægt að rekja átján kynslóðir aftur í tímann, eða til aldamótanna 1500. Sjúkdómurinn hefur því fylgt Íslendingum lengi en það segir okkur kannski fyrst og fremst bara það að sjúkdómurinn hefur að jafnaði ekki haft áhrif á getu arfbera hennar til að fjölga sér á meðan stökkbreytingar sem valda að jafnaði mjög alvarlegum sjúkdómi hjá ungu fólki lifa ekki svona lengi með okkur. Í dag finnst stökkbreytingin í mörgum fjölskyldum sem sumar tengjast langt aftur í tímann og eru ekki náskyldar,“ útskýrir Berglind. Hún segir langt í frá alla sem bera stökkbreytinguna vita af því. „Algengi hennar er talið vera 0,36 prósent sem þýðir að um

Skref í átt að betri hjartaheilsu Landnemastökkbreytingar eru tiltölulega algengar á Íslandi í tengslum við fleiri sjúkdóma. Annað þekkt dæmi er ákveðin BRCA-stökkbreyting sem er talin finnast hjá um 0,7 prósentum Íslendinga og tengist meðal annars aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Hjá flestum öðrum þjóðum finnast margar ólíkar stökkbreytingar í ákveðnum genum sem tengjast vissum sjúkdómum, en í afmörkuðum samfélögum eins og á Íslandi, sem er eyja og hefur blandast takmarkað við aðra stofna, er jafnvel ein stökkbreyting sem er algjörlega ríkjandi orsök ákveðinna sjúkdóma. „MYBPC3-landnemastökkbreytingin getur valdið hjartavöðvaþykknun en það hefur sýnt sig að stökkbreytingin sjálf er mun algengari en sjúkdómurinn sjálfur. Þannig bera margir stökkbreytinguna en vita hvorki af því né eru með sjúkdóm. Einnig getur fólk verið með sjúkdóm án þess að vita af því. Þetta ætlum við að rannsaka hjá stórum hópi fólks sem ber með sér þennan tiltekna erfðabreytileika sem valdið getur þykknun á hjartavöðva. Við viljum fá svör við því hvers vegna sumir fá hjartaþykknun og alvarleg einkenni á meðan aðrir með stökkbreytinguna fá engan sjúkdóm,“ segir Berglind. Hægt er að fá hjartavöðvaþykknun sem skýrist af öðrum undirliggjandi sjúkdómi og er ekki arfgeng. Þar má nefna sem dæmi afleiðingu af langvarandi háþrýstingi og afleiðingu af hjartalokusjúkdómi eins og þrengslum í ósæðaloku sem á löngum tíma getur valdið því að hjartavöðvinn erfiðar og þykknar. „En í tilviki arfgengs ofvaxtarhjartavöðvakvilla verður til frumkomin þykknun á hjartavöðva. Meirihluti þeirra sem eru með frumkomna þykknun hér á landi eru með þessa ákveðnu landnemastökkbreytingu. Fjölskyldurannsóknir hafa sýnt að um helmingur þeirra sem eru með MYBPC3landnemastökkbreytinguna fær sjúkdóm en aðeins lítill hluti fær alvarlegan sjúkdóm. Flestir lifa eðlilegu lífi með sjúkdóminn, en toppurinn á ísjakanum ber með sér alvarleg einkenni sem getur verið hjartabilum og í einstaka tilfellum eru fyrstu einkenni sjúkdómsins skyndidauði. Þá veldur sjúkdómurinn alvarlegum hjartsláttartruflunum sem enda í hjartastoppi,“ útskýrir Berglind. Hún bætir við að með rannsókninni gefist tækifæri til að rannsaka það sem enn er óþekkt en hægt sé að bæta með greiningu og meðferð. „Ofvaxtarhjartavöðvakvilli er langt í frá algengasta vandamálið sem við kljáumst við á hjartadeildinni en hann er samt tiltölulega algengur og við viljum bæta meðferð þessa fólks. Við sjáum af og til ungt fólk sem er ekki með þekktan hjartasjúkdóm en fær hjartastopp sem má rekja til þessa sjúkdóms. Þetta er því eitt skref af mörgum í átt að betri hjartaheilsu Íslendinga,“ segir Berglind. n


6

HJARTAÐ ÞITT 2023

3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

Sálfræðilegur stuðningur þegar veikindi koma upp Erla Svansdóttir hefur starfað sem sálfræðingur á hjartasviði Landspítala undanfarin fjögur ár. Hún hefur sérhæft sig í tengslum andlegrar líðanar og hjartasjúkdóma og lauk doktorsnámi í heilsusálfræði árið 2012. „Starf mitt felst í að veita sálfræðilegan stuðning þegar líkamleg veikindi koma upp. Boðið er upp á bæði viðtöl fyrir inniliggjandi sjúklinga á hjartadeild, og eftir útskrift á göngudeild. Viðtöl eftir útskrift eru mun algengari þar sem innlögn vegna hjartaveikinda er í mörgum tilvikum frekar stutt. Eftir hjartaþræðingu er fólk oft útskrifað heim samdægurs eða daginn eftir. Hins vegar getur fólk verið lengi að vinna úr þeirri lífsreynslu að standa frammi fyrir lífsógnandi veikindum. Það getur því tekið fólk tíma að ná utan um hvað gerðist og átta sig á eigin líðan. Í vissum tilvikum breytist staða fólks svo snöggt, einkum ef það hafði ekki greiningu á hjartasjúkdómi fyrr en eftir bráðaveikindi. Við útskrift heim tekur svo við aðlögun að breyttum aðstæðum, langvarandi lyfjameðferð, aukaverkanir lyfja, endurhæfing, lífsstílsbreytingar, fjarvera frá vinnu og þrekleysi. Í sumum tilvikum finnst fólki það þurfa svolítið að læra að treysta líkamanum upp á nýtt. Því er eðlilegt að nýgreining og aðlögun að hjartasjúkdómum getið verið þungbær fyrir líðan,“ segir Erla. Erla segir að það fari eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hvernig sálfræðilegur stuðningur fari fram. Aðalmarkmiðið sé þó að grípa fólk þegar lífið fer svolítið á hvolf eftir veikindi eða þegar veikindi hafa langvarandi áhrif á getu til að taka þátt í lífinu eins og áður. Enginn fastur tímarammi Ert þú að hitta sjúklingana oftar en einu sinni? „Ég er oftast að hitta sjúklinga í eitt til þrjú skipti. Það er enginn fastur tímarammi með lengd milli

Hægt er að nálgast bæklinginn Sálræn viðbrögð við alvarlegum veikindum á heimasíðu Landspítalans.

Erla segir að það fari eftir aðstæðum hjá hverjum og einum hvernig sálfræðilegur stuðningur fari fram. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Starf mitt felst í að veita sálfræðilegan stuðning þegar líkamleg veikindi koma upp. Boðið er upp á viðtöl fyrir inniliggjandi sjúklinga á hjartadeild og eftir útskrift á göngudeild. Erla Svansdóttir

viðtala og þjónustan er mótuð að þörfum hvers og eins. Hugsunin er að geta gripið fólk þar sem það er statt og hjálpað því að átta sig á hvað snýr upp, hvað snýr niður og hvernig það geti haldið áfram. Ef fram kemur alvarlegri vandi í viðtölum en mér er unnt að sinna innan þess ramma sem ég hef, legg ég mat á einkenni og reyni að vísa málum áfram til sálfræðiþjónustu á heilsugæslu eða geðsviði Landspítala, eftir því sem við á.

Tilvísanir til mín um sálfræðiþjónustu berast helst frá hjúkrunarfræðingum og hjartalæknum af hjartadeild, göngudeild kransæða og göngudeild hjartabilunar. Stundum vísa félagsráðgjafar á mig líka eða starfsfólk af hjartagátt og hjartaskurðdeild. Algengasta ástæða tilvísana er kvíði, depurð og þegar starfsfólk finnur að sjúklingar hafa þörf á auknum stuðningi. Einnig ef fólk er í erfiðum aðstæðum eða aðdragandi veikindanna er bráður og áfallatengdur, eins og til dæmis eftir hjartastopp. Í slíkum tilvikum geta aðstandendur líka fengið viðtöl, til að veita stuðning við því álagi sem getur komið upp hjá þeim,“ segir Erla. Viðbrögð við veikindum geta verið mjög ólík milli einstaklinga Spurð hvort fólk bregðist ekki misjafnlega við þeim tíðindum að greinast með hjartasjúkdóm segir Erla: „Almennt spá aðstæðurnar

einar og sér ekki fyrir um líðan í aðstæðum, því hugsun og túlkun fólks hefur líka áhrif á hvaða tilfinningar vakna í aðstæðum. Það truflar fólk mismikið að leggjast inn á sjúkrahús, vera þar í herbergi í návígi við aðra sjúklinga, halda utan um upplýsingagjöf lækna, hjúkrunarfræðinga og annara starfsmanna, dvelja í óvissu um hvað taki við og vera fjarri ástvinum og þægindum eigin heimilis. Fyrir suma geta þessar aðstæður verið mjög yfirþyrmandi. Langvarandi innlagnir geta verið streituvekjandi og reynt mjög á líðan, einkum ef þær fara samhliða einangrun, líkamlegri vanlíðan, skertri getu til virkni og áhyggjum. Það er eðlilegt að það dragi af fólki við slíkar aðstæður. Með stuðningi sinna nánustu og heilbrigðisstarfsfólks ná flestir að takast á við erfið veikindi. Mikilvægast fyrir góða aðlögun er að fá skýra og faglega upplýsingagjöf um veikindin, finna hlýju og öryggi í aðstæðum, sýna sér og við-

brögðum sínum mildi og skilning, ræða líðan við stuðningsnet sitt, fjölskyldu og vini, eftir því sem við á. Það er í rauninni mikilvægasti stuðningurinn sem fólk áttar sig ekki endilega alltaf á. Síðan stendur sjúklingum til boða að fá sálfræðiviðtöl ef þörf er á frekari stuðningi.“ Þverfaglegt samstarf Erla segist leggja mikla áherslu á rannsóknir samhliða klíník og þverfaglegt samstarf með hjartalæknum, hjúkrunarfræðingum og öðru starfsfólki. Markmið þess starfs er að auka þekkingu á tengslum sálfræðilegra þátta og hjartasjúkdóma og stuðla að þróun fræðsluefnis um sálræn viðbrögð við alvarlegum veikindum. „Komnir eru út fyrirlestrar á heimasíðu göngudeildar kransæða (www.landspitali.is/hjartaendurhaefing) sem aðgengilegir eru fyrir bæði hjartasjúklinga og aðstandendur þeirra. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn „Sálræn viðbrögð við alvarlegum veikindum“ á heimasíðu Landspítala. Við stefnum að áframhaldandi þróun fræðsluefnis því þörfin er mikil fyrir grunnupplýsingar sem allir sjúklingar hafi greiðan aðgang að,“ segir Erla. n

Hjartastuðtæki bjarga og nauðsynlegt að hafa þau sem víðast Þegar fólk fer í hjartastopp skiptir hver mínúta miklu máli og gott aðgengi að hjartastuðtæki getur skipt sköpum. Eigendur slíkra tækja ættu að skrá þau í þar til gert smáforrit/app sem heitir Cisali.

Ég er alltaf að reyna að innprenta það í fólk að það eru ekki bara feitir gamlir karlar sem eru í áhættuhópi sem fara í hjartastopp.

„Þetta ókeypis app er frá alþjóðlegum óháðum samtökum sem heita Citizens Save Lives. Þau skrá niður hjartastuðtæki víðs vegar um heiminn. Við erum tengiliður við þessi samtök og höfum núna skráð tæplega 1.000 hjartastuðtæki á Íslandi inn á vef þeirra sem er þá komið inn á appið,“ segir Ólafur Magnússon, stofnandi og eigandi Donnu, sem er leiðandi fyrirtæki í sölu á búnaði til aðhlynningar og flutnings á slösuðu fólki. „Þetta virkar þannig að þegar þú hleður appinu niður og opnar það þá sérðu hvar næsta hjartastuðtæki er staðsett í kringum þig. Þarna erum við líka að fara að opna fyrir það að þeir sem hafa lært um notkun á hjartastuðtækjunum og lært skyndihjálp geta skráð sig inn líka. Fólk getur þá séð líka hvort það er einhver í næsta nágrenni sem getur veitt aðstoð. Þetta virkar líka þannig að ef þú ert að fara eitthvað

Ólafur Magnússon

Þeir sem eiga hjartastuðtæki ættu að sækja sér Cisali appið.

og vilt vera á „hjarta-öruggum“ stað þá getur þú farið inn á appið og skoðað til dæmis hótel, ferðaþjónustufyrirtæki eða afþreyingarfyrirtæki sem eru með hjartastuðtæki skráð,“ segir Ólafur, sem stofnaði Donna árið 1974. Geta látið skrá tækin inn Ólafur segir að allir þeir sem eru með hjartastuðtæki og eru ekki með þau skráð geti haft samband við Donna og látið skrá tækin inn endurgjaldslaust. „Ég held að það séu hátt í 3.000 hjartastuðtæki sem eru í notkun hér á landi og við hjá Donna höfum selt yfir helming

Ólafur Magnússon heldur á hjartastuðtæki sem ættu að vera sem víðast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

þeirra. Ég er alltaf að reyna að innprenta það í fólk að það eru ekki bara feitir gamlir karlar sem eru í áhættuhópi sem fara í hjartastopp. Við höfum heyrt um íþróttamenn í toppformi sem hafa dottið niður og við getum aldrei vitað hvenær þetta kemur fyrir. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa hjartastuðtæki sem víðast.“ n


8

HJARTAÐ ÞITT 2023

3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

Edda Traustadóttir (t.v.) er deildarstjóri hjartaþræðingastofu Landspítalans og Ingibjörg J. Guðmundsdóttir (t.h.) er yfirlæknir hjartaþræðingastofu Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/

ERNIR

Lífslíkur aukast með hverri mínútu Á Hjartaþræðingu Land­ spítalans eru framkvæmdar aðgerðir sem geta bætt eða bjargað lífum vegna krans­ æðasjúkdóms, hjartsláttar­ truflana, lokusjúkdóma og fleira. Að starfseminni á Hjartaþræðingu koma meðal annars hjartalæknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræð­ ingur og lífeindafræðingar. „Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar eru kvenkyns en einn lífeinda­ fræðingurinn er karl. Læknarnir sem sinna aðgerðum vegna hjart­ sláttartruflana eru karlar en af fimm hjartaþræðingalæknum eru tvær konur og við gerum um helming af öllum hjartaþræðinga­ aðgerðum á landinu. Þetta er mun hærra hlutfall kvenna en víða í heiminum því almennt leggja fáar konur þetta fag fyrir sig. Þetta er því svolítið kvennaveldi hér á deildinni, en strákarnir eru nú ekkert bældir,“ segir Ingibjörg J. Guðmundsdóttir og hlær. Ingibjörg hefur starfað sem yfirlæknir hjartaþræðingastofu Landspítalans síðan 2013. Hún útskrifaðist úr læknadeild HÍ 1998 og fór í sérnám í lyflækningum til Edinborgar 2001. Í kjölfarið sér­ hæfði hún sig í hjartalækningum með undirsérhæfingu í hjartainn­ gripum auk þess að ljúka doktors­ prófi. Mikilvægar aðgerðir „Á hjartaþræðingastofu fara fram hin ýmsu inngrip eins og kransæðaþræðingar og -víkkanir, gangráðs- og bjargráðsísetningar, brennsluaðgerðir vegna hjartslátt­ artruflana, ísetningar ósæðar­ loku, lokanir vegna ops á milli hjartahólfa og margt fleira,“ segir Edda Traustadóttir, deildarstjóri hjartaþræðingastofu Land­ spítalans. „Allar þessar aðgerðir eru eingöngu framkvæmdar á hjartaþræðingastofu, fyrir utan gangráðsaðgerðir, en nokkrar eru framkvæmdar á Sjúkrahúsinu á

Akureyri á hverju ári,“ segir hún. Edda hóf störf á Hjartadeild 14E á Landspítalanum eftir útskrift úr hjúkrunarfræði árið 1993. „Árið 2002 hóf ég störf sem hjúkrunar­ fræðingur á Hjartaþræðingu, varð aðstoðardeildarstjóri 2007 og deildarstjóri 2016,“ segir Edda. „Kransæðamyndataka með eða án kransæðavíkkunar er í daglegu tali oft nefnd hjartaþræðing. Um er að ræða aðgerð þar sem leggur er þræddur inn í slagæð frá úlnlið eða nára og skuggaefni er sprautað í legginn. Þá sjást æðarnar vel á röntgenmynd og hægt er að sjá hvort æðar eru með þrengingum eða ekki. Þá getum við metið hvort fólk þurfi frekari meðferð í formi kransæðavíkkunar, aðgerðar eða lyfjameðferðar, en í mörgum til­ vikum reynist fólk líka ekki hafa neinar alvarlegar þrengingar,“ segir hún. Ávallt forgangur í bráðri neyð Að sögn Ingibjargar má flokka þau sem þurfa á hjartaþræðingu að halda í þrjá hópa. „Í fyrsta lagi er um að ræða sjúklinga með bráð hjartavandamál eins og bráða kransæðastíflu, sem þurfa að koma í hjartaþræðingu og víkkun eins fljótt og auðið er ef grunur er um algjöra lokun á kransæð. Í öðru lagi er um að ræða inniliggjandi sjúklinga með vægari hjartaáföll sem fara oft í þræðingu samdægurs eða næsta dag. Þriðji flokkurinn eru sjúklingar með einkenni um blóðþurrð í hjarta eins og brjóst­ verk við áreynslu sem eru innkall­ aðir á dagdeild Hjartagáttar.“ Annars vegar er því um að ræða bráðatilfelli og hins vegar ein­ staklinga sem settir eru á biðlista eftir hjartaþræðingu. „Í bráða­ tilfellum koma einstaklingar með sjúkraflutningi beint inn á hjartaþræðingastofu eftir símtal við neyðarlínuna 112. Í sumum tilfellum leita einstaklingar sjálfir á bráðamóttöku en eru þá fluttir samstundis til okkar. Í bráðum tilfellum fá ein­

staklingar forgang í kransæða­ þræðingu og utan dagvinnutíma er hjartaþræðingateymið kallað út: hjartalæknir, hjúkrunarfræðingur/ geislafræðingur og lífeindafræð­ ingur. Ef um er að ræða lokaða æð þá er hún opnuð sem fyrst til að veita blóðflæði til hjartavöðvans aftur,“ segir Edda. „Sé æðin stífluð er kransæða­ víkkunar þörf, enda er bráð krans­ æðastífla lífshættulegt ástand. Æð sem helst lengi stífluð getur valdið óafturkræfum skaða á þeim vöðva sem hún leiðir til. Því fyrr sem æð er opnuð, því minni verður skað­ inn. Grannur leiðarvír er leiddur í gegnum stífluna og æðin víkkuð með belg. Stoðnet er svo þanið út til að halda æðinni opinni. Einnig er sjúklingi gefið lyf til að hindra blóðflögumyndun og hann fluttur á hjartadeild þar sem hann dvelur í nokkra daga. Í kjölfarið hlýtur einstaklingur svo viðeigandi lyfja­ meðferð, sjúkraþjálfun og fræðslu,“ segir Ingibjörg. Biðlistinn í góðum farvegi Ef ekki er um að ræða bráðatilfelli er einstaklingur settur á biðlista eftir hjartaþræðingu. „Stærstur hluti aðgerða sem við gerum er á einstaklingum sem koma í val­ kvæða aðgerð vegna tilvísunar frá hjartalækni. Þessir einstaklingar eru settir á biðlista og tilfellum er forgangsraðað eftir bráðleika,“ segir Ingibjörg. „Vel hefur gengið hjá okkur að halda biðlistanum í góðum farvegi og er biðin eftir aðgerð um það bil 4–8 vikur, en styttri ef ástandið er brýnt. Á síðasta ári voru framkvæmdar alls 1.655 hjarta­ þræðingar, en af þeim voru 1.620 kransæðaþræðingar. Tæplega átta hundruð þurftu svo kransæða­ víkkun. Í rúmlega helmingi tilfella var því ekki þörf á víkkun þó svo einstaklingar hafi verið með ein­ kenni kransæðaþrengingar. Aðrir hafa farið í hjartaþræðingu sem hluta af uppvinnslu vegna annarra sjúkdóma, eins og hjartabilunar eða hjartalokusjúkdóma“ segir Edda. Ekki hika við að hringja í 112 Hvernig þekkir maður einkenni kransæðastíflu? „Helstu einkenni kransæða­ stíflu eða hjartaáfalls geta verið þungur verkur í brjóstinu, sumum

En við höfum samt alltaf áhyggjur af því þegar neikvæðar fréttir um stútfullar bráðamóttökur spítalanna eru jafn algengar og þær eru, að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það leitar aðstoðar í neyðartilfellum. Ingibjörg J. Guðmundsdóttir

finnst eins og það sé þungt farg yfir brjóstinu. Einkennin geta þó verið mjög mismunandi. Þau geta líka fundist í hálsi eða lýst sér eins og mjög slæmur brjóstsviði. Stundum leiðir verkur út í hand­ legg eða bak, jafnvel í kjálka eða tennur. Stundum fylgir þessu mæði, ógleði eða yfirliðskennd. Við viljum ítreka að ef fólk finnur fyrir slæmum verk sem stendur yfir í nokkrar mínútur eða lengur, þá á það hiklaust að hringja í 112,“ segir Ingibjörg. „Ef það reynist sterkur grunur um kransæðastíflu er sendur sjúkrabíll á staðinn. Við erum heppin að eiga færa bráðaliða og sjúkraflutningafólk sem getur gert hjartalínurit í heimahúsi og greint kransæðastíflu. Ef grunur reynist á rökum reistur er hjartaþræðinga­ teymið ræst út og við tökum á móti sjúklingnum þegar hann kemur á deildina. Það er gríðarlega mikil­ vægt að fólk leiti sér aðstoðar hvar sem það er statt á landinu og hve­ nær sólarhringsins sem er. Ef fólk er statt úti á landi er því oft gefin segaleysandi meðferð á meðan það er flutt með sjúkrabíl eða sjúkra­ flugi á Landspítalann,“ segir hún. Er algengt að fólk veigri sér við að leita sér aðstoðar í tilfelli kransæðastíflu? „Sem betur fer er það ekki algengt. En við höfum samt alltaf áhyggjur af því þegar neikvæðar fréttir um stútfullar bráðamót­ tökur spítalanna eru jafn algengar og þær eru, að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það leitar aðstoðar í neyðartilfellum,“ segir Ingibjörg.

Vitundarvakningar þörf Að sögn Ingibjargar þarf að verða vitundarvakning um kransæða­ sjúkdóma hjá öllum. „Kransæða­ sjúkdómar spyrja hvorki um kyn né aldur þrátt fyrir að þeir séu algengastir hjá ákveðnum samfélagshópum. Helstu áhættu­ þættir eru meðal annars sykursýki, reykingar og aldur. Sem betur fer hafa lífslíkur hjá fólki sem fær kransæðasjúkdóma aukist á undanförnum árum, til að mynda vegna minni reykinga, betri meðhöndlunar á háum blóðfitum og háþrýstingi, góðs árangurs af aðgerðum, lyfjameð­ ferð og fleira. Það er þó athyglis­ vert að lífslíkurnar hafa aukist ívið meira hjá körlum en konum. Ýmsar ástæður eru fyrir þessu. Að jafnaði lifa konur lengur en karlar og fá kransæðasjúkdóma tíu árum síðar en karlar. Bráð dánartíðni er því heldur hærri hjá konum sem kann að hluta til að vera því þær eru eldri við grein­ ingu og líklegri til að hafa aðra sjúkdóma. Hér er því ekki endilega verið að bera saman alveg sam­ bærilega hópa og ef leiðrétt er fyrir þessu þá sést að horfur kvenna eru nokkuð góðar. Þar sem sjúk­ dómurinn er algengari hjá körlum en konum er því miður hætta á að fólki gruni síður hjartasjúkdóma hjá konum heldur en körlum og þær þá ranggreindar með brjóst­ sviða, gigtarverki eða annað því einkennin geta verið lúmsk. Önnur ástæða getur verið sú að einkenni kransæðaþrengingar hjá konum eru oft óræðari en hjá körlum. Rannsóknir erlendis hafa sýnt fram á að lífslíkur karla sem búa með konum, eru meiri en ef þeir búa einir. Kannski vegna þess að konurnar kalla á hjálp fyrir þá eða segja þeim að leita læknis. Sama á kannski ekki við um konur, hvort sem það er af því að þær leiti ekki aðstoðar eða fólk gruni síður að þær hafi hjartasjúkdóm. Hjá konum eru einkennin oftar almenns eðlis og útbreiddari á meðan karlar fá oftar dæmigerðan brjóstverk. Það sem er þó gott að vita er að við höfum gert rannsókn sem sýnir að þegar að konur koma í kransæðamyndatöku og eru með þrengingar, fá þær alveg sambæri­ lega meðferð og karlar. Við reynum að taka vel á móti öllum,“ segir Ingibjörg að lokum. n


HJARTAÐ ÞITT 2023

FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

Eftirlit kemur í veg fyrir alvarleg veikindi Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað á göngudeild hjartabilunar í 12 ár. Hún hóf fyrst störf á Hjartadeild Landspítalans árið 1996 og segist strax hafa fengið brennandi áhuga á þeim sem voru með hjartabilun. Guðbjörg Jóna segist hafa dottið í lukkupottinn þegar henni bauðst starf á göngudeild hjartabilunar á sínum tíma. „Ég starfa með dásam­ legu fólki sem samanstendur af hjúkrunarfræðingum og hjarta­ læknum með sérþekkingu á hjartabilun. Við eigum frábært samstarf við fleiri fagstéttir sem tilheyra teyminu okkar eins og lyfjafræðinga, sjúkraþjálfara, sál­ fræðing, félagsráðgjafa, næringar­ ráðgjafa og síðan köllum við til þá fagaðila og aðrar göngudeildir sem við þurfum að eiga í frekara sam­ starfi við. Auk þess er góð og mikil samvinna innan hjartasviðsins þar sem starfar alveg einvalalið,“ segir Guðbjörg. Hún bendir á að einnig sé göngudeildin í frábæru samstarfi við heimahjúkrun á höfuðborgar­ svæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar um landið. „Við veitum þá þjónustu sem við köllum „hjarta­ bilunarþjónustuna“ en þannig getum við veitt skjólstæðingum okkar sem eiga erfitt með að mæta á göngudeildina eftirlit og meðferð heima á vegum heimahjúkrunar. Þannig færum við þjónustuna heim til fólksins og komum í veg fyrir innlagnir á spítalann,“ upp­ lýsir hún. Fjarvöktun í gegnum app Guðbjörg greinir frá því að um vorið 2020 þegar Covid var í hámæli og sjúklingar komust ekki á deildina vegna lokana hafi orðið til samstarf við heilbrigðisfyrir­ tækið Sidekick Health. „Um var að ræða þróun á fjarvöktun við ein­ kennum hjartabilunar í gegnum smáforrit sem sjúklingarnir okkar fengu og þannig gátum við verið í sambandi við þá, fylgst með líðan þeirra og brugðist við versnandi einkennum. Þetta samstarf hefur undið upp á sig og núna fer fram stór rannsókn á göngudeild hjarta­ bilunar með þessu viðbótareftirliti í gegnum fjarvöktun,“ bætir hún við.

9

Sú þjónusta byrjaði árið 2009 sem samstarfsverkefni Landspítala, Heimaþjónustu Reykjavíkur og Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands og var markmið verkefnis­ ins að færa þjónustuna heim til ört stækkandi hóps einstaklinga með hjartabilun og koma þannig í veg fyrir innlagnir á spítala. Síðan er spennandi að sjá hvert fjarvöktun­ in leiðir okkur í stafrænum heimi sem viðbót við okkar hefðbundna eftirlit,“ segir Guðbjörg og bætir við að Göngudeild hjartabilunar hafi sannað mikilvægi sitt.

Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir er hjúkrunarfræðingur á göngudeild hjartabilunar á Landspítala.

Þegar ástand hjartabilunar hefur batnað og haldist stöðugt yfir ákveðinn tíma er áframhaldandi eftirlit í höndum annarra fagaðila eins og hjartalækna á stofu eða heimilislækna. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir

Göngudeild hjartabilunar er fyrir einstaklinga sem hafa greinst með hjartabilun og hefur verið vísað á deildina til sérhæfðs mats, eftirlits og meðferðar. „Flestir okkar skjólstæðinga koma til okkar eftir legu á hjartadeildinni og öðrum deildum Landspítalans. Við fáum líka töluvert af beiðnum

frá heimilislæknum og hjúkr­ unarfræðingum í heimahjúkrun. Eftirlit og meðferð á göngudeild hjartabilunar fer eftir þörfum hvers og eins og markmiðum meðferðar. Flestir koma til okkar í bókaðan tíma og síðan getum við verið með eftirlit og ráðgjöf með símtölum, bæði til skjólstæðinga okkar og annarra meðferðaraðila. Fólk fær viðeigandi lyfjameð­ ferð við hjartabilun, lagt er mat á árangur og gerðar breytingar eftir þörfum. Oft þurfum við að gefa þvagræsilyf í æð í bráðri versnun jafnvel nokkrum sinnum í viku. Nokkur ný lyf hafa komið fram á síðustu árum sem er spennandi viðbót við þau lyf sem nú þegar eru í boði,“ segir Guðbjörg. Fræðslan mikilvæg „Fræðsla um hjartabilun og hvað hægt er að gera til þess að stuðla að bættu lífi er mjög mikilvægur hluti af okkar starfi. Að þekkja lyfin og aukaverkanir þeirra, að efla sjálfsumönnun og styðja við lífsstílsbreytingar, að þekkja versnandi einkenni hjartabilunar og að geta brugðist við þeim, að meta þjónustuþörf og að sækja um

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

viðeigandi þjónustu – allt þetta ásamt mörgu öðru er mikilvægt að miðla til okkar skjólstæðinga. Flestir koma til okkar með styttra millibili í upphafi meðferðar þegar við erum að setja viðeigandi lyfja­ meðferð inn og þegar þörfin fyrir stuðning og fræðslu er mikil. Þegar ástand hjartabilunar hefur batnað og haldist stöðugt yfir ákveðinn tíma er áframhaldandi eftirlit í höndum annarra fagaðila eins og hjartalækna á stofu eða heimilis­ lækna. Síðan er alltaf ákveðinn hópur fólks sem er með alvarlega hjartabilun sem er eingöngu hjá okkur.“ Fjöldi sjúklinga hefur margfaldast Göngudeild hjartabilunar á Land­ spítala hefur verið starfandi frá árinu 2004 og hefur starfsemin þróast í takt við aukna eftirspurn. Fjöldi skjólstæðinga sem nýtir göngudeild hjartabilunar hefur margfaldast á síðastliðnum tíu árum og eðlilega hefur umfang deildarinnar aukist í takt við þann vöxt. „Hjartabilunarþjónustan gjör­ breytti stöðu okkar skjólstæðinga.

Geta fyrirbyggt innlagnir „Hér áður fyrr þurftu sjúklingar með hjartabilun að leggjast inn á Hjartadeild vegna versnandi ástands og margir áttu ekki möguleika á að komast heim. Með göngudeild hjartabilunar og Hjartabilunarþjónustunni er fólki gert kleift að vera heima, sækja þjónustu á göngudeild eða fá þjón­ ustuna heim. Þannig náum við að fyrirbyggja innlagnir á spítalann og vonandi að bæta lífsgæði okkar skjólstæðinga. Hluti af þjónust­ unni er símaráðgjöf, eins og fyrr segir, og geta skjólstæðingar hringt í okkur á dagvinnutíma ef eitthvað er. Einnig fáum við skilaboð frá skjólstæðingum okkar í gegnum fjarvöktun smáforritsins frá Side­ kick Health en hluti af okkar skjól­ stæðingum er með appið í þeirri rannsókn sem nú er í gangi. Þannig getum við til dæmis tekið á móti fólki með stuttum fyrirvara ef um versnandi ástand er að ræða og veitt viðeigandi meðferð án þess að leggja fólk inn á spítalann. Fólk upplifir ákveðið öryggi að geta náð í okkur.“ Þegar Guðbjörg er spurð hvort karlar séu fjölmennari í hópi sjúklinga svarar hún: „Um 35% þeirra sem eru á göngudeild hjarta­ bilunar eru konur. Með reglulegu eftirliti, fræðslu og stuðningi erum við að reyna að tryggja eins vel og hægt er góða meðferðarheldni hjá skjólstæðingum okkar og þann­ ig getum við mögulega komið í veg fyrir alvarleg veikindi. Allt gengur þetta út á að bæta lífsgæði okkar frábæru skjólstæðinga með viðeigandi meðferð og eftirfylgd. Það er engin spurning að eftirlit á göngudeild getur komið í veg fyrir alvarlega veikindi hjartasjúklinga,“ segir Guðbjörg. n

Konur geta fengið önnur einkenni en karlar Valdís Anna Garðarsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á Hjarta­ gátt. Þar hefur hún starfað, með hléum, frá opnun árið 2010. Hjartagáttin var upphaflega stofnuð sem bráðaþjónusta fyrir hjartasérgreinina en breyttist í desember árið 2018 úr bráða­ þjónustu í dag- og göngudeildar­ þjónustu fyrir skjólstæðinga með hjartasjúkdóma. Valdís segir að á Hjartagátt komi einstaklingar sem eru að fara í ýmis hjartatengd inngrip eins og hjartaþræðingar, gangráðs­ ísetningar, brennsluaðgerðir vegna hjartsláttartruflana og fleira. „Við sjáum um að kalla fólk inn til aðgerðar, undirbúum það fyrir inngripið og fylgjumst með því þegar það kemur til baka úr inn­ gripinu. Eins fáum við skjólstæð­ inga til okkar sem þurfa að fara í rafvendingu en þá er einstaklingi sem er ekki í réttum hjartatakti gefið stuð á brjóstkassann svo hann komist aftur í réttan takt,“ útskýrir hún. „Á Hjartagáttinni eru nokkrar göngudeildir starfandi og má þá nefna flýtimóttöku sem er svona

Valdís Anna Garðarsdóttir er hjúkrunardeildarstjóri á Hjartagátt.

hálfbráð göngudeild hjartalækna, göngudeild hjartsláttartruflana, göngudeild hjartabilunar sem sinnir skjólstæðingum með hjarta­ bilun og göngudeild kransæða­ sjúkdóma sem sinnir eftirfylgd skjólstæðinga með kransæða­ sjúkdóm,“ upplýsir Valdís og bætir við að Hjartagáttin veiti bráða­ þjónustu að vissu leyti. „Einstaklingar sem greinast með bráða kransæðastíflu í sjúkrabíl eða á heilsugæslu koma beint til okkar á Hjartagátt og eru þá undirbúnir til þess að fara í hjarta­ þræðingu. Svo erum við á Hjarta­ gátt í góðri samvinnu við bráða­ móttökuna í Fossvogi og tökum til okkar einstaklinga sem þurfa að fara í bráð inngrip tengd hjarta. Hjartagáttin er daggöngudeild þannig að langflestir sem koma til okkar fara aftur heim samdægurs. það getur þó verið breytilegt hversu marga klukkutíma skjól­ stæðingurinn dvelur hjá okkur, en það fer eftir eðli inngripsins. Það eru þó alltaf nokkrir skjól­ stæðingar á dag sem þurfa að leggjast inn yfir nótt eða lengur og þá flyst viðkomandi upp á hjarta­

Við sjáum um að kalla fólk inn til aðgerðar, undirbúum það fyrir inngripið og fylgjumst með því þegar það kemur til baka úr inngripinu. Valdís Anna Garðarsdóttir

deildina,“ segir Valdís. Hún segir að það geti verið ólík einkenni hjá körlum og konum sem koma á Hjartagátt en það sé ekki algilt. „Kransæðastífla getur birst með ódæmigerðari einkennum hjá konum og þar má nefna þrýsting á bringu og verkur yfir allan brjóstkassann en ekki bara vinstra megin. Einkenni eins og kviðverkur, ógleði, mæði, svimi og mikil þreyta geta einnig bent til kransæðastíflu. Það er óhætt að segja að þegar konur eiga í hlut þá er mikilvægt að vera vakandi fyrir þessum ódæmi­ gerðari einkennum.“ n


10 HJARTAÐ ÞITT 2023

3. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, var stofnað þann 9. maí 1995 Félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á velferð hjartveikra barna og fullorðinna með hjartagalla. Í dag eru um 500 fjölskyldur í félaginu. Neistinn miðlar fræðslu hvers kyns sem lýtur að hjartagöllum og meðferð þeirra t.d. með útgáfu fréttablaðs og upplýsingavef sínum, hjartagáttin.neistinn.is. Félagið heldur úti öflugu félagslífi, fjölskyldum hjartabarna til skemmtunar og stuðnings og unglingastarfið þykir einkar líflegt. Þá stendur Neistinn að baki Styrktarsjóði hjartveikra barna, sem styrkir hjartafjölskyldur fjárhagslega. Hlutverk Hjartaheilla er: • að sameina hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta • að stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi, með áherslu á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma • að standa vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga • að starfa faglega • að framfylgja markmiðum samtakanna Framtíðarsýn Hjartaheilla: • Hjartaheill verði öflug hagsmunasamtök á sviði heilbrigðismála á Íslandi með stóran og virkan hóp félagsmanna. • Hjartaheill verði leiðandi við að bæta lífsgæði landsmanna með eflingu forvarna og fræðslu um hjartasjúkdóma.

Heilaheill er í húsnæði SÍBS að Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Formaðurinn hefur náið samstarf með talsmönnum Hjartaheilla eftir þörfum og hafa þessi tvö félög verið með samvinnu undir átakinu Go Red, með þátttöku Hjartaverndar er varðar sérstaklega konur um upplýsingar um hjartagalla er leiða til slags. Hefur sá hópur vinnuheitið HHH-hópurinn og hefur félagið gefið út sérstakan bækling um gáttatif og slag og dreift þegar tækifæri eru til. Þá hafa þessi félög verið með sameiginlegt átak á alþjóða hjartadeginum í samstarfi við Hjartavernd sem er opinber stofnun

Eina deild landsins sem sérhæfir sig í þjónustu við sjúklinga með einkenni frá hjarta. Sinnir fyrst og fremst sjúklingum frá Hjartagátt og bráðadeild í Fossvogi. Sjúklingar eru einnig kallaðir inn af biðlista eða koma frá öðrum sjúkrahúsum landsins

Af hverju GoRed? Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annarsstaðar í heiminum. GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum. Aukin vitund kvenna um áhættuþættina hefur einnig óbein áhrif á lífsstíl karla og ungmenna. Nánar má lesa um alheimsátak GoRed með því að fara hér. GoRed átakið er alheimsátak, á vegum World Heart Federation. Um er að ræða alþjóðlegt langtímaverkefni sem hófst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu árið 2004 og hefur verið haldið á Íslandi frá árinu 2009. Hvaða konur eru í forgangi? • Einkennalausar konur, 50 ára og eldri, ættu að fara í áhættumat til greiningar á áhættuþáttum á a.m.k. 5 ára fresti. • Einkennalausar konur yngri en 50 ára sem hafa ættarsögu um hjarta- og æðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum og/eða með sögu um ættgenga blóðfituröskun ættu að fara í skoðun reglulega í samráði við sinn lækni. Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum: • Aldur • Reykingar. Kona sem reykir þre- til fjórfaldar áhættu sína á að fá hjartasjúkdóm. • Sykursýki er alvarlegur áhættuþáttur hjá konum. • Blóðfituröskun • Háþrýstingur • Ættarsaga um kransæðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum • Ofþyngd (BMI > 25-30) sérstaklega aukin kviðfita • Offita (BMI>30) • Hreyfingarleysi Ofangreindir áhættuþættir eru flestir einkennalausir og því þarf að mæla þá sérstaklega. Einkenni hjartaáfalls og heilaslags – Konur eru öðruvísi: Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls: • Óútskýrðan slappleika eða þreytu • Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar • Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls: • Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein • Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða maga • Verk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu • Stöðugan verk fyrir brjósti etv. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst tafarlausrar meðferðar Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags: • Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans • Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja • Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum • Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu • Slæman höfuðverk af óþekktri orsök • Yfirlið eða meðvitundarleysi

Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga stuðlar að bættri hjúkrun hjartasjúklinga, auk þess að viðhalda og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga sem hjúkra hjartasjúklingum Fagdeildin vinnur að eftirtöldum verkefnum: • Heldur fræðslufundi árlega í tengslum við aðalfund sem allir hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að sækja • GoRed-samstarfsverkefni og alheimsátak um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna • Sendir út Fréttabréf fagdeildarinar með fréttum um starfsemi fagdeildarinnar • Heldur úti heimasíðu fagdeildarinnar á hjukrun.is og uppfærir hana reglulega ásamt Facebook síðu fagdeildarinnar

Inga Valborg Ólafsdóttir starfar á göngudeild fyrir kransæðasjúkdóma á Landspítala.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Lífsstíllinn skiptir öllu máli varðandi hjartasjúkdóma Inga Valborg Ólafsdóttir er með masterspróf í hjúkrun og með sérfræðingsleyfi í hjúkrun hjartasjúklinga. Hún starfar sem klínískur sérfræðingur í hjúkrun hjartasjúklinga. Inga Valborg starfar á göngudeild fyrir kransæðasjúklinga og hefur gert meira og minna frá stofnun hennar árið 2004. Deildin er stað­ sett í Hjartagáttinni á Landspítal­ anum við Hringbraut. „Sérstaða þessarar deildar er að hún fylgir einstaklingum og aðstandendum þeirra eftir yfir lengri tíma, eftir útskrift. Að þjónustunni kemur fjölfaglegt teymi sem samanstendur af hjúkr­ unarfræðingum, hjartalæknum, sjúkraþjálfurum, sálfræðingi, næringarfræðingum, kynfræðingi, lyfjafræðingi og félagsfræðingi. Veitt er einstaklingsmiðuð fræðsla um sjúkdóminn, lyfin og ráð­ lagðan lífsstíl, auk þess er veitt ákveðið eftirlit og mat á ákveðnum þáttum. Þá er veitt lífsstílsmeðferð og stuðningur til að takast á við sjúkdóminn og breyta um lífsstíl yfir lengri tíma (eitt ár),“ útskýrir Inga Valborg. 600 kransæðavíkkanir á ári „Einstaklingurinn hittir hjúkrun­ arfræðing í einstaklingsviðtölum. Aðrir í teyminu koma að skipulagi þjónustunnar, eru ráðgefandi og koma að meðferðinni eins og þörf þykir. Við erum ekki eina slíka deildin því önnur er starfrækt á Akureyri og síðan er Reykjalundur með hjartaendurhæfingu sem veitir meðal annars einstaklingum með kransæðasjúkdóma þver­ faglega meðferð í nokkrar vikur sem hefur skilað góðum árangri,“ segir hún. „Sjúklingar fá fræðslu og stuðning eftir kransæðavíkkun. Á Íslandi eru gerðar um 600 krans­ æðavíkkanir árlega, bæði hjá konum og körlum.“ Lífsstíllinn skiptir miklu máli Inga Valborg segir að lífsstíll hafi gríðarlega mikil áhrif á hjartasjúk­ dóma. „Hann getur legið í erfða­ efni okkar en lífsstíllinn getur haft áhrif á hraða framgangs sjúk­ dómsins. Það að vera án tóbaks, hreyfa sig reglulega eins og að ganga í 30 mínútur á dag, forðast yfirþyngd, hafa góða blóðsykurs­ stjórnun, meðhöndla háþrýsting ef hann er til staðar, meðhöndla

Við erum í stöðugri þróun. Við höfum verið að auka áherslu á teymisvinnuna hjá okkur, verið að leita leiða til að auka aðgengi að góðu fræðsluefni um sjúkdóminn og því sem honum tengist. Inga Valborg Ólafsdóttir

blóðfituröskun ef hún er til staðar, forðast streitu, fá nægan svefn, drekka ekki áfengi eða lítið af því og sjaldan og borða skynsamlega getur hægt á framgangi sjúkdóms­ ins,“ bendir hún á og heldur áfram: „Konur sem hafa haft einhver vandamál tengd meðgöngu eins og meðgöngusykursýki, háþrýsting á meðgöngu, fósturlát, fætt fyrir tímann svo eitthvað sé nefnt, eru í meiri hættu á að fá hjarta- og æða­ sjúkdóma en aðrar konur. Einnig konur sem fara snemma á breyt­ ingaskeiðið, það er fyrir fimmtugt og/eða fá mikil einkenni á breyt­ ingaskeiði. Þær ættu að huga vel að öðrum áhættuþáttum og fara snemma í eftirlit, svona um fertugt og láta athuga blóðþrýstinginn, en hann getur verið breytilegur yfir ævina til dæmis hækkað á breyt­ ingaskeiði, kólesteról, blóðsykur og aðra áhættuþætti. Láta meta hvort þörf er á sérstöku eftirliti og lífsstílsmeðferð. Fara síðan reglu­ lega í eftirlit eftir það. Sjúklingar eru af báðum kynjum en konurnar eru oft eldri þegar þær fá sjúk­ dóminn.“ Góð fræðsla Þegar Inga Valborg er spurð hvort Íslendingar séu framarlega þegar kemur að lækningu á hjartasjúk­ dómum og eftirfylgni, svarar hún því játandi. „Við höfum komið mjög svipað út í þeim saman­ burði sem gerður hefur verið. Við fylgjumst vel með öllum nýjung­ um á sviðinu og fylgjum alþjóð­ legum klínískum leiðbeiningum

við skipulag á þjónustu og við val á okkar meðferðum. Fræðsla er stór hluti af mínu starfi. Mikill hluti af viðtali á göngudeildinni er fræðslusamtal um sjúkdóminn, meðferðina og ráðlagðan lífsstíl. Þá höfum við tileinkað okkur aðferðir áhugahvetjandi samtals til þess að örva áhugahvöt einstaklingsins enn frekar til að bæta lífsstílinn og fylgja meðferð.“ Inga Valborg segir að starfið sé afar fjölbreytt. „Einstakling­ arnir eru hver öðrum ólíkir á göngudeildinni, þá fylgir starfinu þverfaglegt samstarf og mikil sam­ skipti við aðra hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk. Einnig er áhersla á að fylgjast vel með í faginu og tileinka sér allar nýjungar. Síðan tengjumst við rannsóknarvinnu af og til og kennslu til hjúkrunar­ nema sem koma í vettvangsheim­ sókn til okkar,“ segir hún. Stöðug þróun „Við erum í stöðugri þróun. Við höfum verið að auka áherslu á teymisvinnuna hjá okkur, verið að leita leiða til að auka aðgengi að góðu fræðsluefni um sjúkdóminn og því sem honum tengist. Þá erum við að horfa til aukinnar fjarþjónustu á næstunni til að auka þjónustu við þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins og við þá sem eiga erfitt með að koma til okkar. Við erum líka í tilrauna­ verkefni með gagnvirkt app frá Sidekick Health sem ætlað er að veita einstaklingum fræðslu og stuðning eftir kransæðavíkkun yfir einhvern tíma ásamt því að vera með ákveðið eftirlit eða ein­ kennamat í gegnum appið. Mjög spennandi viðbót við þá þjónustu sem fyrir er. Sjúklingar fá góðan stuðning með fjórum til fimm fimmtíu mínútna viðtölum yfir eins árs tímabil, fleiri ef þörf þykir. Þar fyrir utan hitta þeir sinn hjarta­ lækni yfirleitt tvisvar á árinu. Þá fá þeir viðtal við aðra í teyminu ef þörf þykir. Við fylgjum klínískum leiðbeiningum um eftirmeðferð kransæðasjúklinga frá evrópsku hjartasamtökunum en sérsníðum meðferðina eftir þörfum hvers og eins. Það sem okkur vantar helst er að kransæðasjúklingar geti fengið stuðning hver frá öðrum í kjölfar veikindanna, jafningjastuðning. Þeir sem fara á Reykjalund fá ein­ hvern vísi að slíkum stuðningi,“ segir Inga Valborg. n


FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

Go Red í gegnum tíðina Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. GoRedátakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig draga megi úr líkum á sjúkdómunum.

HJARTAÐ ÞITT 2023 11


Hjartakaðlahúfan

Uppskriftin af Hjartakaðlahúfunni kom upphaflega út árið 2015. Húfan hefur verið endurbætt og er nú samstarfsverkefni okkar í Handverkskúnst með GoRed_Ísland í tilefni af alþjóðlega GoRed deginum sem er 2. febrúar. Allir eru hvattir til að klæðast rauðu þann dag en húfan sómir sér vel í hvaða lit sem er. Tilvalið að prjóna sér húfu og nota í göngutúra. Taktu mynd af þér með húfuna og notaðu #gored_island #handverkskúnstgarnbúð #gmgknitting sem myllumerki á myndina ef þú birtir hana á samfélagsmiðlum.


2 Stærðir: 2-5 (6-10) ára S/M (L) dömu -

Passar höfuðmáli: 50/52 (52/54) 54/56 (58/60) cm Hæð húfu ca: 17 (20) 24 (24) cm

Garn: Drops Nepal eða Drops Alaska (fæst hjá Handverkskúnst) -

100 (100) 150 (150) g

Prjónar: -

hringprjónn 40 cm, nr 4 og 5 sokkaprjónar nr 5 Kaðlaprjónn

Prjónfesta: 17 lykkjur = 10 cm á prjóna nr 5 í sléttu prjóni Aðferð: Húfan er prjónuð í hring á hringprjón en skipt yfir á sokkaprjóna þegar líður á úrtöku. Húfa: Fitjið upp 72 (80) 92 (96) lykkjur á prjóna nr 4 og prjónið stroff (2L slétt, 2L brugðið), 8 (8) 10 (10) umferðir. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 6 (4) 10 (12) lykkjur jafnt yfir umferð = 78 (84) 102 (108) lykkjur. Skiptið yfir í prjóna nr 5, prjónið kaðlamynstur eftir teikningum á bls 4-5. Endurtakið hjartamynstur innan rauða rammans 3 (3) 4 (4) sinnum (umferðir 5-14 í mynstri). Prjónið síðan umferðir 15-18 (15-23) 15-17 (15-17) og svo úrtöku. Úrtaka: Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman út umferðina. Prjónið 1 umferð án úrtöku. Prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman út umferðina. Prjónið 1 umferð án úrtöku. Slítið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Frágangur: Gangið frá endum. Þvoið flíkina í höndum eða á ullarprógammi í þvottavél og leggið til þerris. Festið dúsk á toppinn (val).

©Handverkskúnst 2015. Uppskrift: Guðrún María Guðmundsdóttir. Uppskrift uppfærð 2024 í tilefni af samstarfi við GoRed_Ísland. Uppskrift má nálgast á www.garn.is


3

Mynsturteikningar eru lesnar frá hægri til vinstri, neðan frá og upp

©Handverkskúnst 2015. Uppskrift: Guðrún María Guðmundsdóttir. Uppskrift uppfærð 2024 í tilefni af samstarfi við GoRed_Ísland. Uppskrift má nálgast á www.garn.is


4

Endurtakið litla kaðalinn eins og kemur fram innan bláa rammans Endurtakið hjartakaðalinn eins og kemur fram innan rauða rammans

©Handverkskúnst 2015. Uppskrift: Guðrún María Guðmundsdóttir. Uppskrift uppfærð 2024 í tilefni af samstarfi við GoRed_Ísland. Uppskrift má nálgast á www.garn.is


5

Endurtakið litla kaðalinn eins og kemur fram innan bláa rammans Endurtakið hjartakaðalinn eins og kemur fram innan rauða rammans

©Handverkskúnst 2015. Uppskrift: Guðrún María Guðmundsdóttir. Uppskrift uppfærð 2024 í tilefni af samstarfi við GoRed_Ísland. Uppskrift má nálgast á www.garn.is


Samprjón fyrir hjartaheilsu kvenna - Hjartakaðlahúfan Þann 2. febrúar næstkomandi verður haldinn hinn árlegi GoRed dagur fyrir konur á Íslandi - dagurinn sem við klæðumst rauðu. Markmið GoRed dagsins er að auka þekkingu kvenna á áhættu sinni á hjarta- og æðasjúkdómum, einkennum hjarta- og æðasjúkdóma og hvernig má draga úr áhættunni. Þann dag klæðumst við rauðu til að vekja athygli á málstaðnum. Hér á landi hefur viðhaldist blómleg prjónahefð sem yljað hefur landsmönnum í formi t.d. húfna og ullarpeysa í öllum stærðum og gerðum. Þúsundir kvenna sitja í prjónahorninu heima við, eða taka prjónana með á kaffihús, fundi eða ferðalög, og galdra fram hverja flíkina af annarri. Prjón og önnur handavinna er yndisleg iðn sem stuðlar að slökun og núvitund, og eykur bæðieinbeitingu og minni. Rannsóknir hafa sýnt betri andlega líðan eftir góða handavinnustund og margar konur nota þessa iðn til að takast á við erfiða lífsreynslu, veikindi og verki. Þó fylgir prjónaskapnum því miður talsverð kyrrseta. Fyrir utan jákvæð áhrif á hjarta -og æðakerfi stuðlar dagleg hreyfing að aukinni líkamlega orku, betri svefngæðum, meiri vöðvastyrk og betri andlegri líðan. Í tilefni GoRed eru prjónakonur Íslands hvattar til að taka þátt í samprjóni á landvísu. Samprjónið felst í að prjóna í febrúarmánuði Hjartakaðlahúfuna frá Handverkskúnst en standa svo upp frá prjónunum og fara út að ganga með hjartahúfuna góðu. Tilgangur hjartakaðlahúfunnar er að minna okkur á að hlúa vel að bæði hug og hjarta. Nokkrar hannyrðabúða ætla að taka þátt í átakinu og bjóða upp á afslátt af rauðu garni til að nota í húfurnar. Konur, kvenfélög, saumaklúbbar, kvennakórar og gönguhópar um allt land eru hvattar/hvattir til að taka þátt, með því að taka myndir af sér í göngutúrum með húfurnar. Svo er um að gera að nota hjartahúfurnar áfram sem hvatningu til að hreyfa sig daglega – hjarta- og æðaheilsu til heilla.


Reyndir prjónarar finna meiri ró og hamingju eftir því sem þeir prjóna oftar. Meðlimir í rafrænum prjónahópum tengja prjónaskapinn við meira sjálfsöryggi og betri samskipti. Vaxandi vísbendingar eru um að þátttaka í skapandi og gefandi handiðn auki lífsgæði og stuðli að persónulegri og félagslegri vellíðan. Mælanleg breyting er á andlegri líðan meðal kvenna fyrir og eftir að hafa heklað. Hekl og prjónaskapur getur reynst góð leið til að hlúa að vellíðan og takast á við heilsufarsvanda og erfiða lífsreynslu, eins og sorg, langvinn veikindi og verki.

Heimildir: Riley, J., Corkhill, B. Og Morris, C. (2013). The benefitrs of knitting for personal and social wellbeing in adulthood: findings from an international survey. British Journal of Occupational Therapy, 76 (2): 50-57 Burns, P. Og van der Meer, R. (2021). Happy Hookers: findings from an international study exploring the effects of crochet on well-being. Perspectives in Public Health, 141 (3): 149-157.


Hreyfing og handavinna Mikilvægt er að hreyfa sig á milli þess að sitja við handavinnu og mælt er með því standa upp a.m.k einu sinni á klukkutíma fresti til að ganga um og teygja úr sér. Þannig er hægt að draga úr líkum á vöðva- og liðverkjum. Gott er að hreyfa sig í 30 mínútur á dag af miðlungsákefð en það má skipta þessum 30 mínútum niður í styttri lotur. Þá má fara t.d. út að ganga tvisvar sinnum í 15 mínútur en það að ganga er frábær hreyfing (Lýðheilsustöð, e.d.). Við handavinnu kemur það fyrir að einstaklingar stífni upp í hálsi og herðum en til að daga úr líkum á því er gott að hafa góðan stuðning undir olnbogum og minna sig reglulega á að slaka á. Hér eru 6 æfingar sem gott er að gera reglulega þegar setið er við handavinnu. Gerið þessar æfingar tvisvar til þrisvar sinnum yfir daginn. Endurtakið hverja æfingu 5 til 10 sinnum.

rétta úr og kreppa fingur

horfa yfir axlir til hægri og vinstri

rétta úr olnbogum

rúlla öxlum fram og aftur

standa upp og setjast niður

Lyfta hnjám upp til skiptis Heimild. Lýðheilsustöð. (e.d.). Ráðleggingar um hreyfingu. https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/7CUWgyNryDALaAhq44Cfkk/fff22c3f98f1e4dd3c8e3a24d46927a8/Radleggingar_um_hreyfingu _baeklingur.pdf


VIÐ ÞÖKKUM EFTIRFARANDI STUÐNINGIN VIÐ I GORED 2024

ÞIÐ HJÁLPIÐ OKKUR AÐ FRÆÐA







Reykjavík

Bor ehf

A. Margeirsson ehf

Bókhaldsstofa Arnar Ingólfssonar ehf

Advania.is

Bólstursmiðjan

Aðalvík ehf

Bótamál ehf

Afl-Múr ehf

Brúnás innréttingar

Alvarr ehf

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf

Arev verðbréfafyrirtæki hf

CU2 ehf-www.cu2.is

ARGOS ehf-Arkitektastofa Grétars og Stefáns

Dansrækt JSB ehf

Arkitektastofan OG ehf

Ernir ehf

ASK Arkitektar ehf

Félag skipstjórnarmanna

Atlantsflug ehf

Félag slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna

Aton.JL ehf

Fínka ehf, málningarverktakar

Atvinnueign ehf

Fjaðrabúðin Partur ehf

Augnablikk ehf

Fold uppboðshús ehf

Álnabær ehf, verslun

Föt og skór ehf

Árnastofnun-Edda

G.Á. verktakar sf

Ásar, Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur

Gatnaþjónustan ehf

og skjalaþýðandi

GB Tjónaviðgerðir ehf

B&B gluggatjaldahreinsun ehf

Ginger ehf

B. Ingvarsson ehf

Glitur ehf

Bandalag kvenna í Reykjavík

Gnýr ehf

Ber ehf

Gólflagnir ehf

Berserkir ehf

Grettir, vatnskassar ehf

Beyki ehf

Gullnesti ehf

Bifreiðastillingar Nicolai

Gunnar Örn-málningarþjónusta

Bíl-Pro ehf

Gæðabakstur og Ömmubakstur

Bílaleiga Reykjavíkur

Hagvangur ehf

Bílasmiðurinn hf

Hallgrímskirkja

Bohemia Kristall ehf

Hamborgarabúlla Tómasar

Borgar Apótek


Hampiðjan hf

Lýsing og hönnun

Happdrætti Háskóla Íslands

Lögmenn Laugavegi 3 ehf

Hár Class hársnyrtistofa

Marvís ehf

Hárskeri Almúgans

Matthías ehf

Hársnyrtistofan Aida

Meba- úr og skart

Henson sports

Millimetri sf

Hitastýring hf

Morenot Ísland ehf

Hjúkrunarheimilið Skjól

MS Armann skipamiðlun ehf

Hollt og gott ehf

Multivac ehf

Hrafnistuheimilin

Múrarameistarafélag Reykjavíkur

Húsaklæðning ehf-www.husco.is

Neshamar ehf

Höfðakaffi ehf

Nordic Office of Architecture ehf

Innigarðar ehf

Nýja sendibílastöðin hf

Íbúðagisting.is

Optic Reykjavík ehf

ÍslandsApótek ehf

Ottó B. Arnar ehf

Íslenski barinn ehf

Ósal ehf

Járn og gler hf

ÓV jarðvegur ehf

JHM-Sport - rafmagnshjól

Pink Iceland LGBT ferðaþjónusta

Jón Auðunn Kristinsson pípulagningameistari

Pixel ehf

Jón Bergsson ehf

Plastco ehf

JYSK

PricewaterhouseCoopers ehf

K. H. G. Þjónustan ehf

Pökkun og flutningar ehf

Kjaran ehf

Rafey ehf

Klettur-Skipaafgreiðsla ehf

Rafha ehf

Kurt og Pí ehf

Raflax ehf

Landsnet hf-www.landsnet.is

Rafval sf

Landssamband lögreglumanna

Rásin sf, rafverktaki

LC Ráðgjöf ehf stjórnunar- og rekstrarráðgjöf

Rekstrarvörur ehf

Leigulistinn ehf

Reykjavik Pizzeria ehf

Lerkitré ehf

Reykjavíkurborg


Reyktal þjónusta ehf

Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf

Rikki Chan ehf

Vernd, fangahjálp

Rima Apótek

Verslunin Álfheimar

Sálfræðiþjónusta Wilhelm Norðfjörð ehf

Vesturröst-Sérverslun veiðimanna

Scala, hárgreiðslustofa

Vélsmiðjan Altak ehf

SHV pípulagningaþjónusta ehf

Við og Við sf

Sjáðu gleraugnaverslun

Vilhjálmsson sf, heildverslun

Sjúkraliðafélag Íslands

Vinstrihreyfingin Grænt framboð-Vinstri

Skjaldbaka ehf

Grænir

Skolphreinsun Ásgeirs sf

Vík Lögmannsstofa ehf

Skorri ehf

Vörukaup ehf, heildverslun

Smiðsafl ehf

Würth á Íslandi ehf

Smith og Norland hf

Þ.G. verktakar ehf

Smurstöðin Klöpp ehf

Þór hf

Sprinkler pípulagnir ehf Stálbyggingar ehf Stólpi Gámar ehf Suðurtún ehf

Vogar Sólark-Arkitektar

Sætrar ehf Tannálfur, tannlæknastofa Tannlæknafélag Íslands Tannlæknastofa Gunnars Rósarssonar Tannréttingar sf THG Arkitektar ehf Trésmiðja Pálma ehf Umslag ehf Úðafoss ehf, efnalaug Útfaraþjónusta Rúnars Geirmundssonar Úti og inni sf Vatnaskil ehf

Kópavogur 9 mánuðir AMG Aukaraf ehf AP varahlutir ehf Arkís arkitektar ehf Ásborg ehf Bak Höfn ehf Birtingaholt ehf Blikkform ehf Blikksmiðjan Vík ehf Efnissalan ehf


Einar Ágústsson & Co ehf

Vélastilling sf

Fagtækni ehf

Vinnuföt,heildverslun ehf

Flotgólf ehf

Víkingbátar ehf

Formbólstrun ehf goddi.is Gólflist ehf

Garðabær

Guðjón Gíslason dúklagningameistari

AH Pípulagnir ehf

Guðmundur Skúlason ehf

BB skilti, skiltagerð

Hefilverk ehf

Fagval ehf

Heildverslun B.B. ehf

Garðabær

Hvammshólar ehf

Geislatækni ehf-Laser þjónustan

Lakkskemman ehf

Hafnasandur hf

Litlaprent ehf

Hagráð ehf

Loft og raftæki ehf

Loftorka Reykjavík ehf

LS Retail ehf

Miklatorg hf-IKEA

Lyfjaval ehf

Nýþrif-ræstingaverktaki ehf

Mannrækt og menntun ehf

Rafboði

Nobex ehf

Sparnaður-Bayern Líf

Rafsetning ehf

Stjörnu-Oddi hf

Rakarastofan Herramenn Rennsli ehf, pípulagnir Sjómannaheilsa ehf Slot ehf Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili Svansprent ehf Tengi ehf Topplagnir ehf Tröllalagnir ehf, pípulagningaþjónusta Tækniþjónusta Ragnars G Gunnarssonar ehf Vetrarsól ehf, verslun

Hafnarfjörður Aflhlutir ehf Annriki, Þjóðbúningar og skartwww.annriki.is Atlas hf Bjarnar ehf Brettasmiðjan ehf Fjörukráin-Hótel Víking G.S. múrverk ehf Gröfuþjónusta Grafa og grjót ehf


GT Verktakar ehf H. Jacobsen Hafnarfjarðarbær

Álftanes Prentmiðlun ehf

Hafnarfjarðarhöfn Hagmálun slf Hagstál ehf Hárbeitt ehf HH Trésmiðja ehf Húsgagnaverslunin Nýform ehf Hvalur hf Málmar ehf Micro-ryðfrí smíði ehf Netorka hf Nonni Gull RB rúm Rennilist ehf RST Net ehf Rúnir verktakar ehf Síló ehf, steypusala Skerpa renniverkstæði Skóhöllin Firði Stokkhylur ehf Svalþúfa ehf Valeska ehf Verkalýðsfélagið Hlíf Verkþing ehf Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf Þaktak ehf

Reykjanesbær algalif.com Arnar Steinn Sveinbjörnsson ÁÁ verktakar ehf Bergraf ehf Bílar og Hjól ehf Bílasprautun Magga Jóns ehf Bílrúðuþjónustan ehf Blikksmiðja Ágústs Guðjónssonar ehf DMM Lausnir ehf Dýralæknastofa Suðurnesja Ellert Skúlason ehf Fjölbrautaskóli Suðurnesja Hárfaktorý Hótel Keflavík ehf Kalka sorpeyðingarstöð sf Miðstöð símenntunar á Suðurnesja Millvúd Pípulagnir ehf Ný-sprautun ehf Plexigler ehf Rafeindir og Tæki ehf Rafiðn ehf Ráin, veitingasala Rörvirki sf, Lúðvík Gunnarsson S.Á. verkstæði ehf Skólar ehf


Slæging ehf

Malbikstöðin ehf

TSA ehf

Málningarþjónusta Jónasar ehf

Vatn ehf

MIG Verk ehf

Verslunin Kóda

Mosfellsbakarí

Víkurfréttir ehf

Múr og meira ehf

Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum

Nonni litli ehf Nýja bílasmiðjan hf

Grindavík

Salson-byggingaþjónusta ehf

Lagnaþjónusta Þorsteins ehf

VGH-Mosfellsbæ ehf

Vatnsborun ehf

Öryggisgirðingar ehf

Suðurnesjabær Aukin Ökuréttindi ehf

Akranes

Bílaþjónustan Bakki ehf

Akraberg ehf

Gunnar Hámundarson ehf

Garðar Jónsson, málarameistari

Lighthouse Inn

GrasTec ehf

SI raflagnir ehf

Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

Vélsmiðja Sandgerðis ehf

Meitill-GT Tækni ehf Verslunin Bjarg ehf

Mosfellsbær Aflrás ehf, bifreiðaverkstæði

Vogir og Lagnir ehf

Álgluggar JG ehf

Borgarnes

Byggingafélagið Bakki ehf

B. Björnsson ehf

Dynkur ehf

Garðyrkjustöðin Laugaland hf

Elektrus ehf, löggiltur rafverktaki

Hótel Hamar

Glertækni ehf

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi

Guðmundur S Borgarsson ehf

UMÍS Umhverfisráðgjöf Íslands

Gylfi Guðjónsson ökukennari

Velverk ehf

Kvenfélag Kjósarhrepps


Stykkishólmur

Ísafjörður

Skipavík ehf

Ferðaþjónustan í Heydal

Útgerðarfélagið Engey ehf

Hamraborg ehf

Þórsnes ehf

Harðfiskverkun Finnboga Hótel Ísafjörður hf

Grundarfjörður

Ísblikk ehf

Þjónustustofan ehf

Samgöngufélagið

Orkubú Vestfjarða ohf

Smali ehf

Ólafsvík Fiskmarkaður Snæfellsbæjar ehf

Hnífsdalur

Litlalón ehf

Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf

Hellissandur

Bolungarvík

Skarðsvík ehf

Endurskoðun Vestfjarða ehf

Smiðjan Fönix ehf

Sigurgeir G. Jóhannsson ehf

Búðardalur

Súðavík

Ásklif ehf

Súðavíkurhreppur

BS Þjónustan ehf Rafsel Búðardal ehf

Suðureyri

Reykhólahreppur

Fiskvinnslan Íslandssaga hf

Reykhólahreppur Þörungaverksmiðjan hf


Patreksfjörður

Iðnsveinafélag Skagafjarðar

Oddi hf, fiskvinnsla-útgerð

Steinull hf

Villi Á ehf

Steypustöð Skagafjarðar

Drangsnes

Vörumiðlun ehf

K-Tak ehf

Hveravík ehf

Hvammstangi

Siglufjörður Snerpa, íþróttafélag fatlaðra

Hótel Hvammstangi Sláturhús KVH ehf

Akureyri

Blönduós

Akureyrarhöfn

Glaðheimar, sumar og gistihús opið allt árið

Baldur Halldórsson ehf

Kjalfell ehf

Betra brauð veislubakstur

Kvenfélag Svínavatnshrepps

Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf

Sörlatunga ehf

Bílapartasalan Austurhlíð

Amber hárstofa

Bílaprýði

Skagaströnd Kvenfélagið Hekla Marska ehf Vík ehf

Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf Dögun ehf FISK-Seafood ehf Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra

Blikkrás ehf Byggingarfélagið Hyrna ehf Eining-Iðja Endurhæfingarstöðin ehf Fasteignasalan Hvammur ehf HSH verktakar ehf Index tannsmíðaverkstæði ehf Knattspyrnufélag Akureyrar Líkamsræktin Bjarg ehf Meindýravarnir MVE Norlandair ehf


Pípulagningaþjónusta Bjarna F Jónassonar ehf Raftákn ehf, verkfræðistofa

Laugar

S.S. byggir ehf

Norðurpóll ehf, trésmiðja

Samvirkni ehf

Sparisjóður Suður- Þingeyinga

Tannlæknastofa Árna Páls Tannlæknastofa Hauks og Bessa Trésmíðaverkstæði Trausta ehf Útfararþjónusta kirkjugarða Akureyrar Vélsmiðjan Ásverk ehf

Grenivík Grýtubakkahreppur

Dalvík Híbýlamálun,málningarþjónusta ehf Kussungur 2 ehf Tannlæknastofan Dalvík

Húsavík Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehfwww.fjallasyn.is Stóruvellir ehf Tjörneshreppur Trésmiðjan Rein ehf Vermir sf Vélaverkstæðið Árteigi Víkurraf ehf

Mývatn Vogar ferðaþjónusta

Þórshöfn Geir ehf

Bakkafjörður K Valberg slf

Vopnafjörður Pétur Valdimar Jónsson

Egilsstaðir Austfjarðaflutningar ehf Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf Ferðaþjónustan Skipalæk Gistihúsið Lake-Hotel Egilsstadir Héraðsprent ehf Hótel Valaskjálf Klausturkaffi ehf


Múlaþing Tréiðjan Einir ehf Þ.S. verktakar ehf

Höfn í Hornafirði Birkifell ehf

Seyðisfjörður

Karlsbrekka ehf

Jón Hilmar Jónsson, rafverktaki

Málningarþjónusta Horna ehf

PG stálsmíði ehf

Rósaberg ehf

Króm og hvítt ehf

Öryggi og gæsla ehf

Reyðarfjörður Fjarðaveitingar ehf Skiltaval ehf

Selfoss Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf Bílaþjónusta Péturs ehf

Eskifjörður

Bíltak ehf

Egersund Ísland ehf

Café Mika Reykholti

Glussi ehf, viðgerðir

Framsóknarfélag Árnessýslu

R.H.gröfur ehf

Gesthús Selfossi, gistihús og tjaldsvæði

Tandrabretti ehf

Gullfosskaffi við Gullfoss

Bjarnabúð

Hreingerningarþjónusta Suðurlands-Hreint

Neskaupstaður G.Skúlason vélaverkstæði ehf Haki ehf verkstæði Síldarvinnslan hf Verslunin Pan ehf

Fáskrúðsfjörður Vöggur ehf

um allt Suðurland Ingileifur Jónsson ehf JÁ pípulagnir ehf Jeppasmiðjan ehf K.Þ Verktakar ehf Kríutangi Kökugerð H P ehf Máttur sjúkraþjálfun ehf Pylsuvagninn Selfossi við brúarendann Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts ehf


Reykhóll ehf

Gluggaiðjan Ölfusi ehf

SG hús ehf

Gróðrarstöðin Kjarr

Skóbúð Selfoss, vinnuföt og merkingar

Hraunsós ehf

Suðri ehf Suðurtak ehf Súperlagnir ehf Ullarverslunin Þingborg ehf

Laugarvatn Ásvélar ehf

Verkfræðistofa Guðjóns Vélaþjónusta Ingvars Vélsmiðja Suðurlands ehf X5 ehf Ökuskóli Suðurlands ehf

Hveragerði Auðflutt ehf Blómaborg Ficus ehf Heilsustofnun NLFÍ-www.heilsustofnun.is Kjörís ehf Norbygg ehf

Þorlákshöfn Bíliðjan ehf, verkstæði Járnkarlinn ehf

Ölfus

Flúðir Fögrusteinar ehf Gröfutækni ehf Hitaveita Flúða og nágrennis

Hella Hestvit ehf Kanslarinn veitingahús Strókur ehf

Hvolsvöllur Ferðaþjónustan Hellishólum ehf Félag íslenskra bifreiðaeiganda Hótel Hvolsvöllur Krappi ehf, byggingaverktakar Kvenfélagið Freyja Seljaveitingar

Sveitarfélagið Ölfus

Stóradalssókn

Eldhestar ehf

Torf ehf

Gljúfurbústaðir ehf


Vík Dvalarheimili Hjallatún Hótel Dyrhólaey Ás Hótel Vík í Mýrdal RafSuð ehf

Vestmannaeyjar AH-Sjúkraþjálfun ehf Bíla- og vélaverkstæðið Nethamar ehf Bókasafn Vestmannaeyja Gröfuþjónustan Brinks ehf Skipalyftan ehf Teiknistofa Páls Zóphóníassonar ehf Vélaverkstæðið Þór ehf


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.