Endurnýtt líf 2

Page 1

1. tbl. 2020

Ljósmyndaskólinn & Rauði krossinn Hrefna Björg Frumkvöðull og umhverfisaktívisti

Bestu kaupin Dyggir viðskiptavinir sýna sín bestu kaup úr Rauðakrossbúðunum

Guðjón Ketilsson Myndlistarmaður ársins 2020

Kári Sverriss Endurnýtum Endurnotum Endurhugsum

Darren Mark Fatahönnuður og áhugamaður um endurnýtingu textíls


Efnisyfirlit Bls. 3 Leiðari Bls. 4-5 Ljósmyndaskólinn Afrakstur samstarfs nemenda Ljósmyndaskólans og Fatasöfnunar Rauða krossins. Bls. 6-9 Kári Sverriss Myndaþáttur: Endurnýtum Endurnotum - Endurhugsum

Bls. 6

Bls. 12

Bls. 20

Bls. 10-11 Tíska Sérvaldar flíkur sem verða til sölu í vefverslun Rauða krossins. Bls. 12-17 Hrefna Björg Frumkvöðull og umhverfisaktívisti. Bls. 18-19 Tíska Sérvaldar flíkur sem verða til sölu í vefverslun Rauða krossins. Bls. 20-24 Bestu kaupin Dyggir viðskiptavinir sýna sín bestu kaup úr Rauðakrossbúðunum.

Bls. 26

Bls. 36

Bls. 43

Bls. 26-29 Guðjón Ketilsson Myndlistarmaður ársins 2020. Bls. 30 Ljósmyndaskólinn Bls. 31 Sjálfboðaliðar Hjá Rauða krossinum vinnur fjöldinn allur af sjálfboðaliðum ómetanlegt starf alla daga ársins. Bls. 32-33 Búðinar

Endurnýtt líf

Forsíða

Ritstjóri: Hildur Mist

Ljósmyndarar: Berglind Ýr Jónasdóttir, Gunnhildur Helga Katrínardóttir, Hildur Ársælsdóttir, Sunna Ben

Allt efni blaðsins er unnið í nánu samstarfi við Guðbjörgu Rut Pálmadóttur, flokkunarstjóra Fatasöfnunar Rauða krossins, og Elsu Vestmann Kjartans dóttur, fataflokkara og samfélagsmiðlafulltrúa. Ljósmyndari: Tara Tjörvadóttir

2

Rauðakrossbúðirnar á samfélagsmiðlum

Bls. 34 Ljósmyndaskólinn

Instagram @raudakrossbudirnar Facebook raudakrossbudir

Bls. 36-39 Darren Mark Fatahönnuður og áhugamaður um endurnýtingu textíls.

Förðun og hár: Svava G. Margrétardóttir Fatnaður úr verslunum Rauða krossins

Endurnýtt líf

Bls. 40-41 Ljósmyndaskólinn Bls. 43 Þitt er valið Hugvekja um endurnýtingu eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur.


Leiðari

Þegar ég ólst upp var mikil áhersla lögð á að ég færi vel með hlutina mína, að maður gæti ekki átt fína hluti ef maður kynni ekki að fara vel með þá. Þetta hefur nokkurnveginn fylgt mér alla tíð síðan, að ég hafi í raun ekkert val. Það var oft hlegið að mér á sínum tíma fyrir það að eiga erfitt með að losa mig við hluti þegar ég var viss um að ég myndi sakna þeirra þegar rétti tíminn kæmi og ég þyrfti á þeim að halda í óráðinni framtíð. Verst var tilhugsunin um að þurfa þá að kaupa annan alveg eins hlut þegar hinn hefði vel dugað, ætti ég hann ennþá. Með því að ganga vel um það sem er í kringum okkur erum við líka að stuðla að því að hlutirnir endi ekki í ruslinu heldur eignist framhaldslíf hjá einhverjum öðrum þegar við þurfum ekki lengur á þeim að halda. Ég er virkilega þakklát fyrir það að vera alin svona upp. Að vera alin upp við það að bera virðingu fyrir því sem er í kringum mig, eigum mínum og annarra, og að vera snemma kennt að hlutir eru ekki einnota. Í minni fjölskyldu ganga hlutirnir frá einni kynslóð til þeirrar næstu og það er virkilega dýrmætt, það vekur upp gamlar minningar og yljar inn að hjartarótum. Sonur minn sem er 4 ára nýtur nú góðs af því að formæður hans langt aftur í ættir hafi lagt upp með það að farið væri vel með verðmætin sem við eigum í dótinu okkar. Hann lærði t.d. að hjóla á 30 ára gömlu hjóli sem ég átti þegar ég var á sama aldri og hann. Það var ánægjulegt fyrir okkur bæði og gerði hjólakennsluna ennþá skemmtilegri en ella. Hann gerir engan greinarmun á því hvort að gjafir sem hann fær eru notaðar eða nýjar, hann er alveg jafn sáttur við hvort tveggja en finnst sérstaklega skemmtilegt að erfa það sem orðið er of lítið á eldri frændsystkini og hugsar mikið um að koma því áfram sem hann er hættur að nota. Börnin læra nefnilega það sem fyrir þeim er haft.

Fyrir þetta tímarit tók ég viðtöl við þrjá einstaklinga sem allir eiga það sameiginlegt að vera vakandi fyrir umhverfinu og sjá möguleika í endurnýtingu og endurvinnslu. Hrefna Björg er frumkvöðull og umhverfisaktívisti, hún hefur á síðustu árum unnið mörg verkefni í tengslum við umhverfismál. Guðjón Ketilsson er myndlistarmaður ársins 2020, hann hefur unnið töluvert með fundið efni í sinni list og þar með gefið því endurnýtt líf. Darren Mark er fatahönnuður sem kynntist því að vinna með notaðan textíl þegar hann var í Listaháskólanum og vann verkefnið Misbrygði í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins. Í blaðinu er einnig að finna afrakstur samstarfsverkefnis Ljósmyndaskólans og Fatasöfnunar Rauða krossins, hugvekju um endurnýtingu eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur, bestu kaupin úr Rauðakrossbúðunum og tískusíður með fatnaði sem verður til sölu í vefverslun Rauðakrossbúðanna. Fatasöfnun Rauða krossins er eitt mikilvægasta fjáröflunarverkefni félagsins. Framlög landsmanna skila sér í búðirnar þar sem flíkurnar eignast endurnýtt líf og allur ágóði fer 100% í mannúðarmál. Þar með er líka komin ákveðin hringrás sem stuðlar að umhverfisvernd og gerir jörðinni okkar gott. „Jörðin gæti auðveldlega fullnægt þörfum okkar, en ekki græðgi okkar.“ - Gandhi

Hildur Mist Ritstjóri og rekstrarstjóri fataverslana Rauða krossins

Leiðari

3


Ljósmyndaskólinn & Fatasöfnun Rauða krossins Ljósmyndaskólinn og Fatasöfnun Rauða krossins tóku höndum saman þegar nemendur skólans gerðu tískumyndaþátt undir handleiðslu Kára Sverriss með fatnaði úr verslunum Rauða krossins. Nemendurnir unnu verkefnið í hópum og útfærðu hugmyndir sínar með endurnýtingu og umhverfisvernd að leiðarljósi. Afrakstur verkefnisins má sjá í blaðinu.

4

Endurnýtt líf


Ljósmyndaskólinn 1/4 „Verkefnið okkar þróaðist út frá hugmyndinni að nota slagorð sem myndi vekja fólk til umhugsunar um það að kaupa notuð föt. Hugmyndin var sú að búa til hálfgert leiði úr fatahrúgu, módelið myndi liggja undir fötunum og hönd hennar stingast upp úr hrúgunni, haldandi á fallegri flík. Lýsingin myndi verða með „spotlight“ á flíkina líkt og hún væri hinn heilagi kaleikur með undirskriftinni: Endurnýtum, endurlífgum. Með því værum við að vekja til þeirrar umhugsunar að fatnaður getur átt sér annað og nýtt líf. Þetta var hugmynd með vott af gríni og dramatík að leiðarljósi.“ Fyrirsætur: María Glóð Baldursdóttir Karen Drífa Guðmundsdóttir Nemendur: Þorsteinn Ingi Júlíusson - @steini_photography Viktor Steinar Þorvaldsson - @viktorsteinar

Ljósmyndun

5


Endurnýtum Endurnotum Endurhugsum

„Fyrir myndaþáttinn fékk ég þá hugmynd að endurnota plast á skapandi hátt, blanda plasti inn í myndaþáttinn. Plast er stórt partur af framleiðslu á fatnaði hjá helstu fatafyrirtækjum í dag sem eru að fjöldaframleiða fatnað. Framleiðsla á fatnaði er líka einn helsti mengunarþátturinn í heiminum í dag. Fatabransinn er umfangsmikill iðnaður og væri hægt að koma í veg fyrir mikla mengun ef við myndum öll taka okkur saman og versla minna af fatnaði, endurnýta og/eða kaupa meira af fatnaði hjá t.d. Rauða krossinum.

6

Plast er efni sem þykir ekki fallegt, oft fylgir skömm hjá mörgum sem eru að nota plast og það er ekki eins samþykkt t.d. að kaupa plastpoka í matvöruverslun eins og var fyrir 10 árum síðan. Hugmyndin mín var að blanda plasti við notaðan fatnað frá Rauða krossinum til þess að fá okkur til þess að hugsa um að þó efnið geti litið vel út þá geti það líka verið skaðlegt. Oft sjáum við ekki í fyrstu hvað það er sem við mannfólkið erum að gera, sem getur haft marktæk áhrif á jörðina“, segir Kári Sverriss um myndaþáttinn Endurnýtt líf

Ljósmyndari: Kári Sveriss Fyrirsæta: Sigrún Hrefna hjá Eskimo Stílisti: Erna Hreins Hár og förðun: Kolbrún Anna Vignisdóttir Myndvinnsla: TM_Retouching


Tíska

7


8

Endurnýtt líf


Tíska

9


3

2

5

4

7

6

9

8

13

12

10

11

1 Rúllukragabolur Mads Nørgaard, 2.000 kr. – 2 Skór Prada, 15.000 kr. – 3 Skyrta Moschino Jeans, 4.000 kr. 4 Sólgleraugu Alain Mikli, 5.000 – 5 Skyrta Saint Laurent, 5.000 kr. – 6 Leðurstígvél Prada, 10.000 kr. – 7 Plíserað pils, 1.500 kr. 8 Síðermabolur Armour, Lux 2.000 kr. – 9 Leðurpils, 4.000 kr. – 10 Skór Vans, 3.000 kr. – 11 Barnakjóll Polarn O. Pyret, 2.500 kr. 12 Taska, 2.000 kr. – 13 Kjóll, 3.500 kr.

10

Endurnýtt líf

Vörurnar eru til sölu í vefverslun Rauða krossins

1


1

2

3

5

4

8

6

7

9

12

10

11

1 Anorakkur Don Cano, 3.500 kr. – 2 Silkislæða Burberry’s, 6.000 kr. – 3 Kjóll Hope, 5.000 kr. 4 Kjóll Vivianne Westwood, 5000 kr. – 5 Silkijakki, 4.000 kr. – 6 Skór Max Mara, 5.000 kr. 7 Buxur Don Cano, 2.000 kr. – 8 Mohair trefill, 2.000 kr. – 9 Satínskyrta, 3.000 kr. – 10 Scrunchie, 300 kr. 11 Rúskinnsskór, 3.000 kr. – 12 Jakki Armani, 8.000 kr.

Tíska

11


Hrefna Björg

„Ég hef eiginlega alltaf haft áhuga á umhverfismálum“, segir Hrefna Björg Gylfadóttir sem útskrifaðist í vor úr Kaospilot skólanum sem staðsettur er í Árósum í Danmörku. Kaospilot er skapandi viðskiptaháskóli og námið þar er mjög fjölbreytt. Þeir sem útskrifast úr skólanum eru alla jafna miklir frumkvöðlar með forystuhæfileika. Hrefna er mikil áhugakona um umhverfismál og vann mörg verkefni í skólanum í tengslum við umhverfisvernd og sjálfbærni „Ég var að læra grafíska hönnun í Listaháskólanum sem var mjög gaman en ég fann að ég þarfnaðist þess að vinna aðeins meira með fólki. Ég vann hópverkefni í LHÍ sem hét Waste Watching með tilvísun í Whale Watching og við fórum í ferð út í Viðey að tína rusl og ég fann hvað þetta verkefni gaf mér rosalega mikið“. Í framhaldinu ákvað Hrefna að rannsaka hvernig nám hún gæti fundið sér þar sem að hún gæti lært verkefnastjórnun og unnið með fólki en á sama tíma unnið að einhverju sem hún brynni fyrir og hefði mikinn áhuga á – eins og umhverfismálum. Hrefna komst inn í Kaospilot og ákvað því að hætta í LHÍ eftir fyrsta árið, flytja út til Árósa og breyta aðeins um stefnu. Að hafa grunn í grafískri hönnun hefur komið sér vel í náminu í Danmörku því verkefnin í skólanum eru sett fram á afar myndrænan hátt. „Ég hef ennþá mjög gaman af grafískri hönnun en ég hef enn meira gaman af því að nota hana í einhver verkefni sem ég er að gera. Það er svo gott að hafa einhverja þekkingu á samskiptum og kunna vel að miðla og skýra frá verkefnunum ef þú ert að vinna í einhverju sem þú vilt að hafi áhrif“. Eitt af verkefnum Hrefnu hefur verið að reyna að minnka eigin neyslu og losa sig við það sem hún notar ekki lengur. Hún talar um mikilvægi þess að fólk skilji hvaða verðmæti það hefur í höndunum þegar það losar sig við fatnað eða annað sem það er hætt að nota. Það er mikilvægt að fólk beri ábyrgð alla leið á því sem það kaupir og komi hlutunum í rétt ferli þegar það hefur ekki not fyrir þá lengur. Þetta rímar einkar vel við hugmyndafræðina

12

í fataverkefni Rauða krossins þar sem fólk er hvatt til þess að meðhöndla fataframlögin sem það lætur af hendi til félagsins sem verðmæti en ekki rusl því að á bakvið hverja flík eru mikil verðmæti. „Ég og herbergisfélagi minn settum upp fataslá fyrir utan húsið okkar. Við búum í götu þar sem margir eru á ferli, við settum því nokkrar flíkur út og báðum fólk að leggja inn á okkur ef það vildi taka eitthvað. Þetta voru allt föt sem voru búin að liggja ofan í poka og við vissum ekki alveg hvað við ætluðum að gera við. Við gufuðum fötin og settum út og á 15 mínútum voru tvær skyrtur farnar og orðnar að verðmætum. Það er svo ótrúlega stórt fyrsta skref í hringrásarhugsun að átta sig á því að notaðir hlutir og gamlir hlutir eru einhvers virði. Ef við náum að gera það, þá erum við strax búin að byggja upp einhverskonar hagkerfi þar sem við þurfum ekki endalaust að framleiða vörur úr nýjum efnivið til að græða”. Aðspurð um muninn á milli Íslands og Danmerkur þegar kemur að virkni í umhverfismálum og hvort við séum samstíga þegar kemur að aðgerðum varðandi breytt neyslumynstur segir Hrefna: „Ég sé oft að við erum svo dugleg að hugsa um það hvaðan varan kemur. Það er orðin ótrúlega mikil vitundarvakning um uppruna framleiðslunnar en stundum vantar pælingar um það hvað gerist síðan þegar þessi vara er ekki lengur ný og spennandi og ég vil fara að losa mig við hana, eða hvenær ég muni vilja losa mig við hana. Á Íslandi er vitundarvakning, mér finnst við öll vera í þessari umræðu en það er svona aðeins varfærnari umræða. Í Danmörku finnst mér meiri vilji til að vera aktívisti og grasrótarhreyfingar njóta sín ótrúlega vel, allskonar deilihagkerfi, flóamarkaðir, matarskipti, bókaskipti og húsgagnaskipti. Margt af þessu er líka til á Íslandi en mér finnst eins og við gætum fagnað því aðeins meira“. Hrefna segir mikilvægt að hver og einn skoði sína eigin neyslu og vegi og meti hvað megi betur fara. Það er ekki endilega eins hjá öllum hvað er gerlegt og hvað ekki. Þetta er líka mjög

Endurnýtt líf


Hrefna Bjรถrg

13


14

Endurnýtt líf


Hrefna Bjรถrg

15


„Ég held að það séu allir bara að gera sitt besta, enginn veit neitt. Samt erum við Íslendingar miðað við önnur Norðurlönd og miðað við önnur lönd í heiminum mjög miklir neytendur.“

flókið því kerfið okkar er þannig byggt að okkur er gert auðveldara fyrir að vera neytendur og kaupa nýtt af því það er bæði ódýrt og tekur stuttan tíma. „Ég á voða erfitt með að dæma fólk fyrir neyslu. Ástæðan fyrir því að ég fór að endurhugsa mitt neytendamunstur er af því að ég tók eftir því hvað ég var svakalegur neytandi og hvað ég fann mikil þægindi í því að kaupa mér ný föt og kaupa mér hluti. Það er engin skömm í því og við lifum í þessum heimi þar sem við erum endalaust að fá skilaboð um að við þurfum að laga okkur og bæta okkur og að það sé oft lausn í því að kaupa sér eitthvað. Líka þessi sjálfsástarmenning, hún felst í því að kaupa sér nýjan andlitsmaska eða kaupa sér nýja peysu. Því meira sem ég geng um verslanir og því meira sem ég skoða viss tískublogg þá finnst mér mig vanta hluti, þannig að ég held að ég sé stundum að reyna að vega og meta hvaða skilaboðum ég er að hleypa inn til mín. Hvaða áhrifavalda er ég að skoða sem eru ekki endilega að senda mér skilaboðin „Þú þarft að kaupa þér nýjan kjól“ eða „Þú ert búin að pósta þremur myndum af þér á instagram í sama kjólnum, það er ekki kúl, þú þarft að kaupa meira“. Af því að það er svo sjúkur aktívismi í því að vera í sátt og samlyndi við sjálfan sig án þess að vera mikill neytandi, klæðast gömlum fötum og fara vel með það sem maður á. Mér finnst það frelsandi pæling að geta ræktað sjálfsást og vera ánægð með sjálfa mig af öðrum ástæðum en þeirri að ég eigi mikið af nýjum fatnaði“. Fyrsta skrefið er að vera meðvitaður eða velja skástu lausnina hverju sinni. Þetta snýst ekki um að vera heilagur eða gera allt 100% alla daga. Þú ert ekki fallin/n þó að þú kaupir nýja flík, stundum verður bara ekki hjá því komist. „Ég held að allir séu bara að gera sitt besta, enginn veit neitt. Samt erum við Íslendingar miðað við önnur Norðurlönd og miðað við önnur lönd í heiminum mjög miklir neytendur. Við

16

erum ruglaðir neytendur og við þurfum bara að átta okkur á því að það að henda 15 kg af fötum á höfðatölu á ári er ruglað. Það er bara vandræðalegt fyrir þjóð sem býr í landi sem er náttúruperla og þjóð sem státar af því að vera framarlega þegar kemur að umhverfismálum. Þetta er eitthvað sem við þurfum aldeilis að fara að endurhugsa og að gleyma aðeins þessari menningu að við þurfum öll að vera í nýjasta nýju“. Í Kaospilot fá nemendur að vinna mikið sjálfstætt og velja sér sín eigin verkefni eftir áhugasviði, hvaða hlutverki þeir vilja gegna í hverju verkefni fyrir sig og með hvaða fyrirtækjum verkefnin eru unnin. „Ég fór til Melbourne í Ástralíu og vann fyrir The Climate Reality Project. Þau eru með þjálfun fyrir umhverfisleiðtoga og fá fólk úr hvaða geira sem er, velja fólk inn, til að kenna því hvað er í gangi í umhverfismálum núna og þjálfa það í því hvernig það getur haft áhrif á sínu sviði. Ég var í raun að hjálpa þeim að undirbúa það og þróaði spil þar sem þátttakendur skipulögðu hvernig þeir gætu haft áhrif í sínu samfélagi, byggt á „Think globally, act locally“ hugmyndafræði. Síðan vann ég fyrir endurvinnslustöð í Kaupmannahöfn, Sydhavns Genbrugscenter, þar sem verið er að prófa nýstárlegar aðferðir í endurvinnslu. Til dæmis að fá hönnuði inn á endurvinnslustöðina til þess að nýta efnivið sem hefur komið inn á stöðina til að hanna eitthvað nýtt og selja“. Hrefna tók einnig þátt í áhugaverðu verkefni sem var unnið í samvinnu við samtök í Danmörku sem kallast Skraldecaféen. Verkefnið snerist um að gera ísskáp með „rusluðum mat“, mat sem var búið að sækja í gáma (dumpster diving). Ísskápurinn er opinn öllum en hann er staðsettur við hliðina á húsnæði fyrir fólk sem á hvergi heima og þarf samastað um nætur. Verkefnið heppnaðist mjög vel og ísskápurinn er ennþá í stöðugri notkun.

Endurnýtt líf


Útskriftin úr Kaospilot var með töluvert öðru sniði en Hrefna og samnemendur hennar gerðu ráð fyrir vegna heimsfaraldurs og samkomubanns. Hrefna vonar þó að faraldurinn muni hafa jákvæðar breytingar í för með sér. „Við erum að upplifa alþjóðlega krísu sem við erum öll búin að takast á við saman. Ég held meira að segja að við Íslendingar, þó að okkur finnist við stundum svolítið einangruð frá restinni af heiminum, upplifum að við höfum tekið þátt í þessu verkefni með öllum hinum. Við þurfum að átta okkur á því að krísa eins og loftslagskrísan er eitthvað sem við þurfum að takast á við alveg eins á alþjóðlegum skala. Ég vona að þetta búi til sjálfstraust í okkur sem heimi, að við getum gert það, og sem þjóð áttum okkur á því að sama hvað við höldum þá erum við öll partur af þessum heimskrísum, bæði kórónuveirunni og loftslagskrísunni, án þess að við fáum einhverju um það ráðið. Ef við ætlum að koma sterkari út úr þessu þá verðum við að átta okkur á því hvað það er gott að vinna með öðru fólki og að byggja samfélög þar sem við vinnum saman að þessum verkefnum sem við viljum vinna að, eins og t.d. hvernig við saman breytum kerfunum okkar. Hvernig við getum stutt við fólkið og verkefnin í kringum okkur og komið saman eftir þetta tímabil og þennan heimsfaraldur og séð að við þurfum öll að vinna saman sem samfélag til að bæta úr þessum risastóru vandamálum sem stundum virðast aðeins of stór þegar maður er einstaklingur, eins og loftslagskrísan“.

hugsað að þetta væri svo vel gert hjá henni því svona lagað væri alls ekki í lagi. Síðan fór ég í CISV sumarbúðir erlendis þegar ég var 12 ára og þar var okkur kennt mikið um umhverfismál og þar heyrði ég í fyrsta skipti hugtök eins og loftslagsbreytingar og hvernig loftslagsmál hafa áhrif á fólk á mismunandi stöðum og á mismunandi hátt. Ég held að eftir þetta hafi mér alltaf fundist sérstakt hvernig við högum okkur í kringum efnivið, hvernig við högum okkur í kringum rusl, hvernig við högum okkur sem neytendur, af því að einhversstaðar endar allt sem við erum að nota. Ég man að ég hugsaði með mér að það gengi ekki upp eða passaði ekki að setja eitthvað ofan í rusl og grafa það í jörðina. Það getur ekki verið rétta leiðin til að meðhöndla hluti sem okkur þótti einu sinni vænt um“. ► Á heimasíðu Hrefnu má finna frekari upplýsingar: www.hrefnabjorg.com

Aðspurð hvaðan þessi mikli áhugi á umhverfismálum komi segir Hrefna að hann komi í raun úr hennar barnæsku og það eru þá aðallega tvö atriði sem spila þar stórt hlutverk. „Ég á minningu síðan ég var í kringum 11 eða 12 ára, af því að frænka mín sá einu sinni bílstjóra henda bleyju út úr bílnum sínum. Hún sótti bleyjuna og setti hana aftur inn í bílinn hjá honum á rauðu ljósi. Ég man eftir að hafa

Hrefna Björg

17


Vörurnar eru til sölu í vefverslun Rauða krossins

1

3

2

7 4

5

9 10

8

6

11 13

12

1 Barnagallabuxur Levis, 2.000 kr. – 2 Rúskinnsjakki, 8.000 kr. – 3 Prjónað vesti Inwear, 3.000 kr. 4 Vatterað vesti, 3.500 kr. – 5 Húfa Samuji, 3.000 kr. – 6 Kúrekastígvél, 5.000 kr. – 7 Taska, 1.500 kr. 8 Seðlaveski Burberry, 5.000 kr. – 9 Gallapils, 2.000 kr. – 10 Silkislæða Christian Dior, 5.000 kr. 11 Gallastígvél, 4.000 kr. – 12 Leðurbelti, 1.500 kr. – 13 Ullarjakki Acne Studios, 15.000 kr.

18

Endurnýtt líf


1

3

2

6

5 4

7

8

10

11

9

1 Úlpa 66° Norður, 8.000 kr. – 2 Sólgleraugu, 1.000 kr. – 3 Anorakkur, 3.500 kr. 4 Veiðihattur Abercrombie & Fitch, 1.500 kr. – 5 Stuttermabolur, 1.500 kr. – 6 Buxur, 2.000 kr. 7 Flíspeysa 66°Norður, 5.000 kr. – 8 Íþróttaskór Nike, 4.000 kr. – 9 Útivistarbuxur Fjällräven, 2.500 kr. 10 Dúnúlpa Millet, 10.000 kr. – 11 Hitabrúsi, 1.000 kr.

Tíska

19


Bestu kaupin Í Rauðakrossbúðunum er hægt að finna gullmola, fínni merki og flíkur sem þú sérð hvergi annars staðar. Það borgar sig að kíkja við, helst sem oftast, og heppnin gæti verið með þér.

→ Myndirnar tók Tara Tjörvadóttir – @taratjörva, www.taratjorva.com

20

Endurnýtt líf


DRAGT

Kolbrún Anna Vignisdóttir, förðunarfræðingur – @kolavig Kolbrún er dyggur viðskiptavinur Rauðakrossbúðanna og þessa fallegu dragt keypti hún á Skólavörðustíg.

Bestu kaupin

21


FLAUELSJAKKI OG TASKA ↓

22

Elísabet Freyja Úlfarsdóttir og Kristjana Ellen Úlfarsdóttir, nemar – @elisabetfreyja @krissa.ellen Systurnar koma reglulega við í Rauðakrossbúðunum og finna oftar en ekki eitthvað fallegt. Flauelsjakkinn hennar Elísabetar er úr Rauðakrossbúðinni á Laugavegi 12 og öll fötin sem Kristjana klæðist og taskan eru úr Rauðakrossbúðunum í Kringlunni og á Laugavegi 12.

Endurnýtt líf


FRAKKI ↙ OG HANSKAR

Hjörtur Skúlason, vöruhönnuður og starfsmaður Lumex @hjortur10 Frakkinn og hanskarnir eru úr Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg. „Maður verður að kíkja við í Rauða krossinum ef maður kíkir niður í bæ“.

Bestu kaupin

23


DRAGT

Edda Hulda Ólafardóttir, lauk í vor BA prófi í lögfræði frá HÍ. @sigaredda Bleika settið er úr Rauðakrossbúðinni á Skólavörðustíg en taskan og skórnir úr búðinni við Laugaveg 116/Hlemm. „Ég elska að kaupa svona sett“.

24

Endurnýtt líf


Gefðu g jöf til góðra v erka inn verslun á .raudik rossinn .is


Guðjón Ketilsson „Ég er orðinn dálítið gamall í hettunni, ég er búinn að vera í þessum bransa í rúm 40 ár“, segir Guðjón Ketilsson sem er einn af framúrskarandi myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann hlaut fyrr á þessu ári titilinn „Myndlistarmaður ársins“ á Íslensku myndlistarverðlaununum fyrir sýninguna Teikn í Listasafni Reykjanesbæjar þar sem hann vann með tungumálið eða skrift á mismunandi hátt. Guðjón hefur verið með vinnustofu á sama stað í miðbæ Reykjavíkur síðustu 30 ár þar sem hann vinnur í list sinni milli þess sem hann sinnir öðrum verkefnum. Guðjón lærði í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, var einn af forsprökkun nýlistadeildar skólans sem þá var og tók þátt í uppbyggingu hennar. „Ég útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum í gamla daga og fór í framhalds nám til Kanada í skúlptúr. Kom svo hingað heim og byrjaði strax að vinna í myndlist en hef alltaf meðfram myndlistinni unnið bæði í kennslu og við myndskreytingar. Ég hef gert mikið af því, bókakápur og svoleiðis. Ég hef aldrei reitt mig á sölu myndverkanna. Þannig að ég hef verið með svona einhverjar mjólkurkýr eins og oft er og ég held að sé mikilvægt, svo að maður sé frjáls í myndlistinni og ekki háður sölu“. Guðjón notast við hina ýmsu miðla og efnivið í listsköpun sinni, hann er fyrst og fremst skúlptúristi en svo teiknar hann líka mjög mikið. Listformið hefur þróast töluvert í gegnum árin og efnisvalið einnig. Eftir að hafa unnið lengi í tré fór Guðjón smám saman að vinna með fjölbreyttari efnivið. „Það fór smám saman að gerast að ég fór að nota meira og meira það sem að talað er um sem fundið efni. Það er að segja, efni eða hluti sem ég beinlínis finn, kaupi eða afla mér á einhvern hátt, raða saman, bæti við og geri eitthvað annað úr. Það kemur að hluta til af því að mér er alltaf mikilvægara og mikilvægara eftir því sem að tíminn líður, að nota hráefni sem er hlaðið einhverri sögu. Efnivið sem hefur eitthvað í sér, er ekki hlutlaus eða dauður, að eitthvað sé á bakvið efnið. Þetta hefur líka beinlínis verið viðfangsefni hjá mér, ekki bara efnisval heldur líka einfaldlega viðfangsefni í myndlistinni“.

26

Umhverfið spilar oft stórt hlutverk í rannsóknarvinnu listamanna og það getur verið mjög mikilvægt að taka vel eftir því sem fyrir augu ber og horfa í kringum sig. „Ég legg mikla áherslu á hvað það er stór hluti af myndlistarsköpun að vera á tánum, að vera vakandi gagnvart umhverfinu og bara að horfa. Að horfa í kringum sig og sjá hluti á ferskan hátt er jafn mikilvægt og að gera. Sem dæmi er Spýtusafnið mitt sem ég sýndi á sýningunni Samræmi árið 2011 í Hafnarborg. Þetta eru spýtur sem ég fann inn á milli húsa og safnaði að mér í heilt ár. Það sem ég gerði var að ég fann spýtu og skráði hjá mér ýmislegt í litla kompu um leið og ég fann hana. Hluti eins og hvar ég fann hana, lýsingu á spýtunni, hvort hún er græn eða eitthvað, hún gæti verið hluti úr hillu og einhverjar svoleiðis fabúleringar. Ýmsar vangaveltur og getgátur sem ég tengdi við spýtuna skrifaði ég og skráði hjá mér. Síðan sagaði ég spýturnar niður í ákveðna stærð, algengustu bókastærðina. Þá safnaði ég þeim saman og merkti svo hverja og eina með upphafsstafnum úr skýringunni og númeri. Þegar kom að því að stilla þessu upp, þá ákvað ég að gera það á þennan hátt (sjá mynd á næstu opnu) og hafði síðan listann úr kompunni til hliðar. Á þann hátt var hægt að finna hvaða texti ætti við hvaða bók, ég segi bók því þetta er eins og bókasafn, og lesið um það hvaðan og úr hvaða samhengi hún kemur. Þetta gerði ég í nákvæmlega ár. Hver og ein spýta hefur sína sögu, og alveg eins og með bækur í bókaskápnum heima hjá þér þá þekkirðu sumar bækur mjög vel og aðrar hefurðu jafnvel ekki lesið“. Að koma inn á vinnustofu Guðjóns er mjög áhrifaríkt og veitir mikinn innblástur því sköpunargleðin hreinlega hellist yfir mann. Í hverju horni eru listaverk eftir listamanninn sjálfan eða áhugaverðir hlutir sem hann hefur sankað að sér í gegnum tíðina og verða hugsanlega að listaverkum með tíð og tíma. Aðspurður segist hann ekki hafa mikið pláss til að geyma gömul verk og hefur reynt að hagræða og finna lausnir til þess að koma sem mestu fyrir á sem hentugastan hátt þannig að það taki ekki upp of mikið af plássinu.

Endurnýtt líf

→ Sögur, 2018, notaður fatnaður, 178x30x140 cm.


27


← Spýtusafnið, október 2010 – október 2011, fundnar spýtur, pappír, 220x210x30 cm. → Nafnlaust, 1998 – 2015, olíulitur og lakk á postulín.

Á 9. áratugnum málaði Guðjón málverk en hætti því síðan alveg. Hann geymdi málverkin upprúlluð á vinnustofunni og kveðst hafa verið búinn að gleyma sumum þeirra en fór svo að velta fyrir sér hvort hann gæti búið til úr þeim önnur verk. „Ég vann verk þar sem að ég tók málverkin og skar þau niður í lengjur og límdi saman á þann hátt að þau líktust blaðsíðum í bók. Bókin, tungumálið og frásögnin eru svo áhugaverð viðfangsefni. Ég leitaði svo til konu sem ég þekkti og starfar við sjónlýsingar og hefur unnið með blindu fólki. Hún fer með því í leikhús og á sýningar og segir því hvað fór fram. Ég tók ljósmyndir af málverkunum, sendi henni og bað hana að skrifa lýsingu á hverju málverki. Lýsingarnar lét ég svo prenta á ál-lengjur í nákvæmlega sömu stærð og niðurskorin málverkin. Þetta setti ég svo upp á sýningu, málverkin sjálf og lýsinguna til hliðar. Passaði vel upp á að eyða öllum ljósmyndum af málverkunum þannig að ekki sé til neitt nema lýsingin af málverkunum. Ég var þarna í rauninni að búa til úr einni mynd, fjölmargar myndir, því hver sem les textann býr til sína eigin mynd. Á sýninguna kom m.a. bekkjardeild ungra barna með kennara sínum. Nemendurnir sátu á gólfinu og teiknuðu málverkin eftir lýsingunni sem kennarinn las upp. Þetta voru alveg ótrúlega magnaðar myndir og sérlega fallegar fyrir mig að sjá“.

málningarlögin. Eftir á er hægt að lesa lögin eins og verið sé að rífa niður gamalt veggfóður. Þá er tíminn lesinn afturábak og upp koma einhverjar hugsanir eða minningar tengdar málverkunum. Það er alltaf einhver saga á bakvið allt og hún verður sýnileg í efninu sjálfu. Ég hafði áður unnið með tímann í verki í svipuðum dúr“. Árið 2018 vann Guðjón verk í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins. Það verk var innsetning unnin úr notuðum gráum flíkum sem sett var upp ásamt teikningum af þeim í gluggagalleríinu Wind and Weather Window Gallery á Hverfisgötu. „Verkið heitir Sögur. Á bakvið hverja flík er manneskja og saga, þessar sögur þekki ég ekki. Ég bara geng út frá því, það er grunnhugmyndin á bakvið þetta allt“, segir Guðjón að lokum. ► Á heimasíðu Guðjóns má finna frekari upplýsingar: www.gudjonketilsson.com

Þegar Guðjón vann að málverkunum þá notaðist hann við diska og skálar til að blanda litina. Hann tímdi ekki að henda diskunum og einn daginn urðu þeir einnig að listaverkum. „Ég geymdi alltaf diskana og skálarnar sem ég blandaði litina á. Í þeim hafði safnast mikil saga í formi efnis. Þeir voru þungir og mettaðir af málningu og sögu. Í þeim tilgangi að skoða nánar þessa sögu þá pússaði ég þá með sandpappír, pússaði mig inn í gegnum

28

Endurnýtt líf


Guรฐjรณn Ketilsson

29


Ljósmyndaskólinn 2/4 „Verkið Ein heima sækir innblástur í núverandi tíma sem hafa einkennst af heimaveru og einangrun. Hugmyndin var að vinna með þægileg föt eða „heimagallann“, en setja hann fram á skemmtilegan og svolítið „quirky“ hátt í myndaþætti. Við byggðum síðan áfram á þeirri hugmynd þegar kom að leikmynd og heildarútliti og mikilvægur partur af hugmyndafræðinni okkar var að náttúrulegt ívaf yrði gegnum gangandi þema í myndunum og tengdi þær saman. Við vildum leggja áherslu á náttúruvernd og vera þannig í samtali við boðskap Rauða krossbúðanna, að endurvinna og gefa hlutunum nýtt líf. Í myndunum unnum við með rólegar gjörðir eða athafnir sem við framkvæmum heima fyrir, eins og að umpotta plöntur, hugsa um líkama og sál og næra okkur og það var mikilvægt fyrir okkur að þessir hlutir væru lífrænir, eins og til að mynda morgunkornið og kaffiskrúbburinn sem við notum á einni myndinni. Við notuðum ekkert plast í tökunum heldur lékum okkur í staðinn með matvæli, eins og til dæmis gulrætur sem taka yfir hlutverk plasthlutanna og ná fram þessari „quirky“ tilfinningu sem við vorum að sækjast eftir.“ Fyrirsætur: Katrín og Jóhannes Förðun og hár: Svava G. Margrétardóttir Nemendur: Berglind Ýr Jónasdóttir - @berglind_yr Gunnhildur Helga Katrínardóttir - @gunnhildurhelga Hildur Ársælsdóttir - @foodbyhildur Sunna Ben - @sunnaben

30

Endurnýtt líf


Geysivinsælir markaðir á Akureyri Í hverjum mánuði er haldinn stór fatamarkaður í húsnæði Eyjafjarðardeildar Rauða krossins á Akureyri. Markaðurinn eru geysivinsæll en jafnan myndast biðröð fyrir utan fyrsta markaðsdag. Á markaðinum er mikið framboð af vönduðum fatnaði, skótaui og ýmiskonar vefnaðarvöru. Þá er einnig til sölu smávara, bækur og leikföng. Markaðurinn hefur fest sig í sessi á svæðinu enda frábært framboð af vörum á góðu verði. Að baki markaðnum standa margir sjálfboðaliðar sem hjálpast að við að setja hann upp. Sjálfboðaliðar í fataflokkun fara í gegnum flíkurnar og safna þeim fyrir markaðinn. Á markaðsdögunum koma því fjölmargir og gefa sér tíma í að skoða og gramsa í gegnum fatakassana. Það er óhætt að segja að það sé alltaf markaðsstemning fyrsta miðvikudag og fimmtudag í mánuði í húsnæði Eyjafjarðardeildar. Þar getur fólk fundið ýmsar gersemar eða keypt mikið magn af fatnaði ódýrt. Þar gildir eitt lögmál - leitið og þér munuð finna! Tveir sjálfboðaliðar stýra þessu verkefni af myndarbrag, þær Aðalheiður Vagnsdóttir, jafnan kölluð Heiða, og Erla Hrönn Ásmundsdóttir. Heiða hefur verið sjálfboðaliði í nærri 12 ár, en um 10 ár eru síðan að markaðirnir hófust. Erla hefur verið sjálfboðaliði svipað lengi. „Ég byrjaði að vinna hér ári eftir að ég fór á eftirlaun, það eru líklega um 10-11 ár síðan ég byrjaði hér. Fyrst var ég bara á mánudögum en svo fór maður að vera hér alla daga.“

↑ Aðalheiður Vagnsdóttir og Svanhildur Kristín Axelsdóttir ↓ Þorbjörg Jónasdóttir og Erla Hrönn Ásmundsdóttir

Það er svo sannarlega rétt hjá Erlu því hún og Heiða eru virkir sjálfboðaliðar og eru við störf flesta virka daga. Báðar vinna þær í fataflokkuninni og halda utan um markaðinn og afgreiða þar. Þá er Erla einnig sjálfboðaliði í versluninni. Erla ásamt sjálfboðaliðanum Þorbjörgu Jónasdóttur er á vakt á föstudögum. Auk þess sinna þær fleiri verkefnum, t.d. laga þær og þrífa lopapeysur og aðrar lopavörur. Lopapeysurnar eru miklar gersemar og eru seldar bæði í verslunum Rauða krossins og á lopamarkaði sem haldinn er á Ráðhústorginu á Akureyri. Lopamarkaðurinn er haldinn á sumrin á góðviðrisdögum þegar von er á skemmtiferðaskipum í höfn. Erla og Þorbjörg safna lopapeysum og öðrum lopavörum allt árið um kring og laga, þrífa þær og bæta tölur ef þær vantar og skila af sér ótrúlega fallegum og verðmætum vörum til sölu. Heiða er sjálf mikil prjónakona en hún gefur jafnan Rauða krossinum afraksturinn af prjónaskapnum. Við hvetjum alla sem gera sér ferð norður í land að koma við og skoða vöruúrvalið á mörkuðum og verslunum á svæðinu. Sjálfboðaliðar okkar taka vel á móti ykkur.

Sjálfboðaliðar

31


Búðirnar

Reykjavík Laugavegur 12 Laugavegur 116 Skólavörðurstígur 12 Kringlan Mjóddin Borgarnes Borgabraut 4 Patreksfjörður Bjarkargata 11 Blönduós Húnabraut 13 Skagaströnd Vallarbraut 4 Sauðárkrókur Aðalgata 10B Akureyri Viðjulundur 2 Húsavík Garðarsbraut 44 Egilsstaðir Dynskógar 4 Eskifjörður Strandgata 50 Stöðvarfjörður Fjarðarbraut 48 Djúpivogur Bakki 3 Reykjanesbær Smiðjuvellir 8

32

Endurnýtt líf


Búðirnar okkar

33


Ljósmyndaskólinn 3/4 Verkið okkar ,,Connection“ vísar til lífs fólks um allan heim nú á tímum heimsfaraldursins Covid-19. Stór hluti baráttunnar gegn vírusnum er það sem flest okkar þekkja sem ,,Social distancing“, þ.e. aðskilnaður fólks sem býr ekki á sama heimili. Afleiðingar ,,Social distancing“ eru að dagleg kynni fólks minnka og jafnvel verða að engu. Þar með er lögð áhersla á kraft nýrrar tækni sem gerir okkur kleift að tengjast fólki á tölvuskjánum. Verkið okkar ,,Connection“ tekur á þessu máli, með því að sýna þau nýju sambönd sem eru ákvörðuð af þessari tækni. Ennfremur vekur verkið upp þá spurningu, hvernig þetta form samskipta breytir samböndum sem nú eru til staðar og hvort að það geti komið í stað persónulegra kynna. Við notuðumst við elegant en basic föt frá Rauða krossinum svo að fyrirsæturnar geti representað hvern sem er frekar en að vera sjálfstæðir karakterar. Þetta ýtir undir það að viðfangsefnið á við allsstaðar þar sem fólk finnur fyrir einangrun vegna heimsfaraldursins. Markmiðið er að áhorfandinn tengi við manneskjurnar á myndunum með því að þekkja tilfinninguna sem þau setja fram. Nemendur: Eyrún Haddý Högnadóttir - @eyrunhaddy Ragnheiður Sóllilja Tindsdóttir - @solliljatinds Anna Schlechter - @anna.schlechter Módel: Bríet Sif, Fannar Þór, Sara Rún, Valgerður Birna Förðun: Ásdís Elva

34

Endurnýtt líf


„Stundum er símtal við okkur fyrsta skrefið til hjálpar.“ — Sandra, starfsmaður 1717, hjálparsíma Rauða krossins

Starf Söndru er mögulegt vegna Mannvina. Með mánaðarlegu framlagi styður þú við mannúðar- og hjálparstarf innanlands og utan þar sem þörfin er mest.

Vilt þú vera Mannvinur? mannvinir.is


Darren Mark

Darren Mark útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Hann hefur unnið töluvert með endurnýtt hráefni í sinni sköpun, eða allt frá því að áhuginn á því að vinna nýtt úr gömlu kviknaði í verkefninu Misbrigði sem nemendur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands vinna í samstarfi við Fatasöfnun Rauða krossins á 2. ári í náminu. Markmiðið er að hanna og búa til nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með sjálfbærni að leiðarljósi. Á vefsvæði Listaháskólans segir að Misbrigði sé andsvar við vestrænni neyslumenningu. „Það var bæði erfitt og skemmtilegt að finna akkúrat réttu efnin til að vinna með. Þetta er auðlind sem þú getur nýtt í hvað sem er og býr líka til nýjar áskoranir í því sem þú ert að gera og vinna að. Búta saman, gramsa og kafa dýpra í rannsóknarvinnunni og hugmyndunum sem þú ert að vinna með fannst mér mjög spennandi. Á meðan á verkefninu stóð var mikið um nýjar uppgötvanir og það koma alltaf meira og meira í ljós hvað það er hægt að gera fjölbreytta hluti úr þessu hráefni. Möguleikarnir eru alveg jafn margir og ef um ný efni væri að ræða. Fram að þessu hafði ég ekki leitt hugann mikið að endurnýtingu og uppvinnslu textíls, ég var ekki byrjaður að hugsa á þann hátt“. Fatasöfnun Rauða krossins berst mjög mikið magn af textíl og allskonar öðrum varningi og það er mjög áhrifaríkt að koma inn í flokkunarstöðina í Skútuvogi þar sem maður getur séð neyslumenningu Íslendinga svart á hvítu. Aðspurður segir Darren að það hafi komið honum verulega á óvart hversu mikið var til. „Þegar við fórum í fyrsta skipti í Skútó þá hugsaði maður, vá – ef þetta er bara einn staður, hvað þá ef þú leggur saman alla svona staði í heiminum. Þá getur maður ímyndað sér hvað það er mikið magn af fatnaði í umferð í heiminum sem fólk losar sig við“. Verkefnið varð mikil vitundarvakning fyrir Darren og mótaði hann sem hönnuð að einhverju leyti. Hann segist fram að þessu hafa verið á nokkurskonar brengluðu skýi og ekki séð þann möguleika að endurnýta hráefni í hönnun sinni. Verkefnið

36

hafði eins og gefur að skilja mismikil áhrif á nemendurna en sumir sáu t.d. tækifæri í því að blanda saman notuðum textíl og nýjum, en það gerði Darren einmitt í útskriftarlínunni sinni. „Ég náði að setja fram þá stemningu sem mig langaði að línan hefði með því að nota bæði endurnýtt hráefni og nýtt sem er stílhreint og ferskt. Mér finnst alltaf koma vel út að setja saman andstæður, það finnst mér virka frekar vel. Ég notaði mikið af hráefni frá Rauða krossinum og líka afgagns efni frá fyrirtækjum erlendis sem átti að farga. Það er töluverð vinna að nýta efnivið sem áður hefur verið notaður í annað en miklu ánægjulegra af því að þá er verið að notast við eitthvað með sögu sem fólk lætur frá sér”. Síðan Darren útskrifaðist hefur hann verið að fást við fjölbreytt verkefni, hann hefur verið að vinna sjálfstætt að eigin verkum og einnig unnið með öðrum listamönnum. Hann segir að það sé ákveðin áskorun að finna jafnvægi og takt í framleiðslu á vörum úr endurnýttu hráefni. Það að gefa út heila línu getur verið snúið og það er í raun frekar að framleiða einstaka flíkur sem flokkast undir slow fashion eða hægunna tísku sem er andstæðan við árstíðabundna tísku. „Það sem mér hefur fundist virka best að gera eru mjög einstakir hlutir fyrir sérstök verkefni eins og sýningar. Það er auðveldara að skapa þegar afurðin þarf ekki að vera söluvænleg heldur er frekar framleidd sem sýningarhlutur. Um leið og ég er farinn að hugsa um að selja þá takmarkar það hvernig heilinn minn hugsar um hvern hlut eða verk, þá er ég farinn að pæla í því hvað það er sem annað fólk fílar. Þú hugsar allt öðruvísi þegar þú ert að búa til og framleiða eitthvað sem á að vera söluvænt“. Aðspurður hvort að hann hafi verið skapandi sem barn segist Darren vissulega hafa verið skapandi, hann hafi alltaf verið að teikna. Eftir grunnskóla stundaði hann nám á myndlistarbraut við Fjölbrautarskólann í Breið holti og eyddi þá miklum tíma í að teikna fígúrur og spáði alltaf mikið í fatnaðinn sem þessar

Endurnýtt líf


Darren Mark

37


„Neytandinn þarf að vera meðvitaður og líka framleiðandinn, þeir þurfa að mætast á miðri leið.“

fígúrur voru í. Í framhaldinu skipti hann yfir á textílbraut við sama skóla og var ánægður með þá ákvörðun því þá fór hann að geta búið til það sem hann hafði fram að þessu verið að teikna á blað. Eftir útskrift ákvað hann svo að sækja um í Listaháskólanum, mjög óviss um það hvort hann kæmist inn eða ekki en ákvað samt að prófa og sér ekki eftir því. Í nánustu framtíð stefnir Darren á að hanna vörur sem hafa aukið notagildi og eru þar af leiðandi söluvænni og hugsaðar fyrir einhvern að nota yfir lengri tíma. Síðustu verkefni hafa verið frjálsari sköpun og haft meira listrænt gildi en notagildi. Við lifum á merkilegum tímum og það er margt sem gengur á í heiminum um þessar mundir. Hnattræn hlýnun er eitthvað sem við stöndum öll frammi fyrir og við ættum að reyna að breyta neyslumynstrinu okkar til betri vegar til að sporna við slæmum afleiðingum. Hönnuðir nútímans þurfa svo sannarlega að hugsa um hvað megi betur fara í framleiðslu og vinnslu textíls, og greinin mun sennilega breytast mikið í nánustu framtíð. „Neytandinn þarf að vera meðvitaður og líka framleiðandinn, þeir þurfa að mætast á miðri leið. Þeir benda hvor á annan og ásaka í stað þess að taka höndum saman og viðurkenna vandann“ segir Darren að lokum. ► @darrenmarktr

↗ Handprjónaður kjóll úr rauðum bolum. Ljósmyndari: Helga Laufey Ásgeirsdóttir Fyrirsæta: Nev Ingley → Ljósmyndari: Darren Mark Fyrirsæta: Jón Albert → → Ljósmyndari: Ásta Kristjánsdóttir Fyrirsæta: Sigurður Steinar

38

Endurnýtt líf


Darren Mark

39


Ljósmyndaskólinn 4/4

„Við lögðum af stað með þá hugmynd að gera auglýsingu fyrir fataverslanir Rauða krossins og völdum 3 kvenkyns módel sem spanna 3 kynslóðir í aldri. Með þessari stíliseringu höfðum við markhópinn 18 - 35 ára í huga. Við vildum að yfirbragð tökunnar minnti á tískuþátt í hágæða tímariti og ætluðum með kómískum hætti að nýta okkur módel af þremur kynslóðum sem allar klæddust sömu fötunum. Fyrir þetta verkefni ákváðum við að nota slagorðið „FYRIR ALLA“. Það er nokkurs konar samnefnari fyrir margskonar starfsemi Rauða krossins og tengist verslunum með notaðan fatnað beint en líka starfsemi félagsins á víðari grundvelli. Þú gefur föt (lætur gott af þér leiða), þú kaupir ódýr/notuð föt, ágóðinn fer í góðgerðamál o.s.frv. Það má segja

40

að þetta sé nokkurs konar hringrás þar sem allir njóta góðs af, hvort sem er á huglægan hátt með því að stuðla að endurnýtingu eða fjárhagslega. Slagorðið er margnota og er hægt að nota það eitt og sér en einnig er hægt að bæta orði fyrir framan það eða aftan, allt eftir því sem hentar tíðarandanum eða t.d. árstíðinni.“

Nemendur: Berglind Jóna Þráins Thelma Arngríms - @thelma.arngrims Oddný Jóna Bárðardóttir

Nokkur dæmi: FYRIR ALLA, töff FYRIR ALLA, flott FYRIR ALLA, jólaföt FYRIR ALLA, haust FYRIR ALLA

Förðun: Vilhelmína Ómarsdóttir

Endurnýtt líf

Fyrirsætur: Kristín Ásta Matthíasdóttir Viktoría Draumey Andradóttir Rósa Thorsteinsson


Ljรณsmyndaskรณlinn

41


Mér líður stundum eins og ég geti ekki meir. Hvernig veit maður hvort maður sé þunglyndur en ekki bara leiður? Hvað get ég gert ef að fyrrverandi kærastinn minn se#i myndir af mér á netið? Er ekki fáránlegt að líða illa þó# það sé kannski ekkert augljóst að? Er í lagi að tala við ykkur ef það ekkert sérstakt vandamál, ef maður er bara einmana? Er hættulegt að skera sig, þó# það sé bara grunnt? Ég vil bara hæ#a en ég veit ekki hvernig ég hæ#i. Er hægt að tala við ykkur út af vandræðum með vini, ef maður er bara einmana? Ég þori ekki að tala við foreldra mína um dálítið því ég vil ekki búa til stórmál. Hvað get ég gert ef mig langar bara stundum ekki að lifa lengur? Ég byrja stundum að hugsa hluti og ég næ ekki að stoppa hausinn á mér. Ég er alltaf að fá kvíðaköst yfir einhverju sem mér finnst vera fáránlegt og ég veit ekki hvað ég geti gert eða sagt. Hvað get ég gert ef mig langar bara ekki að fara fram úr á morgnanna? Ég næ eiginlega aldrei að róa hugann á mér nægilega mikið til að sofna. Gat ekki hæ# að hugsa um að á morgun þyr$i ég að endurtaka þe#a allt a$ur. Hvað get ég gert ef ég get ekki einbei# mér í skólanum? Hvað gerist ef maður hæ#ir bara að mæta í skólann? Ég held að það sé verið að leggja mig í einelti en ég vil ekki gera það verra með því að segja ei#hvað. Get ég farið ei#hvert ef ég get ekki verið heima hjá mér lengur? Hvar getur maður búið ef maður vill bara búa einhvers staðar annarstaðar? Ekkert vandamál er of stórt Mig langar stundum bara til þess að stoppa allt og hæ#a öllu. Hvað get fyrir netspjall 1717 Fósturpabbi ég gert þegar mér líðureða einsofoglítið ég sé að missa stjórnina? minn er vondur við mig og ég þori ekki talað við mömmu um það. Er fólk handtekið fyrir að prufa dóp? Hvern get ég talað við ef ég held að vinur minn sé kominn í neyslu? Ég hef verið að fikta smá við gras og ei#hvað og ég held að ég sé að missa stjórnina. Það var brotið á mér og ég þori ekki að segja mömmu og pabba frá því. Ég veit að þe#a var rangt en ég veit ekki hvern ég get talað við. Hringið þið á lögregluna ef einhver segir ykkur ei#hvað? Hvernig virkar nafnleynd hjá ykkur? Mér líður eins og það sé einhver þoka yfir mér sem ég kemst ekki út úr. Ég held að ég þurfi hjálp. Mig langar bara til að tala við einhvern. Getið þið hjálpað mér?

Það er nóg að byrja á

Um 95 þjálfaðir ráðgjafar starfa hjá Hjálparsímanum og netspjalli 1717 í sjál#oðavinnu allan sólarhringinn, og eru þau alltaf til staðar.


Þitt er valið Eftir Guðrúnu Guðjónsdóttur Áður fyrr lá enginn vafi í verðmæti eigna okkar. Það er ekki lengra síðan en 20 til 30 ár að framboð og úrval á fatnaði var mun takmarkaðra. Að baki hverri flík lá meiri vinna en nú og fólk bar mikla virðingu fyrir því sem það átti. Ný föt voru saumuð frá grunni eða úr notuðum fötum. Allt var notað til hins ítrasta. Fín föt breyttust í vinnuföt, sem síðan breyttust í tuskur. Mamma saumaði oft á okkur föt, hvort sem það voru spariföt, hversdagsföt, grímubúningar eða jafnvel dúkkuföt. Barnaföt bárust á milli barna og engu skipti hvort að yngri bróðir okkar systrana klæddist bleikum útigalla. Þetta var til og því var það nýtt. Barnafötin okkar bárust reyndar ekki einungis milli systkina, heldur milli kynslóða. Þau voru geymd í tæp 30 ár til að við gætum nýtt þessi verðmæti fyrir börnin okkar. Í millitíðinni fengu mörg börn að njóta góðs af. Enn í dag, mörgum börnum seinna, er verið að nýta um 30 ára gömul föt. Ég bíð spennt eftir að röðin komi að mér. Við lifum í samfélagi sem er knúið áfram af tækni, þægindum, efnishyggju og „throwaway“ menningu. Við erum stöðugt hvött til að kaupa meira, meira, meira og það hefur aldrei verið jafn auðvelt. Skilaboðin um að neysluhyggja sé góð og færi okkur hamingju er orðinn hversdagslegur sannleikur flestra. Við erum mötuð af endalausum valmöguleikum í gegnum samfélagsmiðla, áhrifavalda og sérsniðnar auglýsingar. Við tökum skyndiákvarðanir út frá því sem við sjáum eða því sem við höldum að okkur langi í, ótengt virkilegri þörf. Við kaupum oft í blindni, og fyllum skápana okkar af flíkum en eigum samt ekkert til að vera í. Hvenær urðu fötin okkar einnota? Við höfum misst tengsl okkar við hvers virði fötin okkar eru. Ofneysla og þar með offramleiðsla tæmir plánetuna af auðlindum sínum. Nú er kominn tími til að bregðast við af ábyrgð. Við þurfum að meta fötin okkar og verðmætin sem í þeim felast. Við þurfum að skilja hvað fötin þýða fyrir okkur, ekki aðeins það sem við borgum fyrir þau. Hættum að kaupa og byrjum að hugsa. Í öllum hraðanum er auðvelt að gleyma að staldra við, velja meðvitað og taka ákvarðanir um neyslu sem eru meira í takt við gildi og persónulegan stíl. Verum stolt af því hver við erum og tjáum hver

við erum. Sjáum hver við gætum orðið. Með því að átta okkur á því hvernig okkur líður og fyrir hvað við stöndum, tökum við þátt í umhverfi okkar með því að móta líkama okkar í samræmi við það. Ekki aðeins með sjálfstjáningu heldur líka í því samhengi sem við tilheyrum. Ef við gerum okkur grein fyrir að fötin okkar eru framlenging af okkur sjálfum og lífi okkar, leiðir það til sterkari tengsla við okkur sjálf. Þau eru okkar annað skinn sem við ættum að fara betur með. Ómeðvitað lengjum við líftíma eigna okkar sem er ein áhrifaríkasta leiðin fyrir okkur til að minnka sóun í heiminum. Ef við lengjum líftíma einnar flíkur með notkun um 9 mánuði erum við að minnka vatns-, mengunar- og kolefnisspor okkar um 20-30%.

að okkur finnist eins og við eigum ekkert, meiri hluta tímans. Með því að velja vel og eiga það sem hentar okkur og okkar lífsstíl gerir það að verkum að okkur líður vel á hverjum degi en ekki bara á föstudögum og laugardögum. Með færri flíkum og betri valmöguleikum, er ekki bara meira pláss í fataskápnum, heldur þykir okkur enn vænna um hverja flík. Það er ekki síður mikilvægt að staldra við og skoða hvað er nú þegar til í skápunum okkar. Er eitthvað sem er til sem hægt væri að nýta á nýjan hátt eða leynast gleymdir fjársjóðir innst í skápnum? Nýtum það sem við eigum, endurnýtum og gerum við það sem þarfnast viðgerðar. Saumspretta eða týnd tala ætti ekki vera ástæða þess að flík sé ekki notuð eða endi í ruslinu. Með því að velja flíkur samkvæmt okkur sjálfum og nýta það sem er til hættum við að styðja við offramleiðslu úr nýjum hráefnum. Þannig minnkum við auðlindanotkun, mengun og tökum ábyrgð á því sem við kaupum. Mikilvægt er að gefa því sem við sjáum ekki fram á að nota framhaldslíf. Föt sem við ætlum að losa okkur við eru ekki rusl, þau eru framlag, framlag þitt af verðmætum til að stuðla að minni sóun. Liður í því er einnig að kaupa og þiggja flíkur frá öðrum og þar með gefa þeim framhaldslíf hjá okkur.

Ég keypti notaðan leðurjakka fyrir um 15 árum síðan og hef ég varla farið úr honum. Það er farið að sjá á honum, snjáður og upplitaður. Eins og húðin mín hefur hann breyst með árunum. En það er sjarminn við hann, alveg eins og ég hugsa vel um húðina mína þá hugsa ég vel um jakkann minn. Hann er mitt annað skinn. Mér líður aldrei jafn mikið eins og ég sjálf þegar ég klæðist honum. Það eiga allir að minnsta kosti eina flík sem gefur okkur þessa tilfinningu. Ímyndum okkur, ef að allt sem við eigum gæfi okkur þessa tengingu við okkur sjálf. Samsetning fataskápsins okkar skiptir líka máli. Í raun ættum við að eiga föt sem hentar lífsstíl okkar 80% tíma okkar en ekki fyrir þann 20% tíma sem er eingöngu ætlaður vissum tilefnum. Ef við einblínum á þessi 20% er það ekki skrítið

Hugvekja

Ég gleymi seint spennunni að sjá stóra svarta ruslapoka á stofugólfinu heima. Þar leyndust alltaf einstakar flíkur sem frænkur mínar og vinkonur voru búnar að vaxa upp úr sem ég gat stolt eignað mér. Eins og með leðurjakkann minn leynast ógrynnin öll af dýrmætum gersemum í fatapokum landsmanna. Við þurfum að taka ábyrgð, ekki einungis að vera varkárari í vali okkar á fatnaði heldur öllu ferlinu á meðan notkun stendur og hvar hann endar. Verum meðvituð um val okkar og veljum betur, eitt skref í einu. Það er ljóst, nú meira en nokkru sinni fyrr, hvað raunverulega skiptir máli og mikilvægi þess að grípa til eigin aðgerða. Skilvirkasta leiðin sem við getum valið sem neytendur er að kjósa breytingu með vali okkar. Val um að kaupa minna og betur, eiga lengur, fara vel með fötin okkar, elska þau og sjá til þess að þau haldi áfram eftir okkur. Að við gefum þeim endurnýtt líf.

43


Öll föt nýtast 100% til mannúðarmála Takk fyrir stuðninginn!


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.