Í þessari samantekt eru birtar upplýsingar um árangur Íslands í þeim fjórum áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með: Horizon 2020, á sviði rannsókna- og nýsköpunar, Erasmus+ og European Solidarity Corps á sviði menntunar, æskulýðsmála og sjálfboðastarfa og Creative Europe í kvikmyndum og menningu. Núverandi tímabil þessara áætlana er frá 2014-2020 og því spannar þessi samantekt nær allt tímabil áætlananna.