1 minute read

Kjötsúpuhátíðin 2023

Rangárþing eystra auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að halda utan um Kjötsúpuhátíðina. Tveir möguleikar eru í boði:

* Umsókn um að halda Kjötsúpuhátíðina 2023 sem haldin verður 25. – 27. ágúst

* Umsókn um að halda Kjötsúpuhátíðirnar 2023 og 2024.

Auglýst er eftir áhugasömum einstakling eða litlum hóp til að starfa sem viðburðarstjórnendur fyrir hátíðina. Starfið gengur út á það að sjá um allan undirbúning og skipulagningu, m.a. dagskrárgerð, gerð kynningarefnis og viðburðarstjórnun á hátíðinni sjálfri. Á facebook síðu Kjötsúpuhátíðarinnar má finna hvernig dagskrá hátíðarinnar hefur verið sl. ár.

Umsækjendur þurfa að vera með góðan drifkraft og eiga auðvelt með að vinna sjálfstætt sem og með öðrum. Reynsla af viðburðarstjórnun er æskileg. Með umsókninni þurfa að fylgja hugmyndir að dagskrá fyrir hátíðina og drög að kostnaðaráætlun.

Viðburðarstjóri fyrir Kjötsúpuhátíð vinnur náið með Markaðs- og kynningarfulltrúa og Markaðs- og Menningarnefnd

Rangárþings eystra.

Umsóknarfrestur er til 2. júní nk.

Senda skal umsóknir á netfangið arnylara@hvolsvollur

HvítaSunnudaG ur Stórólfshvolskirkja

Guðsþjónusta kl. 13.

Sr. Sigríður Kristín þjónar fyrir altari. Kórinn, undir stjórn Guðjóns Halldórs organista leiðir söng. Verið hjartanlega velkomin.

SKarð SK ir K ja

Fermingarmessa á hvítasunnudag 28. maí, kl. 11.00.

Fermdur verður: jökull Ernir Steinarsson, Köldukinn

Sóknarprestur

Árbæjar K ir K ja

aðalsafnaðarfundur Árbæjarsóknar verður haldinn í safnaðarheimilinu, þriðjudaginn 30. maí, kl. 20.00.

venjuleg aðalfundarstörf.

Sóknarnefnd

This article is from: