Búkolla 31. ágúst - 6. sept. · 21. árg. 33. tbl. 2017
VARAHLUTAVERSLUN Björns Jóhannssonar Sími 487 5995
ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Sumar í Odda Næsta fimmtudag, 7. september, mun Kammerkór Suðurlands koma fram á tónleikum á vegum Sumar í Odda í Oddakirkju kl. 20:00.
Stjórnandi kórsins frá upphafi er Hilmar Örn Agnarsson og koma kórfélagar víðs vegar að af Suðurlandi. Kammerkór Suðurlands heldur nú upp á 20 ára afmæli sitt og býður í tilefni þess upp á fjölbreytta dagskrá sem inniheldur að mestu íslensk lög. Aðgangseyrir er 3000,- , 2000,- fyrir eldri borgara og öryrkja, frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
ATH: Enginn posi á staðnum. Eftir tónleika er svo boðið upp á kaffi og meðlæti að hætti kirkjukórsfélaga,
Verið öll hjartanlega velkomin Kirkjukór Odda og Þykkvabæjarkirkna