1 minute read

Eins og það hefði gerst í gær

Advertisement

Svona var umhorfs við neðanverðan Frakkastíginn um það leyti sem ég fæddist. Hörður Ágústsson, frændi minn á Frakkastíg 9, teiknaði myndina, séð frá garðhliðinu. Engir bílar sjáanlegir en fagurt útsýni til Esju, Akrafjalls og Skarðsheiðar. Háhýsi hafa nú lokað þeirri glæsilegu fjallasýn.

Undir húsinu var hlaðinn steinkjallari með þvottahúsi þar sem ég var baðaður í þvottakarinu en neitaði að fara í sturtu. Í þvottahúsinu voru tæki og tól sem vöktu óskipta athygli mína. Þvottavinda og rulla. Þessar græjur voru knúnar með handafli og ég lék mér við að snúa þeim eftir baðið.

Fréttir af kóngafólki birtust í hinu glæsilega fréttamyndablaði Illustrated London News. Brúðkaupi Elísabetar prinsessu og Filippusar 1947 voru gerð glögg skil. Ása frænka mín keypti það. Ég fletti því reglulega og skoðaði stórar myndir af vettvangi heimsfrétta.

Símaeign var takmörkuð. Brunaboðar voru utan á húsveggjum allvíða. Með því að brjóta glerið og ýta á hnappinn voru boð um eld send á slökkvistöðina.

Disneymyndin “Fantasía” í Gamla bíó var fyrsta bíómyndin sem ég sá, þá þriggja ára, árið 1947.

Salernismálin í æsku minni.Það gat verið erfiðleikum háð að ná upp í handfangið á keðjunni til að sturta niður.

Í sýningarglugga í Austurstræti var bókin Rafskinna með rafdrifnum flettibúnaði. Þar birtust auglýsingaspjöld um vörur og þjónustu. Hópar mynduðust við gluggann til að láta sig dreyma á tímum vöruskorts, biðraða og skömmtunar.

Það var algjört ævintýri fyrir ungan áhorfanda að sjá Nýársnóttina í Þjóðleikhúsinu 1950. Stórbrotnasst var að sjá álfahvolinn opnast og álfakónginn stíga fram með hirð sinni.

Mér fannst merkilegt að geta gengið til fundar við merkar persónur mannkynssögunnar þar sem þær stóðu steyptar í vax í sýningarsal í Þjóðminjasafninu. Churchill og Roosevelt ásamt Baden Powell og Shakespeare voru þarna m.a. annarra. Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, gaf ríkinu Vaxmyndasafnið með styttum af merkisfólki erlendu og innlendu, m.a. sér sjálfum og ríkisstjórn Íslands.

Einnar krónu blár peningaseðill með skjaldarmerki Konungsríkisins Íslands var enn í notkun þegar ég var farinn að fylgjast með. Slegin mynt og auðkenni Kristjáns 10. konungs Íslands og Danmerkur, var lengi í umferð, m.a. 1 eyrir, 2 aurar og 5 aurar.

Ógnir og óttavaldar. Fátt var meira hrollvekjandi en Grýla eins og hún birtist í Vísnabókinni. Nema ef vera skyldi hið ógurlega tígrisdýr sem var uppstoppað til sýnis í Náttúrugripasafninu í Safnahúsinu við Hverfisgötu