Sámur fóstri - 1. tbl. 4. árg. Desember 2018

Page 76

SÁ MUR FÓS TR I - 1. TBL . 4 . ÁRG. - DE SE M BE R 2 0 1 8

76

VÍSNAÞÁTTUR Að vakna eftir harða nótt getur tekið á. Páll Ólafsson orti við slíkt tækifæri: Nóttin hefur níðst á mér nú eru augun þrútin snemma því á fætur fer og flýti mér í kútinn Við það augun verða hörð við það batnar manni strax. Betra er en bænagjörð brennivín að morgni dags.

Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður! Heiðra skaltu föður þinn og móður. Káinn var að brenna rusli og þar á meðal biflíuskrifli einu fornu.

Og enn var svo ástatt hjá Páli:

Nú legg ég hönd á Helga Bók og henni á eldinn fleygi, Drottinn gaf og Drottinn tók, en Djöfullinn segir ,,Holy Smoke.“ Ég hljóður stend og þegi.

Ég hef svo margan morgun vaknað, magaveikur um dagana. Heilsu minnar og hreysti saknað, haft timburmenn etcetera. Heyrt í mér sjálfum hjartað slá, hendurnar skolfið eins og strá.

En alvara lífsins er einhversstaðar ekki langt undan; Oftast, þegar enginn sér og enginn maður heyrir, en brennivínið búið er, bið eg guð að hjálpa mér.

Hann hugsar greinilega til Ragnhildar sinnar sem gæti hugsanlega verið verið væntanleg til að fyrirgefa skáldinu fyrir svallið daginn áður.

Þyngir auður ekki dreng, þótt yfir hauður svífi. Móti dauða glaður geng frá gleðisnauðu lífi.

Gæti ég samt á fætur farið fengi ég kaffi og brennivín hæ á dyrnar hægt er barið ég held það rætist óskin mín

Páll Ólafsson orti svo um Skapta Jósepsson og séra Björn á Dvergasteini sem voru mætir menn og máttarstólpar sveitar sinnar. Þeir voru aðeins á öndverðum meiði við Pál í pólitík og þá var ekki að sökum að spyrja þótt lágt færi að Páll orti:

Svo þegar blessað kaffið kemur, koníak, sykur, rjómi, víf. Þá hverfur allt sem geðið gremur, þá gefst mér aftur heilsa og líf. Svona var það og er það enn, um alla drykkju- og kvennamenn. Káinn, Kristján N. Júlíus, sem ól aldur sinn í Vesturheimi á Mountain í húsmennsku hjá Geir-fjölskyldunni, þar sem hann var fjósameistari og vinnumaður. Þaðan liggur gata bein og breið upp eftir þorpinu og að kránni sem er óbreytt frá dögum Káins og þar sem enn eru seld fimmtíusenta glös, þó verðið hafi kannski hækkað eilítið. Ekki margir vita það að Káinn orti ekki minna á ensku en íslensku og munu fá gróin ættarheimili vera á Mountain sem ekki eiga einhver slík ljóð. Þessu mun þó ekki hafa verið safnað enn sem komi er. En Káinn fór sem sagt á krána og fór síðan út á götuna og lagði í hann á leiðina heim. En á leiðinni skeði það. (Gítargrip)

Seint gengur Birni að seðja hann Skapta saurlifnaðar og fyllisvín. Þrjóturinn hefur þúsund kjafta þegar hann kemst í mat og vín. Þjófsnáttúran ei gefur grið við Gútemplarafélagið. (þess má geta að Skapti Jósefsson er langafi þess sem þetta skrifar niður og Páll langafabróðir hans Jón Ólafssonar. Þetta er að finna í stílakompu sem Jón hefur skrifað eftir Páli, óprenthæf ljóð, á gamalsaldri hans en þá bjó Páll í horninu hjá Jóni bróður í Garðshorni á Bergstaðastræti í Reykjavík.) Kirkjan á Dvergasteini fauk í ofviðri. Þá orti Páll: Fjandi kemst hann Kain langt kirkjulaus hann messar með sömu fingrum sver hann rangt og söfnuðinn hann blessar.

Úr Gfimmtíu "centa" glasinu eg Cfengið gat ei Gnóg, svo Emfleygði' eg því á A7brautina og DþagðD7i en Gtók up aðra Cpyttlu og tappa' úr henni G7dró og Ctæmdi hana Glíka' á augaD7bragðGi.

Merkilegt hve margir lofa hann menn sem ekki hafa séð hann skrýddan kápu Krists að ofan klæddan skollabuxum neðan.

Mér Gsortnaði fyrir augum og Csýndist komin Gnótt, í Emsál og líkama A7virtist þrotinn DkraftD7ur. Eg Gsteyptist beint á Chausinn, en stóð upp aftur G7fljótt og Csteyptist síðan Gbeint á D7hausinn Gaftur.

Merkilegt hve margir lofa hann að ofan Menn sem ekki hafa séð hann að neðan

Svo Glá eg eins og skata, Cuns líða tók á Gdag, Emleit út sem mig A7enginn vildi DfinnD7a. Eg Ghélt eg væri Cdauður og hefði fengið G7slag og Chefði kannske Gátt að drekka D7minn Ga. Þó Gkomst eg samt á Cfætur og kominn er nú Ghér, en Emkölski gamli A7missti vænsta DsauðD7inn. Og Gloksins hefur Csannast á Lasarusi' og G7mér, að Clífið það er Gsterkara en D7dauð Ginn. Og við annað tilefni vaknaði skáldið og kvað: Heim er ég kominn og halla undir flatt því hausinn er dauður og maginn. Ég drakk mig svo fullan ég segi það satt. Ég sá hvorki veginn né daginn. En vitið kom aftur að morgni til mín mælti og stundi mjög þungan: Bölvaður dóni ertu að drekka eins og svín það drafaði í gær í þér tungan. Svo hugsaði hann og leit yfir farinn veg eftir að hafa haldið sig frá tárinu einhvern tíma: Aldrei brenni- bragða eg -vín né Bragi nenni að tóna. Fellt hefir enn þá ást til mín engin kvenpersóna. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði… Kona ein átaldi Káinn fyrir að hafa eytt lífi sínu í drykkjuskap í stað þess að hafa staðfest ráð sitt. Þá orti skáldið; Bakkus gamli gaf mér smakka, gæðin bestu öl og vín og honum á ég það að þakka, að þú ert ekki konan mín. Káinn gengdi störfum uppalanda á Geir-heimilinu og var einskonar afi barnanna. Einhvernveginn kvisaðist þessi barnagæla:

Einn úr sveitinni ætlaði að slá um sig á næsta bæ og fara með vísuna þar. En ekki tókst það betur hjá honum en svona:

Hákon Aðalsteinsson gleymdi afmæli konu sinnar. Hún brást illa við því. Þú ert ung og munablíð augun ljóma þú ert ung og yndisfríð mér til sóma. Hún varð enn verri við þetta: Konan mín er ekki léttfætt lengur lífsklukkan gengur með árunum tekur húðin að herpast hrukkurnar skerpast enginn fær flúið frá veraldarveginum afmælisdeginum veröldin hleður árunum á hana það er ósköp að sjá hana. Hestamannfélagið á Egilsstöðum bauð Hákoni í útreiðartúr. Þá orti hann; Týndir og slasaðir bíða menn bana sem bægslast á hestum um grundir og hlíð ég hef fram að þessu haft fyrir vana að horfast í augu við það sem ég ríð. Hákon fór út að nóttu til þarfinda sinna. Hann orti: Fyrr varstu fullur af kjarna og faðir fjölmargra barna. En nú ertu hættur að harðna helvítis beinið að tarna. Carl Hagedorn var skólafélagi þess sem þetta tók saman og mikill Íslandsvinur en er nýlátinn 85 ára gamall. Hann kenndi skrifara þessa vísu: Als ich war jung an Jahren, gelenkig alle meine Glieder waren, -bis auf eins. Die Zeiten sind vorüber, steif sind alle meine Glieder, -bis auf eins. Carl snaraði henni á íslensku svo: Er ungur ég var að árunum enn allir voru limirnir mjúkir í senn -nema einn. Árin hafa flogið og ævin fjarar út allir eru limirnir hertir í hnút -nema einn. -HJ

Glæstum árangri fagnað með viðhöfn þegar komið var aftur til landsins.

Kokkalandsliðið vann til gull­verðlauna á HM í Luxembourg Íslenska Kokkalandsliðið vann til gulllverðlauna fyrir frammistöðu sína á heimsmeistaramótinu í Lúxembourg 24. nóvember sl. Mótið fer fram á fjögurra ára fresti og íslenska liðið verið í fremstu röð í um 30 ár á heimsvísu. ,,Við erum gríðarlega ánægð með þennan árangur enda búið að vinna að undirbúningi í 18 mánuði og þrátt fyrir nokkrar óvæntar uppákomur þá höfum við sýnt það og sannað hér í dag að Íslenska kokkalandsliðsins er eitt það besta í heimi,“ sagði Björn Bragi Bragason forseti klúbbs matreiðslu meistara. ,,Mest er hægt fá 100 stig og ef lið fær 91 til 100 stig þá fær það gull. Fleiri en ein þjóð geta því fengið gull og svo getur það líka gerst að engin fái gull. Fyrir 81 til 90 stig fást silfurverðlaun og svo þannig koll af kolli.“

Forsetafrúin verndari Kokkalandsliðsins

Verndari landsliðiðsins er Eliza Reid forsetafrú sem var að sjálfsögðu í Lúxembourg til að fylgja liðinu og hvetja það áfram og var einnig við móttökuathöfnina við komuna til landsins ásamt

Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun, með fjölskyldunni við heimkomuna. Jóhannes Steinn heldur á syninum Óla Steini, við hlið hans eldri sonurinn Jón Frank og síðan eiginkonan Erla Jónsdóttir.

ráherrunum Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Sigurði Inga Jóhannessyni, samgönguog sveitarstjórnarráðherra. ,,Mér finnst afskaplega gaman að vera verndari Kokkalandsliðsins sem sýndi heiminum þessa áhugaverðu hlið hinnar íslensku þjóðarsálar

og ég hlakka til samstarfs við þetta öfluga lið,“ sagði Eliza Reid forsetarfrú. Mikill áhugi var á íslenska keppniseldhúsinu en eins og gátu gestir sýningarinnar fylgst með framvindu mála í eldhúsinu í gegnum glugga inn í vinnueldhúsið.

Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.