Ársskýrsla

Page 307

VIÐAUKI IV

16 Austur-Húnavatnssýsla Þann 5. maí 2009 var fundur með félagsmálaráði Austur-Húnavatnssýslu. Um er að ræða sameiginlegt ráð fyrir Blönduósbæ, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnavatnshrepp, en auk þess sinnir nefndin Skagabyggð skv. þjónustusamningi. Ráðið fundar mánaðarlega. Áhrifa efnahagshrunsins virðist lítið vera farið að gæta í umdæmi nefndarinnar. Framhaldsskóli er ekki á svæðinu og fara unglingar því að heiman 16 ára. Þeir sækja helst framhaldsskóla á Sauðárkróki, Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Lítið er um erfiða unglinga í neyslu. Tilkynningar berast helst frá skóla, fjölskyldu og læknum en einnig eitthvað frá lögreglu. Lögregla á svæðinu hefur verið virk í umferðareftirliti en lítið af tilkynningum hefur borist til barnaverndarnefndar. Lögreglan á Blönduósi er fyrir alla sýsluna og eru þrír á vakt hverju sinni. 16.1 Fjöldi mála og alvarleiki Árið 2009 voru til vinnslu í umdæmi nefndarinnar mál alls 17 barna en 16 árið 2008. Í maí 2009 voru 11 mál í vinnslu og hafa nokkur þeirra verið erfið í ljósi nálægðar starfsmanna og nefndar við íbúa. Nokkur mál eru í vinnslu vegna kynferðislegs ofbeldis. Þrjú börn eru í fóstri á vegum nefndarinnar, þar af er eitt barn í varanlegu fóstri. Alls voru könnuð mál 46,4% barna sem tilkynnt var um árið 2009 en 81,3% árið 2008. Barnaverndarstofu barst ein umsókn um meðferð á stofnunum stofunnar en engin um fóstur árið 2009. Árið 2008 barst stofunni engin umsókn um meðferð en ein umsókn um fóstur. Eitt umsagnarmál var skv. barnalögum árið 2009 og varðaði það umgengni. 16.2 Fjárveitingar, starfsmannafjöldi og tiltæk úrræði Um er að ræða samþætta félags- og skólaþjónustu auk málefna fatlaðra. Auk félagsmálastjóra er einn starfsmaður sem sinnir barnavernd og félagsþjónustu og einn starfsmaður að auki sem sinnir málefnum fatlaðra. Erfitt er að áætla stöðugildi í barnavernd sérstaklega en ætla má að það sé um hálft stöðugildi við könnun og meðferð barnaverndarmála en alls 17 mál voru til meðferðar árið 2009. Sveitarfélagið hefur ekki úrræði vegna bráðatilvika en starfsmaður nefndarinnar sem býr á sveitabæ hefur tekið barn heim til sín og síðan var gerð úttekt á heimili hans til að vista barn. 291


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.