Ársskýrsla

Page 199

VIÐAUKI I

Eins og sjá má af mynd 13 var það oftast barnaverndarstarfsmaður sem ræddi við barn í kjölfar tilkynningar eða í 83 (61%) tilvikum af þessum 136. Í öðrum tilvikum var einungis rætt við barn í aðdraganda tilkynningar og var það starfsmaður skóla/leikskóla sem ræddi við barn í 14 (10%) tilvikum, starfsmaður heilbrigðisþjónustu í 5 (3,6%) tilvikum, lögregla í 24 (17,6%) og annar aðili í 10 (7%) tilvikum. Þetta átti við þegar þessir aðilar tilkynntu um grun um ofbeldi og barnaverndarstarfsmaður taldi ekki tilefni til að ræða frekar við barnið. Í 116 (61%) tilvikum af umræddum 189 tilkynningum var hægt að ráða af gögnum hvort barn hefði greint frá ofbeldi eða ekki, óháð því hver ræddi við barn vegna tilkynningar eða í framhaldi af tilkynningu. Mynd 14 sýnir fjölda tilkynninga þar sem barn greindi frá ofbeldi eða ekki með hliðsjón af aldri barns. 16 14 12 10 já

8

nei

6 4 2 0

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

Mynd 14 Staðfestir barn grun um ofbeldi eða ekki, greint eftir aldri barns (N=116)

Í 97 (83,6%) tilfellum af þessum 116 greindi barn frá því í viðtali að ofbeldi hefði átt sér stað en í 19 (16,4%) tilvikum greindi barn frá því að ofbeldi hefði ekki átt sér stað. 4.3.2 Stuðningsúrræði vegna barna Veittur var stuðningur á heimili í 86 af þeim 158 tilvikum þar sem ákvörðun var tekin um að hefja könnun máls. Stuðningur fólst oft í því að fylgjast með líðan og stöðu barna í gegnum skóla og leikskóla, foreldrum var boðið uppeldisnámskeið, feðrum reiðistjórnunarnámskeið og/eða að ráðinn var til183


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.