11. kafli - Knattspyrnan 1992 - 2008
á sömu þúfuna. Þessi staða hlaut að kalla á umræður um flutninga, samstarf eða sameiningu félaga. Hugmyndir um mögulegan flutning Fram voru ekki nýjar af nálinni. Alfreð Þorsteinsson tók við formennsku í félaginu árið 1989, með það að meginmarkmiði að reisa íþróttahús. Sigurður Svavarsson lýsti aðdragandanum að því: „Eftir að félagsheimilið var komið í gagnið og búið að koma fótboltavöllunum í skikkanlegt stand, voru allir sammála um að næst yrði að koma upp íþróttahúsi. Ég var sendur á fund Alfreðs, til að biðja hann um að taka við formennskunni. Alfreð varð frekar undrandi þegar ég bar upp erindið og spurði: „Hvað á ég að gera sem formaður?“ „Þú átt að byggja íþróttahús,“ svaraði ég. Hann bað um nokkurra daga umhugsunarfrest, en ákvað svo að láta slag standa.“11 Hin nýkjörna stjórn hófst þegar handa við að fá samþykki innan borgarkerfisins fyrir framkvæmdum við íþróttahús í Safamýri, en rakst þar á veggi. Ráðamenn Reykjavíkurborgar vildu engu lofa og flest önnur félög virtust vera framar í röðinni. Vorið 1989 var farið að ræða innan aðalstjórnar að réttast væri að huga að flutningum, úr því að fullnægjandi aðstaða fengist ekki á núverandi félagssvæði. Áhugi stjórnarinnar beindist að stóru svæði í Borgarholtshverfi í Grafarvogi, þar sem borgin væri í hvað hröðustum vexti. Um miðjan maí var svo samþykkt að sækja þar um félagssvæði til borgarráðs.12
Merki Knattspyrnufélagsins Þróttar. Líkt og Framarar, hafa forráðamenn Þróttar ekki verið hræddir við að flytjast búferlum. Þróttur var stofnaður á Grímsstaðaholti, fluttist síðar í Sundahverfið og að lokum í Laugardalinn. Þróttarar mega því heita komnir í bakgarðinn á hinu gróna félags svæði Fram.
Fram - golfklúbburinn í Grafarvogi? Auk hefðbundins íþróttasvæðis sóttist Fram eftir landi undir golfvöll í grennd við Borgarholtið, en gert var ráð fyrir að stofnuð yrði golfdeild innan félagsins sem þar með yrði fyrsta almenna íþróttafélagið á landinu til að taka golfíþróttina undir verndarvæng sinn. Alfreð Þorsteinsson játar fúslega hvað lá að baki þessari ósk: „Golfið var í miklum vexti á þessum árum og hart sótt á um að fá að koma upp nýjum völlum á höfuðborgarsvæðinu. Meðal þeirra sem voru á bólakafi í golfinu voru ýmsir öflugir félagsmálamenn og við sáum fyrir okkur að með því að byggja upp golfdeild innan Fram, væri auðveldara að draga slíka menn inn í starfið í félaginu. Þessar fyrirætlanir ollu hins vegar miklum skjálfta innan Golfklúbbs Reykjavíkur, sem vildi ekki sjá neina samkeppni innan borgarinnar. Borgaryfirvöld tóku líka frekar dræmt í hugmyndina, enda líklega óttast að öll hin félögin fylgdu á eftir og heimtuðu golfvöll.“13 Spurningin um hvort Fram fengi úthlutað íþróttasvæði í Borgarholtslandinu átti eftir að velkjast í borgarkerfinu í rúmt ár. Um tíma virtist erindið njóta stuðnings ráðamanna, en að lokum sat allt fast. Ungmennafélagið Fjölnir var stofnað árið 1988 og óx furðuskjótt. Um
11 Viðtal við Sigurð Svavarsson 12 Fundargerðir stjórnar Fram, fundir haldnir 3. og 17. maí 1989 13 Viðtal við Alfreð Þorsteinsson
Hugmyndir Alfreðs Þorsteinssonar um flutning Fram í Grafarvoginn vöktu litla hrifningu hjá Ungmennafélaginu Fjölni. Alfreð var formaður Fram 1972-76 og aft ur 1989-94. Hann var útnefndur heiðurs félagi á níutíu ára afmæli félagsins.
361