Frambokin - knattspyrnufelagið FRAM i 100 ar

Page 106

3. kafli - Handknattleikurinn 1940 - 1972

Meistaraflokkur fundar í Framheimilinu í mars 1963. Frá vinstri: Sigurjón Þórarinsson (með Örn, son Karls Benediktssonar í fanginu), Erlingur Kristjánsson, Jón Friðsteinsson, Þorgeir Lúðvíksson, Sveinn H. Ragnarsson, Guðjón Jónsson (með Guðríði dóttur sína í fanginu), Karl Benedikts­son, Sigurður Einars­son, Ágúst Þór Oddgeirs­son, Tómas Tómasson og Hilmar Ólafsson.

104

leiknum gegn Aftureldingu. Úrslitaleikurinn varð jafn og spennandi. Framarar höfðu eins marks forystu í hálfleik, en FH-ingar skoruðu þrjú síðustu mörkin og sigruðu 18:16. Segja má að þessi fyrsti úrslitaleikur liðanna hafi gefið forsmekkinn að því sem koma skyldi allan sjöunda áratuginn. Fram og FH mættust aftur í lokaleik Íslandsmótsins 1962, við svipaðar aðstæður. Hafnfirðingar höfðu fullt hús stiga, en Framarar höfðu tapað stigi gegn Víkingum og urðu því að sigra í úrslitaviðureigninni. Morgunblaðið staðhæfði að þúsund áhorfendur hefðu troðið sér inn í Hálogaland til að fylgjast með viðureigninni – þótt erfitt sé að leggja fullan trúnað á þá tölu.26 Leikurinn var í járnum frá fyrstu stundu og þegar skammt var til leiksloka leiddu Framarar með einu marki. Lýsti Frímann Helgason atgangnum á lokamínútunum á skemmtilegan hátt í Þjóðviljanum: „Hafn­ firðingar byrjuðu nú að leika „maður á mann“ og upp hófst hinn trylltasti „twist-dans“ sem áhorfendur kunnu vel að meta og höfðu af hina mestu skemmtun. Twist-dans Hafnfirðinga varð til þess að þeir fengu á sig tvö mörk í röð og var Karl Ben. að verki í bæði skiptin. Náði þá

26

Morgunblaðið, 17. apríl 1962, bls. 22


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.