Bjorgun 1. tbl. 2012

Page 62

Skólinn og björgunarsveitin Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Lundi ásamt leikskóladeildinni Krílakoti á Kópaskeri. Í Lundi er lengd viðvera og í henni fer björgunarsveitarvalið fram en síðan er haldið með hópinn í lengri ævintýraferðir um helgar. Í þessum ferðum reynir á kunnáttu og þol nemenda og koma þeir reynslunni ríkari heim. Auk björgunarsveitarvals og annarra verkefna hefur sveitin verið við hálendisgæslu síðastliðin tvö sumur. Fjórir félagar á Hilux bíl sveitarinnar voru við margvísleg verkefni, m.a. björgun fjórhjólamanns úr ánni Sylgju. Sveitin hefur einnig séð um áramótabrennu og flugeldasýningu við Kópasker undanfarin ár.

Sigurganga á fjöll

Skólaárið 2011-2012 var samstarf við Björgunarsveitina aukið og nemendur í 5.-6. bekk fá tækifæri til að kynna sér starf og búnað björgunarsveita. Í lengdri viðveru í Öxarfjarðarskóla fer m.a. fram kynning á skátastarfi og heldur undirrituð, Guðrún S. Kristjánsdóttir, utan um það starf. Það eru nemendur í 5.-6. bekk sem taka þátt í þessu starfi og á fimmtudögum komum við saman. Hópurinn kynnir sér sögu skátahreyfingarinnar, skátaandann, hnúta, útivist o.fl. Fimmtudaginn 25. nóvember sl. fór skátahópurinn í ævintýraferð. Haldið var af stað eftir hádegismat úr Lundi. Hrund Ásgeirsdóttir, aðstoðarskólastjóri, fór með mér og tókum við stefnuna á Arnarstaðabás sem er neðan við Valþjófsstaði. Þar tók Kristján Ingi Jónsson, formaður björgunarsveitar-

Guðrún og Hrund fylgjast með einum ofurhuganum fara niður. 62

Unglingamál

Samstarf Björgunarsveitarinnar Núpa á Kópaskeri og Öxarfjarðarskóla í Lundi

Ungir ofurhugar síga fram af þverhníptri klettabrún innar, á móti okkur og var hann búinn að ganga frá sigbúnaði svo hægt væri að síga fram af klettunum.

Ungir ofurhugar Hægt var að velja tvær leiðir, önnur var þverhnípt en hin meira hallandi. Hafist var handa að setja hópinn í búnað, belti og hjálma. Stór hluti hópsins hafði prófað sigbúnað í brattri brekku einu sinni áður, síðastliðið haust, en nú tók alvaran við og máttu nemendur velja um leið niður bjargið. Okkur til undrunar völdu nánast allir nemendur þverhnípið. Við höfðum ekki átt von á því með svo unga nemendur. Þeir treystu sigbúnaðinum eftir reynsluna síðastliðið haust og

allir sigu. Eftir að hafa togað sig upp á sigbúnaði fóru þau að síga undir öruggri leiðsögn Kristjáns Inga og ég og Hrund horfðum, með öndina í hálsinum, á þann fyrsta síga fram af klettinum. Þvílíkir ofurhugar. Sumum hafði nefnilega ekki alveg staðið á sama en létu sig hafa það. Myndirnar tala sínu máli. Eftir vel heppnað sig niður klettana kveiktum við varðeld og sungum meðan verið var að grilla pylsur og hita kakó. Við hrepptum einstaklega gott veður og það var komið rökkur þegar lagt var af stað heim eftir vel heppnaða ferð. Það má kannski geta þess að við þrjú sem héldum utan um hópinn erum öll gamlir skátar. Lengi lifir í gömlum glæðum.

Kristján Ingi Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Núpa, og Guðrún skólastjóri með hóp ungra ofurhuga á milli sín.

skólastjóri Öxarfjarðarskóla og Kristján Ingi Jónsson, formaður Björgunarsveitarinnar Núpa.

Skátastarf

Hluti unglingadeildar á toppi Þverárhyrnu sem er í 540 metra hæð.

Guðrún S. Kristjánsdóttir,

Síðastliðið skólaár gekk unglingadeild Öxarfjarðarskóla, ásamt björgunarsveitarmönnunum og kennurunum Þorsteini Hymer, Kristjáni Inga Jónssyni, formanni Björgunarsveitarinnar Núpa, og tveimur öðrum kennurum, á ísilögð fjöll með ísöxi að vopni og í línu og beltum. Gengið var á Þverárhyrnu miðvikudaginn 16. og á Sandfell fimmtudaginn 17. febrúar. Veðrið lék við hópinn báða dagana og gerði þetta að ógleymanlegri upplifun.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.