BUSABENEVENTUM

Page 1

skönnuð laufblöð BUSAB ENEV ENTUM

B U S A B E N E V E N T U M


Efnisyfirlit Ávarp ritstjórnar

// 4-5

Forsetaávarp

// 6

Sómalía

// 7

Busavikan

// 8-9

Slangurorðabók

// 10-11

Upphafið

// 12-13

Listin að sigrast á kerfinu // 14-15 Busaljóð

// 16

Stórfélagið

// 17-23

Kennarar

// 24-25

Viðburðir skólaársins

// 26-27

Starfsemi MH

// 28-29

Kort af skólanum

// 30-33

Orðarugl

// 34

útgáfa RITSTJÓRN BENEVENTI Atli Arnarsson Baldvin Snær Hlynsson Jara Hilmarsdóttir Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir Styrmir Hrafn Daníelsson HÖNNUN OG UMBROT Sigrún Perla Gísladóttir FORSÍÐA Ronja Mogensen

LJÓSMYNDIR Atli Arnarsson Ronja Mogensen Sigrún Perla Gísladóttir Myrkrahöfðingjar NFMH TEIKNINGAR Jara Hilmarsdóttir Sigrún Perla Gísladóttir PRENTUN Prentmet ehf.


Nafn:


Ávarp ritstjórnar Kæri busi. Vertu velkominn í Menntaskólann við Hamrahlíð. Velkominn í fjölskrúðugan frumskóginn. Velkominn heim. Þú átt fjögur messugóð ár framundan og með þessum leiðarvísi viljum við veita þér örlítinn björgunarhring svo að þú drukknir ekki í djúpinu. Líf þitt mun taka umtalsverðum breytingum, nætur verða nýttar í annað en svefn, sem gerir það að verkum að fyrstu tímar dagsins renna í móðu og þú munt kaffiþyrstur leita til Ellýjar í Sjomlalíu. Þú leggur skjannahvíta Converse skóna á hilluna og við taka sjúskaðir leðurskór af líklegast látnum manni. MH er frumskógur og við erum dýrin, hér ræður sjálfsbjargarviðleitnin ríkjum og geta hefðir eins og borðamenning virkað ógnandi í fyrstu en treystu okkur, þú munt spjara þig. Þú finnur fleiri dýr af þinni sort og að öllum líkindum munuð þið fjölga ykkur og mynda hamingjusama ástríka fjölskyldu. Við í Beneventum viljum hvetja þig til að taka þátt í öllu sem býðst og lofum við þér þá ógleymanlegu busaári. Leyfðu MH að móta þig og takt þú þátt í að móta MH. Hnefann á loft! Beneventum P.s. við leitum að unga í hreiðrið - beneventum@nfmh.is

4


5


Forsetaávarp

Hjartans busi, gakktu í bæinn! Velkominn á þessa nýju blaðsíðu og í nýjan kafla í lífinu. Hvort sem næstu ár verða „bestu ár lífs þíns“ eða „allt í lagi ár lífs þíns“ þá eru menntaskólaárin oftar en ekki einstaklega lærdómsrík og mótandi. Þau eru ákveðið ferli þar sem þú losnar hægt og býtandi úr fjötrum unglingsins og kemst skrefinu nær því að verða fullorðinn einstaklingur. Við í besta nemendafélagi landsins* viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að lífga upp á komandi tíma með fjölbreyttum viðburðum og virku félagslífi. Hins vegar er það í þínum höndum, kæri gæfusmiður, að nýta þér þá möguleika sem félagslífið hefur uppá að bjóða. Já, og námið. Fylgstu með því hvað er í gangi og taktu þátt í því sem þú he-

fur áhuga á og jafnvel því sem þú hefur engan sérstakan áhuga á, þó ekki væri nema bara til þess að staðfesta áhugaleysið. Hafðu líka trú á sjálfum þér og eigin hæfileikum en ekki gera nýja skólanum þínum þann grikk að halda aftur að þér! Hér er meira pláss en þig grunar og eins og skáldið mælti: „Ef þú getur ekki sungið, reyndu þá að klappa. Og ef þú getur ekki klappað, reyndu þá að stappa“**. Aðeins þannig getur söngflokkurinn sem MH er haldið sínu besta lagi. Gott að fá þig. Fyrir hönd stjórnar NFMH, Vigdís Hafliðadóttir p.s. Vertu vinur nemendafélagsins á Facebook! Þá fer ekkert framhjá þér. *Óstaðfest **Úr kvæðinu ,,Ryksugan á fullu” e. Ólaf Hauk Símonars.

6


Sómalía

Sómalía. Ó elsku Sómalía. Ekki landið í Afríku heldur dásamlega hornið í enda matsalarins, ávallt stútfullt af ferskum ávöxtum, nýbökuðu bakkelsi og hlátrarsköllum frá Ellý. Kæru busar, Ellý á eftir að lýsa upp ykkar myrkustu vetrardaga næstu fjögur árin. Það er hefð í MH að í hvert skipti sem þið komið í Sómalíu verðið þið að heilsa Ellý með því að segja “Heil sé þér Ellý!”. EKKI klikka á því. Sómalía er nemendafélagsrekin sjoppa sem þýðir að ef rekstur Sómalíu gengur vel hefur Nemendafélagið meira fjármagn á milli handanna til að gera ykkar ár ógleymanleg. Svo þið viljið frekar versla við Sómalíu heldur en að hlaupa út í Samkaup eða bakaríið – enda er Sómalía oft ódýrari! Í fyrra keypti Nemendafélagið NFMH bolla handa öllum meðlimum félagsins og gaf, enn eru til afgangar og ég mæli stórlega með því að þið nælið

ykkur í eitt stykki kæru busar! Allir drykkir bragðast betur í NFMH bolla. Allt kaffifólk vinsamlegast takið eftir! Ef þú mætir með þinn eigin bolla í Sómalíu og færð kaffi í hann færðu það á lægra verði því þú sleppur við að kaupa frauðplastsbolla sem þú munt svo aldrei nota aftur #savetheenvironmentguys. En það er annað trix í bókinni. Fyrir 1100 krónur getur þú keypt þér kaffikort sem veitir þér frelsi frá hræðslunni við það að eiga ekki nóg klink fyrir lífsbjörginni. Þarft ekki einu sinni að borga fyrir fyrsta bollann! Sjomlar og sjúmlur, þetta er ekki búið enn því rúsínan í pylsuendanum er að ÞÚ getur sótt um að vinna í Sómalíu! Það er tilvalið fyrir upptekið skólafólk að nýta götin á milli tíma til þess að vinna sér inn pening í góðra vina hópi. Ég seg’ekki meir! Lengi lifi Sómalía! Karen Björk Eyþórsdóttir

7


b u s a v i k a n Fyrsta vika skólans verður þér, kæri busi, til heiðurs. Eldri nemendur bugta sig og beygja til að bjóða þig velkominn. Vikan gefur þér góða mynd af því hvernig félagslífið gengur fyrir sig og mætti segja að hún væri árið allt þjappað saman í eina viku. Við hvetjum þig til að mæta, gera þig sæta(n) og þar með aðra að kæta.

Fimmtudagur 28.ágúst RÁÐAKYNNINGAR

Mánudagur 25. ágúst BUSADJAMM

Ráðin í MH eru mörg og nöfnin þeirra eru ruglingsleg. Öll taka þau þó inn einn til tvo busa til að aðstoða sig við verkefni þeirra. Á ráðakynningunum færðu að vita hvað syngur í Óðríki Algaula, hvað Mortar er og hvað Þjóðháttafjelagið gerir. Iðulega eru busar fengnir til að aðstoða við útskýringar en það er ekkert til að vera hræddur við. Samt smá. Beneventum hvetur alla nýnema að sækja um í ráð og sérstaklega að sækja um í Beneventum, það gerir skólaárið svo miklu skemmtilegra.

Busadjammið verður sveittasta kvöld lífs þíns. Busadjammið er haldið í Njallaranum, sem er óloftræstasti staður Reykjavíkur. Á þessu kvöldi er Norðurkjallara breytt í skemmtistað þar sem landsfrægir tónlistarmenn stíga á stokk. Búðu þig bæði undir vægt menningarsjokk og skemmtilegasta viðburð skólaársins.

Þriðjudagur 26. ágúst MÖNSKVÖLD

Mönskvöld eru það besta við MH. Norðurkjallari tekur á sig mynd bíósals og mönslykt fyllir vitin. Snöbblur og gos í boði nemendafélagsins ásamt góðri mynd og góðum vinum. Hvað getur klikkað?

Föstudagur 29. ágúst BUSAFERÐ

Í busaferðinni kynnist þú þeim sem munu fylgja þér út skólagönguna. Þar lærir þú einkennissöng MH-inga og tekur þátt í lífshættulegum sundleikjum. Þar er boðið upp á SS pylsur, sjálfsagðan rétt allra MH-inga og gos með því. Eftir þessa ferð færðu ógeð af öllum hópeflisleikjum en þeir hjálpa þér þó að eignast góða vini. Beneventum mælir með að taka með snakkpoka svo þú getir verið sjúklega góð týpa og boðið nýju vinum þínum uppá snöbblur.

Miðvikudagur 27. ágúst LEYNIKVÖLD

Leynikvöld busavikunnar er einn leynilegasti viðburður ársins. Kannski kemur Beyoncé, kannski kemur Geir Ólafs, kannski taka þau dúett. Kannski verður Njallaranum breytt í sundlaug eða kannski heldur Sveinbjörg Birna uppistand. Þetta er allt mjög leynilegt en eitt er víst að þú vilt ekki missa af þessu.

8


25. ágúst-3. september

Miðvikudagur 3. september BUSUN Mættu. Mættu tímanlega.

BUSAVÍGSLAN

Í þessari athöfn hættir þú að vera busi og verður nýnemi. Gengið er að Beneventum kletti í Öskjuhlíðinni og þar verður þú, kæri busi, vígður inn í skólann af stjórn NFMH. Kveddu busann í sjálfum þér og njóttu dýrðarinnar við að verða gildur nemandi Menntaskólans við Hamrahlíð. Óþarft er að nefna að þeir sem mæta ekki á Beneventumklett verða busar að eilífu.

BUSABALL

Gleymdu öllu sem þú hefur lært um “böll” hingað til. Ekkert stress, engin pressa. Mættu bara í fyrirpartíið og drekktu þitt besta. Komdu þér á ballið, hvað sem það kostar en haltu kúlinu á meðan leitað er á þér. Þegar þú ert kominn inn á dansgólfið þá geturu sleppt af þér beislinu. Dansaðu eins mikið og þú getur og kysstu eins marga og þú getur. Í hófi samt.

9


10


Slangurordabók Innan veggja MH er við lýði sérstakur orðaforði sem erfitt getur reynst fyrir utanaðkomandi aðila að skilja. Við í Beneventum tókum saman lista yfir þau orð sem þér er brýnast að læra en lofum við þér því að með hverjum deginum sem líður mun orðaforði MH slangursins í munni þér vaxa og dafna.

Tjikkenpleis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kjúklingastaðurinn Suðurveri Messu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Almennt forskeiti, t.d. messugott Efri hæðin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skólastjórnin Æ, Kent . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ég getiggi Jesús . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Högni Egilsson Sjomlalía . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sómalía Gojjr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Almenn upphrópun Slumma . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sleikur+lumma Skvella . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skvísa Slellur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sólgleraugu Heffaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Freðinn Frullur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Heffaður og hífaður Fletsa . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Pizza Matti . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Matgarður Snöbblur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Snakk Kúldrast . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kúra Safakúr . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Túr Tusi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Kokhraustur busi / tussu-busi Lusi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Latur lúða busi Hnusi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hnýsinn busi Kynþokkaull . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Líkamshár Rallið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Djammið Lommi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Vasi Smooth and horny . . . . . . . . . . . . . . . . . . .Smoothy og corny 11


upphafid

Hingað ertu kominn. Nú ert þú ekki lengur slefandi grunnskælingur með hor og sand í munninum. Þú ert fullgildur MH-ingur með hugmyndir um framtíðina og fjögur stórkostleg ár framundan, stútfull af áhugaverðum áföngum, viðburðum, kaffibollum, Yumyumnúðlum, Morfís, Gettu betur, söng- og lagasmíðakeppnum og djammi. Í MH er mikið listalíf og eru þar ræktaðar listaspýrur sem samfélagið uppsker á ári hverju. Þar er að finna dansara, söngvara, hljóðfæraleikara, leikara, ljóðskáld og allt milli himins og helvítis.

Í MH blómstra einfararnir sem hafa haldið sig á hliðarlínunum, þeir sem aldrei fundu ættbálkinn sinn, þeir sem fúnkeruðu ekki innan samfélags grunnskólaballa og vandræðalegra ástarsambanda. En hingað hafið þið komið, elsku börn, og hér munuð þér finna ykkar innra sjálf og upplifa alla þá gleði og öll þau tár sem því fylgir. Við munum fylgja ykkur í gegn um þennan mikilvæga áfanga og reyna að miðla þeirri visku sem við höfum öðlast eftir okkar tíma í ykkar sporum. Sem fyrsta árs nemi hefur þú líklega heilmargar spurningar og fátt um svör. Hvar á ég að sitja? Mun ég komast í ráð? Eru 12


undirheimar í MH? Hvað er gott kaffi? Sumum þeirra er auðsvarað, öðrum ekki. En hafðu ekki áhyggjur, því þú munt læra sannleikann um allt sem við kemur þessari virtu menntastofnun, fyrr eða síðar. Þú munt eflaust finna þinn langþráða vinahóp innan fyrstu vikna skólans og þar með þitt svokallaða borð. Þar munt þú eyða allt of miklum tíma, hvort sem það er til að leggja þig eða til þess að troða inn örlítið meiri lestri fyrir próf. Hvað ráðin varðar, þá getum við fullvissað þig um að þú kemst ekki í ráð ef þú sækir ekki um. Svo vertu óhræddur við að kynna þér starfsemi nemendafélasins og sækja um í það ráð sem vekur áhuga þinn. Sýndu hvað í þér býr, og hver veit nema þú sért einmitt sá sem að er leitað. Ef ekki, þá hefur MH einnig upp á að bjóða hin ýmsu, misalvarlegu embætti sem hafa alltaf þörf fyrir dugleg busabörn. Til dæmis myrkrahöfðingjarnir, auglýsingagangsterarnir, húbandið og tæknimerðirnir, ef til vill ert þú tilvalinn blóraböggull. Fleira þarf þó að hafa í huga þegar skólaganga ykkar hefst. Flestir nýnemar sem hafa fengið aðgang inn í þennan skóla vilja koma vel fyrir og margir hverjir láta lítið fyrir sér fara. Það er allt gott og blessað, en hins vegar þarftu ekki að falla inn í veggfóðrið frekar en þér sýnist. Það að taka virkan þátt í félagslífi skólans er bæði gefandi og kúl, hvort sem þú ert búabusinn eða nýliðinn í Gettu Betur. En hvað sem þú

gerir þá skaltu varast eins og heitan eldinn að vera hnusi. Hnusar eru hnýsnir og illa séðir busar sem valsa um ganga skólans með ólátum og andfeminískum upphrópunum og halda að þeir geti farið á tjikkenpleis með Vigdísi forseta. Hnusar eru ekki liðnir og eru samstundis einangraðir frá hópnum svo slæmar og illa ígrundaðar skoðanir þeirra festi ekki rætur í hjörtum fleirri saklausra busa. Þó er í lagi að vera lusi, lúðabusi, en þeir eru viðurkennd dýrategund í MH. En umfram alls annars, ekki taka mark á þessum óskráðu reglum sem hafa hrjáð matraðir þínar í sumar. Ekki líta á þessa grein sem heilagan sanleik, líttu á hana sem viðmið sem lítið mark ber að taka á og er að mestu skrifað til að fylla ykkur af MH andanum sem hver busi þráir að upplifa. Spenna, kvíði og ögn af ringulreið. Ekki taka okkur alvarlega, heldur skrifaðu þínar eigin reglur. Það eru dýrmætir tímar framundan, svo tatu öllu með opnum örmum, því væntanlega sem og hinu óvænta. Vertu hávær, feiminn, skrítinn, málefnalegur, galvalskur, ringlaður, kokhraustur, vertu það sem þér sýnist. Það eina sem er heilagt, það sem vert er að taka mark á, er að njóta. Njóttu þess að vera busi. Þú ert hið nýja, hið ókunnuga. ferskt kjöt til að smjatta á. Sviðsljósið er þitt. Andaðu að þér spennuþrungnu, reykmettuðu andrúmsloftinu. Þetta er upphafið. Vertu velkominn. -Baldvin Snær og Ronja

Hnusar eru hnýsnir og illa séðir busar sem valsa um ganga skólans með ólátum og andfeminískum upphrópunum og halda að þeir geti farið á tjikkenpleis með Vigdísi forseta.

13


Listin ad sigrast á kerfinu Á hverri útskrift eru krýnd einingadrottning og einingakóngur. Þeir sem hreppa þann titil hafa lokið flestum einingum af viðstöddum útskriftarefnum. Viljir þú verða ein/nn þeirra þá skaltu skipuleggja tímann vel og læra á þetta blessaða einingakerfi. Varastu þó að lokast af með bókum og heimadæmum, alltaf skal velja náungann yfir nám! Sölvi Rögnvaldsson og Sylvía Spilliaert urðu einingakóngafólk á seinustu útskrift. Þau fylgdu gullna milliveginum og tóku jafnan þátt í námi og félagslífi. Þau hafa tekið saman nokkur góð ráð til þess að sigrast á kerfinu. Halló busi! Velkomin/n í MH, ríki vals og fjölbreytni. Þú eflaust veist að MH er byggður á áfangakerfi. Sumum finnst það kerfi vera allt of flókið en í raun er það mjög gott tækifæri til að prófa eitthvað nýtt og finna sitt áhugasvið í náminu. Þar sem við erum háæruverðugir áfangameistarar síðasta árs ætlum við að gefa ykkur nokkur góð ráð sem munu vonandi nýtast ykkur og gera ykkur sjálf að áfangakerfismeisturum í lok skólagöngunnar. Áfangakerfið er þannig uppbyggt að nemandi velur sér áfanga fyrir hverja önn í skólanum. Skyldufög hverrar brautar nefnist kjarni (t.d. þarf að taka fimm grunnáfanga í stærðfræði á náttúrufræðibraut). Fög inni á sérsviði hverrar brautar sem eru umfram kjarna nefnast kjörsvið (sjötti áfangi í stærðfræði færi í kjörsviðið). Aðrar greinar utan þeirrar brautar sem tekin er nefnist val (kór, sálfræðiáfangi fyrir nemanda á náttúrufræðibraut eða málabraut t.d.).

14


1. Kynntu þér hvernig áfangakerfið virkar. Kerfið er smá tricky og ef útskýringin hér að ofan var óskiljanleg, þá er gott að fara til námsráðgjafa, spyrja eldri nemendur eða bara ná sér í blað fyrir sína braut á skrifstofunni. 2. Vertu með áfangavalið á hreinu. Tékkaðu á mh.is hvað er í boði fyrir hverja önn (áfangavalið er mismunandi hverju sinni) svo þú missir ekki af neinni snilld sem er kannski aðeins í boði annað hvert ár. 4. Prófaprófaprófa. Nýttu þér fjölbreytileika áfangakerfisins, kennararnir í skólanum bjóða uppá mjög marga skemmtilega og fyndna áfanga. Veldu heimspeki óperunnar, sögu Rómönsku Ameríku, kínversku, arabísku, táknmál, þrautastærðfræði, hamfaraáfanga, anatómíuáfanga, kjarneðlisfræði, djust neim itt!

3. Blandaðu, ekki geyma the good stuff. Reyndu að blanda skyldufögum sem þér finnst minna spennandi við eitthvað flipp þannig að allar annirnar verði skemmtilegar í staðinn fyrir að geyma tjillið fyrir síðustu önnina/árið. (Beneventum mælir með bridge, arabísku, jákvæðri sálfræði, táknmáli, ritlist og kynjafræði.) 5. Þú þarft ekki að ákveða þig strax. Þú ert 16 ára og átt ekki að vita hvort þú viljir helga helga líf þitt frönsku, eðlisfræði eða hagfræði. Taktu þinn tíma í að kynnast sjálfum/ri þér, sumir finna sig ekki á neinni braut fyrr en á þriðja ári (núverandi forseti nemendafélagsins hefur prófað næstum allar brautirnar og fann sig loks í fyrra á félagsfræðibraut og er hamingjusöm kona í dag).

Nú eru okkar helstu ráð upptalin, skemmtið ykkur nú vel elskurnar og munið að brosa. xoxo Áfangakerfismeistarar 2014, Sölvi Rögnvaldsson og Sylvía Spilliaert 15


Hinkradu eitt andartak Ef menntaveginn gengur og maldar í móinn, gatan fjölmenn, grá og arfagróin, ganga vilt á brott og strjúka í sjóinn hinkraðu eitt andartak Ef týndur ert í trylltri tusaþvögu að slúðra um síður merkilega sögu og spurull ert að túlka þessa bögu hinkraðu eitt andartak Ef virðingu vantar og vilt verða leikfélagsstjóri en kyngja þarft kámugri mysu með svita og klóri, lýðurinn kallandi ,,blóð, busi, davi, dóri” sleiktu þitt handarbak En mundu að tíminn er súrkál og kartöfluflaga og brátt kemur tími með sólu og blómi í haga og handan við hornið bíður þín framtíðarsaga, senn er á enda sú eflandi allsherjarbaga -Baldvin Snær

16


stórfélagid Stórfélagið er hópur þess fólks sem vinnur góðfúslega sjálfboðaliðavinnu fyrir nemendafélagið. Félagið samanstendur af öllum ráðum NFMH, embættum, stjórn og kjarnastjórn. Ráðin eru 6-8 manna hópar sem hver sér um ákveðna viðburði, embættin sinna ýmsum störfum, í stjórn sitja oddvitar stærstu ráðanna ásamt kjarnastjórn en hún trónir á toppi valdapýramída NFMH. Á næstu síðum förum við yfir það hvað hvert ráð og embætti sér um.

17


Beneventumkrakkarnir eru fágaðir í skrifum á daginn en ótamdir djammhundar að næturlagi. Þau gefa út tvö stórkostleg blöð á ári hverju auk þessa eggjandi Busabeneventi.

Liggur þ hvað á hjar við góðgerð þig hjálp við he eða ertu klifju kaupapokum? bjargar. Svo sé tvær góðgerðar sem þú getur snoða þig og í leiðinni í þ mále

Meðlimir búðarráðs eru öll sjúklega fassjón. Þau sjá um að halda skiptibókamarkaði, tískusýningar og MH Fashion Week með t.d. fatamarkaði á Matgarði.

18

Pési er gott dæmi um óæðri lágmenninar bókmenntir með lélegu umbroti og einstaklega illa völdum leturgerðum. Samt ágætt fólk.


þér eittrta? Talaðu ðarráð. Vantar eimalærdóminn uð/aður af innGóðó kemur til ér ráðið líka um rvikur á árinu þar til dæmis láitð g gefið pening þágu góðs efnis.

Leikfimifélagið sér um að halda uppi hinum mikla íþróttaanda sem ríkir í MH. Þau sjá um „fótboltamótið“ og „streetballmótið“ og aldrei að vita nema þau stingi upp á fleiri skemmtilegum „íþrótahátíðum“ þetta árið.

Leikfélagið er alltaf að leika sér. Þau skipuleggja samt líka allt sem kemur að leikhússtörfum innan nemendafélagsins, setja upp stórglæsilega sýningu og halda leiklistarnámskeið.

Þrír dagar af alsælu þegar langt er á milli fría: fyrirlestrar, grín og matur. Þetta sér lagningadagaráð um, vakna snemma á köldum febrúar19 samnemendum morgni og opna stofurnar fyrir sem mæta þreyttir á náttbuxum og drekka kók.


Óðríkur Algaula sér til þess að MH standi undir nafni sem stökkpallur fyrir ungt tónlistarfólk. Þau skipuleggja bæði lagasmíðakeppnina og halda söngkeppni NFMH.

Krakkarnir í listó eru hugmyndaríkir og gera allt sem þeim dettur í hug til að lífga upp á gráan hversdaginn. Uppáhalds staðurinn þeirra er Norðurkjallari og þar halda þau mönskvöld, viku íslensks húmors, tónleika og margt fleira.

Málfundafélagið sér um alla málfundi á vegum NFMH. Þau skipuleggja Mortar, innanskólaræðukeppnirnar, og eru aðal tengiliðurinn við MORFÍs. Þau eru mjög málefnaleg og hafa margt að segja um allt, svo passaðu þig að lenda ekki í rifrildi við neitt þeirra.

Myndbandabúa ber að varast, sérstaklega á böllum. Leggðu andlit þeirra allara á minnið því þau vakta þig stöðugt og skapa eilífðarminningar af þínum verstu og bestu stundum. Þau gera semsagt öll myndbönd nemendafélagsins.

20


Kra k inu karni r í og eru þjó m e l ætl da g jög ðhát t a þjó ð að óðar góðir afjela súp g ðle og gum hald ur. kokka Þ a g r ei ó a ein nig ðum nda o uppi m er gg sið orm um öm fjölsins viðh um. l ald . Þau um Mið gar sjá ðs-

Skemmtiráð er skemmtilegt og sér til þess að þú skemmtir þér. Þau bera ábyrgð á því að þú skemmtir þér fallega á skólaböllunum og eignist fjölda frábærra minninga.

Útvarpsráð sér um að halda útvarpsviku á hvorri önn þar sem allir MHingar geta verið með eigin útvarpsþátt. Ef þú hefur undurblíða útvarpsrödd sæktu þá endilega um í útvarpsráð.

21


embÆtti AUGLÝSINGAGANGSTERAR: Þau eru nettari upplýsendur heldur en stjórnin. ÁSTRÁÐUR/ÁSTRÍÐUR Þau eru jafningjafræðarar MH og verða að gefa þér smokk ef þú biður um hann. BLÓRABÖGGULL Fokking blóraböggull gefur okkur engar hugmyndur um hvað við eigum að skrifa um hann. Fokkjú. EINHERJAR Þeir sjá um að klappa þegar þér er illt í höndunum. GÆSLAN Þau taka sígaretturnar þínar svo settu þær inn á klofið þitt. IB-FULLTRÚAR They tell tales of the NFMH events. KALLKERFISKAUÐAR Rödd MH sem fræðir þig um komandi viðburði. KJALLARAVÖRÐUR Heldur lusum&tusum í NKJ í lágmarki. MARKAÐSNEFND Þau þræla til þess að þú fáir 10% af pulsu á Bæjarins Bestu. MÍMISBRUNNUR Gettu betur og allir þeirra fylgifiskar. MYRKRAHÖFÐINGJAR Þeir eru alltaf á staðnum þegar þú dettur í sleik. TÆKJAMERÐIR Þeir eru límið sem heldur NFMH saman. VEFSTJÓRN Þau eru nördar sem velja verstu skaramússmyndina sem var tekin af þér og setja hana á netið.

22


Viljir þú eiga kost á því að komast í ráð þá sendirðu tölvupóst á eftirfarandi ráð með nafni og símanúmeri og þau boða þig í viðtal á næstu dögum. Tekið er við tölvupóstum til og með 7. september.

auglysingar@nfmh.is

leikfimi@nfmh.is

beneventum@nfmh.is

listarad@nfmh.is

budarrad@nfmh.is

malfundafelag@nfmh.is

bui@nfmh.is

markadsnefnd@nfmh.is

frettapesi@nfmh.is

myrkrahofdingjar@nfmh.is

godur@nfmh.is

odrikur@nfmh.is

island@nfmh.is

skemmtirad@nfmh.is

lagno@nfmh.is

utvarp@nfmh.is

leikfelag@nfmh.is

vefnefnd@nfmh.is

23


KENNARAR Hér ber að líta nokkra af uppáhalds kennurum Beneventum. Við viljum þó taka það skýrt fram að við MH-ingar erum einstaklega heppin þegar það kemur að kennurum og gætum við fyllt margar svona opnur. Kennararnir eru vinir okkar og erum við þeim ævinlega þakklát.

ÁSDÍS ÞÓRÓLFSDÓTTIR (ADI)

Ásdís Þórólfsdóttir er ein frábær kona. Hún kennir með þvílíkum eldmóði að maður getur ekki varist því að fá áhuga á español. Á milli þess sem hún beygir afturbeygðar sagnir og dansar salsa eins og atvinnumaður segir hún fáránlega áhugaverðar sögur af lífi sínu og ævintýrum í SuðurAmeríku. Hún þekkist á hárinu sem líkist ljónamakka og litríku kjólunum, ásamt sólskinsbrosinu sem hún splæsir á alla sem hún mætir.

GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR (GUR)

Guðrún Ragnarsdóttir dönskukennari er ein af fjölmörgum Guðrúnum innan kennarahóps MH en Guðrún er algengasta nafn starfsmanna í skólanum. Guðrún dönskukennari er hins vegar ekki bara einhver Guðrún heldur er hún sennilega mesta ljúfmenni sem hægt er að kynnast og mýtan um að danska sé leiðinleg fýkur út í veður og vind ef þú færð þann heiður að sitja í tíma hjá henni.

JÓHANN INGÓLFSSON (JÓI)

Hann er bjargvætturinn sem klappar þér á höfuðið og réttir þér kaffibolla þegar þú sofnar fram á borðið þitt á mánudagsmorgnum. Jóhann Ingólfsson/Jói Stæ, kemur þér í gegnum fyrsta stærðfræðiáfangann þinn með einstakri kímni, óhefðbundnum kennsluaðferðum og skemmtilegum sögum inn á milli algebrujafnanna. Í stað þess að vera kvíðavaldur eru stærðfræðitímarnir hjá Jóa oftar en ekki hrein skemmtun, enda frábær kennari í alla staði. 24


KARL JÓHANN GARÐARSSON (KAJ)

Karl Jóhann Garðarsson er spakmaður mikill og stórsnillingur. Hann kennir sögu við Menntaskólann við Hamrahlíð en hefur einnig kennt heimspeki og rokksögu. Kalli er alltaf hress og gerir námið áhugaverðara fyrir vikið. Ásamt því að vera góður kennari hefur Kalli þann jákvæða eiginleika að geta dregið fram úr erminni vönduðustu gamanleiki og skopsögur.

RAGNA BRIEM (RAB)

Ragna kennir stærðfræði af fákunnri snilld en henni er ýmislegt fleira til lista lagt. Hún spilar bridge af guðs náð og hefur afar áhugaverðan smekk á tónlist. (Harmonikkuspil með stærðfræðilegu ívafi) Hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir bráðfyndin texta/brandarahefti sín þar sem hún afhjúpar leyndardóma algebru á kíminn hátt eins og henni einni er lagið.

SIGURBJÖRG EINARSDÓTTIR (SEI)

Sigurbjörg er rokkari. Hún er bara svo töff. Klædd í kjól frá Aftur, Dr.Martens skó og með snúð í hárinu tekst henni að galdra fram í þér einstakan áhuga á íslenskri bókmenntasögu og kafar djúpt með þér inn í hugarheim atómskáldanna. Henni tekst að breyta kvíðahnútnum fyrir stóru ljóðaritgerðinni í ÍSL503 (ÍSL3FF05??) í svo mikla ástríðu að þú ferð að hugsa um ritgerðina sem barnið þitt og útkoman eftir því. Einnig er hún þekkt fyrir að luma á sælgæti í munnlegum prófum.

ÞÓRUNN HALLA GUÐMUNDSDÓTTIR (HAL)

Þórunn Halla Guðmundsdóttir er ábyggilega yndislegasta manneskja sem að þú munt kynnast í MH, og örugglega bara í lífinu öllu. Hún er meistarakokkur með afbragðs kunnáttu á servéttubrotum og mannlegum samskiptum. Þú þarft líka aldrei að mæta með nesti á hússtjórnardögum, Halla sendir engan svangan heim! Þótt að þú hafir ekki hundsvit á matargerð þá ættiru samt að skrá þig í hússtjórn, Halla tekur þig undir sinn verndarvæng. Hún er sólargeisli. 25


E

BER

VIÐBU SKÓLAÁ E

M

R BE

OKTÓ

BER

VE

M

BE

R

D

M SE

SE P ÁGÚS

T

T 26


JAN

ÚA

R

FE

BR ÚA

R

MAR

URÐIR ÁRSINS

S A

P

L MAÍ

27


Starfsemi mh Í MH er alltaf nóg að gera, allt fullt af lífi. Sumt er þó minna áberandi en annað en hér bera að líta það sem okkur í Beneventum er afar kært og mælum við sterklega með því að þú kynnir þér eftirfarandi og takir þátt!

FEMINISTAFÉLAGIÐ EMBLA Embla er feministafélag nemendafélagsins og var stofnað í byrjun síðasta árs. Félagið er með grouppu á facebook þar sem fólk er duglegt að benda hvert öðru á ýmislegt ójafnrétti sem það verður vart við hér og þar. Fimm manna stjórn Emblu sér um skipulagningu viðburða sem félagið stendur fyrir ásamt því sem þau dreifa boðskap feminismans um ganga skólans. Feminismi eru kúl. LEIKFÉLAGIÐ Leikfélagið í MH er í algjörum blóma. Þau settu upp Lífið - Notkunarreglur í fyrra og þurfti tvær aukasýningar til. Leikfélagið sér um að halda leiklistarnámskeið á haustönn sem er pottþétt leið fyrir þig, kæri busi, til að opna þig og eignast fullt af nýjum vinum. Plús að Dóri DNA verður með námskeiðið núna í ár, þú hefur enga ástæðu fyrir að mæta ekki. Og þú færð einingu. KÓRINN Ætlarðu í MH? Já. Ætlarðu í kórinn? Já! Þessa spurningu hafið þið eflaust mörg fengið. Komdu allavega í prufu, það sakar ekki að reyna og við lofum að Þorgerður bítur þig ekki ef illa gengur. Þú hefur engu að tapa og kórinn er snilld; kórferðir, Eldborg, partí, einingar, vinir og gleði. HÚSBANDIÐ Húsbandið er einstakt. Hæfileikaríkir krakkar sem búa yfir þeim göldrum að geta dregið fram hellaða stemningu, alvöru MH stemningu. Ef þú spilar á hljóðfæri eða syngur skaltu fara í prufur og sjá hvort þú getir ekki verið með í gleðinni. Annars er líka voða ljúft að sitja bara og njóta tónanna, nú eða dansa. GETTU BETUR ALLIR Í FORPRÓFIÐ, þið fáið nammi! MH vann í fyrra og okkur langar að vinna aftur og hver veit nema þú sért einmitt sú/sá sem við þurfum í liðið þetta árið. Sætin eru auð og þau þarf að fylla, fylla með eðalfólki sem eru tilbúin til að viðhalda nýrri hefð MH og halda hljóðnemanum í Hamrahlíð. Engin pressa samt. 28


29


Neðri hæð

Nedri hÆd

Hér má finna safn fyrrum rektora af uppstoppuðum dýrum. Þau voru öll drepin með handafli einu og sér. Þau eru þó ekki rædd í upphátt svo ekki tala um þau. Bara ekki. Ef þú rekur þig í einhvers konar tæknilega erfiðleika þá er Kent maðurinn sem þú vilt finna. Allt frá endurræsingu til svæsnustu vírusvandamála, hann getur allt. Þetta er eini staðurinn sem að þjófavarnarkerfið fer ekki á. Hér hafa börn verið getin og börn verið fædd. Hér eru Heilsueflandi Framhaldsskólalögin brotin og þar er því alltaf eitthvað gott að finna. Gryfjan er vannýttasti staður MH. Hér sat Björk og hér eru skítugir busar þvegnir eftir busun. Draumur Beneventum er að gera gryfjuna að sundlaug eða boltalandi. Mögulega bæði. Rúmin merkja uppáhalds svefnstaði Beneventum. Beneventum vill þó koma því á framfæri að ef við finnum busalufsu í rúmunum okkar verður þeim umsvifalaust vísað í burtu.

30


31


Efri hÆD Hver MHingur er skyldugur til þess að bæta að minnsta kosti einni lykkju við Miðgarðsormin á skólagöngu sinni. Þeir sem gera það ekki fá á sig eilífa bölvun Miðgarðsormsins og verða bitnir af öllum ormum sem á vegi þeirra verða. Sögusagnir herma að hér hafi verið ræktaðar kanínur. Þær urðu síðan matur á kennaraárshátíð einni. Hér eru staðsettar hægustu tölvur Reykjavíkur. Það er ekki ráðlegt að prenta í götum milli tíma því kennslustundin klárast áður en þú nærð að logga þig inn. MH fullnægir öllum þínum þörfum og því eru sérbúin kúkaklósett á efri hæðinni. Passaðu samt að enginn sjái þig fara þar inn því þá vita allir hvað þú ert að fara að gera. Þú getur drepið tímann þar inni með því að taka þátt í skoðanakönnunum og almennum rökræðum. Ef þú vilt fá ókeypis aukatíma þá ferðu hingað, leggst á yogadýnurnar og hugsar um lífið.

32


33


34


Hefur þú brennandi áhuga á útópískum bókmenntum, ræktun á kryddplöntum og samanburði mismunandi jazztímabila? Sæktu um í Beneventum á beneventum@nfmh.is 35


36


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.