Lostaeti test

Page 1

List fyrir lyst


Saga Lostætis Lostæti ehf. var stofnað á Akureyri þann 1. september 1996 af Valmundi Pétri Árnasyni og Ingibjörgu Ringsted. Lostæti er sérhæfð veislu- og veitingaþjónusta sem er með stjórnstöð sína á Akureyri og er án efa nú eitt af stærstu fyrirtækjum í þessari grein á Íslandi.

Innihald

Saga Lostætis . . . . 3

Stefna . . . . 3

Aðstaða . . . . 5

Starfsfólk . . . . 7

Starfsemi . . . . 10

Akureyri . . . . 11

Fyrirtækjaþjónusta með hádegismat . . . . 12

Kaffitería Háskólans á Akureyri . . . . 16

Kaffitería Verkmenntaskólans á Akureyri . . . . 17

2

Veisluþjónusta . . . . 19

Ávaxtaland . . . . 20

Alcoa Fjarðarál sögubrot . . . . 22

Alcoa Fjarðarál mötuneyti . . . . 23

Fyrirtækið hóf starfsemina með 5 starfsmenn og þjónaði þá einu mötuneyti á Akureyri og dreifði matarbökkum í nokkur fyrirtæki. Í dag starfa tæplega 50 manns hjá Lostæti, bæði á Akureyri og Reyðarfirði. Frá upphafi til dagsins í dag hafa þjónustuleiðir fyrirtækisins þróast og viðskipti aukist jafnt og þétt. Lostæti hefur náð miklum árangri í sérþekkingu sinni á rekstri mötuneyta og kaffitería ásamt sérhæfðum lausnum í veitingum á fyrirtækja- og einstaklingsmarkaði. Metnaður hefur verið lagður í það að auka fjölbreytni í veitingum síðustu árin með reglulegri úttekt á veitingasviði og markvissri vöruþróun. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á tækniþróun í fyrirtækinu, bæði

í búnaði og vinnubrögðum. Stöðug endurnýjun er á tækjakosti og verkferlum, ásamt því að Lostæti hefur þróað og útfært þrjú rafræn viðskiptaskráningarkerfi í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri, til að auðvelda aðgengi viðskiptavina. Lostæti hefur gert tilboð í nokkur verkefni sem auglýst hafa verið í útboðum vegna veitingaþjónustu og náð góðum árangri þar. Sem dæmi um góðan árangur, þá undirritaði Lostæti samning við Verkmenntaskólann á Akureyri árið 2005 og hefur séð um að rekstur á veitingaþjónustu í skólanum síðan þá. Lostæti undirritaði einnig samning við Alcoa Fjarðaál árið 2007, þess efnis að Lostæti tæki að sér rekstur á mötuneyti fyrir starfsmenn og verktaka hjá Alcoa á Reyðarfirði ásamt umsjón með allri veitingaþjónustu fyrir álverið. Framkvæmdastjóri Lostætis er Valmundur Pétur Árnason sem er matreiðslumeistari að mennt og Ingibjörg Ringsted viðskiptafræðingur að mennt, er fjármálastjóri fyrirtækisns.

Stefna Megintilgangur félagsins og stefna þess frá upphafi er að framleiða og selja vandaðan, bæði hversdags- og veislumat til fyrirtækja og einstaklinga. Í því felst að bjóða aðeins upp á það besta í hráefni, vinnslu, neysluvöru og þjónustu. Fyrirtækið leggur mikið upp úr því að skapa sér sérstöðu með því að láta útlit og gæði veitinga fara saman. Einnig hefur verið lögð rík áhersla á að loforð standist bæði hvað varðar tímasetningar, innihald og magn. Lostæti hefur einsett sér að frábrigði séu í lágmarki og að bregðast strax við vandkvæðum sem upp koma.Stefna fyrirtækisins er að orðstír þess sé óflekkaður og traust viðskiptavina á fyrirtækinu sé óbrigðult.

3


Aðstaða Aðalbækistöð Lostætis er á Akureyri og fer framleiðslan fram í stóru og vel hönnuðu vinnslueldhúsi. Með góðu framleiðslueldhúsi er auðveldara að tryggja gæði allra verkferla í við meðhöndlun matvæla. Það er lykilatriði í matvælaframleiðslu og skapar frekara öryggi neytandans um gæði þjónustunnar. Lostæti vinnur samkvæmt stefnu í umhverfis- og öryggismálum og tryggir að aðstaðan uppfylli þær kröfur. Aðstaða Lostætis á Akureyri er vel tækjum búin, skipulögð og rúmgóð og gerir fyrirtækinu kleift að ráða við stór verkefni.

4

5


Starfsfólk Lostæti leggur áherslu á vellíðan starfsmanna sinna, starfsánægju og góðan starfsanda. Stuðst er við dreifða ákvarðanatöku og óhindruð tjáskipti á jafnréttisgrunni. Starfsmenn eru hvattir til frumkvæðis og hugmyndasköpunar. Hjá Lostæti hefur allt frá stofnun fyrirtækisins ríkt góður starfsandi og þar er starfsmannavelta í lágmarki. Grundvallarhugsjón starfsmannastefnu er „að allir hlekkir séu mikilvægir í óslitinni gæðakeðju“. Hjá fyrirtækinu starfa átta menntaðir matreiðslumenn, þ.a. tveir með meistararéttindi, matráður, bakari, smurbrauðsdama, viðskiptafræðingar, bílstjórar, margmiðlunarhönnuður og annað sérhæft starfsfólk hvert á sínu sviði.

6

7


PIPAR AR R • SÍA • 90951 9 0951

SJÓFLUTNINGAR FYRIR ÍSLENDINGA Í ÁR

95

w w w .eimskip. is

ALHLIÐA RAFVERKTAKAR Rafeyri sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og viðhaldi rafmagns, allt frá smáspennu til háspennu Rafeyri hefur á að skipa starfsmönnum sem hafa viðamikla reynslu á sviði rafmagns Rafeyri leggur áherslu á að gera ávallt sitt besta í þágu viðskiptavina sinna

RAFEYRI EHF. • NORÐURTANGA 5 • 600 AKUREYRI • 461 1221 • RAFEYRI@RAFEYRI.IS • WWW.RAFEYRI.IS

ALHLIÐA KJÖTVINNSLA SÍÐUMÚLA 34 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 5887580 • FAX: 5887578 • NETFANG: INNISALA@FERSKAR.IS

BAKO ÍSBERG Tæki, innréttingar, matvara og rekstrarvara fyrir mötuneyti, veitingastaði, hótel, bakarí og verslanir

Bako Ísberg - Lynghálsi 7 - 110 Reykjavík - Sími: 595 6200 - www.bako.is

9


Starfsemi Starfsemi Lostætis felst í veitingaþjónusta við fyrirtæki og hópa ásamt rekstri á kaffiteríum og mötuneytum. Nánast allar veitingar Lostætis á Akureyri eru útbúnar í framleiðslueldhúsinu og dreift þaðan í deildir og beint til viðskiptavina. Aðal framleiðslueldhús Lostætis er staðsett á Akureyri og þar er jafnframt stjórnstöð fyrirtækisins. Meðalfjöldi matarskammta sem afgreiddir eru alla virka daga í allri starfseminni, bæði á Akureyri og Reyðarfirði er nálægt 1.500. Þá eru ótalin önnur viðskipti í formi veisla og annarra veitinga. Starfsmenn á Akureyri eru 28 talsins og starfsmenn á Reyðarfirði eru 18.

10

Akureyri Starfsemi Lostætis samanstendur af eftirfarandi skilgreiningu:

• • • • • • • • •

Skrifstofa og stjórnstöð fyrirtækisins á Akureyri Framleiðslueldhús sem þjónustar allar deildir á Akureyri Rekstur kaffiteríu Háskólans á Akureyri (frá árinu 2000) Rekstur kaffiteríu Verkmenntaskólans á Akureyri (frá árinu 2005) Rekstur mötuneytis Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði (frá 2007) Heildarþjónusta og umsjón mötuneyta í fyrirtækjum Dreifing á matarbökkum til fyrirtækja og hópa Veisluþjónusta af öllu tagi Ávaxtaþjónusta til hópa og fyrirtækja undir nafninu „Ávaxtaland“ (frá árinu 2009)

Höfuðstöðvar Lostætis eru á Akureyri, en undir starfssemina fellur einnig Reyðarfjarðardeild fyrirtækisins. Akureyri iðar af mannlífi allan ársins hring. Í bænum búa um 17.200 manns með fasta búsetu og er það mesti fjöldi í þéttbýli á landsbyggðinni utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er miðstöð athafnalífs og þjónustu fyrir allt Norðurland. Akureyri er menningar- og skólabær sem byggir á traustum grunni og á hverjum vetri fjölgar íbúum um nokkur hundruð vegna skólasóknar nemenda frá öðrum byggðarlögum. Á Akureyri eru starfrækt tvö meðal stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og ferðaþjónusta skipar sífellt hærri sess. Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningastaður um lengri eða skemmri tíma. Akureyri er vinsæll ferðamannastaður og fjölmargir heimsækja bæinn ár hvert.

11


Fyrirtækjaþjónusta með hádegismat Hvað felst í þjónustunni? Lostæti framleiðir fyrsta flokks mat með mjög fjölbreyttu sniði. Alla daga ársins, bæði í hádegi og á kvöldin eru afgreiddar veitingar til fyrirtækja og stofnana um stór-Akureyrarsvæðið. Sífellt færist í vöxt að fyrirtæki kjósi að útvista þeim þjónustuliðum sem ekki tilheyra beinlínis eigin rekstri.

Undanfarin misseri hefur aukist eftirspurn eftir fyrirtækjaþjónustu af þeirri tegund, sem er uppsetning á hádegishlaðborðum í fyrirtækjum. Maturinn er útbúinn í Lostæti, starfsmaður Lostætis kemur, setur upp hlaðborð með heitum og köldum réttum í matsal viðskiptavinarins og gengur síðan frá öllu í lok matarhlés.

Hjá Lostæti geta viðskiptavinir valið um þrjár leiðir af fyrirtækjaþjónustu: Bakkamatur Þeir viðskiptavinir sem kjósa að hver einstaklingur í fyrirtækinu velji af matseðli hvern dag, fá aðgang að sérstöku pantanakerfi á netinu. Kerfið er þægilegt og auðvelt í notkun og tryggir að allar pantanir berist í tæka tíð fyrir dreifingu á hádegismatnum, en þá er álagið mest. Aðrir viðskiptavinir sem ekki hafa tök á að panta á netinu, hringja inn pantanir sínar innan tímaramma. Sama gildir um kvöld- og helgarmat sem afgreiddur er í einstaklingsbökkum. Hópamatur Föst áskrift að hópamat í hádeginu (í stórum hitakössum) er yfirleitt skipulögð fyrir tvær vikur í senn og afgreitt daglega með sendingu í fyrirtækið þar sem starfsmenn taka á móti veitingunum og setja upp. Heildarþjónusta Lostæti sér um allan pakkann. Faglega samsettur matur á fjölbreyttan hátt. Fyrirtæki sem gerast áskrifendur að þessari þjónustu geta lagt fram óskir og kröfur um samsetningu. Lostæti sér um að koma með veitingarnar á staðinn, setja upp hlaðborðið og ganga frá öllu í lok málsverðar. Fyrirtækjaþjónusta Lostætis er góð og hagkvæm lausn. Helstu kostir fyrir fyrirtæki sem nýta sér þessa þjónustu:

12

• Aðeins þarf að hafa lágmarksbúnað til staðar á matstofu fyrirtækisins, engan dýran eða viðhaldsfrekan tækjabúnað.

• Ekki þarf að vera með stór kælirými eða lagerpláss.

• Ekki þarf að uppfylla eins strangar kröfur heilbrigðiseftirlits fyrir matstofu eins og gerðar eru til framleiðslueldhúss.

• Ekki þarf að ráða sérstakt fólk til að sjá um mötuneytið í fyrirtækinu.

• Engar vangaveltur um nýtingu hráefnis eða afföll.

• Engin sérstök aukavinna varðandi þjónustuna, engar áhyggjur, allt í umsjón fagfólks.

13


C7JKH ;H EAA7H C;=?D ;AH7D # >;?B:7HB7KID I;C JHO==?H LzHK=£ ?" ÜH;? 7DB;?A7 E= @ãDKIJK

ÖLL ALMENN SKIPAÞJÓNUSTA

;ahWd [h ` dkijk\oh_hj³a_ i[c i[bkh cWjl³b_" ^h|[\d_ e] ^`|bfWh[\d_ j_b l[_j_d]W^ iW" c jkd[ojW" \hWcb[_ ibk[bZ^ iW" j][h W e] cWjl³bW_ dW Wh$

Stálsmíði Vélvirkjun Háþrýstiþvottur og málun Sandblástur Vinnslubúnaður Trésmíði Skrúfuviðgerðir Vatnsskurðarvél

;ahWd ` dWh kc '$(&& |d³] kc l_ ia_fjWl_dkc | ah \k# ^ h kc cWhaW _$ L_ [hkc c[ iah_\ije\kh e] ijWh\i[c_ X³ _ H[oa`Wl a e] | 7akh[oh_ e] | X| kc ij kc ^ \kc l_ o\_h W h| W \kbbaecdkc \hoij_# e] a³b_][ocibkc ile W ]³ _ l hkddWh [hk jho]] [_di e] aeijkh [h$

DNG alsjálfvirka handfæravindan hefur fyrir löngu sannað yfirburði sína á sínu sviði. Vindan er íslensk gæðaframleiðsla og er framleidd, seld og þjónustuð frá okkur. Nánar á www.dng.is

Slippurinn Akureyri ehf. ● DNG ● Naustatanga 2 ● 600 Akureyri Sími: 460 2900 ● Fax: 460 2901 ● www.slipp.is ● www.dng.is

ÏHA:CH@6$H>6#>H$C6I ),%*& %-$%.

9 9 9 9 9 9 9 9

<HßB7=;H ;AHKDD7H L_ ijWh\h³a`kc W Wka_ ia_fWl[hibkd i[c i h^³\_h i_] i bk | jebbk kc l hkc kc Xeh [hb[dZ ia_f" i[c aecW j_b ßibWdZi" e] ib[dia ia_f i[c [hk | b[_ h bWdZ_$ <h bW][h ][jkh [_dd_] ` dW ia_fkc i[c [aa_ [hk c_bb_bWdZWi_]b_d]kc$ >7< K I7C87D: E= AODDJK xH >L7 L? =;JKC =;HJ <OH?H ?=$

15 Ab[jjW]Wh Wh '/ r '&* H[oa`Wl a r I c_ +)& .+&& ãi[oh_ ) r ,&) 7akh[oh_ r I c_ *,& &&&& r mmm$[ahWd$_i


Kaffitería Háskólans á Akureyri

Kaffitería Verkmenntaskólans á Akureyri

Háskólinn á Akureyri sem stofnaður var árið 1987 er stærsti háskólinn á landsbyggðinni með sterk tengsl við atvinnulífið og ýmsar stofnanir í þjóðfélaginu, fjölbreytt námsframboð og fjarkennslu.

VMA tók til starfa árið 1984. Fyrsta skólaárið voru nemendur 780 en nú eru þeir rúmlega 1200. Að auki stunda 700-800 nemendur nám í fjarnámsdeild skólans á hverju skólaári. Við skólann starfa hátt í 200 starfsmenn.

Frá hausti 2000 hefur Lostæti séð um alla veitingasölu í Háskólanum á Akureyri, sem staðsettur er við Norðurslóð (Sólborg). Fjórir starfsmenn Lostætis sjá um þessa deild. Þar er opið alla virka daga og einstaka helgar þegar skólinn er starfræktur. Alla virka daga er boðið upp á heitan mat í hádeginu ásamt fjölbreyttu úrvali af léttum réttum og ýmsu góðgæti.

Lostæti tók við rekstri Kaffiteríu VMA haustið 2005. Veitingasala Lostætis í Kaffiteríu VMA hefur að leiðarljósi að koma til móts við þarfir og áhuga sem flestra í hinum víðtæka hópi viðskiptavina. Hollusta, fjölbreytni ásamt þjónustulund eru kjörorðin sem starfsemin byggist á.

Kaffiterían er mjög glæsileg í alla staði og var öll aðstaðan endurnýjuð árið 2002.

16

Kaffitería VMA er opin alla virka daga þegar skólinn er starfræktur. Sjö starfsmenn Lostætis sjá um þessa deild.

17


Veisluþjónusta Veisluþjónusta Lostætis býður upp á veislur af öllum stærðum og gerðum á Akureyri og nágrenni, þar sem lagður er metnaður í að uppfylla kröfur og væntingar viðskiptavina. Slagorð Lostætis er „List fyrir lyst“. Slagorðið er lýsandi fyrir það markmið fyrirtækisins í veisluhönnun, að þar fari saman fallegt útlit, ljúffengt bragð og fyrsta flokks gæði. Fagfólk Lostætis sér jafnframt til þess að hafa ávallt í boði fjölbreytt úrval af veislum og sníða þær eftir tilefni og óskum viðskiptavina. Ráðgjöf sem byggist á fagþekkingu er leiðarljós í þessari þjónustu eins og allri þjónustu fyrirtækisins. Viðskiptavinum Lostætis stendur ávallt til boða að fá lánaðan veisluborðbúnað. Einnig er aðstoðað við að útvega sali fyrir allar stærðir hópa. Lostæti tryggir gæði veitinganna, hvort sem tilefnið er hátíð eða hádegi.

18

19


Ávaxtaland Samkvæmt ráðleggingum frá Lýðheilsustöð þá er hollt og gott að borða ávexti, alla daga. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur eftirfarandi fram: „Undanfarin ár hafa birst margar rannsóknir sem sýna að rífleg neysla grænmetis og ávaxta virðast minnka líkur á mörgum alvarlegum sjúkdómum, þar á meðal mörgum tegundum krabbameina, hjarta- og æðasjúkdómum og offitu.“ Lostæti stofnaði „Ávaxtaland.is“ snemma á árinu 2009. Með Ávaxtalandi hefur Lostæti aukið fjölbreytni í þjónustu til muna og er óhætt að segja að þjónustan hafi hlotið góðar viðtökur hjá viðskiptavinum.

Ávaxtaland býður upp á þrjár útfærslur í ávaxtaþjónustu. Ávaxtakörfur Tilvalið fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem vilja fá körfur fullar af gómsætri hollustu. Sérvaldir ferskir og safaríkir ávextir, sendir reglulega til viðskiptavina. Samsett úr 4-5 tegundum af ferskum og girnilegum ávöxtum sem bestir bjóðast á markaði. Þ.á.m. epli, rauð og gul, appelsínur, bananar, perur, vínber og einstaka sinnum fleiri tegundir sem bjóðast. Ávaxtabakkar með skornum ávöxtum Hentar vel ef halda á fundi eða móttökur. Líka frábært fyrir þá vinnustaði sem vilja bjóða starfsmönnum sínum upp á tilbreytingu í formi girnilegra bakka sem hlaðnir eru af safaríkum og suðrænum ávöxtum. Samsett úr 4-5 tegundum af ferskum og girnilegum ávöxtum sem bestir bjóðast á markaði. Þ.á.m. epli, appelsínur, greip, mandarínur, kiwi, bananar, perur, ananas, melónur, vínber ofl. Ávaxtabox með afhýddum skornum ávöxtum Dreifing á einstaklings-boxum alla virka daga, pantað með sólarhringsfyrirvara að lágmarki. Samsett úr 5-6 teg af skornum ávöxtum þ.á.m. epli, appelsínur, perur, bananar, ananas, melónur, vínber ofl. Leitast er við að tryggja sem ferskasta ávexti hverju sinni með góðum samningum við birgja. Ávextir auka orku, skapa jafnvægi og úthald. Ferskir ávextir á vinnustað auka ánægju starfsmanna

20

21


Alcoa Fjarðaál sögubrot

Alcoa Fjarðaál mötuneyti

Álverið Alcoa Fjarðaál sf. á Reyðarfirði tók til starfa í byrjun apríl 2007. Framleiðslugeta álversins er 346 þúsund tonn og starfsmenn eru rúmlega 400. Fjarðaál er flaggskip Alcoa og eitt tæknilega fullkomnasta álver heims, m.a. hvað varðar mengunarvarnir.

Lostæti sér um alla veitinga- og veisluþjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði. Viðskiptavinir eru bæði starfsmenn og gestir álversins ásamt fjölda af verktökum sem vinna á álverssvæðinu. Fjöldi viðskiptavina sem snæða í hádegi og á nóttunni, getur farið nálægt 700 á sólarhring. Glæsilegur matsalur í álverinu er um það bil 800m² að stærð og er eldhúsið eitt það fullkomnasta á landinu, þó víðar væri leitað.

Fullkomin aðstaða fyrir starfmenn Alcoa Fjarðaáls var tekin í notkun í árslok 2007 í nýju og glæsilegu starfsmannahúsi. Á opnunardaginn, þann 20. desember 2007 bauð Lostæti upp á hefðbundinn íslenskan jólamat og tónleika í nýjum matsal fyrirtækisins. Opnunar hans hafði verið beðið með eftirvæntingu meðal starfsmanna sem unnið höfðu hörðum höndum að gangsetningu álversins. Fjarðaál leggur ríka áherslu á framsækna mannauðsstefnu og starfsmannahúsið er liður í að skapa starfsmönnum eins gott vinnuumhverfi og kostur er.

Alla daga ársins er boðið upp á glæsilegt og fjölbreytt hlaðborð af svignandi kræsingum. Leitast er við að gera öllum til hæfis, því þarfir og smekkur eru af ólíkum toga í svo stórum hóp. Mikil áhersla er lögð á að brjóta upp hversdagsleikann og skapa starfsmönnum álversins og öðrum viðskiptavinum á svæðinu, fjölbreytni í matseld á hverjum degi, með hollustu og gæði að leiðarljósi.

Lostæti sér jafnframt um veislur og veitingar af ýmsum toga fyrir Alcoa Fjarðaál, því mikið er um fundi og móttökur á svæðinu. Það er því mikilvægt að tegundir veitinga séu fjölbreyttar og í samræmi við tilefni hvert sinn. Í desember 2008 var gerð könnun meðal starfsmanna álversins um gæði mötuneytisins í samstarfi við Capecent Gallup. Í könnuninni lýstu rúm 76% ánægju með þjónustu mötuneytisins. Á kvarðanum 1-5 mældist meðal heildaránægja með mötuneytið 4,02. Þetta er hærri einkunn en mötuneyti fá að jafnaði í mælingum Capacent Gallup. Niðurstöðurnar fóru því í raun fram úr væntingum, því smekkur fólks er misjafn og flókið að tryggja alltaf ánægju allra.

23


24

Lostæti ehf. Akureyri • sími 461 3700 • www.lostaeti.is • lostaeti@lostaeti.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.