Heilsu- og lífsstílsdagar Nettó janúar 2022

Page 1

Tilboðin gilda 27. janúar - 6. febrúar 2022

Heilsu- & lífsstílsdagar Vegan / Ketó / Lífrænt / Krílin Hollusta / Uppbygging / Umhverfi

Dagur í lífi Birgittu Lífar Kolbrún Pálína:

„Morgunstund gefur gull í mund“

Þórólfur Ingi:

„Mikilvægt að hvíla hugann“

ALLT AÐ

25% AFSLÁTTOGUR AF HEILSULÍFSSTÍLSVÖRUM

Ingi Torfi og Linda Rakel:

„Það eru engin boð og bönn“


GLEÐILEGT NÝTT HEILSUÁR! Nú er nýtt ár gengið í garð og margir hafa eflaust strengt áramótaheit um heilsusamlegra líferni. Við ættum auðvitað öll að huga að heilsunni alla daga ársins út lífið, því heilsan er með því dýrmætasta sem við eigum. Heimsfaraldurinn er góð áminning um það. Heilsudagar Nettó fara fram 27. janúar til 6. febrúar og við hlökkum til að kynna fyrir þér, kæri viðskiptavinur, okkar frábæru vörulínur af heilsuvörum, fæðubótarefnum og vítamínum. Áherslur hvers og eins eru mismunandi og við leggjum okkur fram um að bjóða upp á lausnir sem henta mismunandi þörfum. Úrvalið í heilsudeildinni hefur aldrei verið meira og það er mikið um sértilboð og vörunýjungar. Heilsublaðið er stútfullt af tilboðum, fróðlegum greinum, viðtölum við sérfræðinga, vörukynningum, heillaráðum og girnilegum uppskriftum sem veita þér innblástur fyrir hollari eldamennsku sem allir fjölskyldumeðlimir munu kætast yfir. Í Nettó fást fersk og holl hráefni og í hverri viku auglýsum við ný tilboð á ávöxtum, heilsuvörum og mörgu öðru. Vert er að taka fram að allar vörurnar okkar fást á sama verði í netverslun Nettó og hægt er að spara sér tíma og fyrirhöfn – og draga úr smithættu – með því að gera innkaupin heima í stofu og fá vörurnar sendar heim. Okkur er annt um umhverfið og því notum við rafbíla fyrir heimsendingarþjónustuna. Saman getum við bætt líðan og tileinkað okkur hollari lífsstíl. Tökum fagnandi á móti nýju heilsuári með hækkandi sól! Starfsfólk Nettó um allt land

2

MUNDU EFTIR FJÖLNOTA POKANUM


3


REYKJAVÍK

25% AFSLÁTTUR

GERÐU FREYJU SKÁL HEIMA 3 tsk açaí grunnur Maika'i granóla

Saxaðar döðlur

Jarðarber Banani

Dökkt súkkulaði Maika'i hnetusmjör

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel. Mælt er með að setja eins lítinn vökva og hægt er svo grunnurinn verði þykkur og góður. Skreyttu svo skálina með ferskum berjum, bananasneiðum og höfrum.

Açaí grunnurinn er 500 ml, glúteinlaus, lífrænn og inniheldur Omega 3, 6 og 9! Hægt er að búa til fjölbreyttar skálar úr grunninum eða borða hann beint upp úr boxinu. Grunnurinn fæst í Nettó.

HOLLT + FLJÓTLEGT + VEGAN 4


NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU?

1. Raðaðu vörunum í körfu Þú getur verslað hvar sem er; með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni.

2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar samdægurs - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.

3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.

NETTO.IS

5


VÖRURNAR ERU: LÍFRÆNAR UMHVERFISVÆNAR MARGVERÐLAUNAÐAR GÆÐAVÖRUR

6


25% AFSLÁTTUR

7


MARGVERÐLAUNAÐ, LJÚFFENGT OG PRÓTEINRÍKT HNETUSMJÖR.

Í BÚSTIÐ

25% AFSLÁTTUR

Á EPLIÐ

8

Á BANANA


Bragðgóðir gosdrykkir!

25% AFSLÁTTUR

og t n æ Lífr andi! sval

LÍFRÆNIR KRAFTAR TIL MATARGERÐAR

25% AFSLÁTTUR

Kallo kraftar eru lífrænir, glútenlausir og án MSG og gervi, litar-, bragð- og rotvarnarefna.

TT Ý N

9


lífrænt

Eva Dögg Rúnarsdóttir

Baunir eru hin sanna ofurfæða! Ég elska baunir og get eiginlega ekki gert upp á milli þeirra, þó svartar baunir séu mjög ofarlega á lista. Ég legg mikla áherslu á að koma eins miklu af baunum ofan í mig og fjölskyldu mína og mögulegt er.

B

aunir eru í raun göldrum líkastar, þær eru með því hollasta sem við getum borðað enda einstaklega próteinríkar, fullar af trefjum og vítamínum ásamt því að vera ódýrar og auðveldar í eldun. Úr baunum er hægt að gera allt frá hamborgara yfir í súkkulaðiköku.

merki um að þig vanti trefjar í líkamann og ættir þú því að borða meira af baunum. Þegar meltingarvegurinn losar sig við loft merkir það að baunirnar séu að gera sitt gagn. Með því að neyta leysanlegra trefja án fitu ná þær að hreinsa meltingarveginn, þannig er hægt að koma í veg fyrir hin ýmsu meltingarvandamál sem eru algeng í nútíma samfélagi.

Baunir innihalda mikið magn af leysanlegum trefjum, sem finnast einnig í huski. Þessar trefjar losa um loft í líkamanum. Ef þú ert ein(n) af þeim sem leysir mikið loft eftir að borða smá baunir gæti það verið

Góð melting er lykill að góðri heilsu, fallegri húð og heilbrigðu hári, því er það besta sem þú getur gert fyrir þig í dag að fá þér baunir í matinn – og auðvitað lífrænar frá Biona.

Ofur fljótlegt og einfalt mömmu-taco sem allir elska. Fyrir klassíska vísitölufjölskyldu er sniðugt að tvöfalda uppskriftina. 1 msk. hitaþolin olía 1/2 laukur, hakkaður smátt 1 msk. chilli-duft 1 tsk. cumin-duft U.þ.b. 1/4 tsk. salt, meira ef þú vilt 1 dós af svörtum baunum frá Biona, muna að skola þær vel í sigti undir rennandi vatni • 2 msk. heimagert pico de gallo eða salsa úr krukku • 4 tortilla-pönnukökur (litlar eru bestar) • 1 bolli rifið hvítkál eða rauðkál. Ef þú ert í stuði getur þú gert einfalt vegan hrásalat, þá hrærir þú kálinu saman við ólífuolíu, límónusafa, ferskan kóríander og jalapeno-pipar, ásamt salti og pipar. Einnig má bæta smá majó út í ef þú ert í þannig stuði, en algjörlega óþarft!

• • • • • •

• 1 stórt avókadó, skorið í sneiðar eða stappað með smá hvítlaukskryddi, límónusafa og salti. • Meira salsa Hitaðu olíuna á stórri pönnu á miðlungshita, leyfðu lauknum að mýkjast í olíunni í u.þ.b. 2 mínútur, hrærðu af og til. Kryddaðu með chilli- og cumin-dufti ásamt smá salti, leyfðu kryddinu aðeins að vakna og bættu baununum svo út í blönduna. Settu lok á pönnuna og leyfðu öllu að malla á miðlungshita í u.þ.b. 3 til 4 mínútur. Taktu lokið af og stappaðu baunirnar blíðlega með smá salsa eða pico de gallo, ekki merja allar baunirnar. Hitaðu tortilla-pönnukökurnar aðeins og fylltu þær með baunablöndu, toppaðu svo með avókadó, káli, meiri límónusafa og kóríander. Verði ykkur að góðu og njótið vel!

Eva Dögg er listrænn jógi sem hefur ástríðu fyrir heilsu- og umhverfismálum. Hún er fatahönnuður að mennt og hefur unnið sem yfirhönnuður hjá nokkrum dönskum tískumerkjum. Eftir að hún flutti til Íslands hefur hún, fyrir utan það að kenna jóga og hugleiðslu, aðallega unnið við markaðsstörf fyrir mismunandi fyrirtæki en starfar nú sjálfstætt hjá Rvk Ritual. Eva er sem stendur að þróa sitt eigið eiturefnalausa snyrtivörumerki en hún hefur búið til eigin krem og smyrsl um árabil. Þar fyrir utan er mikið að gera hjá henni við að halda úti námskeiðum í jóga og sjálfsrækt á RvkRitual.Instagram @evadoggrunars.

10


Lífræn hollusta

Svörtu baunirnar frá biona eru mildar á bragðið og ríkar af hollustu. Tilvaldar í grænmetisréttina. Baunirnar eru Lífrænar Góður próteingjafi Ríkar af járni, magnesium og trefjum Með engum viðbættum sykri eða salti Henta fullkomlega fyrir þá sem eru vegan

25% AFSLÁTTUR

biona lífrænar svartar baunir 11


r u í l o r a n æ r f í l r a k ls 25%

 í matargerð

MUNA.IS

muna _himneskhollusta

AFSLÁTTUR

beint í munninn eða út á grautinn

 >

 >

> 12

út á salatið

_ >

út á pastað

>

Í ta


í l s ú m t n æ r f í L a n i l á k s á t ú  25% AFSLÁTTUR

MUNA.IS

muna _himneskhollusta

13


lífrænt

Ásta Magnúsdóttir Njarðvík

Mataráhuginn frá ömmu Ásta, móðir, matgæðingur og þessi týpa sem tekur alltaf myndir af matnu sínum eins og hún segir sjálf, er uppskriftahönnuður fyrir MUNA. Hollustan er henni hugleikin en sömuleiðis gott bragð og gæði. Hún deilir með okkur einstaklega bragðgóðum bitum sem fæddust í eldhúsinu hjá henni. Hefur þú alltaf haft áhuga á mat og matargerð? Já, svona lúmskt. Áhuginn byrjaði samt að aukast þegar ég var í menntaskóla en ég vildi taka mataræðið mitt í gegn og fór að prófa mig áfram. Mér þótti svo gaman að búa til mat frá grunni og ég byrjaði að taka myndir af öllu sem ég gerði og svo hef ég bara ekki stoppað. Hvaðan kemur áhuginn? Frá Eddu ömmu minni. Hún var alltaf að elda og baka og leyfði mér að vera með. Ertu dugleg að prófa eitthvað nýtt? Já, ég myndi klárlega segja það! Ég er alltaf að rekast á ný hráefni og bæta þeim við mataræðið mitt. Svo er ég voða heppin að eiga kínverska tengdafjölskyldu sem hefur opnað fyrir mér aðra veröld af gómsætum mat sem mér datt aldrei í hug að prófa. Hverjar eru aðaláherslurnar hjá þér í þínu mataræði? Ég legg mikla áherslu á að gera það sem ég get frá grunni, nota holl og góð hráefni og ekki setja mér bönn þegar kemur að mat. Hvað borðar þú í morgunmat? Ég borða oftast einhverja gerð af graut hvort sem það er heitur hafragrautur, hafrar yfir nótt, chia-grautur eða hörfræjagrautur. Hver er uppáhalds maturinn þinn þegar þú vilt gera vel við þig? Lambalæri, kartöflur og sveppasósa sem maðurinn minn eldar – algjör lúxusmatur. Hver er uppáhalds hollustubitinn þinn? Döðlur og dökkt súkkulaði.

14

Fylltar döðlur með hnetusmjöri Ef þig langar í eitthvað með kaffinu þá eru þessar sætu, fylltu döðlur svarið. Döðlurnar eru fylltar með gómsætu hnetusmjöri og ekki nóg með það heldur eru þær líka hjúpaðar með heimalöguðu súkkulaði sem inniheldur enn meira hnetusmjör! Innihald: • 15-20 döðlur frá MUNA • 6-10 tsk. fínt hnetusmjör frá MUNA Heimalagað súkkulaði: • 2 msk. kókosolía frá MUNA (fljótandi) • 2 msk. kakóduft frá MUNA • 1 tsk. dökkt agave-síróp frá MUNA • 1 tsk. fínt hnetusmjör frá MUNA Aðferð: Fyllið döðlurnar með hnetusmjöri u.þ.b. 1/4 – 1/2 tsk. í hverja döðlu og skellið þeim inn í frysti í 10 mínútur. Á meðan gerið þið súkkulaðið. Bræðið kókosolíu og hrærið kakódufti út í. Bætið svo sírópi og hnetusmjöri saman við og hrærið öllu vel saman. Löðrið döðlurnar í súkkulaði og stráið sjávarsalti yfir ef þið viljið. Geymið döðlurnar í frysti og þið eruð tilbúin fyrir kaffiboðið hvenær sem er! Fylgist með Ástu á Ásta Magnúsdóttir Njarðvík (@astaeats) • Instagram photos and videos


2. Hrákúlur með kókos Þessar hrákúlur eru ómissandi þegar mann langar í eitthvað sætt án hvíta sykursins!

3. Avókadó súkkulaðitrufflur Þessar avókadó súkkulaðitrufflur eru fyrir þau allra hörðustu, algjör kakóbomba.

Innihald: • 20 döðlur frá MUNA • 2 dl grófir hafrar frá MUNA • 1 msk. hampfræ frá MUNA • 1 msk. kakóduft frá MUNA • 1 dl kókosmjöl frá MUNA

Innihald: • 1 stórt avókadó • 15 döðlur frá MUNA • 1 væn msk. kakóduft frá MUNA ásamt smá til að velta trufflunum upp úr • 2 msk. bragð- og lyktarlaus kókosolía frá MUNA (fljótandi)

Byrjið á því að sjóða vatn og leggið döðlurnar í heitt bleyti í 5-10 mínútur, það mýkir döðlurnar og gerir þær enn girnilegri. Á meðan döðlurnar liggja í bleyti skellið þið höfrunum og hampfræjunum í matvinnsluvél og blandið saman í gróft duft. Bætið döðlunum sman við ásamt kakóduftinu og blandið saman í deig. Ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 msk. af soðnu vatni.

Aðferð: Byrjið á því að leggja döðlurnar í bleyti í heitu vatni í 10 mínútur, algjört töfratrikk til að mýkja þær ennþá meira! Setjið allt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Geymið deigið í kæli í 1-2 klst. Kókosolían sér um að deigið harðni svo hægt sé að búa til úr því kúlur.

Rúllið deiginu í kúlur og veltið þeim upp úr kókosmjölinu.

Einnig má setja hafra út í deigið og þá er hægt að búa til kúlur um leið. Notið þá 1-2 dl af fínum höfrum frá Muna og blandið í matvinnsluvél. Þegar deigið er tilbúið, búið til kúlur og veltið upp úr ljúffengu lífrænu kakódufti frá Muna.

Kúlurnar skal geyma í ísskáp en þær geymast einnig vel í frystinum.

Ef þú ert ekki fyrir kakó getur þú notað kókosmjöl í staðinn eða jafnvel hampfræ. Geymið trufflurnar í kæli eða frysti.

15


25% AFSLÁTTUR

Belgískt hágæða súkkulaði án viðbæs sykurs

25% AFSLÁTTUR

Náttúrulegt millimál 16

FÆRRI HITAEININGAR - TREFJARÍKT - HENTAR SYKURSJÚKUM


25% AFSLÁTTUR

Vissir þú... Að rauðrófusafi er þekktur fyrir að hafa hreinsandi áhrif á bæði blóð, ristil og meltingu en hann veitir náttúrulega hreinsun á einfaldan en jafnframt öflugan hátt. Rauðrófusafinn frá Beutelsbacher er mjólkursýrður safi, ferskpressaður úr lífrænt ræktuðum demeter rauðrófum. Demeter er vottun fyrir lífaflsræktun og er hæsti gæðastimpill sem til er á lífrænum vörum. Mjólkursýring hjálpar til við að mynda örverur sem valda náttúrulegri gerjun og mynda L+ mjólkursýrugerla sem hafa verulega góð áhrif á líkamann. Safinn er hollur og bragðgóður ásamt því að vera einstaklega góður fyrir þá sem þurfa langvarandi orku, t.d. hlaupara og íþróttafólk.

25% AFSLÁTTUR

17


lífrænt

Telma Matthíasdóttir

Bætt heilsa byrjar með heilbrigðri hugsun Telma Matthíasdóttir þjálfari hefur unnið sem heilsuráðgjafi í rúm 20 ár. Heilsa og hreysti eiga hug hennar allan og ásamt því að þjálfa rekur hún Bætiefnabúlluna ásamt Bjarna, unnusta sínum. Hún æfir Ultra hlaup og stefnir á að klára 100 km hlaup á þessu ári. Á Instagram reikningnum sínum „fitubrennsla“ deilir hún ráðleggingum um æfingar og eldamennsku og miðlar fróðleik og góðum hugmyndum.

„Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum sem hafið treyst á mína aðstoð, það eitt hefur gert mig að betri þjálfara og betri persónu,“ segir Telma. „Ég er svo þakklát fyrir að vinna við það sem ég elska af lífi og sál. Hlusta, hvetja og hrósa alla daga, vera fyrirmynd. Hversu dásamlegt er það? Þetta heldur mér líka á tánum.“ „Ég aðstoða þig við að öðlast betri líðan, bæði andlega og líkamlega, með mataræði og hreyfingu,“ útskýrir Telma. „Ég er mikill sælkeri og legg áherslu á að við breytum lífsstílnum okkar með því að bæta því við sem vantar upp á í stað þess að taka allt út sem okkur finnst vera gott, þótt það flokkist sem óhollusta.“ Nú eru allir að rífa sig í gang. Hvað ráðleggur þú? Besta ákvörðun sem þú getur tekið núna er að vera besta útgáfan af sjálfri/um þér. Horfðu á þig með aðdáun og hrósaðu þér fyrir það hvernig manneskja þú ert, dragðu fram allt það góða og heilbrigða sem þú hefur. Talaðu fallega til þín og sjáðu hversu dýrmæt/ur þú ert. Við eigum það öll til að vera of upptekin af því að draga okkur niður. Einn, tveir og byrja! Bætt heilsa byrjar með heilbrigðri hugsun en ekki með hungurverkjum. Breyttu þeirri hugsun að heilsa snúist um að missa flestu kílóin eða fasta flestu klukkutímana, því heilsa snýst um heildina, líkamann allan, líffærin okkar og geðheilsuna. Við getum verið hraust og heilbrigð, full af orku og gleði, jákvæð og hamingjusöm þótt við séum með fitu utan á okkur. Holdafar er ekki heilsufar. Slepptu strax takinu á enn einum kúrnum. Hann er að rústa efnaskiptunum þínum og heilsunni þinni hægt og rólega. Nú talar fólk um að það sé svo dýrt að hugsa um heilsuna? Það þarf ekki að kosta neitt nema vinnu til að byrja með. Það að bæta heilsuna mun alltaf kosta vinnu sama hvað þú gerir. Svo hættu

18

strax að eyða þínum tíma í að reyna að stytta þér leið. Ekki láta selja þér fíl sem kemst í skókassa, dæmið gengur ekki upp. Nýttu Heilsudagana til að fylla eldhússkápana; góð næring byrjar á góðum innkaupum. Hér eru mín ódýru og einföldu ráð sem allir ættu að byrja á. Ég mæli með að þú komir inn einni venju í einu, ekki stökkva á öll ráðin og missa tökin. 1. Sofa 7-8 tíma á sólarhring. 2. Drekka 2 lítra af vatni á dag. 3. Göngutúr eða önnur hreyfing (15-20 mín. á dag) . 4. Borða eitthvað grænmeti á hverjum degi. 5. Skrifaðu niður á hverju kvöldi hvað þú ert þakklát/ ur fyrir. 6. Tileinkaðu þér jákvæðni og þolinmæði. 7. Nú ertu komin með 6 góðar venjur og getur tekið næsta skref. Byrjaðu strax að gera eitthvað jákvætt á hverjum degi og þú munt finna mun. Byrjaðu fyrst á því að ná svefninum góðum, svo vatninu, næst hreyfingunni og koll af kolli. Misstu aldrei sjónar á verkefni þínu, að verða heilsusamari þú. Mundu svo að lífi þínu er stjórnað af þér og engum öðrum.

Nutella kúlur

• 100 g kasjúhnetur • 80 g Prótein Cream súkkulaði • 10 stórar, mjúkar döðlur Setjið allt í matvinnsluvél þar til deigið verður að sléttum og mjúkum bolta. Setjið í skál og kælið í eina klukkustund. Mótið 20 kúlur og veltið upp úr kakódufti eða hjúpið með bræddu súkkulaði.

Súkkulaðihjúpur

• 1 plata Diablo Milk Chocolate • 1 msk. bragðlaus kókosolía Bræðið yfir vatnsbaði. Hjúpið kúlurnar. Geymið í frysti. Einn moli á dag kemur skapinu í lag!

Ostakaka með berjum

• 1 pk. Atkins Peanut Butter Cookies • 100 g grísk jógúrt • Jarðarber og bláber • Salty Caramel sósa frá Callowfit Brjótið smákökurnar og raðið í skál með berjum og jógúrt. Hellið sósu yfir í lokin.


Santa Maria lífrænt lasagna Hráefni: Santa Maria lífrænar heilhveiti tortillur Santa Maria lífrænt krydd-mix Santa Maria lífrænar tortilla flögur Santa Maria lífræn taco-sósa Kotasæla Rifinn ostur Nautahakk Hvítlaukur Laukur Maískorn Ostasósa (má sleppa) Sýrður rjómi

Eldaðu lífrænt í dag!

25%

Prófaðu lífrænan Tex-Mex rétt!

AFSLÁTTUR

Uppskrift: Steikið hakk á pönnu, bætið skornum lauk og hvítlauk við. Hellið salsa-sósu yfir hakkið. Bætið maís og kotasælu við blönduna og látið malla. Raðið tortilla pönnukökum í botninn á eldföstu móti. Setjið kjötblönduna yfir (og smá ostasósu). Bætið öðru lagi af pönnukökum ásamt meiri kjötblöndu. Rífið að lokum ostinn og stráið yfir. Hitið í ofni þar til ostur er bráðinn. Gott að bera fram með sýrðum rjóma og tortilla flögum. 19


r a ð ó g ð g a r B r u j r y m s r a n fræ

nýtt

MUNA.IS

20

AFSLÁTTUR

nýtt

25%

muna _himneskhollusta


Hollari valkos tur 25%

t t ý n _›

MUNA.IS

AFSLÁTTUR

muna _himneskhollusta

21


25% AFSLÁTTUR

22


25% AFSLÁTTUR

deliciously ella Góðgæti fyrir öll lífsins tilefni

Deliciously Ella heilsuvörulínan hefur heldur betur sigrað heiminn með gómsætu heilsufæði. Vörurnar eru glútenlausar og einstaklega bragðgóðar ásamt því að henta þeim sem fylgja veganog plöntumiðuðu mataræði.

23


Heilsíða með pastauppskrift @Ingibjörg geturðu látið gera uppskrift með Anglamark pastavörum og haft þetta í aðaláherslu SPAGETTÍ MEÐ KJÚKLINGI, SPÍNATI OG PARMESAN-OSTI • 2 kjúklingabringur, skornar í bita • 1 poki spínat • 2 hvítlauksrif • Parmesan-ostur • Spagettí, soðið samkvæmt leiðbeiningum • Ólífuolía • Salt og pipar

25% AFSLÁTTUR

Hitið olíu á pönnu og steikið kjúklingabitana með hvítlauknum. Bragðbætið með salti og pipar. Sjóðið spagettí og setjið spínatið út í á síðustu mínútunum. Geymið smávegis of soðvatninu. Setjið spagettí og spínat í stóra skál, leggið kjúklinginn ofan á og hellið ólífuolíu og soðvatni yfir ef þarf. Hrærið létt saman og rífið parmesanost yfir. Bragðbætið með nýmöluðum pipar.

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 24


25% AFSLÁTTUR

Fáðu jafnvægi í morgunmat Lífrænir hafrar og dass af dásemdar kókos, möndlu & döðlusmjöri

Brautryðjandi í lífrænni framleiðslu síðan 1974

25


lífrænt

Tómas Oddur Eiríksson

Yogi te fyrir sálina Orðið yoga kemur úr fornmálinu sanskrít og merkir eining. Eining líkama, hugar og anda, eining alls sem er. Jóga, sem er íslenska heitið, er leiðarkerfi til þess að átta sig á þeim djúpa sannleik sem býr að baki tilverunni. Mikilvægur hluti hinnar reglulegu ástundunar er hugleiðsla.

A

ð taka sér stund til að setjast niður, tengjast andardrættinum og ná djúpri hugarkyrrð er ótrúlega mögnuð iðkun. Frá því ég kynntist jóga hefur líf mitt breyst til hins betra, mér þykir best að stunda hugleiðslu um miðjan morgun þegar hugurinn er nýlega vaknaður en þó ekki kominn á fullt skrið. Eftir hugleiðsluna er upplagt að hella upp á notalegan tebolla. Mitt uppáhalds te er Chai Rooibos, því það minnir mig á dvölina á Indlandi þar sem ég lagði stund á framhaldsnám í jógakennslufræðum. Þar fékk ég heimalagað Chai-te með sömu hráefnum, kardimommum, kanil og negul, eftir morgunhugleiðsluna og drakk á meðan ég skrifaði niður atriði í þakkardagbókina. Ég leitaði lengi að slíku tei eftir að ég kom heim og finnst Chai Rooibos Yogi te ná sama bragðinu og ilmurinn er unaðslegur. Annað jógate sem er í uppáhaldi hjá mér er Throat Comfort, sérstaklega á haustin. Einnig eru til te frá Yogi Tea sem ég nota til að hressa mig við þar sem ég er viðkvæmur fyrir of miklu kaffi og held því í lágmarki. Orkan og einbeitingin sem maður fær af Perfect Energy og Green Tea veita mér vellíðan út daginn án þess að ég finni fyrir óþægindum. Uppáhaldið mitt eftir grænan tebolla er góður göngutúr í köldu en stilltu veðri að morgni þegar ég fylgist með borginni vakna. Á þessum tíma fæ ég gjarnan hugmyndir sem ég skrifa niður þegar ég kem heim úr göngutúrnum. Fyrir utan vönduð hráefni og framleiðslu er annað einstaklega fallegt við Yogi Tea sem mig langar að nefna, það eru litlu gullmolarnir og viskukornin á miðunum sem fylgja hverjum tepoka. Þau gera tebollann að meiri upplifun og minna mann á mikilvæga hluti sem tengjast því að vera betri manneskja. Ég safnaði þessum miðum á tímabili og ákvað ein jólin að gefa fjölskyldu minni myndir í krúttlegum römmum í jólagjöf. Ég tók til miða með viðeigandi setningu fyrir hverja mynd og límdi á rammana. Í hvert sinn sem ég fer til mömmu og pabba sé ég þessar myndir í eldhúsinu með tilvitnunum frá Yogi Tea. Við mynd af

26

mér og pabba, þar sem við erum í vinnugöllunum að endurbæta húsið að utan stendur „Together we can do what we never can do alone“. Við mynd af mér og systkinum mínum á fallegri stund eftir leiksýningu stendur „Every child is a hope for the world“ og „Love, compassion and kindness are the anchors of life“. Við mynd af brosandi ömmu minni heitinni stendur „Every smile is a direct achievement“ en hún hafði einstaklega gott lyndisfar og var afskaplega jákvæð manneskja. Tómas Oddur Eiríksson er með bakgrunn úr leiklist, dansi og söng og er menntaður mannvistarlandfræðingur. Tómas hefur starfað sem jógakennari í tíu ár og er einn eigenda Yoga Shala Reykjavík, þar sem hann kennir reglulega opna tíma, einkatíma, Thai-nuddtíma, námskeið, viðburði og kennaranám.


LÍFRÆN ILMANDI YOGI TE ENDURNÆRA OG HLÝJA 100% lífræn innihaldsefni

25% AFSLÁTTUR

Yogi hefur uppá að bjóða nýstárlegar blöndur af minnst 10 mismunandi lífrænum innihaldsefnum í hverri blöndu Yogi te er sagt meira en bara te, það er heildræn upplifun sem snertir líkama, huga og anda Njótið vel

27


20% AFSLÁTTUR

Nýtt frá Kryddhúsinu Tvær nýjar kryddblöndur frá Kryddhúsinu litu dagsins ljós á haustmánuðum, Pumpkin spice og Brauðstangakrydd með næringargeri.

P

gefur blöndunni skemmtilegan ostakeim og er að auki vegan. Næringarger hentar líka þeim sem þola ekki ger. Þetta er frábær blanda sem gefur ostakeim í allan mat, brauð og poppkorn svo eitthvað sé nefnt.

Uppistaðan í Brauðstangakryddinu er næringarger en það er meinholl fæða sem er stútfull af B-vítamínum og steinefnum. Næringargerið

Kryddhús kryddlínan er vegan, án msg, án glútens, án silíkons díoxíðs og án allra aukaefna. Yfirleitt innihalda kryddblöndurnar ekki salt en í þeim fáu sem það gera er eingöngu sjávarsalt. Kryddinu er handpakkað í léttar umbúðir úr PET og áli sem hvort tveggja er 100% endurvinnanlegt.

umpkin spice varð til í samstarfi Ásdísar Rögnu Einarsdóttur grasalæknis og Kryddhússins. Hér koma saman krydd eins og kanill Ceylon, þurrkað engifer, allrahanda (ber sem eru þurrkuð og mulin) og fleiri krydd sem eru sæt og bragðmikil frá náttúrunnar hendi. Þessa blöndu er tilvalið að strá út á grauta, heita drykki og „smoothies“, ásamt hvers kyns graskers- og grænmetisrétti. Hún er einnig bragðgóð á kjöt og í bakstur.

28


LÍFR N OG BRAG GÓ

TE

25% AFSLÁTTUR

´

Ny pte m ha

ÓBLEIKTIR OG PLASTLAUSIR TEPOKAR

25% AFSLÁTTUR

29


GRÆNT OG GÓMSÆTT Þú færð lífræna ávexti og grænmeti frá Änglamark í Nettó.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 30


Ekta belgísk súkkulaði S TEVIA

Bragðgóðir orkubitar 25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Umhverfisvænna heimili með ecozone

Lífrænar rískökur 25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

31


Laus við mjólk soja • glúten • laktósa hnetur • rotvarnarefni

20% AFSLÁTTUR

ANGLAMARK VEGAN SÆLGÆTI, LÍFRÆNT MEÐ NÁTTÚRLEGUM BRAGÐOG LITAREFNUM.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 32


25% AFSLÁTTUR

20% AFSLÁTTUR

33


Hrábar

Bara ávextir og hnetur

25% AFSLÁTTUR

náttúrulegt innihaldsefni

34

Enginn

viðbættur sykur

Hveitimjólkur- og glúteinlaust


GÓÐ BYRJUNÁ ÁRINU Lífrænir ávaxtasafar – enginn viðbættur sykur

hollusta

Sigurjón Ernir

Sigurjón Clif barErnir Orkustykki Cliff bar orkustykkin Sigurjón Ernir er í dag í hópi öflugustu utanvegahlaupara rekur í dag fyrirtækið Sigurjón Ernirlandsins er í dag og í hópi öflugustu utanvegaUltraForm ehf., sem er með tvær hlaupara landsins og rekur í daghóptímastöðvar. fyrirtækið UltraForm Önnur stöðin staðsett í Grafarholti og hin á stöðin ehf., sem er er með tvær hóptímastöðvar. Önnur Akranesi. er staðsett í Grafarholti og hin á Akranesi. Sigurjónleggur legguráherslu áhersluááfjölbreytta fjölbreyttaþjálfun þjálfunþrátt þrátt Sigurjón fyriraðaðkeppa keppahvað hvaðmest mestí hlaupum. í hlaupum.Hann Hannsegist segist fyrir alltafhafa hafalagt lagtáherslu áhersluá áreglulega reglulegastyrktarþstyrktarþjálfun alltaf þar sem unniðunnið er með þættiþætti á borð við: jafnvægi, jálfun þar sem er með á borð við: samhæfingu, snerpu og liðleikavinnu jafnvægi, samhæfingu, snerpu og liðleikavinnu í æfingum. í æfingum. Við reglulegar æfingar jafnt sem í keppnum er Við reglulegar æfingar jafnt sem í keppnum er mikilvægt að líkaminn fái þá orku sem hann þarf á mikilvægt að líkaminn fái þá orku sem hann þarf að halda kringum átökin. Í dag er vinsælt að grípa á að halda kringum átökin. Í dag er vinsælt að í orku- eða próteinstykki kringum æfingar en það grípa í orkueða próteinstykki gleymist stundum að útskýrakringum muninn áæfingar próteinstykki enannars það gleymist að útskýra muninn á vegar ogstundum orkustykki hins vegar. Við ætlum því próteinstykki annars vegar og orkustykki hins hér að neðan að skoða muninn á þessu tvennu. vegar. Við ætlum því hér að neðan að skoða muninn á þessu tvennu.

25% AFSLÁTTUR

Sigurjón Ernir

Orkustykki henta afar vel fyrir, yfir eða mjög Orkustykki henta afar vel fyrir, yfir eða mjög fljótlega eftir æfingar þar sem þau eru hvað ríkust fljótlega eftir æfingar þar sem þau eru hvað af kolvetnum og líkaminn þarf kolvetnin á tankinn ríkust af kolvetnum og líkaminn þarf kolvetnin kringum átök. Clif Bar er dæmi um gott orkustykki, á tankinn kringum átök. Clif Bar er dæmi um það inniheldur mikið magn af kolvetnum en minna gott orkustykki, það inniheldur mikið magn af magn af próteinum og fitu. Clif Bar inniheldur einnigkolvetnum en minna magn af próteinum og fitu. Sigurjón Ernir í dagönnur í hópi öflugustu magnesíum og kalsíum jafntersem vitamín,utan-Clif Bar inniheldur einnig magnesíum og kalsíum vegahlaupara landsins og rekur í dag fyrirtækið sem koma sér vel fyrir líkamann kringum æfingar. jafnt sem önnur vitamín, sem koma sér vel fyrir UltraForm ehf., sem er með tvær hóptímastöðvar. Próteinstykki eru, líkt og nafnið gefur til kynna, meðlíkamann kringum æfingar. Próteinstykki eru, Önnur stöðin er staðsett í Grafarholti og hin á hærra hlutfall afAkranesi. próteinum og einnig stundum fitu líkt og nafnið gefur til kynna, með hærra hlutfall en talsvert minna magn af kolvetnum. Próteinstykki af próteinum og einnig stundum fitu en talsvert henta því talsvertSigurjón betur leggur eftir æfingar sem þjálfunminna áherslu á eða fjölbreytta þrátt magn af kolvetnum. Próteinstykki henta fyrir að keppa hvað í hlaupum. Hann segist máltíð/ millimál yfir daginn. Þau, mest líkt og orkustykki, því talsvert betur eftir æfingar eða sem máltíð/ alltaf hafa lagt áherslu á reglulega styrktarþinnihalda oft eitthvað af steinefnum og vítamínum. millimál yfir daginn. Þau, líkt og orkustykki, innijálfun þar sem unnið er með þætti á borð við: halda oft eitthvað af steinefnum og vítamínum. jafnvægi, samhæfingu, snerpu og liðleikavinnu Til að gera langa sögu stutta eyðum við orku við í æfingum. æfingar og þá hittir orkustykkið vel í mark. En eftir að gera langa sögu stutta eyðum við orku og á milli æfingaViðá sér stað líkamleg uppbygging og Til reglulegar æfingar jafnt sem í keppnum er við æfingar og þá hittir orkustykkið vel í mark. þar spila próteinmikilvægt stærri þátt. að líkaminn fái þá orku sem hann þarf En eftir og á milli æfinga á sér stað líkamleg á að halda kringum átökin. Í dag er vinsælt að uppbygging og þar spila prótein stærri þátt. grípa í orku- eða próteinstykki kringum æfingar 35 en það gleymist stundum að útskýra muninn á

Clif bar Orkustykki

próteinstykki annars vegar og orkustykki hins


hollusta

Ásdís Ragna Einarsdóttir

Kollagen í kroppinn þinn Það eru fáir betur til þess fallnir en Ásdís Ragna Einarsdóttir grasalæknir að setja saman næringarríka hristinga, enda hefur hún hannað og hrist þá ófáa í gegnum tíðina. Ásdís býr yfir botnlausri visku þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl og hollri næringu.

Þ

egar Ásdís býr sér til góðan heilsudrykk segist hún leggja áherslu á að hafa grunninn samsettan úr próteini, trefjum og fitu. „Ég bæti yfirleitt við smá sætu í formi ávaxta og eða stevíu ef mér finnst þess þurfa. Eins nota ég gjarnan Acacia fiber trefjarnar sem gefa góða seddutilfinningu. Svo hef ég notað Collagen duftið frá NOW lengi.“ Hvað er kollagen? Kollagen er eitt helsta uppbyggingarprótein líkamans og líkja má kollageni við lím sem heldur líkamanum saman. Kollagen sér til þess að vefir haldist sterkir saman og er að finna m.a. í vöðvum, beinum, húð og sinum og er einnig eitt aðaluppbyggingarefni húðar, hárs og nagla. Líkaminn framleiðir sjálfur kollagen sem fer minnkandi eftir 25 ára aldur.

36

Kollagen er aðallega að finna í dýraafurðum, s.s. kjöti, fiski, kjúklingi, beinaseyði og eggjahvítum. Kollagen má einnig taka inn í duftformi og mikilvægt er að það sé „hydrolyzed collagen“ en þá hafa amínósýrurnar verið brotnar niður og frásogast mun betur í meltingarvegi. Einnig er gott að taka C-vítamín aukalega eða passa upp á að fá ríkulegt magn af C-vítamíni úr fæðunni samhliða kollageninntöku þar sem það gegnir mikilvægu hlutverki í framleiðslu og nýtingu kollagens. Hreinu kollageni í duftformi er t.d. hægt að bæta út í safa, kaffi, grauta, jógúrt, þeytinga og nota í bakstur. Fylgist með Ásdísi á samfélagsmiðlum. Asdis Ragna (@asdisgrasa) • Instagram photos and videos


Kollagen kakó-latte er tilvalinn drykkur fyrir kroppinn á köldum vetrardegi.

Yngjandi rauðrófudrykkurinn hennar Ásdísar er stútfullur af orku og ofurfæðu.

Kollagen kakó-latte • 1 bolli heitt kaffi eða soðið vatn • ½ msk. kakóduft frá MUNA • ½ tsk. kanill frá MUNA • 1 msk. kollagenprotein frá NOW • 1 msk. hampfræ frá MUNA (eða chia-fræ) • 3 dropar English toffee stevia frá NOW • ½ msk. MCT olía mocha/chocolate frá NOW

Yngjandi rauðrófudrykkur • 1 bolli sykurlaus möndlumjólk frá Isola • 1 msk. Collagen Peptides Powder frá NOW • 1 msk. hörfræ frá MUNA • 3 dropar French Vanilla Stevia frá NOW • ½ -1 msk. Acai berjaduft frá NOW • 1 lúka frosin, lífræn hindber • ½ msk. Beet Root duft frá NOW

Öll hráefni eru hrærð saman í blandara.

Öll hráefni eru hrærð saman í blandara.

Ég bæti yfirleitt við smá sætu í formi ávaxta eða stevíu ef mér finnst þess þurfa.

37


25% AFSLÁTTUR

FÆRRI EN 48 HITAEININGAR, EKKERT KOFFÍN

38

ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR, BARA ÁVEXTIR


25% AFSLÁTTUR

eu e m a r ka nbar g o i ulað g prótei k k ú S mín o víta

Einföldum lífið með tilbúnu grænmetisréttunum frá

25% AFSLÁTTUR

fiid

-bragðgóðir -vegan -próteinríkir -trefjaríkir -glútenlausir 39


hollusta

Kolbrún Pálína Helgadóttir

Morgunstund gefur gull í mund Margir segja morgunmat mikilvægustu máltíð dagsins, aðrir kjósa að fasta til hádegis og jafnvel lengur. Mikilvægast er að hver og einn finni það sem hentar sér og sínum líkama. Kolbrún Pálína Helgadóttir markþjálfi og talsmaður MUNA tók saman skemmtilegar hugmyndir að næringu sem njóta má frá morgni til kvölds.

40


Súperfæða í skál • ½ frosinn banani • 8 tsk. frosin lífræn jarðarber • 1 bolli möndlumjólk • 1 msk. möndlusmjör frá MUNA • 1 msk. chia-fræ frá MUNA • 1 skeið Plant Protein Complex vanilla frá NOW Blandið öllu vel saman í blandara og hellið í skál. Toppið með fræjum, ferskum berjum, hnetusmjöri, kókosflögum, kakónibbum, múslí eða því sem hugurinn girnist. Heiðarlegur hafragrautur • 1 dl haframjöl frá MUNA • 1 tsk. chia-fræ frá MUNA • 2 dl vatn • 1 tsk. kókosolía • ½ tsk. kanill • ¼ tsk. salt Setjið öll hráefnin í pott og leyfið suðunni að koma upp, leyfið grautnum svo aðeins að taka sig áður en þið njótið. Þegar kemur að því að toppa grautinn er óhætt að segja að möguleikarnir séu óteljandi. Mín uppáhalds hráefni eru hnetusmjör, döðlur, möndlusmjör, múslí, fræ, hnetur, rúsínur ber, banani og kókosflögur og/eða kókosbitinn frá MUNA. Grautinn má borða heitan, kaldan, setja í krukku, taka með í nesti, nota sem kvöldsnarl eða hvað sem er. Eitt er víst að orkan gerist varla hreinni og betri. Chia-grautur í krukku með súkkulaðiívafi • 4 dl möndlumjólk • 2 dl chia-fræ frá MUNA • 2 msk. kakó frá MUNA • 1 tsk. kanill frá MUNA • 2 msk. kollagen frá NOW • Stevía eða hunang til að sæta grautinn eftir smekk. • Toppaðu grautinn með banana, bláberjum, kakónibbum og karamellubita frá MUNA. Chia-grautur í krukku með hindberjum og kókos • 4 dl kókosmjólk • 2 dl chia-fræ frá MUNA • 1 msk. kókosmjöl • 1 dl frosin hindber • Toppaðu grautinn með ferskum berjum og kókosbitanum frá MUNA. Kolbrún Pálína Helgadóttir (@kolbrunpalina) • Instagram photos and videos 41


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

42


25% AFSLÁTTUR

NÚ VILTU MORGUNMAT ALLAN DAGINN. Þú skilur um leið og þú smakkar Rollagranola Awesome Almond morgunkornið. Það er handgert í litlum skömmtum úr úrvals hnetum, berjum og fræjum. Það er líka vegan, glútenlaust og án viðbætts sykurs, svo það má alveg borða það í öll mál.

25% AFSLÁTTUR

Þú sparar líka uppvask því allt sem þarf er skál og skeið og mjólk að eigin vali.

NJÓTTU ROLLAGRANOLA SEM OFTAST.

43


25% AFSLÁTTUR

ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR

25% AFSLÁTTUR

44


25% AFSLÁTTUR

ÞAÐ ER SVO AUÐVELT AÐ BYRJA DAGINN MEÐ SMÁ HAMINGJU

45


BANGS engiferskot Lífrænir

Hressandi

Bragðgóðir

25% AFSLÁTTUR

með eplum, sítrónu og appelsínu

með túrmeric, gulrót, appelsínu og sítrónu

með Aronia-berjum, eplum, peru, rabarbara og sítrónu

Rótin að góðum degi

GÓÐUR BITI Á FERÐINNI

25% AFSLÁTTUR

Minna en 150 kaloríur

100% Náttúrulegt Heilt epli í hverju stykki

46


VALOR SÚKKUL AÐI FYRIR LJÚFAR STUNDIR

25% AFSLÁTTUR

LEYFÐU ÞÉR SMÁ VALOR

VORAR

47


hollusta

Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Bættu heilsuna og yngdu þig upp! Góð heilsa er það dýrmætasta sem við eigum. Þú ert án efa sammála enda varla hægt að vera annað. En hvað er góð heilsa? Og hvað ertu til í að leggja í sölurnar til að eignast góða heilsu?

M

ögulega skilgreinum við hollustu á misjafnan hátt, enda er skilningur og upplifun á góðri heilsu persónubundinn og háður til dæmis markmiðum og metnaði.

Opinber skilgreining á heilbrigði hefur haldist óbreytt frá árinu 1948, þegar Alþjóða heilbrigðisstofnunin setti fram þá fullyrðingu að heilbrigði væri „það að njóta fullkomlega líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar vellíðunar en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og heilsubresti“. Ég er sammála því að við getum verið heilbrigð þó svo að við séum með sjúkdóma eða heilsubresti. Til dæmis tel ég mig vera heilbrigða og við góða heilsu þó að ég sé með undirliggjandi liðagigt. Heilbrigðasta fólk sem ég þekki er með einhverskonar líkamlega heilsubresti en lífsgildin miðast af því að hugsa vel um líkama og sál. Á hinn bóginn þykir mér varhugavert að fullyrða um að heilbrigði sé háð fullkomnun, á hvaða sviði sem er, eins og hin opinbera skilgreining felur í sér. Hvorki þú né ég getum uppfyllt þá kröfu um að líða alltaf fullkomlega vel. Lífið er svo margbreytilegt og áskoranirnar margar á þessu blessaða ferðalagi lífsins. Við verðum að sjá hlutina í samhengi við aðstæður og getu en passa okkur einnig á að fara ekki í fórnarlambshlutverk og láta alls konar hindranir stoppa okkur. Heilbrigði fjallar ekki bara um líkamlegt hreysti heldur einnig um viðhorf, skilning, þroska, metnað og raunsæi. Það tekur líka til tengsla okkar og þá upplifun að vera partur af samfélagi og þess að tilgangur sé með því sem við ætlum okkur og förum í gegnum.

Mér finnst mjög hvetjandi að bæði ræða við og fræðast um „100 ára fólkið“ eða svokölluðu „centenarians“. Þetta eru heilbrigðar konur og karlar sem hafa náð þessum háa aldri og jafnvel hærri en 100 ára. Þau búa á svæðum í heiminum nefndum „The Blue Zone“ þar á meðal eru Okinawa í Japan, Hunza héraðið í Pakistan og Sardínía í Miðjarðarhafinu. Ég var svo lánsöm að ferðast til Sardíníu fyrir nokkrum árum síðan vegna framleiðslu breskra sjónvarpsþátta sem fjölluðu um aldur og öldrun. Það sem „Blue Zone“ fólkið á sameiginlegt, er það sem vísindin benda til að séu áhrifavaldar langlífis þeirra, meðal annars er það sykurskert mataræði, góð og holl fita, þar á meðal ólífuolía, regluleg hreyfing, aðallega í líkamlegri vinnu og göngu á milli staða. Annað sem virðist skipta máli er að þau eru mikilvægur partur af samfélaginu og geta miðlað af lífsreynslu og visku sem gefur lífi þeirra tilgang. Ástæða þess að við eldumst hefur verið og er enn ráðgáta sem er vinsælt viðfangsefni vísinda og ekki síst okkar sem höfum áhuga á að eldast á heilbrigðan hátt og lifa lengi. Genin eru undir smásjá og rýnt er í með hvaða hætti umhverfið hefur áhrif á genatjáningu og lengd og gæði lífs. Markmiðið er að finna náttúrulegar leiðir til að draga úr hraða öldrunar og stuðla að góðu og heilbrigðu lífi í sem lengstan tíma. Heilmikið hefur gerst síðan ég skrifaði metsölubókina 10 árum yngri á 10 vikum árið 2007 en þá var ég einnig upptekin af áhrifum umhverfisþátta á frumur, líffæri og gen. Í dag er enn verið að rannsaka nákvæmlega það sama en við erum komin þó nokkuð lengra í rannsóknarferlinu. Maturinn sem við borðum er enn efst á blaði, þar á meðal amínósýrur og prótein ásamt sérstökum plöntuefnum sem heita Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og markþjálfi ketoflex.is

48


skrítnum nöfnum eins og procyanidins (t.d.í kjarnaolíu greipaldins) og polyphenols (t.d. í bláberjum). Vítamín eru líka lífsnauðsynleg, þar á meðal D3-vítamín, sem við vitum að er algjörlega ómissandi fyrir ónæmiskerfið og geðheilsu. Mikið er rætt um metýlerun sem er lífsnauðsynlegt fyrir myndun á frumum og próteinmyndun (amínósýrur), það er talið kveikja á genum, virkja ensím og hafa áhrif á hormóna. Metýl B12-vítamín og B9 eru metýlefni, upptaka á metýl B12-methylcobalamin er best í gegnum slímhúð í munni, annaðhvort sem sogtafla eða sem sprey t.d. frá BetterYou. D3-vítamín sogast líka mjög vel frá slímhúð í munni sem sprey og ég mæli með að taka í það minnsta 4000 iu (100 mcg) daglega í allan vetur. Annað sem mikið er talað um eru markviss „yngingar” bætiefni t.d. Spermidine og Berberine, sem eru bæði lyklar að heilbrigðum frumum og insúlínnæmi. Mataræði er grunnurinn og bætiefni þjóna litlum sem engum tilgangi ef það er ekki í lagi. Ég mæli með lágkolvetna, sykurlausu og bólgustemmandi fæði sem virkar vel á jafnvægi blóðsykurs og á insúlínviðbrögð, það eykur fitubrennslu og fyrirbyggir meðal annars sykursýki 2, háa blóðfitu, hjarta- og æðasjúkdóma og styrkir ónæmiskerfið. Kynntu þér lágkolvetna ketómataræðið í Ketóflex 3-3-1 bókinni sem inniheldur m.a. fjögurra vikna heilsuprógramm. Ég mæli einnig með því að allir setji sér heilsustefnu og heilbrigð lífsgildi. Mitt ráð er að borða sykurlaust allavega fimm daga vikunnar, hreyfa sig daglega, taka inn nauðsynleg bætiefni og fá að minnsta kosti sjö klst. svefn. Það skiptir líka miklu máli að koma vel fram við sjálfan sig og aðra og rækta mikilvæg sambönd. Það á það til að smita út frá sér og hafa jákvæð áhrif á aðra í þínu umhverfi. Það er hægt að taka heilsuna enn lengra ef maður vill, ég hef persónulega brennandi áhuga á heilsu en það er líka vinnan mín. Ég læt þig vita hvers ég verð vísari í bókunum mínum, á námskeiðum og víðar. Lífræsi eða „biohacking“ er það nýjasta á alþjóðlega heilsusviðinu, ég verð þó að gorta mig af því að fyrir um 30 árum síðan var ég ein af þeim fyrstu sem töluðu um það, en sem betur fer er enn fullt að læra og uppgötva. Það er ekkert sem kemur af sjálfu sér og það á líka við um góða heilsu, það verður að hafa fyrir henni og það kostar tíma, fyrirhöfn og pening. Það kostar þó enn meira að gera ekki neitt, allt snýst þetta um forgangsröðun. Ekki er þar með sagt að það sé ekki hægt að stytta sér leið og kaupa til dæmis tilbúna sykurlausa og holla rétti eða skyndibita. Manstu, við þurfum ekki að vera fullkomin í einu eða neinu, ef þú getur unnið þér inn tíma með því að kaupa tilbúið þá er það vel þess virði. Þú getur þá notað tímasparnaðinn í göngutúra, í ræktina og tíma með fjölskyldunni.

Uppskriftir

Skelfisksalat með mangó og avókadó

Sesarsalatið

Fyrir 4

Fyrir 4-6 Afar vinsælt salat á mínum bæ, sem hádegissalat, forréttur og þegar Frábært sem hádegis- eða kvölvinkonurnar koma í heimsókn. dverður ef þú hefur fengið nóg af þungum mat. • 1-2 mangó • 2 avókadó • 400-500 g kjúklingalundir (eða • Smávegis sítrónusafi -bringur) • Kókosolía og ólífuolía til steikingar • Kókosolía og ólífuolía til steikingar • 400 g hörpuskel (fersk eða frosin) • 1 msk. malað cumin • 400 g risarækjur • 1 tsk. gróft salt • 1 búnt/lófastærð, ferskur kóríander, • 1 tsk. nýmalaður svartur pipar grófsaxaður • 1 haus romaine-salat • 20 stórir kapers (eða nokkrar msk. Aðferð: minni kapers) Skerðu mangóið í tvennt meðfram • 2 msk. möndlur sem legið hafa í steininum beggja vegna. Skerðu raufar bleyti í að minnsta kosti 5 klst. í kjötið, fyrst langsum og svo þversum • 2 msk. rúsínur sem legið hafa í vatni í og ýttu svo mangóteningunum úr að minnsta kosti 5 klst. hýðinu. • 200 g ætiþistlar, skornir í tvennt (samsvarar u.þ.b. 3 stk. úr dós eða Flysjaðu avókadóin, taktu steinana úr glasi) og skerðu í báta. Dreifðu sítrónusafa • 20 g fersk skessujurt (má líka nota yfir kjötið svo það aflitist ekki. steinselju) Svitaðu fyrst hörpuskelina í olíunni Þetta gerir þú: (blöndu af kókos- og ólífuolíu), á Steiktu kjúklingalundirnar í olíu og sjóðheitri pönnu í u.þ.b. hálfa mínútu kryddaðu með cumin, salti og pipar. Ef á hvorri hlið og leggðu á disk. Þú sérð þú notar kjúklingabringur, skerðu þær í þegar þær eru tilbúnar, þær mega ekki hæfilega stærð. vera hráar og alls ekki of steiktar. Rífðu romaine-salatið gróft og leggðu Gerðu eins með rækjurnar. Þegar í stóra skál eða á diska fyrir hvern og skelfiskurinn er orðinn kaldur raðar þú einn. skelfiski, avókadó og mangó fallega á fat. Bættu við kapers, möndlum, rúsínum, ætiþistlum, skessujurt og svo kjúklingabitunum. Salatsósa • 3 msk. ólífuolía • 1⁄2 msk. tamarisósa Karrí chilli-sósa • 2 msk. hnetusmjör • 3 msk. jarðhnetusmjör • 4-5 dropar fiskisósa (fish sauce) • 1 msk. karrímauk, Green Curry Paste • safi og börkur af 1 lífrænni sítrónu eða álíka • 1 búnt ferskur kóríander • 2 msk. límónu- eða sítrónusafi • 1⁄2 msk. smásöxuð fersk engiferrót • 1 dl hrein jógúrt eða sojajógúrt sem • 1 dl vatn (ef þú vilt hafa sósuna búið er að renna af (sem sagt ekki of sætari má nota ananas- eða þunnt, grísk jógurt er fín). appelsínusafa í staðinn fyrir vatn • 1⁄2 dl majónes eða 50:50) • 1 dl appelsínusafi • 1 hnífsoddur cayenne-pipar • 1 lítil lófafylli ferskur kóríander • Gróft salt • 1 tsk. salt Aðferð: Aðferð: Settu öll hráefnin, nema kóríanderinn, í Settu allt í blandara og láttu hann keyra blandara og láttu ganga þar til áferðin á fullum krafti í eina mínútu. Settu er slétt og falleg (þú getur líka notað hæfilegt magn af sósunni á salatið. töfrasprota). Smakkaðu og athugaðu PS. Gott er að hafa vel stökkt beikon hvort vanti salt eða meiri sítrónusafa. með. Helltu sósunni yfir salatið og settu ferskan kóríander yfir.

49


TAÐ

25% AFSLÁTTUR

100% NÁTTÚRULEG VÍTAMÍN

50

25% AFSLÁTTUR


Full af töfrum úr höfrum Kalk Eitt 250 ml glas af Heiðu gefur þér 40% af næringarviðmiðunargildi.

25% AFSLÁTTUR

D-vítamín Eitt 250 ml glas af Heiðu gefur þér 50% af næringarviðmiðunargildi.

Betaglúkön Eitt 250 ml glas af Heiðu veitir þriðjung (1 g) af æskilegri daglegri neyslu af betaglúkönum (3 g).

51


FULLKOMNAÐU DAGINN MEÐ TREFJARÍKRI HOLLUSTU

25% AFSLÁTTUR

52


From the Framleitt af producer of

Góður valkostur í bakstur og ýmiskonar matargerð

25% AFSLÁTTUR

53


25% AFSLÁTTUR

Vaknaðu með Wholey!

54

Frystivara


55


hollusta

Dagur í lífi Röggu Nagla Dæmigerður dagur í mínu lífi í æfingum, vinnu og mat.

É

g er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6.30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnudagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég er með mína eigin stofu og ég veiti einnig fjarsálfræðiviðtöl í gegnum netið. Morgunmaturinn minn er alltaf eins. Ég borða alltaf haframjöl og egg en í allskonar varíasjónum enda er haframjöl eins og auður strigi málarans sem getur breyst í allra kvikinda líki. Bakaður grautur. Kaldur grautur. Grautartriffli. Næturgrautur með chia fræjum. Heitur grautur á gamla móðinn. Svo toppa ég grautinn alltaf með ávöxtum og hnetu-, kókoshnetu- eða möndlusmjöri. Himnesk hollusta hnetusmjörið er í miklu uppáhaldi, bæði gróft og fínt. Monki kasjúhnetusmjörið er algjör dýrð og hvíta möndlusmjörið er eins og marsipan og ég gæti klárað heila dollu bara með höndunum. Svo hef ég mig til fyrir æfingu og u.þ.b. 20 mínútum fyrir æfingu fæ ég mér BCAA blast frá NOW en undanfarið hef ég verið henda matskeið af rauðrófudufti og kreatíni út í, sem hvoru tveggja hafa rifið upp þyngdirnar í lyftingunum hjá mér. Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið á markaðnum og eykur ATP sem er orkuefnið í hvatberunum. Rauðrófuduft eykur súrefnisupptöku í vöðvum svo við getum æft lengur og kreist út nokkrar endurtekningar í viðbót. Eftir æfingu fæ ég mér alltaf einföld kolvetni og prótein til að hefja próteinmyndum í vöðvum til að koma af stað viðgerðarferlinu. Þar erum við að horfa á minn heimsfræga hnausþykka próteinsjeik og maískökur. Síðan hjóla ég í vinnuna en ég vinn sem sálfræðingur á minni eigin stofu í Kaupmannahöfn og tek samtöl þar sem og í gegnum fjarfundabúnað fyrir skjólstæðinga mína á Íslandi.

56

Hádegis- og kvöldmatur er alltaf samsettur úr próteini, kolvetnum, fitu og haug af grænmeti og salati. Próteingjafarnir mínir eru mestmegnis dauðar skepnur: kjöt/fiskur/ kjúklingur en ég er líka mjög dugleg að borða innmat eins og hjörtu, lifur og nýru. Ólíkt mörgum þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemmir fyrir að þessar afurðir eru orkubombur og stútfullar af járni, steinefnum og vítamínum. Ég er með mjög jákvæðar hugsanir um að minnka kjötneyslu út af umhverfisástæðum og siðferðisvitund, sem mætti alveg ganga betur í verki. Flókin kolvetni fæ ég úr kartöflum, sætum kartöflum, rótargrænmeti, hrísgrjónum, kúskús, byggi, hirsi og haframjöli. Ég elska hrísgrjónablönduna frá Himneskri hollustu með brúnum og villtum grjónum. Þriðjungur af disknum mínum er yfirleitt hlaðinn af grænmeti og salati. Ég á svo margar uppáhalds uppskriftir eins og bakað rósakál með beikonbitum, grillað brokkolí, heilt bakað blómkál með sinnepi og timjan, tómatfyllt eggaldin og hvítlaukssteikta sveppi. Fituskammtinn fæ ég með því að setja olíu út á salat, búa til gvakamólí úr avókadó, hummus eða strá muldum hnetum eða fræjum yfir salatið.


Uppskriftir fyrir dag í lífi Naglans Morgunmatur Haframjölsbaka með jarðarberjum og banana Það er tilvalið að gera stóran skammt af þessari böku og þá geturðu skorið þér einn skammt í morgunmat og hent í örrann og málið er dautt. Það eru engar afsakanir lengur að borða ekki hollt í morgunsárið og gefa þannig tóninn fyrir daginn. Innihald: • 150 g MUNA haframjöl • 70 g Good Good Sweet Like Sugar • 1 stór banani, sneiddur • 200 g jarðarber sneidd • 450 ml ósæt möndlumjólk • 1 tsk. lyftiduft • 1-2 msk. Cadburys ósætað kakó • Dálítið salt • 3 msk ósæt eplamús • 2 tsk. vanilludropar • 1 tsk. Ceylon kanill • 60 g kakónibbur MUNA • 2 eggjahvítur • 1 msk. saxaðar pekanhnetur

Kvöldmatur Tandoori kjúklingur • • • •

900 g kjúklingabringur 2 msk. Tandoori paste 1 msk. tómatpúrra Tandoori krydd frá Kryddhúsinu

Krydda bringurnar með tandoori kryddi, salti og pipar.

Aðferð: Hita ofn í 180°C. Spreyja eldfast mót sem er u.þ.b. 25 cm í þvermál. Blanda öllum þurrefnunum saman í eina skál. Blanda öllum blautefnunum saman í aðra skál. Hella haframjölsblöndunni í eldfasta mótið og dreifa jarðarberjum og banana yfir. Hella blautefnum yfir haframjölsblönduna og hræra varlega saman með gaffli. Baka í ofni í 35 mínútur og stilla ofninn á grill. Taka bökuna út og sáldra Sukrin Gold yfir og henda undir grillið í 30-60 sekúndur þar til toppurinn er gullinbrúnn. Algjört dúndur að gössla sykurlausu hlynsírópi frá Good Good yfir og hrísgrjónasprauturjóma ef þú vilt senda bragðlaukana í algjöra alsælu.

Prótínflöff • 1 skófla NOW MCT whey prótein • 200 g frosin hindber • 100 ml ósæt möndlumjólk • ½ tsk. NOW xanthan gum Horuð súkkulaðisósa • 2 msk. ósætt kakó t.d. MUNA • 4-5 msk. vatn eða mjólk • 1 msk. Good Good Sweet Like Sugar Hræra saman þar til kakóið gefst upp fyrir vökvanum og blandast saman í flauelsmjúka sósu. Mauka allt saman með töfrasprota. Skella í hrærivél eða hræra saman með handþeytara. Drissla horaðri súkkulaðisósu yfir og það er geggjað að mylja maískökur frá MUNA yfir til að gera þetta stökkt undir tönn.

Eftir æfingu gúmmulaðið mitt er algjörlega heilög stund þar sem ég er vopnuð skeið og gúffa í mig þykkum búðingi með horaðri súkkulaðisósu.

Tzatziki • 2 msk. Hellmann's Lighter than light majónes • 2 msk. Örnu grísk jógúrt • Rifin hálf gúrka (bara græna dæmið) kreista mesta vökvann af • 2 tsk. Tzatziki krydd Kryddhúsið • Sjávarsalt og pipar • ½ tsk. hvítlaukdsduft

Bakaðar sætar kartöflur • 250 g sæt kartafla, skorin í teninga • ½ tsk. reykt paprika frá Kryddhúsinu • Salt og pipar • MUNA ólífuolía Blanda öllu saman í skál, hella í ofnfast mót og baka í ofni á 200°C.

Hræra öllu saman í skál.

Grilla bringurnar á grilli eða í ofni ásamt papriku og rauðlauk. Bera kjúklinginn fram með tzatziki, sætum kartöflum, grillaðri papriku og rauðlauk og góðu salati. Ég nota sykurlaust apríkósumarmelaði frá Good Good í staðinn fyrir Mango Chutney með þessum rétti.

57


Hugaðu að heilsunni.

58

Vörur frá Hafinu eru fáanlegar í öllum Nettó verslunum.


25% AFSLÁTTUR

59

Afslátturinn á við þessa tilteknu vörutegund af Heinz


hollusta

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi í þróun Markmið Good Good er að bjóða upp á vörur sem eru ekki einungis hollar, heldur líka mjög bragðgóðar. Good Good er íslenskt fyrirtæki sem hóf störf árið 2015, en starfar nú á alþjóðlegum markaði. Vörurnar fást í rúmlega 8.500 verslunum á heimsvísu, auk þess sem þær eru fáanlegar á Amazon og víða annars staðar í vefverslunum í 36 mismunandi löndum. Undanfarin ár hefur talsvert bæst við vöruúrval fyrirtækisins, sem fyrst um sinn framleiddi einungis bragðbætta stevíudropa. Auk stevíudropanna, sykurlauss síróps og sykurlausrar strásætu framleiðir Good Good sjö tegundir af sykurlausum og náttúrulega sætum sultum, fimm tegundir af Krunchy Keto stykkjum og tvær tegundir af súkkulaðismjöri. Og það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi í þróun. Good Good heldur áfram að stækka ört og hlakkar til þess að halda áfram að hjálpa fólki að njóta bæði lífsins og ljúffengs matar, án þeirra vandamála sem ofneysla sykurs hefur í för með sér.

Súkkulaðikaka með Good Good Choco Hazel súkkulaðiáleggi Undirbúningstími: 10 mínútur Bökunartími: 40 mínútur Fyrir 6-8 Innihald: • 1 bolli möndlumjöl • ½ bolli kókosmjöl • ½ bolli Choco Hazel súkkulaðiálegg • ¼ bolli ósaltað smjör (brætt) • 2 stór egg • 1 tsk. lyftiduft • ½ tsk. matarsódi • 1 tsk. vanilludropar eða vanillu-extract • 1 tsk. espresso eða instant-kaffiduft • ¼ tsk. salt • ¼ bolli súkkulaðispænir/súkkulaðidropar

60

Aðferð: Forhitið ofninn í 180°C og klæðið bökunarform með bökunarpappír. Hrærið brætt smjör, súkkulaðiálegg og vanilludropa/-extract saman þangað til úr verður silkimjúk blanda. Bætið eggjunum við, einu í einu og hrærið vel. Bætið þurrefnunum hægt saman við og hrærið vel og vandlega svo engir kekkir myndist. Bætið tveimur matskeiðum af súkkulaðispænum/-bitum út í deigið. Hellið því í formið og bankið forminu varlega í eldhúsborðið nokkrum sinnum til þess að hrista loftbólur úr deiginu. Stráið restinni af súkkulaðispæninum yfir kökuna og bakið í u.þ.b. 40 mínútur. Þegar kakan er tilbúin er æskilegt að leyfa henni að kólna í 10-15 mínútur áður en hún er borin fram. Ef vill má nota súkkulaðiálegg til skreytingar.

Fylgist með á samfélagsmiðlum. Good Good (@goodgoodbrand) • Instagram photos and videos


25% AFSLÁTTUR

Gerðu nýja árið enn sætara Gómsætt • Náttúrulega sætt • Lágkolvetna

@ GOODGOODBRAND

GOODGOOD.NET 61


Smokin’ hot news.

25% AFSLÁTTUR

NÝTT

NÝTT

62

www.nicks.se


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

63


uppbygging

Þórólfur Ingi Þórsson

Ekki hægt að vera í topp keppnisformi allt árið Þórólfur Ingi Þórsson, nífaldur Íslandsmethafi í öldungaflokkum frá 35 ára aldri og Íslandsmeistari í hálfu maraþoni, er byrjaður að undirbúa hlaupaárið 2022 með réttu mataræði, bætiefnum og hreyfingu. Við fengum að skyggnast inn í líf hlauparans.

F

yrir mér er árið 2022 merkilegt vegna þess að í júlí eru 20 ár síðan ég tók þátt í minni fyrstu hlaupakeppni eftir að ég varð fullorðinn. Vísar Þórólfur hérna í Námsflokkahlaupið, sem þá var og hét, og hljóp hann 10 km. Markmiðið hans var að hlaupa á undir klukkustund, sem honum tókst, en hann lauk hlaupinu á tímanum 54:39 mínútum. „Í mörg ár lagði ég ekki mikinn metnað í hlaupin og það tók mig langan tíma að komast undir 40 mínútur sem þótti ákveðinn múr að brjóta. Á þessum tíma var ég þó ekkert að hugsa um svefn eða mataræði sem nú eiga hug minn allan.“ Þurfti að gera meira Í þessum mánuði eru fimm ár liðin síðan Þórólfur ákvað að taka hlaupin upp á næsta stig og verða bestur í sínum aldursflokki á Íslandi. „Vissulega skiptir það miklu máli að vera búinn að vera lengi að í hlaupum, það gaf mér kost á að auka álag á líkamann og byggja ofan á grunninn. En ég þurfti að gera meira, til dæmis gefa mér meiri tíma í endurheimt og bæta svefninn. Síðustu vikurnar fyrir stóra keppni þá hugsa ég um svefn sem síðustu æfingu dagsins sem ég ætla að mæta í á réttum tíma. Ég hef einnig vandað mig betur með mataræði og passað að taka inn vítamín og fæðubótarefni sem virka fyrir mig.“

64


Mikilvægt að hvíla hugann Þórólfur segir hvert æfingatímabil standa yfir í sex mánuði sem endi svo með keppni þar sem hann stefnir á bætingu. „Í dag eins og fyrir tuttugu árum þá keppi ég mikið, munurinn er sá að mikið af þeim keppnum sem ég tek þátt í í dag nýti ég sem hluta af æfingaáætluninni. Það er nefnilega ekki hægt að vera í topp keppnisformi allt árið.“ Að loknu sex mánaða æfingatímabili og keppni tekur Þórólfur sér tveggja vikna frí þar sem hann hvílist vel, tekur engar æfingar og leyfir sér að slaka á í mataræðinu ef svo ber undir. „Hvíldin er ekki eingöngu líkamleg heldur er mjög gott að hvíla hugann frá æfingum og keppnum og safna upp hungri í að fara að æfa aftur og keppa“. NOW til stuðnings við matinn Þórólfur er staddur í miðju æfingatímabili fyrir vormaraþon þessa dagana og segir hann fókusinn hingað til hafa verið á róleg hlaup og lyftingar sem undirbúning fyrir hraðari æfingar þegar nær dregur keppni. „Til stuðnings við matinn tek ég inn vítamín frá NOW og fæðubótaefni. Það sem hefur reynst mér vel eru járntöflur, B12-vítamín, D-vítamín, Omega og Adam. Það virkar vel fyrir mig að bera magnesíum-sprey á vöðvana, ég losna þannig við fótaóeirð, sérstaklega á þetta við eftir gæðaæfingar seinni partinn eða á kvöldin. Ég passa líka upp á að drekka vel af vatni eftir langar, rólegar helgaræfingar, líka þótt ákefðin sé ekki mikil á æfingunni. Ég blanda einnig NOW steinefnatöflum við vatnið.“

Það er nefnilega ekki hægt að vera í topp keppnisformi allt árið.

Æfir inni dimmustu mánuðina Þessa fyrstu mánuði ársins er veðrið oft erfitt og segir Þórólfur það geta verið erfitt að taka góða æfingu úti. „Þá nýti ég mér aðgang að líkamsræktarstöð og hleyp á hlaupabretti. Þetta finnst mér vera stærsti kosturinn við að taka stærstu keppni ársins að vori, að nýta dimmustu mánuðina í að æfa inni. Eftir því sem nær dregur keppni tek ég svefninn fastari tökum. Ég var alltaf að taka inn NOW Magnesium Citrate töflur fyrir svefninn en svo byrjaði ég að taka inn NOW Magetin sem inniheldur Magnesium L-Threonate. Ég finn virkilegan mun á gæðum svefnsins, ég er fljótari að sofna og sef betur yfir nóttina.“ 1% bæting í einu Það er Þórólfi mjög hugleikið að hvetja fólk til dáða þegar kemur að hreyfingu, hann segir það skipta mestu máli að finna sér hreyfingu sem manni þykir skemmtilegt að stunda. „Ef þú ert búin(n) að finna þína hreyfingu og ert á fullu að æfa og vilt verða betri þá mæli ég með að þú finnir eitt atriði, má vera mjög lítið, til að bæta við næst þegar þú byrjar þína æfingalotu. Ég geri þetta í hvert skipti sem ég byrja nýja sex mánaða æfingalotu, ég hugsa um þetta sem 1% bætingu. Að hlaupa meira er ekki endilega að fara að skila betri árangri, en betri hlaupastíll, aukin skrefatíðni, betri næring, bættur svefn eða betri andlegur undirbúningur mun kannski koma þér lengra.“ Þórólfur Ingi Þórsson (@thorolfur76) • Instagram photos and videos

65


B VÍTAMÍN

25% AFSLÁTTUR

B-12 SPREY

B-12 FLJÓTANDI

B-12 SUGUTÖFLUR

B vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. B vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins. B vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. B vítamín stuðlar að því að draga úr þreytu og lúa.

66

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.


Ísey skyr í skvísum Ísey skyr í skvísum er laktósalaust, próteinríkt og inniheldur aðeins 4% viðbættan sykur. Það er merkt skráargatinu, sem er norræn merking fyrir þær vörur sem teljast hollastar í sínum fæðuflokki og er ætlað að hjálpa neytendum að velja sér hollari matvöru. Eins og annað skyr er Ísey skyr í skvísum ríkt af næringarefnum.

Ísey skyr í skvísum er frábær kostur fyrir fólk á ferðinni og upplagt nesti í vinnuna eða skólann og sniðugt að taka með sér þegar börn eru sótt í leikskóla, skóla eða á æfingar þar sem skyrskvísunum fylgir lítill sem enginn subbuskapur. Skyrið má frysta, þannig að það er hægt að taka það úr frysti að morgni og grípa það með sér út í daginn ef ekki á að nota það strax. Ísey skyr í skvísum er fáanlegt í fjórum mismunandi bragðtegundum, jarðarberja, bláberja, vanillu og banana. Skvísurnar hafa fengið góðar viðtökur neytenda og henta vel öllum þeim sem eru að leita að þægilegri næringu í amstri dagsins.

FYRIR NÆRANDI STUNDIR

PRÓTEINRÍKT – FITULAUST

67 iseyskyr.is


FJÖLBREYTT ÚRVAL AF D VÍTAMÍNI FYRIR ALLA

25% AFSLÁTTUR

STUÐLAR AÐ EÐLILEGRI STARFSEMI ÓNÆMISKERFISINS STUÐLAR AÐ VIÐHALDI EÐLILEGRA BEINA. STUÐLAR AÐ VIÐHALDI EÐLILEGRAR VÖÐVASTARFSEMI.

Fljótandi D vítamín sem inniheldur 100 alþjóðlegar einingar í hverjum dropa

STUÐLAR AÐ VIÐHALDI EÐLILEGRA TANNA.

Vegan

D vítamín perlur sem innihalda 1000 alþjóðlegar einingar í hverjum skammti

D vítamín tuggutöflur sem innihalda 1000 alþjóðlegar einingar í hverri töflu

D vítamín perlur sem innihalda 1000 alþjóðlegar einingar í hverjum skammti

D vítamín perlur sem innihalda 2000 alþjóðlegar einingar í hverjum skammti

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar 68 konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.


TÖFLUR

Land á leið undan vetri. Hjalandi lækir og ferskir vindar. Í fjarska vakir Hvannadalshnjúkur yfir umhverfinu, hæstur íslenskra tinda. Heilnæm og frískandi hafa íslensk fjallagrös haft áhrif til góðs á líkama og sál. Njóttu þess að ferðast um landið og taktu inn allt það góða sem það hefur að bjóða. Mundu bara að búa þig vel og haltu hálsinum góðum. Háls — meðal okkar allra.

69


uppbygging

Guðrún Veiga

Þarmaflóran er mikilvæg heilsunni Nú hef ég, ásamt allri fjölskyldunni, notað góðgerlana frá Optibac í meira en ár. Litla stýrið mitt hefur fengið góðgerla síðan hún var ungabarn. Þar sem hún var mikið kveisubarn og síðar eyrnabarn sem fékk hvern sýklalyfjaskammtinn á fætur öðrum, var mjög mikilvægt að passa upp á þarmaflóruna hjá henni.

F

rá Optibac er bæði hægt að fá góðgerla í dropa- og duftformi sem gefa má frá fæðingu. Dóttir mín er fjögurra ára í dag og tekur inn Optibac gúmmí fyrir börn eldri en þriggja ára. Gúmmíið bragðast eins og sælgæti þrátt fyrir að vera laust við viðbættan sykur og sætuefni, því er ekkert mál að koma gerlunum ofan í hana. Rannsóknir hafa sýnt að með inntöku góðgerla sé hægt að draga úr líkum á öndunarfærasýkingum hjá börnum ásamt því að stytta þann tíma sem tekur að komast yfir veikindi. Einnig benda bæði rannsóknir og reynsla til þess að inntaka góðgerla geti dregið úr einkennum hjá börnum sem glíma við meltingarvandamál á borð við hægðatregðu og bakflæði. Eins og flestir vita er þarmaflóran mikilvægur hluti heilsu okkar, bæði líkamlegrar og andlegrar. Ýmis veikindi, sýklalyfjataka, streita, kvíði og aðrir lífsstílstengdir þættir geta valdið röskun á þarmaflórunni sem lýsir sér gjarnan með veseni á borð við uppþembu, vindgangi eða hægðatregðu. Með því að viðhalda jafnvægi þarmaflórunnar getum við byggt grundvöll að góðri heilsu og þar hjálpa góðgerlarnir til.

25% AFSLÁTTUR

Eldri meðlimir fjölskyldunnar, við hjónin og unglingarnir, taka reglulega Optibac Every Day, sjálf hef ég einnig annað veifið tekið inn Optibac For Women. Ég hef gríðarlega góða reynslu af þeirri tegund góðgerla og hef talað fyrir þeim við allar konur sem nenna að hlusta á mig. Formúlan frá Optibac inniheldur einu gerlana sem sannað hefur verið í klínískum rannsóknum að komist lifandi í gegnum meltinguna að kynfærasvæði. Optibac For Women er því nauðsynleg vara fyrir konur sem eru gjarnar á að fá sveppa- eða þvagfærasýkingar.

Fæst í stærri Nettó verslunum. 70


25% AFSLÁTTUR

Vinsælt og bragðgott freyðivítamín

Fyrir almenna vellíðan!

71


NOW GÓÐGERLAR KLÍNÍSKT RANNSAKAÐIR GÓÐGERLAR

Clinical GI OralBiotic

Fyrir fullorðna

Góðgerlar fyrir 2 ára og eldri

Womens Probiotic Sérhannaðir góðgerlar fyrir konur

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

25% AFSLÁTTUR

72

MCT OLÍUR OG DUFT

MCT olíur - tilvalið í bulletproof kaffi

MCT duft með whey próteini. Tilvalið í kaffidrykki, þeytinginn og í bakstur


uppbygging

Erla Björnsdóttir

Svefn, hreyfing og mataræði eru grunnstoðir heilsu Erla Björnsdóttir er sálfræðingur með doktorsgráðu í líf- og læknavísindum. Hún hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi, vinnur að rannsóknum á því sviði og rekur sálfræðiþjónustuna Betri svefn.

M

ikilvægi svefns fyrir almennt heilbrigði er stöðugt að koma betur í ljós. „Í svefni endurnýjast frumur. Þá fer fram viðgerðarstarfsemi, það er eins og við séum að skella líkama og heila á verkstæði,“ segir Erla Björnsdóttir sálfræðingur og svefnráðgjafi. „Við losum út eiturefni, flokkum áreiti og upplýsingar sem við meðtökum á daginn og færum þær úr skammtíma- í langtímaminni. Þá losum við einnig vaxtarhormón, sem hjálpa börnum og unglingum að stækka, og frumurnar endurnýjast sem hægir m.a. á öldrun. Það má því segja að svefninn sé ástand endurnýjunar, uppbyggingar og viðgerðar.“ Regla og rútína Til að öðlast góðan nætursvefn segir Erla reglu og rútínu skipta mestu máli, hvenær við förum að sofa á kvöldin og á fætur á morgnana. „Best er að vakna á sama tíma alla daga, líka um helgar. Það stillir líkamsklukkuna og tryggir að við fáum nægan svefn heilt yfir. Oft sofum við of lítið á virkum dögum og ætlum að vinna það upp um helgar, en það virkar því miður ekki þannig.“ Erla segir að svefnþörf sé persónubundin og misjöfn eftir aldri. Börn og unglingar þurfa að sofa meira en 8 tíma á sólarhring og flestir fullorðnir 7-9 tíma. Grunnstoðir heilsu „Svefn, hreyfing og mataræði eru þrjár megin grunnstoðir heilsu sem hafa allar áhrif á hver aðra. Við þurfum að borða reglulega, því það stillir líkamsklukkuna, og borða fjölbreytta og holla fæðu. Mikilvægt er að taka inn D-vítamín yfir vetrartímann og magnesíum getur hjálpað til við svefn. Það er ekki gott að borða seint á kvöldin og ekki þungar máltíðir rétt fyrir svefninn því við þurfum að gefa líkamanum frí frá því að melta yfir nóttina,“ útskýrir Erla, en það getur verið gott að fá sér létt kvöldsnarl um tveimur tímum fyrir svefn. Sykur, koffín og áfengi hafa neikvæð áhrif á svefn. „Ef við borðum sykur á kvöldin skilar það sér í verri svefngæðum. Við ættum ekki að drekka koffín eftir kl. 14 á daginn.“ Í því samhengi varar Erla

við orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Þeir hafa skaðleg áhrif, sérstaklega á svefn unglinga, en íslenskar rannsóknir sýna að unglingar sem drekka orkudrykki daglega sofa margir of stutt. Of lítill svefn hjá unglingum eykur líkur á þunglyndi og kvíða, hefur áhrif á árangur í skóla og íþróttum, félagsleg samskipti og heilsu almennt. Foreldrar verða að vera fyrirmyndir og ekki kaupa orkudrykki.“ Erla segir að hreyfing auki svefngæði og dragi úr líkum á svefnvanda en það skiptir máli á hvaða tíma dags við hreyfum okkur. „Hreyfing á kvöldin er ekki æskileg. Þá viljum við koma okkur í ró og þannig er æskilegt að forðast hreyfingu um 3-4 klukkustundum fyrir svefn.“ Skjánotkun og kvöldrútína Erla mælir með því að huga að kvöldrútínunni og slaka á fyrir svefninn. „Á daginn er gjarnan mikið áreiti, sími, tölvupóstur og svo þarf að sinna fjölskyldunni. Það er mikill hraði og span. Við þurfum að gíra okkur niður og koma okkur í ró áður en við förum að sofa. Við getum sett símann á „night mode“ eða lagt hann til hliðar kl. 21 og t.d. farið í bað, lesið bók eða gert eitthvað annað sem róar hugann svo við séum slök áður en við leggjust á koddann. Svefninn þarf sinn aðdraganda.“ Skjánotkun seint á kvöldin hefur slæm áhrif á svefn, en birtan frá skjánum hindrar framleiðslu hormónsins melatóníns sem hjálpar okkur við að sofna. Erla mælir ekki með því að vaka lengi uppi í rúmi, heldur nýta svefnherbergið eingöngu fyrir svefn og kynlíf. „Það er í lagi að lesa í 10-15 mínútur í rúminu fyrir svefn ef það róar hugann, en ef þú ætlar að lesa hátt í klukkutíma er betra að lesa annars staðar,“ segir hún og ítrekar að hver og einn þurfi að finna út hvað virkar fyrir sig. „Við þurfum líka að passa svefnumhverfið. Nostra við svefnherbergið og gera það að kósí griðarstað fyrir ró og vellíðan. Kaupa rúmföt úr góðum efnum sem anda svo við svitnum ekki í svefni, hafa kalt loft í herberginu, 17-19 gráður, og algjört myrkur.“

73


Náttúruleg, mild veganlau við járnskorti

uppbygging

Sunna Ben

Í ljósi þess h tel ég mig al hann fyrr en En eftir mikil í járni og þur að sonur min járn frá lækn svo áfram m og bætiefni e og maginn í Ég var orðin og óþægindu Salus-vörunu kvillum og dr en ég valdi F af Floradix. M sem er náttú gæti hentað betur en þur verið að bryð Magaverkirn um leið og é að vinna á þe sem heyrir n

Floravital:-

Náttúruleg, mild veganlausn við járnskorti

Í

ljósi þess hversu algengur járnskortur er í raun tel ég mig alltaf heppna að hafa ekki upplifað hann fyrr en eftir barnsburð. En eftir mikil veikindi á meðgöngu varð ég afar lág í járni og þurfti að bregðast hratt við eftir að sonur minn kom í heiminn. Ég var orðin ansi þreytt á þessu mausi og óþægindum þegar ég mundi eftir Salus-vörunum, sem ég hafði prófað við öðrum kvillum og dreif mig að kaupa járn frá þeim, en ég valdi Floravital sem er veganútgáfan af Floradix. Mig grunaði nefnilega að Floravital, sem er náttúrulegt, milt og í fljótandi formi, gæti hentað mér og minni viðkvæmu meltingu betur en þurru og sterku töflurnar sem ég hafði verið að bryðja, og viti menn, það reyndist rétt! Magaverkirnir heyrðu sögunni til svo gott sem um leið og ég skipti yfir og það varð minnsta mál að vinna á þessum járnskorti, sem heyrir nú sögunni til. Ég mæli því hiklaust með Floravital, fyrir alla þá sem vilja gott veganjárn sem ekki ertir meltinguna, athugið líka að flest járn er einmitt ekki vegan. Eins mæli ég með því að skoða hinar vörurnar frá Salus, vandaðar vítamínblöndur í fljótandi formi og jurtamixtúrur, sem hjálpa við ýmsa kvilla. Þessar vörur eru mildar í maga og henta okkur sem viljum ekki vera að bryðja töflur allan daginn prýðilega. Eins og ég minntist á þá er járnskortur ekki sjaldgæfur og ef þig grunar að þú gætir verið með járnskort þá mæli ég með því að fara í blóðprufu á heilsugæslunni þinni, það er afgreitt hratt og þú ættir að fá niðurstöður innan nokkurra daga. Það kom mér persónulega á óvart hversu lítið mál þetta er þegar ég fór fyrst. Ég hef farið nokkrum sinnum undanfarin ár í blóðprufur til þess að fylgjast með járni, B12 o.fl., sem æskilegt er að vakta á veganmataræði.

74

Ég mæli því hiklaust með Floravital, fyrir alla þá sem vilja gott veganjárn sem ekki ertir meltinguna er einmitt ekki vegan. Eins mæli ég með því að skoða hinar vörurnar frá Salus, vandaðar vítamínblö jurtamixtúrur, sem hjálpa við ýmsa kvilla. Þessar vörur eru mildar í maga og henta okkur sem viljum Einkenni járnskorts geta verið hvimleið dregið úr getu til þess daginn prýðilega. Eins og ég minntistogá þá er járnskortur ekkiokkar sjaldgæfur og ef þig grunar að þú gæ að áorka því sem okkur til, ásvo ég hvet fólk til hratt þessogað með því að faralangar í blóðprufu heilsugæslunni þinni,endilega það er afgreitt þú ættir að fá niðurstöð persónulega á óvart hversu lítið mál þetta fylgjast er þegar égmeð fór fyrst. Ég hef farið nokkrum sinnum unda vera á varðbergi gegn þekktum einkennum, blóðgildum að fylgjast með járni, B12 o.fl., sem æskilegt er að vakta á veganmataræði. sínum ef það Einkenni hefur áhyggjur og verið hlúahvimleið vel aðogsér ef úrþað járnskorts geta dregið getuupplifir okkar til þess að áorka því sem okkur lan járnskort. Þaðtilerþessnóg til afá varðbergi lausnum ogþekktum sumareinkennum, hverjar fylgjast eru náttúrulegar, að vera gegn með blóðgildum sínum ef það hefu ef það upplifir járnskort. Floravital. Það er nóg til af lausnum og sumar hverjar eru náttúrulegar, mildar og þæ mildar og þægilegar, til dæmis

25% AFSLÁTTUR


Guli miðinn

VÍTAMÍN

25% AFSLÁTTUR

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar. Fæst í apótekum og stórmörkuðum um allt land.

SÉRÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Sérhönnuð vítamín fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum

STRANGAR GÆÐAKRÖFUR Alþjóðleg GMP gæðavottun, framleitt í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum

ÁN ÓÆSKILEGRA AUKAEFNA Eins og litarefna og sætuefnanna aspartam og súkralósa

ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR Allar umbúðirnar mega fara í endurvinnslu VARÐVEITUM GÆÐIN Brúna glerglasið varðveitir gæði vítamínsins og ver það fyrir fyrir sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum

gulimidinn.is

gæði á góðu verði

75


uðsynleg næringarefni sem mannslíkaminn þarf á að naskipti og efnahvörf. Flest getur líkaminn ekki framleitt þau úr fæðunni. Líkaminn myndar einungis D-vítamín n sólarljós eykur framleiðslu þess. Síðan er það vítamín ð af örverum í þörmum. Ráðlagt er að við neytum þeirra sér í lagi D-vítamínið þar sem okkur vantar meiri sól hér að mæta D-vítamín þörfinni. orða sem mest af hreinni og sem minnst af unninni yns matarvinnslu skerðast oft næringarefnin svo eyna að borða sem mest af kjarnafæði (Whole Foods).

uppbygging

Víðir Þór Þrastarson

Víðir Þór Þrastarson

Orka frá Gula miðanum

ar mikilvæg og sér í lagi eitt sem mig langar að nefna en amin). Þetta vítamín er framleitt af bakteríum í jarðveginum úðað nú til dags og síðar djúphreinsað er orðið talsvert ímafæði. Þess fyrir utan gengur mörgum illa að frásoga m, sem getur leitt til skorts í líkamanum. Þess vegna getur g hreinlega nauðsynlegt fyrir marga að taka B12 inn í

Orka frá Gula M

Vítamín eru lífsnauðsynleg næringarefni sem mannslíkaminn þarf á að halda, m.a. fyrir efnaskipti og efnahvörf. Flest getur líkaminn ekki framleitt sjálfur, heldur fást þau úr fæðunni. Líkaminn myndar einungis D-vítamín sjálfur í húðinni en sólarljós eykur framleiðslu þess. Síðan er það vítamín K2 sem er myndað af örverum í þörmum. Ráðlagt er að við neytum þeirra í fæðubótaformi, sér í lagi D-vítamínið þar sem okkur vantar meiri sól hér á norðurhjara til að mæta D-vítamín þörfinni. Mikilvægt er að borða sem mest af hreinni og sem minnst af unninni Vítamín geta komið sér vel ef okkur líkamanum vantar næringarefni m.a. fyrir efnaskipti og fæðu. Við hvers kyns matarvinnslu skerðast oft næringarefnin svo efnahvörf. Flest þeirra getur líkaminn ekki framleitt, fásteinkennin þau úr fæðunni. Líkaminn myndar Fyrstuheldur augljósu eru Fólk sem(Whole hefurFoods). skort vítamínið mikilvægt er að reyna að yfirleitt borða semþreyta. mest af kjarnafæði D- vítamín en það ferli fer fram í húð með sólarljósi og síðan K2 vítamín sem myndað i geta gefiðeinungis vísbendingu um B12sjálfur vítamínskort: og fengið það í fæðubótaformi eða sprautað því í vöðva, eins og stundum e er af örverum í þörmum. Þó er ráðlagt að við neytum þeirraÖllí vítamín fæðubótaformi, sér lagi eru afar mikilvæg ogísér í lagiD-vítamínið eitt sem mig langar að nefna en jafnvel smá gula í húð og augum. gert, hefur fundið fyrir gríðarlegum mun, þ.e. mun meiri orku. þar sem okkur vantar meiri sól hér á norðurhjara til að mæta þörfinni. það er B12 (Cobalamin). Þetta vítamín er framleitt af bakteríum í jarðveginum eiki. Þess vegnaenkalla ég allt B12erorkuvítamínið. þar sem úðað nú til dags og síðar djúphreinsað er orðið talsvert og fótum (alvarlegur skortur). minna af því í nútímafæði. Þess fyrir gengur mörgum illa að frásoga sugutöf B12 frá Gula miðanum er í uppáhaldi hjáutan mér. Þetta eruýmsa bragðgóðar ikilvægt er að borða sem mest af hreinni og sem minnst Inntaka hefur mikið verið í tengslum við þaðáíB12 smáþörmum, sem geturrannsökuð leitt til skorts í líkamanum. Þess heilagetur gang. sem veita 1000 hreinlega mcg, sem er góður skammtur til vegna aðinn vinna af unninni fæðu. Við hvers kyns matarvinnslu skerðastán oft sykurs, og taugasjúkdóma er að vítamínið geti veitt góðaaðvernd hvað verið mikilvægtogogtalið nauðsynlegt fyrir marga taka B12 í næringarefnin svo mikilvægt er að reyna að borða semgegn þreytu það varðar. og mæði. Fyrir utan að slá á skortseinkennin er B12 talið fæðubótaformi.

imi.

sleysi.

M

mest af kjarnafæði (Whole Foods).

nauðsynlegt fyrir heilbrigði tauga og húðar. Auk þess getur inntaka á B12 almennt stuðlað að meiri orku og á B12 hefur verið rannsökuð við ýmsa heila- Fyrst Öll vítamín eru afar mikilvæg og sér í lagi eitt sem mig langar að Inntakavellíðan, eðlilegrimikið blóðmyndun, sterku hjarta íogtengslum æðakerfi, bættu Eftirtalin einkenni geta gefið vísbendingu um B12 vítamínskort: nefna en það er B12 (Cobalamin). Þetta vítamín er framleitt af og taugasjúkdóma andlegu jafnvægi, bætt meltingu. og fe og betri taliðsvefni er aðogvítamínið geti veitt góða vernd hvað það Fölur húðlitur og jafnvel smá gula í húð og augum. bakteríum í jarðveginum en þar sem allt er úðað nú til dags og síðar gert, þess getur inntaka B12 almennt stuðlað aðogmeiri Þreyta og slappleiki. djúphreinsað er orðið talsvert minna af því í nútímafæði. Þess fyrirvarðar. Auk Með því að sjúga töflurnar fer áfrásog fram í gegnum slímhúð þaðanorku Þess eðlilegri blóðmyndun, hjarta og æðakerfi, Stingir ogverður fótum (alvarlegur utan gengur mörgum illa að frásoga það í smáþörmum, sem geturog leittvellíðan, inn í kerfið ogí höndum upptakan þvísterku oft betriskortur). en í gegnum þarmana. bættu andlegu B12 f Óstöðugleiki við gang. til skorts í líkamanum. Þess vegna getur verið mikilvægt og hreinlega án sy jafnvægi, betri svefni og bætt meltingu. Munnangur nauðsynlegt fyrir marga að taka B12 inn í fæðubótaformi. Sem fyrr er mikilvægt að borða alvöru mat, hreyfa sig vel og reglulega, gegn Með þvívera að þakklát sjúga töflurnar ferá frásog í gegnum Andþyngsli og svimi. og passa upp að fá öll fram þau vítamín sem viðslímhúð þurfum áog að þaðan nauð betri með en í Gula gegnum þarmana. Sjóntruflanir Eftirtalin einkenni geta gefið vísbendingu um B12 vítamínskort:inn í kerfið halda,og sérupptakan í lagi B12 ogverður þar mæliþví ég oft eindregið miðanum. Innta Depurð og minnisleysi. • Fölur húðlitur og jafnvel smá gula í húð og augum. Sem fyrr er mikilvægt að borða alvöru mat, hreyfa sig vel og reglulega, og ta • Þreyta og slappleiki. varða vera þakklát og passa upp á að fá öll þau vítamín sem við þurfum á að hald • Stingir í höndum og fótum (alvarlegur skortur). og ve sér í lagi B12 og þar mæli ég eindregið með Gula miðanum. • Óstöðugleiki við gang. jafnv • • • •

Munnangur Andþyngsli og svimi. Sjóntruflanir Depurð og minnisleysi

Heilsukveðja

Víðir Þór Þrastarson Íþrótta- og heilsufræðingur

Fyrstu augljósu einkennin eru yfirleitt þreyta. Fólk sem hefur skort vítamínið og fengið það í fæðubótaformi eða sprautað því í vöðva, eins og stundum er gert, hefur fundið fyrir gríðarlegum mun, þ.e. mun meiri orku. Þess vegna kalla ég B12 orkuvítamínið. B12 frá Gula miðanum er í uppáhaldi hjá mér. Þetta eru bragðgóðar sugutöflur án sykurs, sem veita 1000 mcg, sem er góður skammtur til að vinna gegn þreytu og mæði. Fyrir utan að slá á skortseinkennin er B12 talið nauðsynlegt fyrir heilbrigði tauga og húðar.

76

Með inn í Sem vera sér í

Heils

Víð Íþró


Glútenfrítt brauð

25% AFSLÁTTUR

Dásamlega bragðgóð og glútenfrí brauð, pítsubotnar og vefjur.

77


NÁÐU HÁMARKSÁRANGRI MEÐ

OFURBLÖNDUNUM

25% AFSLÁTTUR

78


HÁGÆÐA

NÝTT

VÍTAMÍNBLÖNDUR

25% AFSLÁTTUR

SWISS ENERGY

eru hágæða vítamínblöndur með seinkaða bætiefnalosun (time release) sem þýðir að nýting bætiefnisins er betri, öruggari og ertir ekki meltingarveginn. Nýtist smám saman í allt að 8 klukkustundir.

Prófaðu einnig Black Garlic

25% AFSLÁTTUR

79


25% AFSLÁTTUR

80


25% AFSLÁTTUR

81


uppbygging

Rakel Sif Sigurðardóttir

Styrkjum ónæmiskerfið með Gula miðanum Ónæmiskerfi mannsins ver líkamann fyrir sýkingum og sjúkdómum af ýmsu tagi. Það er samansafn mismunandi líffræðilegra ferla sem bera kennsl á og bregðast við sjúkdómsvaldandi vírusum, örverum og aðskotahlutum sem eru ekki partur af heilbrigðum vefjum líkamans.

Í

raun má skipta ónæmiskerfinu upp í tvennt. Annars vegar býr líkami okkar yfir meðfæddu ónæmiskerfi (ósérhæft), sem ber m.a. með sér erfðaefni foreldra okkar og gefur t.a.m. til kynna meiri eða minni áhættu þess að við þróum með okkur ákveðna sjúkdóma. Við ráðum víst litlu um þau gen sem við erfum. Hins vegar er áunnið ónæmiskerfi líkamans (sérhæft), sem við höfum mun meiri stjórn á sjálf. Við getum bæði eflt það og veikt með lífsstíl okkar, fæðuvali, hreyfingu o.s.frv. Líkami okkar býr yfir ákveðnum þörfum til að uppfylla þær mismunandi kröfur sem gerðar eru til hans af mismunandi kerfum líkamans. Til dæmis þarf taugakerfi líkamans mismunandi B-vítamín í mismiklu magni til að starfsemi og áhrif þess á önnur kerfi líkamans séu í jafnvægi. Líkaminn getur sjálfur fullnægt hinum ýmsu þörfum sínum en einnig þurfum við að fá þeim fullnægt úr umhverfinu, t.a.m. úr fæðu og með hreyfingu. Á síðustu árum hefur rannsóknum mikið fleygt fram á sviði næringarfræðinnnar. Áhrif hinna ýmsu næringarefna á kerfi mannslíkamans og heilsu hafa einnig verið rannsökuð. C-vítamín er öflugt andoxunarefni sem eflir ónæmisvarnir með því að styrkja ýmsa starfsemi sem tilheyrir bæði meðfæddu og áunnu ónæmiskerfi. Það hefur verndandi áhrif á hvítar blóðfrumur og er nauðsynlegt öflugu ónæmisviðbragði. C-vítamín er lífsnauðsynlegt líkamanum sem getur ekki framleitt það sjálfur. Um er að ræða vatnsleysanlegt vítamín sem fyrirfinnst í miklu magni í ávöxtum og grænmeti, t.a.m. í rauðri papriku, appelsínum, jarðarberjum, spergilkáli og grænkáli. Upptaka líkamans á C-vítamíni úr bætiefnum virðist vera góð og ætti í það minnsta að styrkja varnir líkamans þegar inntaka C-vítamíns úr fæðu er tæp eða ekki til staðar. „Sólskinsvítamínið“ D-vítamín er fituleysanlegt vítamín og finnst í tveimur formum, D2 og D3. D2 kemur frá plöntuafurðum eins og sveppum og fæðu með viðbættu D- vítamíni eins og mjólk og morgunkorni. D3 kemur aðallega frá dýraafurðum eins og fiskiolíu, feitum fiski, lifur og eggjarauðu. Fyrir utan það að viðhalda eðlilegu magni af kalki og fosfati í blóði,

82

stuðlar það að upptöku á kalki úr þörmum og styður við eðlilega steinefnaþéttni í beinum og tönnum. Þá virðist D-vítamín einnig vera nauðsynlegt eðlilegri frumuþróun og styðja við ónæmiskerfið. Faraldsfræðilegar rannsóknir gefa til kynna að D-vítamín spili stórt hlutverk í sjálfsónæmissjúkdómum, sýkingum, krabbameinum o.s.frv. Þar sem inntaka í gegnum fæðu og geislar sólar virðast ekki nægja líkamanum til að uppfylla ráðlagðan dagskammt þá er skynsamlegt að taka reglulega inn D-vítamín í gegnum bætiefni. Ólífulauf eru áhugavert bætiefni hvað eflingu ónæmiskerfisins varðar en þau hafa verið minna rannsökuð. Þau innihalda meira magn fjölfenóla (andoxunarefna) en finnst t.d. í jómfrúarólífuolíu og ýmsum ávöxtum. Nokkuð margar rannsóknir styðja við þær niðurstöður að ólífulauf minnki bólgur og búi yfir andoxunareiginleikum og þar með styðji þau við öflugt ónæmiskerfi. Rannsóknir hafa sýnt fram á að inntaka á ólífulaufum fjölgi ákveðnum hvítum blóðfrumum í líkamanum sem talið er efla ónæmisviðbragðið og ýta undir æxlishemjandi virkni. Jafnvægi í næringu er mikilvægt í daglegu lífi fólks. Að fólk fái nægan svefn, viðhaldi daglegri hreyfingu, reglulegri streitustjórnun og efli félagslega heilsu, sem ætti að vera í forgangi til að upplifa vellíðan. Inntaka bætiefna kemur ekki í staðinn fyrir að hlúa að heilbrigðum lífsstíl daglega, þó svo að þau virðist geta eflt heilsu okkar með ýmsum hætti, en það veltur oft á einstaklingsbundnum þörfum okkar. Guli miðinn framleiðir bætiefni sérstaklega með þarfir fólks á norðlægum slóðum í huga. Vörulína Gula miðans er framleidd án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis rotvarnarefna, uppfyllingarefna eða bragðefna. Vörurnar eru í brúnum glerglösum sem varðveita gæði og verja innihaldið fyrir sólarljósi. Umhverfið spilar stóran þátt í vali Gula miðans á umbúðunum en þær eru endurvinnanlegar. Vörur Gula miðans eru GMP-vottaðar en GMP stendur fyrir góða framleiðsluhætti og er ákveðinn gæðastimpill fyrir vörumerki í matvælaiðnaði.


Góð saman

FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ

25% AFSLÁTTUR

Rannsóknir á D3-vítamínum hafa sýnt fram á að fólk á norðlægum slóðum þarfnast þess á veturna vegna þess hve stuttrar dagsbirtu nýtur við. Þessi litla birta nægir ekki til að byggja upp forða D3-vítamíns í líkamanum. Því er inntaka D-vítamíns nauðsynleg öllum sem búa á Íslandi. D3-vítamínið með Gula miðanum er 2000 ae eða 50 uq, en það telja margir að sé nauðsynlegur skammtur fyrir fullorðinn einstakling hér á norðurslóðum. Það getur stuðlað að viðhaldi eðlilegra beina og tanna, eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldið eðlilegri vöðvastarfsemi. Ólífulauf eru lækningajurt sem eru oftast tekin yfir flensutímabil við sýkingum og kvefpestum. Margir taka þau við fyrstu einkennum kvefpesta. Ólífulauf eru einnig talin góð fyrir hjarta og æðakerfið og hafa rannsóknir sýnt fram á bæði góð áhrif á blóðþrýsting og blóðfitu. C-1000 vítamín getur dregið úr þreytu og orkuleysi og styrkt eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. C-vítamín er mikilvægt hráefni við myndun kollagens.

83


uppbygging Hvað borðar þú helst í morgunmat? Ég er lítil morgunmanneskja og borða oftast ekki fyrr en um hádegisbilið. Ef ég fer á æfingu um morguninn gríp ég mér próteinsjeik á eftir, en annars fæ ég mér oftast grænan heilsudrykk í vinnunni í Laugum eða acai-skál í hádeginu. Hvaða vítamín tekur þú á morgnana? Ég tek eplaedikstöflurnar frá NOW því ég finn mikinn mun eftir að ég byrjaði á þeim, D-vítamín, EVE fjölvítamín og svo Rhodiola, Odorless garlic og C-vítamín til skiptis. Hvað færðu þér oftast í millimál yfir daginn? Ég er lítill nartari og borða frekar matarmeiri máltíðir en það væri þá helst próteinsjeik. Ertu skipulögð þegar kemur að mataræði? Ég væri að ljúga ef ég myndi segja það. Það er alltaf markmið hjá mér að reyna að vera skipulagðari en ég gríp mér oftast bara það sem hentar best hverju sinni. Ég bý svo vel að vinna á skrifstofunni í Laugum alla daga þar sem er boozt-bar, salatbar, Maikai og Laugar Café þannig að úrvalið er gott og heilsusamlegt. Ég versla síðan oftast í kvöldmatinn eða næ í „takeaway“ á leiðinni heim úr vinnunni. Hver er draumahádegisverðurinn? Oftast er það heilsuhristingur eða acai-skál en ef ég á frídag og er heima finnst mér dásamlegt að búa mér til avókadó-brauð með hleyptu eggi, klettasalati og tómötum.

Birgitta Líf

Dagur í lífi Birgittu Lífar Athafnakonan Birgitta Líf, markaðsstjóri Lauga Spa, eigandi Bankastræti Club og talskona NOW, hefur vægast sagt í nógu að snúast. En þrátt fyrir mikið annríki setur hún heilsuna ávallt í fyrsta sæti. Við fengum að skyggnast aðeins inn í rútínuna hennar.

84

Hver er uppáhalds drykkurinn þinn? Ég elska hreina íslenska vatnið en þess á milli fæ ég mér Nocco til að hressa mig við og fá amínósýrur. Á hvaða tíma dags finnst þér best að hreyfa þig? Mér finnst best að hreyfa mig á morgnana en ekki of snemma. Kl. 8.30 er fullkominn tími en oft þurfa æfingarnar að bíða þar til seinni partinn út af vinnu.

Fylgstu með ævintýrum Birgittu á samfélagsmiðlum. Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) • Instagram photos and videos


Hvaða hreyfingu stundar þú að staðaldri? Ég æfi WorldFit í World Class en fer einnig sjálf í salinn þess á milli og reyni að fara a.m.k. einu sinni í viku í infrared-heitan tíma, t.d. hot fit. Hvernig er klassískur kvöldmatur hjá þér? Einfalt og gott pasta klikkar aldrei. Mér finnst það einnig góð leið til að koma meira af grænmeti inn í daginn. Hver er besti sukkmaturinn? Ætli það sé ekki góð pítsa. Hver er draumaeftirrétturinn þegar þú gerir vel við þig? Bragðarefur frá Huppu er draumurinn. Tekurðu vítamín fyrir svefninn? Já, B-vítamín úða, magnesíum og svo tek ég stundum Activated charcoal. Stundarðu hugleiðslu eða annað til að staldra við í amstri dagsins og slaka á? Nei, ekki ákveðna skipulagða hugleiðslu, en ætli æfingar séu ekki mín hugleiðsla og tími til að kúpla út. Ég slaka síðan extra vel á þegar ég næ að hoppa í pottana eða gufu eftir æfingu.

Hvert er uppáhaldsdekrið? Nudd og spa í Laugum án nokkurs vafa. Ég reyni að vera dugleg að setja sjálfa mig í fyrsta sæti í öllu amstrinu. Ertu A eða B týpa? B fyrir Birgitta. Hvort kýst þú te eða kaffi? Te. Hver er rútínan fyrir svefninn? Mér finnst mjög notalegt að blanda mér magnesíumdrykk frá NOW og sötra hann yfir sjónvarpsþætti uppi í sófa áður en ég fer að hátta mig og gera kvöldhúðrútínuna. Ég kveiki síðan alltaf á „podcasti“ og sofna út frá því.

Einfalt og fljótlegt pasta að hætti Birgittu • • • • • •

Soðið pasta frá MUNA Ferskt pestó að eigin vali Saxaðar döðlur frá MUNA Kasjúhnetur frá MUNA Ferskt spínat Fetaostur

Öllu er blandað saman í potti.

Mér finnst mjög notalegt að blanda mér magnesíumdrykk frá NOW og sötra hann yfir sjónvarpsþætti uppi í sófa áður en ég fer að hátta mig og gera kvöldhúðrútínuna. Ég kveiki síðan alltaf á „podcasti“ og sofna út frá því.“

85


uppbygging

Elísabet Reynisdóttir Dyraat og hormónakerfið

Hvað á þetta tvennt sameiginlegt? Hormónakerfi bæði karla og kvenna er hægt að líkja við ósvífið dyraat sem herjaði á íbúa Vesturbæjar fyrr í haust en þar hrukku saklausir íbúar í kút við hávært dingl og spark í útihurðir. Til að skilja þessa samlíkingu dyraats og hormóna er mikilvægt að kynna sér hormónakerfi mannslíkamans.

H

vert og eitt hormón í líkamanum er eins og sendiboði sem færir þér pakka af ýmsum stærðum og gerðum, beint heim að dyrum. Sumir pakkarnir færa gleði, aðrir undrun, spennu, ótta, kvíða, hamingju, kynlöngun og jafnvel óhamingju, allt fer það eftir því hver sendi pakkann af stað og í hvaða tilgangi. Þegar við upplifum eitthvað gott flæðir vellíðunarhormón um líkamann og þegar við erum ástfangin kviknar á kynhormónunum, þá flæða um líkamann boð sem gera okkur tilkippileg. Hormón eru yfirleitt í toppgír í kringum 35 ára aldurinn en eftir það fer að halla undan fæti. Framleiðsla á kynhormónum hjá konum og körlum dregst saman með aldrinum og það hefur áhrif á allan líkamann og andlega heilsu. Á breytingaskeiði bæði kvenna og karla gerist það sama og hjá íbúunum í Vesturbænum þar sem dyrabjöllunni var dinglað en enginn var fyrir utan þegar heimilisfólk fór til dyra. Það kviknar ekki á neinum hormónum því það vantar sendinguna og ekkert skilar sér. Af þeirri ástæðu þarf að virkja sendiboðann og hvetja hann til dáða, en hvernig gerum við það? Svarið er einfalt, við getum virkjað hann með góðri næringu og réttum lífsstíl. Það er einnig hægt að hjálpa til með góðum bætiefnum og jurtum sem geta haft góð áhrif á þá kvilla sem hrjá okkur á þessu tímabili. Hvað var gert til forna? Konur sem velja að hafna hormónameðferð á breytingaskeiði hafa sumar prófað inntöku á sérstökum blöndum bætiefna. Þessar jurtablöndur hafa bætt svefngæði, dregið úr skapsveiflum og hitakófi, haft jákvæð áhrif á heilaþokuna og minnisglöpin sem læðast gjarnan yfir okkur miðaldra konurnar. Dæmi um jurtablöndur er Kvennablómi. Jurtir sem styrkja hormónakerfið á breytingaskeiði eru hafrar (avena sativa), burnirót, ginkgo biloba, lindiblóm og lakkrísrót. Ég mæli sérstaklega með jurtinni Ashwagandha en hún er frábær til að jafna skapsveiflur. Einnig er gott að taka inn góðar fitusýrur eins og Omega 3 sem er í feitum fiski eða bæta inn í mataræðið góðum olíum eins og fiskiolíu.

86

Tökum ábyrgð á eigin heilsu og lífi Góð næring getur hjálpað mjög mikið þegar breytingaskeiðið skellur á en margar konur eru næringarlega séð ekki upp á sitt besta á þeim tímapunkti. Með því að hafa öll vítamín og bætiefni í toppi siglum við lygnari sjó í gegnum þetta mikilvæga lífsskeið. Ég mæli sérstaklega með þaratöflum á þessu æviskeiði, skjaldkirtillinn reiðir sig á að fá nægilegt joð, ef of lítið er um það getur það valdið mörgum alvarlegum heilsufarsvandamálum. Skjaldkirtillinn sér um að halda jafnvægi á hormónum líkamans, ef hann vantar joð getur það valdið skapgerðarbreytingum, þyngdaraukningu eða -tapi, þreytu, meltingarvandamálum og hormónaójafnvægi sem getur leitt einn kvillann af öðrum. Gott ráð í byrjun breytingaskeiðsins er að taka inn 250 mg af kvöldvorrósarolíu á dag, hún hefur reynst þeim konum sem glíma við fyrirtíðaspennu sérstaklega vel. Mikilvægt er að borða fjölbreytta og holla fæðu og sleppa ekki máltíðum. Annað sem er mikilvægt er að tyggja matinn vel, njóta þess að borða og lifa og hugsa vel um okkur. Sem næringarfræðingur mæli ég hiklaust með því að prófa allt sem hægt er til að hjálpa líkamanum að fara í gegnum breytingaskeiðið. Það getur vissulega verið krefjandi tímabil fyrir margar konur en líka tímabil skemmtilegrar sjálfsskoðunar og endurmats. Munum að öll skeið ævinnar hafa sinn sjarma og sín vandamál (Halló, gelgjuskeið! Gæti verið skýring á dyraatinu) en vandamálin eru hér til að leysa þau. Ef við búum okkur vel undir þetta tímabil þá er mun minni hætta á að við reytum af okkur hárið í verstu skapsveiflunum eða upplifum alla sem fífl og asna í kringum okkur. Ég segi ekki að við svífum um á hamingjuskýi en það er aldrei að vita nema þetta virki, það tapar allavega enginn á því að taka lífsstílinn í gegn og prófa góð bætiefni sem mögulega hjálpa okkur yfir þetta skeið. Njótum þess. Karlmenn! Við skulum hafa eitt á hreinu. Dyraat viðgengst ekki bara í Vesturbænum, ekki frekar en að breytingaskeiðið nái eingöngu til okkar kvennanna.


Góð saman

FYRIR BREYTINGASKEIÐIÐ

Breytingaskeið er sérhönnuð blanda af vítamínum, steinefnum og olíum fyrir konur sem upplifa einkenni breytingarskeiðs. Blandan inniheldur náttljósarolíu og drottningarhunang. Rannsóknir benda til að inntaka á náttljósarolíu gagnist konum á breytingarskeiði oghún bæti mögulega nýtingu á kalki ásamt því að stuðla að jafnvægi hormóna. Drottningarhunang er gríðarlega næringarríkt og er það talið efla orku og draga úr hormónasveiflum. Kvöldvorrósarolía er rík af omega-3 fitusýrum. Þessi blanda

25% AFSLÁTTUR

getur mögulega nært þurra húð, dregið úr fyrirtíðaspennu, síþreytu, hárlosi og einkennum liðagigtar. Ashwaganda er jurt sem er talin hjálpa líkamanum við að aðlaga sig að streitu og stuðla að eðlilegri starfsemi heilaog taugakerfis. Ashwaganda virðist hafa kvíðastillandi áhrif ásamt því að aðstoða líkamann við að efla og viðhalda eðlilegri orku hans.

87


uppbygging

Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir Macros:

Engin boð og bönn Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vegferð hjónanna Inga Torfa Sverrissonar og Lindu Rakelar Jónsdóttur sem létu draum sinn rætast fyrir fimm árum, sögðu upp störfum sínum og stofnuðu fyrirtækið ITS Macros.

I

TS Macros sérhæfir sig í að telja „macros“ sem er einfaldlega skráning og talning á næringarefnum, kolvetnum, próteini og fitu. „Í þjálfuninni reiknum við út næringarþörf viðskiptavina okkar út frá upplýsingum hvers og eins. Það er svo undir viðskiptavininum komið að finna út hvað hentar þeim best innan þess ramma sem við smíðum saman, í mataræði og æfingum,“ segja hjónin aðspurð. Okkur lék forvitni á að vita aðeins meira um þjálfunina svo við spurðum Lindu spjörunum úr. Hvernig varð hugmyndin til? Ingi Torfi byrjaði sjálfur að telja macros 2016 með rosalega góðum árangri og ég elti svo eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um þessar pælingar. Við fundum bæði fyrir rosalegum framförum í æfingum, betri líðan, jafnari orku, fljótari endurheimt og allskonar kosti sem sýndu okkur að við vorum á réttri leið. Því næst fórum við að aðstoða vini og vandamenn og svo fór boltinn að rúlla. Er flókið að telja macros? Í grunninn er það ekki flókið, nei. Það krefst vissulega smá vinnu í byrjun og þess að þú lærir og fræðist en sú þekking fylgir þér út ævina. Það er magnað að sjá hvað fólk er fljótt að ná þessu. Svo erum við til taks allan daginn hafi viðskiptavinir okkar einhverjar spurningar eða vanti ráð og lausnir. Hvernig fer aðhaldið fram? Við notumst við MyFitnessPal appið, þar sem þú skráir inn það sem þú borðar yfir daginn. Hver og einn viðskiptavinur fær sínar tölur sem eru sérsniðnar að markmiðum, aldri, kyni, hæð, þyngd og hreyfingu hvers og eins.

88

Er mikið sem ekki má? Það eru engin boð og bönn. Það er það sem virkar til þess að maður nenni að gera þetta marga mánuði, ef ekki ár, í röð. Þú lærir svo mikið um næringu að þú veist hvað virkar og virkar ekki. Ef þú ert að fara að fá þér ís eða nammi þá gerir þú bara ráð fyrir því í skipulaginu þínu. Ef þú ert að fara út að borða þá veistu um það bil hvað hver réttur telur mikið. Ef þú skráir réttinn í MyFitnessPal þá hagarðu bara deginum þínum eftir því hvað þú ætlar að borða og lætur það passa. Það er mjög algengt að fólk einblíni á gæði en hafi ekki hugmynd um hversu miklu máli magn skiptir fyrr en það prófar macros. Það má segja að með macros skiljir þú leikinn endanlega. Hver eru helstu mistökin sem fólk gerir í sambandi við mataræði? Ætli það sé ekki einmitt að setja fæðutegundir á bannlista og mynda með því neikvætt samband við mat, að ákveða að eitthvað eitt sé óhollt og bannað. Við þekkjum öll aðferðina að taka út sykur, brauð, glúten, áfengi, gos og kannski megnið af því sem okkur finnst gott, þegar þetta snýst í grunninn alltaf um heildarmagnið sem við borðum yfir daginn. Þú getur líka verið að borða alveg rosalega holla fæðu en þegar upp er staðið ertu að borða allt of mikið. Eins er það oft óþolinmæðin sem skemmir fyrir. Það er alltaf verið að horfa á lokamarkmiðið sem getur í raun tekið ár eða meira að ná en ef það hafa ekki gerst kraftaverk eftir tíu daga þá slokknar á neistanum. Við hjálpum fólki við að sjá heildarmyndina, að leggja inn vinnuna og taka eitt skref í einu.


Skiptir andlega heilsan máli þegar kemur að því að ná árangri? Já, að okkar mati helst það í hendur. Það er oft ekki nóg að taka bara til í mataræðinu ef maður er ennþá að berjast við leiðinlegar hugsanir eða lélega sjálfsmynd. Við leggjum því mjög mikið upp úr andlega þættinum og látum fólk vinna verkefni eða taka áskoranir í hverri viku. Þá sjáum við að fólk hefur breyst og er farið að gera allskonar nýja og magnaða hluti sem því hefði ekki dottið í hug áður. Við leggjum mikið upp úr því að hrósa fyrir það sem er vel gert og umfram allt, finna lausnir og leiðir þegar fólki líður illa. Það gengur ekki allt samkvæmt áætlun því stundum tekur lífið óvænta stefnu. Hvernig gengur ykkur hjónunum að vinna saman? Okkur gengur mjög vel að vinna sama. Við eru svo lík á margan hátt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur. Svo er æðislegt að vinna með besta vini sínum. Alltaf stuð og fíflalæti á skrifstofunni. En þar fyrir utan þá vegum við hvort annað einstaklega vel upp. Hvernig er verkaskiptingunni á heimilinu háttað? Ingi eldar allan mat. Ég þóttist vera mjög öflug í eldhúsinu en það komst fljótt upp um mig. Ég þvæ allan þvott, helst áður en hann nær að verða skítugur! Við erum bæði miklir snyrtipinnar. Svo hjálpumst við að með allt annað. Ingi setur alltaf tannkrem á tannburstann minn og ég skrái allt í MyFitnessPal fyrir okkur.

Þjóðarréttur Inga Torfa

Bolognese • • • • • • • • •

200 g spagettí 10 g avókadóolía 400 g Bolognese sósa ½ teningur nautakraftur 300 g ungnautahakk Lúka af ferskri basilíku Ferskur parmesan Klettasalat eftir smekk Salt og pipar eftir smekk

Sjóðið vatn í stórum potti og setjið avókadóolíu út í vatnið ásamt salti. Sjóðið spagettíið eftir leiðbeiningum á pakka.

Steikið hakkið á pönnu og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Hitið Bolognese sósuna í potti og setjið nautakraftinn út í. Hellið Bolognese sósunni út á pönnuna með ungnautahakki þegar hún hefur fengið að malla í smá stund. Bætið síðan spagettíinu út á pönnuna þegar það er tilbúið. Þegar búið er að skammta á diskana, er ferskum, rifnum parmesan dreift yfir ásamt basilíku og klettasalati.

Hver eru áhugamál ykkar fyrir utan vinnu? Við vinnum saman, æfum saman og erum saman alla daga. Þegar við tökum smá „break“ þá rúntum við saman. Sumir spyrja um hvað við tölum eiginlega þegar við erum saman alla daga en það er aldrei vandamál, endalaust blaður, grín og bull og Ingi með stöðugt uppistand. Hvað gerið þið í fríum? Við elskum að dúllast í sumarbústaðnum og gera fínt. Breyta gömlu, spreyja svart og gera kósí. Við höfum áhuga á hönnun og horfum á þætti um arkitektúr og skoðum innanhússhönnunarsíður. Á veturna förum við á gönguskíði. Við höfum gaman af útiveru og stefnum á hálendisferðalög næsta sumar. Þú fékkst bónorð á árinu. Segðu okkur aðeins frá því. Bónorðið kom á afmælisdaginn minn eftir að Ingi bauð fólkinu okkar í óvænt afmæli. Við vorum bara tvö eftir í lok dags þegar hann rétti mér box sem ég var 150% viss um að innihéldi eyrnalokkana sem ég var búin að tala um lengi. Hann spurði hvort við þyrftum ekki eitthvað að byrja að plana partý næsta sumar, en ég sko elska að plana partý! Ég opnaði boxið, sá hringinn og brast bara í grát á sömu sekúndu og hann bað mín. Ég náði nú samt að segja já.

Það eru engin boð og bönn. Það er það sem virkar til þess að maður nenni að gera þetta marga mánuði, ef ekki ár, í röð.

89


25% AFSLÁTTUR

Lára Sigurðardóttir læknir, Dr. í lýðheilsuvísindum

“Kollagenið frá Feel Iceland sér líkamanum fyrir byggingareiningum fyrir vefina. Það lagaði meltinguna mína verulega og hefur bætt ásýnd húðar minnar”

25% AFSLÁTTUR

www.feeliceland.com

90


Þín heilsa skiptir okkur máli

25% AFSLÁTTUR

KeyNatura byggir vörur sínar á vísindum og íslensku hugviti. Vörurnar innihalda hreinar íslenskar afurðir, meðal annars andoxunarefnið Astaxanthin og lífræna ætihvönn úr Hrísey. Veldu aðeins það besta fyrir líkamann þinn, fyrir bætta heilsu, árangur og almenna vellíðan.

91


uppbygging

Guli miðinn kalk og betri svefn og vöðva

Berglind Guðmundsdóttir

Guli miðinn kalk Guli miðinn kalk og magnesíum og magnesíum – betri svefn og vöðvaslökun betri svefn og get ekki lagt nægilega mikla vöðvaslökun Égáherslu á það hversu góð Berglind Guðmundsdóttir

Ég g áhe og m

og mikilvæg þessi tvenna er.

M

agnesíum er frábær vara, sem er ávallt til á mínu heimili. Ég fann fljótlega fyrir jákvæðum einkennum af inntöku magnesíum, og hef tekið það daglega í langan tíma. Það róar taugakerfið, hefur vöðvaslakandi áhrif og lagar fótapirring, sem ég finn stundum fyrir á kvöldin og bætir svefngæði til muna. Ég sofna fyrr og sef dýpri svefni, sem leiðir til þess að ég er minna þreytt yfir daginn. Magnesíum hefur einnig jákvæð áhrif á tennurnar og ráðlagt er að auka inntöku þess sem góð forvörn gegn tannskemmdum og til að styrkja þær. Annað sem mig langar að benda á í tengslum við hið undraverða magnesíum er að það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru undir líkamlegu eða andlegu álagi af einhverju tagi. er frábærmjög vara, sem er ávalltaðtilpassa á mínu vel heimili. Varðandi kalk þá lærði ég Magnesíum það frá mömmu snemma Ég fann fljótlega fyrir jákvæðum einkennum af inntöku upp á heilbrigði beina, en konur í ættinni hafa glímt við beinþynningu. magnesíum, og hef tekið það daglega í langan tíma. Ég var því fljótlega mjög meðvituð um að sporna gegn henni og Það róar taugakerfið, hefur vöðvaslakandi áhrif og lagar hef tekið kalk frá því ég var um tvítugt beinþynning getur veriðog bætir fótapirring, sem en ég finn stundum fyrir á kvöldin grafalvarlegt mál. Ég er ekki viss um að margir áttifyrrsigogásef þvídýpri en eftir svefngæði til muna. Ég sofna svefni,25 ára aldur byrjar styrkur beina að dvína sem leiðir til þessogaðþá éger er mikilvægt minna þreyttað yfirbæta daginn.upp Magnesíum hefur einnig jákvæð áhrif á tennurnar og fyrir það með inntöku kalk+magnesíum.

ráðlagt er að auka inntöku þess sem góð forvörn gegn tannskemmdum og til að að styrkja þær. mig ekki á Ég verð samt að viðurkenna, öðrum til varnar, ég áttaði Annað sem mig langar að benda á í tengslum við hið því fyrr en nýlega hversu mikilvægt það er að viðhalda jafnvægi á milli undraverða magnesíum er að það er mjög mikilvægt fyrir þá magnesíum og kalks í líkamanum því þau vinnaeða náið saman. sem eru undir líkamlegu andlegu álagi af einhverju tagi.

Magnesíum er frábær vara, sem er ávallt til á mínu heimili. Ég fann fljótlega fyrir jákvæðum einkennum af inntöku magnesíum, og hef tekið það daglega í langan tíma. Það róar taugakerfið, hefur vöðvaslakandi áhrif og lagar fótapirring, sem ég finn stundum fyrir á kvöldin og bætir svefngæði til muna. Ég sofna fyrr og sef dýpri svefni, sem leiðir til þess að ég er minna þreytt yfir daginn. Magnesíum hefur einnig jákvæð áhrif á tennurnar og ráðlagt er að auka inntöku þess sem góð forvörn gegn tannskemmdum og til að styrkja þær. Annað sem mig langar að benda á í tengslum við hið undraverða magnesíum er að það er mjög mikilvægt fyrir þá sem eru undir líkamlegu eða andlegu álagi af einhverju tagi.

Varðandi kalk þá lærði ég það frá mömmu mjög snemma að passa vel u Ég var því fljótlega mjög meðvituð um að sporna gegn henni og hef tekið Ég er ekki viss um að margir átti sig á því en eftir 25 ára aldur byrjar styrk kalk+magnesíum.

Ég verð samt að viðurkenna, öðrum til varnar, að ég áttaði mig ekki á því magnesíum og kalks í líkamanum því þau vinna náið saman. Magnesíum á kalki og ef það er ójafnvægi á magnesíum og kalsíum getur það haft sk Það eru því ótvíræðir kostir að taka þessa dýrmætu tvennu í einni töflu. Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefni líkamans en það eykur Berglind Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur, ástríðukokkur og athafn inntöku beina á kalki og efVarðandi það erkalk ójafnvægi og mjög kalsíum þá lærði áégmagnesíum það frá mömmu snemma að passa vel upp á heilbrigði beina, en konur í ættinni hafa glímt við beinþynningu. saltþvísem er um eitttvítugt vinsælasta matarblogg og gefið mál. út þrjár matreiðs getur það haft skaðleg áhrif á líkamann. því ótvíræðir kostir aðhenni og hef tekið kalk frá Ég var því fljótlegaÞað mjögeru meðvituð um að sporna gegn ég var en beinþynning geturlandsins verið grafalvarlegt að taka að sér ýmis verkefni sem tengjast uppskriftasíðunni. taka þessa dýrmætu tvennu í einni töflu. Ég er ekki viss um að margir átti sig á því en eftir 25 ára aldur byrjar styrkur beina að dvína og þá er mikilvægt að bæta upp fyrir það með inntöku kalk+magnesíum.

Ég get ekki lagt nægilega mikla

verð samt að viðurkenna,ástríðukokkur öðrum til varnar,ogað ég áttaði mig ekki á því fyrr en nýlega hversu mikilvægt það er að viðhalda jafnvægi á milli Berglind Guðmundsdóttir erÉghjúkrunarfræðingur, magnesíum og kalks í líkamanum því þau vinna náið saman. Magnesíum eráherslu eitt mikilvægasta en þaðgóð eykur inntöku ásteinefni þaðlíkamans hversu og beina athafnakona. Hún hefur frá árinu 2012 haldi úti vefsíðunni Gulur, á kalki og ef það er ójafnvægi á magnesíum og kalsíum getur það haft skaðleg áhrif á líkamann. rauður, grænn og salt semÞað er eitt vinsælasta matarblogg landsins og tvennu í einni töflu. mikilvæg þessi tvenna er. eru því ótvíræðir kostir að taka þessa dýrmætu gefið út þrjár matreiðslubækur. Berglind er einn erafhjúkrunarfræðingur, þáttastjórnendumástríðukokkur og athafnakona. Hún hefur frá árinu 2012 haldi úti vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og Berglind Guðmundsdóttir Dagmála á mbl.is ásamt þvísaltaðsem taka að vinsælasta sér ýmis verkefni sem tengjast er eitt matarblogg landsins og gefið út þrjár matreiðslubækur. Berglind er einn af þáttastjórnendum Dagmála á mbl.is ásamt því að taka að sér ýmis verkefni sem tengjast uppskriftasíðunni. uppskriftasíðunni.

92


Góð saman

25% AFSLÁTTUR

FYRIR BETRI SVEFN OG VÖÐVASLÖKUN

Kalk, magnesíum og sínk eru mikilvæg stein- og snefilefni sem eru góð fyrir alla. Kalk getur stuðlað að eðlilegu viðhaldi beina og tanna, eðlilegri vöðvastarfsemi og vöðvaslökun, eðlilegum flutningi taugaboða, bættu taugakerfi, betri húð og slímhúð. Nýtist líkamanum einstaklega vel með hámarksupptöku. Liðaktín Forte er gott fyrir liðina. Inniheldur Glucosamine, Chondroitin, MSM, túrmerik og C-vítamín. Glúkósamín, Chondroitin og MSM þykja einstaklega gott teymi þegar kemur að verkjastillingu, viðhaldi og uppbyggingu á brjóski og vefjum. Liðaktín Forte inniheldur skelfisk en glúkósamínið er unnið úr krabba og rækjuskel. Beinablanda Inniheldur kalk, magnesíum, sínk, D3 og K-vítamín. Blandan er sérhönnuð fyrir þá sem eru í áhættuhóp varðandi beinþynningu og alla sem vilja stuðla að eðlilegri beinþéttni. Inniheldur einnig D3-vítamín og K-vítamín sem auka og bæta upptöku steinefnanna, þau nýtast líkamanum miklu betur. Þeir sem taka blóðþynnandi lyf ættu að hafa samráð við lækni áður en inntaka bætiefnisins hefst.

93


25% AFSLÁTTUR

BYLTINGAKENND VÍTAMÍN SEM SNIÐGANGA MELTINGARVEGINN

D vítamín

B vítamín

Fjölvítamín

Járn

BetterYou býður upp á DLUX 3000 og DLUX 4000 fyrir fullorðna. Það er aldrei of seint að spyrna fótum við D-vítamínskorti og besta leiðin til þess sé að taka það inn í bætiefnaformi.

Í ljósi þess að B12 skortur tengist oft vandamálum í meltingarvegi er best að taka það í formi munnúða eins og B12 Boost frá BetterYou er.

MultiVit munnúðinn frá BetterYou er fjölvítamín sem inniheldur öll helstu vítamín og steinefni sem auka á heilbrigði okkar og efla ónæmiskerfið. M.a. A, B, C og D-vítamín.

BetterYou býður upp á járn munnúða í tveimur styrkleikum, Iron 5mg og Iron 10mg, sem valda ekki meltingarvandamálum.

„BetterYou bætiefnalínan er mjög fjölbreytt og munnúðarnir innihalda hvorki gerviefni, sykur né glútein, sem mér finnst vera mikilvægt og því get ég svo sannarlega mælt með þessari bætiefnalínu.” 94

- Alexandra Bernharðs

„Ástæðan fyrir því að ég nota munnúðana frá BetterYou eru gæðin og sú staðreynd að vítamín í fljótandi formi hafa hærri inntöku þar sem efnið fer beint út í blóðrás í stað þess að fara í gegnum meltingarveginn.”

- Hannah Davíðs


Mest selda liðbætiefni á Íslandi. 25% AFSLÁTTUR

95


„Dóttir mín bíður spennt alla morgna eftir að fá BetterYou vítamín spreyið sitt og galopnar munninn enda mjög bragðgott” - Arna Ýr Jónsdóttir

25% AFSLÁTTUR

Bragðlaust

Hindberjabragð

Piparmyntubragð

Hindberjabragð

Multivit Junior

D400 Infant

D400 Junior

Children’s Health

Fyrir börn frá 1 árs aldri. (Vítamín D3, B12, B1, B2, B5, B6, B7, A, C, K1, Selen, Fólasín & Joð).

Fyrir börn yngri en 3 ára. (Vítamín D3).

Fyrir börn frá 3 ára aldri. (Vítamín D3).

Fyrir börn frá 1 árs aldri. (Vítamín A, D, Ks, C, Fólasín, B12 & Joð). Hægt að sérsníða skammtinn eftir því sem börnin eldast.

25% AFSLÁTTUR

Fjölvítamín- og steinefnablanda í hlaupformi. Hlaupin eru formuð í skemmtilegar fígúrur sem börnin þekkja frá Disney ævintýrunum. Einstaklega bragðgóð vítamín. Fyrir börn þriggja ára og eldri. 96


Það eru ekki allir mjólkursýrugerlar eins! PROBI MAGE® söluhæstir í Svíþjóð, frábærar móttökur á Íslandi.

25% AFSLÁTTUR

PROBI® FAMILY

PROBI® MAGE

PROBI® JÁRN

Góðgerlar og vítamín tuggutöflur með það að markmiði að styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins. Inniheldur fólasín, D-vítamín og B-12 Vítamín.

Inniheldur einn af mest rannsökuðu mjólkursýrugerlum heims sem á hafa verið gerðar yfir 50 klínískar rannsóknir.

Vinnur gegn lágum járngildum. Auk járns inniheldur varan einnig fólasín og C-vítamín sem eykur upptöku járns.

Bragðgóðar tuggutöflur fyrir alla fjölskylduna.

Hentar á meðgöngu og við brjósagjöf. 97


uppbygging

Birgitta Líf Björnsdóttir

Æfingar og fjölbreytt fæða Á nýju ári ætla margir að taka sér tak, hreyfa sig meira og borða hollari mat. En hvers konar matur er hollastur? Birgitta Líf, markaðsstjóri Lauga Spa, eigandi Bankastræti Club, líkamsræktarfrömuður og sælkeri, leggur mikið upp úr fjölbreyttri fæðu. Er mikilvægt að næra sig vel fyrir æfingar? Já, næring skiptir sköpum fyrir orkubúskap líkamans og getur haft mikil áhrif á hvernig okkur líður á æfingu. Dagsformið er misjafnt en ef við finnum fyrir þreytu og orkuleysi getur verið að við þurfum að borða orkumeiri fæðu tímana á undan æfingu og/eða drekka meira af vatni. Einnig er gott að bæta við vítamínum og steinefnum. Hvaða fæðutegundir veita góða orku? Prótein, kolvetni og fita eru allt orkugjafar líkamans en það fer mikið eftir æfingunni hvaða fæða hentar best. Fyrir hlaup er til dæmis mælt með að borða kolvetni, t.d. brauð með osti og banana. Ég gríp mér oft banana með hnetusmjöri um hálftíma fyrir æfingu í tækjasal ef ég hef lítinn tíma. Hvers konar máltíðir henta best eftir æfingar? Próteinrík máltíð. Mér finnst einfaldast að fá mér próteinsjeik, t.d. grænan drykk með viðbættu próteindufti, eða drykk með amínósýrum sem eru uppbyggingarefni vöðvanna. Öðrum hentar betur að fá sér egg, gríska jógúrt, kotasælu, lax, kjúkling eða túnfisk sem eru góðir próteingjafar. Hvaða fæðutegundir hjálpa til við endurheimt? Fjöldi matvæla. Til að mynda geta ávextir, grænmeti, holl fita og próteinrík fæða dregið úr bólgum í líkamanum, bætt ónæmiskerfið og gefið næringu sem flýtir endurheimt eftir æfingar. Skiptir máli á hvaða tíma dags æfingin fer fram? Snemma á morgnana er ólíklegra að þú hafir tök á að borða fyrir æfingu. Sumum finnst gott að æfa á fastandi maga og nýta endurheimt næturinnar sem orku en hjá öðrum fellur blóðsykurinn ef

98

þeir næra sig ekki fyrir æfingu. Hálfur banani eða steinefnadrykkur geta gert gæfumuninn. Hvers vegna er fjölbreytt fæða mikilvæg? Fjölbreytt mataræði veitir líkamanum þau næringarefni sem hann þarf til að vinna á skilvirkan hátt. Án fjölbreyttrar næringar er líkaminn viðkvæmari fyrir álagi, sýkingum, sjúkdómum og það getur haft áhrif á orku og frammistöðu. Persónulega sleppi ég engri ákveðinni fæðu, reyni að halda jafnvægi á milli fæðuflokka og leyfa mér ís og önnur sætindi með. Sumir þurfa eða kjósa að taka út ákveðna fæðutegund. Það skiptir öllu máli að hlusta á líkamann. Hvert er fyrsta skrefið í átt að heilbrigðara líferni? Hugarfarið, að setja sér markmið um að mæta á æfingu eða velja hollari kost í dag en í gær og fara rólega af stað.

Einn af uppáhalds fiskréttum Birgittu er þorskur með pistasíusalsa frá eldhussogur.com.

Þorskur með pistasíusalsa • • • • • • •

600 g þorskhnakkar eða þorskflök Salt og pipar 3-4 msk. pistasíuhnetur, saxaðar (má líka nota furuhnetur) 3 msk. sítrónusafi og rifið hýði af 1/2 sítrónu 1 msk. ólífuolía 1 dl fersk steinselja, söxuð 1/4-1/2 rautt chilli, fræhreinsað og fínsaxað

Hitið ofninn í 220 gráður. Skerið þorskflökin í bita og raðið í smurt eldfast form. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman í skál: Pistasíuhnetum, sítrónusafa, sítrónuhýði, steinselju, chilli og ólífuolíu. Blöndunni er dreift yfir fiskinn. Bakið í miðjum ofni í 12-15 mínútur. Gætið þess að ofelda ekki fiskinn.


protein doughnuts

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

99


25% AFSLÁTTUR

Fæðubótarefni í tyggjóformi sem inniheldur 15 virk efni, meðal annars B12-vítamín sem stuðlar að því að draga úr þreytu. Einstök formúla af vítamínum, koffíni, andoxunarefnum og L-theanine sem finna má í grænu tei.

GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR MELTINGUNA

25% AFSLÁTTUR

6

Gall- og sýruþolnir mjólkursýrugerlar með asídófílus sem margfalda sig og ná góðri milljarðar góðgerla útbreiðslu í þörmum.

25% AFSLÁTTUR

Er kominn tími til að taka lyfin eða vítamínin? YOS eru handlægar 375ml vatnsflöskur sem innihalda fjögurra hólfa vítamínbox.

YOS flöskurnar eru úr endurvinnanlegu efni sem setja má í uppþvottavélina. Fáanlegar í fjórum litum. 100


Bragðgóðar og sykurlausar freyðitöflur

25% AFSLÁTTUR

Vönduð bætiefnalína hönnuð til að styðja við almenna heilsu.

Einfaldlega það besta úr náttúrunni! 25% AFSLÁTTUR

101


Styrktu ónæmiskerfið ELDERBERRY

KRILL PERLURNAR

Elderberry eða Ylliber eru sneisafull af andoxunarefnum í formi fenólsýra og vítamínum eins og C vítamíni sem stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Omega-3 í sinni öflugustu og hreinustu mynd, Krillolían er rík af EPA og DHA fitusýrum sem eru m.a lífsnauðsynlegar fyrir æðakerfið, heilann, húðina og ónæmiskerfið.

GUMMIES

FRÁ NATURES AID

EPA

FITUSÝRUR

DHA

FITUSÝRUR

C-VÍTAMÍN Bragðgóðar tuggutöflur með appelsínubragði. Frábær kostur fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja stórum töflum. Hentar öllum aldri.

102

25% AFSLÁTTUR

BETA GLUCANS IMMUNE SUPPORT+

Öflug blanda af vítamínum, jurtum og steinefnum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans. M.a. A, B, C og D-vítamín.


25% Elskaðu. Lifðu. Njóttu.

Hentar konum sem eru að upplifa fyrstu einkenni hormónabreytinga og áður en óregla kemst á blæðingar.

Fyrir konur sem eru komnar á breytingarskeiðið og blæðingar óreglulegar eða hættar.

AFSLÁTTUR

Fyrir konur sem eru komnar yfir breytingarskeiðið og vilja viðhalda kraftmiklum lífstíl og vernda beinin þegar árin færast yfir.

Femmenessence

Náttúruleg og lífræn macarót sem inniheldur ekki hormóna en styður við framleiðslu líkamans á hormónum.

25% AFSLÁTTUR

Macalife

Fyrir konur um og yfir fertugt sem eru enn með blæðingar, reglulegar eða óreglulegar en eru farnar að finna fyrir einkennum breytingarskeiðsins.

Macapause

Fyrir konur eftir fimmtugt eða þær sem hafa ekki haft blæðingar síðustu 12 mánuði og fyrir konur sem hafa, vegna aðgerða eins og brottnáms á eggjastokkum, farið á breytingarskeiðið. 103


KETÓ 25% AFSLÁTTUR

lífsstíll

Sykurlaust

KetoScience máltíðarhristingurinn hjálpar til við að efla þín ketó markmið. Blandaðu einfaldlega saman við vatn eða uppáhalds drykkinn þinn og njóttu góðs af ketó máltíðarhristingnum. Fljótleg, mettandi og næringarrík máltíð eða millimál.

» Hægt að nýta í ýmsa matargerð » Í baksturinn » Í búðinginn » Í boostið

104 Prófaðu einnig hinar vinsælu vörurnar okkar.

Fæst í stærri Nettó verslunum

Hentar einnLigE O L K L & PA ! mataræði


25% AFSLÁTTUR

Stendur vörð um þína heilsu!

• Heilbrigð þarmaflóra • Öflug melting • Sterkar varnir

105


25% AFSLÁTTUR

Oat Snack Loksins eru Oat Snack stykkin fáanleg á Íslandi! Oat snack eru orkustykki sem innihalda hágæða hafra til að gefa jafna og stöðuga orku yfir daginn. Frábær sem milllimáltíð, nesti í skólann og ekki síður fyrir erfiðar æfingar, fjallgöngur eða aðra útivist. Bragðið er síðan eitthvað sem þú hefur ekki kynnst áður. Þú hreinlega verður að prófa.

Power Proteinbar Ert þú einn af þeim sem finnur ekki Próteinstykki sem er gott á bragðið? Leitinni er lokið! Við fullyrðum að Power Proteinbar sé stykkið sem þú hefur alltaf leitað að. Hentug stærð, frábært verð og hollustupróteinstykki með bragði sem minnir á besta sælgæti.

106


C4

PREWORKOUT!

C4 er lang söluhæsta Preworkoutblandan í heiminum undanfarin 10 ár og ekki að ástæðulausu. Það er einfaldlega feykilega öflugt til að auka orku, vöðvastyrk, úthald og sprengikraft. Hentar fólki við alla hreyfingu sem krefst aukins vöðvastyrks og úthalds. Notkun 1-2 skeiðar út í 300-400 ml af vatni fyrir æfingu.

THE

RIPPER! Ripper fitubrennsluefnið hefur fyrir löngu sannað sig sem eitt öflugasta fæðubótarefnið á markaðnum þegar ætlunin er að brenna fitu og minnka matarlyst. Kemur í fjölmörgum frábærum bragðtegundum. Notkun ein skeið á dag út í 300 ml af vatni á morgnana eða fyrir æfingu.

25% AFSLÁTTUR

107


25% AFSLÁTTUR

BAKAÐAR KJÚKLINGABAUNIR 25% AFSLÁTTUR

108


109


PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI

25% AFSLÁTTUR

PLÖNTUPRÓTEIN NÁTTÚRULEG INNIHALDSEFNI 110

VEGAN


HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK 25% AFSLÁTTUR

AUS L R U SYK DLUMÖN LK MJÓ

VEGAN

111


krílin

Jón Magnús Kristjánsson og Elísabet Reynisdóttir

Af hverju er D-vítamín lífsnauðsynlegt fyrir barnið mitt? Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Elísabet Reynisdóttir, næringarfræðingur, sem bæði starfa hjá Heilsuvernd og Heilsugæslunni í Urðarhvarfi, gera hér stuttlega grein fyrir mikilvægi D-vítamíns, ekki síst fyrir heilsu barna. Hvað eru vítamín? Vítamín eru lífræn efni sem eru líkamanum lífsnauðsynleg til að tryggja viðhald og vöxt, heilbrigði og vellíðan. Vítamín fáum við aðallega úr fæðunni. Óheilbrigt og einhæft mataræði getur valdið næringarskorti sem haft getur alvarleg áhrif á líkamsstarfsemi okkar. Þá getur viðvarandi vítamínskortur leitt til hinna ýmsu sjúkdóma. Við ættum ávallt að muna að góð og fjölbreytt næring er undirstaða alls heilbrigðis. D-vítamín D-vítamín er fituleysanlegt vítamín sem oft er talið til hormóna frekar en vítamína. D-vítamín er nauðsynlegt fyrir kalkbúskap líkamans, styrkir bein og viðheldur orku og góða skapinu. Einnig er D-vítamín mikilvægt fyrir ónæmiskerfið. Vítamínið myndast í húðinni fyrir tilstilli sólarljóss en það er einnig að finna í fæðutegundum eins og feitum fiski (t.d. laxi og síld), lýsi og eggjum. Þá hefur D-vítamíni verið bætt út í nokkrar matvörur sem eru sérstaklega ætlaðar börnum, t.d. Stoðmjólk og suma ungbarnagrauta. Er nauðsynlegt að taka D-vítamín inn aukalega? Við ráðleggjum fólki á öllum aldri að bæta D-vítamíni við sem sérstakri fæðuviðbót, jafnvel fólki sem telur sig búa við fjölbreytt og hollt mataræði. Ástæðan er fyrst og fremst lega landsins á norðurhveli jarðar en hún gerir það að verkum að hér eru færri sólarstundir en hjá flestum öðrum þjóðum. Þeir sólargeislar sem við fáum (jafnvel að sumri til), duga einfaldlega ekki til þess að mynda allt það D-vítamín sem við þurfum. Þá hafa matarvenjur okkar breyst í áranna rás, til hins verra að mörgu leyti, með tilheyrandi skorti á vítamínum og öðrum mikilvægum efnum sem eru heilsu okkar lífsnauðsynleg.

112

Sérstaklega mikilvægt er að foreldrar passi vel upp á D-vítamín inntöku hjá börnum sínum en rannsóknir sýna að um 60% barna á Íslandi ná ekki lágmarksgildum D-vítamíns í blóði. Afleiðingar D-vítamínskorts hjá börnum geta verið alvarlegar, m.a. fyrir ónæmiskerfið og andlegt heilbrigði. Hjá Embætti landlæknis er ráðlagður dagskammtur D-vítamíns um 15 µg eða um 600 Iu (alþjóða einingar). Þó hafa sumar rannsóknir sýnt að þeir sem búa á norðlægum slóðum ættu að taka enn hærri skammta yfir vetrarmánuðina. Mikilvægustu skilaboðin okkar eru að taka D-vítamín dagsdaglega, en það er alltaf góð byrjun á deginum.


Hvað erí uppáhaldi hjá þínu krí li?

20%

Fingramatur

AFSLÁTTUR

Ávaxta- og grænmetisskvísur

Grænmetisskvísur

Kvöldverðaskvísur

Ávaxtaskvísur 113


HÁGÆÐA VÍTAMÍN FYRIR BÖRN

25% AFSLÁTTUR

NÝTT ÚTLIT Fjölvítamín

Kalk

Góðgerlar

Nýtt! Sólhattur fyrir börn

114

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.


100% lífrænt

Hreinir grautar og olía Fyrsta fæðan fyrir barnið þitt

25% 20% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Hveiti- og glútenlaust

Laktósafrítt

Eggjalaust

Engar hnetur 115


ÄNGLAMARK BARNAVÖRURNAR ERU ALLAR ÁN ASTMA- OG OFNÆMISVALDANDI EFNA. Þær innihalda ekki litarefni, lyktarefni eða efni sem raska hormónabúskapnum. Þær eru án Parabena og framleiddar úr fáum völdum innihaldsefnum til að lágmarka hættuna á ofnæmisviðbrögðum. Að auki eru þær umhverfisvænar.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 116


umhverfið

Lífræn heimilisþrif án aukaefna Margar tegundir hreinlætisvara innihalda óæskileg efni sem eru jafnan skaðleg, bæði mönnum og umhverfinu. Góðar hreinlætisvörur þurfa ekki að innihalda sterk kemísk efni til að ná fram góðri virkni.

U

ndanfarin ár hefur orðið mikil þróun í framleiðslu hreinlætisvara úr náttúrulegum efnum sem gefa kemískum efnum ekkert eftir í virkni. Þýska fjölskyldufyrirtækið Sonett er með þeim fremstu á sviði náttúrulegra hreinlætisvara, fyrirtækið framleiðir eingöngu vottaðar, mildar sápur og hreinsiefni. Vörurnar frá Sonett eru 100% niðurbrjótanlegar í náttúrunni og vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífsins. Hráefni varanna eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensím. Virkni efnanna er mjög góð á sama tíma og þau eru mild fyrir húðina. Efnin ilma öll af ferskri náttúru en ilmurinn er fenginn úr ilmkjarnaolíum í stað kemískra efna. Leiðarljós Sonett er að vernda náttúruna með því að bjóða upp á öflugar, 100% umhverfisvænar hreinlætisvörur. Fyrirtækið og allar vörur þess hafa allar bestu vottanir sem hreinlætisvörum standa til boða. Sonett hefur verið brautryðjandi í framleiðslu þvotta- og hreinsiefna úr lífrænum hráefnum frá árinu 1977. Lífræn heimilisþrif með náttúrulegum ilmi úr ilmkjarnaolíum Sonett framleiðir náttúrlegar ECO vottaðar hreinsivörur sem unnar eru úr lífrænum og Demeter vottuðum lífrænum plöntuhráefnum. Vörurnar innihalda náttúrulegar ilmkjarnaolíur sem eru sjaldan ofnæmisvaldandi og hafa vottun fyrir lífræna ræktun, þær eru flestar vegan og allar 100% niðurbrjótanlegar í náttúrunni.

Eftirfarandi staðreyndir eiga við um Sonett hreinlætisvörurnar: • Góð og öflug hreinsiefni • náttúrulegar vörur unnar úr plöntuhráefnum • brotna fullkomlega (100%) niður í náttúrunni • innihalda samþjöppuð efni sem eru drjúg í notkun • sérlega mildar fyrir húðina • án tilbúinna rotvarnarefna og ensíma • án tilbúinna ilmefna • án tilbúinna litarefna Henta hvar sem er, líka þar sem er rotþró Þvottaefni frá Sonett virka vel við öll hitastig og alla liti þvottar, þau eru án ensíma og fást bæði með og án ilms. Sonett býður upp á breiða vörulínu með öllum þeim hreinlætisvörum sem þarf fyrir heimilið, vinnustaðinn eða sumarbústaðinn. Línan inniheldur meðal annars alhreinsi, sótthreinsisprey, blettasápur, handsápur, gólfsápur, glerúða, uppþvottalög, uppþvottatöflur, uppþvottaduft, baðherbergishreinsi, þvottaefni og salernishreinsi. Vörurnar henta öllum sem vilja gera hreingerninguna skemmtilegri með dásamlegum ilmolíum. Betri samviska Hvað er það er sem við erum að anda að okkur og skola út í umhverfið með hreingerningarefnum? Með því að velja umhverfisvænar vörur frá Sonett getum við breytt hreingerningunni í umhverfisvernd. Veljum betri kost, fyrir okkur og umhverfið.

117


umhverfið

Berglind Guðmundsdóttir

Ég gríp í sótthreinsispreyið á hverjum degi Berglind Guðmundsdóttir heldur úti heimasíðunni gulurraudurgraennogsalt.is en þar hefur hún birt eigin uppskriftir og veitt landsmönnum innblástur fyrir eldamennsku um árabil. Berglind er einlægur aðdáandi Sonett vörulínunnar. Ertu með einhverja sérstaka hreingerningarrútínu? Ég veit ekki hvort þetta sé einhver rútína, þannig séð, en ég gríp í Sonnet sótthreinsispreyið á hverjum degi. Ég bara get ekki lýst ást minni nægilega mikið á þessari vöru. Ég nota spreyið til að strjúka yfir snertifleti, hurðarhúna og borðplötur. Ég sprauta því líka á íþróttaskó og svo elska ég að skipta á rúminu og spreyja yfir rúmfötin því það gefur svo góða lavender-lykt sem hefur róandi áhrif og stuðlar að bættum svefngæðum. Hvaða heimilisstörfum sinnir þú daglega og hvaða vörur notar þú við þau? Að mínu mati allt of mörgum. Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki mín sterkasta hlið og mér finnst allt of mikill tími fara í húsverkin. En ég á stóra fjölskyldu svo það er nú eðlilega skýringin. Ég læt í uppþvottavél og þvottavél á hverjum degi. Ég nota fljótandi lavenderþvottaefni á nær allan þvott en ólífu- og silkisápu á viðkvæmari þvott. Ég nota svo fljótandi grænu gallsápuna til að fjarlægja bletti úr fötum. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Þau eru ansi mörg en ætli það að ganga frá þvotti slái ekki öll met.

Þrífurðu extra vel fyrir hátíðir? Já, ég fer stundum í skápa og skúffur og raða og geng frá, en svo kaupi ég yfirleitt þrif fyrir jólin. Það bjargar oft geðheilsunni. En þarna met ég bara stöðuna hverju sinni og hverja hátíð fyrir sig. Ef það er mikið álag á mér þá læt ég öll aukaþrif eiga sig. Hvað er það við Sonett vörulínuna sem heillaði þig? Það hversu vel vörurnar henta viðkvæmri húð en ég er gjörn á að fá exem. Svo að sjálfsögðu þessi ómótstæðilega lykt. Hver er uppáhalds Sonett varan þín? Sótthreinsispreyið, án efa. Ég nota það í allt. Hvert er besta hreingerningarráðið sem þú hefur fengið? Mitt besta leynitrix er að dimma ljósin og spreyja sótthreinsispreyinu um alla íbúð. Þá er tilfinningin sú sama og þegar allt er tandurhreint. Þið heyrðuð þetta fyrst hér! Hægt er að fylgjast með Berglindi á vef- og samfélagsmiðlum. GulurRauðurGrænn&salt © (@gulurraudurgraennogsalt) • Instagram photos and videos

118


Vöruval á Sonett er mismunandi á milli Nettó verslana.

Öflug vörn gegn vírusum og bakteríum - skilur eftir sig ferska og góða lykt

Þvottaefni með lavender ilmkjarnaolíu, hentar vel fyrir þá sem hafa viðkvæma húð og ofnæmi.

Mýkjandi handsápa fyrir þurrar hendur með sítrónuilm

Lífrænar hreinlætisvörur sem brotna 100% niður í náttúrunni

Sérstakt þvottaefnið fyrir þá sem hafa ofnæmi, eru með viðkvæma húð og fyrir börn. Hentar í allan þvott.

Hreinsar og afkalkar sturtur, baðker, vaska, krana ofl. Úðið á og skiljið eftir í nokkrar mínútur og skolið af.

25% AFSLÁTTUR

Inniheldur olíu úr sígrænu tréi og citronellaolíu. Fjarlægir bletti, þvag og kalkskán vandlega. Þykkt og mjög áhrifaríkt hreinsiefni.

Fljótandi gallsápa- árangursríkur blettahreinsir með lífrænni sápu úr jurtaolíu

Hreinsar allt gler án þess að skilja eftir rákir. 119


Guðrún Sørtveit

Ég set ekki neina pressu á mig að hafa allt fullkomið Guðrún Sørtveit, förðunar- og lífsstílsbloggari á Trendnet og talskona Sonett, segir vörurnar henta lífsstíl sínum sem móður og umhverfisverndarsinna einstaklega vel.

Ertu með einhverja sérstaka hreingerningarrútínu? Ég reyni alltaf að taka þrif á föstudögum en stundum þegar það er mikið að gera þá tek ég heimilið bara í áföngum. Ég byrja kannski að þrífa baðherbergið á fimmtudegi. Síðan þurrka ég af, ryksuga og skúra á föstudegi eða öfugt. Til að koma mér í gang finnst mér mikilvægt að setja á góða tónlist eða „podcast“. Ég byrja oftast á baðherberginu. Ég set salernishreinsi í klósettið og síðan tek ég vaskinn og skrúbba sturtuna með alhreinsi og baðherbergishreinsi. Ég nota sótthreinsispreyið óspart inni á baði. Það er ótrúlega gott ráð að spreyja sótthreinsispreyinu reglulega í þvottavélina til að koma í veg fyrir myglu og sveppi. Næst fer ég í eldhúsið, geng frá og þurrka af með alhliða- og glerspreyinu, bæði í eldhúsinu og stofunni. Ég tek herbergin síðan oftast síðast en þar nota ég alhliða- og glerspreyið. Hvaða heimilisstörfum sinnir þú daglega og hvaða vörur notar þú við þau? Ég reyni að ryksuga létt yfir gólfið og þurrka af með alhliða spreyinu frá Sonett daglega. Svo set ég yfirleitt í eina þvottavél á dag til þess að passa að þvotturinn safnist ekki upp. Ég nota alltaf þvottalöginn fyrir viðkvæma húð fyrir dóttur mína, þvottalöginn með lavender á þvottinn okkar og svo þvottalöginn fyrir liti á íþróttaföt og stundum tuskur. Ég bletta föt dóttur minnar með gallsápunni sem er geggjuð. Það er síðan ekki hægt að komast hjá því og er bara partur af daglegu rútínunni að setja í uppþvottavél og þá nota ég Sonett uppþvottatöflurnar. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Að skúra góflið er það leiðinlegasta sem ég geri og að ganga frá þvottinum. Þrífurðu extra vel fyrir hátíðir? Já og nei. Ég set ekki neina pressu á mig að hafa allt fullkomið fyrir hátíðirnar, þær koma þótt allt sé ekki fullkomið. Mér líður samt svo vel þegar allt er hreint og fínt og finnst þrif vera smá hluti af hátíðunum. Það er gaman og gott að nýta hátíðirnar sem hvata til að þrífa ofninn, þrífa glugga og taka til inni í skápum. Hvað er það við Sonett vörulínuna sem heillaði þig? Það sem fyrst og fremst heillaði mig við Sonett er hversu umhverfisvænar vörurnar eru. Þær brotna 100% niður í náttúrunni og hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli og er ég alltaf að reyna vanda mig í þeim málum. Mér líður bara svo vel að nota þessar vörur, því þær innihalda ekkert eitur. Og fyrir utan hvað þær eru góðar þá lykta þær líka svo vel. Hver er uppáhalds Sonett varan þín? Mig langar að segja allar. En ef ég ætti að velja þá yrði það að vera blettahreinsirinn góði sem ég nota nánast daglega því hann nær nánast öllum blettum úr. Síðan eru

120

spreyin í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég nota alhliða- og glerspreyið nánast daglega! Hvert er besta hreingerningarráð sem þú hefur fengið? Mér finnst mjög gott ráð að skipta þrifum heimilisins niður á nokkra daga, eins og ég nefndi áðan. Ég setti alltaf svo mikla pressu á sjálfa mig að taka bara einn dag í þrifin að gera allt í einu og var síðan svekkt að ná ekki að klára. Það er allt í góðu að skipta þrifunum niður á tvo daga.


NÝTT

WILD EARTH

25% AFSLÁTTUR

- Gætir þín og náttúrunnar -

Umhverfisvænustu bætiefnin Allar umbúðirnar brotna niður í umhverfinu á aðeins 16 mánuðum

121


VAL ÞITT Í DAG HEFUR ÁHRIF Á JÖRÐINA Á MORGUN! Val þitt á hreinsiefnum er mjög mikilvægt fyrir umhverfi þitt en jafnframt þína nánustu. Þegar þú velur umhverfisvæn hreinsiefni, ertu að hjálpa til við að vernda umhverfið og sjálfan þig gegn ofgnótt af skaðlegum efnum. Með umhverfisvænum hreinsiefnum líkt og Änglamark gerirðu umhverfi þitt hreint án skaðlegra efna. Änglamark vörurnar eru án ilmefna, parabena eða óþarfa litarefna. Þú lágmarkar því líkurnar á ofnæmisviðbrögðum húðarinnar. Þær eru svansmerktar sem tryggir gæði varanna og að áhrif þeirra á umhverfið eru lágmörkuð.

Änglamark baðherbergishreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi

Änglamark eldhúshreinsir Leysir upp fitu og óhreinindi

Änglamark gler- og rúðuhreinsir

Leysir upp fitu og óhreinindi. Skilur ekki eftir rákir.

Änglamark wc hreinsir Öflugur á kalk og óhreinindi

Änglamark uppþvottalögur

Drjúgur og öflugur uppþvottalögur sem er jafnframt mildur fyrir hendurnar

122

25% AFSLÁTTUR


„BESTA ÞVOTTAEFNIÐ FYRIR LITAÐAN ÞVOTT... SÉRSTAKLEGA ÖFLUGT TIL AÐ FJARLÆGJA BLETTI.„ DÖNSKU NEYTENDASAMTÖKIN TÆNK, ÁGÚST 2021

25% AFSLÁTTUR

FYRSTU VERÐLAUN

EUROPEAN PRIVATE LABEL AWARDS

2021

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 123


Stálbrúsi 500 ml

3.199

KR STK

Áður: 3.999 kr/stk

HEITT

6

KLST KALT

12

Nestiskubbur 965 ml To Go

KLST

1.599

Tvískipt morgunverðarbox 530 ml

799

KR STK

Áður: 1.999 kr/stk

KR STK

Áður: 999 kr/stk

Skipulagður snæðingur er lykillinn að árangri

Súpubolli með loki 656 ml

799

KR STK

Áður: 999 kr/stk

20% Fresh works box 2,6 L

1.599

AFSLÁTTUR

KR STK

Áður: 1.999 kr/stk

Rör margnota

Frábær örbylgjubox! Með Easy Bacon og Easy Poach Eggs örbylgjubökkunum er hægt að útbúa fullkomlega stökkt beikon og hleypt egg í örbylgjuofninum án mikillar fyrirhafnar og með eggjakökuboxinu verður eggjakökugerðin leikur einn.

959 Easy Bacon örbylgjubakki

1.999

KR STK

Áður: 1.199 kr/stk

KR STK

Áður: 2.499 kr/stk

Eggjakökubox

719

KR STK

Áður: 899 kr/stk

124

Egg Poacher

1.999

KR STK

Áður: 2.499 kr/stk


20% AFSLÁTTUR

Keramik mini ofn mót 13cm

799 kr Áður: 999 kr

Stálrör 4 stk

719 kr Áður: 899 kr

Teflaska 400ml

1.359 kr Áður: 1.699 kr

Ostahnífar 4 block sett

Krukka m. bambus loki 0,5L 3stk

2.319 kr Áður: 2.899 kr

2.399 kr Áður: 2.999 kr

Ostabakki marmara m. kúpul 22cm

3.999 kr Áður: 4.999 kr

Gæðavörur

Mjólkurflóari 450ml

1.199 kr Áður: 1.499 kr

fyrir eldhúsið Krukka m.bambus loki 0,8L

Glasamotta Terazzo flís

1.559 kr Áður: 1.949 kr

799 kr Áður:999 kr

0,6L

Kökudiskur marmara 30cm

3.999 kr

719 kr

Smoothie skeið svört

Áður: 4.999 kr

Áður:899 kr

1.679 kr Áður: 2.099 kr

Tesett 10stk

5.199 kr Áður: 6.499 kr

Marmara hnífasett

3.679 kr Áður: 4.599 kr

Marmara skurðarbretti

559 kr Áður: 699 kr Pizzaskeri 32cm

Double wallet kaffiglös 2stk

2.639 kr Áður: 3.299 kr

1.519 kr Áður: 1.899 kr

Úrval er mismikið eftir stærð verslanna.

125


25%

Æfingarteygja létt

AFSLÁTTUR

749 kr Áður: 999 kr

Jafnvægismotta

Æfingarteygja miðlungs

2.849 kr Áður: 3.799 kr

899 kr Áður: 1.199 kr

Æfingarteygja stíf

Atom handlóð 1kg

674 kr Áður: 899 kr

1.199 kr Áður: 1.599 kr Hlaupabelti

1.049 kr Áður: 1.399 kr

Atom handlóð 2kg

1.199 kr Áður: 1.599 kr

Atom handlóð 3kg

1.724 kr Áður: 2.299 kr

Æfðu þig

Æfingarteygja extra stíf

1.499 kr Áður: 1.999 kr

heima Yoga korkur

1.724 kr Áður: 2.299kr

Ketilbjalla 10kg

2.849 kr Áður: 3.799 kr

Atom handlóð 4kg

2.249 kr Áður: 2.999 kr

Ketilbjalla 16kg

3.974 kr Áður: 5.299 kr Vatnsbrúsi með auka hólfi

2.174 kr Áður: 2.899 kr

Nuddbyssa

11.999 kr Áður: 15.999 kr 126

Úrval er mismikið eftir stærð verslanna.


SK Y

L D U n n i á r e yk

j

FJÖ

YL DU

BÚ i nu á h

ei ð 1

u

úin

FJ

L SK

ar

ÖL

FRÁ

I ðA

FRÁ

UB Ú i nu Í E LL

I al

du æn

n u m á n e s l æk

í

ki

us i

kró

b

BÚ i nu á hj

FRÁ

YLDU

ölf

LSK

la

FJÖ

sókn m i e h í Kíktu glsbónda! til Ísfu F RÁ

YLD

ab

SK

MM HVA

F RÁ F J ÖL

KJÚKLINGUR OG KALKÚNN FRÁ ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA

127


Það sést á brosinu.

128


25% AFSLÁTTUR

Borðaðu Næra™ með bestu samvisku Íslenskur ostur, íslenskt skyr Poppað í lofttæmi, ekki bakað eða steikt Íslenskt hugvit og gæðahráefni PRÓTEINRÍKT

Lauflétt og ljúffengt nasl

Facebook Naerasnacks

Instagram Naerasnacks

GLÚTENFRÍTT

129


ÞAÐ ER MAGNAÐ HVAÐ NÁTTÚRAN GEFUR OKKUR KOLLAGEN | VIRKNI | VELLÍÐAN 130


Ofurtilboð í Samkaupa-appinu Fimmtudagur 27. janúar Apptilboð dagsins Appsláttur:

Afsláttur í formi inneignar í appinu. Náðu í appið og safnaðu inneign.

Laugardagur 29. janúar Apptilboð dagsins

Föstudagur 28. janúar Apptilboð dagsins Appsláttur:

50%

Appsláttur:

50%

inneign í appinu!

50%

inneign í appinu!

inneign í appinu!

Sætar kartöflur

Bláber

Sunnudagur 30. janúar Apptilboð dagsins

Mánudagur 31. janúar Apptilboð dagsins

(kg)

Appsláttur:

50%

Avókadó/Lárpera

(125 g)

(kg)

Þriðjudagur 1. febrúar Apptilboð dagsins Appsláttur:

50%

Appsláttur:

50%

inneign í appinu!

inneign í appinu!

inneign í appinu!

Sellerí

Appelsínur

Epli, græn

Miðvikudagur 2. febrúar Apptilboð dagsins

Fimmtudagur 3. febrúar Apptilboð dagsins

Föstudagur 4. febrúar Apptilboð dagsins

(kg)

(kg)

(kg)

Appsláttur:

Appsláttur:

50%

50%

inneign í appinu!

inneign í appinu!

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

Engiferrót

Vatnsmelóna

Mangó

(kg)

(kg)

(kg)

Laugardagur 5. febrúar Apptilboð dagsins

Sunnudagur 6. febrúar Apptilboð dagsins

Appsláttur:

Appsláttur:

50% Sítrónur (kg)

inneign í appinu!

50% Perur (kg)

inneign í appinu!


Afsláttur í formi inneignar í appinu. Náðu í appið og safnaðu inneign.

Ofurtilboð í Samkaupa-appinu Fimmtudagur 27. janúar Apptilboð dagsins Nano prótein pönnukökur 5 teg.

Appsláttur:

35%

Guli miðinn D-3 vítamín 50 μg, 60 töflur

inneign í appinu!

Laugardagur 29. janúar Apptilboð dagsins

Föstudagur 28. janúar Apptilboð dagsins Appsláttur:

60% inneign í appinu!

Appsláttur:

40%

NOW D-3 2000 240 töflur

inneign í appinu!

Appsláttur:

45% Atkins Treat 2 teg.

Appsláttur:

Whole Earth gos 330 ml – 2 teg.

inneign í appinu!

Sunnudagur 30. janúar Apptilboð dagsins

40% inneign í appinu!

Appsláttur:

40%

MUNA mangó þurrkað 125 g

inneign í appinu!

Þriðjudagur 1. febrúar Apptilboð dagsins

Mánudagur 31. janúar Apptilboð dagsins

Appsláttur:

45%

Nick's Crunchy Caramel, 28 g

inneign í appinu!

Nick's Peanuts n’ Fudge 40 g

New Nordic Apple Cider hlaup, 60 töflur

Dr. Frei C-vítamín 1000 mg freyðitöflur

Miðvikudagur 2. febrúar Apptilboð dagsins

40%

Appsláttur:

Biona kókosmjólk 400 ml

55% inneign í appinu!

Appsláttur:

50%

Astaxanthin Íslenskt, 60 stk.

inneign í appinu!

50% inneign í appinu!

Appsláttur:

40% inneign í appinu!

Föstudagur 4. febrúar Apptilboð dagsins Hansal magnesíum Sítrónu

Koko kókosmjólk 1l

Energy 60 hylki

Laugardagur 5. febrúar Apptilboð dagsins Nix&Kix 3 teg., 250 ml

inneign í appinu!

Appsláttur:

Appsláttur:

50% inneign í appinu!

inneign í appinu!

Appsláttur:

Iceherbs Húð, hár og neglur, 60 hylki

60%

Guli miðinn Acidophilus Plús 120 stk.

Fimmtudagur 3. febrúar Apptilboð dagsins Astafuel 170 ml

Iceherbs Rauðrófur, 400 mg

Appsláttur:

Appsláttur:

40% inneign í appinu!

Fulfil Súkkulaði og karamella, 50 g

Appsláttur:

40% inneign í appinu!

Sunnudagur 6. febrúar Apptilboð dagsins VitaYummy Allar teg.

Appsláttur:

60% inneign í appinu!

TILBOÐIN GILDA 27. JANÚAR - 6. FEBRÚAR 2022 WWW.NETTO.IS Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Hafnarfjörður • Lágmúli • Mjódd • Mosfellsbær • Nóatún • Salavegur • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.