hollusta
Dagur í lífi Röggu Nagla Dæmigerður dagur í mínu lífi í æfingum, vinnu og mat.
É
g er algjör morgunhani og er yfirleitt komin á fætur milli 6 og 6.30. Stundum fyrr ef það er mjög annasamur vinnudagur framundan en ég vinn sem sálfræðingur í Kaupmannahöfn þar sem ég er með mína eigin stofu og ég veiti einnig fjarsálfræðiviðtöl í gegnum netið. Morgunmaturinn minn er alltaf eins. Ég borða alltaf haframjöl og egg en í allskonar varíasjónum enda er haframjöl eins og auður strigi málarans sem getur breyst í allra kvikinda líki. Bakaður grautur. Kaldur grautur. Grautartriffli. Næturgrautur með chia fræjum. Heitur grautur á gamla móðinn. Svo toppa ég grautinn alltaf með ávöxtum og hnetu-, kókoshnetu- eða möndlusmjöri. Himnesk hollusta hnetusmjörið er í miklu uppáhaldi, bæði gróft og fínt. Monki kasjúhnetusmjörið er algjör dýrð og hvíta möndlusmjörið er eins og marsipan og ég gæti klárað heila dollu bara með höndunum. Svo hef ég mig til fyrir æfingu og u.þ.b. 20 mínútum fyrir æfingu fæ ég mér BCAA blast frá NOW en undanfarið hef ég verið henda matskeið af rauðrófudufti og kreatíni út í, sem hvoru tveggja hafa rifið upp þyngdirnar í lyftingunum hjá mér. Kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótarefnið á markaðnum og eykur ATP sem er orkuefnið í hvatberunum. Rauðrófuduft eykur súrefnisupptöku í vöðvum svo við getum æft lengur og kreist út nokkrar endurtekningar í viðbót. Eftir æfingu fæ ég mér alltaf einföld kolvetni og prótein til að hefja próteinmyndum í vöðvum til að koma af stað viðgerðarferlinu. Þar erum við að horfa á minn heimsfræga hnausþykka próteinsjeik og maískökur. Síðan hjóla ég í vinnuna en ég vinn sem sálfræðingur á minni eigin stofu í Kaupmannahöfn og tek samtöl þar sem og í gegnum fjarfundabúnað fyrir skjólstæðinga mína á Íslandi.
56
Hádegis- og kvöldmatur er alltaf samsettur úr próteini, kolvetnum, fitu og haug af grænmeti og salati. Próteingjafarnir mínir eru mestmegnis dauðar skepnur: kjöt/fiskur/ kjúklingur en ég er líka mjög dugleg að borða innmat eins og hjörtu, lifur og nýru. Ólíkt mörgum þá elska ég áferðina og bragðið, og ekki skemmir fyrir að þessar afurðir eru orkubombur og stútfullar af járni, steinefnum og vítamínum. Ég er með mjög jákvæðar hugsanir um að minnka kjötneyslu út af umhverfisástæðum og siðferðisvitund, sem mætti alveg ganga betur í verki. Flókin kolvetni fæ ég úr kartöflum, sætum kartöflum, rótargrænmeti, hrísgrjónum, kúskús, byggi, hirsi og haframjöli. Ég elska hrísgrjónablönduna frá Himneskri hollustu með brúnum og villtum grjónum. Þriðjungur af disknum mínum er yfirleitt hlaðinn af grænmeti og salati. Ég á svo margar uppáhalds uppskriftir eins og bakað rósakál með beikonbitum, grillað brokkolí, heilt bakað blómkál með sinnepi og timjan, tómatfyllt eggaldin og hvítlaukssteikta sveppi. Fituskammtinn fæ ég með því að setja olíu út á salat, búa til gvakamólí úr avókadó, hummus eða strá muldum hnetum eða fræjum yfir salatið.