3 minute read

Ingi Torfi og Linda Rakel

Vegum hvort annað upp

Hjónin, viðskiptafræðingarnir og markþjálfarnir Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir ákváðu fyrir rúmu ári að kúvenda lífi sínu, sögðu bæði upp föstu starfi og fóru að vinna í því að láta drauma sína rætast. Torfi vann í 16 ár sem fasteignasali og Linda Rakel var þjónustufulltrúi í banka.

Ingi Torfi byrjaði að telja macros, eða næringarefni, árið 2016 með rosalega góðum árangri og Linda elti svo eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um þessa aðferð sem nú hefur náð miklum vinsældum. „Við fundum bæði rosalegar bætingar á æfingum, betri líðan, jafnari orku, fljótari endurheimt og fleira sem sýndi okkur að við vorum á réttri leið. Í kjölfarið fórum við að aðstoða vini og vandamenn við að telja macros og fundum bæði fyrir auknum áhuga á að kenna fleirum þetta því þetta virkar svo vel,” segir Linda. Það var svo fyrir rúmu ári síðan að Ingi Torfi var beðinn um að taka félaga sinn í þjálfun og þá fór boltinn að rúlla og úr varð Næringarþjálfun ITS, fyrirtæki hjónanna, sem vakið hefur verðskuldaða athygli.

Aðspurð hvernig það gangi að vinna saman svara þau í kór að það gangi rosalega vel. „Við erum svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur. Eins og góðir liðsfélagar gera þá vegum við hvort annað vel upp. Svo er auðvitað ekkert smá gaman að vinna með besta vini sínum, það er alltaf stuð og stutt í fíflalæti á skrifstofunni.“

Talning á næringarefnum Við biðjum hjónin að útskýra málið aðeins nánar fyrir þeim sem ekki þekkja macros-aðferðina. „Þetta er í raun bara skráning og talning á næringarefnum, kolvetni, próteini og fitu. Enska orðið yfir næringarefni er macros og við notum það þegar við segjumst telja macros. Í þjálfuninni reiknum við út næringarþörf viðskiptavina okkar út frá upplýsingum sem við fáum frá hverjum og einum. Svo er það hver og einn sem finnur út hvað hentar að gera á hverjum degi innan þess ramma sem hann hefur.“ Þau segja aðferðina ekki flókna í grunninn en vissulega krefjist hún svolítillar vinnu til að byrja með.

„Þetta er vinna sem er þess virði að leggja á sig því þú öðlast lærdóm og þekkingu sem þú býrð yfir alla ævina. Það er fyrsta vikan sem fer í að læra mest og er eins og háskólagráða af þekkingu þegar hún er liðin. Þú gerir fullt af mistökum sem þú lærir helling af.” Þau segja magnað að sjá hvað fólk er fljótt að ná þessu en að þeirra vinna felist meðal annars í því að vera til taks allan daginn og aðstoða fólk í gegnum skilaboð. „Þannig að ef einhverjar spurningar vakna erum við alltaf til taks að svara og leiðbeina.“

Stoltir NOW liðsmenn

Þau Ingi Torfi og Linda Rakel gengu nýverið til liðs við NOW teymið en í því er fleira fagfólk og framúrskarandi einstaklingar. Þau hafa notað vörurnar í áraraðir og segja samstarfið því einstaklega skemmtilegt. „Við erum afar stolt af því að vera partur af NOW teyminu enda miklir aðdáendur vörulínunnar. NOW vörurnar eru aðgengilegar og vörulínan er breið þar sem við getum fengið allt sem við teljum okkur þurfa til þess að tryggja heilbrigðan lífsstíl.”

Við erum svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur.

Aðspurð hvað heillaði þau mest við NOW segja þau það fyrst og fremst hafa verið trúverðugleiki, hreinleiki og gæði. „Eins höfum við lesið okkur til um allt það flotta fólk sem hefur lagt nafn sitt við merkið og það er ekkert smá vandaður hópur. En hver skyldi vera uppáhaldsvaran þeirra um þessar mundir. „Uppáhaldsvaran okkar er hreina kreatínið sem við tökum alla daga. Auk þess tökum við alltaf NOW EfferHydrate Lemon eftir æfingar. Annars tökum við daglega inn fjölvítamínin frá NOW og að auki tökum við Omega-3, magnesíum, D-vítamín og NOW góðgerla Probiotic 10 25 Billion. Einnig tökum við hreint NOW prótein og kollagen þegar við þurfum að bæta upp próteininntöku dagsins.“