1 minute read

mynd list

Fyrir hverja er námið?

→ Námið er fyrir allt fólk sem hefur klárað starfsbraut í framhaldsskóla.

→ Fólk má líka hafa klárað nám sem er líkt og starfsbraut.

HVAÐ LÆRUM VIÐ Í NÁMINU?

→ Í náminu lærum við um myndlist og hönnun. Við lærum allskonar leiðir sem fólk notar til að búa til myndlist. Til dæmis lærum við vinnu-aðferðir og tækni sem fólk notar.

→ Við lærum orð og lýsingar sem við notum til að tala um myndlist og hönnun. Við lærum líka að nota orð og hugmyndir til að búa til myndlist og hönnun.

→ Við lærum lista-sögu og tölum um listaverk sem fólk hefur búið til. Við lærum um samtíma-list og tölum um hvernig list myndlistarfólk er að gera í dag.

HVENÆR ER KENNSLA?

→ Námið er hálft nám. Kennsla er frá morgni fram að hádegi. Námið er alla virka daga og ekki um helgar.

→ Námið er tvær annir. Ein haustönn og ein vorönn.

→ Hver önn er 15 einingar. Samtals er námið 30 einingar.

This article is from: