gjörbREYTT aðstaða við hlíðavöll
Þrjár rafhleðslustövar settar upp í Mosó Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að ráðist verði í kaup og uppsetningu á þremur rafhleðslustöðvum í Mosfellsbæ. Stefnt er að uppsetningu hæghleðslustöðva við íþróttamiðstöðvarnar við Lágafell og Varmá og við FMOS. Hæghleðslustöðvar nýtast vel til að bæta á hleðslu rafmagnsbíla starfsmanna eða viðskiptavina í íþróttamiðstöð eða skóla, en fullhleðsla tekur nokkrar klukkustundir. Þessar staðsetningar voru valdar með það í huga að þær nýttust sem best íbúum í Mosfellsbæ, starfsmönnum stórra vinnustaða og ferðamönnum á leið í gegnum bæinn. Mosfellsbær hefur hlotið styrk frá Orkusjóði sem mun nægja fyrir um helmingi þess kostnaðar sem fellur til.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar stefnir að því að opna fyrsta áfanga glæsilegrar byggingar í maí
Styttist í að íþróttamiðstöð GM verði tekin í notkun Miðsvæðis á Hlíðavelli er nú verið að leggja lokahönd á glæsilega íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Fyrir ári síðan, þann 1. apríl 2016, tóku ungir kylfingar fyrstu skóflustunguna og í dag er uppbygging á húsinu á lokasprettinum. Á Hlíðavelli hefur átt sér stað mikil uppbygging á 18 holu golfvelli frá árinu 2004. „Það eru miklir uppgangstímar hjá okkur og nýtt hús mun gjörbylta allri aðstöðu golfklúbbsins,“ segir Kári Tryggvason nýr formaður GM. Klúbburinn telur um 1.000 manns í dag og fer ört fjölgandi.
Veitingasala og veislusalur
Opið fyrir umsóknir í vinnuskólann
Opnað var fyrir skráningar í Vinnuskóla Mosfellsbæjar þann 23. mars en umsóknarfrestinum lýkur 7. apríl. Vinnuskóli Mosfellsbæjar er starfræktur fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Mosfellsbæjar. Skráning fer fram í gegnum Íbúagátt Mosfellsbæjar. Allir sem sækja um fyrir 7. apríl fá vinnu. Vinnuskóli Mosfellsbæjar verður starfræktur á tímabilinu 8. júní til 16. ágúst. Skólinn verður lokaður á tímabilinu 26. júlí til og með 3. ágúst. Daglegur vinnutími og tímabil fer eftir aldri nemenda sem má sjá nánar á mos.is. Lögð er áhersla á að kenna nemendum að vinna og hegða sér á vinnustað, umgangast bæinn sinn og auka skynjun og viðrðingu nemenda fyrir umhverfinu.
kirkjustarfið
Íþróttamiðstöðin verður 1.200 fm á tveimur hæðum og mun hýsa alla skrifstofu-, félags- og æfingaaðstöðu klúbbsins til framtíðar. Þá verður tekinn í notkun salur á efri hæð hússins sem rúma mun 120200 manns. Þar verður rekin veitingasala og veislusalur leigður út. „Hér eiga allir Mosfellingar eftir að njóta góðs af góðri aðstöðu og geta mætt hér í kaffi eða mat. Útsýnið héðan er frábært
„Stefnt er að því að fyrsta áfanga verksins ljúki nú í næsta mánuði með opnun efri hæðarinnar. Neðri hæðin með búnings- og æfingaaðstöðu verður svo vonandi tekin í notkun fyrir veturinn. Á sumrin stunda um 200 börn golf og hefur vantað verulega upp á aðstöðu til æfinga yfir vetrartímann. Þetta verður því kærkomið fyrir okkar ungu og efnilegu kylfinga. Þá gefst möguleiki á því að gera golf að heilsársíþrótt í Mosfellsbæ við bestu mögulegar aðstæður.“
Ómetanlegir sjálfboðaliðar „Hér erum við full eftirvæntingar og sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum á síðustu mánuðum undir eftirliti verktaka hússins. Allt gengur samkvæmt áætlun og tilhlökkunin er mikil.
kári tryggvason formaður GM
Félagsandinn er mjög góður og án þessara öflugu sjálfboðaliða sem lagt hafa á sig hundruð vinnustunda væri þetta einfaldalega ekki hægt,“ segir Kári að lokum. Gamli golfskálinn neðan við Súluhöfða mun víkja ásamt æfingasvæðinu og þar mun rísa íbúðagata.
Íbúum gefst kostur á að kjósa Bæjarbúar hafa tekið virkan þátt í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó. Kosning stendur yfir og markmiðið er að sögn Aldísar Stefánsdóttur, verkefnastjóra verkefnisins, að slá öll met í íbúakosningunni. Þau sveitarfélög sem hafa farið í gegnum verkefnið hafa mest náð 13% kosningaþátttöku. „Mosfellingar eru þekktir fyrir að setja sér háleit markmið og við stefnum á að lágmarki 20%. Þarna ættu flestir að finna eitthvað sem þeim líst á að gera betur í sínu nærumhverfi,“ segir Aldís.
til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Verkefnið hófst með hugmyndasöfnun í febrúar og lýkur í sumar með framkvæmdum á þeim verkefnum sem kosin verða af íbúum. Gert er ráð fyrir 25 milljónum króna til verkefnisins. Bærinn er allur eitt svæði í hugmyndasöfnun og kosningu. Við úrvinnslu hugmynda verður leitast við að tryggja að verkefni sem kosið verður um séu landfræðilega dreifð innan sveitarfélagsins.
Samráðsverkefni íbúa og bæjarins Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns
Allar nánari upplýsingar um verkefnið er hægt að finna á mos.is/okkarmoso
Helgihald næstu vikna
Fimmtudagurinn 13. apríl - Skírdagur Fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30. Báðir prestarnir
64
Æfingaaðstaða fyrir börn og unglinga
Stefnir í góða þátttöku í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó • Kosningu lýkur á mánudag
Sunnudagurinn 9. apríl - Pálmasunnudagur Fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30. Báðir prestarnir
www.lagafellskirkja.is
og fellur húsið vel inn í landslagið. Stefnt verður að því að svæðið verði tengt inn á stígakerfi Mosfellsbæjar og munu þar skapast mörg tækifæri fyrir tengingar við fleiri íþróttir og útvist í hjarta Mosfellsbæjar.“
Föstudagurinn 14. apríl - Föstudagurinn langi
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ
Guðsþjónusta á Hömrum kl. 14:00 Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 20:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Miðvikudagurinn 19. apríl Helgistund á Eirhömrum kl. 13:30 Sr. Arndís Linn
Sunnudagurinn 16. apríl - Páskadagur Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 08:00. Sr. Arndís Linn. Að lokinni guðsþjónustu er kirkjugestum boðið í léttan morgunverð í safnaðarheimilinu.
Sunnudagurinn 23. apríl Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl 10:30. Báðir prestarnir Fermingarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Nánari upplýsingar á www.lagafellskirkja.is