Fréttabréf - Bókasafn Seltjarnarness - Nóvember 2013

Page 1

Fréttabréf Bókasafn Seltjarnarness Nóvember 2013

JÓLAPRJÓN, DJASS, OVE OG UNGVIÐIÐ Nú eru jólabækurnar teknar að streyma inn á Bókasafn Seltjarnarness og starfsfólkið farið að tína fram bækur, blöð og annað spennandi efni sem viðkemur jólunum. Dagskrá nóvembermánaðar ber keim af jólunum en þá er meðal annars boðið upp á námskeið í gerð jólagjafa, lifandi jasstónlist, bókmenntaumfjöllun og sögustund. Alltaf er heitt á könnunni í tímaritadeildinni, þar sem hægt er að finna nýjustu blöð og tímarit hverju sinni.

Síðar í mánuðinum verður opnuð sýning á Álfabókum Guðlaugs Arasonar eða 14. nóvember og hið árlega rithöfundakvöld fer fram 26. nóvember. Viðburðirnir verða kynntir betur þegar nær dregur.


ARI BRAGI OG KJARTAN 4. NÓVEMBER Mánudaginn 4. nóvember kl. 17:30 kemur fram í Bókasafni Seltjarnarness einn rómaðasti trompetleikari landsins Seltirningurinn Ari Bragi Kárason en með honum leikur hinn kunni píanóleikari Kjartan Valdimarsson. Tónleikaröðin, sem þeir félagar koma fram á, ber yfirskriftina Tónstafir og er samstarfsverkefni Bókasafnsins og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Aðgangur er ókeypis.

Ari Bragi

MEÐ JÓLIN Á PRJÓNUNUM 5. NÓVEMBER Óhætt er að segja að hönnuðurinn og handverkskonan Hélène Magnússon hafi slegið í gegn með frumlegri og skapandi nálgun þar sem hún tvinnar saman íslenskt handverk við efnivið og náttúru landsins. Bókasafn Seltjarnarness hefur nú skipulagt námskeið með Héléne undir yfirskriftinni Með jólin á prjónunum en þar mun hún stýra prjónanámskeiði sem miðar að gerð skemmtilegra jólagjafa. Þátttakendur geta komið með eigið garn eða keypt það hjá Héléne á námskeiðinu gegn vægu gjaldi. Námskeiðið er haldið þriðjudagana 5. nóvember og 3. desember kl. 17 – 19, en þess á milli er þátttakendum og öðrum boðið að hittast á Bókasafninu á sama tíma alla þriðjudaga til að bera saman verk sín og fá sér kaffisopa. Námskeiðsgjaldið er kr. 500 en skráning fer fram á Bókasafni Seltjarnarness eða með tölvupósti á kristina@seltjarnarnes.is. 2


MAÐUR SEM HEITIR OVE 5. NÓVEMBER Bókmenntafélag Seltjarnarness kemur saman þriðjudaginn 5. nóvember kl. 19:30-20:30 í Bókasafni Seltjarnarness til að ræða bókina Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Backman. Bókin fjallar um Ove sem er 59 ára, býr einn í raðhúsi og ekur um á Saab. Í augum nágrannanna er hann beiskjan og smámunasemin uppmáluð; sjálfskipaður eftirlitsmaður sem sér til þess að menn gangi sómasamlega um. En þegar nýir nágrannar banka upp á hjá Ove tekur líf hans óvænta stefnu. Hjartnæm, sár og sprenghlægileg saga um hallarbyltingu í hverfissamtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Og Saab. Maður sem heitir Ove sló rækilega í gegn þegar hún kom út í Svíþjóð árið 2012 og fer nú sann-kallaða sigurför um heiminn. Bókmenntafélag Seltjarnarness er opinn félagsskapur þar sem allir eru boðnir hjartanlega velkomnir að spjalla, hlýða á frásagnir annarra og fá sér kaffi og með því.

SÖGUSTUND UNGRA LESENDA 6. NÓVEMBER Nú sem endranær eru ungir bókaormar boðnir velkomnir í Bókasafnið, en sérstök sögustund fyrir yngstu börnin fer þar fram miðvikudaginn 6. nóvember kl. 17:30. Þá verður lesin sagan Maríuhænan og býflugustrákurinn eftir David Soman og Jacky Davis.

ÁLFABÆKUR – ÉG Á EKKI ORÐ! 14. nóvember

3


ÁSTA

Rithöfundakvöld 26. nóvember

Hin árlega höfundakynning Bókasafns

Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu, móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita. Veiztu það, Ásta, að ástar þig elur nú sólin? Veiztu, að heimsaugað hreina og helgasta stjarnan skín þér í andlit og innar albjört í hjarta, vekur þér orð, sem þér verða vel kunn á munni? Veiztu, að lífið mitt, ljúfa, þér liggur á vörum? Fastbundin eru þar ástar orðin blessuðu. Losa þú, smámey, úr lási lítinn bandingja! Sannlega sá leysir hina og sælu mér færir.

Seltjarnarness hefur notið mikilla vinsælda langt út fyrir bæjarmörkin undanfarin ár. Að þessu sinni verður höfundakynningin haldin þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20. Það er hinn fjölhæfi fjölmiðlamaður með meiru, Sigurður G. Tómasson, sem stjórnar umræðum en rithöfundarnir sem lesa upp úr verkum sínum og ræða við gesti eru Guðmundur Andri Thorsson, Jón Kalman Stefánsson og Vigdís Grímsdóttir. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Kvenfélagið Seltjörn býður upp á veitingar.

Bókasafn Seltjarnarness Eiðistorg 11 170 Seltjarnarnes Opið 10-19 nema föstudaga til 17. Lokað um helgar. Heimasíða: http://www.seltjarnarnes.is/bokasafn Netfang: bokasafn@seltjarnarnes.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.