Smáfólkið

Page 1

Smáfólkið

Verið velkomin á opnun sýningar

Elín G. Jóhannsdóttir helgar sýningu sína öllu smáfólki landsins sem hefur veitt henni innblástur í gerð verkanna. Fyrirmyndirnar eru sóttar í hinar kunnu teiknimyndapersónur bandaríska teiknarans Charles M. Schulz, Kalla Bjarna og vini hans, sem heillað hafa fjölmargar þjóðir heims í 64 ár. Þegar teiknimyndaserían um Smáfólkið kom fyrst á prent í dagblöðum þóttu það algjör nýmæli að tilfinningar smáfólksins og persónuleiki þeirra mátti vera í forgrunni. Í verkum sínum leikur Elín sér með liti og form og kunnugleg stef þekktra myndlistarmanna. Tilgangurinn með sýningunni er að gleðja og skemmta og vekja kátínu meðal áhorfenda.

Elínar G. Jóhannsdóttur fimmtudaginn 6. mars kl. 17:00 í Eiðisskeri, sýningarsal Bókasafns Seltjarnarness

Sýningin stendur til 21. mars 2014 Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-19 og föstudaga kl. 10-17 Lokað er á laugardögum og sunnudögum

Elín G. Jóhannsdóttir Elín hefur verið virk í sýningarhaldi síðastliðin tæp 20 ár síðan hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista– og handíðaskóla Íslands og sýnt bæði hérlendis og erlendis. Elín er með BA gráðu í listum og er félagi í SÍM, Sambandi íslenkra myndlistarmanna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.