1 minute read

Ávarp leikhússtjóra

Leikár Leikfélags Akureyrar er tileinkað æskunni. Það er metnaður okkar að fá ungu kynslóðina í leikhús þar sem hún getur skoðað sjálfa sig í nútíð og fortíð í faglegum og áhugaverðum sýningum sem auka skilning á mannlegum breyskleika.

Allar sýningar okkar eru ýmist um ungt fólk, fyrir ungt fólk eða leiknar af ungu fólki. Við fáum innsýn inn í líf unglinga á Akureyri árið 2019 sem og líf unglinga í Vín árið 1890. Við gleðjum yngstu kynslóðina með ævintýrasýningu um menningararfinn og leiklistarskóli Leikfélags Akureyrar, þar sem öll grunnskólabörn eru velkomin til leiks, heldur áfram sínu öfluga starfi.

Advertisement

Einu sinni erum við öll börn og æskunnar raunir, vonir og þrár höfða til okkar allra. Við erum stolt af því að setja unga fólkið í fyrsta sæti og bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í leikhúsið.

Marta Nordal

leikhússtjóri

This article is from: