Höfðingjar hafsins - innsíður.

Page 15

ÓLAFSvík

HvalaPARADÍSIN

Ólafsvík er sannur íslenskur sjávarútvegsbær, sem byggst hefur upp yst á norðanverðu Snæfellsnesi. Þessi staðsetning gerir Ólafsvík að einni af vestlægustu höfnum Íslands. Héðan er stutt á nokkur af gjöful­ustu fiskimiðum við landið, enda stendur bærinn á mörk­um tveggja gullkistna, sem eru Faxaflói og Breiðafjörður. Snæfellsnes skil­ur að flóa og fjörð. Það er engin tilviljun að ystu vogar og víkur þessa mikla ness hafi allt frá því land byggðist þjónað hlutverki sem bækistöðvar fyrir útræði. Undan ströndum í vesturátt er sjálft Norður-Atlantshafið í öllu sínu veldi. Grænland hvílir handan sjón­ deilarhringsins. Hvalir leggja oft leið sína vestur með Íslandi yfir sumartímann í leit að æti á hafsvæðinu milli Íslands og Grænlands. Á þessu svæði er oft mikla fæðu að finna þar sem kaldir hafstraumar Norður-Íshafs mæta hlýjum sjó Golfstraumsins sem kemur sunnan úr höfum.

<< FRÁ ÓLAFSvík

Stórhvelin við Ísland hafa sótt í þetta umhverfi frá örófi alda. Far­ leiðir margra þeirra, milli fæðingarslóða í suðurhöfum og ætis­svæða í norðurhöfum, liggja einmitt á milli Íslands og Grænlands. Fjöldi hvala­tegunda lifir að sjálfsögðu í þessu ríkulega umhverfi. Ef heppn­ in er með má jafnvel rekast á steypireyðar – stærstu dýr jarðar. Þær eiga það til að leita í það gnægtaborð sem hér má finna. Aðrir skíðis­ hvalir, eins og hnúfubakar og hrefnur, eru algeng sjón. Hið sama má segja um minni tannhvali eins og höfrunga og hnísur. Yfir öllu trónir hinn dularfulli og goðsagnakenndi Snæfellsjökull sem dýrasti steinninn í því náttúrudjásni sem njóta má þegar siglt er undir Jökli þar sem nú er þjóðgarður. Ströndin er ægifögur. Sýnin til lands er stórkostleg þar sem landslagið ber þess glögg merki hvers konar öfl eru að verki við að skapa síbreytilega ásjónu Íslands – jarðeldar, ís, haf og vindar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Höfðingjar hafsins - innsíður. by Magnus Thor Hafsteinsson - Issuu