"...fór á Þjótinn og stóð þar..."

Page 6

ÁRBÓK AKURNESINGA 2008

Þessi mynd sýnir glöggt víra sem hanga niður frá skut hins strandaða skip. Þessi vírar voru eflaust notaðir þegar reynt var að draga skipið af Þjótnum. Við sjáum einnig á þessari mynd og öðrum af strandstað, að einungis annar af tveimur björgunarbátum (stjórnborðsbátur­ inn) hefur verið settur út. Bakborðsbáturinn er enn á sínum stað.

134

til að drepa á ljósavélinni. Hún sló þá í sjó. Enn var ausið en klukkan 18:00 gáfust menn upp. Dælan var látin vera í gangi en Ársæll skipstjóri skipaði mönnum sínum að fara aftur í bátana. Sjálfur varð hann eftir um borð, og eins og í fyrra skiptið með stýrimanni og 1. vélstjóra. Eina vonin nú var að önnur skip kæmu og hjálp­uðu til við að dæla úr Barðanum. Þeir sáu að dráttarbátur nálg­aðist frá Reykja­vík. Þetta var Magni. Nokkru lengra í burtu sáu þeir togara færast nær. Það hlaut að vera Gyllir. Magni lagðist upp að Barðanum klukkan rúmlega 19:00. Slöngum var strax komið yfir og dælur Magna hófu að pumpa sjónum úr togaranum. Gyll­ir kom skömmu síðar. Menn urðu ásáttir um að gera klárt til að reyna að draga Barðann lausan. Frá klukk­an 20:00 var unnið að því að ganga frá dragstrengjum milli Barðans og Gyllis. Þeir voru lagðir út aftur af skut Barðans. Á meðan dældi Magni stöðugt. Loks

klukk­an 23:35 reyndi Gyllir að kippa í Barð­ann. Þetta bar engan árangur. Tog­arinn haggaðist ekki. Mennirnir skynj­uðu að barátt­an var töpuð þegar þeir uppgötvuðu að sjór var tekinn að renna milli forlestar og afturlestar. Gyll­ir lét af tilraununum til að draga Barð­ann af skerinu. Togarinn hélt aft­ur til Reykja­víkur. Hér var ekkert frekar fyrir þá að gera. Ársæll og menn hans vissu nú að þeir höfðu steytt á skeri sem kallað var Þjótur. Þeir á Magna höfðu tjáð þeim að Barðinn hefði siglt á blind­ sker sem alla jafna sæist þegar bryti á því. En í þetta sinn hefði ekkert sést þar sem sjórinn var svo sléttur. Ársæll skipstjóri skynjaði að hann hafði gert hroðaleg mistök, en hann skildi ekki hvers vegna. Hann hélt sig hafa fylgt siglingaleiðbeining­um til hins ýtrasta. En nú var ekki mikill tími til að velta þessu fyrir sér. Magni hélt áfram að dæla sjó úr Barðanum þó þetta liti mjög illa út. Skipið seig stöðugt meir


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.