Laugavegurinn 2010

Page 1

LAUGAVEGURINN


1


Laugavegurinn Útgefandi / Publisher: START ART - www.startart.is Anna Eyjólfsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Þuríður Sigurðardóttir ©2010 START ART Allur réttur áskilinn / All rights reserved Textar / Text: Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Þorgeirsdóttir, Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir, Stefán Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Áslaug Thorlacius, Ólafur Gíslason, START ART, Harpa Björnsdóttir Ljósmyndir / Photographs: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafn Íslands, Árni Sæberg, Bára Kristinsdóttir, Charlotta María Hauksdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Haraldur Þór Stefánsson, Heiðar Kristjánsson, Joseph Henry Ritter, Kristín Hauksdóttir, Ragnar Axelsson, Þorvaldur Örn Kristinsson, Stefán Þ. Karlsson, Guðmundur Ingólfsson, Örlygur Hnefill Örlygsson, Anna María Sigurjónsdóttir, Gunnar V. Andrésson, Eggert Jóhannesson, Róbert Marvin Gíslason, Anna Hallin, Árni Þór Árnason, Ásta Ólafsdóttir, Birta Guðjónsdóttir, Daníel Magnússon, Harpa Björnsdóttir, Inga Rósa Loftsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Magnea Ásmundsdóttir, Ólöf Nordal, Rósa Sigrún Jónsdóttir, Sara Riel, Sari Cedergren, Sigvaldi Árnason, Þórdís Jóhannesdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir, Páll Guðmundsson á Húsafelli, Þuríður Sigurðardóttir, Tómas Jónsson, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. Þýðing / Translation: Anna Yates Verkefnastjórn / Project Management: Harpa Björnsdóttir Hönnun og umbrot / Design and Lay-out: Árni Þór Árnason, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Þórdís Jóhannesdóttir Prentun / Printing: Prentmet Myndverk á kápu / Cover: Þórdís Alda Sigurðardóttir // Hlutskipti // Share // 2009 ljósmynd / photo: Stefán Þ. Karlsson ISBN 978-9979-70-592-5

2


LAUGAVEGURINN

3


EFNISYFIRLIT / CONTENTS VOR HREINGERNING START ART ........................................................................................... 6 LAUGAVEGURINN VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR .................................................................... 8 ÞVOTTALAUGARNAR Í LAUGARDAL MÓDEL AF ÞVOTTALAUGUNUM EFTIR GUÐLAUG H. JÖRUNDSSON...........11 ÞVOTTALAUGARNAR MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR - SAGNFRÆÐINGUR ............................. 12 MYNDLISTARSÝNINGIN / EXHIBITION 23.05. - 19.06. 2009 ............................................................................ 25 SKAPANDI HREINSUN AÐALHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR - LISTHEIMSPEKINGUR ........... 26 AÐALHEIDUR S. EYSTEINSDÓTTIR ........................................................ 30 ANNA EYJÓLFSDÓTTIR .......................................................................... 32 ANNA HALLIN & OLGA BERGMANN ..................................................... 34 ÁRNI ÞÓR ÁRNASON............................................................................. 36 ÁSA ÓLAFSDÓTTIR................................................................................ 38 ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR .............................................................................. 40 BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR ........................................................................ 42 BJARKI BRAGASON ............................................................................... 44 DANÍEL MAGNÚSSON........................................................................... 46 EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR.............................................................. 48 EYGLÓ HARÐARDÓTTIR ........................................................................ 50 HALLDÓR ÁSGEIRSSON, MAGNÚS PÁLSSON OG EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR ............................................................ 52 HARPA BJÖRNSDÓTTIR ......................................................................... 54 HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR................................................................... 56 HELGI ÞÓRSSON ................................................................................... 58 HUGSTEYPAN: INGUNN FJÓLA INGÞÓRSDÓTTIR OG ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR .................................................................... 60 4

HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR .................................................................... 62 JÓN LAXDAL ......................................................................................... 64 KRISTINN E. HRAFNSSON ...................................................................... 66 KRISTÍN REYNISDÓTTIR ......................................................................... 68 MAGDALENA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR .......................................... 70 MAGNEA ÁSMUNDSDÓTTIR ................................................................. 72 NÍELS HAFSTEIN .................................................................................... 74 ÓLÖF NORDAL ...................................................................................... 76 RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR.............................................................. 78 RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR .................................................................. 80 SARA RIEL ............................................................................................. 82 SARI CEDERGREN ................................................................................. 84 ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR........................................................... 86 ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR ......................................................... 88 ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR .................................................................. 90 ÞVOTTADAGUR .................................................................................... 92 ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR OG JOSEPH HENRY RITTER ............... 94 SÁPUGERÐ ........................................................................................... 96 SÁPUÓPERAN // SOAP OPERA ............................................................... 98 BJÖRKIN ............................................................................................... 98 LAUGAVEGSGANGAN / THE WASHERWOMEN’S WALK 23.05.09............................................................................................... 99 ÞVOTTADAGUR BAÐAÐUR SÓLSKINI HARPA BJÖRNSDÓTTIR ......................................................................... 100 LJÓSMYNDARAR LAUGVEGSGÖNGUNNAR .......................................... 103 LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS ........................................................................ 104 HARMONÍKUSVEITIN VASKAR KONUR .................................................. 106 DÓMKÓRINN ........................................................................................ 112 ANNA RICHARDSDÓTTIR ...................................................................... 114 ÞVOTTAKVENNA ÞRÁR OG ÞVARG ....................................................... 117 SUMARGÖNGUR, HARPA BJÖRNSDÓTTIR ............................................. 119 LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR, KÓR KVENNAKIRKJUNNAR............................ 125 BRYNDÍS BJÖRNSDÓTTIR OG UNNUR G. ÓTTARSDÓTTIR ...................... 126 TROMMARAR ....................................................................................... 133


HUGLEIÐING, 23. MAÍ HREYFINGIN, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR - LEIKSTJÓRI................................................ 134 ÁSDÍS ELVA PÉTURSDÓTTIR .................................................................. 138 HARPA BJÖRNSDÓTTIR ......................................................................... 140 SKÓLAHLJÓMSVEIT AUSTURBÆJAR ...................................................... 142 ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR - NÝLÓKÓRINN .............................................. 144 HUGLEIÐING, ÁSLAUG THORLACIUS - MYNDLISTARMAÐUR ................ 146 HUGLEIÐING Í HINSEGIN LAUGAVEGSGÖNGU, STEFÁN JÓNSSON - LEIKSTJÓRI ............................................................. 150 PÁLL Á HÚSAFELLI ................................................................................ 152 PARABÓLUR ......................................................................................... 158 HUGLEIÐING, ÓLAFUR GÍSLASON – FRÆÐIMAÐUR .............................. 157 TÓMTHÚSMENN ................................................................................... 158 THE WEIRD GIRLS PROJECT, KITTY-VON-SOMETIME ............................. 166 ÁFRAM LAUGAVEGINN - UM UPPGJÖR OG ÁBYRGÐ SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR - HEIMSPEKINGUR ..................................... 168 ENSK ÞÝÐING / ENGLISH TRANSLATION ......................................... 174 OUR SPRINGS CLEAN START ART......................................................................................6 & 174 THE HOT SPRINGS ROAD VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR ...............................................................8 & 174 THE OLD WASHING SPRINGS MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR - HISTORIAN.................................12 & 175 CREATIVE CLEANSING AÐALHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR - PHILOSOPHER...............26 & 182 WALKING ALONG LAUGAVEGUR, TIME AND AGAIN SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR - PHILOSOPHER ...............................168 & 186 ÞAKKIR / THANKS .............................................................................. 191

5


VOR HREINGERNING START ART

START ART listamannahús leit dagsins ljós í mars 2007 og hafa yfir 80 sýningar verið haldnar í húsnæði þess við Laugaveg 12b. Snemma árs 2008 kviknaði sú hugmynd með stofnendum START ART, að ástæða væri til að fjalla um Laugaveginn í þátíð og nútíð með tilvísun í framtíðina með einhverjum hætti. Við leituðum á vit sögunnar og rifjuðum upp hvernig Laugavegurinn varð til, hvers vegna hann var lagður, hvernig og hvert hann liggur og af hverju nafn hans er dregið. Laugavegurinn var ruddur til austurs milli 1880-90 til að létta þvottakonum gönguna til Þvottalauganna, en áður höfðu þær farið lengri leið úr miðbænum meðfram sjónum inn að Laugum. Við ákváðum að minnast sérstaklega kvennanna sem urðu til þess að Laugavegurinn er þar sem hann er, með verkefni sem fékk heitið LAUGA VEGURINN 2009 og er trílógía; myndlistarsýning, gjörningur og bók. Segja má að verkefnið minni jafnframt á alla hreingerningu í víðtækum skilningi þess orðs og þar undir getur fallið sú erfiða hreingerning sem íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir. Myndlistarsýningin var víðtæk og yfirgripsmikil. Við fengum til liðs við okkur myndlistarmenn til að varða leiðina inn að Þvottalaugum með verkum sínum inni og úti og sýningu í START ART. Gjörningurinn var ganga frá Lækjartorgi inn að gömlu Þvotta-laugunum með þátttöku almennings og fjölbreyttum uppákomum listamanna á hinum ýmsu áningarstöðum leiðarinnar. Ofin voru vináttubönd með þvottaplöggum sem tengdu saman alla þá sem tóku þátt í göngunni. Gangan, samnefnd sýning og viðburðurinn í heild sinni var á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Bók þessi, í myndum og máli, er gefin út til minningar um söguna sem varð okkur að yrkisefni, og er henni ætlað að varpa ljósi á verkefnið frá ólíkum sjónarhornum. Vonumst við til að hafa með táknrænum hætti lagt fram okkar skerf til að þessi saga megi lifa. 6

Við þökkum af alhug öllum þeim sem komu að undirbúningi verkefnisins LAUGA VEGURINN 2009, studdu það fjárhagslega og styrktu með þátttöku sinni og vinnu, að ógleymdum öllum þeim fjölda sem tók þátt í göngunni með okkur og fullkomnaði þannig gjörninginn. Sérstakar þakkir fær Harpa Björnsdóttir fyrir umfangsmikla verkefnastjórn. Anna Eyjólfsdóttir Magdalena Margrét Kjartansdóttir Þórdís Alda Sigurðardóttir

Ása Ólafsdóttir Ragnhildur Stefánsdóttir Þuríður Sigurðardóttir English translation on page 174

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


LJÓSMYND ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR

7


LAUGAVEGURINN

THE HOT SPRINGS ROAD

Laugavegurinn er gata minninganna. Þar blundar mikil saga um horfið mannlíf við hvert fótmál, undir malbiki og hellulögðum gangstéttum: hetjusaga reykvískra kvenna, sem óafvitandi gáfu götunni nafn. Það gerðu þær með miklu striti, fágætum sjálfsaga og hörku, við að bera heilu hlössin af þvotti bæjarbúa inn í Laugar, þvo hann þar og rogast svo með hann aftur til baka, þá blautan og þyngri. Laugavegurinn varð þannig á síðari hluta 19. aldar lífæð upp úr Kvosinni út úr bænum og inn í hann aftur, því þá varð hann jafnframt reiðleið utanbæjarmanna sem áttu erindi í kaupstaðinn. Upp úr miðri 19. öldinni, þegar Laugavegurinn var enn aðeins troðinn stígur, var samþykkt í bæjarstjórn að gera hann að ökufærri götu, en þegar hann var lagður „var hann fyrst hafður svo mjór að vagnar gátu varla mæst þar, en sumir létu sér detta í hug að þessháttar farartæki ættu kannski eftir að koma hingað. Einn bæjarfulltrúinn sló þessa fjarstæðu niður með þeirri einföldu staðhæfingu, að enginn þarf að halda að vagnar komi nokkurn tíma á vegina hér“, eins og segir í einni heimild um sögu Reykjavíkur. (V.Þ.G. Reykjavík fyrr og nú). Maður sér þær fyrir sér ljóslifandi, þvottakonurnar, sem í öllum veðrum, allan ársins hring, roguðust með hlöss af þvotti inn í Laugar og urðu oft að vaða bleytu á leiðinni. Þær báru þvottinn í stórum poka á bakinu. Byrðin var fest með böndum í kross yfir bringspalirnar að framan og ofan á hlassið var festur bali. Þar við bættist að í

Laugavegur is a street of memories. So much history of longlost times lies at every step, beneath the tarmac and the paving slabs: a heroic story of women of Reykjavík who, all unknowing, gave this street its name. That was due to their heavy labour, their extraordinary fortitude and tenacity, as they carried their burdens of the townspeople’s dirty laundry out to the Washing Springs, then trudged back, weighed down by the heavier, wet washing. In that way, in the latter half of the 19th century Laugavegur – the Hot Springs Road – became the principal route into and out of the old town; it also served as a bridle path for those who came into town on horseback from the countryside. In the middle of the 19th century, when the Hot Springs Road was still no more than a trodden path, the town council resolved to make it a road passable by wheeled vehicles. But when the road was first laid, “it was initially so narrow that carts could hardly pass – some people had the idea that vehicles of that kind might possibly come here. One councillor dismissed this ridiculous suggestion, exclaiming that no-one need imagine that carts will ever be seen on the roads here,” as one source on Reykjavík history recounts. (V.Þ.G. Reykjavík fyrr og nú). We can see them in our mind’s eye: washerwomen, in all weathers, all year round, struggling under their heavy loads of laundry to the Washing

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

8

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR

Continued on page 174


annarri hendi báru þær skjólu og í henni voru klapptré og annað sem þurfti til þvottanna, nesti til dagsins og á einni mynd frá þessum tíma trjónar blessuð kaffikanna. Oft voru í för með þeim börn, sem þær ekki gátu skilið eftir ein heima, liðléttingar sum, en sem þær síðan stöðugt óttuðust að færu sér að voða inni í Laugum. Og það kom fyrir að þær stórslösuðust sjálfar í sjóðandi vatninu. Þær voru harðar af sér formæður okkar, ekki síður en forfeðurnir. Við aldahvörf kom ný tækni til liðs við þær: hjólið. Fyrst voru það trékassar á hjólum sem mátti draga á eftir sér, kallað hjólatíkur, síðan hjólbörur sem hlýtur að hafa heimtað mikið þrek að ýta á undan sér, og loks hestvagnar. Þegar bíllinn var síðan orðinn einkavinur Reykvíkinga var löngu komin vatnsveita í höfuðstaðnum og þvottakonur bognar undan byrði, á leið inn í Laugar, minningin ein. Við alfaraleiðina Laugaveginn var mannlíf alltaf mikið. Húsaraðir fóru að teygja sig af mikilli dirfsku austur í óbyggð og þótti sumum nóg um. Þegar hús var byggt þar sem nú er miður Laugavegur þótti það svo langt fyrir utan bæinn að það var kallað Ráðleysa. Upp úr aldamótum 1900 var kominn bæjarbragur á Laugaveginn, peysufataklæddar húsfreyjur í kaffiboðum hjá hver annarri, krakkar að leik í húsum og á götunni, orgeltónlist og söngur heyrðist víða, m.a. á nr. 27, þar sem voru ræktaðar rósir í gluggum til sölu fyrir afmæli og brúðkaup, þangað sem menntaskólanemar lögðu leið sína

Ljósmyndari óþekktur 1910 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

9


Magnús Ólafsson 1900-1920 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

til að láta spá fyrir sér í glerkúlu. Og Halldór Laxness fæddur á nr. 32. Síðan hefur Laugavegurinn verið ein af megingötum Reykjavíkur, þar sem menning og viðskipti hafa blómstrað; - gata minninganna. Við þessa minnisverðu menningargötu brutu START ART listakonurnar á nr. 12 blað á Listahátíð í Reykjavík 2009, þegar þær settu upp glæsilega listsýningu í minningu þvottakvennanna sístritandi sem Laugavegurinn er kenndur við og efndu til fjölmennrar göngu 10

eftir Laugaveginum endilöngum inn í Laugar þann 23. maí. Blærinn á þeirri mannmörgu hópgöngu minnti svo ekki var um villst á störf þessara merku hljóðlátu verkakvenna í sögu Reykjavíkur. Þátttakendur höfðu ýmist sveipað sig líni eða báru á milli sín hvíta línstranga og þannig hlykkjaðist löng minningarganga hátíðlega í sólskini eftir veginum góða alla leið inn í Laugar í Laugardalnum, sem reyndar Reykjavík ber einnig nafn sitt af.


ÞVOTTALAUGARNAR Í LAUGARDAL

LAUGARDALUR WASHING SPRINGS

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

Módel af Þvottalaugunum í Laugardal og umhverfi þeirra á árunum 1903-1939. Stuðst var við ljósmyndir frá þeim tíma og ritaðar frásagnir þeirra sem þekktu vel til lauganna og umhverfis þeirra. Módelið var unnið á Módelvinnustofu Guðlaugs H. Jörundssonar sf. 1995. Það er í mælikvarðanum 1:1000 og er til sýnis í húsnæði Laugardalslaugar. Model of the Washing Springs in Laugardalur and their surroundings 1903-1939, based on photographs and documents from that period. The model, built in Guðlaugur H. Jörundsson’s model workshop in 1995, is on display at the Laugardalur swimming pool. Scale 1:1000. LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

11


ÞVOTTALAUGARNAR

THE OLD WASHING SPRINGS

Þvottalaugarnar í Laugardalnum eru einn merkasti sögustaður Reykvíkinga. Þær voru lengi einn fjölmennasti vinnustaður kvenna í bænum. Í lok 18. aldar var farið að nota heita vatnið í Laugunum til þvotta en stritvinna þvottanna lenti nær eingöngu á herðum kvenna. Erlendir sjómenn tóku að vísu til hendi við það verk og þess voru dæmi að fullorðnir íslenskir karlmenn legðu mæðrum sínum, systrum, eiginkonum eða dætrum lið við þvotta, einkum þegar þær lágu á sæng eða voru kraftlitlar og heilsulausar. Upphaf hitaveitu í Reykjavík, sem útrýmdi svörtum kolareyk úr höfuðstaðnum og létti gríðarlegri vinnu af formæðrum okkar, er auk þess að finna í Þvottalaugunum. Hér á eftir verður sjónum fyrst og fremst beint að vinnu kvenna við þvottana. Sú vinna var þungvæg í varnarbaráttu bæjarbúa gegn illvígum smitsjúkdómum. Þrifnaður var eitt öflugasta vopnið gegn sóttnæmum sjúkdómum fyrir daga sýklalyfjanna. Í náttúrulega suðupottinum í Laugunum gátu Reykvíkingar soðið og sótthreinsað fatnað. Heita vatnið varð ein mikilvægasta heilsulind bæjarbúa og heilbrigði þeirra hvíldi ekki síður í höndum þvottakvenna en lækna.

The Washing Springs in the Laugardalur valley are one of the most important historic sites in Reykjavík. For a long time they were the major workplace for women in the town. Use of hot water from the hot springs for washing began in the late 18th century; and the toil of washing was almost exclusively the lot of women. Foreign fishermen, admittedly, washed their own clothes in the springs; and there were even cases of Icelandic male adults lending their mothers, sisters, wives or daughters a hand with the laundry, generally if they had recently had a baby or were otherwise indisposed. The district heating system, which piped hot water into houses, cleared the Reykjavík air of smoke, and relieved our foremothers of a huge burden of labour, has its origins here at the Washing Springs. Here we will focus primarily on women and their washing work. That work played an important role in the townspeople’s efforts to resist disease: hygiene was one of the best means of preventing infection, in the days before antibiotics. In nature’s seething cauldron at the springs, Reykjavík people could boil and sterilise their clothes.

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR - SAGNFRÆÐINGUR

MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR - HISTORIAN

Continued on page 175

FYRSTU ÞVOTTAHÚSIN Allflest heimili í Reykjavík nýttu Þvottalaugarnar um 1830. Þremur árum síðar tókst að reisa hús yfir laugagesti með því að efna til almennra samskota meðal bæjarbúa. Í þvottahúsinu voru bekkir til að tylla bölum á, hillur meðfram veggjum og fimm balar. Húsið veitti þvottakonum kærkomið skjól í tæpan aldarfjórðung. Í aftakaveðri árið 1857 fauk laugahúsið illu heilli. Næstu 30 árin var ekkert skýli í Þvottalaugunum. Reykjavíkurbær festi kaup á Laugarneslandi árið 1885 og eignaðist þar með Þvottalaugarnar.1 Þá hafði Thorvaldsensfélagið, fyrsta kvenfélag sem stofnað var í bænum, starfað í tíu ár. Félagið lét reisa tæplega 80 fermetra hús við Þvottalaugarnar á sinn kostnað árið 1888. Félagskonur ákváðu að gefa Reykjavíkurbæ laugahúsið árið 1889. Bæjarfulltrúar – allt karlar því konur höfðu hvorki kosningarétt né kjörgengi – voru ekki sammála um hvort taka ætti við gjöfinni. Einn þeirra hélt því fram að þvottahúsið væri eingöngu notað af kvenfólki 12

Ljósmyndari óþekktur 1910-1920 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur


Sigfús Eymundsson um 1900 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

13


sem enginn kærði sig um, og átti þá við vinnukonur.2 Félagar hans í bæjarstjórn, sem vildu þiggja húsið, urðu þó ofan á. Yfirvöld bæjarins viðurkenndu þar með í verki að þeim bæri skylda til að veita íbúum Reykjavíkur þokkalega vinnuaðstöðu í Þvottalaugunum. Þvottahúsið í Laugunum mun vera eitt fyrsta fyrirtæki sem bæjaryfirvöld ráku og starfseminni var haldið óslitið fram til 1976. Árið 1893 var þvottahúsið stækkað. Í viðbyggingunni voru tvö náðhús, þau fyrstu sem reist voru í Þvottalaugunum. Framan af var timburgólf í húsinu. Það náði sjaldan eða aldrei að þorna og varð fljótlega hættulegt gestum. Á vormánuðum 1896 var því loks steypt gólf í húsið.3 Þvottahús Thorvaldsensfélagsins var orðið of lítið árið 1895. Húsið gat ekki hýst allan þann fjölda sem sótti Þvottalaugarnar. Reykvíkingar urðu því iðulega að feta í fótspor formæðra sinna og þvo undir berum himni. Vatnsskortur var farinn að setja mark á bæjarlífið um aldamótin. Allt vatn til þvotta í heimahúsum varð að hita en alþýðukonur spöruðu eldsneyti í lengstu lög. Í Laugunum var ekki hörgull á vatni, hvorki köldu né heitu. Stöðugt fleiri íbúar höfuðstaðarins leituðu því þangað til þvotta. GANGAN STRANGA Úr miðbæ Reykjavíkur og inn að Þvottalaugum eru rúmir 3 km. Sú leið var ekki hættulaus og gat orðið æði torsótt í svartamyrkri. Úr Lækjargötu lá leiðin upp Bankastræti. Á móts við Laugaveg 18 eða 20 beygðu þvottakonur niður í Skuggahverfi. Þær þræddu síðan strandlengjuna og fylgdu götutroðningum upp á bakkanum fyrir ofan fjöruna. Þegar komið var að Fúlutjarnarlæk var snúið upp frá sjónum og yfir Kirkjumýri sem var blaut og keldótt.4 Göngumóðir laugargesti komu örugglega gegnvotir til fótanna í áfangastað. Íslenskar alþýðukonur áttu fæstar vatnsstígvél fyrr en á fyrstu áratugum 20. aldar. Fúlutjarnarlækur gat orðið erfiður farartálmi í votviðri. Þá breyttist hann í stórfljót sem þvottakonur komust ekki yfir nema á fjöru. Anna Þorsteinsdóttir vinnukona féll í lækinn á heimleið úr Þvottalaugunum í ársbyrjun 1885. Hún komst ekki undan þungum byrðunum og drukknaði.5 Í lok 19. aldar mátti iðulega sjá lest af kengbognum konum rogast með laugapokaklyfjar á götum höfuðstaðarins. Þeir sem vildu afnema þann „skrælingjasið“ að nota vinnukonur sem burðarklára bentu á að hann hneykslaði ekki aðeins erlenda gesti heldur einnig utanbæjarmenn.6 Hestar voru stöðutákn sem góðborgarar státuðu af. Gæðingar betri 14

borgaranna voru ekki látnir erfiða til jafns við vinnukonur. Reykvískar alþýðukonur báru iðulega mun meira en hross bæjarbúa, bæði við uppskipun og í laugaferðum. Þvottakona flutti gríðarlegan farangur inn í Laugar. Hún bar bala, fötu, klapp, þvottabretti, sápu, sóda, kaffikönnu, bolla, matarpakka og auðvitað þvottinn. Á veturna bættust yfirhöfn, kerti eða önnur ljósfæri í farteskið. Þvottakonan bar byrðina á bakinu. Þvottabrettið var fyrst látið skáhallt ofan í balann. Þvotturinn, sem var jafnan í strigapoka, var settur ofan á brettið og brúnina á balanum. Reipi eða bandi var síðan brugðið í balaeyrun. Þvottakonan setti klyfjarnar á stein eða þúfu. Hún brá síðan böndunum fram fyrir brjóstið og batt þau saman fyrir framan sig. Þvottabrettið hvíldi þá á hnakka hennar og balinn á herðunum. Þvottakonan hélt á fötunni. Í henni var kaffikanna, sápa, nestisbiti og annað smádót. Fullfrísk kona var eflaust veglúin eftir rúmlega 3 km göngu með klyfjarnar á bakinu. Hún átti þó mun erfiðari ferð fyrir höndum. Gangan heim með blautan þvott eftir 10 til 15 tíma erfiðisvinnu í Laugunum var mikil þrekraun. Á níunda áratug 19. aldar var byrjað að leggja veg inn að Þvottalaugum, Laugaveginn. Árið 1889 var hann loks fullgerður.7 Eftir það fóru konur að nota heimasmíðuð farartæki til laugaferða. Þau voru af ýmsum gerðum og sum býsna frumleg. Hjólbörur og litlir

Ljósmyndari óþekktur 1920-1930 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur


fjórhjólaðir vagnar voru algengastir. Kerrur sem konum var beitt fyrir í stað hesta komu til sögunnar í aldarlok.8 Á vetrum þegar snjór var á jörðu komu sleðar sér vel til laugaferða. Þá drógu drengir oft sleðana fyrir mæður sínar. Þvottakonur treystu þó varlega dragfærinu. Þegar þær höfðu unnið á óhreinum fatnaði var snjórinn stundum horfinn. Þess eru dæmi að konur og börn hafi borið sleða og annan farangur heim úr Þvottalaugunum.9 Í úrkomutíð óðu Reykvíkingar leðjuna á Laugaveginum í ökkla. Þá gat orðið illfært heim úr Laugunum með blautan þvott á frumstæðum hjólatíkum. Reglubundnar ferðir í Þvottalaugarnar hófust í júníbyrjun 1890. Þá var kominn vagnfær vegur heim að þvottahúsi Thorvaldsensfélagsins. Þetta voru fyrstu áætlunarferðir í Reykjavík, enda höfðu aldrei fyrr verið aðstæður fyrir hestvagna á vegleysunum í bænum. Vagninn var fjórhjólaður og gat tekið allt að átta menn í sæti. Einn eða tveir hestar drógu hann. Hestvagninn var ekki notaður til að flytja fólk inn í Laugar heldur þvott. Laugapokar Reykvíkinga voru sóttir heim til þeirra sem bjuggu við akfæra vegi. Hinir urðu að koma þvottinum á ákveðinn móttökustað í bænum. Þvottakonur urðu enn sem fyrr að fara fótgangandi í Laugarnar. Þar gátu þær tekið óþreyttar til hendinni ef hestaflið létti laugapokaklyfjunum af þeim. Of fáir Reykvíkingar voru hins vegar reiðubúnir að greiða fyrir þjónustuna. Þessar fyrstu áætlunarferðir í bænum lögðust því fljótt niður.10 Hið íslenska kvenfélag var stofnað í Reykjavík árið 1894. Á öðru starfsári ákvað það að „létta af kvenfólki hinu þunga oki, laugaburðinum.“ Kvenfélagið hóf laugaferðir um miðjan maí 1895. Félagskonur hugðust þannig koma í veg fyrir að kynsystur þeirra væru notaðar sem áburðarklárar í Þvottalaugarnar.11 Í árslok höfðu rúmlega 600 pokar af þvotti verið fluttir í Laugarnar. Réttu ári síðar neyddist kvenfélagið til að leysa flutningafyrirtækið upp.12 Fjölmörg heimili í bænum gátu ekki pungað út aurum fyrir akstri á þvotti. Húsbændur bjargálna fjölskyldna kusu auk þess, sumir hverjir, að senda vinnukonur sem fyrr með þvottinn á bakinu. Áætlunarferðir hestvagna í Þvottalaugarnar varpa ljósi á þau áhrif sem ný tækni getur haft á verkaskiptingu kynjanna. Reykvískar konur höfðu í áratugi flutt þvott bæjarbúa á bakinu í Laugarnar. Þegar hestaflið leysti bök kvenna af hólmi voru það karlmenn sem héldu um tauma hestvagnsins. Þeir höfðu hins vegar allt að helmingi hærri laun fyrir vinnu sína en konur fyrir stritvinnu þvottanna. Ljósmyndari óþekktur

15


SLYSAVARNIR Nýtt þvottahús reis við Laugarnar í árslok 1901. Þetta var fyrsta húsið sem bæjarstjórn lét smíða á eigin kostnað í Þvottalaugunum. Í því voru þvottaborð og bekkir fram með báðum hliðum og einnig eftir endilöngu steinsteyptu gólfinu. Húsið var tæpir 80 fermetrar að stærð.13 Þar gátu frá 30 og allt upp í 50 manns unnið í einu. Laugahús Thorvaldsensfélagsins var eigi að síður nýtt áfram. Ekki veitti af báðum húsunum til að hýsa allan þann fjölda sem sótti Laugarnar. Þvottahúsin gátu veitt milli 60 og 100 manns skjól. Í steinþrónum fyrir utan húsin gátu auk þess um 50 manns þvegið í einu. Þær voru hörmulegar slysagildrur. Tvö dauðaslys urðu í Laugunum með stuttu millibili í lok 19. aldar þegar konur sem voru þar við þvotta misstu fótanna og féllu í þvottahverinn.14 Aldamótaárið voru þessi slys rifjuð upp í blaðagrein sem birtist í Fjallkonunni. Þar var hvatt til þess að settar yrðu upp járngrindur við laugarnar til að koma í veg fyrir fleiri dauðsföll. „En verið getur”, skrifar höfundur, „að mönnum sýnist þetta óþarfi og ekkert þyki á móti því að sjóða nokkra kvenmenn í hvernum ennþá.”15 Þau örlög mættu barnshafandi konu ári síðar16 en eftir það fór bæjarstjórn Reykjavíkur fyrst að huga að öryggi laugagesta. Sumarið 1902 voru hlaðnar upp tvær laugar við sitt þvottahúsið hvor. Tréplankar voru settir á hliðarbarma laugabakkanna og í þá

Ljósmyndari óþekktur 1910 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

16

festar bogagrindur sem náðu yfir laugarnar. Umhverfis þær var loks steypt steinstétt.17 Bogagrindurnar áttu að koma í veg fyrir að fólk félli í laugarnar. Þær bættu ekki aðeins öryggi laugagesta, vinnuaðstaða breyttist til hins betra. Nú var hægt að liggja á hnjánum á tréplönkunum og halda í grindurnar. Áður hafði fólk ýmist legið á hnjánum við þvottana eða staðið hálfbogið yfir laugunum. Á járngrindurnar mátti auk þess leggja sjóðheitan þvottinn og láta renna úr honum. Laugin við þvottahús Thorvaldsensfélagsins var einkum nýtt þegar mannmargt var í Þvottalaugunum. Franskir skútusjómenn notuðu hana einnig töluvert til þvotta. Vestari laugin var mun vinsælli. Í henni var vatnið heitara og meira. Laugin stóð auk þess við yngra húsið sem þótti að vonum betra. VINNAN Fatnaður fátækra Reykvíkinga á 19. öld og fram á þá 20. var bæði skjóllítill og lélegur. Þegar kreppti verulega að efnahag landsmanna varð klæðleysi yngstu bæjarbúanna tilfinnanlegast. Mæður urðu því jafnvel að hátta börn sín niður í rúm þegar þær þvoðu föt þeirra. Ígangsklæði og rúmfatnaður fátækra Reykvíkinga var löngum af skornum skammti og fjölskyldur áttu vart til skiptanna.18 Þeir urðu því að treysta á góðan þurrk á þvottadögum. Veðrátta skipti sköpum fyrir alla þá sem nýttu sér vinnuaðstöðuna í Þvottalaugunum. Hnúar og hendur kvenna voru lengi nær allsráðandi í glímunni við óhreinindin. Konur nudduðu þvott milli handanna. Þær reyndu að núa sem liðlegast svo að hann slitnaði sem minnst. Vinnulúnir laugagestir hafa vísast verið sárhentir á heimleið úr Þvottalaugunum. Þvottakonur gátu ekki varið hendur sínar gegn heitu og sterku sápuvatni eða ísköldu skolvatni. Elsta amboð sem nýtt var við þvotta hér á landi er klappið. Það var sennilega notað allt frá landnámi og fram á 20. öld. Á þvottaklappið voru oft skornir upphafsstafir, jafnvel ártöl. Þá var minni hætta á að það lenti í röngum höndum þegar mannmargt var í Laugunum. Þvottur var lagður á sléttan stein og barinn með klappi. Ullarföt voru gjarnan klöppuð þegar þau voru skoluð. Þannig mátti ná úr þeim sápunni sem ella átti til að brenna þau. Þvottavífill var stafur eða prik og notaður líkt og klappið til að berja með þvott svo óhreinindi losnuðu betur. Vífill eða klapp kom sér einkar vel til að hræra í fatakösinni í Lauginni svo snarpheitt vatnið léki um hverja flík. Þvottabretti námu land á Íslandi fyrir rúmri öld. Þau elstu og frumstæðustu voru fjalir með þverskorum. Blikkbretti


Gunhild Thorsteinsson 1905-1910 / Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni

17


leystu þau af hólmi og loks bretti með bylgjugleri.19 Þvottakonan hélt brettinu þétt upp að sér. Hún nuddaði hverja flík með höndunum, eina og eina í senn, upp og niður brettið. Varlega varð þó að fara með kraftana þegar þvottabretti voru notuð. Þau þóttu slíta fatnaði ótæpilega. Konum var jafnvel ráðið frá því að nota bretti, nema ef vera skyldi á gróf föt.20 Allt þar til í lok 19. aldar þegar taurullur komu til sögunnar21 urðu konur að vinda allan þvott í höndunum. Þá skipti vitaskuld miklu að vinda vel svo betur gengi að þurrka. Það hlaut þó að vera erfitt verk með sárar hendur eftir heitt hveravatnið. Þröngbýli leiddi til þess að flestir urðu að þurrka þvott utandyra. Konur gripu jafnvel til þess ráðs að þurrka bleiur og barnaföt á sjálfum sér innanklæða.22 Í upphafi bjuggu aðeins efnameiri heimili í Reykjavík að taurullum. Þær voru mjög þungar og ekki kom til greina að flytja þær í Laugarnar. Eftir aldamótin komu handhægar þvottavindur til sögunnar sem hægt var að festa á bala. Á stríðsárunum fyrri var farið að nota þær í Þvottalaugunum. Konur kusu að fara þangað á þurrviðrisdögum.23 Klæðleysi fátækra réð eflaust miklu þar um en auk þess var

gríðarlega erfitt að koma blautum þvotti úr Laugunum. Við fyrsta þvottahúsið sem reist var á svæðinu, sem og alla arftaka þess, voru settar upp snúrur. Þegar þær voru alsettar hengdu konur þvott á girðingarnar sem umluktu svæðið. Á sumrin þegar jörð var þurr var þvottur gjarnan breiddur á gras til þerris. Hvítur léreftsþvottur var bleiktur til að fá á hann fallegan blæ. Þá var hann fyrst þveginn en ekki skolaður, síðan breiddur á gras, vökvaður reglulega og snúið við. Eftir nokkurn tíma, jafnvel sólarhring, var þvotturinn loks skolaður. Best þótti að bleikja á vorin áður en gróður varð mikill til að koma í veg fyrir grasgrænubletti.24 ÓGNIR OG OFBELDI Reykvískar konur urðu lengi að treysta á sól og mána við vinnu í Þvottalaugunum. Í svartasta skammdeginu hafa þvottakonur fylgst náið með stöðu tunglsins. Þær sáu lítt til vinnu sinnar nema í mánaskini og án þess var einnig illt að rata heim. Mýrarkeldur og lækir sem blésu upp í leysingum gátu orðið hættulegir farartálmar á leiðinni inn í Þvottalaugar, ekki síst í myrkri. Ljósmeti var dýrt og

Myndasafn kaþólsku kirkjunnar 1911 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

18


Magnús Ólafsson 1902-1910 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

19


nauðsynlegt að fara sparlega með það. Húsbændur stjórnuðu ljósinu.25 Þeir hafa sjaldnast séð ástæðu til að senda vinnukonur með ljósfæri í laugaferðir. Gufa lék um allt nánasta umhverfi Þvottalauganna. Hún gat orðið svo þétt að varla sást handa skil. Oft var því skuggalegt við Laugarnar, einkum þegar myrkrið lagðist á sveif með gufunni. Þvottakonur töldu margar hverjar að reimt væri í Laugunum. Þær höfðu fyrir satt að fólk sem látist hafði af slysum við Þvottalaugarnar vitjaði þeirra á næturnar. Ótti við framliðna, myrkur og gufukynjamyndir voru ýmsum erfið raun en áþreifanlegri ógnir urðu því miður á vegi kvenna. Árið 1903 voru tvær þvottakonur á heimleið þegar karlmaður veittist að þeim með sóðalegum illyrðum og ofbeldi. Annarri tókst að komast undan og ná í hjálp en á meðan reyndi árásarmaðurinn að nauðga hinni. Með miklu harðfylgi tókst henni að verjast. Hann var á bak og burt þegar aðstoð barst en náðist skömmu síðar og játaði brotið. Níðingurinn var að sögn blaðamanns grunaður um hafa „oftar ráðist

á kvenfólk á þennan hátt og svívirt það, því að alloft hefur verið talað um slíkar árásir fyrr.“26 Hið íslenska kvenfélag óskaði eftir því við bæjarstjórn í árslok 1895 að sett yrði lugt við þvottahús Thorvaldsensfélagsins. Fallist var á að koma upp ljóskeri fyrir utan húsið til reynslu.27 Í árslok 1923 voru aðeins tvær olíulugtir í Þvottalaugunum, báðar utanhúss. Birtugjafar innandyra voru kertaljós og aðrar álíkar týrur sem fólk flutti með sér að heiman. Þá var loks afráðið að raflýsa vinnusvæðið og raka- og vatnsheld rafmagnsljós voru sett upp bæði innandyra og utan.28 Myrkrið í þvottahúsunum þokaði loks fyrir birtunni 24. september árið 1924 þegar kveikt var í fyrsta sinn rafljós í húsunum. SMÁFÓLKIÐ OG ÞVOTTALAUGARNAR Laugaferð tók að jafnaði 10 til 15 tíma. Konur neyddust því iðulega til að taka börn með í Þvottalaugarnar. Mæður áttu stundum ekki nema tvo kosti og báða slæma: trúa götunni fyrir afkvæmum sínum eða taka þau með inn í Laugar. Oftar en ekki völdu þær síðari kostinn. Þá vissu

Ljósmyndari óþekktur 1920-1930 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

20


Peter Sörå 1924 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

21


þær af ungviðinu nálægt sér og gátu litið upp frá þvottabrettunum og haft auga með því. Ung börn voru bundin niður milli laugapokanna og dregin á sleðum eða vögnum, þau eldri urðu að ganga. Margt bar fyrir lítil augu og eyru í Þvottalaugunum. Þar voru oft erlendir gestir sem stungu gjarnan bragði frá framandi löndum upp í smáfólkið. Stálpaðir krakkar fundu sér ýmis „leiktæki“ í Laugunum, sum býsna hættuleg. Girðingar, snúrustaurar, ljósker, skúrar og jafnvel öryggisgrindur þvottahveranna komu í stað klifurgrinda. Smáfætta fólkið reyndi sig einnig í langstökki yfir Laugalækinn. Yngstu gestirnir gleymdu sér gjarnan í hita leiksins og þarna leyndust margar hættur fyrir börn. Mæður hafa eflaust oft haft áhyggjur af leik afkvæma sinna. Þar urðu stöku sinnum alvarleg slys á yngstu bæjarbúunum. Sumarið 1917 var börnum innan við fermingu bannað að koma í Þvottalaugarnar nema í fylgd með fullorðnum. Þeim var aukinheldur bannað að leika sér á svæðinu. Þá var öllum börnum forboðið að koma nálægt þvottahverunum.29 Þar var iðulega mikill handagangur og töluverð hætta á því að heitt vatn skvettist á þá sem leið áttu hjá. Yfirvöld bæjarins treystu sér ekki til að ganga svo langt að banna börnum aðgang, þá hefðu þau í raun útilokað þær konur frá Þvottalaugunum sem ekki áttu vísa gæslu fyrir börn sín. Í júnímánuði árið 1918 féll 5 ára telpa í þvottahverinn og lést.30 Eftir slysið bannaði borgarstjóri börnum yngri en 14 ára að koma í Laugarnar. Það var

Ljósmyndari óþekktur 1910-1925 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

22

hins vegar aldrei hægt að framfylgja banninu til hlítar. Laugaverðir aftóku að bera nokkra ábyrgð á öryggi barna á svæðinu. Þeir töldu það ekki í verkahring sínum að sinna barnagæslu enda væri börnum óheimilt að koma í Þvottalaugarnar.31 Mæður sem komu með börn sín urðu sjálfar að sjá um að þau færu sér ekki að voða. VÉLVÆÐING OG KRAFTLYFTINGAR Árið 1942 var nýtt þvottahús tekið í notkun í Laugunum sem bæjarstjórn lét reisa. Fyrirrennarar þess voru timburhús en nú fyrst var byggt steinhús. Þvottahúsið gat í upphafi hýst 32 gesti. Þar var bjart og rúmgott herbergi sem ætlað var til að ganga frá þurrum þvotti. Við hönnun hússins var hins vegar ekki gert ráð fyrir kaffistofu. Laugagestir fóru því fljótlega að nýta herbergið til að drekka hverakaffið og borða bitann sinn. Í „kaffistofunni” var þá komið fyrir nokkrum kollum og síðar baklausum bekkjum. Í húsinu voru vatnssalerni. Þau leystu af hólmi útikamra sem reistir höfðu verið í fyrra stríði. Eftir endilöngu þvottaherberginu og meðfram gluggaveggjum voru borð og bekkir. Voldugir trébalar voru hlekkjaðir við bekkina. Laugagestir stóðu á timburhlerum við þvottana. Þá var minni hætta á að þvottakonur rynnu á hálu gólfinu. Heitt og kalt vatn var leitt inn í þvottahúsið.32 Nú fyrst í sögu Þvottalauganna var hægt að skrúfa frá krana og láta vatnið fossa í bala og fötur. Þetta gjörbreytti öllum vinnuaðstæðum við þvottana, því ekki þurfti lengur að bera allt vatn að utan og inn í þvottahúsið. Árið 1951 fóru að berast skellibjölluhljóð úr þvottahúsinu í Laugunum. Þau komu frá tveimur þvottavélum sem konur gátu tekið á leigu.33 Þvottavélar léttu miklu erfiði af konum við stritvinnu þvottanna. Þær fyrstu voru hins vegar frekar á tíma og býsna háværar. Vélarnar voru gjarnan með handsnúnum vindum og tóku hvorki inn á sig vatn né hituðu það. Þá varð að hleypa af þeim vatninu að loknum þvotti. Þvottavélarnar kölluðu því á stöðuga athygli kvenna. Á millistríðsárunum fóru efnameiri heimili í Reykjavík að státa af þvottavélum. Í upphafi sjötta áratugarins voru engu að síður fáar fjölskyldur í bænum sem áttu slíka kostagripi. Tæpum áratug síðar gátu átta vélar argað saman í þvottahúsinu. Mannsröddin laut í lægra haldi fyrir vélunum og þvottakonur unnu verk sín þegjandi. Árið 1960 sóttu að jafnaði milli 300-500 konur í laugahúsið mánaðarlega. Sumar þeirra komu með þvottavélar sínar að heiman. Þá var vélunum, sem ekki voru nein smásmíði, ekið í Þvottalaugarnar. Konur gátu þó einnig geymt vélarnar í laugahúsinu milli þvotta.34


Sigurhans Vignir 1940-1950 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

23


Sumarið 1976 var ákveðið að loka þvottahúsinu. Í októbermánuði fengu kraftlyftingamenn afnot af húsinu.35 Hundrað árum fyrr höfðu formæður þeirra borið þungar byrðar fram og til baka úr Þvottalaugunum. Þær hlutu hvorki gullpeninga fyrir afrek sín né virðingu samferðamanna. Vinna þvottakvenna stuðlaði engu að síður að betri heilsu bæjarbúa en sjálfar gengu þær nærri þreki sínu. Líkamlegur munur karla og kvenna var furðu lengi notaður sem réttlæting fyrir launamun kynjanna. Konur hefðu ekki vöðvaafl á við karlmenn og gætu ekki erfiðað til jafns við þá. En líkamsburðir karla og kvenna skýra hvorki verkaskiptingu né launamun kynjanna. Vinna formæðra okkar í Þvottalaugunum afhjúpar þá goðsögn. Þessi merki sögustaður Reykvíkinga varpar einnig ljósi á eitt mikilvægasta valdatæki kvenna, gjafir. Thorvaldsensfélagið beitti sér fyrir betri vinnuaðstöðu í Laugunum með því að byggja þvottahús og færa yfirvöldum í Reykjavík að gjöf. Konum tókst þannig að hafa áhrif á stefnu bæjarstjórnar þótt þær hefðu ekki formleg pólitísk völd. Félög þeirra létu sig miklu skipta allar aðstæður og öryggi þeirra sem nýttu sér náttúrulega suðupottinn í Laugunum og áttu frumkvæði að ýmsum úrbótum. Nafnlausir afreksmenn Þvottalauganna fyrr og síðar verðskulda vissulega kastljós sögunnar.

Friðþjófur Helgason 1973 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur

24

1. Árni Óla. Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. I, Reykjavík 1984, bls. 141 og 144–145. 2. Thorvaldsensfélagið 100 ára. Afmælisrit 1875–1975. Thorvaldsensfélagið 1980, bls. 35–36 og Guðrún Borgfjörð. Minningar. Agnar Kl. Jónsson gaf út. Hlaðbúð, Reykjavík 1947, bls. 161– 162. 3. Borgarskjalasafn Reykjavíkur (BsR). Aðfnr 4620 A Fgb. bæjarstjórnar, fundir 15. júní 1893 og 16. janúar 1896. 4. Gunnlaugur R. Guðmundsson. Örnefnalýsing Laugarness, Klepps og Rauðarár. Landnám Ingólfs bls. 295–311 og Þórbergur Þórðarson. Lifnaðarhættir í Reykjavík á síðari helmingi 19. aldar. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess. Ýmsar ritgerðir. II. Bindi Reykjavík 1936–40, bls. 144–242. 5. Þjóðólfur 24. janúar 1885, Fjallkonan 31. janúar 1885 og Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ). Prestþjónustubók Dómkirkjunnar í Reykjavík 1881–1898. 6. Sjá meðal annars; Þjóðólfur 10. apríl 1895 og Reykjavík 1.apríl 1897. 7. Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940. Fyrri hluti. Iðunn, Reykjavík 1991, bls. 252. 8. Þjóðólfur 10. apríl og 21. júní 1895. 9. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands (ÞÞ) 8391 kona f. 1907. 10. Ísafold 14. júní og 6. ágúst 1890. 11. Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns (Lbs) 971 fol. Fundargerðabók Hins íslenska kvenfélags 1894–1927, fundir 20. nóvember 1894, 17. og 26. janúar 1895, 12. mars og 5. júní 1895. 12. Ársrit Hins íslenska kvenfélags 2 (1896), bls. 61, 63–64 og 4 (1899), bls. 57–63. 13. BsR Aðfnr. 735 Brunavirðingar 1901. 14. Soffía Ólafsdóttir lést af brunasárum 17. febrúar 1894 eftir að hafa fallið í hverinn og Kristín Ólafsdóttir hlaut sömu örlög 25. ágúst 1898. Sbr.

ÞI Prestþjónustubók Dómkirkjunnar í Reykjavík 1881–1898. 15. Fjallkonan 27. janúar 1900. 16. Þjóðólfur 26. júlí 1901 og Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. F. hl., bls. 256. 17. Knud Zimsen. Úr bæ í borg. Lúðvík Kristjánsson færði í letur. Helgafell, Reykjavík 1952, bls. 368. 18. Margrét Guðmundsdóttir. Aldarspor. Skákprent, Reykjavík 1995, bls. 96–103 og 130–143. 19. Konur við þvottabólin. Þvottaferðir, þvottatækni, þvottaefni á fyrri tíð. Tíminn Sunnudagsblað 1 (1962), bls. 84–87 og ÞÞ 8391 kona f. 1907 og 9957 karl f. 1908. 20. Elín Briem. Kvennafræðarinn, bls. 282. 21. Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. F.hl., bls. 256. 22. ÞÞ 7873 karlmaður f. 1892. 23. BsR. Aðfnr. 1560 A Laugakeyrslubók 1917–1918. 24. Elín Briem. Kvennafræðarinn, bls. 295–296 25. Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Ljós, lestur og félagslegt taumhald. Ný saga 5 (1991), bls. 62–66. 26. Þjóðólfur 23. janúar 1903. 27. BsR. Aðfnr 4620 A, Fgb. bæjarstj., fundur 21. nóvember 1895. 28. Morgunblaðið 8. desember 1923. 29. BsR. Aðfnr. 3048 [Reglugerð um hreinlæti og umgengni í Þvottalaugunum við Reykjavík dags. 22. júní 1917]. 30. Morgunblaðið 21. júní 1918 og Voröld 13. ágúst 1918. 31. BsR Aðfnr. 3048 Bréf Magnúsar Bergmann laugavarðar dags. 28. desember 1939 til bæjarráðs Reykjavíkur. 32. BsR. Aðfn 3048 Bréf Helga Sigurðssonar dags. 19. nóvember 1941 til borgarstjóra. 33. Alþýðublaðið og Morgunblaðið 30. október 1951. 34. Morgunblaðið 6. ágúst 1960. 35. BsR Aðfnr. 3048. Ársskýrsla gatnamálastjóra 1976.

Árni Páll Jóhannsson 1976 / Ljósmyndasafn Reykjavíkur


MYNDLISTARSÝNINGIN / EXHIBITION 23.05. - 19.06. 2009

25


SKAPANDI HREINSUN

CREATIVE CLEANSING

GLAÐVÆR PÍLAGRÍMSGANGA TIL LAUGA

A JOYFUL PILGRIMAGE TO THE HOT SPRINGS

AÐALHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR LISTHEIMSPEKINGUR

AÐALHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR PHILOSOPHER

Gefðu þér gjöf og taktu þátt í göngunni. Þú ert listaverk! Með þessum orðum hvöttu listakonur START ART gallerísins íbúa Reykjavíkur til að taka þátt í Hrein-gjörningi á aðalgötu borgarinnar, sem var upphaflega gerð til að greiða leið kvenna í Laugarnar með þvott. Gjörningurinn fólst í göngu um innsetningar fjölmargra listakvenna og listamanna er vörðuðu leiðina frá Lækjargötu, upp Laugaveginn og inn að gömlu Þvottalaugunum í Laugardal. Gjöfin fólst í þátttöku í göngunni, sem var ekki aðeins farin til að minnast þvottakvenna er gengu til þvotta í öllum veðrum á norðurhjara veraldar, því með því að ganga inn í þeirra verk, hið hversdagslegasta af öllum verkum, að þvo þvott, voru þátttakendur kallaðir til ábyrgðar á eigin verkum og sköpunarmætti á umrótartímum. Þetta var hrein-gjörningur sem snerti alla eftir efnahagslegt hrun, afhjúpun siðferðilegs óþrifnaðar, peningaþvættis og óheiðarleika. Borgarbúar voru tættir, skítugir og ódaun lagði að vitum þeirra eftir erfiðan vetur. Gjörningurinn var margræður og mótsagnakenndur. Ofin voru vináttubönd með þvottaplöggum er fólu í sér fyrirheit um að þátttakendum tækist að þrífa skítinn, flokka þvottinn sem þeir báru á milli sín og öðlast tengsl við sjálfa sig og aðra. Á göngunni varð hver og einn að listaverki, er opnar farvegi hugsunar og skilnings. Hreyft var við sköpunarmætti er lýsti upp hið ókomna sem á erindi við alla. Líkja má Laugavegsgöngunni við pílagrímsgöngu til lauga sem hreinsar andann og veitir líkamanum yl. Göngu að helgri uppsprettu Lauganna er veitir mátt til sköpunar betri tíma. Er eða var, verk Kristins Hrafnssonar, var þátttakendum áminning um að ígrunda vel grunn sinn og vegferð og fara fram og aftur og aftur fram og aftur í tímanum, frá velmegun til erfiðistíma genginna kynslóða. Hverjum þátttakanda í gjörningnum var boðið að fara með

Give yourself a gift – take part in the Washerwomen’s Walk. You’re a work of art! With these words the artists of gallery START ART urged the people of Reykjavík to take part in a “springs-clean” performance along the city’s main street, which was originally laid as a path for women to carry their washing to the hot springs in Laugardalur. The performance consisted of a walk, via installations by many artists which marked the route from Lækjargata in downtown Reykjavík, up Laugavegur – the Hot Springs Road – to the old Washing Springs in Laugardalur. The gift consisted in participation in the walk, which was not only a commemoration of washerwomen who trudged this route with their laundry in all weathers in the harsh northern climate: for by undertaking their labour – the most ordinary of all labour, to wash dirty laundry – participants were called to account for their own deeds and creative powers, in times of unrest. This was a “springscleaning” performance which had relevance for everyone, after the collapse of the economy, the revelation of moral pollution, moneylaundering and dishonesty. The people of Reykjavík were tattered and filthy, with a stink in their nostrils after a difficult winter. The performance was multifaceted and paradoxical. Bonds of friendship were forged with items of laundry, which entailed a promise that the participants would succeed in cleaning up the mess, sorting out the washing they carried among them, and establish connections with themselves and others. On the Washerwomen’s Walk each person became a work of art, opening up a channel for thought and understanding, which kindles creativity and casts light on the future that has something to say to all of us. The Washerwomen’s Walk may be likened to a pilgrimage to the hot springs, where the spirit is

26

Continued on page 182


sjálfan sig í gegnum hreinsunarferli, eins og hverja aðra skítuga flík, en þó ríkti sá andi að best væri að fara þessa för með gleði í hjarta. Minnst var erfiðleika og strits þvottakvenna sem með vinnu sinni héldu flíkum borgarbúa hreinum hér áður fyrr. Laugavegsgangan var erfiðisganga í alls konar veðrum með þungar byrðar langt út fyrir bæinn. Hnúi Hörpu Björnsdóttur í minningu konu er lést þegar henni skrikaði fótur á ísilögðum læk með þvottinn þunga, minnti á það áræði sem þurfti, og enn þarf, til að ganga hreint til verka. Þakklæti okkar gagnvart gengnum konum fékk byr undir báða vængi þegar gengið var hjá fljótandi léttum og litríkum útlínum óþekktra þvottakvenna við iðju sína í verkinu Minni eftir Magdalenu Margréti Kjartansdóttur. Lúnir fætur, í verkinu Hlé eftir Sari Cedergren, gengu aftur og aftur til þvotta í Laugunum. Hangandi slakir á hvítum veggjum tjáðu þeir vellíðunina sem hvíldin ein gefur. Þvottakonurnar, ömmur margra borgarbúa, áttu drjúgan þátt í að skapa velsæld samtímans. Vinnulúnar hendur í ljósmyndaverkinu Vinna / veður (Amma 1919-) eftir Birtu Guðjónsdóttur kölluðust á við orð er sköpuðu myndræn hugrenningatengsl: saga, jarðhiti, þóf, frost, styrkur, vinda, samstarf, hendur, gallsápa, vosbúð, kvenleiki, hreinsun, sár, hlægja [...]. Verkið var í glugga Jurtaapóteks og gaf loforð um græðandi mátt. Hið létta og óræða textaverk Vífill eftir Níels Hafstein var ritað á aðra búðarglugga með gnótt af gæðavörum, líkt og andvarp er kallar fram fegurðina í fjarlægu erfiði: Heitt vatn aflaufa fingur hvítt lín eilífð hrein sár andvarp í rökkurlindum Verkið Þóf eftir Önnu Hallin og Olgu Bergmann er myndband þar sem gefur að líta sápuleginn kvenlíkama í grænum ullarkjól. Fjórar nærgætnar hendur þæfa þennan ullarlagða líkama. Ullin á heiðurssess í íslenskri þjóðarsál vegna þess hversu mörgum hún yljaði og bjargaði frá kuli og vosbúð, hún var vinarþelið sjálft. Mjúkum höndum er farið um þennan græna líkama við þæfinguna líkt og náttúran sjálf gæli við hann. Líkast til er ein upprunalegasta merking pílagrímsgöngu sú að þar sé verið að hverfa aftur til móður jarðar til að verða snortin af launhelgum lífsins og náttúrunnar. Græni kvenmannslíkaminn, sem sjá mátti í Herrahúsinu við Laugaveginn, gaf fyrirheit um mosabyltingu, til eflingar skilnings og virðingar á viðkvæmni náttúrunnar. Stæltir herramenn í kynþokkafullum nærfatnaði við hlið verksins minntu þó á annan skilning og annan tíma. Anna Eyólfsdóttir gerði þvottavélina að tákni fyrir kynjamisrétti í verkinu Champion 2, en í henni snerust konuhausar í þvottatromlu á meðan vígalegur karl sat glaðhlakkalegur

ofan á vélinni. Karlmenn geta státað af tækniframförum enda hafa konurnar ekkert næði til að leggja höfuð í bleyti eða allavega ekki til að koma framúrstefnulegum uppgötvunum sínum á framfæri á meðan karlmenn sitja ofan á höfðinu á þeim. Í verkinu Champion 1 teygir kona hinsvegar nautnalega úr sér í gömlu baðkari fyrir framan marga þunga taupoka. Konunni var stillt upp sem helgimynd líkt og væri hún María mey laus úr fjötrum veraldarvafsturs og hins teprulega siðferðis kirkjunnar sem skipar konunni og náttúrunni skör neðar en karlmanninum. Þvottakvenna þrár og þvarg eftir Þórdísi Öldu Sigurðardóttur fjallar um tvær þvottavélar sem lenda í tilvistarkreppu, eins og heyra mátti á samræðu þeirra þegar þær dönsuðu á Laugaveginum í leikhúsi fáránleikans: Hvort heldur þú að sé skemmtilegra að vera kind á sumrin eða myndlistarmaður allt árið? / Það er ómögulegt að segja! Ég er þvottavél og þú líka, þú veist alveg hvað ég meina. Á meðan á þvarginu stóð dældu þær út úr sér þvottinum og heilu fjöllin af flíkum mynduðust og sköpuðu hreint landslag. Með því að setja okkur í húmoríska fjarlægð frá nýstárleika þvottavélarinnar upplifðum við ankannaleika hennar í augum þaulreyndra þvottakvenna í minningarbroti Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur Maður, hundur, kind. Margsamsettir tréskúlptúrar, ásamt sögu af vel þæfðri lopapeysu afa hennar, sem varð mátuleg á tíkina Pollý eftir þvott í vél sem amma hennar var að kynnast í fyrsta sinn. Hreint málverk Árna Þórs Árnasonar faldi hins vegar í sér annars konar nálgun þótt þvottavél væri þar líka notuð. Hvítur strigi var litaður fram og til baka í þvottatromlunni og síðan strengdur á blindramma. Útkoman var litríkt og hreint málverk án snertingar handa. Ásdís Elva Pétursdóttir stakk hins vegar höndum sínum í hvíta málningu í gjörningi sínum Hvítþvegið og þvoði upp úr henni karlmannsflíkur við snúrustaura þar sem hún hengdi hvítmálaðan þvottinn til þerris. Hvítt var einkennislitur innsetninganna sem þátttakendur gengu inn í á Laugaveginum. Hvítt er tákn hreinleikans og Íslendingar hafa státað sig af óspilltri náttúru og tæru lofti en spurning er hversu lengi þeir geta enn lifað í þeirri trú að eiga hreint land. Að varpa af sér hvítum klæðum sakleysisins er erfitt, jafnvel þegar skíturinn skín í gegn. Harpa Björnsdóttir dró upp mynd af landinu sjálfu með yfirskriftinni Hvítara en hvítt. Hugþrifaráð sem blakti á fánastöngum í stað þjóðfánans. Hugsteypan, þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir, skráðu nöfn og fæðingarár íslenskra 27


listakvenna á hvíta heiðursfána í verkinu Saga. Vel þvegin listasaga í listaverki er snerti þátttakendur, því hvítu fánarnir vörpuðu frá sér ósýnilegum litríkum þráðum ótal verka listakvenna sem höfðu ofið sig inn í huga þeirra. Aflituð náttúra Þuríðar Sigurðardóttur vakti þá hins vegar upp til vitundar um umbreytingarmátt þvottarins. Uppskrift að sápu í verki Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur Sápa, minnti á fyrri tíma um leið og hún hyllti hugvitssemi þeirra sem höfðu úr engu að moða en urðu að bjarga sér á afurðum náttúrunnar. Uppskriftin var gjöf til þátttakenda til áframhaldandi hrein-gerninga. Í skoti við hlið karlafataverslunar leyndist málverk Söru Riel, Þeytivinda. Hljóðlaust þvottavélarauga sem horfði á vegfarendur um leið og það þvoði þvott. Kunnugleg mynd en ögrandi í umkomuleysi sínu á miðjum Laugaveginum. Þvottakona heimsins Anna Richardsdóttir þeysti fram hjá göngufólkinu sem arkaði upp Laugaveginn. Hún hreif alla með sér með því að þrífa allt sem á vegi hennar varð með miklum tilþrifum. Hún klifraði á götuskiltum og sveiflaði sér eins og þvottur í vindi á milli þess sem hún skreið undir bekki, pússaði og skúraði götur og skó. Gjörningur hennar var eins og blaut tuska í andlit göngufólksins er gapti með undrun í augum. Ansa stansa gjörningur Bryndísar Björnsdóttur og Unnar G. Óttarsdóttur við banka landsins, krafðist stundar með þátttakendum. Rauð kona klæddi sig með hægð í götótt, hvítt léreft meðan önnur stóð með gamalt málverk í formi mótmælaspjalds. Á málverkinu eftir Krístínu Jónsdóttur voru þvottakonur að vinnu við Laugarnar en á meðal þeirra mátti greina andlit Jóhönnu Sigurðardóttur, nýkjörins forsætisráðherra. Pilsaþing Þuríðar Sigurðardóttur var ekki langt frá, svífandi yfir göngufólkinu. Galsafengin litrík pils að spjalla saman og ráða ráðum sínum sem tákn kvenlegrar samstöðu. Skammt undan voru þrjár ungar konur, leiklistarnemar, í stóru fiskikeri að þvo hver annarri varfærnislega á milli þess sem þær gjóuðu augunum glaðhlakkalega til þátttakenda sem leyfðu kvenlegri orkunni að snerta sig. Aðrar þrjár konur þrifu hár sitt í fötum og sullaðist vatn og sápufroða um gangstéttina á meðan enn önnur skvetti á vegfarendur. Hin ofurkunnuglega götumynd aðalgötunnar varð framandi, kvenleg og ærslafull enda aðrir tímar að ganga í garð. Skrautleg fjölskylda var máluð í teiknimyndastíl á götuhorn Laugavegarins í staðlausri sögu Veggmálverks eftir Helga Þórsson. Móðirin með þvott, faðirinn í hundslíki og aðrir við litríkt tíglatjald indjána frá fjarlægum slóðum. Verkið minnti á rústir, skrautmyndir 28

eða leikhús sem pílagrímar hafa gengið fram hjá í borgum og þorpum á leið sinni til hinnar helgu uppsprettu. Eftir langa göngu hafa augu þeirra verið orðin þyrst í táknmyndir sem vísa veginn áfram. Skammt undan rakst þátttakandinn á Fólk á förnum vegi, fínlegt bókverk Jóns Laxdals í búðarglugga íslenskra fatahönnuða. Meðal fólksins í bókverkunum var karlinn í tunglinu. Persónur spruttu líka upp úr smáum verkum Tyrfings Tyrfingssonar og Önnu Maríu Tómasdóttur, er fólu í sér krítuð orð við hlið nærbuxna hér og þar á gangstéttarhellum Laugavegarins. Á pílagrímsgöngu fara smáatriðin að skipta máli og augun fá tíma til að lesa merkingu úr þeim sem annars er hulin. Áfram horfir þátttakandinn niður fyrir sig og rekst á verkið Is it a Star? No, it is an Icelandic volcano named Hekla eftir Heklu Dögg Jónsdóttur. Írónísk vísun í Walk of Fame í Hollywood og frægasta eldfjall landsins er ber kvenmannsnafn með reisn, eða bera íslenskir kvenmenn eldfjallanöfn? Þær geta gosið hvenær sem er eða leyst orku sína úr læðingi með fæðingu nýrra gjörninga. Gengið er fram hjá búðarglugga þar sem afar fínleg hekluð hendi sveif í örmum dansandi manns. Í hinni hendinni hélt hann á hvítbleikum konuhrygg, hekluðum af mikilli natni. Innsetning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Hryggjarmynd opnaði fyrir draumaheim um leið og hún minnti á að Laugavegurinn er viðkvæmur hryggur Reykjavíkurborgar. En styrkleiki borga og annarra heilda felst oft í veikleikanum ef vel er hlúð að honum. Hrygglengjan með öllum sínum skekkjum og jafnvel brotum minnir enn á ný á þungar byrðar þvottakvenna. Bök þeirra þarf að styrkja til að við getum axlað ábyrgð á okkar tímum. Næstu búðargluggar horfðu tómlegir á vegfarendur, yfirgefnir vegna ástandsins sem efnahagslegt hrun landsins skapaði. Í bollanum sé ég sólskin, sagði hún við mig. Ég lét mig dreyma um að ég lægi í hengirúmi sem strengt væri á milli pálmaviða á sólarströnd. Ölduniður, mjúkur sandur og steikjandi sólarhiti. Daginn eftir var föstudagur og ég arkaði í snjó og frosti inn í þvottalaugar með þvottinn bundinn á bakinu. Sem betur fer var sólskin allan daginn. Þessi orð fylgja verki Ástu Ólafsdóttur og vísa þau í spádómsgáfu er lifað hafa vel á meðal íslenskra kvenna. Hæfileiki til að lýsa upp það sem ókomið er og opna farvegi drauma er rætast. Aðalgata borgarinnar umbreyttist smám saman fyrir þátttakendum um leið og þeir sjálfir. Líttu upp, áskorun fjölmargra verka Magneu Ásmundsdóttur á veggjum húsa sem í hversdagsleika daganna er farið fram hjá án þess að líta upp og til himna. Pílagrímar leituðu


að úthöggnum táknmyndum á veggjum húsa á ferðum sínum, þeir leituðu meðal annars að hörpuskelinni því þeir fengu gistingu og hressingu í þeim húsum sem hana báru. Í leit að slíkum merkjum litu þeir líka upp til himna og minntust tilgangs ferðarinnar, sem var að komast í snertingu við heilagan mátt. Í verki Ásu Ólafsdóttur, Skítavöndlar og þvegið, svífur sífellt hreinni og hreinni, og fínlegri og fínlegri þvottur til himna. Englar Nýlókórsins voru líka mættir með tröppur og bala til að hengja upp þvott á snúru í verki Þórunnar Björnsdóttur, Þvottakonugjörningur. Hver engill endurtók sömu líkamshreyfingu og sama hljóðið í eilífri endurtekningu hins sama. Afneitun kristinnar hefðar á helgi líkamans kom fram í verki Bjarka Bragasonar, Handklæði, sem lesið var upp fyrir útisundlaugargesti Laugardalslaugar. Grafnar voru upp gamlar heimildir sem vörpuðu ljósi á að það var talið syndsamlegt að njóta þess að baða sig nakinn í heitum laugum. Enda var lögð áhersla á að vita sem minnst af líkamanum. Holdið var jú talið veikt og mestu máli skipti að halda andanum hreinum. En Íslendingar stunduðu laugarböð í gegnum aldirnar þrátt fyrir ítök kirkjunnar og eru sagnir til um skírnir í heitu vatni í köldum veðrum. Í verki Huldu Vilhjálmsdóttur bar að líta hvíta, tuskulega mótmælaborða sem voru strengdir á svalir bókabúðar Máls og menningar, en þar segir: Þvo mig hreina líknarlind, lauga mig af hverri synd. Var hinn menningarlegi og skapandi hrein-gjörningur iðrunarganga borgarbúa? Hversdagsleikinn, sem felur í sér hreinsunar- og endurnýjunarferli, birtist í mörgum verkum er hrifu þátttakendur. Óásjáleg helgi virku daganna sló endurtekið taktinn. Í myndbandsverkinu Oryoki-máltíð Zen Búddista, eftir Magnús Pálsson, Halldór Ásgeirsson og Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur, hlúðu endurteknar hreyfingar að ró hugans og kyrrlát íhugun skapaði líkamlegt jafnvægi. Andlega nærandi máltíð austrænna hefða. Hreinsun líkamans, myndbandsverk Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttur og Ragnhildar Stefánsdóttur, vísaði hins vegar í vestrænar aðferðir til hreinsunar líkamans að innan sem utan. Rétt næring áður en stólpípa sprautar vatni um endaþarm og hreinsar ristil og garnir. Brúnn vökvi flæðir út, fótsnyrtir skefur sorgarrendur undan nöglum á tám og smyrsl úr ýmsu sem hægt er að finna í eldhúsinu voru borin á auma líkamsparta. Gróf nálgun í samanburði við fínleg Nýru Ragnhildar úr sápu og gúmmí, skúlptúr af helsta hreinsunarlíffæri líkamans sem nærist á andardrætti. Öndum inn og út djúpt inn dýpra inn í holdið stóð skráð á líkamslituðum tauspíral

sem gengið var inn í hægum skrefum í upplifun á ólíkum og krefjandi tilfinningum. Spírall, tákn óendanleikans, þar sem smæsta fruma, sjálf og heimur renna saman í andardrætti líkamans sem er hluti af holdi heimsins. Ljósblátt, verk Eyglóar Harðardóttur, lýsti upp dæluhúsið við Þvottalaugarnar að innan svo að gluggarnir urðu eins og blá augu er bjuggu yfir andlegum skilningi. Dæluhúsið er lítið og óásjálegt, eiginlega hálfgerður kofi, en öðlaðist þarna heilaga ásýnd. Málverkið sýndi hér mátt augnanna, hinna djúpu augna sem sjá það sem öðrum er hulið. Kristín Reynisdóttir gerði hið ósýnilega í vatninu sýnilegt í verki sínu Minni vatns og stillti upp skúlptúr af fínlegri frostrós í uppþornuðum og mosagrónum farvegi gömlu, heitu lauganna. Frostrósin úr ryðguðu járni vísar til vatnsins, undirstöðu lífsins, sem er stöðugum umhleypingum háð. Minni launhelga lífsins voru myndgerð í verkinu, hið örsmáa og undursamlega flókna sem er handan sköpunargetu mannsins. Andleg orka storknar í örsmáu fyrirbæri í frumu mannsins í verki Daníels Magnússonar, Origo & man’s best friend ectoplasm. Í öðru verki hans Cardinal points má greina höfuðáttirnar fjórar er renna saman í sömu skýjaslæðunni utan um lífræna frumuteikningu er umbreytir verkinu í mandölu eða áttavitarós er leiðir inn í fjarlægar víddir. Sameining þeirra sem fjarlægir eru kom fram í verki Ólafar Nordal, en undir umsjá hennar smíðuðu ungar hendur verndarvætt, nautið Guttorm. Sameiningartákn er snerti alla, gert á upplausnartímum af unglingum úr afgangs spýtum. Verndarvætturinn var fluttur úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í hátíðlegri göngu skólabarna og borinn um hverfin er umvefja Laugardalinn. Hrífandi nálægð skapaðist á milli allra barnanna er hlúðu að Guttormi og varð það því sorgarstund þegar hrekkjalómar kveiktu síðar í nautinu. Við verðum alltaf að kljást við skemmdarverk, óhreinindi og sviðnar rústir. Jafnvel pílagrímurinn veit að þegar hann hefur uppljómast við lind helgra véa, þá þarf hann að þvo af sér fötin og ganga áfram. Gangan til Lauga, helgisaga hversdagsleikans, er táknræn fyrir þá skapandi hreinsun og endurnýjun sem stöðugt þarf að fara fram.

29


Amma Fríða er mikil sögukona og hef ég átt margar góðar stundir með henni og ferðatöskunni góðu sem hún geymir undir rúminu sínu. Taskan er yfirfull af gömlum ljósmyndum frá níutíu og eins árs æviferli ömmu.

Grandma Fríða is a great storyteller, and I’ve had so many good times with her and the good old suitcase she keeps under the bed. The case is crammed with old photographs documenting the ninety-one years of Grandma’s life.

Sagan af þeytivindunni hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér:

The story of the spin-dryer has always been one of my favourites:

Þannig var að amma hafði prjónað heljarmikla lopapeysu á afa (sem var þrekinn maður og framsettur) en þótti hún heldur laus í prjóninu. Benti vinkona hennar á að upplagt væri að setja peysuna í þeytivinduna, þar yrði hún þétt og fín. Amma, sem hafði litla reynslu af nýju þvottavélinni sinni, fór að ráðum hennar. Þolinmóð beið hún átekta um stund en þegar slökkt var á vindunni „passaði peysan á tíkina Pollý “ - eins og amma orðaði það.

Grandma had knitted a gigantic sweater of soft unspun lopi yarn for Grandad (who was a big man with a generous belly), but she felt it was rather loosely knitted. A friend suggested that she should put it in the spindryer, and that would tighten up the knitting. Grandma, who hadn’t much experience of her new washing machine, did as her friend suggested. She waited patiently for a while. When the spin-dryer had finished, the sweater had shrunk to “fit our little dog Polly,” as Grandma put it.

Þegar ég var smástelpa flutti amma til Reykjavíkur og bjó allmörg ár við Laugaveg 27 b og Laugaveg 133.

When I was a little girl Grandma moved to Reykjavík, and she lived for a number of years on Laugavegur, at number 27 b and 133.

AÐALHEIÐUR S. EYSTEINSDÓTTIR adalheidur@freyjulundur.is www.freyjulundur.is

30


LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

MAÐUR, HUNDUR, KIND // man, dog, sheep // TIMBURSKÚLPTÚRAR // wood sculptures // 2009 31


ANNA EYJÓLFSDÓTTIR aeyjo@hotmail.com www.umm.is

32

CHAMPION 2 // champion 2 // BLÖNDUÐ TÆKNI // mixed media // 2009


LJÓSMYNDIR STEFÁN Þ. KARLSSON

CHAMPION 1 // champion 1 // BLÖNDUÐ TÆKNI // mixed media // 2009 33


ANNA HALLIN & OLGA BERGMANN berghall@simnet.is www.this.is/ahallin www.this.is/olga

34


LJÓSMYNDIR ANNA HALLIN

ÞÓF // tangle // MYNDBAND, 6 MÍN // video, dur: 6 min // 2009 35


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

ÁRNI ÞÓR ÁRNASON arnithorarnason@gmail.com www.arnithor.net

36


LJÓSMYNDIR ÁRNI ÞÓR ÁRNASON

HREINT MÁLVERK // pure painting AKRÝL, TÚSS, STRIGI // acrylic, felt tip pen, canvas // 2009 37


ÁSA ÓLAFSDÓTTIR asa@asaola.is www.asaola.is

38


LJÓSMYNDIR GUÐMUNDUR INGÓLFSSON

SKÍTAVÖNDLAR OG ÞVEGIÐ // dirty bunches and washed linen BLIKKBALI, TAU, MOLD // tin tub, linen, earth // 2009 39


„Í bollanum sé ég sólskin,“ sagði hún við mig. Ég lét mig dreyma um að ég lægi í hengirúmi sem strengt væri á milli pálmaviða á sólarströnd. Ölduniður, mjúkur sandur og steikjandi sólarhiti. Daginn eftir var föstudagur og ég arkaði í snjó og frosti inn í þvottalaugar með þvottinn bundinn á bakinu. Sem betur fer var sólskin allan daginn.

“In the cup I see sunshine,” she said to me. I allowed myself to dream that I lay in a hammock suspended between palm trees on a sunny beach. Plashing waves, soft sand, hot sun. The following day was a Friday, and I marched through the snow and frost to the washing springs with the laundry tied on my back. Luckily the sun shone all day long.

LJÓSMYND ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR

ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR astol@ismennt.is www.umm.is

40


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

Í BOLLANUM SÉ ÉG SÓLSKIN // in the cup I see sunshine // BLÖNDUÐ TÆKNI // mixed media // 2009 41


BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR birta@this.is www.this.is/birta

42

LJÓSMYND BIRTA GUÐJÓNSDÓTTIR


VINNA / VEÐUR (AMMA 1919-) // work / weather (grandmother 1919-) ÞRJÚ LJÓSMYNDA-TEXTAVERK // three photographs - with text // 2009

43


FYRSTI LESTUR Vinsældir baðanna dvínuðu seint á sextándu öld, og næstu tvær aldir. Kirkjan talaði opinskátt um synd og spillingu þeirra sem vörðu tíma sínum í böðunum, frekar en í kirkjunni, við vinnu eða að sjá um fjölskyldu sína. Prestum bauð sérstaklega við því hversu mörg óskilgetin börn voru getin við vafasama fundi utan hjónabands. ANNAR LESTUR Þeir fara úr buxunum og vefja handklæði utan um sig. Undir handklæðinu fara þeir úr nærbuxunum og fara í sundfötin. Þeir fara í sturtu, vefja handklæðinu um sig og fara í nærbuxurnar undir því.

FIRST READING In the late 16th century, and for the following two centuries, bathing lost its popularity. Churches became increasingly more outspoken about the sin and selfindulgence of those who spent more of their time in the bathhouses rather than in church, working, or looking after their families. The Ministers were particularly disturbed that so many illegitimate children were created from dubious encounters outside of marriage. SECOND READING They take their pants off and wrap a towel around themselves. Underneath the towel they take their underpants off and put swimtrunks on. They shower, wrap a towel around their waist and put their underpants on underneath it.

Texti, lesinn upp í hátalarakerfi sundlaugarinnar í Laugardal einu sinni á klukkustund frá kl.06 til kl.22, júní 2009.

Text, read from the lifeguard tower speaker at Laugardalur public swimming pool once every hour from 6am - 10pm, June 2009.

(Texti að hluta til tekinn að láni frá mismunandi netmiðlum og endurskrifaður)

(Text partially borrowed from multiple online resources and rewritten)

BJARKI BRAGASON bb@bjarkibragason.com www.bjarkibragason.com

44


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

HANDKLÆÐI // towel // HLJÓÐVERK // audio // 2009 45


MAN´S BEST FRIENDS ECTOPLASM SUPER CHROME PRENTUN // super chrome print // 2009

DANÍEL MAGNÚSSON hedoplast@gmail.com www.danielmagnusson.net

46


LJÓSMYNDIR DANÍEL MAGNÚSSON

HÖFUÐÁTTIR // cardinal points SUPER CHROME PRENTUN // super chrome print // 2009 47


EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR eyja@frances.is www.ragnhildur.is // raggafow@simnet.is

48


STILLUR ÚR MYNDBANDI EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR

HREINSUN LÍKAMANS // body cleansing MYNDBAND // video // 2009 49


EYGLÓ HARÐARDÓTTIR eyglo.hard@simnet.is www.this.is/eyglo

50

LJÓSMYND INGA RÓSA LOFTSDÓTTIR


LJÓSMYND EYGLÓ HARÐARDÓTTIR

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND INGA RÓSA LOFTSDÓTTIR

LJÓSBLÁTT // light blue LITUÐ LJÓS & GVASS Á PAPPÍR // colored lights & gouache on paper // 2009 51


HALLDÓR ÁSGEIRSSON MAGNÚS PÁLSSON EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR www.halldorasgeirsson.info // halldor.asgeirsson@gmail.com www.umm.is // magnus.palsson@btopenworld.com eyja@frances.is

52


STILLUR ÚR MYNDBANDI EIRÍKSÍNA KR. ÁSGRÍMSDÓTTIR

ORYOKI -MÁLTÍÐ ZEN BÚDDISTA // oryoki -zen buddistic meal MYNDBAND // video // 2009 53


Hnúi reistur í minningu Önnu Þorsteinsdóttur sem skrikaði fótur á ísilögðum læk á leið heim úr Þvottalaugum eitt vetrarkvöld. Blautur þvotturinn hvíldi svo þungt á herðum hennar að hún gat ekki reist sig á fætur aftur og drukknaði í læknum. Fist raised in memory of Anna Þorsteinsdóttir who, one winter night as she walked home from the washing springs carrying her wet laundry, slipped on the ice of a frozen brook Weighed down by the burden on her back, she was unable to stand up, and drowned in the brook.

HARPA BJÖRNSDÓTTIR LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

harpo@islandia.is www.umm.is

54

HNÚI // fist // SÁPA // soap // 2009


HVÍTARA EN HVÍTT // whiter than white // FÁNAR // flags // 2009 55


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

HEKLA DÖGG JÓNSDÓTTIR hekla@this.is www.this.is/hekla

56


LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

ER ÞETTA STJARNA? // Is it a star? // STEYPA // concrete // 2009

57


HELGI ÞÓRSSON helgithorsson@gmail.com 58


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

VEGGMÁLVERK // wallpainting // 2009 59


Kristín Jónsdóttir 1888 Júlíana Sveinsdóttir 1889 Nína Sæmundsson 1892 Nína Tryggvadóttir 1913 Louisa Matthíasdóttir 1917 Ásgerður Búadóttir 1920 Guðmunda Andrésdóttir 1922 Eyborg Guðmundsdóttir 1924 Gerður Helgadóttir 1928 Ragnheiður Jónsdóttir 1933 Þorbjörg Höskuldsdóttir 1939 Messíana Tómasdóttir 1940 Róska 1940 Steina Vasulka 1940 Ragna Róbertsdóttir 1945 Guðrún Gunnarsdóttir 1948 Þorbjörg Þórðardóttir 1949 Þuríður Sigurðardóttir 1949 Guðrún Kristjánsdóttir 1950 Þórdís Alda Sigurðardóttir 1950 Rúrí 1951

Þóra Sigurðardóttir 1954 Sólveig Aðalsteinsdóttir 1955 Hulda Hákon 1956 Anna Líndal 1957 Ragnhildur Stefánsdóttir 1958 Guðrún Einarsdóttir 1959 Ráðhildur Ingadóttir 1959 Ólöf Nordal 1961 Ósk Vilhjálmsdóttir 1962 Sara Björnsdóttir 1962 Eygló Harðardóttir 1964 Anna Hallin 1965 Katrín Sigurðardóttir 1967 Olga Bergmann 1967 Guðný Rósa Ingimarsdóttir 1969 Hekla Dögg Jónsdóttir 1969 Hildur Bjarnadóttir 1969 Margrét Blöndal 1970 Eirún Sigurðardóttir 1971 Jóní Jónsdóttir 1972 Sigrún Hrólfsdóttir 1973

HUGSTEYPAN: INGUNN FJÓLA INGÞÓRSDÓTTIR ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR hugsteypan@gmail.com www.hugsteypan.com

60


LJÓSMYNDIR ÞÓRDÍS JÓHANNESDÓTTIR

SAGA // (his)story // FÁNAR, ÁLRÖR, HELLUR // flags, poles, tiles // 2009 61


HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR hulda@huldavil.com www.huldavil.com

62


LJÓSMYNDIR JÓSEPH HENRY RITTER

LAUGA MIG AF HVERRI SYND // wash away my every sin TEXTI // text Matthías Jochumsson // 2009

63


JÓN LAXDAL jonlaxdal@feyjulundur.is www.freyjulundur.is

64

FÓLK Á FÖRNUM VEGI // people passing by // PAPPÍR, GLER // paper, glass // 2009


LJÓSMYNDIR ÖRLYGUR HNEFILL ÖRLYGSSON

65


KRISTINN E. HRAFNSSON holtsborg@simnet.is www.keh.is

66


LJÓSMYNDIR KRISTINN E. HRAFNSSON

ER EÐA VAR // now or then // POTTJÁRN // cast iron // 2009 67


KRISTÍN REYNISDÓTTIR ksr@mi.is www.this.is/kristin

68


LJÓSMYND SIGVALDI ÁRNASON

MINNI VATNS // memory of water // SKÚLPTÚR // sculpture // 2009 69


Minni Útlínur óþekktra kvenna við störf í Þvottalaugunum. Memory Outlines of unknown washerwomen working at the hot springs.

MAGDALENA MARGRÉT KJARTANSDÓTTIR LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

magdalena@simnet.is www.simnet.is/magdalena

70


LJÓSMYND GUÐMUNDUR INGÓLFSSON

MINNI // in memory // OLÍULITIR Á PAPPÍR // oil on paper // 2009 71


Líttu upp! Vegurinn að gömlu þvottalaugunum er flestum borgarbúum vel kunnur. Beggja vegna við hann standa húsin. Sum hver hafa verið hér lengi, alveg frá þeim tíma er þvottakonurnar fóru hér um á leið sinni inn í laugar. Önnur eru nýrri. Við förum fram hjá húsunum, inn í þau og út úr þeim, en við lítum sjaldan upp eftir þeim. Verkið er fjöldi lítilla ljósmynda af húsum frá Lækjargötu og upp að Höfðatúni ofan við Hlemm. Myndunum er komið fyrir utan á húsunum þar sem ég tók þær. Þær sýna okkur hvað er fyrir ofan okkur, ef við lítum upp, þar sem við stöndum og skoðum myndirnar.

Look up! Most people in Reykjavík are familiar with the road to the hot springs, where once the townswomen did their washing. There are houses on both sides of the road, some of which were here when the women passed by. Other houses are not so old. We pass the houses, enter them and go out again, but we seldom look up their fronts. My work is composed of many small photographs of the houses along Bankastræti and Laugavegur, as far as Höfðatún. The photographs are placed on the houses where I took them. They show us what is above, should we care to look up, as we stand observing the photographs.

MAGNEA ÁSMUNDSDÓTTIR magneaa@hotmail.com www.magnea.net

72


LJÓSMYNDIR MAGNEA ÁSMUNDSDÓTTIR

LÍTTU UPP // look up // LJÓSMYNDIR // photographs // 2009

73


NÍELS HAFSTEIN safngeymsla@simnet.is

74

LJÓSMYND HARPA BJÖRNSDÓTTIR


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

VÍFILL // vífill // TEXTI // text // 2009

75


LJÓSMYNDIR ÓLÖF NORDAL

NAUTIÐ GUTTORMUR // Guttormur the bull VERKSTÆÐI // workshop // 2009

Þátttakendur í verkefninu Guttormur voru unglingar úr Langholtsskóla, Vogaskóla og Laugalækjarskóla. Þau teiknuðu og smíðuðu á vordögum 2009 nautið Guttorm sem sameiningartákn hverfanna sem umlykja Laugardalinn. Aðrir sem komu að verkefninu voru Aðalheiður Eysteinsdóttir, myndlistarmaður, og Kristín Þorleifsdóttir frá Íbúasamtökum Laugardals.

ÓLÖF NORDAL olofnordal@olofnordal.is www.olofnordal.is

76

Youngsters from the schools around the Laugardalur valley took part in the Guttormur project. They designed and built a sculpture of the bull Guttormur, as a symbol of unity for the districts around the valley. The young people were assisted by artist Aðalheiður Eysteinsdóttir and Kristín Þorleifsdóttir of the local residents’ association.


77


LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

NÝRU // kidneys //SÁPA & GÚMMÍ soap & rubber // 2009

RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR raggafow@simnet. www.ragnhildur.is www.raggafow.jalbum.net/Artworks www.umm.is

78


LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

SPÍRALL // spiral // TAU & TIMBUR // fabric & wood // 2009 79


RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR lysandi@lysandi.is www.lysandi.is

80


LJÓSMYNDIR STEFÁN Þ. KARLSSON

STILLUR ÚR MYNDBANDI RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR

HRYGGJARMYND // backbone 100% BÓMULL, MYNDBAND // 100% cotton, video installation // 2009 81


SARA RIEL sara@sarariel.com www.sarariel.com

82


LJÓSMYNDIR SARA RIEL

ÞEYTIVINDA // whirlpool // MÁLVERK, PLEXIGLER // painting, plexiglass // 2009 83


Þvottadagar voru langir dagar. Þreytan sígur á, leitar niður í fæturna. Þá er gott að rétta úr sér eftir allt bogrið og hella upp á heilnæmt hverakaffið. Þrjár kynslóðir kvenna taka sér hlé frá vinnu og hvíla lúin bein, áður en gengið er heim með blautan þvottinn. Sú elsta fær sér kríu. Washing days were long. The weariness grows, settles in the legs. Then it’s a treat to straighten one’s back after all the bending down, and make coffee with healthy mineralrich water of the hot springs. Three generations of women take a break and rest their aching legs, before walking home with the wet laundry. The eldest takes a little snooze.

SARI CEDERGREN sari@internet.is www.internet.is/sari www.umm.is

84


LJÓSMYNDIR SARI CEDERGREN

HLÉ // a break // GIFS // plaster of Paris // 2009 85


ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR toa@dalur.is www.toa.is www.umm.is

86

SÁRABÓT // compensation ULLARSOKKAR - ÚTSAUMUR // woollen socks - embroidery ÚTSAUMUR // embroidery Guðbjörg Þórðardóttir // 2009


LJÓSMYNDIR STEFÁN Þ. KARLSSON

......Well, well. Sometimes I feel like I don´t know whether to shake from right to left or from left to right. One is shaking all the time and turned on even at night. Have you become completely confused or what? I mean, has your programme been messed up? The system failed???......

ÞVOTTAKVENNA ÞRÁR OG ÞVARG // washerwomen´s walk and talk BLÖNDUÐ TÆKNI, HLJÓÐVERK // mixed media, audio FLYTJENDUR // performers: Björk Bjarnadóttir og Sigríður E. Friðriksdóttir // 2009

87


ÞÓRUNN ELÍSABET SVEINSDÓTTIR tota@kvika.is www.kvika.is/tota

88


Tileinkað góðri sápugerð til handa þvottakonum Dedicated to the good soap made for the washerwomen

SÁPA // soap // AUGLÝSING // advertisement // 2009 89


AFLITUÐ NÁTTÚRA // bleached nature OLÍA Á STRIGA // oil on canvas // 2009

ÞURÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR thura@thura.is www.thura.is www.umm.is

90


LJÓSMYNDIR STEFÁN Þ. KARLSSON

PILSAÞING // petticoat parliament // PILS, ÞVOTTASNÚRA & KLEMMUR // skirts, clothesline & clothes pegs // 2009 91


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

ÞVOTTADAGUR // LAUNDRY DAY

92


YFIRLITSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

MYNDBAND // video: Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir LJÓSMYNDIR // photographs: Joseph Henry Ritter, Anna María Sigurjónsdóttir. ÞÁTTTAKENDUR // participants: Þórdís Alda Sigurðardóttir, Margrét Helga Weisshappel, Ragnhildur Lára Weisshappel

93


LJÓSMYNDIR JOSEPH HENRY RITTER

ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR JOSEPH HENRY RITTER anna@portfolio.is // www.annamaja.com joe@joeritterphoto.com // www.jhrphotoart.blogspot.com

94


LJÓSMYND ANNA MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR

ÞVOTTADAGUR // laundry day // LJÓSMYND // photograph //2009

95


SÁPUGERÐ // SOAP WORKSHOP Sápugerð: Svanfríður Hagvaag og Bjarni Óskar Pálsson. Mótagerð: Ragnhildur Stefánsdóttir. Kvikmyndataka: Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir. Þátttakendur: Anna Eyjólfsdóttir, Ásdís Jörundsdóttir, Ásdís Elva Pétursdóttir, Fanney Long Einarsdóttir, Halla Kristín Hannesdóttir, Harpa Björnsdóttir, Kristín Reynisdóttir, Magnea Ásmundsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir.

96


LJÓSMYNDIR JOSEPH HENRY RITTER

97


LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

LJÓSMYND RAGNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR

LJÓSMYND ANNA M. SIGURJÓNSDÓTTIR

LJÓSMYND ÞÓRDÍS A. SIGURÐARDÓTTIR

Til að setja upp listrænt sápugerðarverkstæði þarf sérfræðinga í sápugerð. Heiðurshjónin Svanfríður Hagvaag og Bjarni Óskar Pálsson komu til samstarfs við START ART og settu upp sápugerðarverkstæði þar sem listamenn gátu framkvæmt hugmyndir sínar. Við þökkum þeim fyrir frjótt samstarf. Svanfríður og Bjarni reka Sápuóperuna á Hvolsvelli þar sem þau selja meðal annars handunnar náttúrulegar sápur þæfðar inn í íslenska ull.

„Ef þú getur borðað það, getur þú borið það á líkamann,“ segir Björk Bjarnadóttir, umhverfis-þjóðfræðingur, sem býr til himneskt húðkrem úr náttúrulegum olíum, aloevera, vítamínum, bývaxi og rósavatni. Heimspeki Bjarkar snýst um hreinleika, umhverfið, endurnýtingu og umbreytingu. Björk kom í START ART og sýndi hvernig hún býr til þessa hreinu náttúruafurð, sem síðan var hægt að smakka og bera á sig.

We had a creative partnership with the Soap Opera, specialists in soapmaking. With them we organized a workshop where artists could realize their ideas. Svanfríður Hagvaag and Bjarni Óskar Pálsson are the duo who run the Soap Opera in Hvolsvöllur, where they produce and sell handmade natural soaps, felted into Icelandic wool.

“If you can eat it, you can put it on your body,”says Björk Bjarnadóttir, environmental ethnologist, who makes a heavenly body cream which contains aloe vera gel, E vitamin, beeswax, lanolin, coconut oil, olive oil and rose water. Björk’s philosophy is that we should not discard what can be re-used. Recycle, re-use, regenerate, are the magic words for taking better care of our planet. Björk came to START ART and demonstrated how she makes this pure product of nature, which could then be tasted or tested on the skin.

SÁPUÓPERAN // SOAP OPERA

BJÖRKIN

Sápuóperan - Gallerí Prjónles // Ormsvelli 5, 860 Hvolsvelli sími: 487-8093 // 487-7873 // 899-5693 // kaupverk@simnet.is

BJÖRK BJARNADÓTTIR, umhverfis-þjóðfræðingur illugaskotta@holmavik.is

98


LAUGAVEGSGANGAN THE WASERWOMEN’S WALK 23.05.09

99


ÞVOTTADAGUR BAÐAÐUR SÓLSKINI

WASHING DAY BATHED IN BRIGHT SUNSHINE

HARPA BJÖRNSDÓTTIR

HARPA BJÖRNSDÓTTIR

Laugardaginn 23. maí 2009 stóð START ART listamannahús fyrir göngu-gjörningi sem bar heitið LAUGA VEGURINN 2009 - gengið á vit sögunnar og efnt var til í minningu þvottakvenna. Tilgangurinn með gjörningnum var að beina sjónum að ósýnilegum verkum kvenna í gegnum tíðina sem samt eru samfélaginu svo mikilvæg, og varpa birtu á hina ósýnilegu orku sem býr í jörðinni og við Íslendingar höfum lært að nýta okkur til góðs og velmegunar. Hin ósýnilegu verðmæti voru í forgrunni, og listin var hið síkvika hreyfiafl sem dró þræðina fram og brá á þá birtu. En listin er ekki bara hreyfiafl til að gera hugmyndir sýnilegar, hún er líka afl hreinsunar, leið fyrir útrás tilfinninganna. Gjörningurinn átti því líka rætur í tilfinningum sem vaknað höfðu í atburðum vetrarins og sterkri þörf fyrir allsherjar hreinsun og endurmat verðmæta. Við horfðum til formæðra okkar og spurðum líkt og Jónas forðum: Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Við ákváðum að ganga enn á ný, troða þvottakvenna gamlar götur til af efla okkur kraft, og hafa gleðina sem leiðarhnoð. Gangan hófst við útitaflið á Lækjartorgi þar sem göngufólkið tók í fang sér flíkur og hvítan þvott sem það bar á táknrænan hátt í einum samfelldum straumi upp Laugaveginn. Samhliða göngunni vörðuðu hátt í fjörutíu myndlistarmenn leiðina með verkum sínum og nemendur í Listaháskóla Íslands glöddu augu og eyru með fjölbreyttum gjörningum. Auk þess voru harmoníkur þandar, kórar sungu, lúðrar voru þeyttir og hin eina sanna skúringarkona heimsins tók til hendinni. Í Laugardal fluttu þvottaenglar Nýlókórsins gjörning og Weird Girls buðu til ævintýralegs kaffiboðs. Þar barði hin sérstæða hljómsveit Parabólur risavaxnar bumbur, Vaskar konur spiluðu á harmoníkur og Páll á Húsafelli lék á steinahörpu sína. Tómthúsmenn breyttu þvottaamboðum í hljóðfæri og konur úr Léttsveit Reykjavíkur og kór Kvennakirkjunnar sungu Þvottakonulagið og allir tóku undir. Þessu lauk með dúndrandi trommuslætti allra viðstaddra þar sem allt sem hendi var næst var virkjað til ásláttar. Þvottaplögg settu svip sinn á daginn og það er óhætt að segja að ánægja og gleði lýsti af hverju andliti sem þátt tók í gjörningnum, enda létt verk að ganga þessa leið í dag, eftir góðum vegi og án íþyngjandi byrða. Veðurguðirnir voru svo ánægðir með uppátækið að þeir drógu öll ský og vætu spádómum veðurfræðinganna til hliðar og böðuðu þennan góða þvottadag í glampandi sólskini.

On Saturday 23 May 2009 the START ART gallery organised a performance-art walk, LAUGA VEGURINN 2009 - the Washerwomen’s Walk. The objective of the performance was to highlight the invisible labour of women over the centuries – labour which is, nonetheless, so vital to society – and also to draw attention to the invisible energy that lies hidden in the earth, which we have learned to harness for our great benefit and wellbeing. The invisible, so invaluable, was in the foreground, while art was the unceasing kinetic power which created mental images of times past in relation with the present. But art is not only an impetus to make ideas visible. It is a cathartic force too, an outlet for emotion. The Washerwomen’s Walk sprang also from feelings which arose during the traumatic events of the winter of 2008-9, along with a strongly-felt need for cleansing and re-evaluation. We looked to our foremothers, and asked ourselves, as Romantic poet Jónas Hallgrímsson did in the 19th century: Where has our long march brought us? We decided to walk once more, tread in the washerwomen’s footsteps, to rediscover our own energy and power, with joy as our lodestone. The Washerwomen’s Walk commenced at the giant chessboard on central Lækjartorg square, where the walkers picked up white laundry and garments, to carry them in a continuous stream up Laugavegur. Along the way, nearly forty artists marked out the route with their works, while art students contributed with performances and happenings. Accordions were played, choirs sang, brass instruments blared, and the only true Washerwoman of the World got to work. At the Washing Springs in Laugardalur, The Icelandic Sound Poetry Choir welcomed the parade with their performance of laundry-angels, while The Weird Girls invited to a fairy-tale coffee-party. The one-of-a-kind Parabólur band beat its gigantic drums, Vaskar konur played their... accordions, and artist Páll from Húsafell performed on his famous “stone-harp”. Laundry implements became improvised musical instrument in the hands of Tómthúsmenn, choirs sang the Washerwomen’s Song, and everyone joined in. The event culminated in mass drumming by everybody present, using whatever came to hand. The white “laundry” carried by the walkers certainly made its mark on the event, and faces shone with joy and contentment – for this is an easy walk for us today, a pleasant stroll along well-maintained roads and paths, unburdened. The “weather gods” smiled on the walk, confounding the meteorologists’ forecasts of cloud and rain, and bathed this washing day in bright sunshine.

100


LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

101


102

LJÓSMYND BÁRA KRISTINSDÓTTIR


LJÓSMYNDARAR THE PHOTOGRAPHERS ÁRNI SÆBERG BÁRA KRISTINSDÓTTIR CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR EINAR FALUR INGÓLFSSON HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON HEIÐAR KRISTJÁNSSON JOSEPH HENRY RITTER KRISTÍN HAUKSDÓTTIR RAGNAR AXELSSON ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

103


LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS ICELAND ACADEMY OF THE ARTS LEIKSTJÓRN // director: UNA ÞORLEIFSDÓTTIR

104

AUDE BUSSON MARÍA ÞÓRDÍS ÓLAFSDÓTTIR RAGNHEIÐUR HARPA LEIFSDÓTTIR ÞYRI HULD ÁRNADÓTTIR SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTR UGLA EGILSDÓTTIR ÁSRÚN MAGNÚSDÓTTIR RÓSA ÓMARSDÓTTIR TINNA SVERRISDÓTTIR SAGA GARÐARSDÓTTIR ÓLÖF HARALDSDÓTTIR ANNA MARÍA TÓMASDÓTTIR TYRFINGUR TYRFINGSSON

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

LJÓSMYND BÁRA KRISTINSDÓTTIR

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

105


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

LJÓSMYND BÁRA KRISTINSDÓTTIR

HARMONÍKUSVEITIN VASKAR KONUR ÁSA MARGRÉT ERÍKSDÓTTIR EYRÚN ÍSAFOLD GUÐNÝ KRISTÍN ERLINGSDÓTTIR KRISTÍN MARÍA INGIMARSDÓTTIR ÓLÖF UNA JÓNSDÓTTIR UNNUR ÞÓRA JÖKULSDÓTTIR VIGDÍS JÓNSDÓTTIR LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

106


107

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON


108

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

109


LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR // STYTTUR STEINUNN ÞÓRARINSDÓTTIR

110


111

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG


DÓMKÓRINN REYKJAVÍK CATHEDRAL CHOIR

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

112


LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

113


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

ANNA RICHARDSDÓTTIR annari@ismennt.is

114

LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR


LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

HREINGJÖRNINGUR // squeaky clean // GJÖRNINGUR // performance // 2009 115


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

ÞÓRDÍS ALDA SIGURÐARDÓTTIR toa@dalur.is www.toa.is www.umm.is

116

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

ÞVOTTAKVENNA ÞRÁR OG ÞVARG // washerwomen´s walk and talk GJÖRNINGUR // performace FLYTJENDUR // performers: Eygerður Margrétardóttir, Björk Bjarnadóttir, Ingimar Einarsson // 2009 117


118

EINAR FALUR INGÓLFSSON


Sumargöngur, skrúðgöngur, kvöldgöngur, vetrargöngur, hinsegin göngur, þvottagöngur, kvennagöngur, skemmtigöngur, verkalýðsgöngur, næturgöngur, mótmælagöngur, sunnudagsgöngur, umhverfisgöngur, friðargöngur. Allar þessar Laugavegsgöngur og margir göngumóðir. Í djúpi tímans má heyra dyn þúsunda fóta sem skildu eftir spor (svo á jörðu sem og á himni) ósýnilega slóð vonar, á veg til betri tíma. Já, sumar göngur eru eins og gangverk tímans eða vatn í löngu gleymdri laug, gengið hefur allt sinn veg en enn er ekki gengið til þurrðar. HARPA BJÖRNSDÓTTIR

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

119


120 LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR


LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

121


LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

122


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

123


124

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR KÓR KVENNAKIRKJUNNAR THE WOMEN’S CHOIR

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

125


LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

BRYNDÍS BJÖRNSDÓTTIR OG UNNUR G. ÓTTARSDÓTTIR bryndisbjorns@gmail.com ugo@mmedia.is // www.unnur.info

126

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR

LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

Hvaða þvottur er þveginn í dag? Bleytan þyngir og óhreinindin eru púl. Hlutskipti hvers er að ansa og stansa? What laundry is washed today? Wetness weighs down and filth is hard toil. Whose place is it to halt and reply?

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

ANSA STANSA // GJÖRNINGUR // performance BÚNINGAR // costumes: Dejan Krajnik og Unnur G. Óttarsdóttir // 2009 127


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

128


129

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON


130

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

131


LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

132


TROMMARAR DRUMMERS UMSJÓN // supervisor: PÉTUR HAFÞÓR JÓNSSON ALZENY SYLLA ANNA SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR ÁSGEIR ATLI ÁSGEIRSSON CHEICK BANGOURA HARALDUR LOKI NATHAN ROBIN KARL HACKERT SEKOUBA LAMARA LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR

133


23. MAÍ HREYFINGIN. Það fallegasta frá Laugavegsgöngunni er einmitt þetta: Laugavegsganga. Ganga saman með hvítan þvott eftir veginum sem alltaf hefur legið frá miðbæ inn í Laugar. Lífæð þessarar borgar er vegur kvenna sem ganga með þvott. Þvottur á hreyfingu. Fólk með þvott á hreyfingu, konur, karlar, allir. KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR - LEIKSTJÓRI

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

THE 23 MAY MOVEMENT. The most beautiful thing about the Washerwomen’s Walk is precisely that: The Washerwomen’s Walk. Walking with white laundry along the route that has always led from the town centre down to the hot springs. The pulsing heart of this city is the route taken by women carrying washing. Laundry on the move. People with laundry on the move: women, men, everyone. KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR - FILM AND THEATRE DIRECTOR

LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

134


135

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

136


LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

137


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

Í þessu verki er gengið hreint til verks - sumir hlutir verða einfaldlega að gerast. Það að hvítþvo flíkurnar er byrjun á nýjum kafla, uppgjör við það gamla, tilraun til að byrja með hreinan skjöld.

In this piece we go straight to the core – some things simply need to be done. To whitewash is the beginning of a new chapter, making peace with the past, in fact an attempt to start with a clean slate.

ÁSDÍS ELVA PÉTURSDÓTTIR aberandi@hotmail.com

138

LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

HVÍTÞVEGIÐ // whitewash // GJÖRNINGUR, FÖT, MÁLNING // performance, clothes, paint // 2009 139


LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

HARPA BJÖRNSDÓTTIR LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR

harpo@islandia.is www.umm.is

140


LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

PENINGAÞVÆTTI // money laundering // GJÖRNINGUR // performance // 2009 141


LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

SKÓLAHLJÓMSVEIT AUSTURBÆJAR

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

142


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

143


LJÓSMYND CHARLOTTA MARÍA HAUKSDÓTTIR

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR thorunnbjoss@hotmail.com Flytjendur: Nýlókórinn: Sturla Einarsson, Ragnheiður Árnadóttir, Kristjana Helgadóttir, Bryndís Björnsdóttir, Unnur G. Óttarsdóttir, Ragnhildur Weisshappel, Margrét Helga Weisshappel, Valý Þorsteinsdóttir.

144

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

ÞVOTTAKONUGJÖRNINGUR // performance for the laundry ladies // GJÖRNINGUR // performance // 2009 145


HUGLEIÐING Þetta var blanda af gjörningi og útivist. Ég held að það sé mjög góð blanda. Anna Richardsdóttir þvoði umhverfi og fólk af alúð. Nákvæmlega það sem þurfti. Það var líka mikil og góð andleg hreinsun fólgin í að horfa á ungu stúlkurnar sem þvoðu peninga undir yfirskriftinni ,,hvítara en hvítt‘‘. Í mínum huga var þessi gjörningur samt fyrst og fremst píslarganga. Fyrir utan það að hver og einn hélt á sínu þvottaplaggi bar fólk allskonar byrðar, sumir voru jafnvel með bala fullan af taui. Þótt það hafi auðvitað ekki nálgast klyfjarnar sem reykvískar konur roguðust með þessa sömu leið á árum áður, leiddi maður ósjálfrátt hugann að hlutskipti reykvískra þvottakvenna í gamla daga. Mér finnst það fyllilega verðugt tilefni og það mætti vel ganga þessa göngu árlega í þeirra minningu. ÁSLAUG THORLACIUS - MYNDLISTARMAÐUR LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

THOUGHTS It was something between a performance and a healthy hike. I think that’s a good combination. Anna Richardsdóttir solicitously washed people and objects. Exactly what was needed. And there was a great, welcome spiritual catharsis in watching young girls washing money, under the watchword: Whiter than White. Yet in my mind this performance was above all a pilgrimage. In addition to the items of laundry held by each participant, people were carrying all sorts of burdens – some even whole tubs of washing. Though of course these were nothing like the heavy weights that Reykjavík women struggled to carry along this way in olden times, one could not help thinking of the lot of those washerwomen. I feel this is a worthwhile cause, and this commemorative walk could well become an annual event to uphold their memory. LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

146

ÁSLAUG THORLACIUS - ARTIST


147

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON


148

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

149


HUGLEIÐING Í HINSEGIN LAUGAVEGSGÖNGU

THOUGHTS ON A TOPSY-TURVY PROCESSION

Við Vera dóttir mín ákváðum að skella okkur í gönguferð um daginn, slást í för með konum sem vildu heiðra kynsystur sínar sem forðum daga gengu klyfjaðar úr gömlu Reykjavík í Laugardalinn og þvoðu þar leppana. Karlar fengu að fljóta með í þessa minningaslóð, svo ég hélt í hönd dóttur minnar.

My daughter Vera and I decided to take a walk the other day – to join the women who were commemorating those who walked in olden days heavy-laden from old Reykjavík to the Laugardalur valley to wash their laundry. Men were allowed to come along on this walk of memory, so I held on to my daughter’s hand.

Þessi listum stráða minningaganga hófst í Lækjargötu og endaði með stæl við gömlu Þvottalaugarnar. Þetta var fínasti gjörningur, veðrið var gott og uppákomur sem vörðuðu veginn héldu okkur við efnið. Það sem verkaði þó sterkast á mig, var sú upplifun að ganga í raun á móti straumnum, í öfuga átt miðað við allar þær skrúðgöngur sem ég hef tekið þátt í niður Laugaveginn.

This art-rich memorial procession began on Lækjargata, and ended with fanfare at the old Washing Springs. The weather was fine, and events along the way sustained our interest. But what affected me most strongly was the sensation of walking against the tide – in the opposite direction from all the processions in which I have taken part down Laugavegur.

Í hinni kvenlegu gjörningagöngu var allt einhvern veginn í öfugu samhengi miðað við það sem gengur og gerist. Þar upplifði ég ferðalag úr hrollkaldri eyðileggingu hinnar karllægu miðborgar og inn í hlýtt og gjöfult móðurlíf Þvottalauganna. Fæðingarvegurinn var vissulega illa farinn eftir áralanga misnotkun óupplýstra skipulagsyfirvalda og bíræfinna fjárglæframanna. En í göngunni var athyglinni ekki beint að því sem miður hafði farið, heldur að því sem gert er hreint, þvegið, læknað. Hugurinn reikaði til vinnulúinna handa, þvottakvenna, ljósmæðra. Hvíti liturinn var áberandi, tákn friðar og hreinleika. Og þegar fór að gusta um gönguna fyrir ofan Hlemm, fór ilmandi þvottur á snúrum að bærast inni í mér.

In this feminine performance procession, everything was somehow placed in the opposite context to the usual one. I experienced it as a journey from the chilly wasteland of the masculine-focussed city centre in to the warm and nurturing womb of the Washing Springs. The birth canal was, admittedly, in a poor state after decades of abuse by benighted planning authorities and shameless speculators. But the walk did not focus on what has gone amiss, but on cleansing, washing, healing. Into my mind came images of work-worn hands of washerwomen, midwives. White was the colour – symbolising peace and purity. And as a breeze started blowing through the procession as we moved beyond Hlemmur, fragrant washing on lines began to flutter inside me.

Áfram var synt upp fæðingarveginn við söng og fögnuð, haldið lengra í burt frá steinsteypu í átt til náttúru. Og loks komið að heitri uppsprettunni, Þvottalaugunum, umvafinni gróðri og lífi, vatni lífsins. Göngunni lauk þarna í leginu. Öllum var orðið hlýtt af þessu óhefðbundna ferðalagi. Veru minni fannst gaman, við tókum í þvottabretti, sungum og börðum í bala, nutum tímaleysis með góðu fólki í móðurkviði.

On we swam up the birth canal, with singing and rejoicing, moving away from concrete towards nature. And finally we reached the hot springs, the Washing Springs, embraced by vegetation and living things, the water of life. And the processing ended there, in the womb. Everyone was warm from the unusual journey. My Vera enjoyed it. We tried out a washboard, sang and drummed on a washing-tub, enjoyed a timeless moment in good company, in the womb.

Það borgar sig að halda upp á það sem skiptir máli, gleðjast, þakka fyrir sig. Oft er líka lífsnauðsynlegt að synda á móti straumnum.

It is worth celebrating important things, being happy, giving thanks. And it is often absolutely vital to swim against the tide.

Við Vera þökkum fyrir okkur.

Thank you, from Vera and me. STEFÁN JÓNSSON - LEIKARI OG LEIKSTJÓRI

150

STEFÁN JÓNSSON – ACTOR AND THEATRE DIRECTOR


LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG

151


LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

STILLA ÚR MYNDBANDI JÓN VÍÐIR HAUKSSON

PÁLL GUÐMUNDSSON Á HÚSAFELLI pallg@pallg.is www.pallg.is

152

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON


VANTAR STÓRA MYND AF STEINUM

LJÓSMYND JÓN VÍÐIR HAUKSSON

153


LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

154


155

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR


156

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON


HUGLEIÐING Ég tók þátt í þessu og hafði mjög gaman af. Þetta var skemmtileg ganga sem fyrir mig var fyrst og fremst ný upplifun á þessu umhverfi. Mér fannst ég upplifa leiðina inn í Laugardal með nýjum hætti og það var margt sem varð til þess. Náttúrulega félagsskapurinn í göngunni, sem var tengdur saman með þessum hvítu klæðum sem minntu okkur á söguna og svo auðvitað ýmsir gjörningar sem urðu á vegi okkar. En það að auki fannst mér þetta bregða upp svolítið nýrri mynd fyrir mig af borgarumhverfinu sem slíku, og fannst mér það ekki síst vera gildi þessa gjörnings. ÓLAFUR GÍSLASON – FRÆÐIMAÐUR

LJÓSMYND RAGNAR AXELSSON

THOUGHTS I took part, and thoroughly enjoyed it. It was a pleasant walk, which for me was primarily a new way of perceiving this environment. I felt I experienced the route in to the Laugardalur valley in a new way, and there were many reasons for this: of course the company on the walk – linked together by white linens, reminding us of the history – and indeed various performances along the way. And I felt it gave me a slightly different image of the urban environment as such, and I felt that the significance of the performance lay not least in that. ÓLAFUR GÍSLASON – THEORIAN

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON

157


PARABÓLUR STEINGRÍMUR GUÐMUNDSSON GUÐMUNDUR VIGNIR KARLSSON JÓN GEIR JÓHANNSSON

LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

TÓMTHÚSMENN HÖRÐUR BRAGASON BIRGIR BRAGASON KORMÁKUR GEIRHARÐSSON

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

158


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

159


160

LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR


161

LJÓSMYND ÞORVALDUR ÖRN KRISTMUNDSSON


162

LJÓSMYND ÁRNI SÆBERG


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

163


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

164

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

165


LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

LJÓSMYND KRISTÍN HAUKSDÓTTIR

THE WEIRD GIRLS PROJECT KITTY-VON-SOMETIME LJÓSMYND EINAR FALUR INGÓLFSSON

kitty-von-sometime@mail.com www.theweirdgirlsproject.com

166


LJÓSMYND HARALDUR ÞÓR STEFÁNSSON

THE WEIRD GIRLS PROJECT // GJÖRNINGUR // performance // 2009 167


ÁFRAM LAUGAVEGINN

WALKING ALONG LAUGAVEGUR

SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR - HEIMSPEKINGUR

SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR - PHILOSOPHER

Laugavegurinn er hryggjarstykkið í Reykjavík, í borg sem er svolítið ólögulega vaxin. Við skipulagningu borgarinnar á undanförnum áratugum var lögð svo mikil áhersla á útlimina að hryggjarstykkið hlaut ekki þá alúð sem þarf til að halda borgarlíkama í jafnvægi og góðu formi. Laugavegurinn væri ekki raunverulegt hryggjarstykki ef hann bæri þess ekki merki að stormur hefur leikið um íslenskt samfélag, um stoðkerfið sjálft, hagkerfi þess og pólitíska stjórn. Stormurinn leiddi í ljós að innviðir stjórnkerfis og siðferðilegar stoðir athafnalífs eru víða fúin, svona eins og í vanræktum gömlum húsum. Sjóðir og hirslur, sem græðgin tæmdi heima og erlendis, tákngerast í auðu húsnæði við Laugaveginn. Ef við skilgreinum frið sem samfélagslegt öryggi, þá má fullyrða að íslenskt samfélag hafi lent í ófriði vegna þess að skapað var ósjálfbært hagkerfi, og ástandið sem nú ríkir ógnar öryggi og velferð. Til þess að friður komist á og hægt verði að byrja upp á nýtt, þarf að þrífa og gera upp það sem er liðið. Þegar eitthvað tæmist, skapast tóm og svo opnast rými, rými til að staldra við, til að minnast og til að huga að endursköpun. Með Laugavegsgöngunni var þess fyrst og fremst minnst sem gaf götunni nafn sitt, Lauganna og þvottakvennanna sem gengu þessa götu með þungar byrðar sínar. Helstu tákn Laugavegsgöngunnar eru þvottur og hreingerning. Nú er tími vorhreingerningar. Hreingerning og þvottar kallast á við „Búsáhaldabyltingu“ hrunvetrarins. Pólitík valdhrokans var rekin á brott með gjallanda potta og panna og taktföstum slætti sprottnum úr hjarta heimilanna, sem efldist við eldana sem loguðu í frostköldu skammdegismyrkrinu, langt fram á nótt. Í Laugavegsgöngunni gengu borgarbúar með „þvott“ eða alls konar mjallhvít og þvegin plögg. Göngufólkið myndaði keðju með þvottinn á milli sín. Hinir hvítu fánar hófust á loft og blöktu í vindinum. Í birtunni og vorblænum var eins og þetta allt tákngerði létti og gleði og ekki síst fyrirheit um uppgjör og nýtt upphaf. Það er

Laugavegur (the Hot Springs Road) is the backbone of Reykjavík, a city that has grown into a rather distorted shape. In city planning in recent decades, so much attention has been paid to the limbs that the backbone has not received the attention it needs, in order to keep the body politic balanced and fit. Laugavegur would not be a true backbone, if it were not marked by the storm that has swept through Icelandic society, through its very framework – the economy and government. That tornado uncovered rot in the structure of government, the moral pillars of business, like in a dilapidated old house. The bank accounts and funds drained by greed, in Iceland and abroad, are manifested in the empty storefronts along Laugavegur.

UM UPPGJÖR OG ÁBYRGÐ

168

RESPONSIBILITY AND RECKONING WITH THE PAST

Continued on page 186

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER


eins og opnast hafi gluggi og því þarf að fagna og grípa tækifærið til að hleypa inn nýjum straumum. Laugavegsgangan felur einnig í sér endurheimt Laugavegarins sjálfs úr klóm fjárplógsmanna sem hafa einungis séð Laugaveginn sem gamla röð húskumbalda sem þarf að rífa, lóðir til að byggja á ný og stór hús sem má græða sem mest á. Nú er allt stopp. Í bili. Á meðan breiðir listin úr sér á Laugaveginum, opnar dyr og glugga og hvetur með verkum sínum og gjörningum til umhugsunar um það sem liðið er og möguleika og hættur þess sem bíður handan hornsins. ÞVOTTAR OG STRIT Þvottar og hreingerningar eru eitthvað sem stöðugt þarf að sinna. Sjálfsviðhald er strit. Það fer óhemju tími í að halda híbýlum við, þjónusta sjálfa sig og aðra, næra og hirða líkamann og snyrta, kaupa flíkur, klæðast, þvo, strauja, bursta tennur og reima skó. Við gerum þetta aftur og aftur í taktföstum rythma daganna. Umhirða okkar hefur líka andlegar hliðar. Ástin getur t.d. ekki dafnað ef hatrið sem fylgir mannlegum samskiptum fær óáreitt að safnast upp, eins og rithöfundurinn Elias Canetti komst að orði. Það þarf elju til að uppræta það eins og arfa úr garði. Í trúarlegu samhengi eru hreinsun og skírn með laugun samnefnari fyrir uppstokkun og nýtt upphaf. Listin sjálf sem spegill tilfinningalífs manna og menningar hefur frá örófi verið skilgreind sem hreinsun eða kaþarsis. Samkvæmt skáldskaparkenningu Aristótelesar er markmið gríska harmleiksins að sviðsetja mannleg örlög og gefa áhorfendum tækifæri til að samsama sig þeim og fá þannig útrás fyrir tilfinningar sínar. Listin kemur okkur í samband við eitthvað órætt í sjálfum okkur og gerir okkur þannig kleift að vera ekki á valdi einhvers í sálarlífi okkar sem við skiljum ekki. Þess vegna geta flóðgáttir sálarlífsins opnast þegar við könnumst við eitthvað í okkur sjálfum í gegnum leik, myndbirtingu, orð, hljóm eða aðra listræna túlkun. Þvottur í yfirfærðri merkingu uppgjörs sem þarf að eiga sér stað getur verið með ýmsu móti, enda mörg og ólík fyrirbæri sem tengd eru hreinsun. Þvottur getur haft ýmsar neikvæðar merkingar enda tölum við um fyrirbæri eins og heilaþvott, hvítþvott, grænþvott og peningaþvætti. Við tölum líka um hreinsanir við skilyrði alræðis og öfga eins og um pólitískar hreinsanir eða þjóðahreinsanir. Heilaþveginn maður bregst við eins og vélmenni og getur ekki haft frumkvæði að einhverju sem væri frá honum sjálfum komið. Hvítþvottur hefur

LJÓSMYND GUNNAR V. ANDRÉSSON / KVENNASÖGUSAFNIÐ

þann tilgang að breiða yfir og hylja misferli. Þvottur getur farið út í öfgar. Of mikill sápuþvottur fer illa með náttúrulegt umhverfi og ofuráhersla á böð og þvotta gengur á hina takmörkuðu auðlind sem vatn er að verða í heiminum. HREINGERNING OG NÝTT UPPHAF Það var stofnað til Laugavegsgöngunnar af listamönnum sem gera hreingerninguna að viðfangsefni. Borgararnir sem taka þátt í gjörningnum eru sjálft listaverkið og þeir virkja rými borgarinnar fyrir viðburðinn. Þetta er pólitískt listaverk, en merking orðsins borg á rætur að rekja til gríska orðsins polis. Samkvæmt Aristótelesi er það hlutverk borgaranna að koma saman á opinberum vettvangi til að ráða ráðum sínum um málefni borgarinnar. Við Þvottalaugarnar var áður fyrr þingað um mörg málefni sem opinberir stjórnendur borgarinnar á þeim tíma höfðu lítinn áhuga á. Karlar uppnefndu það í gamni „pilsaþing“ . Laugavegsgangan minnir á hverjir gengu til þvotta. Það voru konur, einkum þjónustukonur sem bjuggu flestar við vinnuáþján og bágborin kjör. Sá hópur karla sem helst nýtti sér þvottaaðstöðuna 169


mæður fyrirgæfu ekki mönnum sem væru vondir við börnin þeirra og átti hún þá við mennina sem láta komandi kynslóðir borga brúsann fyrir sig. Það er himinhrópandi ranglæti sem hefur margoft átt sér stað í mannkynssögunni og gerist núna eina ferðina enn, og að þessu sinni í landi sem var samkvæmt yfirborðslegum skýrslum úttektardeilda alþjóðastofnana eitt óspilltasta og jafnréttissinnaðasta samfélag heims.

LJÓSMYND EGGERT JÓHANNESSON

í Laugunum voru útlendingar. Það voru franskir sjómenn fiskiskipa sem lögðust við höfn í Reykjavík. Landlegan gaf sjómönnunum tíma til að þvo af sér flíkurnar og deila frönsku biskví með þvottakonunum þar sem þau bogruðu saman yfir sjóðheitu hveravatninu. Þær gáfu þeim stundum af sínu brauði og kaffi í staðinn. Ef maður vill grípa til trúarlegs og goðsagnakennds myndmáls þá deildu konurnar og Fransmennirnir með sér brauði og vatni lífsins sem streymir áfram endalaust. Hvað einkennir einmitt lífið meira en flæði vatnsins og síbreytilegur straumur þess? Jörðin sem við komum af væri líka auðn ef ekki væri fyrir vatnið sem gerir að verkum að jörðin er frjó. Það kemur upp í hugann að þá getið er kvenna sem opna munninn og tala í Biblíunni er stundum brugðið upp mynd af þeim við brunninn, þar sem þær koma saman til að ná sér í vatn. Eftir að ófriði lýkur og enduruppbygging tekur við eru það iðulega konur sem byrja að taka til hendinni. Það er dapurlegt að kynjaskipan samfélagsins skuli enn vera með þeim hætti að það gæti nú endurtekið sig hér á landi. Það er enn dapurlegra í ljósi þeirrar staðreyndar að sagan kennir okkur að þegar uppbyggingin er komin vel á veg þá taka karlar völdin aftur í sínar hendur, og oft eru það sömu kerfiskarlarnir sem með aðgerða- eða gáleysi ollu hruninu og konurnar sem voru samverkamenn þeirra. Í upphafi kreppunnar skrifaði rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að 170

MÓTMÆLI Laugavegurinn á sér langa sögu sem mótmælagata og hér á landi hefur ekki skort mótmælin undanfarinn áratug. Sú mótmælasaga má ekki gleymast þegar saga hrunadansins verður skráð. Á fyrsta áratug þessarar aldar var hér töluvert andóf gegn ólýðræðislegum stjórnarháttum og efnahagslegri þenslustefnu sem kom okkur í koll. Fimmtán þúsund manns héldu niður Laugaveginn í „Jökulsárgöngu“ til að mótmæla stíflunni við Kárahnjúka rétt áður en byrjað var að fylla lónið og þar með að fullgera eina stærstu stíflu þessarar gerðar í Evrópu og jafnframt stærsta minnisvarða þáverandi stjórnar. Vatnsorkan var virkjuð með rökum þjóðrembu um að Íslendingar legðu með vatnsaflsvirkjuninni sitt af mörkum til varnar loftslagsvánni sem steðjar að heiminum. Þessu var harðlega mótmælt með rökum

LJÓSMYND RÓBERT MARVIN GÍSLASON


LJÓSMYND STEFÁN Þ. KARLSSON

sem settu virkjanir fyrir álbræðslur í stærra samhengi, sem og öðrum ólýðræðislegum ákvörðunum sem þessi stjórn leiddi yfir land og þjóð. Gagnagrunnslögunum var mótmælt vegna þess að þau þóttu lítilsvirða persónuréttindi í þágu stórfyrirtækis, en sömu stjórnvöld réttlættu þá fyrirætlun að færa einkafyrirtæki sjúkraskýrslur landsmanna m.a. með þeim rökum að það ætti að gefa vísindunum hinar einstöku íslensku erfðaupplýsingar. Bankaútrásin var mærð af valdhöfum í sama tóni með hóli um íslenska bankamenn sem hösluðu sér völl í alþjóðaviðskiptum í krafti erfðaeiginleika sem gen víkinganna höfðu fært þeim. Valdhroki og lýðræðisfyrirlitning þessara stjórnvalda birtist hvað skýrast í því þegar tveir æðstu ráðamenn þjóðarinnar ákváðu sín á milli, án samráðs við Alþingi eða þjóð sína, að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Nóbelsrithöfundurinn

Joseph Coetzee hélt fyrirlestur fyrir nokkrum árum við Háskóla Íslands þar sem hann sagði að George Bush, Bandaríkjaforseti, hefði kallað böl yfir þjóð sína með Íraksstríðinu. Við vorum óaðspurð gerð samsek í þeim stríðsrekstri. Vegur ofríkisins á Íslandi er varðaður gjörðum sem grófu undan lýðræðismenningu samfélagsins og bjuggu í haginn fyrir græðgisvæðingu og taumleysi innan fjármálaheimsins. Þetta hefur svo sannarlega átt stærstan þátt í því ófremdarástandi sem hrunið kallaði yfir Íslendinga og borgara annarra landa þar sem íslenskir bankar störfuðu. UPPGJÖR, SÖK OG ÁBYRGÐ Eitt listaverkanna sem er sýnt í tengslum við Laugavegsgönguna er krepptur hnefi sem steyptur er úr sápustykki. Þetta verk birtir margt 171


af því sem felst í hugmyndinni um gönguna. Hnefinn minnir á hendur þvottakvenna, vinnulúnar, þurrar og hrjúfar af heitu sápuvatni og nuddi á þvottabretti. Hnefinn minnir líka á táknmynd baráttu verkalýðs fyrri tíma fyrir bættum kjörum. Í samhengi samtímans má sjá reiði almennings og ákall um hreingerningu í þessum kreppta hnefa. Andspænis afleiðingum hrunsins sem nú blasir við er stórt spurt um hreingerninguna eða uppgjörið sem þarf að fara fram. Hverjir eru sekir, hverja skal draga til ábyrgðar? Berum við flest einhverja ábyrgð? Það væri fráleitt að tala um sameiginlega sök á hruninu hér á landi. Ekki bara vegna þess hversu margir ólíkir en samverkandi þættir, innanlands og alþjóðlega, leiddu til þess hvernig fór. Það er unnt að þrengja hringinn og beina einungis sjónum að afgerandi aðilum sem höfðu pólitísk völd eða höfðu ítök í krafti fjármagns og stöðu og það er svo sannarlega gert. Sumir beina reiði sinni og hneykslun að pólitískum valdhöfum sem voru slegnir hugmyndafræðilegri blindu sem lét þá afnema reglur og eftirlit með umhverfi fjármálafyrirtækja. Aðrir einblína á gráðuga og skeytingarlausa fjármálamenn sem nýttu sér aðstæðurnar til hins ítrasta. Flestir myndu vilja að þessir aðilar gengju iðrunargöngu niður Laugaveginn, eða eithvað álíka. Þýski heimspekingurinn Karl Jaspers fékkst við þessar sömu spurningar í Þýskalandi eftir nasismann og helförina. Hann gaf út rit sem heitir Spurningin um sökina árið 1946. Þótt aðstæður hér á landi eftir hrun séu alls ekki sambærilegar hvað alvarleika og hrylling varðar, þá býður ritið upp á gagnlega sundurgreiningu sakarhugtaksins og tilefni til að greina milli sakar og ábyrgðar. Jaspers skrifar að fyrst beri að nefna þá sök sem sé glæpsamleg og hana þurfi að gera upp fyrir dómstólum. Hér á landi var einmitt skipaður sérstakur saksóknari sem hefur það hlutverk að rannsaka hugsanlega hvítflibbaglæpi sem tengjast hruninu. Í annan stað nefnir Jaspers pólitíska sök. Hér á landi væri nær lagi að tala um pólitíska ábyrgð, en rannsóknir á pólitískum þáttum hrunsins munu leiða til þess sem við köllum dóm sögunnar. Það sama á við um hina siðferðilegu sök eða ábyrgð sem Jaspers tilgreinir. Almenningur á Íslandi er ekki sekur í málinu, en við berum ábyrgð að einhverju leyti á hruninu að því marki sem ástæður þess liggja í almennu, ríkjandi hugarfari. Þó reynt væri að afneita, gleyma eða ýta til hliðar spurningunni um það að hvaða leyti almenningur beri ábyrgð mun það ekki takast lengur en börnin núna að vaxa úr grasi og komast til vits og ára. Í síðasta lagi eftir tíu til fimmtán ár mun sú unga kynslóð spyrja fólk góðæristímabilsins hvað það gerði til að 172

koma í veg fyrir hrun, vegna þess að eitthvað var jú um aðvaranir, vísbendingar og váboða. Spurningar munu líka koma erlendis frá. Spyrja þarf hvort almenningur hafi upp til hópa verið heilaþveginn að einhverju leyti eða ánetjast hjarðhugsun. Mikilvægt er að kanna betur hvernig samgróningur pólitíkur og fjármálaheims stýrði opinberri umræðu og fjölmiðlum með hætti sem gerði gagnrýni næsta ógerlega eða áhættusama fyrir þá sem hana stunduðu. Þegar fram í sækir mun ábyrgð almennings einkum felast í því að leggja sitt af mörkum til þess að hér þrífist lifandi og heilbrigðara lýðræði en við höfum búið við undanfarin ár og áratugi. VIÐ GÖNGUM ÁFRAM LAUGAVEGINN Það sem er helst að óttast, nú þegar ár er liðið frá falli bankanna, er að við taki stig afneitunar. Eldmóður búsáhaldabyltingarinnar og ákallið um faglegri stjórnmál og virkara lýðræði er það besta sem gerðist hér á landi eftir hrunið. Nú virðist mörgum sem þessi gluggi sé að lokast aftur og við taki stig afneitunar og hvítþvottar. Stjórnmálamenn hrunsins og sumir gerendur þess úr viðskiptalífinu eru þeir hinir sömu sem starfa við að taka á þeim vanda sem þeir skópu. Margt þessa fólks er hluti vandans sem það á að leysa. Er það ekki mótsögn? Er ekki þörf á róttækum breytingum á stjórnskipulagi, nýju faglegu fólki til að stjórna, óháðum, gagnrýnum fjölmiðlum, siðvæðingu viðskiptalífs, og síðast en ekki síst, virkum og vakandi borgurum? Hugsanlega virtist sumum sem veifað hafi verið hvítum friðarfánum í Laugavegsgöngunni. Friður mun ekki komast á í bráð nema hreingerning, vitnisburður og jafnvel einhvers konar sáttargjörð fari fram. Líkt og þvottakonurnar forðum þarf núna að bera óhreina þvottinn í Laugarnar, þvo hann, og drösla honum svo sömu leið heim, blautum og þungum. Gangan verður erfið, jafnvel nokkurs konar hreinsunareldur sem enginn bað um. Láist að ljúka verkinu, ekki þvegið nógu vel eða gleymist að hengja þvottinn til þerris, lyktar hann og myglar. Ef hins vegar vel viðrar þornar þvotturinn fljótt og vel og verður brakandi hreinn. Þótt allt „komi upp á borðið“, eins og það heitir, verður málinu samt ekki lokið með siðferðilegu uppgjöri. Hreingerning er stöðugt ferli eins og þvottar kvennanna forðum. Lýðræði er nokkurs konar endalaus þvottaganga; það þarf stöðugt að endurnýja sig og það gerist ekki nema borgarar séu vakandi fyrir óhreina tauinu sem safnast upp og ganga til þvotta. Við munum áfram ganga Laugaveginn.


LJÓSMYND BÁRA KRISTINSDÓTTIR

173


OUR SPRINGS CLEAN

THE HOT SPRINGS ROAD

START ART was founded in March 2007, since when the gallery has hosted over 80 exhibitions at Laugavegur 12b. Early in 2008 the START ART group had the idea of taking Laugavegur (the Hot Springs Road) as a subject – in past and present, and looking into the future in some way. We turned to history, and recalled the origins of Laugavegur: how the road came into existence, where it leads, and how it came by its name. A rough-and-ready path was made, leading east from the old town, in the 1880s. It was intended to make it easier for washerwoman to reach the washing springs in Laugardalur: before that time they had picked their way along the shore to the springs. We decided that these women, to whom Laugavegur owes its existence, should be commemorated. The project, LAUGA VEGURINN /THE WASHERWOMEN’S WALK 2009, is a trilogy: an exhibition, a performance installation, and a book. The project may also be seen as referring to cleaning in the broadest sense, including the difficult clean-up task now faced by the Icelandic nation. The performance installation was a walk from Lækjartorg Square in downtown Reykjavík to the old Washing Springs, with public participation, and diverse contributions by many artists at waystations along the route. Bonds of friendship were wrought as articles of laundry linked together all those who walked the Washerwomen’s Walk. The Washerwomen’s Walk, the exhibition and the event in its entirety, were on the programme of the annual Reykjavik Arts Festival. This book is published to commemorate the history that inspired this event, and to illuminate the project from various points of view. Our hope is that this work will help to keep that history alive. We sincerely thank all those who were involved in the preparation of LAUGA VEGURINN/ THE WASHERWOMEN’S WALK 2009, provided funding, and contributed through their participation and work, and not least the many people who took part in the walk with us, thus perfecting the performance. Special thanks to Harpa Björnsdóttir for her extensive project management.

Springs – often having to wade streams along the way. The washerwoman carried the washing in a large sack on her back, held fast by a rope across her chest, along with her washtub. In her hand she carried a bucket containing the battledore and other supplies for washing, some food for the day – and one photo from that time shows, on top of the bucket, the essential coffee pot. The women were often accompanied by their children, who could not be left alone at home. Some were big enough to help their mothers at their work, but the women were constantly fearful that their children would be at risk at the Washing Springs. And there were cases of women themselves suffering grave burns from the boiling-hot water. Our ancestresses were tough, no less than our ancestors. With the dawn of a new century, technological advance brought them the wheel. Initially there were wooden boxes on wheels, which could be dragged along. These were followed by wheelbarrows, which must have required great strength to push, and finally horse-drawn carts. By the time the car had become a member of the Reykjavík family, hot water from the springs had long been piped into every home in the city, and washerwomen, backs bent under their burdens as they plodded their way to the springs, were but a distant memory. The Hot Springs Road became highway. New houses stretched along the road towards the undeveloped east, to the dismay of some. When a house was built which is now halfway along Laugavegur, it was regarded as so ridiculously far out in the country that it was known as “Recklessness.” By the early 1900s Laugavegur was becoming a district of the town: housewives in their traditional costumes invited each other to coffee; children played in the houses and in the street; and organ music and singing were heard, for instance at no. 27, where roses were grown in the windows and offered for sale for birthdays and weddings, and high-school students went to have their fortunes told. And Nobel-prizewinning author Halldór Laxness was born at no. 32. Ever since that time, Laugavegur has been one of Reykjavík’s main streets, where culture and commerce have flourished – a street of memories. On this memorable street of culture, the women artists of Start Art at no. 12 marked a turning-point, at the Reykjavík Art Festival 2009,

START ART

Anna Eyjólfsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir Þórdís Alda Sigurðardóttir, Þuríður Sigurðardóttir.

174

VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR


when they opened a splendid exhibition in memory of the toiling washerwomen after whom Laugavegur is named, and organised a walk along Laugavegur to the Washing Springs on 23 May. That mass walk conjured up memories of those unsung working women of Reykjavík’s history. The walkers, wrapped in white linens or carrying them between them, stretched out along the long path of history all the way to the Washing Springs in Laugardalur – the very springs to whose rising clouds of steam Reykjavík owes its name: Smoky Bay.

THE OLD WASHING SPRINGS MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR - HISTORIAN

The geothermal springs made a vital contribution to the health of the townspeople; and the state of their health owed at least as much to washerwomen as to doctors. THE FIRST LAUNDRY BUILDINGS Around 1830, most households in Reykjavík were making use of the Washing Springs. Three years later, a building was constructed to shelter the washerwomen, financed by public fundraising. The laundry had benches for washtubs, shelves on the walls, and five tubs. This building provided welcome facilities for nearly a quarter of a century, until it blew down in a storm. For the next 30 years the washerwomen had nowhere to shelter. In 1885 the town of Reykjavík purchased the estate of Laugarnes, and with it the Washing Springs.1 By this time the Thorvaldsen Society, the first women’s association in Reykjavík, had existed for ten years. In 1888 the Society had a building of nearly 80m² constructed at the springs, at its own expense, and in 1889 the ladies of the society decided to present the laundry to the town of Reykjavík. The town council – all men, as women had neither the right to vote nor to stand for election – debated whether the gift should be accepted. One maintained that the laundry was used only by women of no importance meaning domestic servants.2 His fellow-councillors who were in favour of acceptance won the day, however. The municipal authorities thus recognised in practice that they had a duty to provide adequate working conditions for inhabitants of the town at the Washing Springs. The laundry was one of the first enterprises run by

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

175


the town authorities; it continued in operation without interruption until 1976. In 1893 the laundry was extended. In the extension were two privies or latrines – the first provided at the spring. In the early days the laundry had a wooden floor. This was rarely if ever dry, and before long it became hazardous for the washerwomen. In the spring of 1896 a concrete floor was finally constructed.3 By 1895 the Thorvaldsen Society laundry had grown too small to accommodate all those who used the Washing Springs, and so many had to do as their ancestresses had done, and wash in the open air. Around the turn of the century shortage of water was becoming a problem in Reykjavík. All water for washing at home had to be heated, but poorer women did all they could to economise on fuel. At the Washing Springs water was abundant, both hot and cold, and thus more and more Reykjavík people took their laundry to the Washing Springs. THE LONG AND WINDING ROAD The distance from central Reykjavík to the Washing Springs is a little more than three kilometres. The journey was not without its dangers, and in darkness it was easy to go astray. From Lækjargata the washerwomen walked up Bankastræti. Opposite Laugavegur 18 or 20 they turned down into the Skuggi district, then followed the shoreline, treading a narrow path above the beach. On reaching Fúlutjarnarlækur (Foul Pond Brook) they turned away from the sea to cross the Kirkjumýri marsh, dotted with sinkholes.4 The washerwomen must have reached their destination not only exhausted, but with their feet soaking wet. Rubber boots were a rarity until the early 20th century. The Fúlutjarnarlækur brook could be a difficult obstacle in wet weather, when it swelled into a river which could only be traversed at low tide. In early 1885 Anna Þorsteinsdóttir, a domestic servant, fell into the brook on her way back from the Washing Springs. Weighed down by the wet laundry she carried on her back, she drowned.5 In the late 19th century, rows of women could invariably be seen, bent under their sacks of laundry, making their way to and from the Washing Springs. Those who campaigned for the end of the “barbaric” custom of using servant women as beasts of burden pointed out that it shocked not only foreign visitors, but also Icelanders from out of town.6 Horses were a status symbol for the bourgeoisie, who did not require their beasts to toil as their women servants did. 176

Poor women in Reykjavík certainly carried heavier burdens than the horses of the town, whether they were employed on the docks in unloading cargoes, or carrying laundry to the springs. A washerwomen had much to carry. She took with her a washing tub, a bucket, a battledore (washing bat), a washboard, soap, washing soda, a coffee pot and cup, some food, and of course the laundry. In winter she would add an overcoat, and candles or other light source. All this they carried on their backs. The washboard was first placed at an angle into the tub. The laundry, generally in a canvas sack, was draped over the washboard and over the edge of the tub. A rope was passed through the handles of the tub, which was lifted up into a rock or other support. The woman then passed the rope over her chest and tied it, so that the washboard rested on the nape of her neck and the tub on her shoulders. In her hand she would carry the bucket, which contained her coffee pot, soap, food and other smaller items. Even a woman in the best of health must have been exhausted after walking over three kilometres so heavily laden. But worse was ahead; the walk home, carrying the heavy wet laundry, after 10 to 15 hours’ hard toil at the springs, was an ordeal. In the 1880s construction of a road to the Washing Springs commenced, and it was completed in 1889.7 Women then started to improvise various forms of transport, some of them highly inventive. Wheelbarrows and small four-wheeled carts were the most usual equipment, while at the end of the century carts, pulled by women, not horses, made their appearance.8 In winter snows, sledges were useful for journeys out the springs. Young lads often pulled the sledges for their mothers. But women were cautious about the use of sledges: by the time the washing was done, the snow might have melted. Women and children could find themselves carrying the sledge, in addition to everything else, home from the springs.9 In wet conditions walkers sank up to their ankles in mud on the hot-springs road, and the journey home with a makeshift cart or wheelbarrow could prove difficult. A transport service to the Washing Springs was introduced in early June 1890. By this time a road passable by carts provided access to the Thorvaldsen Society laundry. This was the first public transport in Reykjavík; conditions for horse-drawn carts had not existed before in the town. The four-wheeled cart, pulled by one or two horses, could seat up to eight people. It was not used to transport people, however, but their washing. Laundry sacks were collected from the homes of Reykjavík


people who lived on a road accessible to the cart, while others took their laundry to a collection point. The washerwomen themselves still had to walk to the springs, but now they could start their work fresh, freed of carrying the laundry all the way. But too few people were prepared or able to pay for the service, and it was soon abandoned.10 The Icelandic Women’s Association was founded in Reykjavík in 1894. In the second year of its existence, the Association determined to “relieve women of that heavy yoke of carrying laundry to the washing springs.” In mid-May 1895 the Association introduced transport to the springs; the members of the association thus aimed to prevent their fellow-women being used as beasts of burden to carry laundry.11 By the end of the year, over 600 sacks of laundry had been transported, but a little over a year later the association had to dissolve the transport company.12 Many Reykjavík families could not afford to pay for transporting the laundry; in addition, masters and mistresses of many more prosperous households, who could have paid the fee, saw no reason to spare their servants this burden. Transport by horse-drawn carts to the washing springs throws light on the implications of new technology for the division of labour between the sexes. For decades Reykjavík women had been carrying the townspeople’s dirty washing on their backs to the washing springs. When women’s backs were superseded by horsepower, the reins of the horses were in male hands. And they were paid up to twice as much for their work as the women for their toil over the laundry. ACCIDENT PREVENTION A new laundry was built at the Washing Springs at the end of 1901. This was the first to be built by the municipal authorities at their own expense. The laundry building contained tables and benches along both sides and down the middle of the concrete floor. The building was nearly 80m² in area.13 From 30 up to 50 people might be washing there at one time. The Thorvaldsen Society laundry remained in use also. So many people used the springs, that all the space was utilised. Sixty to 100 people could take shelter in the two buildings. In addition, another fifty or so could wash at the outdoor washing troughs. These were accidents waiting to happen. Two fatal accidents occurred at the springs in rapid succession at the end of the 19th century, when washerwomen slipped and fell

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

177


into the scalding-hot water of the springs.14 At the turn of the new century these incidents were recalled in an article in the periodical Fjallkonan. The writer calls for iron rails to be installed at the springs, in order to prevent further fatalities. “But it is possible,” comments the writer, “that people will regard this as unnecessary, and feel that it would be quite all right to boil a few more women in the hot springs yet.”15 A year later, a pregnant woman was the next victim;16 after that the Reykjavík Town Council started to make provisions for the safety of the washerwomen. In the summer of 1902 two stone washing basins were constructed, one at each of the laundry buildings. Around the edges were wooden planks, and arched iron rails across the basin were fixed to them on either side. Finally, the surrounding area was paved with concrete.17 The iron rails were to prevent people falling into the water. The new facilities not only enhanced the safety of the washerwomen; their working conditions were also greatly improved. They could now kneel on the wooden planks, and lean on the metal bars for support. In the past they had either knelt or bent over at their work. And the boiling-hot washing could be lifted from the water and draped over the iron rails to drain. The basin at the Thorvaldsen Society laundry was mainly used when the springs were very crowded. It was also used by French fishermen who spent the fishing season on schooners off the Icelandic coast. The more westerly basin was more popular, as the water in it was hotter and more abundant. And the facilities in the more modern building were naturally preferred. WORK In the 19th century and into the 20th, the clothing of the poorer residents of Reykjavík was inadequate and of poor quality. In times of hardship, the youngest townspeople suffered worst from lack of clothing. Mothers might have to put their children to bed while they washed their clothes, as they had nothing else to wear. Poor people in Reykjavík lacked both adequate garments and bedding, and families hardly owned a change of clothes.18 So on washing days, good drying weather was vital. The climate was a huge factor in the work of those who used the washing springs. The battle with dirt was long waged by women’s hands and knuckles. Women rubbed at the washing with their hands, but not too hard, in order to minimise wear. No doubt the tired-out 178

washerwomen’s hands were sore as they made their way home from the springs. The had no means of protecting their hands from the hot soapy water, or the ice-cold rinse water. The oldest laundry implement used in Iceland was a klapp (battledore or beetle), probably used from the beginning of Icelandic history around 900 AD until the 20th century. Battledores were often carved with the owner’s initials, and perhaps a date; this made it less likely that they would go astray in the crush at the washing springs. The washing was laid on a flat rock, and beaten with the battledore to dislodge the dirt. Woollen clothes were beaten when rinsing them, as this helped rinse away the soap, which otherwise might damage the wool. Another implement used for beating laundry was a wand or þvottavífill. Such implements were useful for possing (stirring) the laundry in the boiling water of the springs. Washboards arrived in Iceland a little over a century ago. The first and simplest were wooden boards with a grooved surface. These were followed by tin washboards, and finally boards with a glass scrubbing surface.19 The washerwoman would hold the washboard up close against her, and scrub each garment up and down the board – but cautiously. Washboards were known to wear clothes out, and women were sometimes advised to avoid using them, except on the most robust garments.20 Until the end of the 19th century, when mangles were introduced,21 all laundry had to be wrung out by hand. Wringing was, of course, vital: the more water could be wrung out of the laundry, the more quickly it would dry. But wringing must have been a hard task, with hands sore from the hot water of the springs. Most people had to dry their washing in the open air, as they had no space indoors. In wet weather, women sometimes resorted to drying their children’s clothes and nappies on their own bodies, under their clothes.22 Initially mangles were beyond the means of poorer families. They were heavy, and could not be transported to the washing springs. But in the early 20th century smaller mangles became available, which could be fixed to a washing tub. These made their appearance at the washing springs during World War I.23 Women strove to make use of good drying days to go to the washing springs; no doubt the fact that poorer people hardly owned a change of clothing was an important factor here, but it was also hard work to bring wet laundry home from the springs. Outside the first laundry building, and all subsequent ones, washing-lines were installed. When these were full, women hung


their laundry on the fence that surrounded the springs; and in summer washing was spread out on the dry grass. White linens were bleached by washing, then spreading them out on the grass without rinsing. The linen was dampened repeatedly, and turned in the sun, before finally being rinsed, after as much as 24 hours. The spring was regarded as the best time for such bleaching, before the grass grew too luxuriant and might stain the washing green.24 VIOLENCE AND THREAT Reykjavík women traditionally had to rely on the sun and moon to light their labours at the washing springs. In the short days of midwinter they kept a careful eye on the phases of the moon, as without moonlight they could not see to wash, and it was difficult to find their way home in pitch darkness. Sinkholes in the marshes, and brooks which swelled into torrents when the snows thawed, could be dangerous obstacles along the way to and from the springs, especially in the dark. Candles or oil for lights were costly, and were used frugally. Masters decided when lights were necessary, and in general they saw no reason to provide servant women with lanterns to light their way to the washing springs.25 Clouds of steam billowed up from the washing springs, sometimes so dense that a washerwomen could hardly see her hand in front of her face. So the springs could be spooky, with the combination of steam and darkness. Many washerwomen believed that the springs were haunted. They maintained that those who had died at the springs returned there at night. Many went in fear of the departed, darkness and spectres in the steam, but women also faced more tangible risks. In 1903 two washerwomen on their way home from the springs were accosted by a man, with verbal abuse and physical violence. One managed to escape and seek help, but in the meantime the assailant tried to rape the other woman. She defended herself valiantly. The man was gone when help arrived, but was arrested shortly afterwards, and confessed. The rapist was, according to a press report, suspected of having “attacked women in this manner before and violated them, for there has been talk of such attacks on several occasions before.”26 In 1895 the Icelandic Women’s Association made a request to the town council that a lamp be installed at the Thorvaldsen Society laundry. The council agreed to install a lantern outside the laundry, as

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

179


an experiment.27 At the end of 1923 there were only two oil lanterns at the washing springs, both out of doors. Indoors the only light was from candles and small oil lamps which the washerwomen brought from home. At this time, the decision was made to install electric lighting, and water- and damp-proof electric lights were installed indoors and out.28 The darkness of the springs finally lifted on 24 September 1924, when the electric lights were lit for the first time. CHILDREN OF THE WASHING SPRINGS An expedition to the springs generally took 10 to 15 hours, so women had no option but to take their children with them. Sometimes they were faced with two alternatives, neither good: to leave their offspring to the mercy of the streets, or to take them along to the washing springs. They tended to opt for the latter: at the springs, at least, the children were nearby, and from their washtubs and washboards they could keep an eye on them. Little children were strapped down among the laundry sacks on a sledge or cart, while older ones had to walk. The washing springs were an interesting place for a child. Foreign sightseers might offer children an exotic sweet from abroad. Older children improvised various games, some quite dangerous. They clambered on fences, wash-poles, lamp-posts, roofs, and even on the iron security bars over the hot spring water. They competed in jumping across the hot brook. Children could forget themselves in the heat of the moment, and there were many dangers at the springs. No doubt mothers worried about the safety of their children at play, and serious accidents occurred occasionally. In the summer of 1917 children under confirmation age (14) were prohibited from being at the springs unless accompanied by an adult. They were forbidden from playing in the area, and no children were allowed around the washing springs themselves.29 Among the crush of washerwomen at the springs, passing children might easily be splashed with boiling water. But the town authorities felt that they could not forbid the presence of children at the springs, as this would have meant that women who had no babysitter for their children could not use the springs at all. In June 1918 a five-year-old girl fell into the spring and died.30 After that, children under 14 were not allowed at the springs, but the ban could never be fully implemented. Staff at the springs refused to be made responsible for the safety of children there; they 180

maintained that babysitting was not their responsibility, especially since children were not even supposed to be at the springs.31 Mothers who had to bring their children to the washing springs had to look out for them themselves. MECHANISATION AND WEIGHTLIFTING In 1942 a new laundry was built by the town council. All the previous laundries had been wooden buildings, but the new structure was concrete. Initially it could accommodate 32 people. A spacious, welllit dry room was provided, for folding dry laundry. No provision was made, however, for a coffee-room. Washerwomen soon started to use the dry room to drink their coffee, made with the hot spring water, and eat their snacks. A few stools and later benches were installed in the “coffee-room.” The new laundry had flush toilets, which replaced the old privies or latrines The washing room had tables and benches along the walls, and sturdy wooden tubs chained to the benches. The washerwomen stood on wooden pallets at their work, so that they were less likely to slip on the wet floor. The laundry had hot and cold running water.32 For the first time at the washing springs, tubs and buckets could be filled from a tap. This revolutionised working conditions, as water no longer had to be carried into the building in buckets. In 1951 the rattle of machinery was first heard from the laundry: two washing machines had been installed, which women could use for a fee.33 The new machines greatly reduced women’s workload, but the early ones were both slow and noisy. They were generally equipped with a manual mangle, and they did not fill or empty automatically. They thus required constant attention while they washed. During the inter-war years, prosperous families in Reykjavík acquired washing machines, but by the early 1950s they remained a rare luxury. By the beginning of the 1960s eight washing machines rumbled in the laundry, drowning out the voices of the washerwomen, who could no longer chat as they worked. In 1960 an average of 300 to 500 women used the laundry each month. Some brought their own washing machines, which were transported to the springs by road. Machines could also be left permanently at the springs.34 In the summer of 1976 a decision was made to close down the laundry. That October the building was handed over to weightlifters, who needed a place to train.35 A century earlier, their foremothers had


carried their heavy burdens to and from the washing springs. They won neither gold medals for their achievements, nor the admiration of their contemporaries. But the washerwomen’s work nonetheless made an important contribution to enhanced health in the town, though in many cases at the cost of their own wellbeing. Strangely enough, the difference in physical strength between woman and men was cited to justify the discrepancy in their wages. As women were weaker, it was argued, their work was less productive. But the respective physical powers of men and women cannot explain the division of labour, or the wage discrimination. The hard labour of our ancestresses at the washing springs debunks that myth. And this remarkable site of Reykjavík history also illuminates one of the most important ways in which women have had an impact: gifts. The Thorvaldsen Society lobbied for better work facilities at the washing springs by building a laundry and then presenting it to the authorities. Thus women influenced the town council’s policymaking, although they had no formal access to the tools of government. Women’s organisations placed a high priority on facilities and safety at nature’s wash-boiler in Laugardalur, and they seized the initiative to achieve various advances. The anonymous heroines of the hot springs down the centuries certainly deserve to be reexamined by history. 1. Árni Óla. Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. I, Reykjavík 1984, pp. 141 and 144–145. 2. Thorvaldsensfélagið 100 ára. Afmælisrit 1875–1975. Thorvaldsensfélagið 1980, pp. 35–36 and Guðrún Borgfjörð. Minningar. Agnar Kl. Jónsson ed. Hlaðbúð, Reykjavík 1947, pp. 161– 162. 3. Borgarskjalasafn Reykjavíkur (BsR, Reykjavík City Archives). Aðfnr 4620 Town Council minutes: meetings 15 June 1893 and 16 January 1896. 4. Gunnlaugur R. Guðmundsson. Örnefnalýsing Laugarness, Klepps og Rauðarár. Landnám Ingólfs pp. 295–311 and Þórbergur Þórðarson. Lifnaðarhættir í Reykjavík á síðari helmingi 19. aldar. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess. Ýmsar ritgerðir. Vol. II Reykjavík 1936–40, pp. 144–242. 5. Þjóðólfur 24 January 1885, Fjallkonan 31 January 1885 and Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ, Icelandic National Archives). Reykjavík Cathedral register 1881–1898. 6. See inter alia: Þjóðólfur 10 April 1895, and Reykjavík 1 April 1897. 7. Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar 1870–1940. Part I, Iðunn, Reykjavík 1991, p.252. 8. Þjóðólfur 10 April and 21 June 1895. 9. Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns Íslands (ÞÞ, National Museum Ethnology Department) 8391, woman born 1907. 10. Ísafold 14 June and 6 August 1890. 11. Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns (Lbs, National Library, Manuscript Department) 971 fol. Minutes of the Icelandic Woman’s Association

1894–1927, meetings 20 November 1894, 17 and 26 January 1895, 12 March and 5 June 1895. 12. Ársrit Hins íslenska kvenfélags (Yearbook of the Icelandic Women’s Association) 2 (1896), pp. 61, 63–64 and 4 (1899), pp. 57–63. 13. Bsr Aðfnr 735. Fire insurance valuations 1901. 14. Soffía Ólafsdóttir died of burns on 17 February 1894 after falling into the hot spring, and Kristín Ólafsdóttir met the same fate on 25 August 1898. See ÞÍ, Reykjavík Cathedral register 1881–1898. 15. Fjallkonan 27 January 1900. 16. Þjóðólfur 26 July 1901 and Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. Part I p. 256. 17. Knud Zimsen. Úr bæ í borg. Recorded by Lúðvík Kristjánsson. Helgafell, Reykjavík 1952, pp. 368. 18. Margrét Guðmundsdóttir. Aldarspor. Skákprent, Reykjavík 1995, pp. 96–103 and 130–143. 19. Konur við þvottabólin. Þvottaferðir, þvottatækni, þvottaefni á fyrri tíð. Tíminn Sunnudagsblað 1 (1962), pp. 84–87 and ÞÞ 8391, woman born 1907, and 9957, man born 1908. 20. Elín Briem. Kvennafræðarinn, p. 282. 21. Guðjón Friðriksson. Saga Reykjavíkur. F.hl., bls. 256. 22. ÞÞ 7873, man born 1892. 23. BsR. Aðfnr. 1560 A Laugakeyrslubók (Record of transport to the Washing Springs) 1917–1918. 24. Elín Briem. Kvennafræðarinn, pp. 295–296. 25. Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Ljós, lestur og félagslegt taumhald. Ný saga 5 (1991), pp. 62–66.

26. Þjóðólfur 23 January 1903. 27. BsR. Aðfnr 4620 A, Town Council minutes, meeting 21 November 1895. 28. Morgunblaðið 8 December 1923. 29. BsR. Aðfnr. 3048 [Regulations on cleanliness and conduct at the Washing Springs in Reykjavík dated 22 June 1917 ]. 30. Morgunblaðið 21 June 1918 and Voröld 13 August 1918. 31. BsR Aðfnr. 3048 Letter of Magnús Bergmann,

employee at the springs, dated 28 December 1939, to the Reykjavík executive town council. 32. BsR. Aðfn 3048 Letter of Helgi Sigurðsson dated 19 November 1941 to the Mayor of Reykjavík 33. Alþýðublaðið and Morgunblaðið 30 October 1951. 34. Morgunblaðið 6 August 1960. 35. BsR Aðfnr. 3048. Annual report of the Reykjavík Director of Roads 1976.

©Ljósmyndasafn Reykjavíkur

181


CREATIVE CLEANSING

A JOYFUL PILGRIMAGE TO THE HOT SPRINGS AÐALHEIÐUR LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR PHILOSOPHER cleansed and the body warmed. A pilgrimage to a holy spring, which bestows the power to create a better time. Er eða var/Now or Then by Kristinn Hrafnsson served to remind participants to give thought to their foundations and actions, and go back and forth and again back and forth in time, from prosperity to the hardship of past generations. Each participant in the performance was invited to undergo a process of cleansing, like any other dirty garment – but in the spirit that the journey was best made with a joyful heart. The event commemorated the labour and drudgery of the washerwomen who by their toil kept the townspeople’s clothes clean in olden times. The Washerwomen’s Walk was a difficult journey made in all weathers, bearing a heavy burden, to the washing springs far outside the old town. Harpa Björnsdóttir’s Hnúi/Fist, commemorating a woman who slipped on the ice as she crossed a frozen brook and drowned, weighed down by the wet laundry she carried on her back, was a reminder of the courage which was necessary, and still is, in order to keep one’s hands clean. Our gratitude to the women of the past was magnified when we passed the flickering light and colourful outlines of unknown washerwomen at their work in Minni/ In Memory by Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Weary legs, in Hlé/A Break by Sari Cedergren, walked again and again to the Washing Springs. Hanging limply on white walls, they expressed the wellbeing that repose alone can bring. Washerwomen, grandmothers of many present-day Reykjavík residents, made a major contribution to creating the prosperous society of today. Work-worn hands in a photographic work, Vinna veður (Amma 1919-)/Work Weather (Grandmother 1919-) by Birta Guðjónsdóttir, interacted with words that gave rise to visual associations: history, geothermal energy, scrub, frost, strength, wring, collaboration, hands, gall-soap, exposure, feminine, cleaning, wound, laughter [...]. The work, displayed in the window of the Jurtaapótek herbal pharmacy, gave a promise of healing power. The lightweight, ambiguous text-work Vífill by Níels 182

Hafstein was written on other shop windows with an abundance of quality goods, like a sigh evoking beauty in distant labour: Hot water leafless fingers white linen eternity clean wounds a sigh in the dusky springs Þóf/Tangle by Anna Hallin and Olga Bergmann is a video work showing a woman’s body in a green woollen dress, lathered with soap. Four caressing hands rub the wool-clad body. Wool has a special place in the Icelandic consciousness, having kept the Icelanders warm down the centuries, and saved people from dying of cold and exposure – it is the symbol of friendship and tenderness. The green body was gentled in the felting, as if nature itself were at work. Probably one of the primeval meanings of pilgrimage is a return to Mother Earth, to reconnect with the mysteries of life and nature. The green female body on view in the Herrahús menswear store entailed a promise of a mossy revolution, promoting understanding and respect for the fragility of nature, while well-muscled male mannequins in sexy briefs alongside the video work were a reminder of a different understanding and another time. Anna Eyólfsdóttir put forward the washing machine as a symbol of gender inequality in her Champion 2, in which women’s heads rotated inside the drum, while a brawny man sat exultantly atop the machine. Men can boast of technological advances, for women have no chance of brainstorming, or putting forward their own avant-garde ideas, with men sitting on their heads. In Champion 1, in contrast, a woman stretches sensually in an old bathtub, in front of heavy laundry sacks. The woman is presented like an icon, a Virgin Mary freed from the shackles of labour, and from the church’s prudish morality that subordinates woman to man. Þvottakvenna þrár og þvarg/Washerwomen’s Wishes and Wrangling by Þórdís Alda Sigurðardóttir presents two washing machines in an existential crisis, as was heard in their dialogue as they danced in the theatre of the absurd: Which do you think is better: to be a sheep in summer, or an artist all year round? / Impossible to say! I’m a washing machine, and so are you – you know exactly what I mean. As the wrangling continues, they pour out their washing, and mountains of laundry build up into a clean landscape. By establishing a humorous distance from the novelty of the washing machine, we observe the weirdness of the machine through the eyes of veteran washerwomen in Aðalheiður S. Eysteinsdóttir’s memoir composition Maður, hundur, kind/Man, Dog, Sheep, a collection of


wooden sculptures together with story of a well-and-truly washed sweater: Grandad’s woolly sweater shrank to fit the little dog Polly when Grandma washed it in her brand-new and unfamiliar washing machine. In Hreint málverk/Pure Painting by Árni Þór Árnason the approach is different, though also featuring a washing machine. White canvas is dyed by rolling back and forth in the washingmachine drum, then mounted on stretchers. The result is a colourful, pure painting, untouched by hand. Ásdís Elva Pétursdóttir, on the other hand, plunges her hands into white paint in her installation Hvítþvegið/Whitewash, washing men’s garments in the paint, then hanging the whitewashed laundry to dry. White was the distinctive feature of the performance of participants in the Washerwomen’s Walk. White is the colour of purity: Icelanders have long taken pride in their unspoiled nature and clean air, and the question is, how long can they continue to cling to the belief that their country is clean? To throw off the white garments of innocence is hard, even when the dirt is showing through. Harpa Björnsdóttir depicted an image of the country itself under the title Hvítara en hvítt/Whiter than White. Mind-weaving words fluttering on flagpoles instead of the national flag. Hugsteypan, comprising Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir and Þórdís Jóhannesdóttir, inscribed the names of Icelandic women artists and the years of their birth on white pennants in the work Saga/His(story). Well-washed art history in a work of art which reached out to the participants, as the white pennants gave off invisible colourful threads: the innumerable works of women artists that are woven into their minds. Aflituð náttúra/Bleached Nature by Þuríður Sigurðardóttir focussed on the transforming power of washing. A recipe for soap in Þórunn Elísabet Sveinsdóttir’s Sápa/ Soap recalled past times, and honoured the inventiveness of those who had no resources but what nature has to offer. The recipe was a gift to the participants, for their ongoing cleansing performances. In a niche by a menswear store was Sara Riel’s painting Þeytivinda/ Spin Dryer: a silent washing-machine eye that watched passers-by as it washed. A familiar image, yet challenging in its vulnerability, in the midst of Laugavegur. In Þvottakona heimsins/Washerwoman of the World, Anna Richardsdóttir rushed past the walkers on their way up Laugavegur. She involved everyone along the way, flamboyantly washing everything in her path. She climbed up signposts and flapped like washing in the breeze, crawled under benches, cleaned and polished streets and shoes.

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

183


Her performance was like a slap in the face with a wet cloth for the participants, who stared in astonishment. Ansa stansa/halt and reply, a performance by Bryndís Björnsdóttir and Unnur G. Óttarsdóttir outside a bank, required a little time with the participants. A red woman slowly dressed in ragged white linen; another held up a reproduction of Kristín Jónsdóttir’s painting of women at the Washing Springs, into which the face of Prime Minister Jóhanna Sigurðardóttir had been inserted. Pilsaþing/Petticoat Parliament by Þuríður Sigurðardóttir was not far away, fluttering over the walkers: exuberant colourful skirts chattering and conferring as a symbol of female solidarity. Nearby were three young women, drama students, in a big fish-tub, carefully washing each other and occasionally glancing cheerfully at the participants who permitted themselves to be touched by the feminine energy. Another three women were washing their hair in buckets, sloshing water and lather over the pavement while another splashed the passers-by. The utterly familiar street took on an exotic, feminine, playful character, for new times were beginning. A bizarre family was painted in comic-strip style on a street corner in Veggmálverk/Wall Painting by Helgi Þórsson. The mother with laundry, the father in the shape of a dog, and the rest of the family, alongside an exotic, colourful Indian tent from far far away. The work was reminiscent of ruins, decorations or a theatre passed by pilgrims in towns and villages on their way to the sacred springs. After a long march, their eyes must have been eager for symbols pointing the way. A little farther on was Fólk á förnum vegi/People Passing By, a delicate book-work by Jón Laxdal in a shop window of Icelandic fashion designers. The people in the book-work included the Man in the Moon. Characters also sprung up from small works by Tyrfingur Tyrfingsson and Anna María Tómasdóttir: words chalked next to underwear, here and there on the pavements of Laugavegur. On a pilgrimage, details become important, and the eyes have time to discern meaning in what otherwise remains hidden. The participant continues to look down at the ground, and comes across Is it a Star? No, it is an Icelandic volcano named Hekla by Hekla Dögg Jónsdóttir. An ironic reference to the Hollywood Walk of Fame, along with Iceland’s most famous volcano – with its striking girl’s name (or is it that Icelandic women have volcanoes’ names?). They can erupt at any time, give vent to their energy with the birth of new performances. In a shop window a refined crocheted female hand hovers in 184

the hand of a dancing man. In his other hand is a pale-pink female spine, daintily crocheted. Rósa Sigrún Jónsdóttir’s Hryggjarmynd/ Backbone opens up a dream-world, while recalling that Laugavegur is the backbone of the city of Reykjavík. But the strength of cities, and other phenomena, often lies in their weakness, if well nurtured. The backbone, with all its kinks and even fractures, reminds us once again of the heavy burdens carried by the washerwomen. Their backs must be strengthened, for us to shoulder responsibility in our own time. The next few shop windows gazed out vacantly at passers-by, abandoned as a consequence of the economic meltdown. In the cup I see sunshine, she said to me. I allowed myself to dream that I lay in a hammock suspended between palm trees on a sunny beach. Plashing waves, soft sand, hot sun. The following day was a Friday, and I marched through the snow and frost to the washing springs with the laundry tied on my back. Luckily the sun shone all day long. These words accompany Ásta Ólafsdóttir’s piece, referring to predictions made by reading coffee-cups, a tenacious custom among Icelandic women – the ability to throw light on the future, and open a path to dreams which come true. The main street was gradually transformed for the participants, as they themselves were transformed. Líttu upp/Look Up, commanded Magnea Ásmundsdóttir’s works, on the walls of buildings which one generally passes without an upward glance. The pilgrims of old sought out carved symbols on the walls of buildings along their way – including scallop-shells, for where that symbol was displayed they found shelter and refreshment. In their quest for such signs they too looked upward, recalling the purpose of their journey, which was to experience a sacred energy. In Ása Ólafsdóttir’s Skítavöndlar og þvegið/Dirty Bundles and Washed Linen, cleaner and cleaner, daintier and daintier washing floats upwards to the sky. Angels of the Living Art Museum’s performance choir were also present, with steps and washtubs, ready to hang up washing in Þórunn Björnsdóttir’s Þvottakonugjörningur/Washerwoman Performance. Each angel repeated precisely the same movements and sounds, in an eternal repetition of the same. Bjarki Bragason addresses the way that the Christian tradition abnegates the sanctity of the body, in his Handklæði/Towel, read aloud to the bathers at the open-air swimming pool in Laugardalur. Historical sources are cited, indicating that it was deemed sinful to enjoy bathing in warm springs. For the body was largely to be ignored.


The flesh was regarded as weak, and what was most important was to keep the spirit pure. Yet Icelanders bathed in geothermal springs down the centuries, regardless of the church’s sanctions, and people are said to have been baptised in warm water when the weather was chilly. In Hulda Vilhjálmsdóttir’s work, ragged white banners were displayed on the balcony of the Mál og menning bookshop: Þvo mig hreina líknarlind, lauga mig af hverri synd/ Purify me, oh merciful spring, wash away my every sin. Was the cultural/creative “springsclean” an act of penitence by the people of the city? The habitual which entails a process of cleansing and renewal appears in many works which the participants appreciate. The unsightly sanctity of the workaday beats a repeated rhythm. Repeated movements in the video work Oryoki-máltíð Zen Búddista/Zen Buddhists’ Oryoki Meal, by Magnús Pálsson, Halldór Ásgeirsson and Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, nurture the mind with meditation that creates physical balance. A spiritually nourishing repast of oriental tradition. In contrast, Hreinsun líkamans/Cleansing the Body, a video work by Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir and Ragnhildur Stefánsdóttir, refers to Western methods of external and internal cleansing of the body. The right nutrition, before an enema pumps water into the rectum to cleanse the intestines. Brown liquid gushes out. A pedicurist scrapes grime from under toenails, and ointment made of various kitchen commodities is rubbed into sore parts of the body. A gross approach, in sharp contrast to Ragnhildur’s delicate Nýru/Kidneys, made of soap and rubber, a sculpture of the body’s principal cleansing organ, nourished by breathing. Breathe in and out in deeply deeper into the flesh was inscribed on a flesh-toned spiral of fabric, entered step by slow step, an experience of various and exigent emotions. Spírall/ Spiral, a symbol of the eternal, in which the smallest cell, the self and the world merge together in the respiration of the body which is part of the flesh of the world. Ljósblátt/Light Blue by Eygló Harðardóttir illuminated the pumping station at the Washing Springs from inside, so that the windows were like blue eyes that possessed a spiritual understanding. The pumping station is small and shabby, little more than a shack, yet it attained an aura of sanctity. The painting showed the power of the eyes, the deep eyes which see that which is hidden to others. Kristín Reynisdóttir makes the invisible in water visible in her Minni vatns/Memory of Water, presenting a sculpture of a graceful ice

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

185


rosette in the dry, mossy bed of the original washing springs. The rosette of rusted iron is a reference to water, the basis of life, which is subject to constant flux. Motifs of the mystery of life are pictured in the work: the minute and wondrously complex, which lies beyond the bounds of human creativity. Spiritual energy is crystallised in a miniscule phenomenon in a human cell in Daníel Magnússon’s Origo & man’s best friend ectoplasm. In another of his works, Cardinal Points, the four cardinal points – north, south, east and west – merge into a nimbus of cloud surrounding an organic drawing of a cell, which transforms the piece into a mandala or compass rose, pointing the way to distant dimensions. The unification of those who are far apart was seen in Ólöf Nordal’s work: under her supervision, young hands made the guardian spirit of Iceland, the ox Guttormur. A unifying symbol for all, made in uncertain times by youngsters, using waste timber. The guardian spirit was paraded by schoolchildren from the Farm Zoo in Laugardalur via neighbourhoods adjacent to the valley. A delightful bond was wrought among all the children who took part in the care of Guttormur, and so it was a sad moment when vandals later set fire to the ox. We will always have to face vandalism, dirt and charred ruins. Even the pilgrim knows that, after being bathed in radiance at the source of the holy of holies, it is necessary to wash one’s clothes and then to go on. The walk to the Springs, a holy tale of the everyday, is a symbol for the creative cleansing and renewal which must unceasingly be carried out.

186

WALKING ALONG LAUGAVEGUR RESPONSIBILITY AND RECKONING WITH THE PAST SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÓTTIR - PHILOSOPHER If we define peace as living in a secure society, we may say that the peace of Icelandic society has been disrupted due to the creation of an unsustainable economic model, leading to a state of affairs which threatened security and welfare. In order to attain peace once more and start over, it is necessary to clean up the mess, and settle accounts with the past. When something is emptied, it leaves a void, opens up space: space to stop, remember, and make plans for reconstruction. The walk along Laugavegur – the Washerwomen’s Walk – commemorates the Washing Springs and the women to whom the street owes its name, who trod this way so heavily laden. The theme of the walk is washing and cleaning. Now is a time for spring-cleaning. And the washing/cleaning reflects the events of the winter 2008-2009, the “kitchenware revolution.” The arrogant politics of status quo were forced into submission, crushed by the crashing of pots and pans, the rhythmic heartbeat of protest which grew stronger around the bonfires burning in the streets in the chilly winter twilight, and late into the night. On the Washerwomen’s Walk, people carried their “washing” – any white garments and linens. They formed a human chain with the laundry between them, like white flags in the wind, and in the spring light and breeze it felt symbolic of relief, joy, and not the least a reckoning with the past and a new beginning. It was as if a window had been opened. That needed to be celebrated, and the opportunity to let in fresh winds had to be seized. Another aspect of the Washerwomen’s Walk down Laugavegur is to reclaim the street itself from the grasping clutches of speculators, who see in this historic street just a row of shabby old buildings, ripe for demolition and redevelopment: sites for massive new construction developments, yielding maximum profit. But everything has screeched to a halt. For now. In the meantime, the arts expand to fill Laugavegur’s spaces, opening doors and windows – works and installations urging contemplation of recent events, and the opportunities and dangers which lie just around the corner.


WASHING AND TOIL Washing and cleaning are a never-ending story. Taking care of ourselves is hard work. So much time is spent on tasks around the home, serving our own needs and those of others, nourishing the body, maintaining hygiene, buying clothes, dressing, washing, ironing, brushing teeth, tying shoelaces. We do these things over and over again in the regular rhythm of our days. And taking care of ourselves also has a mental aspect. Love, for instance, cannot thrive, if we allow the hatred that that arises from human interaction to accumulate without taking action, as Elias Canetti pointed out. Diligence is needed in order to uproot it, like weeds in a garden. In a spiritual context, cleansing and baptism by water represent a rethink and a new beginning. And art itself, as a mirror of the emotional life of individuals and cultures, has from time immemorial been seen as cathartic or cleansing. Art puts us in touch with intangible aspects of ourselves, and thus frees us from being shackled by something in our psychology which we do not understand. Hence our mental floodgates may fly open, when we recognise something of ourselves through drama, visual art, words, sounds, or some other creative experience. “Washing” in the metaphorical sense of necessary cleaning is of many different kinds, and a variety of concepts relate to the idea of cleaning. “Washing” can have negative connotations, for instance in the context of brainwashing, whitewashing, “greenwashing” (spin that presents environmentally-damaging projects as pro-nature), or money-laundering. A brainwashed person has been reduced to an automaton who can no longer speak or act for him/herself. Whitewashing conceals misdeeds and frauds. The idea of cleansing or purging is also used in the context of tyranny and extremism: political purges, ethnic cleansing. “Cleaning” can go too far. Excessive use of soaps and detergents pollutes the environment, while obsessive emphasis on washing and bathing is wasteful of the world’s invaluable but limited water resources. CLEANING UP AND STARTING OVER The Washerwomen’s Walk is a project created by artists on the theme of cleaning. The members of the public who participate in the performance are themselves the work of art. It is a work of political art: for the word politics is derived from the Greek polis (state), and

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

187


according to Aristotle it is the duty of citizens of the polis to gather in a public place to confer over affairs of state. At the old Washing Springs many a debate took place, on matters which were of little interest to the official government of the state. Men jokingly called it a “petticoat parliament”. The Washerwomen’s Walk reminds us who it was who trudged along to the Washing Springs: women – mainly servant women, most of whom lived in drudgery and want. The men who washed out their own laundry in the springs were mostly foreigners, especially French fishermen from the schooners which fished off Iceland’s coast for months, and occasionally put into Reykjavík harbour. Shore leave gave fishermen a chance to wash their clothes, and share their seabiscuits with the women who toiled by their side over the hot springs. The women sometimes offered bread and coffee in return. To use religious and symbolic imagery, the washerwomen and the French fishermen broke bread together, and shared the waters of life which flowed on for ever. What can signify life better than the flow of water in its infinite variety? What is more characteristic of life than water and its ever- changing flow? The earth would be barren if it were not for water that makes it fertile. It comes to mind, that when the Bible mentions women opening their mouths to speak, they are often depicted as they gather together at the well to fetch water. At the end of conflicts, when reconstruction begins, it is invariably the women who roll up their sleeves and get to work. It is a tragedy that the gender divisions in society should still be of such a nature that the old story is repeating itself, yet again. It is even more tragic in light of the lesson of history, that once reconstruction is under way men seize control again: and often the very same bureaucrats who recklessly or indifferently trod the primrose path to disaster – and the women who were their accomplices. At the start of the bank crisis novelist Kristín Marja Baldursdóttir wrote an article in which she said that mothers will not forgive men who are unkind to their children, meaning the men who make future generations pay the debts they have incurred. This is an outrageous injustice that has recurred over and over again in human history, and is now happening once again, in a country that was, according to superficial reports of international monitoring agencies, one of the least corrupt and most egalitarian societies in the world.

188

PROTEST Many a protester has marched down Laugavegur, the Hot Springs Road, over the years; and in recent times there has been plenty to protest about. That history of protest must not be forgotten when the story of the latest binge is told. The first decade of the new century has seen considerable opposition to undemocratic governance, and the policy of economic expansion which has burst like a bubble. Fifteen thousand people marched down Laugavegur to protest against the hydro-electric plant at Kárahnjúkar, in the wilderness north of the Vatnajökull glacier, just before the filling of the reservoir began, thus completing one of the biggest dams of its kind in Europe, and the largest monument to a regime which ruled Iceland for far too long. With nationalistic hubris, the harnessing of hydro power by a massive new plant was justified on the pretext that Iceland was doing its bit to counteract climate change in the world. This was contested with arguments that put power production for aluminium smelters in a wider context, along with other undemocratic actions which the government inflicted on Iceland and the Icelanders. Legislation on a national health database provided for a private corporation to be granted access to personal medical data: this met with opposition on the grounds that it sacrificed individual rights to business interests. The government countered that science would be served by handing over data on the Icelanders’ unique gene pool. And when Iceland’s banks expanded into the international financial market, the country’s rulers had nothing but admiration for these modern-day manifestations of “Viking” genes. The most striking example of the arrogance of that government, and its disdain for democracy, was when two government leaders decided, all alone and without consulting parliament or the nation, to volunteer Iceland as one of the “coalition of the willing” in the invasion of Iraq. Nobelprizewinning author Joseph Coetzee said, in a lecture he gave some years ago at the University of Iceland, that US President George W. Bush had brought down a curse on his nation by the Iraq war. And we in Iceland have been made accessories to the crime, without ever being consulted. The road of despotism in Iceland is signposted by a series of deeds which undermined the nation’s democratic traditions, and paved the way for unfettered greed to flourish in the money market; and this was undoubtedly the major cause of the drastic


impact of the crash on the Icelanders, and people of other countries where the Icelandic banks had spread their nets. TESTIMONY, GUILT AND RESPONSIBILITY One of the works of art exhibited in conjunction with the Washerwomen’s Walk is a clenched fist carved from a bar of soap. The work embodies much of what the idea of the Walk entails. The fist recalls the washerwoman’s work-worn hands, hardened and roughened by scrubbing her washing on a washboard in hot soapy water. The fist is also a symbol of struggle: the long battle of workers and unions for improved conditions. And in the present situation, public rage and the demand for cleaning up the mess may be read from the clenched fist. Faced with the consequences of the financial meltdown, big questions must be answered about the cleaning or settlement of accounts which must now take place. Who is guilty? Who should be held to account? Must we all admit some responsibility? It would be absurd to talk of shared guilt for the collapse here in Iceland; and not only because it resulted from a concatenation of factors, Icelandic and international. The anger of some is focussed on the ideologicallyblinded political leaders who abolished regulation and monitoring of financial institutions. Others blame greedy and imprudent speculators who exploited the conditions to the utmost. And most people would like to see those individuals making a penitential walk down Laugavegur, or show remorse of some kind. German philosopher Karl Jaspers grappled with these very questions in Germany, after Nazism and the Holocaust. In 1946 he published The Question of German Guilt. While conditions here in Iceland after the collapse are nowhere near as grave and horrific, Jaspers’ book provides an enlightening distinction of different meanings of guilt. He mentions, firstly, guilt which is criminal, which is the province of the courts. Here in Iceland a special prosecutor was appointed to investigate possible white-collar crimes relating to the financial meltdown. Secondly Jaspers mentions political guilt: in general, in cases where politics are on trial, the victors sit in judgement. In the present day, questions of political guilt are handled by such bodies as the International Criminal Court in the Hague. Thirdly Jaspers mentions moral guilt, a matter of individual

LJÓSMYND HEIÐAR KRISTJÁNSSON

LJÓSMYND JOSEPH HENRY RITTER

189


conscience. Ordinary people in Iceland are not the guilty parties in this case, but we must shoulder some responsibility for the collapse, in so far as it arose from a general mindset in society. Whatever the efforts to deny, forget or sweep under the carpet the question of collective responsibility, it cannot be avoided for any longer than it will take the children of today to grow up to adulthood. In no more than ten to fifteen years' time, that young generation will be asking the “boom” generation what they did to avert the bust – because, after all, there were warnings, indications, prognostications. And the questions will also come from abroad. The question must be asked: were the public brainwashed en masse, or were they simply taken over by the herd instinct? It is important to investigate more fully how the political-financial complex controlled public discourse, in a manner which made dissent difficult or risky to those who voiced their doubts. In the years ahead public responsibility will largely be a matter of people doing their best to ensure that democracy can thrive in Iceland: an active democracy, healthier than we have known in recent years. WALKING ALONG LAUGAVEGUR TIME AND AGAIN Now that a year has passed since the collapse of the financial system it is possible that we may go into the stage of denial. The spirit of the “kitchenware revolution,” and the call for more principled politics and more efficient democracy, are the best things that happened here after the crash. Many people now feel that this window is closing, and we are entering a phase of denial and whitewash. Many of the politicians and businessmen who were in charge in the time before the crash are now trying to solve the problems they created. Many of these individuals are part of the problem they purport to be trying to resolve. Isn’t this a paradox? We need radical change in politics and governance, we need new, principled people to take the lead, independent, critical media, a more ethical business world, and last but not least, engaged and active citizens. On the Washerwomen’s Walk down Laugavegur, people walked with their washing. The garments and linen were like banners. No doubt they may have looked like white flags of surrender. But there will be no armistice yet: not without a thorough cleansing, testimony, even perhaps some kind of truth-and-reconciliation procedure. Like the washerwomen of olden days, we must carry our dirty laundry 190

to the springs, wash it in public, and then struggle home under our sodden, heavy burden. The walk will be a hard task, perhaps even a sort of purgatory, which nobody asked for. Even with “all the cards on the table” as they say, a moral settling of accounts will not be the end of the matter. Cleanliness is an ongoing process, like the unceasing toil of the women in the past. Democracy is a kind of endless washerwoman’s walk; it needs to be continually renewed, and that does not happen unless the citizens are aware of the dirt that piles up, and take it to be washed. We will continue to walk the washerwomen’s walk.

LJÓSMYND HARPA BJÖRNSDÓTTIR


VIÐ ÞÖKKUM EFTIRTÖLDUM AÐILUM ÓMETANLEGAN STUÐNING OG SAMSTARF VIÐ VERKEFNIÐ LAUGAVEGURINN 2009 BAKHJARLAR Hlaðvarpinn – menningarsjóður kvenna Listahátíð í Reykjavík Ljósmyndasafn Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur Thorvaldsensfélagið Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar SÉRSTAKAR ÞAKKIR FÁ Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands Frú Hanna Birna Kristinsdóttir, borgarstjóri Höfuðborgarstofa Sif Gunnarsdóttir Prentmet Guðmundur R. Guðmundsson Friðrik Friðriksson Ingibjörg S. Ingjaldsdóttir Ingibjörg Steindórsdóttir Kvennasögusafnið AuðurStyrkársdóttir Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar Hrólfur Jónsson Jóhann Christiansen Sighvatur Arnarson Guðbjartur Sigfússon Umhverfissvið Reykjavíkurborgar Þórólfur Jónsson Axel Birgir Knútsson Listahátíð í Reykjavík Hrefna Haraldsdóttir Guðrún Kristjánsdóttir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Ljósmyndasafn Reykjavíkur María Karen Sigurðardóttir Sigríður Kristín Birnudóttir Kristín Hauksdóttir Jóhanna Guðrún Árnadóttir Gísli Helgason Thorvaldsensfélagið Sigríður Sigurbergsdóttir Þjóðminjasafnið Inga Lára Baldvinsdóttir Minjasafn Reykjavíkur - Árbæjarsafn Guðný Gerður Gunnarsdóttir Dagný Guðmundsdóttir Guðbrandur Benediktsson Sigrún B. Dungal Listaháskóli Íslands Una Þorleifsdóttir Aude Busson Unnur Óttarsdóttir Bryndís Björnsdóttir María Þórdís Ólafsdóttir

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir Þyrí Huld Árnadóttir Sigríður Jónsdóttr Ugla Egilsdóttir Ásrún Magnúsdóttir Rósa Ómarsdóttir Tinna Sverrisdóttir Saga Garðarsdóttir Ólöf Haraldsdóttir Tyrfingur Tyrfingsson Anna María Tómasdóttir Nýlókórinn Þórunn Björnsdóttir Hörður Bragason Vaskar konur Vigdís Jónsdóttir Kristín María Ingimarsdóttir Guðný Kristín Erlingsdóttir Eyrún Ísfold Gísladóttir Ólöf Una Jónsdóttir Unnur Þóra Jökulsdóttir Ása Margrét Eiríksdóttir Parabólur Steingrímur Guðmundsson Sigtryggur Baldursson Weird Girls Kitty-von-Sometime Skólahljómsveit Austurbæjar – Vilborg Jónsdóttir Sigríður Þorgeirsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir Stefán Jónsson Áslaug Thorlacius Kristín Jóhannesdóttir Ólafur Gíslason Anna Yates Orkuveita Reykjavíkur Eiríkur Hjálmarsson Hjörleifur B. Kvaran Magnús Ingjaldsson Sigurður Guðmundsson Sigurður Alfonsson Hildur Guðný Þórhallsdóttir Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Þórdís Jóhannesdóttir Árni Þór Árnason Lára Samúelsdóttir Stefán Þórarinsson Íþróttafélagið Þróttur Laugarnes á ljúfum nótum Laugarnesskóli Laugalækjarskóli

Langholtsskóli Már Guðmundsson Fjölskyldu og húsdýragarðurinn Grasagarður Reykjavíkur Café Flora Austurbæjarskóli Guðmundur Sighvatsson Pétur Hafþór Jónsson Ernst Backmann Tómas Jónsson – Kvika Léttsveit Reykjavíkur Jóhanna Þórhallsdóttir Kvennakirkjan Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir Elísabet Þorgeirsdóttir Aðalheiður Þorsteinsdóttir Páll á Húsafelli og Frank Aarninik Dómkórinn Rúrí Ingimar Einarsson Linda Rún Pétursóttir Hafliði Friðriksson Eygerður Margrétardóttir Björk Bjarnadóttir Helga Stephensen Hrafnhildur Jósefsdóttir Sápuóperan Svanfríður Hagvaag Bjarni Óskar Pálsson Merkjalist Einar - Hilmar - Kristján Ragnar Jóhannsson - Formaco Minjavernd Lilleborg sápuverksmiðja Noregi Port Sunlight Museum and Garden Village Erling Valur Friðriksson Gunnþór Sigurðsson Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir Guðrún Lárusdóttir Ragnheiður Steindórsdóttir Jón Þórisson Bergljót Arnalds Svava Ingólfsdóttir Edda Guðmundsdóttir Friðrik Örn Weisshappel Rauði Kross Íslands Örn Ragnarsson Sigrún Jóhannsdóttir Þvottahús Ríkisspítalanna Þvottahús A. Smith ehf GKS Trésmiðja Einar Finnur Brynjólfsson

Hlín Helga Guðlaugsdóttir Anna Sigurðardóttir Ragnhildur Lára Weisshappel Margrét Helga Weisshappel Birna Oddsdóttir Tinna J. Molphy Guðlaugur H. Jörundsson Edda Ýr Garðarsdóttir Anna Sigrún Auðunsdóttir Sigrún Björnsdóttir Kolbrún Oddsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Kristín Ástgeirsdóttir Steinunn Harðardóttir Steinunn Þórarinsdóttir Þorfinnur Guðnason Svanur Kristbergsson, Laugavegi 86 Björn Ingólfsson, Laugavegi 96 Herrahúsið Adam Guðvarður Gíslason Alþjóðahúsið Verslun Guðsteins Eyjólfssonar Andersen og Lauth, Laugavegi 7 Hemmi og Valdi, Laugavegi 21 Jurtaapótekið Elm – Lísbet Sveinsdóttir, Laugavegi 1 Nakti apinn Íslenska eignafélagið, Sigfús Guðnason Gullkúnst Helgu Laugavegi 13 Aðalheiður Karlsdóttir Laugavegi 56 MYNDATAKA Árni Sæberg Bára Kristinsdóttir www.baraljos.is Charlotta María Hauksdóttir Einar Falur Ingólfsson Haraldur Þór Stefánsson Heiðar Kristjánsson Joseph Henry Ritter Kristín Hauksdóttir Ragnar Axelsson - RAX Þorvaldur Örn Kristmundsson Anna María Sigurjónsdóttir Eggert Jóhannesson Gunnar V. Andrésson Guðmundur Ingólfsson Örlygur Hnefill Örlygsson Gunnar Konráðsson / Prófilm Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir Jón Víðir Hauksson Stefán Þ. Karlsson Sigvaldi Árnason Róbert Marvin Gíslason

ENNFREMUR VILJUM VIÐ ÞAKKA ÖLLUM MYNDLISTAMÖNNUNUM FYRIR FRÁBÆRT FRAMLAG ÞEIRRA TIL VERKEFNISINS.

191


192


Hvers vegna heitir Laugavegurinn Laugavegur? Hvernig varð hann til og hver er saga þvottakvennanna sem örkuðu hann inn í Þvottalaugarnar í Laugardal? Við Laugaveginn var um árabil rekið listamannahúsið START ART, aðstandendur þess efndu vorið 2009 til listgjörnings í minningu þvottakvenna og var hann á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Fjallar þessi bók um sögu þvottakvennanna í Reykjavík forðum daga og hinn viðamikla listgjörning, þar sem fjöldi íslenskra listamanna tók þátt. Meðal textahöfunda eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Margrét Guðmundsdóttir sagnfræðingur, og heimspekingarnir Sigríður Þorgeirsdóttir og Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir. Fjöldi ljósmynda eftir valinkunna ljósmyndara prýða bókina, jafnt frá eldri tíð sem nýrri.

Why is Reykjavík’s main thoroughfare called Laugavegur (Hot Springs Road)? How did this road come into existence, and what is the story of the washerwomen who strode along it to the Washing Springs in Laugardalur? For a number of years the START ART gallery was run on Laugavegur. In the spring of 2009 START ART held a performance art installation to commemorate the washerwomen, which was on the programme of the Reykjavík Arts Festival. This book tells the story of the washerwomen of old Reykjavík, and of the extensive performance installation, in which a large number of Icelandic artists participated. Contributing authors include former President of Iceland Vigdís Finnbogadóttir, historian Margrét Guðmundsdóttir and philosophers Sigríður Þorgeirsdóttir and Aðalheiður Lilja Guðmundsdóttir. The book is lavishly illustrated with photographs by many leading photographers, both contemporary and from past times.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.