Á vakt fyrir Ísland 1tbl 2022

Page 1

BLAÐ LANDSSAMBANDS SLÖKKVILIÐS- OG SJÚKRAFLUTNINGAMANNA

JÚNÍ 2022


Nr. 59 - 49. árgangur 1. tölublað

Gefið út í júní 2022

Ábyrgðarmaður Hermann Sigurðsson Ritstjóri Guðrún Hilmarsdóttir Umbrot imago Útgefandi Landssamband slökkviliðsog sjúkraflutningamanna Brautarholti 30 ı 105 Reykjavík s: 5622962, lsos@lsos.is ı www.lsos.is Opnunartími: Mánud - fimmtud frá 9-12 og 13-15, föstudaga 9-12. Starfsfólk LSS Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri hermann@lsos.is Guðrún Hilmarsdóttir skrifstofustjóri lsos@lsos.is Magnús Smári Smárason formaður magnuss@lsos.is Bjarni Ingimarsson varaformaður bjarnii@lsos.is Félagar í LSS eru um 1.300 Slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og neyðarverðir. LSS þakkar öllum sem lagt hafa útgáfu blaðsins lið.

Forsíðumynd

Ljósmyndari: María Ríkharðsdóttir hjá SHS

2

Á vakt fyrir Ísland

Með eldgos í bakgarðinum

Efni:

Ávarp formanns ........................................................................................................... 3 Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS ........................................................................ 6 Fagdeild slökkviliðsmanna LSS ................................................................................ 8 19. aðalþing LSS....................................................................................................... 10 Vangaveltur um Keflavíkurflugvöll og störf Isavia ............................................. 12 Menntun og reynsla ................................................................................................... 14 Stytting vinnuvikunnar hjá HSU ............................................................................... 16 Með eldgos í bakgarðinum! ...................................................................................... 18 Verkstjóraábyrgð – réttur starfsmanns til að segja nei ...................................... 22 Hæfnigreining á starfi slökkviliðsmanna ............................................................. 24 Ný slökkvistöð í Vestmannaeyjum.............................................................................. 26 EMS-ICELAND.......................................................................................................... 28 Íslandsmót viðbragðsaðila 2022 ............................................................................. 28 Golfmót LSS 2022 ..................................................................................................... 28 Eldvarnagetraun LSS ............................................................................................... 31 Brunagátt - nýtt stjórntæki á sviði brunamála ......................................................... 32 Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland“ .............................................................................. 34 Líf sem þú þarft ekki frí frá ......................................................................................... 36 Krabbameinsnefnd LSS .......................................................................................... 39 Starfsmenntasjóður LSS.............................................................................. 40 Styrktarsjóður LSS .................................................................................................. 40 Orlofssjóður LSS ......................................................................................................... 41


Ávarp formanns Kæru félagar

Skammt er liðið frá 19. aðalþingi LSS, þingstörf gengu vel fyrir sig og þakka ég starfsmönnum og þingfulltrúum fyrir vel unnin störf, gott skipulag og skemmtileg kvöld. Aðalþing markar alltaf ákveðin tímamót í starfi LSS, yfirleitt láta einhverjir stjórnarmenn af störfum sem gefið hafa af sér í vinnu fyrir félagið og nýir einstaklingar koma inn fullir af eldmóði og áhuga. Það er alltaf eftirsjá af góðum mönnum og í þetta skiptið var engin undantekning á því og vil ég nýta tækifærið til að þakka Birki Árnasyni fv. formanni fagdeildar sjúkraflutningamanna fyrir gæfuríkt og ánægjulegt samstarf og Antoni Berg Carrasco fv. ritara fyrir vinnusemi og ábyrgðarfulla innkomu í það embætti. Margir fyrrverandi stjórnarmenn eru enn verðmætir ráðgjafar og sinna sérverkefnum fyrir hönd LSS, sum mál krefjast þekkingar og reynslu til úrvinnslu og því dýrmætt að hafa aðgang að þeim einstaklingum sem áður hafa staðið í brúnni. Með reglulegri heilbrigðri endurnýjun stjórnarmanna stækkar sá hópur sem styrkir félagið okkar enn frekar. Enginn er hins vegar ómissandi í henni veröld og með nýjum einstaklingum sem kosnir hafa verið til stjórnarstarfa eða í fagdeildir fylgir nauðsynleg vítamínsprauta með ferskum augum á verkefni í vinnslu og smitandi eldmóður til að ná lengra, finna nýjar lausnir og tækifæri til að eflast.

Nýtt fólk í stjórnir og nefndir

Í fyrsta skipti kemur formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna ekki úr hópi starfsmanna SHS sem áður hafa mótað og byggt upp starf þessarar öflugu fagdeildar sem á margan hátt hefur dregið vagninn í framþróun og eflingu á fjölmörgum þáttum bráðaþjónustu utan spítala. Arnari Páli Gíslasyni frá HSU bíður því verðugt verkefni að leiða þessa öflugu fagdeild en ég hef fulla trú á að hann muni njóta velgengni í sínu starfi og haldið verður áfram að vinna að þeim metnaðarfullu verkefnum sem búið er að leggja grunn að en einnig koma inn með nýjar og spennandi áherslur sem vonandi munu leiða til nýrra tækifæra fyrir félagsmenn. Jón Kristinn Valsson mun halda áfram að leiða fagdeild slökkviliðsmanna sem undanfarinn misseri hefur unnið að viðamiklum verkefnum varðandi framtíðarsýn á menntun slökkviliðsmanna. Ég þarf að éta hatt minn yfir þeim yfirlýsingum sem ég gaf á þeim tíma sem flutningur brunamálasviðs HMS til Sauðárkróks var tilkynntur því samstarfsvilji og fagmennska þeirra sem þar starfa hefur verið til mikillar fyrirmyndar og málaflokkurinn tekinn fastari tökum en áður. Ég er fullur bjartsýni að sú vinna sem búið er að leggja í málefnin muni leiða af sér stórkostlegar endurbætur á menntunarumhverfi slökkviliðsmanna, stjórnenda og eldvarnaeftirlitsmanna. Ásamt Arnari Páli kemur nýr inn í stjórn félagsins Maron Berg deildarstjóri eldvarnaeftirlits hjá S.A. Maron hefur mikla reynslu af fjölbreyttum félagsmálum sem án efa mun nýtast vel í stjórnarstarfi LSS. Þakka ég þeim einnig fyrir sem gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa, Ásgeir Þórisson frá B.S. er prímus mótor í orlofshúsamálum félagsins, dugnaður hans og vinnusemi er eftirtektarverð og hann ásamt

öðrum eiga miklar þakkir fyrir að halda við og bæta íbúðir og sumarhús LSS. Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri á Akureyri situr áfram sem formaður fagdeildar stjórnenda sem í fyrsta skipti vinna nú að sérstökum kjarasamningi hjá sveitarfélögunum. Ólafur hefur sinnt stjórnarstörfum af kostgæfni og er vel meðvitaður um sitt hæfi þegar kemur að málefnum sem geta verið þess eðlis að spenna ríki milli hagsmuna rekstraraðila og stéttarfélagsins. Varamenn verða áfram þeir sömu en Árni Snorri Valsson frá HSU hefur um langt skeið unnið að félagsmálum bæði innan síns vinnustaðar og á vegum LSS, reynsla hans og þekking á samskiptum gagnvart ríkinu nýtist gríðar vel og er hann mikilvægur hlekkur í að mynda þá breiðu þekkingu og reynslu sem stjórn býr nú yfir. Hlynur Kristjánsson fv. varðstjóri á Ísafirði hefur sýnt starfsemi LSS mikinn áhuga og bætir við þekkingu á ólíkum rekstrarformum slökkviliða og er gott að hafa hann sem hauk í horni. Ég og Bjarni Ingimarsson munum áfram skipta stöðu formanns á milli okkar þó ábyrgðin liggi á mér. Okkar samstarf tel ég mjög gott og við höfum fundið farsælt jafnvægi á milli okkar og styrkjum hvorn annan í þeim verkefnum sem liggja fyrir. Framkvæmdarstjórinn okkar Hermann Sigurðsson sinnir sínu starfi af mikilli fagmennsku og á stóran þátt í því að félagið okkar er á þeim góða stað sem ég tel það vera á í dag, nákvæmni og agi varðandi rekstur félagsins, skýrir málsmeðferðarferlar og vönduð vinnubrögð í úrvinnslu kjaramála er eitthvað sem hann hefur tekið föstum tökum og sjá má skýran árangur endurskipulagningar undanfarinna ára í ársskýrslu og ársreikningum félagsins. Skrifstofustjórinn okkar Guðrún Hilmarsdóttir spilar svo stórt hlutverk í þessum kvartett en vinnubrögð hennar og nær óþrjótandi þolinmæði gagnvart okkur og félagsmönnum sem leita þurfa á skrifstofuna hafa Á vakt fyrir Ísland

3


skapað henni sérstakan sess hjá félaginu, það þarf oft ansi mikla staðfestu til að eiga við stjórnarmenn og félagsmenn LSS en það gerir hún ávallt af virðingu og leitar farsælla lausna þeirra verkefna sem koma inn á hennar borð. Öll höfum við okkar styrkleika og veikleika en ég tel að við myndum gott teymi og vinnum upp veikleika hvers annars og ég tel mig heppinn að fá að vera hluti af þessum hópi sem vinnur af heilindum og ástríðu fyrir hagsmunum allra félagsmanna. Fulltrúar LSS mynda svo kjötið á beinin, þeir eru á gólfinu og vinna ötullega að einstaka málum sem komið geta upp á starfsstöðvum félagsmanna, það er óeigingjarnt starf og oft erfið mál sem þessir einstaklingar sinna, en heilt yfir eru þeir aðilar sem þessu sinna að gera það af mikilli dyggð og árvekni og vinna þeirra gerir okkur kleift að gera okkar allra besta til að tryggja réttindi okkar fólks. Fjölmargir aðrir félagsmenn koma síðan að starfsemi LSS með einum eða öðrum hætti, margir hafa lagt mikla vinnu á sig í undirbúningi og framkvæmd styttingar vinnuvikunnar og oft leitum við til einstaka félagsmanna sem við vitum að hafa sérþekkingu á ákveðnum sviðum til að styrkja starfsemi okkar í þeim verkefnum sem liggja fyrir og þakka ég þeim innilega fyrir sem lagt hafa hönd á plóginn undanfarin ár.

Ráðstefnur og viðburðir

Við erum sífellt að leita leiða til að umbuna þeim sem starfa í þágu félagsins, aðalþing og aðalfundir eru tækifæri til málefnastarfs en ekki síður til eflingar félagsandans og þar reynum við að vanda til verka. „Á vakt fyrir Ísland“ er búin að festa sig rækilega í sessi sem fagleg ráðstefna og blaðaútgáfa með sama nafni hefur, þrátt fyrir breytingu á heiti, áratuga sögu sem framsækinn miðill um málefni líðandi stundar og nýjungar á þeim fjölbreyttu sviðum sem félagsmenn okkar starfa við. Aðrir félagslegir þættir eins og ferðir erlendis á ráðstefnur eða sýningar og grasrótarverkefni eins og Bráðavarpið, Skemmtileikarnir, Íslandsmót viðbragðsaðila og nýstofnað Instargram EMS-Iceland stuðla hvorutveggja að faglegri framþróun og stemmingu í hópi félagsmanna. Stemming er ómetanleg!

Hæð : 33 sm Breidd : 34 sm

4

Á vakt fyrir Ísland

Ég þakka þeim kærlega fyrir sem hafa skipulagt og staðið að þessum útgáfum eða viðburðum og ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir hversu verðmæt ykkar vinna er í þágu okkar allra.

Starfið framundan

Það er mín einlæga von að okkur takist að halda áfram að byggja upp starfsemi LSS á breiðum grundvelli. Til þess þurfum við samstöðu og staðfestu ásamt aðkomu fjölda félagsmanna sem tilbúnir eru að leggja á sig vinnu í þeim fjölbreyttu verkefnum sem félagið sinnir eða kemur að. Eðli sumra verkefna geta verið þung og stundum afar hægfara en þátttaka í verkefnum á vegum LSS er gott tækifæri til að læra og eflast sem einstaklingar og njóta þeirra vellíðunar sem fylgir því að láta gott af sér leiða fyrir aðra. Ég hlakka til næstu tveggja ára og er reiðbúinn að sinna hvaða verkefnum sem upp geta komið því ég veit að sá hópur sem ég hef í kringum mig myndar gríðarlega sterka heild. Eins og ég hef nefnt áður er sérfræðiþekking félagsmanna LSS auðlind sem alls ekki má taka sem sjálfsögðum hlut og ég tel mig ófeiminn við að viðurkenna vanþekkingu sem upp getur komið og kalla eftir aðstoð þegar svo ber undir, ég man ekki atvik þar sem slíkri beiðni hafi ekki verið tekið öðruvísi en vel og að hætti viðbragðsaðila: hratt, örugglega og faglega. Að lokum vil ég þakka stjórnendum rekstraraðila og samningsaðilum fyrir góð samskipti undanfarin ár, alloft erum við á öndverðum meiði og ólíkir hagsmunir uppi sem skapað geta spennu milli aðila. Með gagnkvæmri virðingu og viðurkenningu á aðstöðu beggja aðila finnast yfirleitt lausnir sem báðir aðilar geta sætt sig við. Sá lausnarmiðaði andi sem undanfarin misseri hefur frekar verið regla en undantekning vona ég að muni ríkja til frambúðar því það er ánægjulegt finna fyrir þeirri samstöðu að skýrt markmið sé að efla þjónustu við samborgarana, gesti landsins og í víðum skilningi starfsumhverfi félagsmanna LSS. Kveðja Magnús Smári Smárason Formaður LSS


NÝ ÚTGÁFA PENTHEON BJÖRGUNARTÆKJA MEIRI AFKÖST Í NÆSTA ÚTKALL Að vinna undir álagi, í kappi við klukkuna, þurfa fyrstu viðbragðsaðilar búnað sem þeir geta treyst á. Fyrir þessa aðila hefur Holmatro þróað nýju Pentheon línuna. Hátæknibjörgunartæki sem eru langt á undan öðrum búnaði á markaðnum. Þau eru rafhlöðudrifin og aðeins Holmatro Pentheon línan býður upp á hámarks árangur, frábæran hraða og fullkomna stjórn sem þú hefur aldrei upplifað áður.

KIKTU Á HOLMATRO.COM/PENTHEON


Fagdeild sjúkraflutningamanna LSS Ný stjórn Við sem sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum erum öflugur hópur og nóg er til af ferskum einstaklingum innan okkar raða sem láta sig málin varða og vilja taka þátt. Það var ekki af verri endanum liðsaukinn sem fagdeildinni barst nú fyrir skemmstu þegar ný stjórn tók við á 19. þingi LSS. Við bjóðum þessa nýju stjórn velkomna og óskum henni um leið góðs gengis. Stjórnina skipa nú: Arnar Páll Gíslason (HSU) Hlynur Höskuldsson (SHS) Ásgeir Valur Flosason (SHS) Birna Dröfn Birgisdóttir (HVE) Erla Sigríður Sigurðardóttir (HSU) Kristófer Jón Kristófersson (BS) María Ingadóttir (HSU) Patryk Zolobow (HVE) Þessi öflugi hópur hefur boðið fram krafta sína til að halda áfram þessu mikilvæga starfi og þeim verkefnum sem komin eru af stað. Þessi innáskipting er gleðiefni en við sem stétt nýtum okkur breiddina og njótum nú nýrra sjónarhorna með sömu markmiðin í sigtinu. Við stefnum ávallt saman á það að bæta þjónustuna við fólkið sem þarf á henni að halda. Við viljum bæta aðbúnað og velferð sjúkraflutningamanna, styrkja stoðir grunn- og framhaldsmenntunar og tryggja viðhaldsmenntun sjúkraflutningamanna. Við viljum jafnframt leggja okkar af mörkum til að styrkja viðbragðskerfið á landinu í heild svo það gagnist öllum sem best. Það hefur sýnt sig að mikill áhugi er á störfum fagdeildarinnar, hún er vettvangur okkar til þess hafa áhrif á framgang mála sem snerta þjónustuna og það er orðið flestum ljóst að það sem við gerum skiptir máli. Lykilinn að því er að við séum áfram málefnanleg og í góðu samstarfi við aðra þá sem eiga í hlut þ.m.t. aðrar fagstéttir, rekstraraðila og stjórnvöld. Störf fagdeildarinnar Á 19. þingi LSS var lögð fram skýrsla fagdeildar síðustu tveggja ára en hana má finna á vef landssambandsins www.lsos.is.

6

Birkir Árnason

Fagdeildin lagði einnig fram ályktun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga fyrir þingið og var hún samþykkt einróma, hana má einnig finna á vefnum. Nýlega átti fagdeildin fund með heilbrigðisráðherra þar sem gengið var á eftir okkar málum og stefnumótun bráðaþjónustu og sjúkraflutninga. Rætt var um fyrirliggjandi aðgerðaráætlun til ársins 2025 og farið var yfir athugasemdir og áherslur LSS. Fundurinn gekk vel og frekari samskipti verða í kjölfarið. Ég vil hvetja alla til að kynna sér áætlunina en hana má finna á vef stjórnarráðsins. Fagráð sjúkraflutninga fundar reglulega en það er ráðgefandi til HRN og fjallar meðal annars um þjónustuviðmið, innleiðingu nýjunga og umsagnir vegna starfsleyfisumsókna að beiðni Landlæknis. Sjúkrabílar Samstarf við Rauða krossinn er að vanda gott en 50 gulir sjúkrabílar rúlla nú um göturnar. Það sem helst er að frétta af því er að ákveðið hefur verið að nýta viðbótarákvæði samningsins við ríkið og til stendur að framleiddir verði 12 slíkir bílar til viðbótar. Rauði krossinn skoðar nú

frekari uppfærslur á búnaði í samstarfi við fagdeildina. Fagráð sjúkraflutninga hefur gert athugasemdir við kröfulýsingu samningsins og kallar eftir uppfærslu hennar við gerð nýs samnings. Menntun og miðlun Eftir fundi fagdeildarinnar með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og (þá) mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur landsráði um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu verið falið að taka sérstaklega fyrir menntun sjúkraflutningamanna. Undirbúningur er hafinn að gerð hæfnimats og starfaprófíls með aðstoð Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Fagdeildin á fulltrúa í ýmsum ráðum og nefndum en þar má nefna endurlífgunarráð, skyndihjálparráð og fagráð Sjúkraflutningaskólans. Nánar um störf fagdeildar á tímabilinu má lesa í skýrslu stjórnar sem nefnd var að ofan. Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að bæta framtíð bráðaþjónustu og sjúkraflutninga á Íslandi að taka þátt í umræðunni og láta sig málin varða. Notum hópinn okkar á Facebook framhald á bls 8

Á vakt fyrir Ísland


HAFÐU ELDVARNIR Í LAGI

Tryggðu öryggi starfsfólks og rekstrar með því að hafa eldvarnir í lagi í þinni starfsemi.

Þjónusta eldvarnarfulltrúa Dagar bjóða eigendum og forráðamönnum fasteigna sem falla undir lög um mannvirki 19. gr. – 723/2017 að gegna hlutverki eldvarnarfulltrúa fyrir þeirra hönd og sjá þannig um að virkum eldvörnum sé sinnt.

• • • • • • • •

Umsjón og eftirlit eldvarna Samskipti við slökkvilið Eftirfylgni athugasemda Reglulegt eftirlit húseigenda Skjalfesting brunavarnabúnaðar Umsjón áætlana og reglna Gerð kostnaðaráætlana Sjá nánari upplýsingar á dagar.is

Finnum lausn sem hentar þínu fyrirtæki Fáið frekari upplýsingar og tilboð í þjónustu á dagar.is, í gegnum sala@dagar.is eða með því að hafa samband við ráðgjafa okkar í síma 580 0600.

Dagar hf. | Lyngás 17, 210 Garðabæ | dagar.is


og ræðum málin þar fagmannlega og málefnanlega. Bjóðum endilega nýjum samstarfsfélögum að vera með og kynnum þeim starfsemi félagsins. Við minnum að auki á vefsíðuna www.ambulance.is sem einnig er aðgengileg sem www.sjukrabill.is en á henni má finna þá vinnuferla sem uppfærðir hafa verið og lyfjaleiðbeiningar fyrir sjúkraflutningamenn. Frekari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu félagsins www.

lsos.is og netfang hjá nýrri stjórn er áfram sjukra@lsos.is Fráfarandi stjórn þakkar kærlega fyrir sig og vill koma fram þökkum til allra sem hafa lagt okkur lið. Arnar Páll Gíslason tekur nú við formennsku fagdeildarinnar en eftir fjögur lærdómsrík ár hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram. Arnar Páll hefur allt mitt traust og þessum góða hópi sem nú tekur við eru allir

vegir færir. Ég skil sáttur við og þakka kærlega fyrir mig og traustið sem mér hlaust til þess að sinna þessu starfi. Ég óska félagsmönnum öllum gleðilegs sumars og gæfu í starfi. Birkir Árnason fráfarandi formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS

Fagdeild slökkviliðsmanna LSS FNý fagdeild slökkviliðsmanna sem kosin var á síðasta þingi til að starfa saman 2022 - 2024 kom saman á sinn fyrsta fund í byrjun júní. Þar var vinnan sem er í gangi kynnt fyrir nýju fólki og farið yfir það sem búið er að gera. Má þar helst nefna hæfnigreiningu á starfi slökkviliðsmanns og eldvarnaeftirlitsmanns. Einnig var farið yfir samstarfið með HMS í sambandi við forvarnir og auglýsingar. Á fundinum var farið yfir helstu verkefni sem framundan eru og má þar helst nefna námstefnuna „Á vakt fyrir Ísland“ sem stefnt er á að halda í október 2023 og voru allir beðnir um að fara að huga að henni. Einnig er stefnt að áframhaldandi samstarfi við HMS við gerð fræðslu og forvarnaefnis. Þessir aðilar skipa fagdeildina til 2022-2024: Jón Kristinn Valsson (SHS) formaður Aron Kárason (BÁ) Bryndís Elva Bjarnadóttir (SA) Guðjón S. Guðjónsson (SHS) Hákon Egill Daníelsson (BÁ) Jófríður Stefánsdóttir (SA) Sigurbjörn Björnsson (Brunavörnum Sauðárkróks) Sigurður Þór Elísson (SAH) Að lokum er ekki annað hægt en að minnast á ferðina á „Rauða hanann“ sem búið er að bíða eftir ansi lengi en

8

Á vakt fyrir Ísland

Jón Kristinn Valsson

nú loksins er komið að henni og ekki laust við að mikil spenna sé að myndast meðal félagsmanna að sjá allt það nýjasta sem í boði er. Sumarkveðja frá fagdeild slökkviliðsmanna Jón Kristinn Valsson Formaður fagdeildar slökkviliðsmanna bruni@lsos.is - jonk@lsos.is


Getum við AÐSTOÐAÐ? Bókaðu samtal hjá okkur vegna lána- eða lífeyrismála á vefsíðu sjóðsins lifbru.is. Mögulegt er að bóka tíma fyrir símtal, fund í fjarfundarbúnaði eða fund á starfsstöð sjóðsins. Með þessum hætti bætum við enn frekar aðgengi að þjónustu okkar við sjóðfélaga.

Allar nánari upplýsingar á lifbru.is.

Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar

Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lanamal@lifbru.is I lifeyrir@lifbru.is


19. aðalþing LSS Þann 22.-23. apríl sl. var 19. aðalþing LSS haldið að nýju í raunheimum eftir Covid-19 lokanir. Þingið var haldið á Fosshóteli í Þórunnartúni í Reykjavík og var vel sótt. Einnig var þinginu streymt í gegnum fjarfundabúnað báða dagana og má áætla að um 80 manns hafi þá sótt þingið, þar af um 60 í sal. Gerð var breytingatillaga um að nefndastörf færu fram í sal og tók því nefndanefnd ekki til starfa á þessu þingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir ávörpuðu þingið. Þingforseti var Höskuldur Einarsson og varaþingforseti var Óli Ragnar Gunnarsson.

Helstu niðurstöður þingsins: Magnús Smári Smárason slökkviliðsmaður, bráðatæknir hjá SA og lögfræðingur var sjálfkjörinn sem formaður félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns frá árinu 2018 og er búinn að sitja í stjórn frá árinu 2016. Bjarni Ingimarsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá SHS var sjálfkjörinn sem varaformaður félagsins. Hann hefur gegnt embætti varaformanns frá árinu 2020. Hann hafði ekki setið í stjórn áður en gegnt trúnaðarstörfum fyrir félagið árin þar á undan. Aðrir í stjórn eru: Arnar Páll Gíslason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna Ásgeir Þórisson meðstjórnandi, var gjaldkeri á síðasta tímabili Jón Kristinn Valsson formaður fagdeildar slökkviliðsmanna Maron Pétursson meðstjórnandi Ólafur Stefánsson formaður fagdeildar stjórnenda Varamenn í stjórn eru: Árni Snorri Valsson HSU og Hlynur Kristjánsson Öryggismiðstöðinni Þeir sem fóru úr stjórn voru: Anton Berg Carrasco meðstjórnandi og ritari Birkir Árnason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna Stjórn þakkar þeim fyrir vel unnin störf í þágu LSS. Lagabreytingar Þingið samþykkti allar lagabreytingar sem lágu fyrir þinginu einróma með smávægilegum breytingum. Flestar lagabreytingar snéru að því að laga

10

Á vakt fyrir Ísland

ákveðnar lagagreinar og reglugerðir að breytingum sem voru gerðar á síðasta þingi. Kosið var sérstaklega um formann og varaformann fulltrúaráðs og verður það virkt ef vantrauststillaga kemur á formann eða stjórn LSS. Kjaramál Umræður voru um styttingu vinnuvikunnar og kjaramál almennt. Farið var yfir helstu áherslur fyrir komandi kjarasamninga. Ályktanir Á þinginu voru eftirtaldar ályktanir samþykktar: Ályktanir um eflingu Styrktarsjóðs, stuðningur við slökkviliðsmenn í Úkraínu og ályktun um bráðaþjónustu og sjúkraflutninga. Einnig var samþykkt að stofna fagdeild neyðarvarða. Önnur mál Stjórn upplýsti um kaup á húsnæði félagsins á Norðurbrún í Reykjavík og stefnt að því að flytja þangað síðar á árinu. Umræður voru um að kaupa orlofsíbúð fyrir austan fjall og umræður voru um hvort starfsheitið sjúkraflutningamaður væri lýsandi fyrir starfið. Að loknu þingi var haldin þinggleði sem tókst vel. Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS


MEÐ AUGAÐ Á SJÚKLINGNUM

***

G!

THE COR PU L

OLUTION OF TH E

EC

EV R S

D

***

WO

RL

MOR

. E AT C ORPULS

SAMSTILLT ENDURLÍFGUN Snjöll vélbúnaðarsamstæða. Betri frammistaða með samtengdum tækjum.

ÁÞREIFANLEG ÞJÁLFUN Nýr vélbúnaðar og hugbúnaðarlausnir gefa raunhæfari sviðsmyndir.

STAFRÆN GREIND Nú er björgunarkeðjan netkerfi: Fjarmæling og gagnastjórnun sem stenst tímans tönn.

Sími 555 3100 www.donna.is

N Æ S T A K Y N S L Ó Ð A F C O R P U L S 31


Vangaveltur um Keflavíkurflugvöll og störf Isavia Í fjölda ára var slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli stærsta slökkviliðið á Íslandi og var einnig heiðrað fyrir sín störf í áratugi. Slökkviliðið leiddi framþróun slökkvistarfa hér á landi auk þess sem starfsmenn þess tóku virkan þátt í stofnun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Lengi vel var kjarabarátta atvinnuliða á landinu miðuð út frá launum þeirra sem á Keflavíkurflugvelli störfuðu. Frá því að Varnarliðið fór af landinu þá hefur slökkviðið á Keflavíkurflugvelli farið í gegnum ýmsar breytingar, allt frá áherslubreytingum upp í endurskipulagningu vegna annarra verkefna.

Grunnþjálfun

Grunnþjálfun hvers starfsmanns Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar byggist á persónulegu öryggi og að viðkomandi kunni að beita hverjum þeim öryggisbúnaði er snýr að bæði almennum störfum hans auk sértækra aðstæðna og tækja.

turn sem og flugstjóra/flugmenn s.s. ef ske kynni að til dæmis kviknaði í F-16 þotu í lendingu og flugmaður þarfnaðist meiri aðstoðar en bara að slökkva eldinn. Því herþotur eiga það jú til að bera „heit“ vopn og þá er eins gott að vita hvað maður á að gera og hvernig á að bera sig að í sínum störfum.

Kristján Carlsson Gränz

Hann er einnig þjálfaður í að þekkja alla staðhætti á flugvellinum og hans nánasta umhverfi sem er býsna umfangsmikið, en til gamans má bera landsvæði Keflavíkurflugvallar við svæðið frá Kringlumýrarbraut alveg út á Gróttu og þá er nánasta umhverfi ekki talið með heldur aðeins svæðið innan girðingar. Grunninn í fjarskiptum þekkja allir en auk talstöðvafjarskipta þurfa menn að kunna merkjasendingar við bæði flug-

Keflavíkurflugvöllur er aðgangsstýrt haftasvæði og skipt í nokkra flokka, t.d. eru almennir starfsmenn flugfélaga ekki með réttindi inn á flugbrautir, akbrautir og út fyrir sín flughlöð en Slökkvilið Keflavíkurflugvallar þarf að hafa leyfi til að aka um allan flugvöllinn og þekkja sértækar merkingar og búnað í kringum bæði flugbrautir og akbrautir. Svo bætist verndun flugstefnu flugvéla innan flugvallar með dýralífsstjórnun, en hver einasti starfsmaður slökkviliðsins tekur virkan þátt í henni með því að fæla burt óæskileg dýr, hvort heldur um er að ræða strokudýr sem álpast hafa inn

2022

Íslandsmót viðbragðsaðila

Íslandsmót viðbragðsaðila verður haldið í fyrsta sinn laugardaginn 27. ágúst Mótið fer fram á höfuðborgarsvæðinu og er opið fyrir alla viðbragðsaðila á landinu sem starfa við slökkvilið, landhelgisgæslu, lögreglu, sjúkraflutninga og við neyðarlínuna. Keppnisgreinar og nánari fyrirkomulag verður gefið út þegar nær dregur. Meðal keppnisgreina verður hlaup, kraftlyftingar, pílukast, slökkviliðskeppni og fótboltamót. Matur og fögnuður að móti loknu.

Þín leið til fræðslu Sveitamennt styrkir starfsmenntun beint til sveitafélaga og stofnana þeirra á landsbyggðinni. Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna. Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Sveitamenntar. Kynntu þér rétt þinn á www.sveitamennt.is

Sveitamennt

Takið daginn og kvöldið frá. Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • sveitamennt@sveitamennt.is

12

Á vakt fyrir Ísland


fyrir girðingu eða fælingu fugla með t.d. hljóðum. Á hverri vakt eru nokkrir menn sem hafa réttindi til notkunar skotvopna til fælingar og svo dráps á fuglum (í neyð). Skotvopnaþjálfun er haldið við með reglulegum æfingum. Þá loks er farið að huga að björgunar- og slökkviþjónustunni en þar er farið í alla helstu þætti atvinnumanna slökkviliðsnáms, auk sértækra aðgerða, björgunar og hættu vegna flugvéla og þeirra efna sem þær eru ýmist framleiddar úr eða bera í farmi. Hér væri því auðvelt að skrifa upp námskrá atvinnunámsins, en látum duga í þetta sinn að ég staðhæfi að ekki muni miklu á þessum námsbrautum, þ.e. okkar og HMS. Auðvitað má ræða um tímafjölda en það eru komin nokkur ár síðan við fórum frekar að miða hæfni starfsmanna við það að ráða við verkfærin, verkefnin og aðstæður sem geta komið upp. Til viðbótar bætist svo þjálfun í First Responder, en til gamans má geta að margir eru með EMT-Basic og nokkrir með EMT-Advanced eða Intermediate og mikla reynslu í ýmsum verkefnum

tengdum sinni menntun. Undanfarin tvö ár hafa okkar starfsmenn ekki verið inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar til að aðstoða vegna minniháttar slysa og veikinda, en búast má við að með aukinni umferð ferðamanna á næstunni verði þar breyting á. Hluti af því verkefni að vera innan um farþega í flugstöðinni er t.d. að læra að lesa fólk og þekkja merki mansals.

Reglubundin þjálfun

Hver starfsmaður flugvallarþjónustu skilar að lágmarki 20 tímum í reykköfun á ári hverju og yfirleitt í kringum 150-200 klst. í aðra þjálfun s.s. björgun fastklemmdra einstaklinga, að slökkva flugvélaelda, almenn slökkvistörf, reykræsting, vatnsöflun, notkun björgunartækja á við klippur, glennur, tjakka o.fl. Eins er flugvallarþjónustan með mjög góðan búnað til að lyfta upp flugvélum, bæði notkun loftpúða og „herðatré“ til að lyfta upp flugvélaskrokkum með aðstoð krana og farið er a.m.k. einu sinni á ári í þjálfun á þau sérhönnuðu verkfæri. EASA leggur ákveðnar kröfur á flugvelli Isavia um menntun og þjálfun flugvallarslökkviliða og Isavia til hróss þá hafa allir starfsmenn slökkvi- og björgunar-

þjónustu (slökkviliða) mikinn metnað fyrir sínu starfi, menntun og þjálfun og vildu flestir hafa tök á að þjálfa meira. Isavia fer nefnilega oft lengra heldur en „grunnkröfur“ EASA kveða á um. Til gamans má nefna að undanfarin ár hefur Isavia verið með samning við CARFA (Copenhagen Airport Rescue & Firefighting Academy) um viðbótarþjálfun starfsmanna Isavia og nýverið fóru tíu slökkviliðsmenn Isavia á viku námskeið hjá CARFA og fengu mikið hrós leiðbeinenda fyrir fagleg vinnubrögð og samvinnu. Önnur verkefni sem slökkvi- og björgunarþjónusta Isavia sinnir eru líka fjöldamörg og fjölbreytt og oft mismunandi á milli flugvalla en það væri mögulega efni í nýja grein. Nú tel ég komið nóg af þessum pistli um Keflavíkurflugvöll en lofa því að næst skal ég segja ykkur aðeins frá dótakassanum okkar (þ.e.a.s. bílum og tækjum). Kristján Carlsson Gränz Aðstoðarvaktstjóri Flugvallarþjónustu KEF

vfs.is

ALVÖRU I R Æ F K R VE MEST ÞEGAR Á REYNIR!

Yfir 215 verkfæri

Yfir 95 verkfæri

S Í Ð U M Ú L A 9 , R E Y K J AV Í K

DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI

T R Y G G VA B R A U T 2 4 , A K U R E Y R I

S: 560 8888

vfs.is

Á vakt fyrir Ísland

13


Menntun og reynsla Sem svæfingalæknir þarf ég oft að leggja mænudeyfingar. Það er eitthvað sem ég lærði að gera í sérnáminu mínu enda mikilvægur hluti af störfum svæfingalækna. Ég þurfti að læra líffærafræðina: hvaða lög af bandvef, sinum, vöðvum, beinum og misviðkvæmum líffærum nálin þyrfti að rata í gegnum eða framhjá til þess að hafna í mænugöngunum. Þurfti að læra lyfjafræðina: hvaða lyf má nota við þetta, hvaða skammta, hversu fljótt og lengi þau verka, hvaða aukaverkanir þarf að varast. Þurfti að læra ákveðna tækni: hvernig ég beiti nálinni til að komast á réttan stað. Það getur samt reynst snúið. Erfitt að hitta rétt. Því stundum er erfitt að þreifa út landamerkin og ómögulegt að sjá hvert nálin á að fara. Maður þarf að vera svolítið heppinn. Það sem er merkilegt er að því oftar sem ég geri þetta, því heppnari verð ég. Hitti oftar. Á auðveldara með að beina nálinni rétt. Eitthvað sem ég gæti ekki skrifað sem leiðbeiningar á blað til að útskýra. Get ekki beint kennt einhverjum öðrum hvernig á að gera. Ég varð bara einhvern veginn heppnari með tímanum. Flinkari. Menntunin gaf mér þannig ákveðna grunnfærni en reynslan gerði mig betri.

Fyrsti bráðatæknirinn

Fyrir rúmum tveimur áratugum, þegar Lárus Pedersen lagði land undir fót og fór til Pittsburgh í Bandaríkjunum að læra paramedisín, hafði hann þegar hellings reynslu sem sjúkraflutningamaður og neyðarflutningamaður. Hann hafði starfað mörg ár hjá Slökkviliði Reykjavíkur og unnið samhliða læknum frá Borgarspítalanum sem þá mönnuðu sjúkrabíl 701 ásamt neyðarflutningamönnum. Hann var þannig betur undirbúinn en flestir þeir sem sóttu námið samhliða honum sem sumir höfðu rétt lokið grunnnámi í sjúkraflutningum (EMT-basic). Hann hafði því góðar forsendur til að tileinka sér námið og byggja ofan á þennan sterka reynslugrunn. Lárus varð fyrsti bráðatæknirinn á Íslandi og í kjölfarið fylgdu nokkrir faglega sterkir og reyndir neyðarflutningamenn sem slökkviliðið (síðar SHS) studdi til náms.

14

Á vakt fyrir Ísland

heilbrigðisstéttir, einkum hjúkrunarfræðingar, hafa einnig bætt við sig grunnámi í sjúkraflutningum og sækja inn á þennan starfsvettvang, oft með áralanga reynslu af heilbrigðisþjónustu, þó svo menntun og reynsla af neyðarþjónustu sé misjöfn. Eins hafa margir sjúkraflutningamenn bætt við sig hjúkrunarnámi, til þess að auka þekkingu sína og færni á fleiri sviðum heilbrigðisþjónustu. Sumir sækja jafnvel í lengri og umfangsmeiri menntun í „paramedisín“ (bráðatækni) og skila sér heim með bachelor gráðu.

Viðar Magnússon

Reynslan hafði gefið þeim ákveðna grunnfærni en menntunin gerði þá betri. Til þess að ná faglegri færni þarf bæði menntun og reynslu. Það skiptir kannski ekki öllu máli hvort kemur á undan, eggið eða hænan, þó stundum þurfi að uppfylla kröfur um menntun áður en hægt er að afla sér reynslu. Fyrstu íslensku bráðatæknarnir höfðu hvoru tveggja, reynslu og menntun og nutu góðs af því. Starfsheitið „bráðatæknir“ varð ákveðinn gæðastimpill og þeir sem báru rauða merkið á öxlinni nutu töluverðrar virðingar bæði meðal sjúkraflutningamanna og ekkert síður meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna.

Nýir möguleikar í námi

En heimurinn verður sífellt flóknari. Nám sjúkraflutningamanna og bráðatækna telst ekki endilega langt nám í samanburði við aðrar heilbrigðisstéttir, en það er mjög hnitmiðað og einblínir á neyðarþjónustu við bráðveika og slasaða utan spítala og skilar góðum árangri á þeim vettvangi. Bráðatækninámið er á háskólastigi og hefur í gegnum tíðina verið þriggja til fjögurra anna nám (tekið á 1-2 árum) sem okkar fólk hefur sótt til Bandaríkjanna, flestir til Pittsburgh í Pennsylvaniu. Nýir möguleikar hafa svo opnast með því að tvinna saman fjarnám á netinu við verklegar staðarlotur (sk. „hybrid“ nám), sem margir íslenskir sjúkraflutningamenn hafa nýtt sér undanfarin misseri. Sumir sækja á nýjar slóðir til að mennta sig og horfa ekki bara vestur um haf enda hægt að læra bráðatækni á mörgum stöðum. Aðrar

Flækjustig?

Á sama tíma og ég fagna þessari fjölbreytni gerir þetta lífið ekki neitt auðveldara. Er hægt að gera sömu kröfur til nýútskrifaðs bráðatæknis sem fór beint í „P“ nám eftir grunnnámið og gert er til bráðatæknis sem fór fyrst í neyðarflutninganám og vann á þeim vettvangi í hálfan áratug áður en hann fór í bráðatækninámið? Hvernig á að meðhöndla þann sem sótti þriggja ára nám til bachelor gráðu? Get ég gert meiri kröfur til hans? Á hann þá að fá aukin réttindi? Starfa eftir öðrum leiðbeiningum? Á hann samt að starfa eftir sama kjarasamningstaxta? Hvað þá með hjúkrunarfræðinginn sem er líka með bachelor gráðu og neyðarflutningamenntun? Hvað má hann gera? Hvað á hann að fá borgað? Í Pittsburgh má hjúkrunarfræðingurinn taka grunnnám sjúkraflutninga og þreyta svo „protocol test“ hjá „medical director“ (yfirlækni) og starfa eftir vinnuferlum bráðatækna ef hann stenst það próf. Þar getur hjúkrunarfræðingur líka tekið stutt „yfirfærslunám“ til að verða bráðatæknir. Í Svíþjóð þarf hins vegar 12 mánaða nám ofan á almenna hjúkrun til að fá leyfi til að vinna í „ambulanssjukvård“ sem „ambulanssköterska“ (sjúkrabílahjúkrunarfræðingur; sænska útgáfan af bráðatækni) en ef þú ert svæfingahjúkrunarfræðingur ertu tekinn beint inn á sjúkrabíl, þjálfaður í starfi, og færð auknar heimildir umfram bráðatæknana. Þetta er svolítið flókið.

Reynslan mikilvæg

En gleymum samt ekki því að sama hvað maður hefur lært þarf maður líka reynslu til að ná færni. Nýútskrifaður basic


sjúkraflutningamaður sem fer beint í paramedic nám hefur sýnt faglegan metnað og áræðni í því að sækja sér þessa viðbótarmenntun. Honum skal hrósað fyrir það. En á sama tíma skulum við ekki ætlast til of mikils af honum strax frá fyrsta degi. Fyrst eftir nám er hann algjörlega reynslulaus og þarf handleiðslu reyndra bráðatækna til þess að byggja upp nauðsynlega færni til þess að geta gripið inn í þegar þess þarf með. Og ekki síður dómgreind, til þess að vita hvenær hann á ekki að grípa inn í. Hjúkrunarfræðingurinn (eða læknirinn) sem aldrei hefur unnið á sjúkrabíl þarf líka að afla sér ákveðinnar reynslu af vettvangsvinnu og sjúkraflutningum áður en hægt er að ætlast til þess að hann standi jafnfætis reyndum bráðatækni við vinnu utan heilbrigðisstofnunarinnar, þó svo hann sé mjög flinkur inni á spítala eða heilsugæslu. Reynslan í réttu umhverfi skiptir líka máli. Ef hjúkrunarfræðingur starfar sem sjúkraflutningamaður í fámennu héraði úti á landi fær hann vonandi og væntanlega líka að sinna sjúklingum inni á heilsugæslunni eða hjúkrunarheimilinu.

En það getur verið erfitt fyrir hann að afla sér nauðsynlegrar vettvangsreynslu og því getur verið mikilvægt fyrir hann að sækja sér viðbótartíma á sjúkrabíl á fjölmennari stað sem fær fleiri útköll. Bráðatæknir í fámennu héraði er jafnvel verr settur ef hann starfar ekkert inni á heilbrigðisstofnun. Að skapa honum tækifæri til þess að sækja sér bæði klíniska reynslu inni á heilbrigðisstofnunum og vettvangsreynslu hjá stærra liði getur ráðið því hvort úr verði fagmaður með færni og dómgreind. Til þess þarf reynslu og rýni frá sér reyndari mannskap.

Menntun OG reynsla

Í dag erum við með þrjú námsstig sjúkraflutningamanna, grunnmenntun (EMT), neyðarflutningamenntun (AEMT), og bráðatækni (paramedic). Hin tvö fyrri eru kennd hér á landi en það þriðja þarf að sækja til útlanda. Við erum líka með þrjú starfsstig, sem miðast út frá sjúkraflutningamenntun, og starfa menn eftir vinnuferlum eða klínískum leiðbeiningum í samræmi við starfsstig. Svona nokkurn veginn. Við erum hins vegar með fjöldan allan

af ólíkum hæfnisstigum, sem helgast af því að fyrir utan ólíka reynslu sem menn geta haft með grunnmenntun og neyðarflutningamenntun, þá eru einstaklingar starfandi við sjúkraflutninga með breiðan og ólíkan bakgrunn. Þó sá ólíki bakgrunnur kunni að flækja málin og skapa smá núning þá ber á sama tíma að fagna honum. Þó kerfið nái illa að halda í við þróun í menntun og reynslu sjúkraflutningamanna og bráðatækna, þá verður þessi aukna menntun og reynsla klárlega til þess að bæta málaflokkinn til lengri tíma litið. Á sama tíma og við eigum að fagna fjölbreytninni þurfum við að finna leið til þess að tryggja það að heimildir haldist í hendur við færni (menntun OG reynslu). Án viðeigandi gæðaeftirlits er það ekki hægt. Hvernig því skal háttað er svo efni í annan pistil en ljóst er að betur má ef duga skal. Viðar Magnússon MD MBA Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum

fastus.is

SÉRHANNAÐAR

ÞVOTTAVÉLAR FYRIR SLÖKKVISTÖÐVAR Sérhannaðar þvottavélar, þurrkarar og þurrkskápar til að hreinsa og þurrka galla og búnað slökkviliðsmanna. Hættuleg efni s.s. olíur og reykur festast í göllum og búnaði og því er mikilvægt að hann sé þveginn á öruggan hátt.

ÞVOTTAVÉL fyrir slökkvigalla og annan fatnað

ÞURRKSKÁPUR fyrir allt að fjóra slökkvigalla

ÞVOTTAVÉL fyrir bök, kúta og annan búnað

Fastus ehf | Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is

Á vakt fyrir Ísland

15


Stytting vinnuvikunnar hjá HSU Þegar við fulltrúar LSS hjá HSU fengum í hendurnar verkefnið um styttingu vinnuvikunnar fór af stað mikil vinna sem unnin var af fagmennsku og með hag starfsmanna fyrir brjósti. Þegar ljóst var að við yrðum eina deildin innan LSS til þess að hefja þessa vinnu í kjölfar þess að félagsmenn samþykktu kjarasamning með rétt rúmum meirihluta greiddra atkvæða var eins gott að hafa hraðar hendur og vinna málið eins vel og hægt var.

Samtal mikilvægt Stjórnendur sjúkraflutninga HSU kölluðu strax eftir samtali við okkur sem fulltrúa starfsmanna og farið var að leggja línur með það hvernig innleiðing styttingarinnar yrði framkvæmd. Farið var að mestu leyti eftir fyrirfram uppgefinni formúlu sem innleiðinganefnd styttingar vinnuvikunnar hafði sett upp og reyndist sú leið nokkuð góð. Kallað var Heimstaden 10,5x14,8-final.pdf 1 9.6.2021 til samráðsfundar sem kallast í vinnu-

ferlum nefndarinnar ,,Umbótasamtal“. Með því er reynt að draga fram sjónarmið beggja aðila, starfsmanna og stofnunar. Umbótasamtalið fór fram með þeim hætti að skipt var í vinnuhópa þar sem a.m.k. einn starfsmaður af hverri vakt var í hverjum hópi. Við erum ekki fjölmennasta liðið á landinu og hafði hver starfsmaður það hlutverk að koma með hugmyndir um það hvað mætti betur fara og líka að draga fram það sem vel er gert hjá stofnuninni. Út frá þessu samtali komu margar góðar hugmyndir en ljóst var að mikill vilji var til þess að halda í það vaktakerfi sem var við lýði, 5-5-4 kerfi sem er 12 tíma fast vaktakerfi. Umbótasamtalið er mikilvægt fyrir okkur, þar er tækifæri til þess að koma okkar sjónarmiðum að og benda á þá hluti sem okkur líkar við og hvað okkur finnst betur mega fara. Virk þátttaka starfsmanna og yfirmanna er mjög mikilvæg og verða báðir aðilar 10:12 að koma að því borði með opinn hug

og tilbúnir til viðræðna. Markmið umbótasamtalsins er skýrt, það er að starfsmenn og stofnun beri hag af því samtali. Vaktakerfin útfærð Niðurstaðan úr samtalinu var að skipaðir voru tveir vinnuhópar sem fengu það hlutverk að útfæra annarsvegar 12 klst. og hins vegar 8 klst. vaktakerfi sem myndi passa inn í hinn nýsamþykkta kjarasamning. Mikilvægt var að öll þau atriði sem í samningnum koma fram standist í nýja vaktakerfinu, þar með talið jafnan vaktahvata milli starfsmanna, sem er nýtt launatengt ákvæði. Hóparnir lögðu á sig mikla vinnu við að útfæra vaktakerfin. Mikið var um fundahöld og ýmis vaktakerfi sett upp. Hugmyndir að vaktakerfum voru lögð fyrir innleiðinganefnd ríkisins en allt kom fyrir ekki. Eftir þó nokkuð japl, jaml og fuður kom í ljós að ekki var til staðar vilji innleiðinganefndarinnar til þess að

Menntun skapar tækifæri

C

M

Y

CM

Ríkismennt styrkir starfsmenntun beint til stofnana ríkisins á landsbyggðinni

MY

Sjóðurinn veitir styrki í fræðsluverkefni á vegum stéttarfélaganna.

CY

CMY

Sjóðurinn veitir styrki til einstaklinga og sjá stéttarfélögin um afgreiðslu þeirra í umboði Ríkismenntar.

K

Kynntu þér rétt þinn á www.rikismennt.is

Ríkismennt Guðrúnartún 1 • 105 Reykjavík • Sími 599 1450 • rikismennt@rikismennt.is

16

Á vakt fyrir Ísland


láta hreint 12 tíma kerfi passa inn í vaktahvatafyrirkomulagið sem samið hafði verið um í kjarasamningnum. Þar með breyttist áhersla hópanna nokkuð. Hópurinn sem ætlaði sér að útfæra 12 tíma kerfi einbeitti sér að útfærslu á blönduðu 12 og 8 tíma föstu vaktakerfi. Hinn hópurinn skoðaði útfærslu á fljótandi 12 og 8 tíma kerfi. Kosið um vaktakerfin Hóparnir kynntu svo niðurstöður sínar fyrir starfsmönnum. Var síðan gengið til kosninga og að þeim loknum lágu afgerandi niðurstöður fyrir. Fyrir valinu varð fast 8 og 12 tíma kerfi, sem stundum er nefnt ,,löggukerfið“ sem á uppruna sinn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Kerfið virkar þannig að alla virka daga standa starfsmenn 8 tíma vaktir frá

Selma Friðriksdóttir og Sigurjón Bergsson

07:00-15:00, 15:00-23:00 og 23:0007:00. Um helgar eru fjórar 12 tíma vaktir frá laugardagsmorgni til mánudagsmorguns, frá 07:00-19:00 og 19:00-07:00. Um það bil sex mánuðum eftir að nýja vaktakerfið var tekið í notkun gerðu fulltrúar LSS hjá HSU könnun meðal starfsmanna. Niðurstöður þeirrar

rannsóknar voru ótvíræðar, mikill meirihluti starfsmanna var ánægður með nýtt vaktakerfi og samspil þess við fjölskyldulíf og áhugamál sem starfsmenn telja sig hafa meiri tíma til þess að sinna með nýju kerfi. Lykilorðið í styttingu vinnuvikunnar er umbótasamtal og til þess að nýta það sem best er mikilvægt að það fari fram með opnum hug beggja samningsaðila. Við höfum öll það markmið að gera góða vinnustaði ennþá betri. Öll viljum við einnig að okkur líði betur í vinnunni og fáum þau laun sem um hefur verið samið og að laun séu í samræmi við ábyrgð og áhættu sem oft fylgir okkar starfi. Baráttukveðjur, Sigurjón Bergsson og Selma Friðriksdóttir fulltrúar LSS hjá HSU

Á vakt fyrir Ísland

17


Með eldgos

í bakgarðinum! Slökkviliðsstjórinn í Grindavík lýsir starfi viðbragðsaðila í gosinu á Reykjanesi

„Þetta byrjaði allt daginn eftir þorrablótið í Grindavík. Þá byrjaði landris og jarðskjálftar. Nokkrum vikum seinna sátum við hjónin heima með nokkum góðum vinum þegar ég fæ hringingu frá vini mínum honum Boga Adolfssyni formanni björgunarsveitarinnar Þorbjörns, þar sem við búum efst í bænum þá vissi hann hvert útsýnið væri frá okkar húsi en þá hafði hann fengið ábendingu frá íbúa um bjarma í áttina að Fagradalsfjalli og bað mig að staðfesta hvort ég sæi bjarma sem reyndist vera. Bjarma sem við héldum fyrst að væri ljósin í Vogunum. Svo áttuðum við okkur á því að það væri komið eldgos í bakgarðinum. Það er ekki oft sem maður getur horft á eldgos út um eldhúsgluggann.” Þetta segir Einar Sveinn Jónsson sem tók við starfi slökkviliðsstjóra í Grindavík 1. desember í fyrra.

Jarðskjálftarnir góður undirbúningur

Jarðskjálftahrinan sem var undanfari gossins í fyrra gerði það að verkum að allir viðbragðsaðilar á svæðinu voru vel undirbúnir. Það var búið að fara yfir og uppfæra viðbragðs- og rýmingaráætlanir hjá fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu en hins vegar hafði enginn gert ráð fyrir öllum þeim fjölda fólks sem vildi fara að gosstöðvunum. Það hafi ekki verið gerð nein áætlun hvað þetta varðaði og skapaði tölverð vandræði í upphafi sem tókst svo að koma böndum á. Einar segir að skjálftatíminn hafi verið heimafólkinu erfiður, sérstaklega fólki af erlendu bergi sem ekki þekkir til svona jarðhræringa. „Auðvitað verður fólk smeykt,“ segir Einar. Hann sjálfur er fjölskyldumaður með konu og fjögur börn sem voru róleg og yfirveguð á með á gosinu stóð. Hann segir að stórfjölskyldan hans á Dalvík hafi haft meiri áhyggjur af ástandinu en hans eigin kjarnafjölskylda í Grindavík.

Anað í óvissuna

„Á einni nóttu breyttist Grindavík úr litlu friðsælu sjávarþorpi í einn fjölmennasta ferðamannastað landsins. Það vildu allir sjá gosið sem sérfræðingar héldu að myndi standa stutt yfir.

18

Á vakt fyrir Ísland

Það var gífurlegt álag á alla viðbragðsaðila fyrstu vikurnar. Það var myrkur, kalt og frost. Helst vildi fólk koma um og eftir miðnættið, því þá var gosið tilkomumest. Því miður varð töluvert af slysum enda ekki allir vanir að fara í fjallgöngur. Aðgengið að fjallinu var erfitt, sérstaklega í byrjun og það gat tekið okkur upp í klukkutíma að skrölta á bílnum upp á fjallið til þess að ná í þann slasaða. Flest slysin urðu á kvöldin og nóttunni. Þetta var


mikil áskorun og auðvitað þurftum við líka að passa eigið öryggi. Þarna var gasmengun og önnur hætta. En samstarfið við Björgunarsveitina Þorbjörn og lögregluna var algjörlega til fyrirmyndar. Þetta gekk eiginlega ótrúlega vel, enda þéttur hópur sem stóð að þessu verkefni, þvert á fagaðila.“

sumarbyrjun og menn mun rólegri yfir því sem kann að gerast. Það er búið að vinna grunnvinnuna. Einar segir að það séu ekki mörg sveitarfélög á landinu sem eru með uppfærða viðbragðs- og rýmingaráætlun árlega eins er í Grindavík og svæðinu í kring.

„Flest slysin urðu í brekkunum upp við gosstöðvarnar og þá þurftum við að fá aðstoð björgunarsveitarinnar til þess að komast upp torfærar slóðirnar. Mest var um ökklabrot þegar fólk var að fara niður. Tölverð áskorun var svo að flytja slasað fólk niður troðningana. Hver túr gat tekið upp í fjóra tíma þegar allt er tekið með, ferðin upp, flutningurinn niður og akstur á sjúkrahús í Keflavík eða Reykjavík. Svo var maður kannski nýkominn heim þegar nýtt útkall kom. Þetta lenti á þeim sem stóðu bakvaktina á hverjum tíma. Þetta reyndi tölvert á að vera upp á fjalli kannski fimm nætur af sjö og sinna svo sinni aðalvinnu á daginn. En í huganum er þetta afar krefjandi og skemmtilegur tími,” segir Einar. Einar Sveinn Jónsson

Sérfræðingurinn Gróa á Leiti

Einar segir það ótrúlegt hve margir voru illa búnir þegar þeir lögðu á fjallið. „Það var eins og sumir væru að fara út að skemmta sér á föstudagskvöldi og ákváðu að koma aðeins við á gosstöðvunum. Að kíkja á gosið á leið á barinn! Sumir voru í stutterma bolum og á inniskónum. Þarna komu ferðamenn sem voru á leiðinni út að borða, konur í pels og karlar í jakkafötum. Fólk var með kornabörn í pokum á bakinu í frostinu. Fólk sem vildi taka myndir af hestinum sínum við gosstöðvarnar og fólk sem vildi láta gefa sig saman við glóandi hraunjaðarinn.“ Að mati Einars efldi gosið samstarf viðbragðsaðila á svæðinu og þétti hópinn mikið, lögreglu, björgunarsveitir og slökkvilið. Hann segir samstarfið einstakt. Menn eru miklu yfirvegaðri í þessari nýju jarðaskjálftahrinu sem hefur staðið yfir nú í

Slökkviliðsstjórinn segir alla í Grindavík orðna langþreytta á jarðskjálftum. En það sem angrar hann mest þessa dagana er óvandaður fréttaflutningur, þar sem svokallaðir sérfræðingar berja sér á brjóst með alls konar yfirlýsingum og spám um hvað geti gerst í næsta gosi. Hann tekur fram að þetta eigi ekki við um sérfræðinga Veðurstofunnar. Þeir vandi sig og sinni sínu starfi af ábyrgð. „Íbúarnir í Grindavík vilja ekki óvandaðan fréttaflutning. Þeir vilja bara fá sannleikann, en ekki einhverjar upphrópanir frá svokölluðum sérfræðingum sem eru að spá heimsenda. Við þurfum ekkert svoleiðis. Óvandaður fréttaflutningur angrar heimafólkið. Íslensk fréttamennska snýst sífellt meira um klikkin á netinu. Krassandi fyrirsagnir laða til sín klikk. Þeir sem skrifa svona fréttir gera sér augljóslega ekki grein fyrir áhrifunum á íbúana. Auðvitað á ekki að fela neitt en þá má heldur ekki kynda undir,“ segir Einar.

Óvissa og upplýsingar

Einar segir að viðbragðsaðilar á svæðinu leggi áherslu á að halda heimafólkinu upplýstu. Þeir héldu íbúafund fljótlega eftir að jarðskjálfahrinan hófst í maí í ár og þar var talað opinskátt um ástandið. Óvissan er alltaf slæm. Hann segir að heimamenn séu orðnir ansi vel menntaðir í jarðfræði og viti allt um kvikuhólf og jarðris svo eitt-hvað sé nefnt. Hann segir að þeir sem hafi Á vakt fyrir Ísland

19


mestar áhyggjurnar sé barnafólkið sem vinnur utanbæjar. Það hefur áhyggjur af börnunum ef kæmi til skyndilegrar rýmingar á svæðinu. Það eru margir í þessum aðstæðum enda er Grindavík að verða nokkurs konar úthverfi Reykjavíkur eins og Selfoss, Hveragerði og Akranes. Hann bætir svo við að ástandið hafi ekki haft nein áhrif á fasteignaverð og fólk sé að kaupa sér eignir þarna og flytja til bæjarins, enda góður staður að vera á. Sumir búi við snjóflóðahættu, aðrir við aurskriðuhættu. Grindvíkingar búi á jarðskjálftasvæði en íbúarnir bera virðingu fyrir náttúrunni þar sem það getur komið gos á morgun, eftir hundrað ár eða tvö hundruð ár.

Áratuga reynsla

Einar byrjaði feril sinn í viðbragðsgeiranum hjá björgunarsveitinni á Dalvík 1989 og svo hjá slökkviliðinu á Dalvík frá árinu 1993 til 2000, nokkur ár í Hjálparsveit skáta í Kópavogi. Síðan gekk hann til liðs við slökkviliðið í Grindavík árið 2002 og byrjaði svo að starfa í sjúkraflutningum 2011. Í gosbyrjun var Einar í hlutastarfi sem sjúkraflutningamaður hjá Brunavörnum Suðurnesja. Sjúkraflutningar í Grindavík eru mannaðir í hlutastarfi, sex manns, tveir í einu, allan sólarhringinn viku í senn, þriðju hverja viku. Einar segist hafa sótt um starf slökkviliðsstjórans óhikandi í kjölfar gossins 2021. Hann hafi viljað hafa áhrif og þá sé eina leiðin að taka ábyrgð. Hann segist hafa haft sterkar skoðanir á

NUTRILENK™ 20

Á vakt fyrir Ísland

hlutunum og tilbúinn að axla ábyrgð á óvissutímum eins og nú eru. Slökkvilið Grindavíkur samanstendur af tuttugu manna hópi. Menntunarstig hópsins er hátt og reynslan mikil, til dæmis eru síðustu fimm að klára sína menntun núna í vor. „Ég er sá eini sem er í fullu starfi á meðan aðrir mæta bara á æfingar og útköll. Þegar útkallið kemur mæta þeir í hús sem eru heima hverju sinni og sem hafa aðstæður til þess en í þessu felst engin bindingarskylda.“ „Þetta er ekki gallalaust fyrirkomulag og hlýtur að breytast í framtíðinni þar sem þjónustusvæðið okkar er stórt. Á svæðinu er að finna marga af helstu ferðamannastöðum landsins, stór fyrirtæki og mikilvæga innviði. Fjöldi íbúa á svæðinu eykst líka með hverju árinu. Í dag er þetta eins

og nokkurs konar Kiwanisklúbbur og þangað sækja menn í skemmtilegan félagsskap og áskorun frekar en að þeir líti á þetta sem vinnu,” segir Einar. Hann segir að álagið á mannskapinn hafi ekki verið mikið yfir gostímann. En við vorum með mannaða vakt fyrstu vikurnar upp við gosstöðvar og eins mönnuðum við vettvangsstjórn. Öll árin frá því að hann kom til Grindavíkur virki eins rólegur nætursvefn miðað við það sem gerðist eftir 19. mars 2021. En hvað segja börnin hans fjögur um að pabbi þeirra sé í þessu ábyrgðarmikla starfi? Einar segir að þau séu stolt af því. En þegar fjölskyldan ræddi umsókn hans um starfið, kom í ljós að það sem krökkunum þótti verst var að pabbi þeirra kæmi ekki með þeim ef svo ólíklega vildi til að það kæmi til rýmingar á bænum.


2017

2018

2019

2020

2021

Við tryggjum ánægðari viðskiptavini Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni fimmta árið í röð.

Á vakt fyrir Ísland

21


Verkstjóraábyrgð

– réttur starfsmanns til að segja nei t.d. við að fara inn í aðstæður sem hann telur lífsógnandi

Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt en fer oft á tíðum fram við mjög erfiðar og krefjandi aðstæður. Aðstæðurnar á vettvangi verkefnis eru oft þannig að fólk gerir allt sem í þeirra valdi stendur til að komast út úr aðstæðunum á meðan slökkviliðsmenn eru sendir inn í þær til björgunar. Í tengslum við þær hættulegu aðstæður sem slökkviliðsmenn geta þurft að vinna í geta vaknað spurningar um rétt slökkviliðsmanns til að neita skipun verkstjóra um að fara inn í lífsógnandi aðstæður. Koma þá til skoðunar réttindi og skyldur slökkviliðsmanna starfs síns vegna.

Hlutverk verkstjóra

Til að átta sig á boðvaldi verkstjóra og skyldu almennra starfsmanna til að hlíta fyrirmælum þeirra þarf að skoða hver er réttarstaða verkstjóra. Segja má að hún sé eins konar samblanda af réttarstöðu atvinnurekanda og launamanns. Verkstjóri hefur trúnaðarskyldum að gegna gagnvart atvinnurekanda og kemur fram fyrir hans hönd gagnvart starfsmönnum. Hann hefur stöðuumboð til ýmissa ráðstafana og eru skyldur hans gagnvart atvinnurekanda að ýmsu leyti meiri en annarra starfsmanna. Verkstjóri skal beita sér fyrir að starfsskilyrði innan þess starfssviðs sem hann stjórnar séu fullnægjandi að því er varðar aðbúnað, hollustuhætti og öryggi. Hann skal sjá um að þeim ráðstöfunum sem gerðar eru í því skyni sé framfylgt. Verði verkstjóri var við að einhver þau atriði sem leitt geta til hættu á slysum eða sjúkdómum séu fyrir hendi, skal hann tryggja að hættunni sé afstýrt. Verkstjóri er þannig fulltrúi atvinnurekanda á vinnustað og fer í daglegu starfi sínu með rétt hans til að stjórna verkum. Samhliða því hlýtur hann í raun að annast framkvæmd á ýmsum þáttum öryggismála sem atvinnurekanda/ fyrirtæki er skylt að sinna, s.s. fræðslu og þjálfun nýliða, viðeigandi meðferð varasamra efna, miðlun upplýsinga og tilkynningaskyldu.

22

Á vakt fyrir Ísland

stofna hvorki eigin lífi né annarra í tvísýnu.

Ábyrgð á vettvangi

Samkvæmt lögum um brunavarnir nr. 75/2000 hefur slökkviliðsstjóri eftirlit með öllum tækjum slökkviliðs og stjórnar slökkvistarfi við eldsvoða. Í reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013 skal slökkviliðsstjóri tryggja eins og framast er unnt að reykköfun sé skipulögð og framkvæmd þannig að heilsu og öryggi allra sem þátt taka í aðgerðinni sé ekki hætta búin. Agnar Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður á Fulltingi

Nauðsynlegt er því fyrir verkstjóra og atvinnurekanda að þekkja þær öryggisreglur sem í gildi eru og varða þau störf er hann stjórnar. Hlutverkið krefst bæði þekkingar, árvekni og myndugleika. Verkstjóri verður að tryggja örugg starfsskilyrði og tryggja að öryggisráðstöfunum sé framfylgt.

Staða almenns starfsmanns/ slökkviliðsmanns Slökkviliðsmenn eru opinberir starfsmenn og gilda ákvæði laga um opinbera starfsmenn nr. 70/1996 um þá. Kemur skýrt fram í lögunum að starfsmanni ber að hlýða löglegum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. Einnig hvíla skyldur á slökkviliðsmönnum skv. reglugerð um reykköfun nr. 1088/2013. Þar segir m.a. að reykkafari að störfum skal ætíð vera meðvitaður um að ákvarðanir sem hann tekur og aðgerðir sem hann framkvæmir meðan á reykköfun stendur hafa eða geta haft áhrif á hans eigið öryggi sem og öryggi starfsfélaga hans. Reykkafari skal fyrir reykköfun fullvissa sig um að reykköfunarbúnaður hans sé í lagi. Skal hann ætíð fara eftir fyrirmælum stjórnanda reykkafara og skrá sérhverja reykköfun eins og nánar greinir í 19. gr. reglugerðarinnar. Þá ber slökkviliðsmanni við lífshættuleg skilyrði ávallt að gæta þess að

Þá kemur fram í 17. gr. reglugerðarinnar að stjórnandi reykkafara hafi umsjón með þeim reykköfurum sem tilheyra hans teymi við tiltekna reykköfun og leiðir framkvæmd reykköfunarinnar undir yfirumsjón stjórnanda á vettvangi. Hann skal sjá til þess að unnið sé eftir reykköfunaráætlun og að öryggisreglur séu haldnar. Hann skal yfirfara búnað reykkafara áður en þeir reykkafa.

Varðstjórar

Varðstjórar hjá slökkviliðinu eru stjórnendur og fara með daglegt leiðtoga- og verkstjórnarhlutverk innan slökkviliðsins. Hafa þeir á höndum mannaforráð og bera verkstjóraábyrgð á sinni starfsstöð. Hlutverk þeirra er margþætt og fara þeir m.a. með stjórnun á vettvangi útkalls í umboði slökkviliðsstjóra.

Fortakslaus hlýðniskylda?

Í ljósi hlýðniskyldu slökkviliðsmanna geta komið upp álitaefni hvar mörkin liggja milli þess að starfsmanni ber að fara að skipunum yfirboðara sinna og hvort og þá við hvaða aðstæður hann getur neitað því að fara að skipununum. Kemur einnig til skoðunar hvaða afleiðingar það getur haft fyrir hann að gera það ekki. Við mat á því er óhjákvæmilegt að hafa í huga að aðstæður á vettvangi eru krefjandi, geta verið mjög hættulegar og lífsógnandi og þ.a.l. krafist þess að ákvarðanir séu teknar hratt.


Auk þeirra reglna sem að framan eru nefndar þarf einnig að hafa hliðsjón af markmiði og verndarandlagi laga um brunavarnir nr. 75/2000, sem er að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir. Til að gera sér í hugarlund við hvaða aðstæður gæti reynt á hvenær starfsmaður geti neitað að fara inn í aðstæður má skoða eftirfarandi mál.

Dómur Landsréttar frá 13. desember 2019 í máli nr. 580/2019 – Bruninn að Kirkjuvegi 18 á Selfossi

Í dómi Landsréttar er aðstæðum á vettvangi lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrsta slökkviliðsbifreið mun hafa komið á vettvang kl. 16:00 og kemur fram í dagbók Brunavarna Árnessýslu að það mikill eldur hafi verið í húsinu að ekki hafi verið hægt að senda reykkafara inn. Stigi hafi verið reistur við gafl hússins og rúða brotin en litur reyksins og kraftur hafi verið svo mikill að ekki hafi verið möguleiki á að fara inn. Hafi hiti innandyra mælst meira en 150°C með IR vél og ekki hafi verið hægt að sjá hvort fólk væri innandyra.“ Í þessu tilviki má vera ljóst að starfsmaður hefði getað neitað að fara inn í aðstæður.

Eldur í frystiskipinu Fernöndu 30. október 2013 – skýrsla RNS nr. 155/13 Í skýrslu rannsóknarnefndar um málið kemur eftirfarandi fram:

„TF-GNÁ kom að flutningaskipinu kl. 14:35 og TF-LÍF skömmu síðar. Skipverjar höfðu þá yfirgefið íbúðarými og voru á þilfari. Vel tókst að bjarga öllum frá borði í þyrlurnar og var flogið með skipverjana til Reykjavíkur.” „Þann 31. október fóru fimm varðskipsog slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um borð í Fernanda með aðstoð þyrlu til að undirbúa skipið til að draga það til hafnar. Eldur var þá ennþá í skipinu.” Hér má velta fyrir sér hvort forsvaranlegt hefði verið að senda slökkviliðsmenn um borð í brennandi skip sem var mannlaust og hvort starfsmaður hefði getað neitað því að fara um borð. Sprengjuhætta var talin stafa af skipinu sem var dregið úr Hafnarfjarðarhöfn svo að um stórhættulegar aðstæður var að ræða. Hins vegar varð enginn skaði af björgunaraðgerðunum í það skipti.

Bruninn að Miðhrauni 4 í Garðabæ 5. apríl 2018

Í skýrslu Mannvirkjastofnunar um brunann kemur fram í kafla 5.6 að slys hafi orðið á reykkafara sem datt niður um hæð. Tilgangur reykköfunar var að kanna möguleikann á að því að bjarga tölvu með mikilvægum gögnum. Tölvan var á 2. hæð hússins. Reykkafarinn opnaði hurð og féll niður á næstu hæð. Hann bjargaði sjálfum sér með því að klifra upp slönguna sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Reykkafarateymin voru fjarskiptalaus.

Í skýrslunni er það talið umhugsunarvert að senda reykkafara inn í byggingu þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða. Mikill reykur hafi verið á efri hæðinni og hiti mikill þegar reykkafarar lögðu til atlögu til að bjarga tölvu með mikilvægum upplýsingum. Í húsinu var reyndar búið að gera breytingar sem ekki sáust á teikningum og það getur hafa ruglað bæði stjórnendur og reykkafara segir í skýrslunni.

Afleiðingar rangra ákvarðana?

Öllum ákvörðunum í starfi fylgir ábyrgð og kemur þá til skoðunar hvaða afleiðingar það geti varðað að ákvörðun slökkviliðsstjóra eða verkstjóra byggist á röngu mati. Geta slíkar ákvarðandi bakað slökkviliðsstjóra skaðabótaábyrgð á því tjóni sem rekja má til ákvörðunarinnar. Í alvarlegustu tilvikunum getur það bakað þeim refsiábyrgð. Reynist mat slökkviliðsmanns rangt sem hann byggir ákvörðun sína á að hlíta ekki skipunum getur hann fengið skriflega áminningu skv. 21. gr. laga um opinbera starfsmenn nr. 70/1996, sem er undanfari uppsagnar úr starfi. Einnig getur það bakað slökkviliðsstjóra skaðabótaábyrgð á grundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð, þ.e. hann er ábyrgur fyrir tjóni sem starfsmenn hans valda í störfum sínum með saknæmum og ólögmætum hætti. Jafnframt getur starfsmaður í einhverjum tilvikum gerst sekur um brot á almennum hegningarlögum með því að neita að hlíta skipunum.

Á vakt fyrir Ísland

23


Hæfnigreining á starfi slökkviliðsmanna Starf slökkviliðsmanna er óeigingjarnt og ábyrgðarfullt starf í þágu samfélagsins. Meginviðfangsefni starfsins er að tryggja öryggi með fullnægjandi viðbúnaði við eldsvoðum, mengunaróhöppum, björgun fastklemmdra og öðrum björgunarstörfum. Slökkviliðsmenn sækja sér menntun á vegum Brunamálaskólans sem veitir þeim, sem og eldvarnaeftirlitsmönnum um land allt, tækifæri til að öðlast þá þekkingu, starfsþjálfun og endurmenntun sem nauðsynleg er vegna starfsins. Því er mikilvægt að skólinn bjóði upp á góða og aðgengilega menntun sem mætir þörfum slökkviliða landsins og tryggir slökkviliðsmönnum aðgengi að nútímalegu námsefni sem er uppfært reglulega í takt við breytingar og nýjungar á starfssviðinu. Í maí 2021 skipaði þáverandi félagsog barnamálaráðherra starfshóp um málefni Brunamálaskólans. Starfshópnum var falið það verkefni að móta framtíðarsýn og stefnu Brunamálaskólans, endurskrifa reglugerð um skólann, sem og að huga að tengingu hans við almenna skólakerfið. Hóp-

24

Á vakt fyrir Ísland

urinn var skipaður fulltrúum Húnæðisog mannvirkjastofnunar, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félagi slökkviliðsstjóra, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, félagsog barnamálaráðuneytinu og menntaog menningarmálaráðuneytinu. Í gegnum árin hafa komið fram óskir um að efla nám slökkviliðsmanna og koma því á þann stað að það fáist metið til áframhaldandi náms. Meðal annars hefur verið óskað eftir því að koma náminu inn til Menntamálastofnunar og var það einn af inngangspunktum starfshópsins. Fljótlega kom í ljós að færsla náms slökkviliðsmanna til Menntamálastofnunar er ekki jafn einfalt og í fyrstu var talið. Þar má meðal annars nefna að leyfisbréfs kennara er krafist innan menntastofnana og fækkar því umtalsvert í þeim hópi leiðbeinenda sem myndu teljast hæfir til kennslu námsins. Af þeim sökum var tekin sú ákvörðun að láta hæfnigreina starf slökkviliðsmanna til að auðvelda mat á náminu inn í menntakerfið.

Framkvæmd hæfnigreiningar Starfshópurinn leitaði til Fræðslumið-

stöðvar atvinnulífsins (FA) til að annast greiningu á starfi slökkviliðsmanna með það að markmiði að meta hvaða hæfni þurfi til að gegna starfinu. Slík greining kallast hæfnigreining og byggir á hæfniþáttum sem raðast á hæfniþrep. Hæfnigreiningar FA hafa reynst vel þar sem aðkoma atvinnulífs er hluti af ferlinu og hefur verið þróuð aðferð við að greina lykilhæfni starfa. Hæfniþættirnir sem FA notar koma frá kanadíska ráðgjafafyrirtækinu HRSG og lýsa á hlutlægan hátt mikilvægi hæfni fyrir atvinnulífið og hafa verið þýddir og aðlagaðir að íslenskum aðstæðum. Niðurstaða hæfnigreiningar er síðan útfærð í svonefndan starfaprófíl sem innheldur skilgreiningu á því starfi sem verið er að greina og hæfnikröfum sem til starfsins eru gerðar. Hæfnigreining fór þannig fram að skipaður var stýrihópur og í honum voru sömu aðilar og skipaðir höfðu verið í starfshópinn. Stýrihópurinn ásamt sérfræðingum FA skipulögðu síðan greiningarvinnuna og boðuðu 21 slökkviliðsmann til þátttöku á greiningarfundum frá mismunandi slökkviliðum landsins, bæði úr hópi almennra slökkviliðsmanna


og stjórnenda. Haldnir voru þrír fundir með greiningarhópnum, hver um sig þrjár klukkustundir, þar sem þátttakendur unnu við að skilgreina starfið (kjarna og viðfangsefni) og velja svo á milli fyrirfram skilgreindra upplýsinga, svokallaða hæfniþætti. Niðurstöður fundanna voru yfirfarnar og metnar af sérfræðingum FA og raðað á hæfniþrep og birtar í formi starfaprófíls. Almennt voru hæfniþættir fyrir starf slökkviliðsmanna á þrepi 3 miðað við hæfniramma um íslenska menntun samkvæmt ofangreindri töflu. Niðurstöðurnar munu síðan nýtast sem viðmið við gerð starfstengdrar námskrár Brunamálaskólans, uppbyggingu námsvísa og til að auðvelda tengingu á náminu inn í þrep menntakerfisins svo sem við raunfærnimat á móti viðmiðum starfsins. Þannig nýtist starfaprófíllinn sem mikilvægt gagn inn í vinnu starfshópsins og mun nýtast frekar við mótun á stefnu og framtíðarsýn skólans.

Í maí sl. fór svo fram hæfnigreining á starfi eldvarnaeftirlitsmanna og var ferlið byggt upp með samskonar hætti en í greiningarhópnum voru 12 eldvarnaeftirlitsmenn frá ólíkum slökkviliðum um land allt. Sérfræðingar FA eru nú að ljúka þeirri vinnu og meta niðurstöðurnar sem verða einnig birtar í formi starfaprófíls fyrir starf eldvarnaeftirlitsmanns von bráðar. Samtals fundaði starfshópur um málefni Brunamálaskólans í níu skipti á starfstímanum og sköpuðust góðar og gagnlegar umræður um starfsemi skólans. Til viðbótar hefur starfshópurinn tekið þátt í fundum vegna hæfnigreininga og hópurinn verið samstíga um meginmarkmið verkefnisins. Það er að efla menntun slökkviliðsmanna og gera þeim kleift að nýta þá þekkingu sem þeir sækja hjá Brunamálaskólanum til áframhaldandi náms og hefur sá möguleiki opnast með tilkomu starfaprófíla fyrir störf innan slökkviliða. Starfs-

hópur um málefni Brunamálaskólans var samstíga um niðurstöðurnar og hafa þær þegar verið sendar í áframhaldandi ferli hjá innviðaráðuneytinu. Vonir eru bundnar við að hægt verði að birta niðurstöðurnar opinberlega í framhaldi af því. Starfshópurinn vill þakka veittan stuðning og það aðhald sem hópurinn hefur fengið á starfstímanum og ítrekar að menntun slökkviliðsmanna verður ávallt tryggð þó að frekari stefnumótun og framtíðarsýn sé í farvatninu. Höldum áfram því samstarfi sem við höfum náð að byggja upp og gerum okkar besta til að þjóna okkar landi. Starfshópur um málefni Brunamálaskólans

Selfoss

TRAUSTUR BYGGINGARAÐILI SÍÐAN 1998

Kynntu þér byggingaraðilann Þegar fasteignakaup standa fyrir dyrum hugar þú að ótal atriðum. Þú reynir að velja söluaðila sem er traustsins verður, velur hentuga fjármögnunarleið og veltir fyrir þér kostum og göllum hverrsins, samgöngum, félagsþjónustu, skólaumhverr og ýmsu eiru. Þú vandar þig – enda er ákvörðunin um að kaupa fasteign með allra stærstu ákvörðunum sem einstaklingur tekur í líínu.

Bryggjuhverr

Gæðakerr Gæðakerr ÞG Verk verndar hagsmuni kaupenda en ávallt er gerð sameiginleg úttekt á hverri fasteign fyrir afhendingu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina byggt atvinnuhúsnæði sem hýsir margvíslega starfsemi. Sá sem byggir skiptir öllu máli – það er á þessum grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.

www.tgverk.is

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Á vakt fyrir Ísland

25


Ný slökkvistöð

í Vestmannaeyjum Þann 9. apríl sl. flutti Slökkvilið Vestmannaeyja formlega starfsemi sína í nýja og glæsilega slökkvistöð að Heiðarvegi 14 en daginn áður, þann 8. apríl, fór fram táknræn verktakavígsla á húsnæðinu. Formleg vígsla og opið hús er svo ráðgert að verði á Goslokahátíðinni í sumar. Nýja stöðin sem jafnframt er fyrsta eiginlega slökkvistöðin sem byggð er í Vestmannaeyjum er staðsteypt bygging, byggð við og tengd Þjónustumiðstöð Vestmannaeyjabæjar og er starfsmannaaðstaða s.s. móttaka, búningsaðstaða karla og kvenna, kaffistofa og skrifstofurými sameiginleg hjá þessum tveimur stofnunum. Starfsmannahlutinn er allur í austasta hluta eldra hússins og var sá hluti allur tekinn í gegn og endurbyggður á byggingartímanum og er í dag hinn glæsilegasti. Slökkvistöðin sjálf er svo rétt tæplega 600 m² að gólfflatarmáli og rúmar vel alla bíla og búnað liðsins en að auki eru þar líka fimm herbergi þar sem eru m.a. verkstæði, þvottaherbergi, geymsla, varaaflsrými og aðstaða fyrir sjúkraflutningamenn. Fyrir ofan herbergin er svo u.þ.b. 100 m² hæð með loftræstiherbergi, setustofu og nýrri aðstöðu fyrir Aðgerðastjórn almannavarna í Vestmannaeyjum. Í stöðinni er einnig fullkomið reyksogskerfi sem sér um að fjarlægja allan útblástur úr bifreiðunum þegar þær eru settar í gang innandyra. Skóflustunga var tekin þann 14. mars 2020 og hófust framkvæmdir strax í kjölfarið. Á sama tíma hófst Covid-19 faraldurinn á Íslandi fyrir alvöru og hefur fylgt okkur nánast allan verktímann.

26

Á vakt fyrir Ísland

Áhrifin á verkið urðu þó sem betur fer ekki mikil en þó einhver og þá helst á seinni stigum þegar vöruskortur og seinkun á afhendingu efnis frá birgjum fór að láta á sér kræla. Í hönnun og framkvæmd verksins var reynt eftir fremsta megni að hugsa fyrir öllum þeim þáttum sem þurfa að vera á svona vinnustað í dag, vera ekki að finna upp hjólið heldur nýta það sem við þekkjum og vitum að virkar auk þess sem sótt var í viskubrunna hjá öðrum slökkviliðsstjórum og eitt af því sem lögð var áhersla á var m.a. aukin vitund um hreinleika, þvottaaðstöðu (bæði fyrir menn og búnað) og aðskilnað milli hreinna og óhreinna rýma. Til samanburðar má nefna það að gamla stöðin sem við fluttum inn í árið 1964 var u.þ.b. 400 m² þar sem var einungis eitt salerni, ein handlaug og engar sturtur fyrir 30 manna lið. Starfsmannaaðstaðan var ein lítil kaffistofa, útkeyrsluhurðir voru þröngar og tækjasalurinn rúmaði ekki einu sinni öll tækin okkar, en körfubíllinn sem keyptur var 2018 var búinn að vera í geymslu á tveimur stöðum áður en hann fékk loksins sitt pláss á nýju stöðinni. Í dag er bara tækjasalurinn u.þ.b. 400 m² fyrir utan herbergi og alla starfsmannaaðstöðu svo að nú er heildaraðstaðan okkar með sameiginlegum rýmum rúmlega 1000 m². Útkoman að mati undirritaðs er að gríðarlega vel hafi tekist til og byggingin og aðstaðan öll sé til fyrirmyndar og að núna loksins séum við komnir inn í nútímann. Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri


Við klæðum slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn með stolti


EMS-ICELAND Instagram reikningnum EMS-ICELAND var hleypt af stokkunum nú á vordögum í kjölfar þess að ný stjórn fagdeildar sjúkraflutninga tók til starfa. Tilgangur hans er aðallega tvíþættur. Annarsvegar að vera grundvöllur fyrir fræðslu og fagleg málefni bráðaþjónustu á Íslandi og hins vegar að stuðla að aukinni samræmingu og sameiningu allra þeirra sem vinna að þeim málum, vítt og breitt um landið. Meðal annars er hugmyndin að senda reikninginn af stað um eyjuna. Frá manni til manns, starfsstöð til starfsstöðvar þar sem við getum kynnt og kynnst mismunandi umhverfi og fólki sem vinnur allt að sama göfuga markmiðinu. Það er von okkar að framtakinu verði tekið vel og muni nýtast okkur öllum til heilla. F.h. fagdeildar sjúkraflutninga Arnar Páll Gíslason

Golfmót LSS

2022

verður haldið 26. ágúst nk. Búið er að bóka golfvöllinn í Kiðjabergi Ræst verður út frá kl. 9:00 á öllum teigum

Stefnt er að hafa lokahófið á laugardeginum eftir keppni í leikunum. Skráning verður auglýst síðar. Golfbílar verða til taks fyrir þá sem vilja. Verðlaun fyrir efstu 3 í punktakeppni með forgjöf og 1 sæti í höggleik án forgjafar. Golfvöllur Golfklúbbs Kiðjabergs er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er um Suðurlandsveg í átt að Selfossi og þaðan sem leið liggur um Biskupstungnabraut, ekið er framhjá Kerinu og beygt til hægri veg 353 áður en komið er að Borg í Grímsnesi. Ekið er framhjá Hraunborgum. Þaðan er steinsnar að golfvellinum sem liggur í ægifögru landi með skemmtilegu útsýni og friðsæld í íslenskri náttúru eins og hún gerist best.

28

Á vakt fyrir Ísland


Of mikið sumar? Teva 121021

Flynise – 24 klukkustunda virkni við ofnæmi Flynise filmuhúðaðar töflur innihalda 5 mg af virka efninu deslóratadíni og er ofnæmislyf sem er ætlað til meðferðar á einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða. Flynise er ætlað fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri og er áhrifaríkt við að draga úr einkennum ofnæmiskvefs eins og hnerra, nefrennsli og kláða í nefi, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri góm. Lyfið er til inntöku og á að gleypa töfluna heila. Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi Actavis Group PTC ehf.


­ ­ ­

­ ­ ­

SAUÐÁRKRÓKI

• Sími 455 3000

steinull@ steinull.is

• www.steinull.is


Eldvarnagetraun LSS Eldvarnaátak LSS fór fram vikuna 19. - 26. nóvember sl. Formleg opnun Eldvarnaátaks Landssambands slökkviliðsog sjúkraflutningamanna hófst með heimsókn Slökkviliðs Borgarbyggðar í Grunnskóla Borgarness. Að jafnaði fer Eldvarnaátakið þannig fram að slökkviliðsmenn heimsækja skóla um land allt og ræða við börnin í 3. bekk um eldvarnir. Veirufaraldurinn kom nú víða í veg fyrir heimsóknir í skóla og sáu skólarnir í mörgum tilvikum sjálfir um fræðsluna að þessu sinni. Börnin fengu að sjá teiknimyndina um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Þau fengu eintak af handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins, endurskinsborða frá Neyðarlínunni, 112, og fleira. Þeim gafst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en svörum er nú skilað með rafrænum hætti á lsos.is/eldvarnaatak. Á 112 deginum afhenti LSS börnum verðlaun sem dregin voru út í Eldvarnagetraun LSS. Vegna Covid-19 var athöfnin tekin upp í húsnæði SHS í Skógarhlíð 14 og sýnd á 112 deginum á helstu vefmiðlum. Bjarni Ingimarsson varaformaður LSS afhenti verðlaunin ásamt vöskum starfsmönnum SHS.

Verðlaunahafarnir eru:

Alexander Guðmundsson........................ Anton Breki ............................................. Arnar Elí Valgeirsson............................... Ástrós Helga Guðjónsdóttir..................... Berglind Sara Erlingsdóttir....................... Bergur Breki Sveinsson........................... Birkir Leó Hjartarson................................ Birta Karen Bjarkadóttir........................... Bjartur Ingi Jónsson................................. Bóel Hildur Brynjarsdóttir......................... Egill Míó Jóhannesson............................ Elís Máni Larsson.................................... Eva Roberts............................................. Freyja Sól Jónsdóttir................................ Garðar Flygenring................................... Heba Rut Kristinsdóttir............................ Hrafn Sigmarsson.................................... Ísak Númi Ólafsson................................. Ísak Starri Örvarsson............................... Jóhann Axel Grétarsson.......................... Kristjana Salný Jónsdóttir........................ Kristófer Andri Karlsson........................... Laufey Svanbergsdóttir........................... Melkorka Margrét Skúladóttir.................. Rakel Birta Gunnarsdóttir........................ Sara Axelsdóttir....................................... Sara Björk Káradóttir............................... Snærún Hrafna Jónsdóttir....................... Stormur Elí Svansson.............................. Sunnefa Ósk Aronsdóttir......................... Tinna Ósk Pálsdóttir................................ Valgerður Friðriksdóttir............................

Mosfellsbær Akureyri Hafnarfjörður Borgarbyggð Kópavogur Keflavík Kópavogur Reykjavík Grenivík Norðurþing Snæfellsbær Höfn Hornafirði Selfoss Dalvík Hafnarfjörður Hveragerði Reykjavík Keflavík Vestmannaeyjar Reykjavík Fjarðabyggð Fjallabyggð Akranes Reykjavík Sauðárkrókur Seltjarnarnes Reykjavík Múlaþing Garðabær Blönduós Akureyri Reykjavík

Á vakt fyrir Ísland

31


Brunagátt - nýtt stjórntæki á sviði brunamála Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) kynnir til leiks nýtt stjórntæki á sviði brunamála sem opnað var fyrir slökkvilið landsins haustið 2021. Brunagáttinni er ætlað að auka stuðning við slökkviliðin með aðgangi að stafrænni lausn til utanumhalds á skilaskyldum upplýsingum með áreiðanlegum og öruggum hætti. Gáttin mun því nýtast sem mikilvægt stjórntæki á sviði brunamála og slökkviliða, bæði fyrir ríki og sveitarfélög, þar sem nú fyrst verður hægt að ná fram heildstæðri yfirsýn um stöðu slökkviliða á landsvísu. Í gáttinni verða m.a. upplýsingar um rekstur, tæki og búnað slökkviliða, mannskap, menntun og þjálfun slökkviliðsmanna, útköll ásamt eldvarnaeftirliti með fyrirhugaðri tengingu við Brunavörðinn.

Markmið Brunagáttarinnar:

• aðgangur að rafrænni lausn fyrir starfsemi slökkviliða vegna skila á upplýsingum til HMS • samræmdar og samanburðarhæfar upplýsingar um stöðu slökkviliða fyrir hvert starfssvæði, sem og á landsvísu • upplýsingarnar munu nýtast við gerð stafrænna brunavarnaáætlana, sem verða ekki lengur á skýrsluformi

32

Á vakt fyrir Ísland

heldur stafrænu formi með áherslu á tölulegar upplýsingar • yfirsýn yfir stöðu slökkviliða fyrir landið í heild sinni • eitt stjórntæki fyrir allan rekstur slökkviliða

Áfangar og næstu skref

Hönnun og þróun Brunagáttarinnar er umfangsmikið verkefni og verður gáttin því innleidd í áföngum. Í fyrstu var opnað fyrir mælaborð útkallsskýrslna með tengingu á gáttinni við útkallsskýrslugrunn Neyðarlínunnar (Bjargir) og er nú hægt að kalla fram með auðveldum hætti upplýsingar um útkallsstarfsemi slökkviliða eftir tegund og forgangi útkalla, staðsetningu og aðgerðum slökkviliða. Í næsta áfanga var opnað fyrir búnað og tæki slökkviliða og er því hægt að sjá hver afkastageta slökkviliða er, s.s. dælugeta og hvort nægjanlegur tækjabúnaður sé fyrir hendi, hvort heldur er fyrir starfssvæði eða landið í heild. Þá var í apríl sl. opnað fyrir þriðja áfangann sem er í innleiðingarferli hjá slökkviliðunum og varðar slökkviliðsmenn. Þannig verður nú hægt að halda utan um

starfsfyrirkomulag slökkviliðsmanna, æfinga- og reykköfunartíma, auk þess sem upplýsingar um menntun verða þar aðgengilegar. Til viðbótar verður slökkviliðsstjóra kleift að skrá inn staðfestingar á læknisskoðun, þolog styrktarprófum ásamt öðrum réttindum slökkviliðsmanna. Í framtíðinni stendur jafnframt til að veita slökkviliðsmönnum aðgang að Brunagáttinni og geta þeir þá sótt upplýsingar um eigin menntun, prófskírteini, löggildingu, reykköfunarréttindi og annað sem við kemur slökkviliðsmanninum. Þá munu þeir einnig geta staðfest eigin reykköfunartíma á æfingum, haft yfirsýn yfir eigin reykköfun í útköllum ásamt því að geta skoðað þann búnað og tækjakost sem tilheyrir þeirra slökkviliði.

Framtíðarsýn til 2023

Hér má sjá mynd af framtíðarsýn Brunagáttarinnar til 2023 sem er skipt upp í verkefni og niður á ártöl. Myndin er birt með fyrirvara um breytingar enda er verkefnið í stöðugri þróun í samráði við slökkviliðin í landinu. Brunavarnasvið HMS


Við erum líka fólk !

Viljið þið ek ki tryg gja ok kur lík a? Vátrygging frá LLOYD’S fyrir börn frá 1 mánaða til 22ja ára BARNATRYGGINGAR

Tryggja ehf er stollt af því að hafa milligöngu um hóptryggingu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Kynntu þér málið á tryggja.is / 414 1999 / tryggja@tryggja.is


Námstefnan „Á vakt fyrir Ísland 2021“ Í skugga og óvissu covid-19 var „Á vakt fyrir Ísland 2021“ haldin. Undirbúningsvinna gekk eftir aðstæðum vel. Fundir voru eingöngu á Teams.

Í undirbúningsnefnd voru: Lárus Petersen og Sigurður Þór Elísson frá fagdeild slökkviliðsmanna, Birna Dröfn Birgisdóttir og Kristján Karlsson frá fagdeild sjúkraflutningamanna. Sverrir Örn Jónsson og Ómar Ómar Ágústsson komu svo sterkir inn á lokasprettinum, Jón Pétursson stýrði verkefninu. Þegar nær dró hausti 2021 voru aðstæður þannig að námstefna í raunheimum gæti orðið áhættusöm vegna smithættu, þetta var svolítið „jójó“ ástand. Loka-

34

Á vakt fyrir Ísland

niðurstaða varð námstefna bæði í raunheimum og í streymi. Fyrirlestrar voru fjölbreyttir og þóttu afar áhugaverðir, strax á fyrstu klukkustundu voru komnar fréttir í fjölmiðla frá viðburðinum. Að öllu óbreyttu verður „Á vakt fyrir Ísland 2023“ haldin 20. og 21.október 2023. Ekki seinna vænna að skrásetja í fílófaxið.

Bestu kveðjur, Jón Pétursson, Doktor Bruni slf. Námstefnustjóri „Á vakt fyrir Ísland“ Slökkviliðsmaður/neyðarflutningsmaður - Firefighter/EMT-I


Á vakt fyrir Ísland

35


Líf sem þú þarft ekki frí frá

Hvernig lítur það út? - Hvernig í ósköpunum skapar þú það? - Viltu prófa? Kæru ,,kollegar“ Mér þykir vænt um slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Mér finnst við að vissu leyti tilheyra sömu stétt. Meðan þið slökkvið raunverulega elda og bjargið fólki úr lífshættu vinn ég við að slökkva ,,eldana“ sem kvikna innra með fólki þegar það hefur keyrt á vegg og ýmist lent í kulnun eða örmögnun. Við ,,kollegarnir“ eigum það sameiginlegt að vilja koma í veg fyrir ,,brunann“ með góðri forvarnafræðslu. Streita er eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál 21. aldar. Í sinni einföldustu mynd er streita það ástand sem myndast í kjölfar þess að við rembumst eins og rjúpan við staurinn við að halda of mörgum boltum á lofti í einu – ergó: Erum undir of miklu álagi í alltof langan tíma. Sama streituviðbragð virkjast innra með okkur og ef við værum í raunverulegri lífshættu, líkt og ljón væri inni í herberginu okkar og þú þyrftir að ákveða á örskotsstundu hvort þú ætlaðir að berjast við ljónið eða flýja það. Hvort tveggja krefst mikillar orku frá þér. Lífsorka þín er verðmæt og ræður úrslitum um hvernig þér líður og vegnar í lífinu. Við komumst ekki áfram á tómum tanki en með skynsamlegri orkustjórnun má vinna gegn neikvæðum áhrifum af streitu og stuðla að jafnvægi til lengri tíma litið. Góðu fréttirnar eru þær að það er tiltölulega einfalt og ódýrt að verjast streitunni með fræðslu til forvarna. Tilgangur skrifa minna er annars vegar að deila með þér haldbærustu streituráðum mínum (H-in 5) og hins vegar að fjalla um lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun (S-in 5). Staðreyndin er nefnilega sú að aðeins annað hvort ykkar getur unnið: Þú eða streitan. Hver vinnur er alfarið undir þér komið. S-in 5: Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun Þú þekkir eflaust fjölda streituráða en hvers vegna virka þau ekki? Getur það verið vegna þess að þú hafir ekki enn tileinkað þér S-in 5 sem fela í sér lykilinn að árangursríkri streitustjórnun? Forsenda þess að streituráðin virki er að þú virkir S-in 5.

36

Á vakt fyrir Ísland

1. Stjórn

Aldís Arna Tryggvadóttir

Aldís Arna Tryggvadóttir er með vottun frá ICF, International Coaching Federation, sem PCC fagmarkþjálfi (e. Professional Certified Coach). Hún er með próf í viðskiptafræði, verðbréfamiðlun, frönsku, heilsueflingu og líkamsrækt. Í starfi sínu sem markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum starfar Aldís með einstaklingum, hópum, fjölskyldum og teymum. Hún er vinsæll fyrirlesari um árangursríka streitu- og vellíðunarstjórnun, markmiðasetningu, heilbrigði, hamingju og sátt. Þá er hún hópstjóri í viðbragðs- og áfallateymi Rauða krossins auk þess sem hún situr í fagstjórn markþjálfunar hjá Stjórnvísi.

VISSIR ÞÚ AÐ:

• 43% fullorðinna eru með heilsufarsvandamál tengd streitu

• 50% fólks upplifir kulnun einhvern tíma á lífsleiðinni

• 2/3 greiningar heimilislækna er að streita og álag sé orsök veikinda

• Streita hefur fylgni við sex helstu dauðaorsakir í heiminum:

1. Krabbamein 2. Hjarta- og æðasjúkdóma 3. Lungnasjúkdóma 4. Lifrarsjúkdóma 5. Slys 6. Sjálfsvíg

Til þess að hafa stjórn þarftu að taka stjórn. Þú myndir aldrei stíga inn í bíl, gefa bensínið í botn og halda ekki um stýrið, ekki satt? Það sama á við þegar við ákveðum að bera fulla og ótakmarkaða ábyrgð á eigin líðan og streitustigi. Það að taka stjórn snýst í rauninni um ákvörðun. Við getum oft velt hlutum lengi fyrir okkur og hugsað sem svo: ,,Ég verð að fara að gera eitthvað til að minnka streituna og bæta líðan mína“, en það er á aðeins einni sekúndu sem við tökum endanlega ákvörðun um breytingar. Til allrar hamingju hefur þú 86.400 sekúndur, ergó tækifæri á dag til að breyta til hins betra. Þegar þú ákveður að taka stjórn ertu um leið að lofa sjálfum þér að taka 100% ábyrgð á orku- og streitustigi þínu. Það þýðir að allt sem fer vel er þér að þakka og allt sem fer illa er þér einum um að kenna. Þú berð að sjálfsögðu einn ábyrgð á eigin heilsu en heilsa þín er ekki þitt einkamál vegna þess að það eru svo margir í lífi þínu sem elska þig og þú elskar. Þú vilt og þarft að vera til staðar fyrir fólkið sem stendur hjarta þínu næst.

2. Sjálfsþekking

Hversu vel þekkirðu þig? Með sjálfsrækt hefur þú tækifæri til þess að fjárfesta í sjálfum þér – verða mesti sérfræðingur veraldar í sjálfum þér. Þeir sem haldnir eru streitu eru yfirleitt duglegasta, samviskusamasta, metnaðarfyllsta, ábyrgðarfyllsta og ósérhlífnasta fólk samfélagsins. Fólkið sem aldrei stoppar heldur fer áfram á hnefanum og vill ekki fyrir sitt litla líf vera álitið latt eða að það sé ekki að ,,standa sig“. Athugaðu að við þurfum að hugsa þetta lengra því að við viljum að þú getir haldið heilsu ekki aðeins til skemmri tíma heldur til lengri tíma litið. Það er vitaskuld


vel í lagi að taka tarnir í lífinu og leggjast harðar á árarnar en það er ævinlega að því gefnu að þú gefir þér tíma til að hvíla þig þess á milli, eigir stund milli stríða. Orkumálaráðherra Streitustjórnuninni má líkja við það að verða sinn eigin orkumálaráðherra. Sem slíkur hefur þú þeim skyldum að gegna að vernda og efla lífsorkuna þína. Vertu með það á hreinu hvað gefur þér orku í lífinu og hvað rænir þig orku. Þitt hlutverk er að fjölga orkugjöfunum og fækka streituvöldunum – bera fulla ábyrgð á ,,orkubúskapnum“ þínum. Réttindin eru að sjálfsögðu jafnvægi, vellíðan og lífsgæði. Ég vinn ævinlega út frá einni einfaldri forsendu: Vellíðan er forsenda velgengni. Til þess að ganga vel í lífi, leik og starfi þarf þér að líða vel. Þú ert alltaf verðmætari manneskja, maki, foreldri, vinur, starfsmaður o.s.frv. þegar þér líður vel. Þess vegna er jafnvægi sannkallað lífsgæðaspursmál. Vellíðan snýst um að líða vel andlega, líkamlega og félagslega. Æskilegt er að spyrja sjálfan sig daglega: hvernig líður mér? Lærðu betur og betur inn á þig og líðan þína. Hvað eykur vellíðan og hvað dregur úr henni. Streitukortið Streitukortið er eitt aðalverkfæri okkar í Streituskólanum. Í því felst að þú farir í gegnum þrjú skref og spyrjir þig eftirfarandi spurninga: 1) Hvað stressar mig – hverjir eru helstu streituvaldarnir í lífi mínu? 2) Hvernig eru álagsviðbrögð mín – hvernig bregst ég við álagi? Hvaða tilfinningar brjótast út? 3) Streituvarnir – hvernig get ég betur en nokkru sinni fyrr varist streitunni? Í dæmaskyni mætti nefna að helsti streituvaldurinn sé að ná að klára öll þau verkefni sem þarf að ljúka í vinnunni fyrir sumarfrí og þér finnst ólíklegt að þú náir því. Þér finnst ósanngjarnt að sett séu fleiri verkefni á þig en vinnufélaga þína. Tilfinningaleg viðbrögð gætu verið kvíði, pirringur og gremja. Öllu ákjósanlegra væri að undirbúa þig, skoða skipulagið og forgangsraða. Skrifa niður þau verkefni sem þú einn getur sinnt og talað við yfirmann þinn um að deila ábyrgðinni á aðra þar sem því verður við komið.

það eitt hlutverk að gæta þess að þú lifir af. Honum er nokk sama um hvort þú ert hamingjusamur eður ei. Þar kemur hjartastöðin inn. Það er vita vonlaust að ætla sér að hætta að hugsa um stress með því að ýta því undir teppið og afneita vandanum. Ekki frekar en þú getur hugsað um annað en rauðan bíl þegar ég segi: ,,Ekki hugsa um rauðan bíl“. Þú ert að hugsa um rauðan bíl núna, ekki satt? Til þess að geta frekar hugsað á uppbyggilegan hátt skaltu sjá fyrir þér líf í jafnvægi – líf sem þú þarft ekki frí frá – draumsýn um jafnvægi, vellíðan og sátt. Um er að ræða nokkurs konar ,,ruðningsáhrif“. Þegar þú stækkar myndina af því sem þú vilt: líf í jafnvægi, minnkar myndin af áhyggjuríka og streitumikla lífinu. Hugur þinn getur aðeins hugsað um eina mynd í einu. Allt sem við veitum athygli vex og dafnar. Því er brýnt að vanda hugsanir sínar.

4. Skipulag

Við kunnum á gömlu góðu stundaskrána eða verkefnalistann. Hvort tveggja er gott og gilt. Sjálfri finnst mér best að setja alla ,,fundi“ inn í tölvupóstinn minn. Skapaðu pláss fyrir andlega, líkamlega og félagslega heilsu, líkt og þú værir að fara á fund. Andlegri heilsu væri vel sinnt með hugleiðslu, dagbókarskrifum, lestri og hlustun hljóðbóka, spakmæla, ljóða, hvatningarorða o.þ.h. Þú getur bætt félagslega heilsu með því að hringja í vin á leiðinni í vinnuna og rækta sambandið við fjölskyldu og vini. Líkamlega heilsu má bæta með ýmsum hætti. Það þarf ekki alltaf að hreyfa sig í 3 klst. til að hreyfingin geri sitt gagn. Gerðu það sem þú getur og mundu að það er ekki alltaf þetta mikla heldur líka þetta litla sem telur. Þú gætir skráð tvo ,,fundi“, annan fyrir hádegi og

þann seinni eftir hádegi þar sem þú t.d. gengur hringinn í kringum vinnustaðinn úti, skokkar fimm ferðir upp og niður stigann, tekur armbeygjur eða tjúttar við tónlist! Aðalatriðið er að finna eitthvað sem þér finnst gaman. Það er svo gaman þegar það er gaman!

5. Sjálfsagi

Sjálfsaginn er erfiðasti þáttur árangursríkrar streitustjórnunar. Segjum sem svo að einn liður í því að vinna sig aftur að jafnvægi sé að fara fyrr að sofa. Kvöld eitt stendur þú frammi fyrir því að félagarnir vilja fá þig með sér á djammið. Ef þú lætur það eftir þér ferðu of seint að sofa og seinkar vegferð þinni að jafnvægi. Ef þú beitir þig sjálfsaga stendur þú við loforðin sem þú gafst sjálfum þér, þakkar pent fyrir boðið en situr hjá að sinni. Þar með er ekki sagt að þú megir og ætlir aldrei aftur á djammið með þeim heldur bara á meðan þú ert að ná aftur hvíld og jafnvægi. Manstu – þú vilt duga til lengri tíma og þetta er leiðin til þess. H-in 5: Haldbærustu streituráðin Við streitustjórnun er árangursríkt að byrja á því að tileinka sér eftirfarandi streituráð í þessari röð. Gerir þú það er næsta víst að þú verðir aftur við stjórnvölinn og streitan lúti í lægra haldi fyrir þér. Í rauninni snýst streitustjórnun í grunninn um stýringu hormóna. Ég líki þessu við hormónabardagann mikla. Streituhormónið kortisól á í hatrammri baráttu við mótefnahormónin, hormónin sem vinna gegn streitu og stuðla að vellíðan. Hvaða hormón vinnur? Vitanlega það sem þú fóðrar. Þegar þú gefur mótefnahormónunum aukið vægi minnkar rýmið sem þú getur gefið streituhormóninu og smátt og smátt kemstu í æskilegt jafnvægi.

3. Sjónsköpun

Allt í heiminum er skapað tvisvar – líka möguleikar þínir á að auka hamingju þína, lífsgleði og lífsgæði. Heilinn hefur Á vakt fyrir Ísland

37


1. Hugarfar Hvernig má það vera að streita sé eitt alvarlegasta heilsufarsvandamál 21. aldar skv. Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization)? Við þekkjum klisjuna með kröfurnar og hraðann. Aðalatriðið er að streita virkjast við hugsanir. Því skiptir höfuðmáli að huga að huganum, huga að því hvernig þú hugsar. a) Veltu því fyrir þér hvort hugsanir þínar séu til þess fallnar að auka á streitustig þitt eða minnka það. Ef markmiðið er að minnka streitu er rétt að skoða hvort hugsunin sé gagnleg. Skjólstæðingum mínum líður misvel við að vera komnir í þá ,,stöðu“ að leita til streituráðgjafa. Sumir líta á það sem nokkurs konar endastöð eða ,,tortímingu“ en mér hugnast betur að bjóða þeim að sjá stöðu sína sem tækifæri til sjálfsræktar, tækifæri til að snúa við blaðinu og stuðla að vellíðan, velgengni og velsæld. b) Þegar þú hugsar ertu um leið að hlusta. Það sem þú hlustar á verður þinn veruleiki. Því skaltu gæta hugsana þinna því að hugsanir þínar verða að orðum. Gæta orða þinna því að orð þín verða að athöfnum. Gæta athafna þinna því að þær verða að venjum þínum. Gæta venja þinna því að þær skapa persónuleika þinn. Gæta að persónuleika þínum því að hann skapar örlög þín. c) Gott ráð er að skipta sagnorðunum verð, þarf, ætti og skyldi út fyrir vel og vil. Fyrri orðin eru til þess fallin að auka á streitustigið. Vel og vil minnka streitustigið. Athugaðu muninn á huga þínum og líkamsástandi þegar þú segir við sjálfan þig annars vegar: ,,Ég verð að taka til í bílskúrnum um helgina“ og hins vegar: ,,Ég vel að taka til í bílskúrnum um helgina“. Fyrri setninguna er ekki hægt að segja glaðlega og þá síðari er ekki hægt að segja á streituvaldandi hátt. Við getum ekki orðið streitt yfir því sem við viljum sannarlega og veljum. d) Eitt það fyrsta sem ég bið þig að gera er að standa með sjálfum þér í vegferðinni að aukinni vellíðan. Þú gætir sagt: ,,Áfram ég“ við sjálfan þig. Þú mátt alls ekki þvælast fyrir þér á vegferðinni eða rífast og skammast út í þig fyrir að vera illa út leikinn af streitunni. Það eyðir aðeins orku að óþörfu, orku sem þú þarft að nýta til uppbyggingarinnar.

38

Á vakt fyrir Ísland

Örhvíld snýst um að anda meðvitað rólega inn og róa kerfið. Gott er að telja upp á 3-5 á innöndun, pásu og útöndun. Hægt er að grípa til örhvíldar hvar og hvenær sem er: Á miðjum fundi, í umferðinni, biðröðinni í búðinni, í rifrildi o.s.frv. Heilahvíld tengist hamingjustundunum.

e) Áhrifahringurinn er einnig gagnlegt verkfæri. Innst er stjórn, það sem þú raunverulega getur stjórnað. Svo sem hvað þú lest, borðar, kýst, gerir, segir og hugsar. Í miðjunni er það sem þú getur haft áhrif á. Svo sem þyngd þín, geðheilsa, heilsufar, samskipti. Ysti hringurinn er áhyggjuhringurinn. Í hann fer það sem þú hefur enga stjórn á. Svo sem veðrið, hagkerfið, heimsfaraldur, annað fólk, stríð o.s.frv. Vandamálið í nútímasamfélagi er að við erum alltaf að rembast við að reyna að breyta því sem við höfum enga stjórn á! Hvort sem mér líkar það betur eða verr er ég 174 sm á hæð og það breytist ekki. Hvernig væri að verja orkunni í það sem ég raunverulega get haft áhrif á eða stjórnað? Hvernig liti orkustig þitt, líðan og líf þá út? Værirðu nær hinu langþráða jafnvægi? Lífi sem þú þyrftir ekki frí frá? 2. Hvíld Lyfseðlar hafa löngum sannað gildi sitt. Til þeirra þarf í sumum tilvikum að grípa tímabundið eða til lengri tíma. Ég var ákaflega glöð þegar læknar hófu að ávísa hreyfiseðlum og hvetja fólk til að lækna sig með aukinni hreyfingu. Við í Streituskólanum þurfum oft á tíðum að ávísa svokölluðum ,,hvíldarseðlum“. Í því felst að skilja við skjólstæðinga okkar með fullkomið og ótakmarkað leyfi til þess að hvíla sig eins mikið og kostur er meðan unnið er að jafnvægi. Hvíld getur verið margs konar. Næturhvíld snýst um að gæta þess að fá nægan svefn, fara snemma að sofa, sofa við opinn glugga, hafa myrkur í herberginu og geyma símann í eldhúsglugganum. Gott er að koma sér upp svefnrútínu og byrja að undirbúa huga sinn og líkama fyrir svefninn strax eftir kvöldmat, t.d. með því að dempa ljósin, fá sér te eða flóaða mjólk og horfa ekki á skjá a.m.k. 1 klst. fyrir svefn. Daghvíld felst í því að breyta aðeins um takt og taka sér pásu í miðju verki. T.d. að ganga hringinn í kringum vinnustaðinn, fara út í bíl og hlusta á eitt lag eða ganga á kaffistofuna og spjalla aðeins við vinnufélagana. Allt sem brýtur upp rútínuna.

3. Hamingjustundir Náinn samstarfsaðili orkumálaráðherra er gleðimálaráðherrann. Mér þykir allra vænst um hann því að hann ávísar ,,gleðiseðlum“. Til þess að gleðiseðillinn virki þarf að virkja hann. Hvernig? Með því að gera dag hvern eitthvað sem gleður þig, gefur þér eitthvað eða þér finnst gaman. Stundum höfum við tíma fyrir þriggja tíma fjallaferð með félaganum, öðrum stundum látum við þrjár mínútur duga við dúndrandi tónlist sem kemur þér í gott skap. Ekki láta þann dag líða að þú brosir ekki, hlæir eða gleðjist af einu eða öðru tilefni. 4. Hreyfing Mikið var ég glöð þegar læknar hófu að ávísa hreyfiseðlum. Hreyfing stuðlar að framleiðslu vellíðunarhormónsins endorfíns sem streymir um allan líkamann og minnkar í kjölfarið streitustig okkar. Hreyfing er þó ekki það sama og hreyfing. Þegar þú ert undir miklu álagi og streitu er ekki rétti tíminn til þess að fara út að hlaupa eins og þú eigir lífið að leysa, lyfta þungum lóðum eða gera æfingar af hámarksákefð (e. HIIT, High Intensity Interval Training). Það er vegna þess að við iðkun þeirra hækkarðu streituhormónið kortisól þegar þú þarft og vilt lækka það til að komast aftur í jafnvægi. Ákjósanlegra er því að synda, stunda jóga, ganga og taka pásur inn á milli, jafnvel setjast niður á bekkinn og dást að náttúrunni eða félagsskapnum. 5. Heilbrigði og hollusta Heilbrigð skynsemi segir okkur að gæta þess að borða næringarríkan mat, hlúa vel að svefni, sjálf þínu og samskiptum. Hlúðu að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu. Ég kalla þetta oft AFL-ið: Andleg + félagsleg + líkamleg heilsa. Gættu þess alla daga að hafa tíma fyrir heilbrigði þitt. Lokaorð Við hikum ekki við að fara til tannlæknis með tannpínu. Hikum ekki heldur við að leita til sérfræðinga til að vinna á streituog/eða sálarpínu hvers konar. Vegferðin að vellíðan getur verið einstaklega skemmtileg og markað nýtt og miklu betra upphaf að – lífi sem þú þarft ekki frí frá. Gangi þér ævinlega sem allra best.


Krabbameinsnefnd LSS Frá því síðasta blað kom út hafa ekki verið miklar breytingar eða framfarir í okkar málum er varða viðurkenningu ríkisvaldsins á krabbameini meðal slökkviliðsmanna. Við höfum þó verið í sambandi við lögfræðing BSRB sem situr í nefnd sem á að skilgreina hvaða starfsstéttir þarf séstaklega að taka fyrir í reglugerð ráðherra og áttum við fund með heilbrigðisráðherra til þess að óska eftir tækifæri á að kynna okkar málflutning betur. Við höldum enn í þá von að nefndin skili af sér jákvæðri niðurstöðu fyrir okkur og að ákveðin krabbamein meðal slökkviliðsmanna verði skilgreind sem atvinnusjúkdómur.

Á meðan við bíðum eftir niðurstöðu nefndarinnar þá getum við að sjálfsögðu hugsað um okkur sjálf, tileinkað okkur rétt vinnubrögð sem miða að því að lágmarka hættuna á að taka inn þau krabbameinsvaldandi efni sem má finna í reyk. Krabbameinsnefnd LSS gaf fyrir nokkrum árum út fræðslubækling, veggspjöld og myndbönd sem eiga að fræða slökkviliðsmenn um rétt vinnubrögð en þetta efni má nálgast á facebook síðu nefndarinnar „Slökkviliðsmenn gegn krabbameini” en einnig er hægt að hafa samband við LSS og óska eftir efni og upplýsingum um málefnið.

Þvottur á menguðum fatnaði

Okkur langar að nefna einn þátt sem hefur forvarnagildi fyrir okkur en það er varðandi þvott á menguðum fatnaði, þ.e. fatnaði sem hefur tekið í sig mengun frá brunavettvangi. Rannsóknir sýna að við vatnsþvott á eldgalla þá næst að þrífa burt um 50% af þeim eiturefnum sem sitja í gallanum og eftir 2-3 þvotta er komin jafnari dreifing eiturefna í allan eldgallann. Við getum svo gert ráð fyrir að svipað eigi við um annan fatnað þ.e. undirfatnað og því mikilvægt að allur mengaður fatnaður sé þveginn sér og ekki blandað við annan fatnað s.s. íþróttaföt, hversdagsklæðnað o.fl.

Krabbameinsskoðun styrkt

Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á sjóðum LSS til þess að stuðla að auknum forvörnum og aðstoð við þá félags-

Bjarni Ingimarsson og Borgar Valgeirsson

menn sem greinast með krabbamein. Breyting var m.a. gerð á reglum styrktarsjóðs LSS til þess að hvetja félagsmenn til að fara reglulega í skoðanir vegna tiltekinna krabbameina. Í 5. grein lið b í reglum styrktarsjóðs LSS segir: Sjóðfélagi sem hefur verið félagsmaður í 6 mánuði af síðustu 12 fær styrk til krabbameinsleitar vegna: • Maga-og vélindaspeglun allt að 20.000 kr. • Ristilspeglun allt að 20.000 kr. • Leg- og brjóstaskimun allt að 20.000 kr. • Blettaskoðun hjá húðlækni allt að 15.000 kr. Einnig er hægt að sækja um styrk í styrktarsjóð LSS en þar er hægt að fá eingreiðslu að upphæð 1.000.000 kr. en reglur sjóðsing byggja á þeim reglum sem eru í gildi um krabbamein meðal slökkviliðsmanna í Kanada. Fái félagsmaður ákveðin krabbamein og uppfyllir fjölda ára í starfi (mismunandi eftir krabbameinum) á hann rétt á þessari eingreiðslu en stjórn styrktarsjóðs tekur fyrir og metur hverja umsókn með tilliti til þessara þátta. Bjarni Ingimarsson Borgar Valgeirsson krabbameinsnefnd LSS

Við bjóðum upp á

heildarlausn fyrir þig eða þitt fyrirtæki h p g a m a r. i s

Á vakt fyrir Ísland

39


Starfsmenntasjóður LSS

Ágætu félagsmenn

Þegar þessi orð eru rituð hefur starfsmenntunarsjóður fundað þrisvar sinnum. Tveir úthlutunarfundir hafa verið haldnir á árinu og vinnufundur var haldinn í janúar og reglur sjóðsins yfirfarnar. Eitt af markmiðum sjóðsins er að vera í takt við aðra sjóði á landinu og var því ákveðið að yfirfara aðra sjóði á landinu til að sjá hvernig úthlutunarreglur okkar stæðu í samanburði við aðra sjóði. Fór undirritaður í rannsóknarvinnu ásamt Guðjóni Guðjónssyni meðstjórnanda mínum frá LSOS. Var horft í regluverk, hvernig og hvað aðrir sjóðir eru að styrkja og síðast en ekki síst styrkupphæðir. Óhætt er að segja að sjóðurinn stendur vel um þessar mundir og einnig var ánægjulegt eftir þessa yfirferð að sjá hvað við stöndum framarlega með þennan sjóð og hversu virkur hann er miðað við aðra sjóði sem við skoðuðum.

Breytingar

En alltaf er hægt að lagfæra og lögðum við í þá vinnu að einfalda regluverk, en sú vinna hefur reyndar staðið yfir á hverju ári. Einnig voru styrkupphæðir hækkaðar og tók það gildi ásamt nýjum reglum um síðustu áramót. Einnig vil ég þakka Ellisif Tinnu Víðisdóttur fyrir aðstoðina við að fara yfir reglur sjóðsins og lagfæringu á þeim en hún situr í stjórn sjóðsins fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga og hefur reynst okkur ómetanleg í þessari vinnu. Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun og umsóknarferlið í raun einfaldað. Geta félagsmenn sótt um styrki í gegnum „Mínar síður“. Þar sést hvað er styrkhæft og hvað félagsmaður á eftir af sínum styrk á hverju ári, einnig er þar hægt að senda inn fylgigögn samhliða umsókn. Við höfum aðeins átt í byrjendaörðugleikum þar, sérstaklega upphæðir sem voru rangar í byrjun en vonandi erum við komin fyrir það núna. Óhætt er að segja að árið 2022 byrji með krafti og er það ánægjulegt. Þegar þessi grein er rituð hefur góður hópur farið á eina ráðstefnu í Glasgow EMS. Svo er framundan eina stærsta sýning sem Íslendingar eru vanir að sækja eða Rauði haninn. En báðum þessum ráðstefnum hafði verið frestað síðustu tvö ár.

Uppsveifla í umsóknum

Undiritaður kíkti aðeins yfir tölfræði síðustu tveggja ára. Árið 2020 var frekar rólegt en þá var úthlutað úr sjóðnum 4.988.400 kr. Árið 2021 var mun virkara en þá var úthlutað 7.561.580 kr.

Styrktarsjóður LSS Undanfarin ár hefur umsóknum í Styrktarsjóð LSS fjölgað mikið og fögnum við því. Þrátt fyrir aukningu í úthlutun styrkja þá var sjóðurinn rekinn með hagnaði á síðasta tímabili og er varasjóður Styrktarsjóðsins að ná fyrri styrk. Samkomulag á milli LSS og SNS varðandi sálrænan stuðning var endurskoðað í byrjun árs 2022 og samkomulagi rift í núverandi mynd og eru úthlutanir vegna þess þáttar eins fyrir alla. Hins vegar var reglum breytt í tryggingasjóði þar sem vinnuveitendur geta sótt um sálrænan stuðning vegna stærri áfalla. Haldinn var fundur á meðal Styrktarsjóða aðildarfélaga BSRB og er þessi sjóður leiðandi varðandi greiðslur til forvarna andlegrar og líkamlegrar heilsu.

40

Á vakt fyrir Ísland

Eins og sjá má á þessum línuritum er mikill munur á milli ára. Hærri upphæðir og fleiri umsóknir. Sem fyrr er mest sótt í bráðatæknimenntun en einnig hefur aukist mikið að félagsmenn sæki endurmenntun í sjúkraflutningum. Ekki er sótt eins mikið af hálfu slökkviliða en sjóðurinn er með í skoðun að koma með innspýtingu í þann málaflokk. Sjóðurinn kom að ráðstefnunni „Á vakt fyrir Ísland“ sem er glæsileg ráðstefna sem er kominn til að vera og er það ánægjulegt. Einnig kom sjóðurinn að hlaðvarpi sem við teljum sé nauðsynlegt fyrir félagsmenn og í raun góð endurmenntun. Við horfum björtum augum til framtíðar þar sem ráðstefnur og sýningar aftur eru komnar á fullt og mikið að gerast í okkar menntunarmálum. Vil ég að lokum hvetja ykkur öll til að skoða nýju heimasíðuna og kynna ykkur nýtt umsóknarform. Fyrir hönd starfsmenntunarsjóðs Eyþór Rúnar Þórarinsson formaður Hér má sjá úthlutun sjóðsins á sl. þremur árum: Ár Heildarupphæð Fjöldi úthlutana 2019 36.463.424 464 2020 22.809.318 522 2021 26.336.396 540 Það var 3,4 % aukning í fjölda úthlutana til einstaklinga á milli ára. Helstu úthlutanir voru: líkamsrækt, fæðingarstyrkir, sjúkraþjálfun og tannlæknaviðgerðir. Við hvetjum alla félagsmenn LSS að kynna sér styrki sem eru í boði á heimasíðu félagsins: lsos.is Hægt er nú að sækja um og senda viðeigandi fylgiskjöl rafrænt í sjóðinn í gegnum „Mínar síður“ á heimasíðunni.


Akureyri

Orlofssjóður LSS

Orlofssjóður á tvær íbúðir á Akureyri, eina í Reykjavík og tvo bústaði í Munaðarnesi í Borgarfirði. LSS leigir í ár aftur íbúð á Spáni og geta félagsmenn farið inn á orlofssíðu félagsins: www.orlof.is/lsos og bókað það sem er laust. Íbúðin á Spáni er leigð til 1. nóvember 2022. Öll lán hjá sjóðnum voru greidd upp og er því orlofssjóður skuldlaus. Byggðir voru sólpallar á Akureyri og í Munaðarnesi. Einnig var ráðist í framkvæmdir í Munaðarnesi þar sem stofan var stækkuð í báðum bústöðum þar sem barnaherbergi var tekið niður. Einnig voru heitu pottarnir endurnýjaðir, nýtt parket sett og sjónvarp og húsgögn endurnýjuð. Stefnan er að stækka húsin í haust þegar smíðuð verður viðbygging þar sem þvottavél og þurrkari munu vera. Einnig verður ráðist í viðgerð á þaki áður en

Reykjavík

farið verður að fjárfesta í fleiri orlofsíbúðum. Orlofsnefnd hefur séð um viðhald og framkvæmdir á orlofshúsum LSS og endurnýjað búnað eftir þörfum og brugðist við ábendingum félagsmanna LSS. Lagt er upp með að upplifun félagsmanna sé með besta móti og að eignirnar séu nýttar af félagsmönnum LSS. Við vekjum athygli á því að hægt er að kaupa á niðursettu verði veiðikort, útilegukort og ferðaávísanir á orlofssíðu LSS. Sjóðurinn styrkir gistingu á tjaldsvæðum um allt að 20.000 kr. en skila verður inn nótum með nafni og kennitölu félagsmanns. Einnig styrkir sjóðurinn félagsmenn um 5.000 kr. fyrir áætlunarflug 1x á ári.

Umhverfis- og skipulagssvið

Á vakt fyrir Ísland

41


Sendum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum bestu kveðjur og óskir um velfarnað í starfi Reykjavík Bakarameistarinn................................................ Stigahlíð 45-47 Íslenski barinn.....................................................Ingólfsstræti 1a One systems Ísland ehf.......................................... Síðumúla 21 Premis ehf..........................................................Holtagörðum 10 Vélvík.................................................................... Höfðabakka 1 Keiluhöllin................................................................ Fossaleyni 1 Höfðakaffi ehf.........................................................Vagnhöfða 11 SM kvótaþing ehf................................................Tryggvagötu 11 Hagkaup...................................................................Skeifunni 15 E.S. Legal ehf..............................................Suðurlandsbraut 30 Reykjagarður............................................................ Fosshálsi 1 Smith og Norland hf..................................................... Nóatúni 4 BBA Fjeldco ehf.................................................... Skógarhlíð 12 Reykjavíkurborg......................................... Ráðhúsi Reykjavíkur Ginger slf................................................................. Síðumúla 17 Steinsmiðjan Rein ehf............................................ Viðarhöfða 1 Félag skipstjórnarmanna................................... Grensásvegi 13 Þór ehf......................................................................Krókhálsi 16 Íþróttabandalag Reykjavíkur....................................Engjavegi 6 Áman ................................................................... Tangarhöfða 2 Íslenski matarkjallarinn............................................ Aðalstræti 2 Hjartaheill - Landssamtök hjartasjúklinga................ Síðumúla 6 Landssamtök lífeyrissjóða ................................. Guðrúnartúni 1 Fjölbrautaskólinn við Ármúla...................................... Ármúla 12

Borgarnes Sigur-garðar...........................................................Laufskálum 2

Mosfellsbær Nonni Litli ehf..............................................................Þverholti 8

Þórshöfn Slökkvilið Langanesbyggðar..................................Fjarðarvegi 3

Kópavogur Eignarhaldsfél. Brunabótafél. Íslands................... Hlíðasmára 8 Tern Systems Inc.................................................Hlíðasmára 10 Vatnsvirkinn hf ............................................ Skemmuvegi 48-50 Scandinavian Tank Storage.................................. Hlíðasmára 4

Eskifjörður Slökkvitækjaþjón. Austurl. ehf............................Strandgötu 13a

Garðabær Krókur ehf.............................................................Suðurhrauni 3 Loftorka ehf ............................................................Miðhrauni 10 Hafnarfjörður Úthafsskip ehf.................................................Fjarðargötu 13-15 Markus Lifenet ehf..........................................Hvaleyrarbraut 27 Reykjanesbær Brunavarnir Suðurnesja......................................Hringbraut 125 Skólar ehf..................................................... Flugvallarbraut 752 Grindavík Þorbjörn hf............................................................Hafnargötu 12

Akranes Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðasveitar......Kalmannsvöllum 2 Eldvörn ehf.............................................................. Víðigrund 15 Reykhólar Þörungaverksmiðjan................................................. Reykhólum Grundarfjörður Grundarfjarðarbær v/slökkviliðs......................... Borgarbraut 16 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður...................................... Aðalstræti 12 Hvammstangi Húnaþing vestra v/slökkviliðs....................................Pósthólf 22 Blönduós Brunavarnir Austur-Húnvetninga................... Norðurlandsvegi 2 Akureyri Finnur ehf....................................................................... Óseyri 2 Malbikun Norðurlands................................................... Óseyri 2 Stefna ehf ..............................................................Glerárgötu 34 Grenivík Grýtubakkahreppur v/slökkviliðs................................ Túngötu 3

Vík Mýrdalshreppur v/slökkviliðs................................ Austurvegi 17 Kirkjubæjarklaustur Skaftárhreppur v/slökkviliðs...............................Klausturvegi 15 Selfoss Sveitarfélagið Árborg..........................Ráðhúsinu - Austurvegi 2


Yfir 25 ára reynsla á sviði búnaðar fyrir slökkvilið blásarar – dælur – froða - innrauðar myndavélar – námskeið one seven – sinu og skógarbrunabúnaður - skýrslukerfi slökkvibílar – slöngur - slönguþvottavélar - stútar - stigabílar tankbílar – undanfarar, - úðabyssur.

28 One Seven kerfi seld á Íslandi. Þekking, reynsla, þjónusta.

Nettir stigabílar frá Echelles Riffaud í Frakklandi Fáanlegir frá 18 til 42 metra björgunarhæð. Styðstu bílarnir og minnsti beygjuradíus á staðlaðar grindur. Hafðu samband og athugaðu hvort ég get aðstoðað. Daníel Halldórsson

• DAGA Fire & Rescue ehf. – Lyngbraut 2. - 806 Bláskógabyggð • Sími: 853 3243 – Netfang: daniel@daga.is - www.daga.is


Búnaður fyrir

viðbragðsaðila.

Dräger. Tækni fyrir lífið.


Articles inside

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.