1 minute read

Hornsteinn lagður sjá bls

Hornsteinn að lögreglustöðinni var lagður laugardaginn 1. júní 1963. Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri flutti ávarp við athöfnina og þakkaði sérstaklega tveimur mönnum. Þeim Bjarna Benediktssyni dóms– og kirkjumálaráðherra fyrir að hafa stutt byggingu hússins og Geir Hallgrímssyni borgarstjóra fyrir að hafa beitt sér fyrir því að lögreglan fengi lóðina við Hverfisgötu. Á efstu myndinni sést Ásgeir Ásgeirsson forseti ganga frá lögreglustöðinni eftir að hornsteinninn var lagður.

Lögreglustjóri og múrarameistari hússins standa hjá meðan forsetinn múrar hornstein lögreglustöðvarinnar (til vinstri). Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn innsiglar blýhólk, sem settur var í hornsteininn (að ofan). Og hér að neðan sést Lögreglukórinn taka lagið við athöfnina.

This article is from: