Fylgjan

Page 95

Mat á hríðum Það er löng hefð fyrir því að nota X-XX-XXX til að lýsa hríðum hér á landi en uppruni þessarar aðferðar er óljós. Heimildaleit árangurslaus og því spurning hvort þetta sé íslenskt fyrirbæri. Þó að X-in fyrirfinnist ekki í heimildum þá er víða talað um þrjá styrkleika hríða, m.a. í nýútkominni kennslubók Medforth, Battersby, Evans, March & Walker (2006). Vægar – X Lítillega spenntur legbotn sem gefur auðveldlega eftir þegar þrýst er á með fingurgómum Eðlilegar – XX Vel spenntur legbotn sem gefur ekki auðveldlega eftir þegar þrýst er á með fingurgómum Kröftugar – XXX Alveg harður legbotn sem gefur ekki eftir þegar þrýst er á með fingur­ gómum Í gömlum mæðraskrám kemur fram að X-in voru eingöngu hugsuð til þess að lýsa styrkleika hríðanna en hvorki lengd né tíðni. Með þessari aðferð, ásamt því að lýsa lengd hríða og tíðni með sekúndum og mínútum fæst hlutlægt mat og lýsing á hríðum sem ætti að gera matið áreiðanlegra. Sársaukaupplifun konunnar skiptir líka máli þegar verið er að meta hríðir og samdrætti. Þetta ætti að auðvelda kennslu og stuðla að samræmi í mati á hríðum. Í raun og veru er þetta ekki breyting á því sem verið hefur, einungis betur skilgreind hugtök og markvissari notkun á þeim. Anna Sigríður Vernharðsdóttir. Heimildir

Medforth, J., Battersby, S., Evans, M., March, B. & Walker, A. (2006). Oxford Handbook of Midwifery. New York, Oxford University Press. Vogler, J.H. (1993) First Stage of Labor. Í I.M. Bobak and M.D. Jensen (ritst) Maternity & Gynecologic Care (bls. 423-467). The Nurse and the Family. St. Louis, Mosby.

95


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.