Page 1

Hamingjuhรถllin

Laufรกsborg 1952-2012


Efnisyfirlit Laufásborg - Ljósið í Þingholtunum · · · · ·

1

Höll handa litlum Reykvíkingum

· · · · ·

2

Laufásborgarsöngvar · · · · · · ·

4

Hróskortin á Laufásborg

· · · · · ·

8

Bræður byggja hallir · · · · · · ·

9

· ·

14

Þórhildur Ólafsdóttir · · · · · · ·

16

Labbað á Laufásborg · · · · · · ·

18

Hver fattaði upp á Laufásborg? Saga handa börnum

Minningabrot um Laufásborg

20 · · · · ·

Kærleiksríkar konur á Laufásborg

· · · · ·

21

Átta ár á Laufásborg · · · · · · ·

23

Gaman að vinna á Laufásborg

26

· · · · · · · · ·

27

· · · · ·

29

· · · · · · ·

30

· · · · · · · ·

34

Á Laufásborg í pollabuxum með sjóhatt Vinkonur síðan á Laufásborg Ástríða í starfi Gullmolar

Lífsspeki Hjallastefnunnar

· · · · · ·

Hamingjuhöllin: Laufásborg 1952 - 2012 Ritstjóri: Björk Þorleifsdóttir Hönnun og uppsetning: Bergþóra Jónsdóttir Prófarkalestur: Helga K. Haraldsdóttir Myndir: Úr safni Laufásborgar, viðmælenda, Soffíu Valborgar Böðvarsdóttur, Barnavinafélagsins Sumargjafar, Morgunblaðsins og Hara. ©Laufásborg 2012

37


Laufásborg - Ljósið í Þingholtunum Kæru vinkonur og vinir. Það er okkur mikil gleði að geta fylgt þessu þakkarriti úr hlaði. Við sem stöndum að Laufásborg í dag erum stolt af því að halda upp á 60 ára afmæli elsku Laufásborgar og heiðra þessa miklu kvennasögu sem saga Laufásborgar er. Margt fólk hefur lagt hönd á plóg og viljum við þakka öllum þeim sem komu að þessu með okkur; foreldrum, börnunum okkar yndislegu, kennurum og Björk sagnfræðingi sem tók að sér að vinna þetta rit fyrir okkur. Og síðast en ekki síst nágrönnum okkar á Íslensku auglýsingastofunni sem gáfu okkur hönnun og prentun á afmælisboðskortinu. TAKK!

Þetta er ekki ítarlegt sagnfræðirit heldur þakkarrit til þeirra mörgu góðu kvenna sem unnið hafa í þágu fjölskyldna á Laufásborg og „föttuðu upp á Laufásborg“ eins og einn nemandi okkar orðaði svo skemmtilega. Eins völdum við að gera því nokkur skil þegar við byrjuðum að starfa eftir Hjallastefnunni á Laufásborg. Einu sinni Laufásborgari alltaf Laufásborgari. Kærleikskveðjur, Matthildur Laufey Hermannsdóttir & Jensína Edda Hermannsdóttir

3


Höll handa litlum reykvíkingum Þegar Laufásborg opnaði dyr sínar fyrir ungum Reykvíkingum þann 25. október 1952 fjölgaði plássum fyrir börn á leikskólum og dagheimilum í Reykjavík um helming. Á Laufásborg var pláss fyrir 150 börn, þar á meðal var rekin dagvöggustofa fyrir ungabörn en slíkt var nýlunda. Yngsta barnið sem dvalist hefur á Laufásborg var rétt um mánaðargamalt en ekki var óalgent að börn allt niður í þriggja mánaða væru á vöggustofunni.

Mikil þörf fyrir úrræði Á fimmta áratug síðustu aldar skapaðist mikil þörf fyrir úrræði í dagvistun barna í Reykjavík. Barnavinafélagið Sumargjöf sem hafði verið stofnað að undirlagi reykvískra kvenna á þriðja áratugnum rak dagheimilin Grænuborg, Barónsborg og Tjarnarborg en þörfin var gríðarleg fyrir fleiri dagvistarpláss. Samfélagsmynstrið hafði breyst, það var ekki lengur algilt að konur væru heima að sinna börnunum. Á fátækari heimilum var ein fyrirvinna oft ekki nóg og það sem meira var, einstæðum mæðrum hafði fjölgað. Flestar þessara kvenna höfðu ekki tök á því að vera heima með börnin - þær urðu að fara út á vinnumarkaðinn til þess að geta alið

4

önn fyrir börnunum sínum. Sumargjöf sinnti málaflokknum af bestu getu. Það máttu allir sækja um pláss á Borgunum fyrir börnin sín en meginreglan var að börn frá fátækari heimilum höfðu forgang. Á 25 ára afmæli Sumargjafar hófust samningar á milli borgarinnar og eigenda Laufásvegar 53-55 um kaup á húseignunum handa Sumargjöf en aðdragandi ákvörðunarinnar um einmitt þessi hús er rakin í annarri grein í þessu riti. Eftir að kaupin voru frágengin kostaði borgin þær lagfæringar sem þurfti til þess að Laufásborg yrði „fullkomnasta og smekklegasta“ dagheimili borgarinnar. En umsjón með þessum breytingum hafði Halldór Jónsson arkítekt, sem hafði búið í húsinu. Hönnunin var unnin í nánu samstarfi við Þórhildi Ólafsdóttur sem varð fyrsti leikskólastjóri Laufásborgar eins og rætt er á öðrum stað í ritinu, og Jónas B. Jónsson fræðslustjóra. Þegar skólinn opnaði var þörfin svo mikil að miklu fleiri börn voru tekin inn en nú þætti við hæfi.

Konur að hjálpa konum Líkt og í dag voru störf við barnagæslu kvennastörf. Það voru fyrst og fremst konur sem unnu á Laufásborg þótt karlmenn kæmu einnig við sögu eins og


í smiðju og garðrækt. Saga Laufásborgar er því fyrst og fremst kvennasaga. Fyrstu árin var Laufásborg skipt í dagheimili, leikskóla og vöggustofu. Á leikskólanum voru börn efnameira fólks. Þau komu með nesti í skólann og dvöldust þar hálfan daginn. Börnin á dagheimilinu voru aftur á móti allan daginn á leikskólanum en hann var opinn sex daga vikunnar. Þessi börn voru í fullu fæði og komu mæðurnar með þau eldsnemma á morgnana og sóttu þau seint. Heimilisaðstæður voru oft á tíðum afar erfiðar hjá þeim fjölskyldum sem nýttu sér dagheimilin. Ekki verður betur séð en að konurnar sem unnu á Laufásborg hafi haft mikinn skilning á aðstæðum útivinnandi kvenna, enda sjálfar útivinnandi, og sáu þær oft í gegnum fingur sér með það að mæður kæmu seint að sækja börnin. Á Laufásborg var einnig mikið lagt upp úr hollum og góðum mat. Reynt var að gera vel við börnin í mat og drykk en það var ljóst að maturinn á Laufásborg var í sumum tilfellum eini staðgóði maturinn sem börnin fengu. Börnin höfðu aðgang að allskonar leikföngum á Laufásborg. Sum barnanna áttu lítið sem ekkert af dóti og því kærkomið að fá að leika með púsl, liti, dúkkur og bíla á barnaheimilinu. Þess var einnig vel gætt að börnin á dagheimilinu og leikskólanum léku sér saman. Það var ekki óþekkt að börnum frá efnaminni heimilum væri strítt á því að vera á dagheimili en í blönduðum skóla léku allir sér saman í sátt og samlyndi. Á sjötta áratugnum lagðist leikskólinn svo af og Laufásborg var dagheimili fram á tíunda áratuginn.

var í að útbúa minningarrit í tilefni 60 ára afmælis Laufásborgar kom í ljós að margt var líkt með fyrstu árum Laufásborgar og árunum eftir að Hjallastefnan var tekin í notkun þó svo að margt beri einnig á milli. Áherslurnar eru líkar að mörgu leyti, í báðum tilfellum kappkostað við að gefa börununum holla og góða fæðu, nýta þau efni sem til eru og bera virðingu fyrir náttúrunni. Þetta endurómar í gegnum frásagnirnar sem eru í þessu riti og sannar það að með einum eða öðrum hætti fer sagan í hring. Laufásborg byrjaði sem einkarekinn leikskóli, fluttist svo undir borgina á áttunda áratug síðustu aldar og er núna aftur orðinn einkarekinn. Í okkar tilfelli eru það einnig góðu hlutirnir sem eru áberandi sameiginlegir hvort sem um er að ræða árið 1952 eða 2012. Þess vegna var ákveðið að fjalla um fyrstu ár Laufásborgar í þessu riti og svo árin eftir að Hjallastefnan var tekin upp á leikskólanum. Kærleikskveðjur, Björk Þorleifsdóttir sagnfræðingur

Hamingjuhöllin Laufásborg er oft kölluð hamingjuhöllin eins og nafn þessa rits gefur til kynna. Það þýðir þó ekki að öll börn hafi verið hamingjusöm á Laufásborg. Það gat verið afar erfitt að vera lítill og aðskilinn frá foreldri bróðurpart dagsins. Konurnar sem unnu á Laufásborg reyndu þó af fremsta megni að sinna börnunum eins vel og hægt var, sumar þeirra voru vart af barnsaldri þegar þær réðu sig til starfa. Starfið gat verið erfitt enda ekki óalgengt að tvær konur sinntu 20 barna hópi. Þegar ráðist

Heimildir: 50 ára, Reykjavík, 1974. Barnavinafélagið Sumargjöf 1970, bls. 14, 19. Morgunblaðið, 7. nóvember dafólks í þessu riti. Munnlegar heimildir heimil

5


Laufásborgarsöngvar

Flíspeysulagið er óður til Hjallastefnunnar og endurspeglar húmorinn, léttleikann og kærleikann sem fólkið á Laufásborg hefur að leiðarljósi. Þeim finnst flíspeysulagið afskaplega fyndið og skemmtilegt enda var það skemmtinefnd sem byrjaði að semja textann. Ari Hálfdán Aðalgeirsson kom svo inn í málið, kláraði textann og nú er lagið sungið við We Are the World. Þetta lag hefur líka verið flutt á haustráðstefnu Hjallastefnunnar og hefur meira að segja verið tekið upp í hljóðveri og gefið út á geislaplötu.

6


Í flíspeysu Lag: Michael Jackson og Lionel Richie Texti: Ástardúettinn Lömbin þagna Syngjandi kem ég til vinnu’ að morgni dags, kaffitár ég teyga’ og er svo til taks. Set upp glaða svipinn og fer í vestið mitt. Ertu búinn að finna brosið þitt? Býð góðan dag, valhoppa’ upp á kjarnann minn, gægist inn og múslí-ilminn finn. Set upp glaða svipinn og morgunsönginn syng og sé hér nú hin hýra kynskipting! Í flíspeysu með engum ermum og glöð í hjarta stundum steinaslátt og okkur vermum. Þetta’ er smitandi og allir taka þátt bæði norður, niður, út og suður, hver í sinni átt.

Ef þú gengur um með fulla vasa’ af hori komdu’ og fáðu þér remedíu’ í boði já já já jááákvæðniklukkunnar því hún er enga stund að létta þína Laufásborgarlund Í flíspeysu með engum ermum og glöð í hjarta stundum steinaslátt og okkur vermum. Þetta’ er smitandi og allir taka þátt bæði norður, niður, út og suður, hver í sinni átt.

Grip eftir grip ég færi fingur til og ég veit ég get það ef ég vil. Settu’ upp glaða svipinn, það kemur fyrir rest; haltu áfram, þér gengur betur næst. Í flíspeysu með engu sniði við kjörnum okkur svo við séum ekki öll á iði. Þetta’ er smitandi og allir taka þátt bæði norður, niður, út og suður, hver í sinni átt.

7


Lífsreglurnar er ljóð sem kom ti l fólksins á Lauf fyrir nokkrum ásborg árum síðan. Ljóð ið komst strax uppáhald á Lauf í m ikið ásborg þar sem boðskapur þess við það sem un er í takt nið er eftir á le ikskólanum. Je Hermannsdótt ns ín a Edda ir las ljóðið svo upp á einni haus Hjallastefnunn tr áðstefnu ar og þá kom í ljós að Margrét Ólafsdóttir er al Pá la in upp við það. Þar sem ljóðið svo kært var ák var þeim veðið að semja la g við það og Ari Aðalgeirsson se Hálfdán m vinnur á leik skólanum samdi skemmtilegt la þv í g við ljóðið.

Lífsreglur Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er en þú hefir afl að bera. Orka blundar næg í þér.

Dæmdu vægt um veikan bróður veraldar í ölduglaum, þótt hans viljaþrek sé lamað þótt hann hrekist fyrir straum. Sálarstríð hans þú ei þekkir, þér ei veist hvað mæta kann, þótt þú fastar þykist standa þú ert veikur eins og hann.

Grafðu jafnan sárar sorgir sálar þinnar djúpi í. Þótt þér bregðist besta vonin, brátt mun lifna önnur ný. Reyndu svo að henni að hlynna hún þó svífi djarft og hátt. Segðu aldrei: „vonlaus vinna”! Von um sigur ljær þér mátt.

Fyrr en harða fellir dóma, fara skaltu í sjálfs þín barm. Margur dregst með djúpar undir; dylur margan sáran harm. Dæmdu vægt þíns bróður bresti; breyskum verður sitthvað á. Mannúðlega og milda dóma muntu sjálfur kjósa að fá.

Dæmdu vægt, þótt vegfarandi villtur hlaupi gönuskeið. Réttu hönd sem hollur vinur, Honum beindu á rétta leið. Seinna, þegar þér við fætur þéttast mótgangs-élið fer, mænir þú til leiðarljóssins, ljóss, sem einhver réttir þér.

Þerrðu kinnar þess, er grætur. Þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. Vertu sanngjarn. Vertu mildur. Vægðu þeim, er mót þér braut. Biddu guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda og þraut. Höf. Guðfinna Þorsteinsdóttir frá Teigi Vopnafirði

8


Hróskortin á Laufásborg

Hróskort drengja:

úlkna:

Hróskort st

Þú ert gulldrengur Þú ert með vingjarnleg augu Þú ert góður vinur Þú ert flinkur að dansa Þú ert dýravinur Þú ert duglegur að bjarga málunu m Þú ert glaðvær Þú ert hjálpsamur Þú ert með fallegar hendur Þú ert vingjarnlegur Þú ert ráðagóður Þú huggar vel Þú ert með fallega sál Brosið þitt er fallegt Þú hefur fallega rödd Þú ert flinkur að hlæja ekki að vini þínum

uhendur júkar vinkon Þú ert með m unum að bjarga mál eg gl u d t er Þú l Þú huggar ve t lleg hjarta Þú ert með fa ð Þú ert ráðagó k Þú ert ster Þú ert hress fallegt Brosið þitt er r Þú ert glaðvæ leg ti Þú ert skemm ega sál Þú hefur fall ikil Þú ert kraftm hrósa Þú kannt að Þú ert fyndin erka rödd Þú ert með st pa Þú ert útistel

9


Bræður byggja hallir Viðtal við Sturlu Friðriksson, son Friðriks Jónssonar annars bræðranna sem byggðu húsið sem hýsir Laufásborg.

Mennirnir sem byggðu húsin Laufásborg er í raun tvö hús sambyggð, Laufásvegur 53 og Laufásvegur 55. Þau voru byggð árið 1922 af bræðrunum Sturlu (18611947) og Friðriki (1860-1938) Jónssonum, en þeir voru oftast nefndir Sturlubræður. Þeir voru ættaðir af Laugavegi 1 og komnir af velmegandi fólki í bænum. Móðir þeirra var Sigþrúður Friðriksdóttir en faðir þeirra var Jón Pétursson háyfirdómari. Hann var bróðir Péturs biskups og Brynjólfs konungsritara og Fjölnismanns sem fjallaði um Íslandsmálin á sínum tíma. Friðrik nam við Lærða skólann og fór að námi loknu til Kaupmannahafnar til að nema lög. Honum leiddist vistin í Höfn og hélt aftur heim til Íslands að ári liðnu og skráði sig í guðfræðinám. Hann útskrifaðist úr guðfræði en tók ekki prestvígslu enda farinn að sinna öðrum málum þegar að námi loknu. Sturla, sem var frekar heilsulítill og vesæll, nam hjá Grími Thomsen á Bessastöðum en fáum sögum fer af því námi annað en að Grímur hafi verið frekar latur kennari. Þegar Sturla var tvítugur flutti hann aftur til Reykjavíkur og fór að stunda verslun, með dyggri aðstoð bróður síns, í Sturlubúð sem var í Innréttingunum næst Herkastalanum í Aðalstræti. Í Sturlubúð mátti kaupa allskyns kramvarning, föt, klæði, kirnur og koppa og innflutt matvæli sem

10

Friðrik keypti í Englandi og Danmörku. Einn viðskiptavinur bræðranna var Þórður Malakoff, sá hinn sami og sungið er um enn þann dag í dag í laginu um Loff Malakoff. Hann keypti stundum brennivín í krambúðinni. Reksturinn gekk afar vel hjá Sturlubræðrum og urðu þeir brátt með auðugustu mönnum bæjarins. Færðu þeir út kvíarnar og tóku m.a. að stunda þilskipaútgerð, fasteignaviðskipti, kaup og sölur á jörðum. Einnig bröskuðu þeir í virkjanamálum með félaga sínum og þjóðskáldinu Einari Benediktssyni.

Byggt í kjölfar bruna Áður en hallirnar við Laufásveg voru byggðar reistu bræðurnir timburhús undir sig og móður sína við Hverfisgötu. Það hús var gullfallegt og vel útbúið í alla staði. Árið 1913 reið þó ógæfan yfir þar sem eldur kviknaði út frá eldhúsi og húsið brann til grunna. Móðir þeirra bræðra var höluð út úr brennandi húsinu á lökum en lökin slitnuðu undan henni og gamla konan féll til jarðar, brotnaði illa og dó stuttu síðar. Bræðurnir hreinsuðu brátt húsarústirnar og byggðu nýtt og glæsilegt hús á sama stað en þetta hús, sem byggt var í kastalastíl og speglar útlit Sturluhalla við Laufásveg, hýsir nú danska sendiráðið. Bræðurnir létu setja járn í steypuna og steyptu þannig loftin og gólfin í nýja húsinu en þetta var alger nýjung í íslenskri byggingarlist. Árið 1919 seldu bræðurnir húsið og stóðu þá uppi húsnæðislausir.


Litið til Laufáss Sturlubræður fundu tilvalinn stað fyrir nýtt hús á sunnanverðu Skólavörðuholtinu fyrir ofan bæinn Laufás, nánar tiltekið á Stekkjarkotstúni sem nefndist bæði Eymundsenstún og Eymundsblettur frá árinu 1901 eftir að bóksalinn Sigfús Eymundsson keypti túnið af Þórhalli Bjarnasyni biskupi í Laufási. Sturlubræðrum leist vel á túnið þar sem það var ruddur blettur á meðan mikið grjót var annars staðar á holtinu. Bræðurnir keyptu lóðina, 4.000 m2 á 35.000 krónur, þann 2. maí 1922.

Sturluhallir rísa Nú var hafist handa við að reisa húsin sem síðar áttu eftir að hýsa leikskólann Laufásborg. Friðrik, sem var listhneigður og drátthagur, gerði frumtillögur að því hvernig húsið átti að líta út og eru takkarnir á þakbrún hússins m.a. hans hugmynd. Einar Erlendsson, sem síðar varð húsameistari ríkisins, hafði yfirumsjón með hönnuninni. Pétur Þorvaldsson trésmiður sá líklega um að smíða húsið en hann sá einnig um smíði húsanna við Laufásveg 49 og 51 sem þeir Sturlubræður létu reisa nokkru síðar. Nýtískulegar aðferðir voru notaðar við húsbygginguna. Húsin voru steypt, steinar settir inn í veggina og steypustyrktarjárn var einnig notað til að styrkja veggi og gólf. Þar sem húsin voru stór, eða alls 922 m2, dugði járnstyrktarefnið ekki til og því var gripið til þess ráðs að bæta trollvír við. Þess ber að geta að grunnur húsanna var handgrafinn. Stutt var niður á stóra og mikla klöpp og lítið sprengiefni var notað þar sem það var svo erfitt að sprengja klöppina en þó var það gert á einum eða tveimur stöðum. Húsin voru höfð með flötum þökum, sem var nýnæmi á þeim tíma, og var bárujárn sett á þau með hæfilegum vatnshalla. Bárujárninu var stungið undir múrhúðina efst við takkana til festingar og svo voru rennur undir bárujárninu fyrir vatnið. Þá var skólp lagt frá húsunum en það þótti mjög flott og nýtískulegt að hafa vatnssalerni í stað kamra.

Viður frá Fossafélaginu Títani Það er skemmtilegt að segja frá því að viðurinn sem notaður var í húsin var innflutt eðalfura sem hafði verið ætlað allt annað hlutverk. Þeir Sturlubræður voru stórtækir

athafnamenn sem höfðu, í félagi við Einar skáld Benediktsson, stofnað Fossafélagið Títan. Ætlunin var að virkja Þjórsá og leggja járnbraut frá Þjórsá til Reykjavíkur en þangað átti að flytja áburð sem búa átti til við ána. Besti fáanlegi bryggjuviður var keyptur til bryggjusmíða í Skerjafirði en þaðan ætluðu þeir félagar að flytja áburðinn til Englands. Þessi áform urðu að engu þegar virkjun við Þjórsá var hafnað árið 1922 og leystist Fossafélagið upp í kjölfarið. Þess í stað var bryggjuviðurinn notaður til húsbygginganna við Laufásveg. Þetta var einstaklega góður viður sem fúnaði alls ekki þótt á hann reyndi og var auðvelt að smíða úr honum.

Sturlubræður flytja inn Á meðan á byggingu hússins stóð flutti Friðrik með eiginkonu sinni Mörtu Maríu Bjarnþórsdóttur (1891-1976) og tveimur börnum, þeim Sigþrúði fjögurra ára og Sturlu sem var kornabarn, í kofa við Laxfoss í Norðurá í Borgarfirði. Um haustið var húsið ekki tilbúið og flutti fjölskyldan þá í veiðihús Sturlu við Elliðaárnar og fékk að lokum inni hjá vinafólki sem bjó í Austurstræti. Það var svo um veturinn 1923 að fjölskyldan gat loks flutt í kjallarann á Laufásvegi 53 og Sturla, sem var einhleypur, flutti á Laufásveg 55. Þá voru húsin reyndar skráð við Bergstaðastræti 58. Marta María sá um að innrétta Laufásveg 53 en ráðskona Sturlu, frú Vídalín, sá um innbúið á Laufásvegi 55.

Kolakarlar og eldabuskur Húsin voru kynt með kolaofnum í hverju herbergi en stór eldavél í eldstæði var í kjallara húsanna. Bræðurnir réðu til sín kolakarl sem mætti eldsnemma á morgnana og flutti kol úr kolageymslunni yfir í eldstæðið og bætti kolum í eldinn. Kolakarlinn mætti svo aftur á hverju kvöldi og faldi eldinn. Fleira starfsfólk þurfti í hin geysistóru hús. Voru bæði eldabuskur og stofustúlkur ráðnar til starfa og var ekki vanþörf á því alltaf var verið að bóna gólfin og hreinsa gluggana í Sturluhöllum.

Garðurinn Sturlubræður voru aldir upp við garðrækt en móðir þeirra plantaði trjám í garðinum við æskuheimili þeirra á Laugavegi 1.

11


Það var því ekki skrýtið að þeir skyldu koma upp fallegum skrúðgarði hið fyrsta við Sturluhallir. Veggur með tökkum í stíl við þakið var byggður utan um garðinn. Niðurfallið var lagt í veginn frá hliðinu upp undir tröppunum, stígur var settur í miðjan garðinn og svo var settur pallur í garðinn. Hinir stórhuga Sturlubræður voru ekkert að planta íslenskum trjám í garðinn sinn heldur létu þeir senda sér tré alla leið frá Noregi. Þar á meðal má nefna silfurreyni en einnig sjaldgæfari tegundir eins og álm, beyki, broddhlyn og hestakastaníu en síðastnefnda tegundin gæti verið sú elsta sinnar tegundar í Reykjavík enda 90 ára gamalt tré. Auk trjánna voru ræktaðir berjarunnar, sólber, rifs, stikkilsber og hindber en hindberin þrifust ekki. Stikkilsberjarunnarnir voru fengnir frá Guðmundi Guðmundssyni lækni í Stykkishólmi en hann var giftur Arndísi systur þeirra bræðra. En Guðmundur setti líka þingvíðinn í Alþingisgarðinn ásamt Tryggva Gunnarssyni.

Húsin seld Sturlubræður og fjölskyldur þeirra bjuggu ekki lengi í húsunum við Laufásveg 53-55. Bræðurnir byggðu sér hús númer 49 og 51 við Laufásveg og fluttu þangað árið 1924. Húsin voru byggð með aðeins öðru sniði en húsin við númer 53 og 55. Sund, sem var um faðmur á breidd, var haft á milli húsanna vegna þess hve frú Vídalín, ráðskona Sturlu, var viðkvæm fyrir barnsgráti. Herbergi frú Vídalín var á mörkum húsanna númer 53 og 55 og heyrði hún son Friðriks jafnan gráta sáran hinum megin við þunnan vegginn. Það var því ákveðið að hafa stærra bil á milli húsanna til að hlífa frúnni! Þegar húsin við Laufásveg 53-55 voru seld var ákvæði sett í kaupsamninginn um að breyta þyrfti hitakerfi hússins og koma miðstöðvum fyrir í þeim. Þá var settur upp ketill í kjallaranum og lögð rör fyrir heitt og kalt vatn í herbergi og baðherbergi en slíkt var þá komið í tísku.

Nýir eigendur Nýir eigendur húsanna við Laufásveg 53 og 55 voru Garðar Gíslason stórkaupmaður og Þóra Sigfúsdóttir sem keyptu Laufásveg 53 og Jón Ólafsson bankastjóri og alþingismaður og Þóra Halldórsdóttir sem keyptu Laufásveg

12

55. Garðar og Þóra áttu fjögur börn þau Þóru Dóru, Berg, Kristján og Margréti en Jón og Þóra áttu fimm börn þau Ólaf Helga, Unni, Ástu Láru, Ágústu og Ólafíu. Sturluhallir fylltust því af börnum og unglingum árið 1924, það yngsta fimm ára og það elsta 19 ára. Auk þess voru leigjendur á jarðhæðinni á númer 53, þær Ágústa Ólafía Ólafsson og Sólveig Hvannberg, verslunarkonur sem áttu búð á horni Bergstaðastrætis og Bragagötu. Á jarðhæð Laufásvegar 55 bjuggu hjónin Vilhjálmur Albert Lúðvíksson og Helga Gissurardóttir ásamt Oddnýju dóttur sinni. Á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar flutti Garðar til Bandaríkjanna en Þóra lést árið 1937. Á þessum tíma bjó elsta dóttirin Margrét á efstu hæð hússins ásamt manni sínum Halldóri Jónssyni en á miðhæðinni bjuggu bandarískir menn sem störfuðu sem fulltrúar í sendiráði síns lands. Annar þeirra varð síðar sendiherra en hinn hugaði að Marshall-aðstoðinni á Íslandi. Báðir voru kvæntir íslenskum konum. Húsin voru í einkaeign til ársins 1950 þegar Reykjavíkurborg festi kaup á þeim og Barnavinafélagið Sumargjöf opnaði leikskólann Laufásborg í Sturluhöllum.


Hver fattaði upp á laufásborg? - Saga handa börnum ,,Þá kom risastór alda og með henni risastór hvalur og át ömmuna.” Svona er þessi saga í munni fimm ára drengs sem var að kveðja Laufás þar. borg í sumar eftir þrjú yndisleg ár u En svolítil líkindi eru með þeirri sög ins. sem hér skal sögð og útfærslu drengs

Þannig er nefnilega mál með vexti að amma hans, Valborg, var fyrir sextíu árum síðan, þá þrítug, skólastjóri Uppeldisskóla Sumargjafar þar sem leikskólakennarar námu sín fræði. Amman var beðin um að koma með tillögu að húsi sem kaupa mætti fyrir barnaheimili og hún fattaði upp á að velja aðra af Hvítu höllunum eða Sturluhúsunum við Laufásveg til að breyta í barnaheimili og vöggustofu. Af hverju fattaði amman upp á því? Auðvitað vegna þess að hún lék sér sjálf sem barn í annarri höllinni við leikbróður sinn, Sturlu, og þekkti því vel til húsaskipaninnar og hugsaði með sér ,,Fyrst mér leið svona vel þarna, þá mun öðrum börnum líka líða vel í höllinni við Laufásveginn.” Amman missti nefnilega pabba sinn þegar hún var lítil og vissi að börn geta líka verið hrygg. Svo fór hún ung í háskóla úti í heimi til að læra barnasálfræði, svo hún var alveg viss í sinni sök. Langan tíma tók til að sannfæra forkólfana um að börn einstæðra foreldra í borginni ættu að dvelja í höll á daginn. Amman hélt því staðfastlega fram að stóri garðurinn yrði

athvarf þeirra og gleðigjafi, birtan og glæsileikinn aflgjafinn og mótvægið við erfiðar aðstæður þeirra. ,,En hættu nú, frú Valborg” sögðu forkólfarnir, sem seinna eignuðu sér sigurinn, þó þeir föttuðu ekki upp á þessu sjálfir. Enn og aftur sannaðist að fáir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá eins og Davíð Stefánsson kvað, því einmitt þarna um vorið áttuðu allir sig á því hvað þetta var dýrt. Þarna var hvorki meira né minna en stórvirki á ferð og hugsið ykkur, krakkar, þegar Laufásborg opnaði urðu næstum alveg tvisvar sinnum fleiri pláss í leikskólum borgarinnar. Barnavinafélaginu Sumargjöf tókst ekki að taka yfir stærsta barnaheimili landsins og reka Uppeldisskólann. Opinberu aðilarnir hjálpuðu auðvitað, en alltof mikið átti að koma frá barnavinunum sem áttu enga fjársjóði, voru bara velviljað fólk sem seldi barnamerki á Sumardaginn fyrsta. Og þannig kom risastóra aldan og risastóri hvalurinn át ömmuna, því amman missti

13


vinnuna sína fyrir bragðið þegar skólinn hennar var lagður niður. Þetta er fyrir svo langalanga löngu að fólk þéraðist þegar það talaði saman og ömmunni var sagt upp með þessum orðum: ,,Nú hafið þér fengið barnahöllina yðar, frú Valborg, og auk þess eruð þér augljóslega með barni, þannig að við munum leggja niður skólann yðar og segja yður upp störfum.” Amman fór beint í blöðin og sagði að ekki nægði að sjá börnum fyrir húsi, það væri lífið í húsinu sem máli skipti og ekki bara veggir, húsgögn og leikföng. Ef fjölga ætti barnaheimilisplássum, þyrfti að efla menntun leikskólakennara og ekki leggja skólann niður. Þórhildur sem stjórnaði Laufásborg og hafði nokkrum árum áður, fattað upp á að biðja ömmuna um að setja skólann á laggirnar, hún, Þórhildur, var alveg hjartanlega sammála. En svona var þetta nú bara í tvö ár eftir stofnun Laufásborgar, enginn skóli á Íslandi fyrir leikskólakennara. Amman sem þá var ung, átti nefnilega von á sínu fyrsta barni þetta sama sumar fyrir sextíu árum.

14

Þó ömmunnar sé hvergi getið í gögnum málsins, fremur en þeirra fagmanna sem föttuðu upp á staðsetningu Laufásborgar, þá lifir sagan um ömmuna enn góðu lífi, því amman er nefnilega á lífi til segja söguna. Sagan er hér færð svolítið í stílinn, svona í tilefni afmælisins, því þá má maður skemmta sér og hafa það sem skemmtilegra reynist. Það jafnast nefnilega ekkert á við ömmusögur og þær verða auk þess betri eftir því sem amman er eldri. En vitið þið bara hvað? Sturla leikbróðir ömmunnar er líka á lífi og þau hafa verið vinir alla sína níutíu ára löngu ævi. Þau skemmta sér konunglega saman þegar þau hittast og tala um þá daga þegar þau voru fyrstu börnin sem léku sér saman í Laufásborg, löngu áður en Laufásborg varð til.

Snævarr, dóttir Höfundur er Sigríður Ásdís móðir Kjartans Valborgar Sigurðardóttur og Laufásborgarbarns. Gunnsteins Kjartanssonar


Þórhildur Ólafsdóttir Þórhildur Ólafsdóttir var frumkvöðull á sviði uppeldismála á Íslandi. Hún var fyrsta forstöðukona Laufásborgar og gegndi hún því starfi í 18 ár, frá 1952-1970. Þórhildar er minnst í mörgum viðtalanna í þessu riti en hér á eftir fer lítið æviágrip þessarar merkilegu konu.

Prestsdóttir úr Eyrarbakkahreppi Þórhildur Jórunn Ólafsdóttir fæddist þann 18. júlí 1900 og ólst upp á Stóra-Hrauni í Stokkseyrarprestakalli. Stóra-Hraun var prestssetur og var afar mannmargt á bænum þegar Þórhildur var að alast upp þar sem þar var einnig rekinn málleysingjaskóli. Líklega hafa þessar sérstöku heimilisaðstæður mótað Þórhildi og gert það að verkum að hún fór að beita sér á sviði uppeldismála síðar á ævinni. Þórhildur var aðeins fjögurra ára þegar faðir hennar lést. Móðir hennar giftist aftur en málleysingjaskólinn var fluttur til Reykjavíkur árið 1908.

Ferðalög og nám Þórhildur lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og fór svo 23 ára gömul til Bretlands í nám. Að því loknu varð hún bústýra hjá Hálfdáni bróður sínum á Stóra-Hrauni. Árið 1929 flutti Þórhildur með Karítas systur sinni og manni hennar til Barcelona á Spáni og dvaldist hún hjá þeim í um þrjú ár. Í Barcelona kynntist Þórhildur leikskólastarfinu í gegnum systrabörn sín. Hana langaði í fóstruskóla í Sviss en úr því varð ekki. Eftir að heim var komið bjó Þórhildur áfram hjá systur sinni og mági sem bjuggu á Laufásvegi og vann hún hjá Rafveitu Reykja-

víkur. Árið 1938 ákvað Þórhildur svo að söðla um. Með 300 króna styrk frá menntamálaráði hélt hún til náms við Socialpedagogiska Seminariet í Stokkhólmi og dvaldist þar í eitt ár. Námið var tveggja ára nám en Þórhildi gafst ekki tækifæri til að ljúka því þar sem stríð skall á í Evrópu og fór Þórhildur aftur heim til Íslands við svo búið.

Starf með Sumargjöf Í febrúar árið 1940 stofnaði Þórhildur vetrardagheimili í tveggja herbergja kjallaraíbúð á Óðinsgötu og sinnti hún þar 20 börnum sem þjáðust af vannæringu. Þórhildur hafði hlotið styrk til verksins auk þess sem vinir hennar unnu sjálfboðavinnu við að gera húsið upp og einnig við barnagæslu. Þórhildur neyddist til að loka dyrum dagheimilisins í maí 1940 vegna þess að rekstrarféð var uppurið. Sama sumar var hún ráðin til Barnavinafélagsins Sumargjafar þar sem hún vann til ársins 1970. Árið 1941 opnaði Sumargjöf Tjarnarborg og varð Þórhildur forstöðukona þar til 1952 og bjó hún jafnframt í húsinu. Þórhildur áttaði sig fljótt á þeim gífurlega skorti sem var á uppeldismenntuðu fólki á Íslandi og leitaði liðsinnis Valborgar Sigurðardóttur varðandi málið. Niðurstaða þess varð stofnun Uppeldisskóla Sumargjafar með Valborgu sem skólastjóra en með stofnun skólans var brotið blað í sögu uppeldismála á Íslandi.

Laufásborgarárin Þegar Laufásborg opnaði 25. október 1952 flutti Þórhildur sig um set og varð forstöðukona þar. Hún átti drjúgan þátt í þeim

15


breytingum sem gerðar voru á húsinu til þess að það hentaði betur sem dagheimili og hafði hún hönd í bagga með bæði hönnun og aðbúnaði fyrir börnin. Þórhildur bjó á efstu hæð hússins á meðan hún gengdi starfi forstöðukonu. Margar skemmtilegar sögur eru til af Þórhildi frá þessum tíma. Henni er lýst sem ákveðinni og strangri en einnig sem sanngjarnri konu sem naut fás meira en glaðværðar og selskaps. Henni var mikið í mun að allt liti vel út og væri heimilislegt á Laufásborg. Hún passaði alla tíð vel upp á að peningum og aðföngum væri ekki sóað og ræktaði matjurtir í hinum fagra garði umhverfis Laufásborg. Börnin nutu grænmetisins og svo var sultað og saftað úr berjum. Á haustin var tekið slátur og var súrmatur geymdur í geymslu í porti dagheimilisins. Þrátt fyrir að Þórhildur ynni ekki beinlínis með börnunum sá hún um eldri börnin á meðan starfsstúlkurnar fóru í hádegismat en þá spilaði hún á orgel og söng.

16

Fyrsti heiðursfélagi Fóstrufélags Íslands Fóstrufélag Íslands gerði Þórhildi að fyrsta heiðursfélaga sínum sama ár og hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1970. Þórhildur andaðist þann 6. ágúst 1982, 82 ára gömul. Minning þessa frumkvöðuls lifir góðu lífi eins og endurspeglast í þeim frásögnum sem fara hér á eftir.

Heimildir: 50 ára, Reykjavík, 1974. Barnavinafélagið Sumargjöf rhildur Ólafsdóttir“, Spor í Jóhanna Thorsteinsson: „Þó i kennara 60 ára, Andrés Ing sögu stéttar. Félag Leikskóla tir, Reykjavík, 2010. Jónsson og Oddný Helgadót 1970, bls. 14, 19. Morgunblaðið, 7. nóvember


Labbað á laufásborg Sigrún Helgadóttir fékk inni á Laufásborg skömmu eftir að hún opnaði árið 1952 og var þar fram að 6 ára aldri þegar hún fór í Ísaksskóla.

Leiddist á Laufásborg Mamma mín, Áróra Kristinsdóttir, var einstæð móðir og ég einkabarn. Það var erfitt að vera einstæð móðir í Reykjavík á þessum tíma og ekki jafn algengt og það er nú. Það voru fáar dagvistarstofnanir og til að geta alið önn fyrir börnum sínum, og verið með þeim, leituðu margar konur út á land, gerðust til dæmis ráðskonur í sveit. Áður en ég fór á Laufásborg var mamma að einhverju leyti með mig norður í landi hjá ættingjum og vinum en hún var líka hér í bænum og var með kostgangara, eldaði mat fyrir ákveðinn hóp manna sem kom til hennar í hádeginu. Þegar ég fór að vera á Laufásborg gat hún ráðið sig í heilsdagsvinnu og vann sem bókari í Hljóðfærahúsinu í Bankastræti.

Við bjuggum fyrst á Laugavegi 7 en fluttum svo á Frakkastíg. Minningar mínar frá Laufásborg eru stopular ekki síst vegna þess að mamma dó þegar ég var 8 ára gömul og ég gat því aldrei sem fullorðin rifjað upp þennan tíma með henni. Þetta eru mest einhvers konar minningarleiftur eins og myndir. Hins vegar man ég vel hvað mér leiddist á Laufásborg og vildi alls ekki vera þar. Kannski hef ég verið erfiður krakki. Ég man að einu sinni sendi mamma mig með blómvönd handa forstöðukonunni, henni Þórhildi, og ég átti að biðja hana afsökunar. Ég man eftir mér, dauðhræddri, á stigapallinum á Laufásborg með blómin en ég man ekki hvað ég hafði gert af mér eða hvernig mér var tekið.

Þrjú á koppi Ég var á Laufásborg allan daginn og fékk mat í hádeginu. Líklega borðaði ég yfirleitt morgunmat heima áður en ég fór á Laufás-

17


borg en annars var boðið upp á hafragraut og lýsi þar á morgnana. Ég man sérstaklega eftir einum rétti sem mér fannst hræðilega vondur. Það var fiskisúpa með lárviðarlaufum og sveskjum. Líklega hafa hinir krakkarnir ekki heldur verið hrifnir af þessum rétti því einhvern tíma settu einhverjir það sem þeir vildu ekki í skálina hjá einni stelpunni. Ég vorkenndi þessari stelpu mikið að hafa fullan disk af fiskisúpunni! Ef við vorum úti hvöttu fóstrurnar okkur til að reyna að halda í okkur svo að við værum ekki alltaf að rápa inn á klósettið. Það kom fyrir að okkur var orðið svo mikið mál að við vorum sett þrjú saman á eina salernisskál þegar við fengum loksins að fara inn á klóið!

Ein heim Ég var fjögurra ára þegar ég flutti af Laugaveginum og fyrir þann tíma man ég að mamma leyfði mér að fara fyrr heim af Laufásborg og labba sjálf bróðurpartinn heim. Þá voru aðrir tímar í Reykjavík en nú og ekki jafn mikil umferð. Þegar klukkan varð fimm mátti ég fara. Ég hékk við vegginn sem umlukti Laufásborg. Á einum stað náði ég að kíkja upp á milli takkanna og spurði vegfarendur hvað klukkan væri. Þegar mér var sagt að klukkan væri fimm fór ég til fóstranna og sagði þeim að ég mætti fara. Svo labbaði ég áleiðis heim. Mamma gekk á móti mér og við mættumst líklega oftast fljótlega. Ef svo gerðist ekki, og hún hafði ef til vill tafist í vinnunni, var mér álagt að bíða eftir henni við sjoppuna Gosa sem var á horninu á Skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Mamma vildi alls ekki að ég færi ein yfir Skólavörðustíg og Laugaveg. Þetta var kannski ekki oft, en ég man samt eftir mér að bíða eftir mömmu fyrir utan sjoppuna sem var full af nammi. Mig minnir að eftir að við fluttum á Frakkastíg hafi mamma stundum verið farin í vinnuna þegar ég vaknaði á morgnana og ég þá komið mér sjálf á Laufásborg.

Vildi ekki fara í skóla Börn máttu ekki vera á Laufásborg nema til sex ára aldurs en þá var ekki skólaskylda fyrr en krakkar urðu sjö ára þannig að mamma þurfti að finna leið til að brúa bilið.

18

Hún setti mig í Ísaksskóla sem bauð upp á sex ára bekk. Minnug þess hvað mér leiddist Laufásborg var ég harðákveðin í því að fara aldrei aftur í skóla og mótmælti því kröftuglega. Svo mjög að mamma neyddist til þess að fara með mig í leigubíl fyrsta skóladaginn, öðruvísi hefði hún aldrei komist með barnið berjandi og grenjandi! Herdís Egilsdóttir tók á móti okkur þennan fyrsta skóladag og snart mig einhverjum töfrasprota, held ég. Hún heillaði mig alveg. Í skóla vildi ég vera. Eftir þetta gekk ég alltaf sjálf á hverjum degi frá Frakkastígnum upp í Ísaksskóla, glöð og kát, í hvernig veðri sem var.


Helgi Skúli Kjartansson minningabrot um Laufásborg Þegar Laufásborg tók til starfa, haustið 1952, átti ég heima þar skammt frá – á Sjafnargötu – og var þriggja ára gamall. Laufásborg var mestmegnis dagheimili (slíkt hét ekki leikskóli þá), ætlað börnum útivinnandi mæðra. Ég átti bæði móður og ömmu heimavinnandi svo að slík vistun kom ekki til greina fyrir mig. Hálfs dags leikskóladeild var hins vegar fyrir hvern sem var og einkum talin góður kostur fyrir börn sem ekki voru mikið í félagsskap jafnaldra. Ég var einbirni, heimakær og sótti í félagsskap fullorðinna frekar en barna. Því var brugðið á það ráð, einhvern tíma þennan fyrsta vetur, að koma mér í leikskóladeildina á Laufásborg. Ekki var ég þar lengi, einhverjar vikur í mesta lagi. Mig rámar í ótrúlega stóran sandkassa, fullan af krökkum og dóti, og einhvern veginn hafði ég meiri áhuga á dótinu en krökkunum. Annað man ég ekki um þann félagsskap jafnaldra sem var þó tilgangur dvalarinnar. Og alls ekkert um

aðstöðu deildarinnar innanhúss, ekki heldur um þær góðu konur sem vafalaust hafa sinnt okkur krökkunum. Hitt man ég glöggt að í kjallara Laufásborgar var vel búið þvottahús enda miklir þvottar, ekki síst á bleium og rúmfötum vöggustofunnar sem var ein deild starfseminnar. Þvottinum fylgdi gufa og því jafnan opinn kjallaraglugginn. Þangað gat ég laumast, sest í gluggakistuna og spjallað við frænkur mínar tvær sem unnu við þvottinn. Ég man ekki eftir öðru en að ég færi viljugur í leikskólann, en það sem ég hlakkaði til, það var að hitta frænkur mínar í þvottahúsinu. En að spjalla við fullorðna, það gat ég eins gert heima þar sem frænkurnar úr þvottahúsinu voru líka daglegir gestir. Því þótti víst lítil ástæða til að framlengja þessi fyrstu kynni mín af uppeldisstofnun.

19


Kærleiksríkar konur á laufásborg Guðrún Blöndal tengist Laufásborg á margan hátt. Hún var sem barn á Tjarnarborg hjá Þórhildi Ólafsdóttur sem síðar varð fyrsta forstöðukona Laufásborgar, vann á Laufásborg 14 ára gömul og átti seinna barn á vöggustofu leikskólans.

Systkini á Tjarnarborg Ég og tvö eða þrjú systkina minna vorum hjá henni Þórhildi á Tjarnarborg. Þetta hefur verið í kringum 1947. Hún og foreldrar mínir voru vinafólk frá námsárunum í Stokkhólmi og það lá beint við að senda okkur til hennar þegar heim var komið. Þórhildur var afar vinsæl meðal Íslendinganna í Svíþjóð og gott að eiga hauk í horni hjá henni. Hún átti forláta pels sem hún var ófeimin við að veðsetja til að hjálpa þeim námsmönnum sem lentu í fjárhagskröggum. Á meðan Þórhildur stjórnaði á Tjarnarborg hafði hún músíkstundir fyrir krakkana alveg eins og hún gerði seinna á Laufásborg. Hún spilaði á fótstigna orgelið sitt og mér voru skórnir hennar alltaf minnisstæðir þegar hún trampaði á orgelið - hún átti alveg ótrúlegt magn af skóm enda flott selskapskona.

14 ára í vinnu á Laufásborg Þegar ég var 14 ára fékk ég vinnu á Laufásborg. Systur mínar, þær Ragnheiður og Guðrún, unnu reyndar líka á Laufásborg

20

á einhverjum tímapunkti og svo vinnur Theodóra dóttir mín þar núna. Á Laufásborg voru fyrst og fremst börn einstæðra mæðra en uppi á lofti var líka leikskóli þar sem börn voru hálfan daginn. Þau börn komu með nesti að heiman. Gyða Ragnarsdóttir sá um leikskólann.Það var erfitt að vera einstæð móðir á 6. áratugnum og margar komu snemma með börnin sín og sóttu þau seint því þær þurftu að vinna baki brotnu til að ná endum saman. Foreldrasamskipti fóru alfarið fram í gegnum Þórhildi, þá voru engir foreldrafundir haldnir, það einfaldlega tíðkaðist ekki.

Í mörgu að snúast Það var ekki auðvelt að vinna á Laufásborg sem 14 ára unglingur. Ég var á tveggja ára deildinni og hún var frekar erfið enda voru þarna um 20 börn í tveimur herbergjum. Dagurinn fór í að klæða börnin í og úr og það tók langan tíma þar sem allir voru í göllum og regngöllum líka. Þetta var allt svo þykkt og stirt. Dagurinn fór eiginlega í að klæða og setja á kopp og blessuð börnin sátu svo fast á koppnum að þau fengu rönd á rassinn! Svo var svefntími eftir hádegið þegar börnin höfðu fengið að borða. Við lékum náttúrulega við þau líka. Á tveggja ára deildinni var mikið púslað og svo fórum við í hringleiki og látbragðsleiki. Svo var mikið sungið. Við sungum þessi


klassísku leikskólalög eins og Í skóginum stóð kofi einn og Afi minn og amma mín.

tyrkneskar sígarettur í munnstykki. Ég vil nú samt taka það fram að Þórhildur reykti aldrei ofan í börnin.

Búið á Laufásborg Hún Þórhildur bjó á efstu hæð hússins, þar sem nú heitir Þórhildarstofa, en það var einnig búið í kjallaranum. Hún var eins og áður sagði mikil selskapskona og ég man eftir boði sem hún hélt fyrir starfsstúlkur og kærasta þeirra á gamlárskvöld. Það fór samt aldrei á milli mála að Þórhildur var yfir okkur hinum. Þetta var ekkert jafningjasamfélag og við bárum óblandna virðingu fyrir henni. Við notuðum grænbláa A-laga sloppa í vinnunni samkvæmt hennar óskum og hún harðbannaði okkur að vera málaðar í vinnunni. Hún hikaði heldur ekki við að láta í sér heyra ef henni líkaði ekki eitthvað. Hún sendi til dæmis teið til baka í eldhúsið ef henni fannst það ekki nógu gott og krafðist nýrrar uppáhellingar. Hún fylgdist líka vel með öllu sem gerðist og stundum þegar við vorum með börnin úti í garði og fórum að spjalla opnaði Þórhildur gluggann og kallaði: „Dreifið ykkur, dreifið ykkur“. Ég man alltaf þegar Bogi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barnavinafélagsins Sumargjafar kom í heimsókn á Laufásborg. Þá sátu þau inni hjá henni og sást ekki í þau fyrir þykkum reyk en Þórhildur reykti

Það bjó fleira starfsfólk á Laufásborg en þær konur bjuggu í kjallaranum. Þar bjó hún Sigríður Grímsdóttir sem alltaf var kölluð Sigga Gríms. Hún var matráðskona Laufásborgar og fín dama, mikill karakter og meistarakokkur. Hún galdraði fram dýrindis rétti, mestmegnis þennan almenna heimilismat eins og fisk í karrý og tómatsósu og svo broddakjöt með sætri hvítri sósu en það var hennar útgáfa af sviknum héra. Í kjallaranum bjuggu líka fóstrur, s.s. Guðrún Guðmundsdóttir sem sá um vöggustofuna.

Með eigið barn á Laufásborg Mörgum árum síðar fór Theodóra dóttir mín á vöggustofuna á Laufásborg. Hún hefur verið um þriggja mánaða gömul en ég var örugg með dóttur mína þarna. Ég hef líka samanburðinn þar sem önnur dóttir mín fór á leikskóla í Svíþjóð eftir að við fjölskyldan fluttum þangað. Þar var allt greint í öreindir og beinlínis verið að hræða foreldrana. Það var sko einum of mikið. Á Laufásborg unnu aftur á móti kærleiksríkar og góðar konur sem sinntu börnunum vel. Laufásborg var því miklu betri!

21


8 ár á laufásborg Virðulegur vinnustaður

Oddbjörg Jónsdóttir fóstra vann á Laufásborg með hléum frá 1958-1966.

15 ára uppalandi Ég var 15 ára þegar ég var ráðin til starfa á Laufásborg. Átti reyndar aðeins tvo mánuði í 16 ára afmælið. Ég var á þriggja ára deildinni með Kristínu Jakobsdóttur fóstru. Þar voru 18 börn og við leystum hvor aðra af í mat og kaffi og vorum þar af leiðandi einar með 18 barna hóp í langan tíma. Börnin voru flest börn einstæðra mæðra, um það bil 5-10% voru börn námsmanna við Háskóla Íslands. Einstæðar mæður í þá daga höfðu það ekki gott frekar en nú. Börnin báru þess merki en þau voru upptrekkt og óánægð og gátu orðið frekar erfið viðureignar, ekki síst fyrir 16 ára ungling. Mér finnst börn nú til dags vera snöggtum öruggari með sig og alls ekki eins óhamingjusöm og þá, sem betur fer.

22

Laufásborg var mjög heimilisleg þegar ég vann þar. Þórhildur Ólafsdóttir forstöðukona var eiginlega eins og skólastjóri yfir stúlknaskóla. Henni var í mun að hafa allt virðulegt. Við máttum til dæmis alls ekki vera í síðbuxum innandyra, þar voru bara leyfð pils. Þegar við fórum út með börnin í kulda og trekki urðum við að skipta um, úr pilsi í síðbuxur og svo öfugt þegar við komum inn aftur. Þórhildur sá líka til þess að stofublóm væru um allt hús. Þarna var gyðingurinn gangandi, spænskur pipar, japanslukt og jafnvel gardenía sem er mjög erfið í ræktun en ilmar því betur þegar ræktunin tekst. Fyrir utan sá Þórhildur um einhver blómabeð en við þurftum ekki að hafa áhyggjur af þeim. Það eina sem við sáum um utandyra var, eins og nú, að sópa stéttina. Innandyra sáum við um að vaxbóna borðin, einu sinni í viku.


Þetta voru virðuleg borð með góðri borðplötu, eitthvað sem átti að endast ævilangt.

Minnisstæður persónuleiki Þórhildur var frumkvöðull fóstrustarfa á Íslandi. Hún kom hingað frá Svíþjóð og setti á stofn dagheimilisdeild fyrir illa stödd ungbörn í Reykjavík. Hún átti líka hugmyndina að skóla í uppeldismenntun, sem síðar varð að Fóstruskóla Íslands. Hún gat verið bæði ströng og hryssingsleg, en líka hluttekningasöm og raungóð. Einu sinni kom hún að mér þar sem ég var í mínu pilsi, sem náði niður á miðja leggi, slopp sem var 15 sm styttri og þar fyrir ofan peysu sem var öðrum 15 sm styttri en sloppurinn. Þetta þótti henni ekki smekklegt og hafði orð á því. Í annað sinn kom hún að mér. Þá hafði ég ljóst hár sem lá niður á bakið og hún hafði orð á því að ég væri með fallegt hár. Það þótti mér auðvitað vænt um að heyra. Meðan ég vann á Laufásborg missti ég pabba minn. Þórhildur samhryggðist mér og spurði mig hvað hann hefði verið gamall. „57 ára“, svaraði ég. „Jafngamall og pabbi minn“, sagði hún þá. Okkur var vel til vina og Þórhildur, sem reykti tyrkneskar sígarettur sem hétu Hellas, bað mig stundum að hlaupa út í sjoppu eftir þeim.

Meistarakokkar Í hverju einasta hádegi tók Þórhildur þrjár deildir að sér (60 börn) og söng og spilaði á fótstigið orgel í 15 mínútur. Börnin sátu í einni þvögu á gólfinu á löngum, mjóum gangi Njarðargötumegin og Þórhildur sneri baki í börnin og söng og söng. Þetta var gert í hagræðingarskyni til þess að allar starfsstúlkurnar kæmust í mat. Ég verð að minnast á eldhúsið á Laufásborg. Það var stórt og veglegt og þar unnu meistarakokkar. Sigríður Grímsdóttir vann þar þegar ég byrjaði 15 ára. Þá voru tvö dúklögð borð fyrir framan eldhúsið þar sem manni bauðst að borða þá bestu málsverði sem völ var á. Dásamlega gómsætan, steiktan fisk, svikinn héra, brauðsúpu með rjómatoppi og svo framvegis. Eftir Sigríði kom Anna, hún var ekki síðri kokkur. Fyrir jól var allt húsið skreytt og fór í það heilt kvöld. Á aðfangadag var síðan sameiginlegt borðhald með hangikjöti og tilheyrandi og að lokum voru allir leystir út með konfektkassa, hálfu kílói af eplum og hálfu kílói af appelsínum.

Verðmætir tréspaðar Starfshættir á Laufásborg voru í mjög föstum skorðum líkt og nú og tók mið af

23


daglegum venjum eins og matmálstímum, útiveru, hreinlæti og svo frjálsum tímum. Börnin höfðu liti til að teikna með og afgangsblöð og renninga úr prentsmiðjum. Ekki var málað með penslum og föndurmálning þekktist ekki fyrr en eftir 1970. Leikið var með leir og púsluspil og legókubbar voru nýuppfundnir. Dúkkukrókar voru og strákar gátu leikið sér í bílaleikjum. Það var mikið sparað og ekki bruðlað með neitt. Til dæmis voru ekki neinar plastskóflur til í þá daga, heldur notuðu börnin tréspaða sem voru búnir til á trésmíðaverkstæði Barnavinafélagsins Sumargjafar og var passað vel upp á þá.

Perlan sem hvarf Samverustundir voru tíminn þar sem átti að hafa ofan af fyrir börnunum með sögum, samræðum og söng. Þar var mikið sungið, einföld lög eins og Afi minn fór á honum Rauð og allar þær vísur. Líka var farið í alvarlegri lög eins og Sofðu unga ástin mín. Allt sungu börnin þó þau skildu ekkert í textanum eins og Öxar við ána. Svo var farið í leiki eins og Ein ég sit og sauma og Einn fíll lagði af stað í leiðangur. Þulur voru kenndar og sögði íslensk ævintýri, til dæmis um Búkollu og Fóu og Fóu feykirófu. Mjög lítið úrval var af sögubókum á íslensku fyrir lítil börn. Þó voru til dæmis Stubbur og Palli var einn í heiminum, báðar þýddar. Perlan í íslenskum bókmenntum var Kötturinn sem hvarf eftir Nínu Tryggvadóttur. Hún var lesin upp til agna og var svo ófáanleg í nokkra áratugi. Á þessum árum var mikið notast við danskar barnabækur, sem voru skemmtilega myndskreyttar og sumar með góðan boðskap eins og sagan Abrakadabra, um köttinn sem vildi vera allt annað en hann sjálfur.

Að byrja leikskólagöngu þriggja mánaða Árið 1960 fór ég í Fóstruskólann. Það var tveggja ára nám og auk þess starfsnám um sumarið. Að námi loknu fór ég svo aftur að vinna á Laufásborg. Fyrst á vöggustofunni, hjá Ragnheiði Jónsdóttur frá Deildartungu, og síðar á tveggja ára deildinni. Vöggustofan var á efstu hæðinni. Þar voru 24 börn og

24

skiptist í yngri og eldri deild. Við vorum fimm sem unnum þar, allar í hvítum sloppum. Börnin byrjuðu mjög ung, allt niður í þriggja mánaða. Yngri börnin gátu sofið úti á svölum, þá var þeim bara rúllað út í hjólarúmunum. Eldri börnin fóru út í garð og þurftu að skríða upp og niður allar tröppurnar. Fyrst þegar ég byrjaði á Laufásborg var starfrækt svokölluð sex ára deild. Þar voru um 10 börn og ein fóstra með þeim.

Lærdómsrík ár Það var ekki vel séð að starfsfólk veiktist og einu tilfelli man ég eftir að viðkomandi þurfti að mæla sig á staðnum svo henni væri trúað og mætti fara heim. Tvívegis varð ég veik og í bæði skiptin þurfti ég sjálf að útvega afleysingu fyrir mig. Í heildina litið voru Laufásborgarárin mjög lærdómsrík, stundum erfið, en margt gagnlegt sem ég lærði þar. Þarna var líka líflegur félagsskapur og ég kynntist góðum vinkonum sem ég hef átt allt til þessa dags.


Gaman að vinna á laufásborg Jóhanna Bergmann var á Laufásborg sem barn fljótlega eftir að dagheimilið opnaði, vann þar sem unglingur og á þrjú ömmubörn sem hafa verið á leikskólanum.

Ólst upp beint á móti Laufásborg Ég ólst upp í litla húsinu beint á móti Laufásborg, Bergstaðastræti 59 þannig að það var stutt að fara á Laufásborg. Mamma var einstæð móðir en við bjuggum hjá ömmu minni. Ég var reyndar ekki mjög lengi á dagheimilinu af því að mér leiddist svolítið þar, maður var svo vanur frelsinu. Ég var samt fastagestur á Laufásborg þrátt fyrir þetta. Kom og fór sem krakki og fannst voða gaman að leika við litlu krakkana. Ég hef alltaf haft gaman af börnum og hef unnið mikið með þeim. Svo var Laufásborgarlóðin náttúrulega leiksvæðið í hverfinu. Við lékum okkur í garðinum frá því við vorum pínulítil og þar til við urðum unglingar. Það var spennandi að leika í garðinum því það var svo mikill gróður í honum. Við lékum okkur þarna sérstaklega á kvöldin krakkarnir og okkur var aldrei bannað að

vera þarna þrátt fyrir að Þórhildur Ólafsdóttir og aðrar fóstrur byggju í húsinu. Ég held að Þórhildur hafi bara notið þess að heyra í okkur þarna á kvöldin, henni hefur örugglega fundist gott að hafa svolítinn félagsskap.

Staflar af jarðarberjum Við fylgdumst líka spennt með krakkarnir þegar matarsendingar komu til Þórhildar frá kaupmönnunum Silla og Valda. Þórhildur lét senda sér heilu kassana af jarðarberjum, henni þóttu þau ægilega góð. Ég man líka vel eftir fóstru sem hét Gyða, hún var ofboðslega góð kona og bjó í húsinu. Ég hafði skrýtnar venjur sem krakki, ein þeirra var að kíkja yfir götuna í átt að Laufásborg áður en ég fór að sofa og hugsa: „Allt í lagi á Laufásborg, Gyða farin að sofa“. Þá var Gyða sem sagt búin að slökkva ljósið hjá sér.

Bóndabær á miðhæðinni Mér er sérlega minnisstætt frá þeim tíma sem ég var á Laufásborg að á miðhæðinni var stórt og mikið þil sem var í laginu eins

25


og íslenskur burstabær. Hann var fallega málaður með hurð og gluggum og gardínum og svo dúkkurúmi og eldavél og allt hvað eina gert úr tré. Svo var þarna mikið af kindaleggjum sem við lékum okkur með inni en við fengum líka að fara með þá út í garð.

Gaman að vinna á Laufásborg Þegar ég fór að vinna á Laufásborg svona 14 ára eftir að ég kláraði Miðbæjarskólann man ég hvað það var gaman og gefandi. Ég rölti bara sjálf yfir götuna og spurði Þórhildi hvort hún vildi ekki ráða mig í vinnu. Hún þekkti vel til mín enda var ég alltaf viðloðandi húsið og réði hún mig á staðnum. Ég vann á miðhæðinni með tveggja til þriggja ára krakka. Þau notuðu öll koppa. Mikið hefur nú breyst síðan ég vann á Laufásborg. Ég man til dæmis eftir því að einn heill veggur var koppageymsla! Svo var bannað að vera á útiskóm á vöggudeildinni. Það var passað mjög vel upp á hreinlætið á Laufásborg. Í einu útihúsanna á lóðinni var aðstaða fyrir smið sem gerði við hlutina sem biluðu, eins og vagna, hjólbörur og tréspaða. Ég man líka að við fórum oft með krakkana niður í Hljómskálagarð að leika og svo var rölt með krakkahópinn í bandi niður á Tjörn þar sem öndunum var gefið brauð. Við söfnuðum brauði í poka sérstaklega í þessum tilgangi. Svo var opið á laugardögum og ég hlakkaði alltaf mikið til að vinna á laugardögum því þá var grjónagrautur og súrt slátur í matinn sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Matráðskonan fannst mér vera hálfgerður hluti af húsinu, hún hafði einhvern veginn alltaf verið þarna og maturinn hennar var svo góður. Þrátt fyrir að ég hafi notið þess að vinna á Laufásborg samlagaðist ég ekkert sérstaklega vel og myndaði engin sérstök vinabönd við annað starfsfólk. Ég var svo ung og í mínum huga voru tvítugar samstarfskonur mínar „gamlar kerlingar“! Þess í stað laumaði maður sér út á stétt og spjallaði við vinkonurnar hinum megin við vegginn.

Ekkert nema yndislegar minningar Það er svo góður andi á Laufásborg og hefur alltaf verið og mér þykir svo vænt um húsið og reyndar hverfið líka. Ég á alveg yndislegar

26

minningar héðan. Mér þótti mjög gaman þegar elsti ömmu- strákurinn sem er tíu ára í dag byrjaði á Laufásborg. Þá fylltist ég tilhlökkun að koma aftur í húsið og það var svo fín tilfinning að ég gleymi því ekki. Ég hugsa að ég hafi stundum verið plága: „Má ég sækja hann, má ég sækja hann?“ En svona er það bara, manni líður svo vel inni á Laufásborg!


Á laufásborg í pollabuxum með sjóhatt Ragnheiður Erla Bjarnadóttir var á Laufásborg um tíma sem barn. Hún heimsótti eldri stúlkna- og drengjakjarna einn sólríkan haustdag og sagði börnunum sögur af því hvernig var að vera á Laufásborg á 6. áratug síðustu aldar og hún svaraði einnig þeim spurningum sem brunnu á börnunum.

Vinkonur í mömmuleik Þegar Ragnheiður var á Laufásborg var skólinn tvískiptur í dagheimili og leikskóla. Ragnheiður var á leikskólanum, var eftir hádegi og kom með nesti að heiman. Besta vinkona Ragnheiðar á Laufásborg hét Margrét og eyddu þær vinkonurnar oft drjúgum tíma í mömmuleik. Ragnheiður þurfti alltaf að vera litla barnið í mömmuleiknum þar sem vinkona hennar heimtaði að vera mamman og stjórna!

Vel klædd Það var passað upp á að börnin væru kappklædd þegar farið var út að leika. Ragnheiður var í koti þegar hún var pínulítil en mamma hennar sá til þess að hún væri vel búin og setti hún barnið alltaf í tvennar nærbuxur, prjónapeysu og svo voru það pollabuxur og sjóhattur sem settu punktinn yfir i-ið. Það mætti eiginlega segja að pollabuxur og sjóhattar hafi verið einkennisbúningur barnanna á Laufásborg á þessum tíma.

Inn að borða Ragnheiður á margar minningar úr stigunum á Laufásborg. Börnin voru alltaf kölluð inn úr garðinum á sama tíma og þá myndaðist mikil kös í stiganum og svo söngluðu börnin: „Inn að borða, inn að borða“. Einn drengurinn söng reyndar: „Inn að krana“ en það hefur líklega þýtt að hann hafi þurft að fara á klósettið.

Ströng forstöðukona Ragnheiður var ofboðslega hrædd við Þórhildi forstöðukonu. Þórhildur var ströng og oft svolítið höst og vegna þessa var Ragnheiður meira að segja hrædd við orðið forstöðukona lengi vel. Einu sinni slasaði Þórhildur sig, var í gifsi í nokkurn tíma og þurfti að ganga við staf. Nú magnaðist hræðsla Ragnheiðar litlu við forstöðukonuna enn frekar þar sem hún óttaðist fátt meira en forstöðukonuna og svo fólk með staf!

Sömu leikir og í dag Í spjalli Ragnheiðar við eldri drengja- og stúlknakjarna kom í ljós að þótt margt hafi breyst hefur einnig margt haldið sér á þeim rúmu fimm áratugum sem liðnir eru síðan Ragnheiður var á Laufásborg. Enn leika börnin sér í Inn og út um gluggann, Vindum vindum vefjum band og Í grænni lautu. Eftir skemmtilegt og fróðlegt spjall kvöddu börnin Ragnheiði með fallegu haustlagi sem hún söng líka sem barn, Nú blánar yfir berjamó.

27


Vinkonur síðan á Laufásborg Drengir og stúlkur úr elstu kjörnum á Laufásborg gerðust blaðamenn einn daginn og tóku viðtal við vinkonurnar Heklu McKenzie, Sigurborg Rakel Vilhjálmsdóttur og Huldu Vigdísardóttur sem útskrifuðust af Laufásborg árið 1999 og 2000. Fjórða vinkonan, hún Sóley Mist Hjálmarsdóttir komst ekki með þar sem hún býr í Danmörku. Þessar fjórar stúlkur fóru allar í sitthvora áttina eftir að verunni á Laufásborg lauk en þær hafa alla tíð haldið góðu sambandi og eru ennþá bestu vinkonur.

Pétur Pan leikur Krakkarnir höfðu mikinn áhuga á að heyra í hvaða leikjum stúlkurnar voru á Laufásborg. Stúlkurnar höfðu val þar sem meðal annars mátti sulla og svo var föndurkrókur, kubbakrókur og fleira alveg eins og er í dag hjá börnunum á Laufásborg. Þær léku sér líka í leikjum eins og Í grænni lautu og feluleik en það sem þeim stöllum fannst eftirminnilegast var Pétur Pan leikur sem þær bjuggu sjálfar til. Þá var öll leikskólalóðin eitt ævintýraland og skiptu þær á milli sín hlutverkum úr sögunni um Pétur Pan. Ein var Pétur Pan, önnur var Vanda, sú þriðja var Skellibjalla og enn ein skellti sér í hlutverk sjóræningjaforingjans Kobba klóar. Svo fóru þær í æsilegan eltingaleik um útisvæðið.

Afmælissalíbuna í lyftunni Á Laufásborg voru bakaðar afmælistertur eins og gert er á leikskólanum í dag. Þær sögðu frá því að þá hefðu afmælisbörnin fengið kórónu á höfuðið og til frekari hátíðabrigða fór barnið niður í kjallara til bakarans og hjálpaði til við

28

að baka köku í tilefni dagsins. Það sem vakti mesta kátínu var þó að afmælisbarnið fékk leyfi til að fara með kökunni upp í matarlyftunni! Þetta er nú ekki gert lengur þar sem gamla og fína matarlyftan á Laufásborg á það til að festast og það væri ekki gaman að sitja fastur inni í henni.

Galdrakona og prakkarastrik Hulda, Rakel og Hekla sögðu einnig frá einum leikskólakennara sem þeim fannst hafa töframátt og kölluðu þær þessa konu alltaf galdrakonuna. Galdrakonan breytti krökkunum í froska og allskonar dýr sem hoppuðu um stofuna af miklum krafti - allt í þykjustunni samt! Þær stöllur rifjuðu einnig upp að þegar þær voru í útitíma laumuðust þær einatt inn í kofa sem stóð neðarlega á lóðinni og skiptust á útigöllum. Svo hlupu þær til kennaranna og þóttust vera aðrar vinkonur. Þetta reyndu þær trekk í trekk án þess að kennararnir bitu á agnið en leikurinn var samt alltaf jafn skemmtilegur.

Kvatt með óskasteinum Þegar síðasta stúlkan kláraði Laufásborg árið 2000 var kominn sá siður að gefa barni óskastein við útskrift. Þessi siður er enn við lýði á Laufásborg en þá fær barnið stein að gjöf sem settur er í poka og fylgja steininum góðar óskir frá kennurum og vinum. Stúlkurnar fengu ekki óskasteina þegar þær kvöddu Laufásborg þennan haustdag árið 2012 en þess í stað fengu þær falleg hrós frá drengjunum í eldri drengjakjarna sem kvöddu þær með virktum með fallegum kveðjum á borð við: „Þú ert gulldrengur“.


Ástríða í starfi Systurnar Matthildur Laufey og Jensína Edda Hermannsdætur eru leikskólastjórar Laufásborgar. Matthildur hefur unnið á Laufásborg síðan árið 2000 og Jensína Edda frá árinu 2006. Matthildur kom inn sem aðstoðarleikskólastjóri ásamt nýjum leikskólastjóra Laufásborgar, Sólrúnu Ólafsdóttur. Alls hófu fimm manns störf á Laufásborg þetta ár. Nýju fólki fylgdu nýjar áherslur og þar sem allt nýja starfsfólkið hafði unnið á leikskólum sem unnu í anda Hjallastefnunnar var ákveðið að gera slíkt hið sama á Laufásborg en það skal tekið fram að Hjallastefnan eins og við þekkjum hana í dag var ekki til þá.

Með hvað eiga stelpurnar þá að leika sér? Víðtækar breytingar hófust strax á Laufásborg og var mikið gert á stuttum tíma sem gerði það að verkum að skólinn varð fljótt vinsæll meðal foreldra leikskólabarna. Dagskrá Hjallastefnunnar var tekin upp, allt dót tekið burt af Laufásborg og opið leikefni sett inn í staðinn en hægt var að nýta það sem til var á leikskólanum til þess. Þegar dúkkurnar voru fjarlægðar spurðu drengirnir áhyggjufullir: „Með hvað eiga stelpurnar þá að leika sér?“. Það var því skýr kynjaskipting hvað dótið varðaði og alveg ljóst hvaða leikföng tilheyrðu hverjum hópi. Stúlkurnar á Laufásborg virtust á hinn bófinn upplifa létti við kynjaskiptinguna og drukku þær breytingarnar í sig eins og svampar. Það var stúlkunum því fagnaðarefni þegar bleiku slikjunni var svipt af þeim! Það var miklu meiri taugatitringur hjá drengjunum í sambandi

við breytingarnar. Þegar útisvæðinu var skipt á milli kynjanna nokkrum árum síðar fannst drengjunum svolítið eins og það væri búið að taka af þeim útisvæðið en stelpunum fannst þær aftur á móti hafa eignast útisvæði. Þær spurðu kennarana hvort þær mættu virkilega leika á öllu þessu svæði og voru hæstánægðar. Það kom einnig í ljós að drengirnir voru sumir hálfhræddir við hvorn annan þegar kynjaskipt var í upphafi. Strákarnir sem vildu leika einir misstu svolítið fótanna þar sem þeir höfðu leitað til stúlknanna eftir liðsinni áður en kynjaskiptingin breytti þessu. Það var einnig meiri titringur hjá foreldrum drengja heldur en stúlkna á Laufásborg við breytingarnar og nokkrir hættu. Þetta jafnaði sig nú samt og fólk vandist nýjum háttum fljótt.

Systur sem leikskólastjórar Árið 2004 ákvað Matthildur að sækja um stöðu leikskólastjóra á Laufásborg. Hún hafði aldrei haft hug á að verða leikskólastjóri en vildi stuðla að því að unnið yrði áfram eftir Hjallastefnunni á Laufásborg. Matthildur fékk starfið og var leikskólastjóri Laufásborgar þar til 1. janúar 2006 þegar Jensína Edda systir hennar kom til liðs við skólann til að innleiða Hjallastefnuna alla leið eins og það var kallað og unnu þær saman að því marki.

Hjallastefnuskóli Um þetta leyti var Hjallastefnan að þróast sem fyrirtæki enda orðin gífurlega vinsæl. Margrét Pála Ólafsdóttir ákvað að stofna fyrirtæki til þess að halda utan um stefnuna

29


og þær Matthildur og Jensína Edda vissu að þær vildu vinna innan vébanda hennar. Eftir að sameining við Hjallastefnuna var ákveðin fór langt og strangt umsóknarferli í gang hjá Reykjavíkurborg. Það tók eitt og hálft ár og þrjá borgarmeirihluta til þess að Laufásborg yrði Hjallastefnuskóli formlega en samningurinn var endanlega í höfn þann 1. september 2007.

Sérstök menning Hver Hjallastefnuskóli hefur sína eigin menningu þótt sameiginlegri stefnu sé fylgt í öllum skólum sem sigla undir merki stefnunnar. Skólarnir eru til dæmis allir kynjaskiptir og það sem einkennir þá alla er hve starfið er skapandi og hve mikil gleði er ríkjandi í þeim. Á Laufásborg er eftirtektarvert hve einstaklingsframtakið hefur tekist vel; hver starfsmaður stækkar skólann með sínu framlagi og markmið allra er að gera skólann frábæran! Hópurinn er mjög sterkur og einbeittur í að gera góðan skóla fyrir börn. Fólkið á Laufásborg er tilbúið að leggja mikið á sig til þess að barni takist og að hver einstaklingur blómstri. Undir liggur spurningin: „Hvað býr í þér?”.

Öflugt foreldrafélag Foreldrafélag Laufásborgar er mjög öflugt og sýnilegt. Það er ánægjulegt hve gott samstarf er á milli starfsfólks leikskólans og foreldranna, þar ríkir gagnkvæmt traust og virðing á milli. Þessi góða samvinna gerir það að verkum að skólinn er enn sterkari fyrir vikið. Foreldrafélagið stendur fyrir ýmsum skemmtilegum uppákomum á Laufásborg og má þar nefna ljósahátíðina sem haldin er í janúar, sumarhátíð í júní og Tógójólamarkað og kaffihús í desember.

Tengsl við Afríkuríkið Tógó Um nokkurt skeið hefur Laufásborg verið í samstarfi við frjálsu félagasamtökin Sól í Tógó. Nunnan Victorien eða Vito, sem býr í bænum Aneho í Tógó, hefur nærri 80 skjólstæðinga, börn og unglinga, á heimili sem hún rekur. Flest barnanna eru undir sex ára aldri og eru heimilis- eða munaðarlaus. Félagið Sól í Tógó hefur aðstoðað Vito á margan hátt meðal annars með því að hjálpa

30

til við menntun starfsfólks barnaheimilisins og að sjálfsögðu menntun barnanna. Fjáraflanir hafa verið haldnar á Laufásborg til styrktar heimilinu, meðal annars með jólamarkaði og kaffihúsi eins og áður hefur verið nefnt. Vito hefur líka komið til Íslands og heimsótt Laufásborg og er afrakstur samstarfsins að koma í ljós þar sem tvær starfskonur af barnaheimilinu eru væntanlegar til Íslands. Þær ætla að vinna á Laufásborg og kynnast starfsháttum Hjallastefnunnar og í kjölfarið munu tveir kennarar af Laufásborg fara til Tógó. Það er öruggt að Íslendingarnir og Tógóbúarnir munu læra mikið af hvor öðrum og verður spennandi að fylgjast með frekari þróun mála í þessu samstarfi.

Grænfáninn Það sem er alveg sérstakt við Laufásborg er án efa útisvæðið og náttúrutengingin en þetta er í takt við fimmtu meginreglu Hjallastefnunnar um að „kenna börnum að skynja og njóta náttúrulegs umhverfis og virða náttúruna með nýtni, nægjusemi og hófsemi svo og með umhirðu og endurvinnslu“. Árið 2008 fór fólkið á Laufásborg á jákvæðan hátt inn í kreppuna. Ákvörðun hafði verið tekin um að allir Hjallastefnuskólar ættu að verða grænfánaskólar og helltu starfsmennirnir og börnin á Laufásborg sér út í þetta verkefni. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem rekið er af Landvernd hérlendis og gengur út á eflingu umhverfismenntunar og styrkingu umhverfisstefna í skólum. Það mætti kannski segja að umbreytingin hafi ekki verið erfið þar sem fræjum umhverfisvitundar hafði þegar verið sáð á Laufásborg. Í samstarfi við foreldra var smiðjunni komið á laggirnar en í henni vinna börnin með endurunnið efni að heiman - á þann hátt var starfið auðgað í kreppunni. Þann 4. mars 2010 fékk Laufásborg svo grænfánann afhentan og hefur hann blakað við hún á fánastöng skólans allar götur síðan. Það voru síður en svo erfið umskipti fyrir börnin að taka upp umhverfisstefnu, þeim fannst breytingin fullkomlega eðlileg. Græna hugsunin hefur líka dreifst út fyrir skólalóðina; nú fara foreldrar margra Laufásborgarbarna í göngutúr með ruslapoka!


Hvað myndi Lína Langsokkur gera? Garðurinn sem umlykur Hamingjuhöllina, eins og Laufásborg er oft nefnd, er órjúfanlegur hluti af leikskólanum. Hann ber það með sér að vera vistvænn og náttúrulegur. Laufásborgarar bera virðingu fyrir trjánum sem sum hver eiga 90 ára afmæli í ár en trén eru heldur ekki heilög og er í góðu lagi að leika sér í þeim. Það er nú einu sinni þannig að náttúrleg útisvæði í borgum eru til dæmis skólalóðir. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir alla sem búa í nágrenninu að hafa aðgang að náttúru og er garðurinn ekki einungis notaður af börnunum á Laufásborg og starfsfólki skólans heldur er garðurinn nýttur af nágrönnunum á kvöldin og um helgar. Það má eiginlega líta á það þannig að aðgengi að svæðum eins og garðinum í kringum Laufásborg er velferðarmál. Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkítekt þróaði garðinn með starfsfólkinu og börnunum en hún er velgjörðarkona Laufásborgar og mikil vinkona. Hún hefur verið að kenna fólkinu á Laufásborg nýtt viðhorf í sambandi við útisvæðið sem endurspeglast kannski í spurningu sem Kristín spurði á Laufásborg

þegar hönnun garðsins bar á góma: „Hvað myndi Lína Langsokkur gera?“. Garðurinn er ekki skrúðgarður, þó fallegur sé, heldur er hann fyrst og fremst leikgarður og er hann leikvangur sköpunar fyrir börnin sem þau nýta sér óspart. Hugmyndafræðin á bakvið garðinn er leikur með frumefnin jörð, loft, vatn og eld. Nýjasta viðbótin í garðinn er útieldhúsið og með því er eldfrumefnið komið inn í myndina.

Enginn skortur Það skortir ekki neitt á Laufásborg eins og kom berlega í ljós í viðbrögðum barna, foreldra og starfsfólks við kreppunni þegar smiðjan var opnuð. Laufásborg gengur út á nægjusemi og er viðhorfið ekki „Hvað vantar okkur?“ heldur „Hvað eigum við?“. Börnin eru frábærlega nægjusöm, þau eru ekki smituð af hömlum fullorðna fólksins sem hugsar oft í krónum og aurum. Ef börnin telja að þau vanti eitthvað, búa þau það einfaldlega til sjálf og eru afar sátt. Börnin á Laufásborg kenna þannig fullorðna fólkinu alveg jafn mikið og þau læra af þeim sem eldri eru.

31


r a l o m ll Gu Kona nokkur er að vinna með einni Hjallamömmu. Strákurinn hennar var í Öskju í fyrra og þar frétti hann sko aldeilis af Laufásborg. Hann sagði við mömmu sína: „Mamma ef þú eignast annað barn viltu þá leyfa því að vera á Laufásborg.“ Við söknum öll Laufásborgar, hvort sem við höfum verið þar eða þekkjum bara af afspurn.

Barn á Laufásborg um matinn sem borinn er fram: „Þessi matur er betri en bland í poka!“

Heimspekilegar vangaveltur barns á Laufásborg um hringrás náttúrunnar og laufin sem falla á haustin: „Trén eru eins og mömmur sem missa börnin sín á haustin en svo koma þau aftur á vorin“.

„Frost er úti fulli minn!...“

formaður „Eitt sinn, á þeim tíma sem ég var ] hringdi í félagsins, [Stéttarfélagsins Fóstru ar, Sveinn mig forstjóri Vinnufatagerðarinn rt Valfells og vildi láta mig kanna hvo ur sem félagið vildi kaupa loðfóðraðar úlp sflíkrtak fyri i þeir framleiddu og hann tald á fundi ur. ...Við fóstrurnar ræddum málið ndust og slógum nokkrar til. Og þetta rey u eins vera hinar ágætustu úlpur sem urð Oft var konar einkennisbúningur fóstra. u þína, sagt við mig: „Ég sá fóstruna, vinkon vinkona niður í bæ.“ Þegar ég spurði hvaða ég ekki, það hefði verið var svarið: „Það veit í Átakahún var í úlpu.““ (Elín Torfadóttir skráð af dagar. Ævisaga Elínar Torfadóttur Kolbúnu Bergþórsdóttur)

32


Tvö barnanna eiga alveg eins stígvél. Úr því verður ein hver misskilningur sem ég leiðrétti við barnið: „Sjáð u, þetta eru þín stígvél.“ Barnið skoðar gaumgæfilega of an í stígvélin sín og segir: „H mm. Engin mynd af mér.“

Kennari 1: „Við geymum úlfaldann uppi í glugga meðan við förum í útilesti na.“ Kennari 2: „Þetta er ekki úlfaldalest .“ Barn 1: „Jú, víst, úlfur í útilestinni .“ Barn 2: „Hey, úlfurinn er uppi í loft inu! Ég náði úlfinum, ég náði litla úlfi num!“ Kennari 2: „Jaá? Og er úlfurinn me ð stór eyru?“ Börn 1 og 2: „Já!“ Kennari 2: „En trýni, er hann með stórt trýni?“ Börn 1 og 2: „Já!“ Barn 1: „Og hún er með klær!“ Barn 2: „Já, og naglalakk!“

Kennari við barn: „Þetta er blómapotturinn, hann er bara fyrir blómin. Ekki krakkana, bara blómin.“ Barn: „Já! Hvar er krakkapotturinn?“

Tvær stúlkur eru að rökræða um það hvort þær séu að fara í hvíld eftir morgunmatinn. Þá segir annað barnanna: „Ég er búin að sofa í TVÆR VIKUR!“

Barn 1: „Ég var í klippingu.“ Barn 2 setur lófann á kollinn á sér: „Ég er líka með... [veltir augunum aftur í hnakka] ...með hár.“

ofu og eru að halda Tvö börn eru í leikst bangsana. óskalagastund fyrir ngja?“ angsinn á sólinni] sy Barn 1: „Hvað vill [b Barn 2: „Óskasteina.“ inar...“ r að syngja] Ostaste Barn 1: „Ókei. [Byrja

Barn 1: „Má ég fá vatn?“ Barn 2: „Ég vil fá mína vatn. Ég vil fá Mývatn.“

Þegar verið er að hræra hafragrautinn kallar eitt barnið örvæntingarfullt: „Ekki fræða mig!“ (Ekki hræra fyrir mig [grautinn]).

Barn: „Krókófíllinn borðaði kuldagallann minn.“

33


Við erum að hlusta á Pétur og úlfinn í samveru og fuglinn er til umræðu. Eitt barnanna byrjar að blaka vængjunum og segir: „Mörgæsin er að fljúga.“ Velur næstum eina ófleyga fuglinn. Annað barn bætir þá um betur: „Já, hann flaug á tré.“

Eitt barnanna er að ná í legokubb sem datt undir borð. Hún snýr sér við og hastar á gólfið: „Hættu kæra kusk!“

Við heyrum í flugvél fljúga yfir. Barn 1: „Hey, flugvél.“ Barn 2, ákveðið: „Þetta heitir LÖ-VU-BÍLL!“

Barn bendir á ennið á sér: „Núna er bara sárið hérna dottið úr.“ Kennari: „Já, datt það bara af?“ Barn: „Jább, á gólfið!“

„Við erum svo ógeðslega hraðir í höndunum“

Ég bendi á biðplássið og segi við hópinn minn: „Tyllið ykkur hérna.“ Hópurinn byrjar að dilla sér á biðplássinu.

„Enginn sér lengra en augað sér“

Barn: „Má ég fá meiri steinsleikjur?“ [Steinselju] Kennari: „Nú ætla ég að ná í lýsi.“ Barn: „Við fá ís. Við fá lýs.“

Hvað er að vera umhverfisvæn? Ein þriggja ára stúlka svarar: „Að elska blóm!“

Stúlka (í nónhressingu): „Ég er búin.“ Kennari: „Hvað segirðu þá?“ Stúlka: „... see you later?“

Barn 1: „Þetta er fíll“. Barn 2: „Ég líka teikna fífl“.

34


Lífsspeki hjallastefnunnar legum Ávörpum börn með fal og og uppörvandi orðum ninn. tó vöndum vingjarnlega

Kæra vinkona/kæri vinur Þú ert frábær eins og þú ert Þú ert flink/flinkur ... Ég skal hjálpa þér svo þér gangi vel Kjarnaðu þig Hvað ætlar þú að velja í dag? Það er í boði að ... Þú getur allt sem þú vilt Hvað ætlar þú að gera í því? Segjum ekki ekki við börn heldur gefum jákvæð og skýr skilaboð um það sem á að gera Með brosi á vör - Vinkonur aftur/ vinir aftur Taktu gleði þína - Huggaðu vin þin n/vinkonu þína Skoðaðu málið jákvætt - Æfðu þak klætið þitt Líttu á björtu hliðarnar - Sýndu ku rteisi Elskaðu friðinn - Lagaðu hegðun

þína

Æfingin skapar meistarann - Stjórnaðu höndunum þínum

Gengur betur næst - Þetta gerist á

35

bestu bæjum


Laufásborg 60 ára

Í tilefni af 60 ára afmæli Laufásborgar viljum við bjóða þér/ykkur til afmælisveislu í leikskólanum okkar, fimmtudaginn 25. október, klukkan 15:30. Hátíðarhöldin hefjast með skrúðgöngu og lúðrasveit. Verið hjartanlega velkomin, kennarar og börn á Laufásborg.

Profile for Leikskólinn Laufásborg

Hamingjuhöllin  

Laufásborg 1952 - 2012

Hamingjuhöllin  

Laufásborg 1952 - 2012

Advertisement