Egner– feðgar í Þjóðleik húsinu
Örn Árnason leikur nú í sjötta sinn í leikriti eftir Thorbjörn Egner í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur leikið alla ræningjana þrjá í Kardemommubænum í ólíkum uppfærslum,Jónatan (1984), Jesper (1995) og Kasper (2009). Í Dýrunum í Hálsaskógi hefur hann leikið Lilla klifurmús (1992) og Bangasapabba (2003), og hann fer nú með hlutverk Hérastubbs bakara (2012). Örn jafnar nú „Egner-met“ föður síns, Árna Tryggvasonar, sem einnig hefur leikið í sex Egner-sýningum í Þjóðleikhúsinu. Árni lék Lilla klifurmús
1962 Árni Tryggvason (Lilli) og Bessi Bjarnason (Mikki) 1977 Árni Tryggvason (Lilli) og Bessi Bjarnason (Mikki) 1992 Örn Árnason (Lilli) og Sigurður Sigurjónsson (Mikki) 2003 Atli Rafn Sigurðarson (Lilli) og Þröstur Leó Gunnarsson (Mikki) 2012 Ævar Þór Benediktsson (Lilli) og Jóhannes Haukur Jóhannesson (Mikki)
1977
í tveimur fyrstu uppsetningunum á Dýrunum í Hálsaskógi, árin 1962 og 1977. Hann lék líka Lilla á hinni sígildu hljóðupptöku af leikritinu sem gerð var árið 1967, og var hinn eini sanni Lilli klifurmús í augum margra kynslóða. Hann lék Bastían bæjarfógeta í Kardemommubænum árið 1974, Tobías í Kardemommubænum í tveimur uppfærslum, árin 1965 og 1995, og trompetleikarann í Síglöðum söngvurum árið 1968. Þeir feðgar hafa því sannarlega átt stóran þátt í að gæða leikrit Egners lífi á íslensku leiksviði. 1992
Við spurðum Örn að því hver hann teldi að væri lykillinn að vinsældum leikrita Egners á Íslandi.
1962
„Leikrit Egners miðla einföldum, allt að því barnslegum boðskap, sem er samt svo sannur, og það held ég að sé kjarninn í vinsældum þeirra. Boðskapur eins og „Allir eiga að vera vinir ”, „Það má ekki stela” og „Við eigum að vera góð hvert við annað” er mikilvægur og Egner setur hann í einfaldan og skemmtilegan búning. Egner tekst líka einkar vel að vekja samúð með öllum persónunum, jafnvel þeim „vondu”. Karíus og Baktus, ræningjarnir þrír í Kardemommubænum og Mikki refur í Dýrunum í Hálsaskógi eru skemmtilegar og spennandi persónur, sem við finnum svo sannarlega til með, og þannig miðla verkin umburðarlyndi.” 2003
2012
FERILSKRÁR LEIKARA OG LISTRÆNNA AÐSTAND ENDA ER AÐ FINNA Á HEIMASÍÐU ÞJÓÐLEIK HÚSSINS, LEIKHUSID.IS. ÞAR MÁ EINNIG FINNA ALLA SÖNGTEXTA ÚR LEIKRITINU. SÝNINGIN TEKUR UM TVÆR KLUKKUSTUNDIR. EITT HLÉ. Miðasölusími 551 1200 Netfang miðasölu midasala@leikhusid.is Netfang Þjóðleikhússins leikhusid@leikhusid.is Heimasíða Þjóðleikhússins www.leikhusid.is Ritstjórn leikskrár: Melkorka Tekla Ólafsdóttir Umsjón: Sigurlaug Þorsteinsdóttir Útlit: Brandenburg Ljósmyndir: Eddi Prentun: Prentmet Útgefandi: Þjóðleikhúsið Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.