Les Miserablés - Vesalingarnir

Page 32

Eggert Þorleifsson (biskupinn af Digne) hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóð­leik­húsinu, LR og leikhópum, og í sjónvarpsmyndum, kvikmyndum og skemmtiþáttum. Nýjustu verk­efni hans hér eru Hedda Gabler, Lér kon­ ungur, Hænuungarnir, Oliver! og Utan gátta. Hann hlaut Grímuna fyrir leik sinn í Belgíska Kongó og var tilnefndur fyrir Hænu­u ngana, Utan gátta og Chicago. Hann leikur í Afmælis­veislunni í vor.

Halldóra Elín Einarsdóttir (Cosette yngri) er níu ára gömul og gengur í Ísaks­skóla. Hún syngur með kór Ísaksskóla og æfir ballett hjá Listdansskóla Íslands. Hún hefur sótt námskeið hjá Leynileikhúsinu og hefur lært á fiðlu.

Egill Ólafsson (Javert) starfar sem söngvari, leikari og tónsmiður. Hlutverk hans á leik­ sviði, í kvikmyndum og sjón­varpi eru rúm­ lega sjötíu. Hann hefur samið tónlist fyrir tuttugu og fimm leiksýningar, meðal annars söngleikina Gretti og Evu Lunu. Hann lék Jean Valjean í uppfærslu Þjóðleikhússins á Vesalingunum 1987. Hann hefur meðal annars verið liðsmaður Spilverks þjóðanna, Þursaflokksins og Stuðmanna. Elva María Birgisdóttir (Éponine yngri) er níu ára gömul og er nemandi í Foldaskóla í Grafarvogi. Hún hefur stundað fiðlunám við Tónlistarskóla Grafarvogs í fjögur ár. Hún æfði ballett eina önn, en hefur æft fimleika í fimm ár, nú síðast hjá Fjölni. Hún tók þátt í leiksýningu Latabæjar í Laugar­d alshöllinni árið 2010.

Heiða Ólafsdóttir (ýmis hlutverk) útskrifaðist sem leikkona úr Circle in The Square Theater School í New York 2009, lærði söng við Söng­ skólann í Reykjavík og lauk eins árs master­ class frá Complete Vocal Institute í Danmörku. Hún fór með aðalhlutverk í Bjart með köflum í Þjóðleikhúsinu og lék í Buddy Holly í Austur­ bæ. Hún hefur komið víða fram sem söngkona og gaf út sólóplötuna Hluti af mér.

Eyþór Ingi Gunnlaugsson (Marius) sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 2007 og söngkeppnina Bandið hans Bubba 2008 og hefur komið víða við sem söngvari og tón­ skáld, meðal annars með Deep Purple tribute band, Eldbergi og Todmobile. Hann fór með aðalhlutverk í Rocky Horror hjá LA og Hárinu hjá Silfurtunglinu í Hofi. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir söng í Rocky Horror.

Hrefna Karen Pétursdóttir (Cosette yngri) er níu ára og nemandi í Salaskóla. Hún er í kór Salaskóla og stundar blokk­f lautunám í Tónlistarskóla Kópa­vogs. Frá haustinu 2009 hefur hún sótt námskeið í Söngskóla Maríu Bjarkar og komið fram á tónleikum þar. Hún kom fram á DVD-disknum Söngvaborg 6 þar sem hún söng meðal annars einsöng. Hún hefur einnig lagt stund á ballet, jazzballet og fimleika.

Friðrik Friðriksson (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr Leiklistar­skóla Íslands 1998 og hefur leikið fjölda hlut­verka hjá LR og Þjóðleikhúsinu, nú síðast í Litla skrímslinu... Hann leikstýrði Verði þér að góðu og Húmanímal hjá leikhópnum Ég og vinir mínir og hefur þrívegis leikstýrt Sögustund í Þjóðleikhúsinu. Hann var tilnefndur til 32 Grímunnar fyrir leik í Legi og Sumarljósi og fyrir leikstjórn á Húmanimal.

Hilmir Jensson (ýmis hlutverk) útskrif­aðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann hefur leikið hér í Þjóðleikhúsinu í Bjart með köflum, Lé konungi, Ballinu á Bessastöðum og Leitinni að jólunum, og var aðstoðarmaður leikstjóra í Finnska hestinum og Hreinsun. Hann lék í Gálmu og Ég er vind­u rinn hjá Sóma þjóðar og í Spuna eða Kamelljóni fjárhirðisins í Skemmtihúsinu. Hann hefur iðkað dans frá unga aldri.

Jana María Guðmundsdóttir (ýmis hlutverk) útskrifaðist úr Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow 2009 og lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2006. Hún lék í Lilju, Lyklinum að jólunum og söngleiknum Rocky Horror hjá LA. Hún lék Sheilu í Hárinu og í Saknað hjá Silfur­ tunglinu, en hún er einn stofnenda þess. Hún hefur komið fram sem söngkona í tónleikaröðinni Söng­f uglar í Salnum.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.
Les Miserablés - Vesalingarnir by Þjóðleikhúsið - Issuu