2017 06 des námskrá sameiginleg heiðarskóli

Page 66

Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar – Heiðarskóli

2017

7. Kafli – Nemendur

Mikilvægt er að nemendur og starfsfólk vinni sameiningu að því að stuðla að og viðhalda góðum starfsanda og jákvæðum skólabrag. Góður skólabragur felur í sér gagnkvæmt traust, virðingu og samábyrgð þar sem heilbrigðar lífsvenjur, öryggi og vellíðan eru höfð að leiðar-ljósi. Þess vegna er nauðsynlegt að nemandi, í samræmi við aldur og þroska, geri sér grein fyrir að hann beri sína ábyrgð á því hvernig skólabragur verður til og í hverju hann er fólginn. Nemendur eiga rétt á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi námsumhverfi, námstilhögun, fyrirkomulag skólastarfs og aðrar ákvarðanir sem snerta þá. Taka skal tillit til sjónarmiða þeirra eins og unnt er. Samkvæmt lögum skal nemendaráð starfa í grunnskólum. Í Heiðarskóla starfar nemendaráð og í því sitja fulltrúar nemenda í 7. – 10. bekk. Nemendaráð fjallar um hagsmuna-, félags- og velferðamál barna skólans.

Móttaka nýrra nemenda Nýir nemendur og foreldrar/forráðamenn þeirra hitta skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra á fundi áður en skólaganga hefst. Skólastjóri eða aðsstoðarskólastjóri kynnir helstu áherslur í skólastarfinu, fyrirkomulag skólaaksturs, sýnir skólann og kynnir nemandann og foreldra/forráðamenn fyrir umsjónarkennara. Nemandinn fær afhenta stundatöflu og ákveðið er hvenær hentugast sé að hann hefji skólagöngu. Upplýsingar um eftirfarandi eru veittar í móttökuviðtalinu: • Stundaskrá • Fatnaður • Fæðisgjöld • Húsnæðið; skóli og íþróttahús. • Efnisgjald/innkaupalisti • Skóladagatal; farið yfir óhefðbundna skóladaga og lokanir 66


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.