Afmælisrit Landmótunar

Page 20

Reiðhjóla- og göngustígar í Fossvogsdalnum

Grænt net Einar E. Sæmundsen

Hugtakið grænt net er samlíking við net sem myndar kerfi, svo sem gatnakerfi, lagnakerfi eða skólakerfi. Það er notað yfir áætlanir um land til nota fyrir íbúa í þéttbýli og mætti skilgreina með eftirfarandi hætti: Grænt net er vefur eða kerfi stórra og smárra náttúrulegra og mótaðra útivistarsvæða í og við þéttbýli. Í skipulagslögum og skipulagsreglugerð eru þessi svæði m.a. flokkuð sem opin og óbyggð. Þegar grænt net er skipulagt þarf að skoða, greina og lesa í landið. Ennfremur gilda reglur um fjarlægðir svæða frá íbúðum og stærð einstakra svæða miðað við fjölda íbúa. Helstu skipulagsflokkar græna netsins eru:

Grænn trefill Með honum er átt við stór náttúruleg svæði á jaðri þéttbýlis. Útivistarsvæði ætluð til gönguferða, leikja og upplifunar. Mikilvægt er að stígar séu á svæðinu og góðar almenningssamgöngur að því. Heiðmörk, sem Landmótun hefur nýlega unnið deiliskipulag af fyrir Reykjavíkurborg, myndar grænan trefil um höfuðborgarsvæðið og Kjarnaskógur er hluti af trefli um Akureyri.

Stór útivistarsvæði í þéttbýli Til þeirra teljast stærri almenningsgarðar með 20

Landmótun 20 ára


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.