Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

Page 90

Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

fyrir regluverki ESB er snýr að tengingu raforkumarkaða sem og þeim reglum sem gilda um ríkisaðstoð til framleiðslu á endurnýjanlegri raforku svo unnt sé að meta markaðsaðstæður endurnýjanlegrar orku innan EES. Að lokum munum við velta upp og fjalla um mótvægisaðgerðir til að milda áhrif mögulegrar hækkunar á raforkuverði til heimila, fyrirtækja og stóriðju á Íslandi vegna sölu á raforku til Bretlands í gegnum sæstreng milli landanna tveggja. 8.1

Orkustefna Evrópusambandsins Meginmarkmið orkustefnu ESB er að setja á stofn innri orkumarkað um leið og unnið er að því að varðveita og bæta umhverfið. Orkustefnan samanstendur af fimm undirmarkmiðum:     

að tryggja virkni hins innri orkumarkaðar; að tryggja öryggi í orkuafhendingu innan ESB; að stuðla að orkunýtni og orkusparnaði sem og þróun nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa; og stuðla að tengingu milli flutningskerfa.36

Orkustefna ESB er í dag fyrst og fremst útfærð í; (i) þriðja orkupakkanum37 þar sem markmiðið er að styrkja og auka enn frjálst flæði á innri orkumarkaðinn og (ii) loftslagsbreytingapakkanum38 þar sem markmiðið er að stuðla að því að ESB

36

194. gr. Samnings um um starfshætti Evrópusambandsins (e. Treaty on the Functioning of the European Union). Sjá ennfremur A Johnston og G Block, EU Energy Law (1. útg., OUP 2012), bls. 4. 37 Sjá umfjöllun hér að neðan. 38 Loftslagsbreytingapakkinn samanstendur af eftirfarandi gerðum: (i) tilskipun 2009/29/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 2003/87/EB um að endurbæta og framlengja kerfi Bandalagsins fyrir viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda [2009] OJ L 140/63; (ii) ákvörðun nr. 406/2009/EB frá 23. apríl 2009 um átak aðildarríkjanna til að draga úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum til að uppfylla skuldbindingar bandalagsins um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2020 [2009] OJ L 140/136; (iii) tilskipun 2009/28/EB frá 23. apríl 2009 um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum [2009] OJ L 140/16; (iv) tilskipun 2009/31/EB frá 23. apríl 2009 um geymslu koltvísýrings í jörðu [2009] OJ L 140/114; (v) tilskipun 2009/30/EB frá 23. apríl 2009 um breytingu á tilskipun 98/70/EB að því er varðar tilgreiningu bensíns, dísilolíu og gasolíu og innleiðslu kerfis til að fylgjast með og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og um breytingu á tilskipun ráðsins 1999/32/EB að því er varðar tilgreiningu eldsneytis sem skip á skipgengum vatnaleiðum nota [2009] OJ L 140/88; (vi) reglugerð (EB) nr. 443/2009 frá 23. apríl 2009 um setningu árangursstaðla um losun fyrir nýja fólksbíla sem lið í samþættri nálgun bandalagsins um minnkun CO2-losunar frá léttum ökutækjum [2009] OJ L 140/1.

89


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.