Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

Page 61

Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

sóunin nánast engin en í blautum ár getur hún verið allt að 4 TWst.28 Fyrir sviðsmyndir án sæstrengs er reiknað með að áfram verði einhver sóun sem er nauðsynlegt að tryggja afhendingaröryggi og forðast skerðingar til kaupenda í árum þegar vatnsinnstreymi er mjög lítið. Með sæstreng má hinsvegar tryggja framboð á raforku á Íslandi með innflutningi í gegnum sæstrenginn frá Bretlandi. Einnig mun sæstrengurinn gera kerfið sveigjanlegra þar eð Ísland getur flutt út rafmagn til að forðast að vatn fari til spillis þegar snjóa leysir. Eins og sést á Mynd 20 næst ekki að koma algjörlega í veg fyrir sóun, ekki einu sinni með sæstreng. Ástæðan er tímasetning innstreymis í vatnsárum með mjög miklu innstreymi. Hins vegar er að meðaltali mjög dregið úr sóuninni með streng. Mynd 20 - Orka sem fer til spillis á Íslandi í mið-sviðsmynd (TWst, meðaltal áranna 2025 og 2035)

Heimildir: Pöyry og Orkustofnun.

Nánari upplýsingar um orkuvinnslu og sóun má finna í Kafla 15. 5.4

Spá um heildsöluverð

5.4.1 Spá um raforkuverð í Bretlandi Verðspár Pöyry eru næmar fyrir mörgum þáttum, þ.á m. eldsneytis- og kolefnisverði, meiri skilvirkni orkuvera í framtíðinni og skiptingu jaðar orkuvinnslu milli kola- og gasknúinna orkuvera yfir árið (innlendra og erlendra gegnum strengi). Þessir þættir leggjast saman á mismunandi vegu við mismunandi aðstæður. Í háu sviðsmyndinni eru helstu þættirnir hærra kolefnis- og eldsneytisverð, sér í lagi 28

Orkustofnun 2015

60


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.