Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

Page 56

Raforkusæstrengur milli Íslands og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining

5 Helstu niðurstöður markaðsspár 5.1

Fjárfestingar í raforkuvinnslu á Íslandi. Mynd 14 sýnir fjárfestingar í nýrri raforkuvinnslu á Íslandi fyrir háu, mið- og lágu sviðsmyndina, með og án sæstrengs. Fjárfest er í samræmi við framboðsferilinn á Mynd 9. Mið-sviðsmyndin með sæstreng útheimtir samtals 2.137 MW af nýju uppsettu afli árið 2035, sú háa 3.287 MW og sú lága 1.225 MW. Nýfjárfestingar eru knúnar áfram af aukinni eftirspurnar á Íslandi sem og af útflutningsmöguleikum sæstrengsins. Mynd 14 - Nýfjárfestingar á Íslandi (MW)

Heimildir: Pöyry og Kvika

Sviðsmyndirnar með sæstreng gera ráð fyrir að núverandi vatnsaflsvirkjanir verði stækkaðar sem nemur um 448 MW (brún súla). Þessi stækkun er stærstur hluti allra nýfjárfestinga í vatnsafli. Hin nýju verkefni á sviði jarðvarma- (ljósblá súla) og vatnsaflsvirkjana (appelsínugul súla) falla öll undir nýtingarflokk í 2. hluta rammaáætlunarinnar sem Alþingi hefur samþykkt. Möguleikar vindorku á landi (ljósgræn súla), lítilla vatnsaflsstöðva (mosagræn súla), lágjarðvarma (svört súla) og endurbóta á núverandi vatnsaflsvirkjunum (brún súla) voru ekki metnir í 2. hluta rammaáætlun. Nánari upplýsingar um orkuvinnslu og fjárfestingar á Íslandi má finna í Kafla 15. Ekki er gert ráð fyrir að virkjanakostir í biðflokki eða verndarflokki rammaáætlunar verði nýttir.

55


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.