Mjölnir - Skólablað Verkmenntaskólans á Akureyri

Page 24

Útskriftarferð til Mexíkó

24

Ég útskrifaðist af vélstjórnarbraut VMA vorið 2014. Í kjölfarið fórum við, vélstjórarnir, í tveggja vikna útskriftarferð til Mexíkó, ásamt félögum okkar sem útskrifuðust um jól 2013. Í allt vorum við 11 strákar sem fórum í ferðina. Við mættum eldsnemma einn bjartan sumarmorgun til Keflavíkur og reyndum að finna út úr þessum nýju Hópurinn á toppi tilverunnar innritunartölvum. Flestir voru nokkuð þreyttir en aðrir voru enn vel hressir frá kvöldinu áður og þurftu því að leita aðstoðar við innritunina. Eftir það gekk allt greiðlega og við vorum fyrr en varði komnir út í vél á leið til New York, þar sem við áttum að millilenda. Í New York ætluðum við að gista eina nótt en þegar komið var á hótelið kárnað gamanið. Við vorum bara ekkert bókaðir þar og mönnum var ekkert sérstaklega skemmt. Það liðu a.m.k. tveir tímar áður en það kom í ljós að þetta voru mistök af hálfu hótelsins þar sem pöntunin hafði óvart farið á annað hótel keðjunnar. Eftir að leyst hafði verið úr þessu fengum við herbergislyklana og gátum loksins losað okkur við töskurnar okkar og farið og séð með eigin augum þessa borg sem fólk er alltaf að dásama. Eftir að hafa fengið fullt af misvísandi upplýsingum villtumst við af leið, á leið til Times Square og enduðum, guð má vita hvar. Við töldum okkur nú geta labbað á áfangastað og spurðum til vegar. Þá var bara hlegið að okkur og okkur bent á að það tæki margar klukkustundir. Sú hugmynd var því kæfð í fæðingu og við tókum lestina. Við fórum úr lestinni nokkrum húsaröðum frá Times Square og gengum restina. Þegar við komum að stórum gatnamótum þar sem allt iðaði af mannlífi ákvað nú einn úr hópnum að spyrja staðkunnuga hve langt við þyrftum að labba í viðbót til að komast að Times Square. Vakti það mikla kátínu og hlátur Kanans sem var spurður. Hann benti okkur góðfúslega á að við stæðum nú reyndar einmitt á því miðju. Það þarf greinilega meira til að vekja áhuga litlu Íslendinganna. Morguninn eftir var svo flugið okkar til Mexíkó. Ferðinni var heitið til smábæjar sem heitir Playa Del Carmen sem er staðsettur rétt hjá Cancun á Yucatan-skaganum. Þar í kring eru margar Maya rústir og saga svæðisins er afskaplega áhugaverð. Hótelið sem við gistum á heitir Viva Wyndham Maya og er inni á hótelsvæðinu Playacar sem er afgirt. Þegar þangað var komið biðu okkar „all inclusive“ armbönd sem voru svo sannarlega nýtt til fullnustu. Hótelið Synt með höfrungum var frábært. Það var alltaf eitthvað að gera; hægt var að skella sér á jet-ski, fara út á litlum seglbátum eða kanóum eða bara fara í strandblak. Starfsfólkið hafði líka alltaf einhverja leiki á takteinum til að plata menn í. Næturlífið í Playa Del Carmen var stórskemmtilegt og alltaf stöðugt stuð. Einn klúbburinn í bænum hét Coco Bongo og þar var alltaf mikið „show“. Þetta var eiginlega bara leiksýning og heyrðum við stöðugt frá öðrum hótelgestum að þetta væri


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.