Leikskrá Ísland - Brasilía KVK 2017

Page 1

ÍSLAND BRASILÍA 13. JÚNÍ 2017 18:30


Betri รกrangur meรฐ fjรถlbreyttum greiรฐslulausnum


KVEÐJUSTUND! Stuðningsmannasvæði eða Fan Zone verður fyrir leik Íslands gegn Brasilíu 13. júní, þar sem áhorfendur geta hitað upp fyrir leikina og byggt upp stemningu. Þetta er kveðjuleikur stelpnanna okkar sem leika á EM í Hollandi í sumar. Það er því SKYLDUMÆTING á leikinn og við ætlum að kveðja þær á viðeigandi hátt. Upphitun hefst tveimur klukkustundum fyrir leikina og er aðgangur ókeypis og öllum opinn. Á svæðinu verður boðið upp á andlitsmálningu og hoppukastala auk þess sem Tólfan mætir á svæðið klukkutíma fyrir leik til að keyra upp stemninguna. Veitingasala verður á svæðinu, sala á Áfram Ísland varningi sem og salernisaðstaða.

Skemmtunin er sett upp með þarfir yngri kynslóðarinnar í huga og eru fjölskyldur því sérstaklega hvattar til að mæta tímanlega til að njóta hennar sem best. Viðburðirnir verða staðsettir á bílastæðunum fyrir framan Laugardalsvöll og vegna þeirra verða bílastæðin lokuð. Fólk er beðið um að hafa það í huga þegar komið verður á völlinn að færri bílastæði verða í boði í Laugardalnum en venja er á landsleikjum og því um að gera að nýta almenningssamgöngur.

MÆTUM SNEMMA OG ÁFRAM ÍSLAND!

KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS | FOOTBALL ASSOCIATION OF ICELAND LAUGARDAL | 104 REYKJAVIK | +354 510 2900 | KSI@KSI.IS | WWW.KSI.IS FACEBOOK.COM/FOOTBALLICELAND | TWITTER @FOOTBALLICELAND | INSTAGRAM @FOOTBALLICELAND


FREYR

STERK LIÐSHEILD! Íslenska kvennalandsliðið er á leið inn í sitt þriðja stórmót, þriðja Evrópumótið í röð. Þetta er hins vegar í fyrsta skiptið sem Freyr Alexandersson fer með liðið á slíkt mót, og hans fyrsta sem aðalþjálfari. Það er rétt að þetta er mitt fyrsta stórmót með kvennalandsliðinu. Ég get ekki sagt neitt annað en að það leggist mjög vel í mig, ég er fullur tilhlökkunar og eftirvæntingin er mikil. Ég bý hins vegar að þeirri reynslu að hafa verið með karlalandsliðinu í Frakklandi í fyrra og er því mjög vel undirbúinn undir þær þrautir sem stórmót sem þetta bíður upp á. Nú drógust þið í riðil með Austurríki, Frakklandi og Sviss. Er þetta ekki riðill sem þið gætuð komist upp úr? Ég get nú ekki alveg sagt að þetta sé klárlega riðill sem við ættum að komast upp úr. Þetta er enginn draumariðill og fyrirfram erum við ekki eitt af tveimur liðunum sem líklegust þykja til að fara áfram í útsláttarkeppnina. Hins vegar er það alveg ljóst að við förum inn í þetta

verkefni með það að leiðarljósi að komast upp úr riðlinum, en það er mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að verkefnið er snúið og krefjandi, en við ætlum okkur áfram! Hvernig líst þér annars á mótherjana? Við hverju getum við búist við frá þessum liðum? Mér líst bara vel á mótherjana, þetta eru þau verkefni sem bíða okkar, við tökumst á við þau af mikilli fagmennsku og undirbúum okkur gríðarlega vel. Frakkarnir eru feiknasterkir, langflestir leikmanna þeirra voru að leika á lokastigum meistaradeildarinnar og eru líklegar til þess að fara alla leið í mótinu. Sviss er mjög erfitt viðureignar og okkur hefur ekki vegnað vel gegn þeim. Langflestir leikmenn liðsins leika með frábærum félagsliðum og geta ógnað okkur úr öllum áttum. Við erum hins vegar staðráðin í því að snúa við gengi okkar gegn þessari sterku þjóð. Austurríki er seinasti leikur okkar í riðlakeppninni, mögulega sú þjóð sem er á hvað mestri uppleið í Evrópuboltanum í dag. Allir leikmenn í byrjunarliði Austurríkis


ALEXANDERSSON


ÞJÁLFARINN leika í þýsku úrvalsdeildinni og þær eru því mjög vel mannaðar. Hvernig finnst þér undirbúningurinn fyrir mótið hafa gengið, eftir að ljóst var að þið væruð komnar á EM? Undirbúningurinn hefur ekki beint gengið eins og í sögu. Við höfum lent í töluverðum áföllum og þurft að takast á við ýmis mál í okkar undirbúningi og bregðast eins vel við aðstæðum og við mögulega getum. Mér finnst við vera á góðri leið núna, vitum hvert við erum að stefna og hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar. Verkefnið sem við erum í núna og lokaundirbúningur í júlí verður okkur gríðarlega dýrmætur. Síðustu tveir leikirnir í undirbúningi ykkar verða gegn Írum ytra og Brasilíu í Laugardalnum. Einhver sérstök ástæða fyrir því að þið vilduð fá leiki við þessi tvö lið? Já, það er sérstök ástæða fyrir því. Við vildum tvö mismunandi verkefni sem láta reyna á okkur úr öllum áttum á þessum tímapunkti. Við leituðumst eftir leik á útivelli í fyrri leiknum til að komast með liðið í einangrað umhverfi þar sem við gætum unnið náið með leikmönnum innan vallar sem utan. Svo vildum við fá eins spennandi mótherja og mögulegt var á heimavelli í okkar seinasta leik fyrir lokamótið. Brasilía varð ofan á og gerast mótherjarnir varla meira spennandi og krefjandi en það. Eins og alþjóð hefur tekið eftir hefur Harpa Þorsteinsdóttir verið í barneignarleyfi. Hversu mikilvæg er hún liðinu þegar hún er í toppstandi?

Harpa er frábær leikmaður og spilaði eins og engill í seinustu undankeppni þar sem hún stóð uppi sem markahæsti leikmaður allrar undankeppninnar og lék gríðarlega vel fyrir liðið. Þegar Harpa Þorsteinsdóttir er upp á sitt besta er hún gríðarleg styrking fyrir íslenska landsliðið. Nú hafið þið verið að prufa ykkur áfram með ýmis kerfi. Þú sagðir á dögunum að þið hefðuð ákveðið að spila 3-4-3 á EM í sumar. Af hverju varð það fyrir valinu? Við ákváðum að spila þessa leiki í júní mánuði í þessu leikkerfi, það er ekkert endanlega ákveðið með hvaða leikkerfi verður notað í lokamótinu. Við höfum aftur á móti mikla trú á því að þetta leikkerfi henti okkar leikmannahópi mjög vel. Við setjum leikfræðina saman með það að leiðarljósi að ná fram styrkleikum okkar leikmanna og fela veikleikana, það er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessari ákvörðun okkar. Það hefur verið töluvert um meiðsli upp á síðkastið. Dagný hefur verið meidd, Margrét Lára núna upp á síðkastið, Katrín Ómars ökklabrotin, Hólmfríður ristarbrotin og Sandra María, Elísa Viðars og Dóra María með slitin krossbönd. Er þetta ekki að hafa mikil áhrif á undirbúninginn fyrir EM? Það er ljóst að þetta hefur haft töluverð áhrif á liðið okkar, við höfum þurft að bregðast við þessu og breyta leikfræðinni. Leikkerfið sem við beittum í undankeppninni var sniðið að þeim leikmannahópi sem tók þátt í þeirri keppni. Margir þessara leikmanna ásamt Hörpu voru þar í lykilhlutverki. Því var nauðsynlegt að finna leið til að finna þá leikfræði sem hentar leikmannahópnum


best á þessum tímapunkti. Þetta er ekki vinna sem við áttum von á að þurfa að fara í fyrir ári síðan. Hefur þú einhverjar áhyggjur af öllum þessum meiðslum og áhrifum þeirra á gengi liðsins í sumar? Nei, ég hef það ekki. Þetta eru áföll sem hafa gengið yfir okkur. Við getum ekki verið að hugsa um þau lengur. Við getum ekki breytt því sem hefur gerst í fortíðinni en við getum svo sannarlega haft áhrif á framtíð okkar. Það má að sjálfsögðu búast við fullt af stuðningsmönnum liðsins á leikjum ykkar í Hollandi. Hversu mikið mun það gefa ykkur þegar komið er út í leikina sjálfa? Ég lít þannig á hlutina að þessi þáttur geti haft úrslitaáhrif í leikjum okkar og niðurstöðu okkar í mótinu. Til þess að við náum fram markmiðum okkar þurfum við að skapa umhverfi og

stemningu sem gefur okkur auka orku. Íslenskir stuðningsmenn gegna þar lykilhlutverki. Með stuðningi þjóðarinnar getum við látið drauma okkar rætast. Við munum skilja allt eftir á vellinum og gera allt til þess að íslenska þjóðin geti verið stolt af stelpunum okkar. Eitthvað sem þú vilt koma fram að að lokum? Sterkasta vopn íslenska landsliðsins er sterk liðsheild, ég vona að þú viljir vera partur af þeirri liðsheild og styðjir liðið þitt í komandi baráttu.

Við spilum fyrir Ísland!


EM 2017

FJÖLMENNUM Á EM Ísland tekur þátt í sinni þriðju Evrópukeppni í sumar þegar liðið heldur til Hollands. Stelpurnar komust þangað með því að vinna sinn riðil í undankeppninni, þar sem aðeins einn leikur tapaðist og fékk liðið ekki á sig mark fyrr en í síðasta leik sínum. Mótherjar okkar í Hollandi verða Frakkland, Austurríki og Sviss. Fyrst mæta stelpurnar Frökkum 18. júlí og verður leikið á Willem II Stadion, en hann tekur 14.500 manns í sæti. Því næst mæta þær Sviss 22. júlí og verður leikurinn á De Vijverberg Stadium, en sá völlur er í Doetinchem. Þar spilar De Graafschap heimaleiki sína og tekur völlurinn 12.600 manns í sæti. Að lokum mætir liðið Austurríki á Sparta Stadium í Rotterdam og tekur sá 11.026 manns í sæti. Tvö lið fara upp úr hverjum riðli, en þeir eru fjórir. Takist Íslandi að komast upp úr sínum riðli mætir það liði úr riðli D. Í þeim riðli eru England, Spánn, Skotland

og Portúgal. Það er því til mikils að vinna fyrir stelpurnar, en þær hafa lengst komist í átta liða úrslit á EM. Það var árið 2013 en þá voru aðeins þrír riðlar og komust því tvö bestu liðin í þriðja sæti, eitt af þeim Ísland. Það má því segja að það verði bæting hjá Íslandi ef því tekst að komast upp úr riðli sínum í þetta skiptið. Það er ekki að spyrja að því að íslenskir stuðningsmenn munu fjölmenna til Hollands. Þess má geta að KSÍ seldi alla þá miða sem það fékk og má því búast við yfir 2000 íslendingum á hverjum einasta leik liðsins. Stuðningurinn sem stelpurnar munu fá í sumar á eftir að vera þeim gríðarlega mikilvægur og því eru stuðningsmenn hvattir til að láta vel í sér heyra í Hollandi!



NO TO RACISM

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

Facebook “f ” Logo

CMYK / .ai

/

@

_official


70 ÁRA AFMÆLI KSÍ heldur upp á 70 ára afmæli sitt um þessar mundir en það var stofnað þann 26. mars árið 1947 í húsakynnum Verslunarmannafélags Reykjavíkur í Vonarstræti, þó Íslandsmótið hafi verið haldið frá 1912. Í upphafi voru aðildarfélögin 14. Þau voru Fram, KR, Víkingur Reykjavík, Valur, Haukar, FH, Kári, KA (frá Akranesi), Þór Akureyri, KA Akureyri, Þór Vestmannaeyjum, Týr Vestmannaeyjum ásamt Íþróttabandalögum Ísafjarðar og Siglufjarðar. Fyrsti formaður hins nýja sambands var Agnar Klemens Jónsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins. Ísland gekk strax í FIFA árið 1947, en fékk inngöngu í UEFA sjö árum síðar. Það var árið 1946 sem Ísland lék sinn fyrsta landsleik, en það var að sjálfsögðu gegn Dönum og fór leikurinn fram 17 júlí 1946. Leikurinn fór fram á Melavellinum og voru Danir ekki í erfiðleikum og sigruðu 3-0. Fyrsti sigur Íslands kom síðan árið 1947 þegar liðið vann Finna í Reykjavik, 2-0. Þjóðin tók þátt í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn fyrir HM 1958 í Svíþjóð. Lenti Ísland í riðli með Frakklandi og Belgíu en tapaði öllum leikjum sínum. Það var síðan ekki fyrr en í undankeppni EM 1976 að Ísland náði í sinn fyrsta sigur í undankeppni stórmóts. Þar vannst sigur á Austur-Þjóðverjum í Laugardalnum, ásamt

því að jafntefli náðist úti gegn sama liði og Frakklandi heima. Það var síðan árið 2013 sem karlalandsliðið komst í fyrsta sinn í umspil fyrir stórmót, þar sem liðið lá gegn Króötum. Tveimur árum síðan var svo sæti á fyrsta stórmótinu tryggt og átti liðið eftir að fara hreint út sagt á kostum á Evrópumótinu í Frakklandi, eins og alþjóð veit. Íslenska kvennalandsliðið tók í fyrsta skipti þátt í undankeppni stórmóts fyrir EM 1984. Liðið hóf hana á því að næla í jafntefli í Noregi áður en þær töpuðu öðrum leikjum. Það var svo ekki fyrr en um tíu árum síðar sem liðið tók aftur þátt í undankeppni stórmóts, fyrir EM 1993. Það hefur verið gríðarlegur uppgangur í kvennaknattspyrnunni og landsliðið er í dag eitt það besta í Evrópu. Hafa stelpurnar nú komist á þrjú Evrópumót í röð, 2009, 2013 og 2017. Það er því ljóst að mikill og stöðugur uppgangur hefur verið í íslenskri knattspyrnu undanfarin ár og hefur það augljóslega komið fram í frábærum úrslitum beggja landsliða. Frammistaða þeirra á heimssviðinu hefur sýnt að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi.


MARGRÉT LÁRA

VILJUM ALLA TIL HOLLANDS Margrét Lára er að fara inn í sitt þriðja stórmót með Ísland, nú sem fyrirliði. Sú áskorun leggst mjög vel í hana og hana hlakkar mikið til. Ég er ótrúlega stolt af því að vera fyrirliði þessa glæsilega landsliðs og auðvitað er það dálítið sérstakt fyrir mig að fá að vera í því hlutverki. Að gera upp á milli stórmótanna 2009, 2013 og svo núna 2017 get ég ekki gert. Öll mótin hafa sinn sjarma og eiga sérstakan stað í hjarta mér og minningar þaðan sem aldrei munu gleymast. Nú hefur verið mikið um meiðsli í hópnum að undanförnu og leikmenn eins og Dóra María, Elísa og Katrín Ómars sem verða ekki með í sumar. Hafa þessi meiðsli haft mikil áhrif á ykkur í undirbúningnum fyrir sumarið? Það er alltaf slæmt að missa frábæra leikmenn og karaktera út úr hópnum og þeirra verður auðvitað sárt saknað. Hins vegar er breiddin í okkar hóp mjög góð og aðrir leikmenn hafa stigið upp og komið sterkt inn í hópinn og liðið sjálft. Það er því þeirra og okkar hinna að taka enn meiri ábyrgð og rífa liðið áfram.

Síðasti leikur sem þið spiluðuð, gegn Hollandi, tapaðist nokkuð stórt, eða 4-0. Nú hefur ykkur gengið nokkuð vel í undirbúningi ykkar, komu þessi úrslit ykkur á óvart? Hafið þið einhverjar áhyggjur af þeim? Já og nei. Það er orðið þannig í kvennaboltanum að ef maður á ekki sinn besta leik þá tapar maður. Við erum hins vegar ekki vanar að tapa svona stórt og ætlum ekki að láta það gerast aftur. Það besta er að við vitum að við áttum ekki góðan leik í Hollandi. Við erum hins vegar með frábæra liðsheild sem tók þann pól í hæðina að læra af þessu og halda áfram. Allir hafa gert það og liðið fer fullt sjálfstrausts inn í Evrópumótið. Freysi sagði á dögunum að það væri búið að ákveða að liðið spilaði 3-4-3 í sumar. Hvernig líst þér á þá ákvörðun? Hvaða kosti telur þú að þetta kerfi bjóði uppá fyrir ykkur? Mér finnst þetta rétt ákvörðun hjá Frey og ég styð hana 100%. Við erum með lið og einstaklinga sem leikkerfið hentar vel fyrir. Við erum búnar að æfa þetta vel og teljum okkur geta náð góðum árangri á þennan hátt.


FYRIRLIÐI

Þið drógust í riðil með Frakklandi, Austurríki og Sviss. Hvernig líst þér á þennan riðil? Hverjir eru ykkar möguleikar? Mér líst vel á riðilinn. Við erum búnar að hafa nokkra mánuði til að undirbúa okkur fyrir leik gegn þessum liðum. Við vitum hins vegar að það verður mikil áskorun að komast upp úr þessum erfiða riðli. Við höfum hins vegar trú á því að við getum strítt þessum liðum og meira en það.

Við hverju megum við búast við frá þessum þremur liðum? Þetta verða allt baráttuleikir. Frakkar, ásamt Þýskalandi, er það lið sem að teljast sigurstranglegust í keppninni. Svo er Sviss það lið sem hefur verið hvað mest vaxandi undanfarin ár. Þær hafa verið hástökkvarar FIFA listans undanfarið og fóru illa með okkur í síðustu undankeppni HM þannig að við höfum harma að hefna. Svo er Austurríki einnig mjög gott lið, lið sem byggir mikið til á sömu gildum og við; trú, vilja og baráttu.


Það má búast við miklum fjölda Íslendinga á leikjum ykkar í sumar og hefur KSÍ selt alla þá miða sem það fékk. Hversu mikilvægur er þessi stuðningur ykkur? Gríðarlega mikilvægur. Við stelpurnar erum mjög ánægðar með hversu margir ætla að koma og styðja okkur og vonumst til að enn fleiri kaupi sér miða þegar nær dregur keppni. Það sýndi sig í Frakklandi að íslenskir stuðningsmenn eru þeir bestu í heimi og ég veit að þeir munu ekki bregðast okkur í Hollandi.

Þið endið ykkar undirbúning fyrir EM með stórleik gegn Brasilíu á Laugardalsvelli. Skiptir það miklu máli fyrir ykkur að fá leik gegn svo sterku liði? Það að mæta Brasilíu á okkar heimavelli er frábært fyrir okkur og áhorfendur. Brasilía hefur verið eitt af bestu landsliðum heims í nokkur ár og þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að til að kljást við lið sem er á sama stað og bestu liðin sem verða á Evrópumótinu í sumar.


www.n1.is

facebook.com/enneinn

Áfram Ísland! N1 er stoltur bakhjarl íslensku landsliðanna í knattspyrnu

N1 er bakhjarl Knattspyrnusambands Íslands

Alltaf til staðar


Þú styður alltaf íslenskar íþróttir þegar þú tippar.

Lengjan er stoltur styrktaraðili KSÍ


LEIKMENN ÍSLANDS Nafn

Félag

Fæðingarár

Katrín Ásbjörnsdóttir

Stjarnan

1992

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Breiðablik

1992

Margrét Lára Viðarsdóttir

Valur

1986

Svava Rós Guðmundsdóttir

Breiðablik

1995

Elín Metta Jensen

Valur

1995

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Valerenga

1988

Andrea Rán Hauksdóttir

Breiðablik

1996

Sara Björk Gunnarsdóttir

Wolfsburg

1990

Sigríður Lára Garðarsdóttir

ÍBV

1994

Málfríður E. Sigurðardóttir

Valur

1984

Agla María Albertsdóttir

Stjarnan

1999

Fanndís Friðriksdóttir

Breiðablik

1990

Dagný Brynjarsdóttir

Portland

1991

Rakel Hönnudóttir

Breiðablik

1988

Anna Björk Kristjánsdóttir

LB07

1989

Sif Atladóttir

Kristianstad

1985

Lára Kristín Pedersen

Stjarnan

1994

Glódís Perla Viggósdóttir

Eskilstuna

1995

Ingibjörg Sigurðardóttir

Breiðablik

1997

Anna María Baldursdóttir

Stjarnan

1994

Hallbera Guðný Gísladóttir

Djurgarden

1986

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Djurgarden

1985

Sandra Sigurðardóttir

Valur

1986

Sonný Lára Þráinsdóttir

Breiðablik

1986

Sóknarmenn

Miðjumenn

Varnarmenn

Markmenn




Hvar er sætið þitt?


Hvar er sætið þitt?


Þessi blanda af stolti og spennu þegar landslið Íslands gengur fram á leikvanginn er tilfinning sem flestir þekkja og njóta fram í fingurgóma – alla leið heim í stofu. En með því að halda með stelpunum okkar alla leið til Hollands verður þú hluti af sterkri liðsheild á vellinum. Það er ólýsanleg upplifun. Komdu með og gerðu stelpurnar okkar óstöðvandi á EM í sumar!

ÍSLENSKA SIA.IS ICE 84740 06/17

HALTU MEÐ OKKUR Á EM Í HOLLANDI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.