Snemmtæk íhlutun í málörvun leikskólabarna

Page 70

ÓHEFÐBUNDNAR TJÁSKIPTALEIÐIR Á Norðubergi er notast við óhefðbundnar tjáskiptaleiðir í tilfellum þar sem börn eiga erfitt með að tjá sig með orðum og geta það jafnvel ekki. Þær geta því bæði verið í formi viðbótar við talmál sem er til staðar eða alveg í stað talmáls. Slíkar tjáskiptaleiðir geta í einhverjum tilfellum verið varanlegar fyrir einstaklinga, en einnig getur verið um tímabundið úrræði að ræða (Sigrún Grendal Magnúsdóttir. 2010). Á Norðurbergi hefur verið unnið með tjáskiptaleiðirnar Tákn með tali og einnig með myndræna boðskiptakerfið PECS.

TÁKN MEÐ TALI Tákn með tali (TMT) er tjáningarform ætlað heyrandi fólki með tal- eða málörðugleika. Það er byggt upp á samblandi af tali, táknum og látbragði sem er til að undirstrika merkingu þeirra. Uppbygging táknanna er tvískipt. Annars vegar eru það náttúruleg tákn, sem eru oftast á leiknum athöfnum og hins vegar eiginleg tákn sem eru að mestu fengin að láni úr íslenska táknmálinu. Tákn með tali er alltaf notað samhliða talmáli og eru aðalorð setninga þá eingöngu táknuð. TMT er mjög góð tjáskiptaleið fyrir fatlaða einstaklinga og


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.